Heimskringla


Heimskringla - 29.07.1942, Qupperneq 2

Heimskringla - 29.07.1942, Qupperneq 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. JÚLl 1942 Mrs. Guðrún H. Friðriksson Fœdd 16. ágúst 1868 — Dáin 8. maí 1942 Dánardægurs þessarar merk- iskonu var minst í íslenzku vikublöðunum fyrir nokkru síð- an. Hún hét fullu nafni Guðrún Helga; var fædd að bænum Búrfelli í Hálsasveit í Borgar- f jarðarsýslu 16. ágúst mánaðar 1868. Foreldrar hennar voru þau hjónin Jörundur Sigmunds- son og Auður Grimsdóttir. — Auður var eitt af þeim mörgu valinkunnu systkinum sem kend voru við Grímsstaði í Reykholtsdal í sömu sýslu. — Guðrún ólst fyrst upp með for- eldrum sínum að Búrfelli, og svo um nokkur ár hjá þeim hjónunum Páli og Helgu á Steindórsstöðum í Reykholts- dal. Árið 1885 fluttist hún til þessa lands 17 ára að aldri og taldi sig til heimilis hjá móður sinni, fyrstu dvalarár sín hér. Móðir hennar hafði flutt vestur 1882 og bjó við rætur Pembina fjallanna 4 mílur norðvestur frá bæjarþorpinu Garðar í North Dakota, U. S. A.. Fyrstu árin vann Guðrún sem vinnu- kona í ýmsum vistum bæði hjá samlöndum sínum og annara þjóða fólki. Giftist árið 1894 eftirlifandi manni sínum, Gunnari Friðrikssyni, Þingey- ingi að ættum. Fyrsta bú- skaparár sitt áttu þau heima í| Winnipeg; fluttu þaðan til On- tario og stjórnuðu þar matsölu- húsi fyrir C. P. R. járnbrautar- félagið. Þaðan fluttu þau árið 1899 til Winnipegosis, Man., og bjuggu um nokkur ár í islenzku bygðinni á Red Deer Point, sem þá var rétt byrjuð að myndast. J Atvinna þeirra þar var fisk- veiði og griparækt. Þaðan fluttu þau til bæjarins Winni- pegosis og hafa búið þar síðan. Þau eignuðust níu börn, tvö þeirra dóu í æsku, hin lifa nú fullorðin og gift; flest búsett hér í Manitoba. Þau eru þessi sem hér verða talin: Jörína Auður, kona Halldórs Stefáns- sonar; óskar gunnar, giftur Petronellu Crawford; Stearne Jónas, giftur Elen Martin af enskum ættum. Þessi sem hér eru talin eru búsett í Winni- pegosis: Skarphéðinn Kjartan, «g»3lllllllllllir3IIIIIIIIIIIIC3lllll|||||||E3IIIIIIIIIIIIC3IIIIIIIIIIIIC3IIIIIIIIIIIIC3flllllllllllC3IIIIIIIIIIIIC3lllllllllll1i:i1IIIIIIIIIIIC3IIIIIIIIIIIICll1llllllllt1Cllll | You Cannot Aíford to Drive Your 1 Automobile Without the Protection of an INSURANGE POLICY □ = 1 Our Policies Give You Full Protection at Lower Rates Reduced Rates for Drivers with Clear Records The Wawanesa Mutual Insurance Company Head Office: WAWANESA. Man. Branch Offices: MONCTON, MONTREAL, TORONTO, WINNIPEG, SASKATOON, EDMONTON and VANCOUVER □ | I || 5 g ' We issue complete covering against the following hazards: Fire, Burglary, Plate Glass, Windstorm, Personal Property Floaters and Inland Transportation. Local Representative: J. V. SAMSON 1025 Dominion St. Phone 38 631 Winnipeg, Man. Í! ..............................................................................................................................................I IIIIIIIIIIIIUIIUIIIIIIIIE]IIIIIIIIIIIIE]IIIIIIIIIIII[]||IIIIIIIII|[{< i giftur Helgu Jónasdóttir Páls- sonar söngkennara, eiga heima í Geraldton, Ont. Björg Mar- grét, gift LaVerne Hawn, þau hafa átt heimili í Mafeking hér í fylkinu; Svava Friðrika, gift Ernest Ransom af enskum ætt- um; Guðrún Thyri, gift Ben Grimmalt, eiga heimili í námu- bænum Flin Flan, Man. Alsystir Guðrúnar er Björg ekkja Mr. Stearne Tight, býr í bænum Saskatoon, Sask. Tvö hálfsystkin af seinna hjóna- bandi Auðar, eru Kristín, kona Gunnars Guðmundssonar, þau búa í Winnipeg, og Þórður, gift- ur bóndi nálægt Mozart, Sask. Við fráfall þessarar mætu merkiskonu er stórt skarð autt í hópi Islendinga í Winnipeg- osis, ekki aðeins hvað áhrærir. mann hennar og börnin þeirra, sem nú harma ástríka konu og móðir, heldur allra Islendinga í því bygðarlagi, því það má með sanni segja að hún var lífið og sálin í öllu því sem laut að félagsmálum íslendinga þar. Hún var forseti Lúterska safnaðarins þar um mörg ár, einnig forseti þjóðræknisdeild- arinnar Hörpu, og ennfremur forseti Kvenfélagsins Fjallkon- an um langt skeið. Það er líka að allra þeirra dómi sem unnu að nefndum félagsmálum með henni, að aldrei hafi neitt af þeim staðið fagurlegar að ætl- unarverkum sínum, en þau árin sem hún veitti þeim fylgi sitt. Þessi látna • kona var mörgum þeim kostum gædd sem hverja konu prýða, hún var fríð ásýndum, gáfuð og einkar skemtileg í viðræðum,' hafði þíðan og aðlaðandi mál- J róm, hún var prýðilega málij farin á ræðupalli og þótti þá fáum of langt að hlusta meðan hún talaði. Nokkur síðustu æfiár sín þjáðist hún af sjúkdómi þeim sem læknarnir kalla blóðþrýst- ing, og úr þeirri veiki dó hún, sátt við lífið, sátt við alla menn, og sátt við síðasta gestinn sem kom og bar hana á örmum sin- um, svo hátt upp í daginn mikla. Nú ertu horfin úr augsýn okkar allra, hjartans þökk fyr- ir allar þær skemtistundir sem við nágrannarnir þínir áttum með þér í lestaferð lífsins, þú varst sönn kona! Góður orð- stir deyr eldrei. Gamall nágranni AUSTAN URALFJALLA Eftir önnu L. Strong Þýtt af B. Th. Hversu oft— í hverri viku—mundu Evrópu, Nazista þjóðar f jölskyldur kaupa stríðssparnaðar merki—í dag? Hversu marga hluti— vikulega—mundu Evrópu, Naz- ista þjóðar fjöldskyldur “neita sér um” ef þær mættu lifa því lífi er vér lifum ? Hvað oft— getur ÞÚ keypt þau ? . . . Því er ekki erfitt að svara—það er á hverjum degi... ef þú hefir neit- að þér um eitthvað. Hættu við smámunina ... og það strax—og bygðu upp þá stærri. Kðuptu War Savings Stamps í hverri viku! DREWRYS ÞESSI AUGLÝSING ER GEFIN AF DREWRYS LESIÐ HEIMSKRINGLU— bezta íslenzka fréttablaðið Tímarit Þjóðrœknisfélagsins Kaupið Tímarit Þjóðræknis- félagsins á meðan það fæst alt frá byrjun. Sumir árgangarn- ir verða bráðum ófáanlegir. ! 23 árg. ábundnir.....$8.05' 23 árg. í góðu, gyltu bandi, 6 binai, án auglýsinga.. .$19.00 21. árg. í góðu, gyltu bandi og tveir árgangar óbundnir, 7 bindi, auglýsingarnar bundnar með .................$20.30 Póstgjald aukreitis... Sendið pantanir ykkar sem fyrst til BJÖRNSSONS BOOK STORE 702 Sargent Ave. Winnipeg VIÐ ÁRNUM íSLENDINGADEGINUM HEILLA Á FIMTUGASTA OG ÞRIÐJA AFMÆLINU SPEIRS PflRNELL 666-676 Elgin Ave. Phone 23 881 Framh. Fyrsta atriðið á áætlunar lista Sovét-stjórnarninar, var' því ekki aðeins að fjölga iðn- stofnunum, heldur einnig að skipa þeim hagkvæmlegar nið- ■ ur. Stórar verksmiðjur voruj því reistar, sem næst þeim stað; er geymdi hráefni; til að draga úr flutningskostnaði og tíma-[ töf. Iðnstofnanir voru reistar hér og þar um alt veldið og mörg iðnaðarsvæði afmörkuð; sem hvert fyrir sig hafði skil- yrði til að fæða og klæða, hýsa og vopnbúa íbúa sína, ef til stríðs kæmi. Hagkvæm skipu- lagning rússnesks iðnaðar, einkanlega þeim sem lýtur að herbúnaði, hefir á síðustu 15 árum verið stórfeldust austan Úralfjalla. Var einkum undinn bráður bugur að því eftir inn- rás Japana í Manchuríu. Þessi iðnaðarsvæði standa þó langt að baki hins evrópiska Rúss- lands, að framleiðslu. Stærstu iðnaðarsvæði í veldinu eru enn, Moskow, Leningrad og Austur- Ukranía. En jafnvel þó þessi iðnaðarsvæði, í vestur-hluta ríkisins, framleiddu meira en 9/10 parta af iðnaði Rússlands á tímum keisarans, er fram- leiðsla þeirra nú á dögum til- tölulega minni. Kolanámur og málmbræðslu-stofnanir fyrir austan úralfjöll, framleiða nú milli Yt og i/3 af allri fram- leiðslu ríkisins í þeim greinum. Þær framleiða nú miklu meira en alt Rússaveldi keisarans gerði þegar fyrra heimsstríðið stóð yfir. Austan úralfjalla má skil- greina, að minsta kosti fimm stór landsvæði: úralsvæðið sjálft, Síberíu, Kazakstan, Mið- Asíu Og Austastaland. Hvert þeirra gæti haldið uppi her- vörn um nokkuð langan tíma og fætt og klætt íbúa sína samtímis. Öll þessi fylki hafa járnbrauta-samband sín á milli, óháð hinum rússnesku brautum í Evrópu. Hvert þess- ara fylkja er næstum eins stórt og öll Vestur-Evrópa; og öll til saman eru þau nokkrum sinn- um eins stór sem öll Evrópa. Voldugast af þessum ríkjum er Úral-fylkið, ásamt Síberíu, sem liggur að því að austan. Þessi tvö ríki samanlögð eru sem stórveldi, með nægum efn- um til allra sinna þarfa; nokk- uð stærri en öll Vestur-Evrópa og líklega með enn meiri nátt- úru-auðæfi. Rússland í Ev- rópu, með 2000 mílna vega- lengd, ver það fyrir árásum að vestan; og sama vegalengd, eða meiri, er því vörn að sunn- an og austan. Má álíta það sem auðugt forðabúr, í miðju Sovét-veldinu, sem geti sent föng í allar áttir. Það fram- leiðir einkanlega herliðs-nauð- synjar, frá skriðdrekum og skotvopnum, niður í niðursoðið kjöt, þurkaða mjólk og hveiti. Á vesturbrún þessa svæðis stendur Magnitogorsk (Segul- fjall), sunnan til í ÚralfjöIIum. Þetta sérstaka járnfjall geymir nóg járn til að fullnægja öllu Sovétveldinu í fullan manns- aldur. Eg kom í þennan bæ, þegar hann var að byggjast, og sá að með sterkri atorku var reist iðnaðarborg þar á þurri og auðri grassléttu, í 500 milna fjarlægð frá næstu borg. Hún leggur kapp á að skara fram úr öðrum iðnverum. Hver ein- asta iðnstofnun þar, er hin stærsta, “sem þekst hefir”. Nú er Magnitogorsk næst mesta stáliðjuborg í heimi. Gary ein framleiðir meira, þegar þar er starfað með fullum krafti. En á krepputimum í Ameríku framleiðir Magnitogorsk meira. Þúsund mílum fyrir austan Magnitogorsk liggur Kuznétsk- héraðið, sem til styttingar er nefnt Kuzbass, og geymir eitt hið stærsta kolalag í heimi. Þrisvar hefi eg komið þangað; og eg hefi séð hina nýju stál- borg, svo að segja grafna með vélsskóflum upp úr forinni. — Kuzbass-borgin er nærri því eins stór og Magnitogorsk, og tekur henni fram í ýmsum efn- um. Þessar borgir eru keppi- nautar; þær keppa um stál- iðnað, skemtigarða og fótbolta. Á fyrri dögum skiftu þær hvor við aðra kolum og járngrjóti; flutningsvagnar þeyttust fram og aftur á 1200 mílna vega- lengd, fluttu kol aðra leiðina, en járngrjót hina. Við skipu- lagningu síðari ára, þótti það fyrirkomulag óviðunandi; en þá fundust kol nálægt Magni- togorsk og járngrjót nálægt Kuzbass, sem að mestu leyti fullnægði hvorri borginni fyrir sig. Milli Magnitogorsk og Kuz- netsk liggja hveitihéruð Vestur Síberíu; eitt af mestu hveiti- ræktarsvæðum í heimi. Hveiti- ræktin hefir þar verið aukin Ef þér hafið ekki reynt Harman s eigin ísrjóma þá er nú tækifærið til þess ÞÉR HAFIÐ ALDREI NEYTT FÍNNI EFTIRMATAR NEINSSTAÐAR selt aðeins hjá Harman’s Drug Store Sargent Pharmacy Sherbrook and Portage Sargent and Toronto Sími 34 561 Simi 23 455 Við vinnu eða leiki— VERIÐ VISSIR UM AÐ VEL FARI UM FÆTURNA. — HAFIÐ SKÓ KEYPTA AF Macdonald SH0E ST0RE LTD. 492-4 MAIN ST. "You Are As Young As Your Feet" »>lllllllllllllCllllllllll!IIC3IIIIIIIIIIIICllllllMIIIIICllllMIIIIIIICllMMIIIIIIIC3IIMIIIIIIIIC3IIMIIIIIIIIC3!IIIIIIIIIIIClllllllllllllC3millllllllCllimi!IIIIIC3MI Œþe jHarlborougt) “1 miðri Winnipeg, getur ekki brunnið” = s Veizlur - Dansar Fundir Samkvœmi alls konar með veitingum 220 stofur með f laugum Eldtrygt F. J. FALL, forstöðumaður SMITH STEET — WINNIPEG _ □ ^IIIC3IIIIIIIIIIIIC3IIIIIIIIIIIIC1IIIIIIIIIIIIC3II!IIIIIIIIIC3IIIIIIIIIIIIC3IIIIIIIIIIIIC3IIIIIIIIIIIIC3IIIIIIIIIIIIC3IIIIIIIIIIIIC3IIIIIIIIII!IC3IIIIIIII11IIC3IIIIIIIIIIIIC«>

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.