Heimskringla - 29.07.1942, Side 1

Heimskringla - 29.07.1942, Side 1
NOTICE TO COMMERCIAL FISHERMEN We invite your enquiries íor your bread supplies for the coming season. Quality and Service to your complete satisfaction. CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 35 565 “The QualityGoes In before theNameGoesOn” Frank Hannibal, Mgr. NOTICE TO COMMERCIAL FISHERMEN We invite your enquiries for your bread supplies for the coming season. Quality and Service to your complete satisfaction. CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 35 565 "The QualityOoes In before theNameGoeaOn" Frank Hannibal, Mgr. LVI. ÁRGANGUR WINNIPKG, MIÐVIKUDAGINN, 29. JÚLl 1942 NÚMER 44. •By kind permission of The Christian Science Monitor. << O • fc* oamemaöir Með hernaðarsamtökum 26 lýðræðisþjóðanna, sem efnt var til 1. janúar 1942 í Wash- ington, var að líkindum stigið eitt heillavænlegasta sporið i þessu stríði. Fram til þess tíma höfðu þjóðir þessar mikið til baukað út af fyrir sig og barist ein eða tvær'i einu móti hinum grimma sameiginlega óvini, öxulþjóð- unum. Hinar drógu að fara af stað, eins og Vesturheimsþjóð- irnar aliar, að Canada undan- skildu. Þetta hlutleysi var vatn á millu öxulþjóðanna, sem að öllu leyti voru vel undir þetta stærsta og hrikalegasta veraldarstríð búnar, sem sagan getur um. Unnu þær og sigr- ana þá, sem þær hafa búið að síðan og sem lýðræðisþjóðun- um hefir til þessa verið ofvaxið að bæta sér að nokkru veru- legu leyti aftur og höfðu meira að segja litla von um það fram að þessa árs byrjun. 1 júni 1941 drógust Rússar inn í striðið og Bandarikin í byrjun desember mánaðar. — Þegar stríðið var orðið svo víð- tækt, reið á miklu að samherj- arnir skipulegðu átökin, sam- einuðu kraftana. Og í því var hin leyndardómsfulla ferð Win- ston Churchill til Bandaríkj- anna fólgin um jólaleytið 1941. Mátti þó vita að eitthvað byggi undir því, hafði hann frítt föru- r ■■■ * stöndum vér” neyti með sér, um 80 manna. Var og í þeirri ferð grundvöll- ur lagður að bandalagi lýð- ræðisþjóðanna ,uppkast gert að samningi, er undirskrifaður var af 26 þjóðum, (The United Nations) að einni (Mexikó- þjóðinni) viðbættri síðar — fyrsta dag ársins 1942, sem fyr segir. Efni samningsins var það, að þjóðir þessar hétu hver annari allri aðstoð, bæði hernaðar- legri og efnalegri, sem kostur var á til að vinna stríðið. Nú voru lýðræðisþjóðirnar orðnar einhuga um þörfina á að vinna stríðið, vegna þess, að ef öxul- þjóðirnar gengu sigrandi af hólmi, væri frelsi einstaklings- ins, í prívat athöfnum og sam- eiginlega eða í stjórn, skoðun- um og trú, lokið. Engin þjóð yrði sjálfri sér ráðandi, en yrðu í þess stað kúgaðar til að leggja niður venjur og siði sem sam- grónir væru þeim og frá sjónar- miði skoðana og tilfinninga, alt sem þeim var hugleiknast og hjartfólgnast. Eftir tveggja ára rekstur stríðsins og með- ferð öxulþjóðanna á sigruðum, alsaklausum, varnarlausum þjóðum, voru lýðræðisþjóðirn- ar orðnar fyllilega, og meira en það, sannfærðar um þetta og að í sölur frelsisins, yrði alt að leggja úr því sem komið var. KEY TO THE FLAGS 1— Guatemala. 2— Canada. 3— United States. 4— Great Britain. 5— Czechoslovakia. 6— Russia. 7— Nicaragua. 8.—Panama. 9—Haiti. 10— Belgium. 11— Yugoslavia. 12— Norway. 13— India (naval ensign). OF THE UNITED NATIONS 14— New Zealand. 15— Costa Rica. 16— E1 Salvador. 17— Honduras. 18— Cuba. 19— Dominican Republic. 20— Union of South Africa. 21— Luxemburg. 22— Netherlands. 23— Greece. 24— Poland. 25— China. 26— Australia. þessarar álfu og raunar hvar sem er, blaðinu Christian Science Monitor, var þessara samtaka samherjanna nýlega minst og fylgdi því hnatt-upp- dráttur, er sýndi legu landa samherjanna og fána hinna sameinuðu þjóða (The United Nations). Fórum vér fram á það við blaðið, að leyfa oss að nota myndirnar í Heims- kringlu; kvaðst það fúst til að veita íslendingum leyfið. Er Heimskringla því yfrið þakk- lét fyrir það. Hefir myndin ekki fyr birst í blöðum hér nyrðra, svo vér höfum orðið varir. HELZTU FRÉTTIR Frá Ottawa Það er í frásögur fært, að nokkur hávaði hafi orðið á þinginu í Ottawa s. 1. mánudag. Lá sú ástæða til, að King for- sætisráðherra var að halda ræðu í Hong Kong málinu, við lítið næði af hálfu andstæð- inga; varð honum þá á, að kalla þá skríl (mob), en þá reis Hanson íhaldsleiðtogi upp úr sæti og neitaði titlinum. Stóðu þeir báðir foringjarnir í einu uppi í þinginu, steyttu hnefana og hrópuðu sem hæst hvort til annars. Þótti þing- heimi nóg um og kallaði: Þing- sköp, þingsköp! Stilti forseti þá til friðar. Er sagt að for- sætisráðherra hefði síðar beð- ist þess að orðið “mob” væri úr ræðunni felt við prentun þingtíðindanna. — Ennfremur hefði Mr. Hanson minst þess, að hann hefði persónulega áður vikið orðum að Mr. King, sem áttu ekki við í sambandi við eitthvert stjórnarstarf, er hann var að ræða. Voru báðir góð börn eftir þetta. Það sem kveikti í þinginu var krafa frá John Diefenbaker (íhaldsm. frá Lake Centre) um að birta skýrslu konunglegu rannsóknar nefndarinnar í Hong Kong-málinu og bréf Lt. Col. George A. Drew, íhalds- flokksforingja í Ontario. Urðu umræðurnar heitar um Hong Kong-málið og ýttu þar mest á eftir Howard Green (íhaldsm. frá Vancouver) og Mr. Diefen- baker. Mintu þeir forsætis- ráðherra á, að með stefnu sinni í að banna þinginu að sjá skýrsluna, væri hann á móti því, sem William Lyon Mac- Kenzie, afi hans, hefði mest barist fyrir. Af fregnum þeim og upplýs- ingum sem fengist hefðu nú þegar af Hong Kong-málinu, sögðu andstæðingar stjórnar- innar engan efa á, að stjórn- inni hefði herfilega yfirsézt í því, að senda hálf æfða menn og illa búna að vopnum til Hong Kong. Töldu þeir það svo ill meðmæli með stjórninni í stríðsrekstrinum, sem frekast væri hægt að hugsa sér og að Frh. á 5. bls. Að samningi lýðræðisþjóð- anna undirskrifuðum, voru strax skipaðar nefndir eða ráð, er vissar framkvæmdir höfðu með höndum, eins og að senda herlið þangað sem þess var mest þörf og vopn og vistir. Var og ýmislegt annað, svo sem um framleiðslu, skipulagt, tollar allir úr lögum strikaðir og fram úr fjármálum greitt eins og með leigumálsskilmál- um Bandaríkjanna. í hverri nefnd voru fulltrúar frá hverri sambandsþjóðinni (The United Nations). Það hefir nú að vísu ekki alt gengið að óskum síðan þetta gerðist og gerir ekki enn; hitt er víst, að það hefði samt án þessara sam- taka orðið drjúgum verra og vonlausara um útkomu þessa stríðs. Vopnabirgðir og her- útbúnaður allur hefir stórum fyrir það aukist og hefðu sam- tök þessi fyr verið hafin, eða áður en Tékóslóvakía og Pól- land voru eldregni skírðar, hefði striðinu nú ef til vill al- varlegar hallað á Þjóðverja, en raun er enn á orðin. 1 einu merkasta fréttablaði SÆKIÐ ISLENDINGADAGINN Á GIMLI MANUDAGINN 3. AGUST 1942

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.