Heimskringla


Heimskringla - 29.07.1942, Qupperneq 5

Heimskringla - 29.07.1942, Qupperneq 5
WINNIPEG, 29. JÚLl 1942 HEIMSKRINGLA 5. SlÐA FJALLKONAN Frú Gerður Steinþórsson Á Islendingadegi Winnipeg-manna, sem haldinn verð- ur n. k. mánudag (3. ágúst) á Gimli, verður frú Gerður Steinþórsson fjallkonan; hún er kona dr. Eggerts Stein- þórssonar, sem við fullnaðar læknisfræðisnám er hér vestra staddur. v* HELZTU FRÉTTIR En hvassastur allra út af Rostov fallin—Stalingrad í hættu 1 fréttum frá Rússlandi í gær, var þess getið að Þjóðverjar hefðu tekið Rostov; urðu Rúss- ar að sleppa hendi af borginni til þess að geta veitt frekari mótspyrnu á svæðinu milli Svarta- og Kaspiska hafsins. Sækja Þjóðverjar þar suður til olíulindanna í Kákasus. Með þeim yfirgnæfandi her- afla sem Þjóðverjar hafa á þessu svæði, er Stalingrad í hættu, önnur aðalborgin í Volga héruðunum. 1 Rostov eru sagðir um y2 miljón íbúar og svipað í Stalingrad. Þessar borgir eru þó ekki nema lítið eitt af því sem Rússar tapa þarna. Landið sem Þjóðverjar hafa þegar tekið er nálega helmingur af öllu hveiti og kornræktarlandi í Rússlandi. I gær, þegar þetta er skrifað, sýnist lítil von um að Þjóð- verjar verði stöðvaðir eða hald- ið frá því að taka Kákasus. Blöð í Rússlandi kalla sam- herja sína sér til aðstoðar. Þau benda á, að Hitler hafi kallað 11 hersveitir frá Frakklandi á skömmum tima til þess að bæta sér mannfallið, fylla upp í skörðin, með fersku og ólúnu liði í Volga-héruðunum. Útlitið er ljótt í Rússlandi. I Egyptalandi halda samherjar vel í við her Rommels. FJÆR OG NÆR Messur í Piney séra Philip M. Pétursson messar í Piney, sunnudaginn 9. ágúst á vanalegum stað og tíma. Messað verður bæði á ensku og íslenzku. FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI Jón Hj. Sigurðsson kjörinn háskólarektor Jón Hj. Sigurðsson prófessor var í gær kjörinn rektor Há- skólans frá 15. sept. n. k. til þriggja ára. — Núverandi rekt- or, próf. Alexander Jóhannes- son, hefir gegnt starfinu í 6 ár. —Mbl. 16. maí. * * * Ragnheiður Jónsdóttir ráðin forstöðukona Kvennaskólans Ragnheiður Jónsdóttir ken- slukona hefir verið ráðin for- stöðukona Kvennaskólans. Tók hún við því starfi, er frk. Ingi- björg H. Bjarnason andaðist. En síðar var það ráðið, að hún hefði þá stöðu á hendi fram- vegis. Frk. Ragnheiður hefir verið kennari við skólann í mörg ár, sem kunnugt er, og hefir rækt starf sitt með mikilli kostgæfni. Skólanum verður að þessu sinni sagt upp kl. 2 í dag. Það an útskrifast nú 15 stúlkur. En alls hafa þar verið 124 nemend- ur í vetur í 5 deildum. —Mbl. 16. maí. • • • Amerískur blaðafulltrúi í Reykjavík Fyrir nokkrum dögum er kominn hingað til bæjarins Mr. Porter McKeever blaðamaður frá Washington. Hann verður hér hjá ameríska sendiráðinu, sem aðstoðarmaður sendiherr- ans og blaðafulltrúi sendisveit- arinnar. . Mr. McKeever skýrði blaða- manni frá Morgunblaðinu, að skömmu áður en hann fór frá New York hefði hann setið Is- lendingamót í Hendrik Hudson gistihúsinu, þar sem voru sam- an komnir rúmlega 100 Islend- HIRÐMEYJAR A ÍSLENDINGADEGINUM A GIMLI 1942 Ungfrú Ragna Johnson Ungfrú María Josephson Winnipeg Gimli SPURNINGAR Það tíðkast bæði í blöðum og útvarpi að spurningar séu lagðar fyrir menn til að svara. Þykir oft að því góð skemtun. Heimskringla mun nú við og við gera svipað þessu og birta spurningar, sem lesendur geta átt við að svara, hafi þeir gam- an af því. Svörin verða birt í sama tölublaði en á öðrum stað, svo þau gleþji ekki fyrir. 1. I þjóðsöngnum “Eld- gamla Isafold” eftir Bjarna Thórarensen, er ein hendingin í fyrstu vísunni þannig: “Og gumar girnast mær.” Þó hend- ingin sé þannig prentuð og sungin er hún röng. Hvernig er hún rétt? 2. Hvaða tilbúinn drykkur er algengastur í heimi? 3. Hvað er Panama-skurð- urinn langur, 5, 25, 50, 100 eða 500 mílur? 4. Hvað er Ástralía stór? Er hún á stærð við Texas, Mexikó eða Bandaríkin? 5. Áður hétu nokkur lönd þessum nöfnum: (1) Cathay, (2) Muscovy, (3) Persia, (4) Iberia, (5) Siam; hvað heita þau nú? 6. Hver gaf ættlandi voru nafnið Island? Útisamkomu efna Norðmenn til, sem þeir árlega gera, hjá hr. Ernest S. Parker, Oakdean Blv.d, Sturgeon Creek, laugar- daginn 15. ágúst. Biðja þeir sem fyrir þessu standa Islend- inga að minnast eþssa og mæl- ast til ^ð þeir láti margir sjá sig þann dag á meðal frænd- anna. íslendingar hafa áður sótt mót þetta. • • • Messur i Vatnabygðum Wynyard kl. 3 e. h. — íslenzk Kandahar, kl. 7.30 e. h. ensk messa. B. T. Sigurðsson Frh. frá 1. bls. á slíku yrði að vera breyting. Og þegar engu var hægt að þoka til og stjórnin ætlaði að draga málið á langinn með því að fela það nefnd ennþá, að því er virðist til frekari íhugunar um, hvort nokkuð væri það i skýrslunum, sem óvinunum gæti að haldi komið að sjá, gerði Howard Green breyting- ar tillögu um, að þingið lýsti sig óánægt með stríðsrekstur stjórnarinnar og æski endur- skipunar í ráð það, er stríðs- reksturinn hefði með höndum. Er þessu ekki lengra komið er þetta er skrifað. Z0RIC Þur- Hreinsuð • Já — fallegir kjólar koma til baka sem nýir, skínandi, lit- hreinir og efnisskír- ir eftir ZORIC hreinsingu. Munið eftir að ZORIC kostar ekkert meira! DRY CLEANERS LAUNDERERS strríðsrekstrinum var M. J. Coldwell, foringi C. C. F. flokks- ins. Hann kvað stefnu stjórn- arinnar og auðkýfinganna þá, að siga mönnum úr þessu landi út í stríðið, en þegar til kæmi og þeir væru á hólminn komnir, væru þeir vopnlausir, eins og í Hong Kong. En tapið og ólukka sambandsþjóðanna í þessu stríði stafaði af vopna- leysi hermannanna. Með vopnframleiðsluna í höndum einstaklinga, er rækja hana í gróðaskyni, væri ekki og yrði aldrei hægt að framleiða nóg vopn eða að vinna þetta stríð. Það væri með öðrum orðum vegna þess, að auður og iðnað- ur hefði ekki verið herskyld- aður, sem stríðið væri nú að tapast. Hermennirnir væru að fórna sér fyrir gróða auð- valdsins. Þetta væri hin sanna stefna Kings-stjórnarinnar í stríðsmálunum. Það er sagt að ekki hafi orð- ið róstusamara í annan tíma á OttaWa-þinginu, en nú út af þessu Hong Kong máli. Gjaíir til sumarheimilis ísl. barna að Hnausa, Man.: Mr. og Mrs. S. V. Sigurðs- son, Riverton, Man......$10.00 Kvenfél. Sambandssafnaðar, Oak Point, Man., þrjár ofnar alullar rúmábreiður, eitt kembt ullarteppi, eitt part af línlök- um, tvö koddaver. Mr. og Mrs. Wm. Reid, Ár- borg, Man.............. $5.00 Meðtekið með þakklæti. Emma von Renesse, Árborg, Man. * * * Sunnud. 16. ág. er áætlað að séra Sigurður ólafsson flytji messur á íslenzku í Lundar prestakalli á eftirfylgjandi stöðum og tíma: Otto kirkju kl. 11 f. h. Lundar kirkju kl. 2.30 e. h. Mary Hill, kl. 8.30 e. h. Allir boðnir velkomnir. * * • Föstudaginn 24. þ. m. gaf séra Philip M. Pétursson sam- an í hjónaband, Jacob Sarapu og Lily Marie Christianson. — Brúðurin er af dönskum ætt- um, en brúðguminn er rúss- neskur að ætt. infar, en hann telur að alls séu! nú um 180 íslendingar í New York. Thor Thors sendiherra sat þetta hóf og var gleði lengi j nætur. Mr. McKeever hefir kynst Islendingum nokkuð áður, t. d. kyntist hann Erni Johnson, erí hann var við flugnám vestra. —Mbl. 16. mai. • • • Esja strandar á Hornafirði Þegar Esja var að koma til Hornafjarðar í fyrrakvöld I strandaði skipið á sandrifi rétt j við skipaleguna við Ósinn. Ekki tókst að ná skipinu út á flóðinu í gærkvöldi, eins og menn höfðu gert sér vonir um. En Pálmi Loftsson sagði blað- inu í gærkveldi, að engin hætta væri á ferðum fyrir skipið og •myndi ekki annað tjón hljótast af þessu standi en timatöf. —Mbl. 19. maí. ' Messa í Upham, N. Dak., sunnudaginn 2. ágúst kl. 2 e. h. E. H. Fáfnis KAUPIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLl RÚSSNESKT LOFTLIÐ LEGGUR A STAÐ t NÆTURFERÐ Bæði brezkt og rússneskt loftlið fylgir klukkunni aljan sólarhringinn í heimsóknum sinum á óvina hersveitirnar. Myndin sýnir glampa af kastljósi á rússneskum flugvelli, fyrir eina slíka aðsókn á herskara og varnarvirki óvinanna. INHKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU f CANADA: Amaranth........... Antler, Sask....... Árnes............. Árborg............. Baldur............. Beckville.......... Belmont............ Brown.............. Cypress River...... Dafoe.............. EJbor Statlon, Man... Elfros............. Eriksdale......... Fishing Lake, Sask. Foam Lake.......... Gimli.............. Geysir............. Glenboro........... Hayland........... Hecla.............. Hnausa............. Innisfail.......... Kandahar.......... Keewatin, Ont...... Langruth.......... Leslie............. Lundar............ Markerville........ Mozart............ Narrows .......... Oak Point.......... Oakview............ Otto.............. Piney............. Red Deer........... Reykjavík......... Selkirk, Man____ Silver Bay, Man.... Sinclair, Man...... Steep Rock........ Stony Hill........ Tantallon.......... Thornhill......... Víðir............. Vancouver......... Wapah............. Winnipegosis...... Wynyard........... .............JK. J. Abrahamson .............Sumarliði J. Kárdal ...............G. O. Einarsson .............Sigtr. Sigvaldason ...............Björn Þórðarson ..................G. J. Oleson ............Thorst. J. Gíslason ...............Guðm. Sveinsson .................S. S. Anderson ..............K. J. Abrahamson ..............J. H. Goodmundson ................Ólafur Hallsson ................Rósm. Ámason ................H. G. Sigurðsson ................ K. Kjernested ...............Tím. Böðvarsson ...................G. J. Oleson ..............Slg. B. Helgason ............Jóhann K. Johnson ................Gestur S. Vídal ..............ófeigur Sigurðsson .................S. S. Anderson ...............Bjarni Sveinsson ................Böðvar Jónsson ...............Th. Guðmundsson ...................D. J. Líndal ............. öfeigur Sigurðsson .................S. S. Anderson ...................S. Sigfússon ...............Mrs. L. S. Taylor ...................S. Sigfússon ..................Björn Hördal .................S. S. Anderson ............. ófeigur Sigurðsson ................Ingim. ólafsson Mrs. David Johnson, 216 Queen St. ................Hallur Hallson K. J. Abrahamson .......Fred Snædal ......Björn Hördal ..Árni S. Árnason ..Thorst. J. Gíslason ....~Aug. Einarsson ..Mrs. Anna Harvey ...Ingim. Ólafsson ............S. Oliver ....S. S. Anderson í BANDARfKJUNUM: Bantry............... Bellingham, Wash.... Blaine, Wash......... Grafton.............. Ivanhoe.............. Milton............... Minneota.....:....... Mountain............. National City, Calif.... Point Roberts, Wash Seattle, Wash........ Upham---------------- .................E. J. Breiðfjörð ............Mrs. John W. Johnson .............Magnús Thordarson ................Mrs. E. Eastman .............Miss C. V. Dalmann ---------------------S. Goodman ..............Miss C. V. Dalmann ................Th. Thorfinnsson ...John S. Laxdal, 736 E 24th St ...................Ásta Norman J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W —................E. J. Breiðfjörð The Viking Press Ltd. Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.