Heimskringla - 29.07.1942, Page 6
6. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 29. JÚLl 1942
“Hann vill, eins og auðséð er, koma ykk-
ur út úr húsinu. En ef Wharton hefir sent
það, býst eg við að hann-hefði sent föður yðar
það. En frá hvorum þeirra sem það ér þá
ætla eg ekki að hátta niig í kvöld.” Hið alvar-
lega andlit Sturrock sýndi vOtt af brosi. “Það
er bara leiðinlegast að þorparinn stal skam-
byssunni minni,” bætti hann við, en unga
stúlkan svaraði strax. “Eg hefi skambyssu
og hana skuluð þér fá.”
“Þetta er góð skambyssa,” sagði hann er
hann hafði tekið við byssunni og skoðað
hana. “Þér eruð ósvikin ameríkustúlka.”
Hún roðnaði yfir þessu hóli, sem hún
visi að var hreinskilið.
“Ef þeir koma í nótt ættum við sjálfsagt
að fá hjálp. Á»eg að hringja upp lögreglu-
stöðina?”
Sturrock hristi höfuðið.
“Ef yðnr er sama, þá vil eg það ekki,”
sagði hann. “Eg vil helst ekki hafa neina
sveitalögreglu til að ónýta þetta fyrir mér.
Eg álít líka að af einhverri ástæðu, sem eg
skil ekki, en sem er góð og gild fyrir Whar-
ton, vilji hann koma ykkur út úr húsinu, af
því” — hann þagnaði snöggvast — “þeir
koma í nótt! Við skulurrr ná í þennan Star-
key. Yfir höfuð hefi eg ekkert á móti Svert-
ingjum, en —” hann þagnaði á ný eruð
þér viss um að hægt sé að treysta honum?”
“Hann hefir verið hjá okkur síðan eg
var lítil. Og hann er tryggasti þjónn, sem
til er,” sagði hún. “Starkey mundi láta líf
sitt fvrir mig og föður minn.”
“Það er ágætt. Látum hann þá koma
hingað inn.”
Stuttu síðra stóð Starkey fyrir framan
lögreglumanninn.
“Starkey, það getur kanske eitthvað
komið fyrir hér í nótt,” sagði Sturrock.
Negrinn ranghvolfdi augunum og leit á-
hyggjufullur á húsmóður sína.
“Þú verður að gera eins og Mr. Sturrock
segir,” sagði unga stúlkan.
“Auðvitað, ungfrú.”
“Eg veit að þér haldið vörð við bakdyr
hússins — inni en ekki úti,” sagði lögreglu-
maðurinn. “Slökkvið öll ljós. Eg mun halda
vörð við framhlið hússins. Ef þér heyrið
eitthvað grunsamlegt þá aðvarið þér mig
strax. Hafið þér skambyssu?”
“Já, herra minn.”
“Hún er eins-stór og lítil fallbyssa,” sagði
tlkan. , .
“Já, herra minn. Hún er í goðu lagi.
læknirinn og ungfrúin?”
“Við munum ekki ónáða þau nema þoi
■ist. Að svo miklu leyti, sem eg veit, koma
tgað þrír menn. Við ættum að geta raðið
þá, haldið þér það ekki?”
“Jú, herra minn.” Svertinginn brosti
» að s’kein í tennurnar.
“Gott er það. Farið nú og buið yður ut.
Þegar svertinginn var farinn, leit Stur-
k á ungu stúlkuna. . . ,
“Og þér, ungfrú Kenwit, farið nu strax
nið' Látið mig um alt þetta.”
Hún sá að það þýddi ekkert að mæla
ti þessu, og rétti honum því hendina og
ið honum góða nótt.
Þegar Sturrock var orðinn einn, for hann
skónum, annars breytti hann engu í bún-
sínum. . . *
Svo kom hin leiðinlega bið, sem eigi varð
komist. Sturrock notaði hana til að
rSa um tvent. Annað var undrun Dans
ð þrjá fingurna er hann sæi þann mann a
er hann ætlaði sprunginn í loft upp, en
t Var gleði amerísku lögreglunnar þegar
,n kæmi heim til Bandaríkjanna með
nn, sem var kanske hættulegasti glæpa-
ðurinn í veröldinni.
Svo fór hann að hugsa um fleira. Um
s Kenwit. Það var stúlka, sem vert var
að tala. Hann var stoltur yfir að hún
amerísk. Þótt hann ekki þekti það
adarmál sem valdið hafði þeim Wilding
honum svo miklum heilabrotum, þá var
hlægileg heimska að hans dómi að halda
Phyllis Kenwit væri glæpakona eða stæði
-i-i—! sambandi við glæpamenn. Hann
leggja líf sitt að veði að hún var
. hún var bæði hugrökk og raðsnor.
arfti ekki nema fáein orð til að útskýra
g á því stóð að hún gat bjargað honum
Þegar hann fór að elta Wharton, var
«tt á eftir þeim, þótt hann sæi hana
Hún hafði elt* þá í marga tíma án þess
a þeim. “Eg vissi að þér voruð vinur
gs, og hélt eg að þér gætuð leitt mig á
ms. Þessvegna elti eg yður,”- sagði hún.
I
i
É
S. Thorvaldson, President
ESTABLISHED 1897 L. A. Sigurdsson. M.D., Sec.-Treas.
This Icelandic Farm
Production has been
the Standard Wool
Mitt for over 50 years.
WA
WiND
COLD Xi
Trade enquiries should
be mailed to The Com-
pany at Riverton, Man.
RxÁAÁtant
Read tue TroAv...
ORIGIN
When the Winter wind howls down from the north across the frozen expanse
of Lake Winnipeg, a fisherman needs plenty of warmth and protection for his
hands. especially when they are continually getting wet through handling
the big nets. Ordinary machine made mitts are no good for such a job. they
would last only a few hours. That is why the Icelandic people in Manitoba
turned »o producing their own mitts by hand—mitts that would stand up to
such a rigorous occupation day in and day out through the worst of cold
weother.
MANUFACTURE
They raise their own sheep and card the wool by hand so that an unbroken fibre
can be obtained. Spinning is done on hand spinning machines and the wash-
ing process with pure soap and water only—no harmful chemicals being used.
This system of washing the wool retains all the natural oils and helps to make
the mitts water resisting.
The mitts are shrunk after knitting and every mitt must measure up to the stan-
dard of eleven inches or longer. You will notice that the thumbs are knitted
into the palms, thus giving extra strength and wearing qualities.
During one season a fisherman wears twelve pairs of these mitts, changing
a dozen times a day as they become wet and caked with ice.
Put these mitts to the test yourself, whether you wear them by themselves or
under pullovers. They will give you more wear for the money than any other
wool mitt.
£ix monihÁ urtaft in tvttuj j>aVi
Sigurdsson - Thorvaldson
Company, Limited
GENERAL MERCHANTS
RIVERTON, ARBORG, HNAUSA, MANITOBA
Og hún hafði gert það svo vel að hann sá það
ekki. •
Frá búðarglugga í Bloomsbury beint á
móti húsinu, sem hann hvarf inn í, hafði hún
séð Wharton og félaga hans ganga fram hjá
og horfa með sigurbrosi hvorir á aðra. “Þá
klifraði eg yfir girðinguna til að komast aftan
að húsinu og braut rúðu til að komast inn,”
sagði hún blátt áfram.
Er hann hugsaði um ungu stúlkuna, fór
hann að hugsa um Barry Wilding. Var það
Wilding, sem hafði sent símskeytið. Ef svo
var, þá til hvers? Alt var jafn dularfult og
áður. En hann fann það á sér, að "hann
þyrfti ekki lengi að bíða eftir lausn gátunnar.
Tíminn leið, það var komið langt fram
yfir miðnætti. Húsið var hljótt eins og gröf.
Þrátt fyrir þá miklu ábyrgð, sem á honum
hvíldi færðist afskaplegt máttleysi yfir hann,
og var að sigra mótstöðuafl hans, þegar hár
brestur kvað við.
“Starkey hlaut að hafa skotið úr litlu
fallbyssunni sinni. ,
Hversvegna?
Fljótt en hávaðalaust læddist Sturrock
yfir gólfið. Hann var kominn að hurðinni og
ætlaði að ljúka henni upp þegar hann heyrði
hræðsluóp og sneri sér við til að vita hvað
um væri að vera.
“Æ, Mr. Sturrock, hvað gengur á?”
“Eg skal líta eftir því — farið aftur að
sofa,” hvíslaði hann.
Þá henti ógæfan hann; er hann stóð og
hálf sneri sér við, til að hughreysta ungu
stúlkuna, náðu greipar um háls hans og nístu
að kverkum hans með heljartaki. Hann barði
frá sér í allar áttir en nýr óvinur réðist á
hann að aftanverðu og hann steyptist á gólf-
ið. Honum sýndist fjöldi manns í kringum
sig. Hann heyrði að Phyllis Kenwit hljóðaði
upp yfir sig, og svo greiddu þeir honum slíkt
högg að hann misti meðvitundina.
# # #
“Þetta er vel veitt,” sagði háðsleg rödd.
Victor Sturrock fékk aftur meðvitundina
og horfði undrandi á það, sem hann sá í kring
um sig. Til hægri handar út frá honum lágu
þau Phyllis Kenwit, faðir hennar og Sir Bert-
ram Willan, endilöng og rígbundin á gólfinu.
“Eruð þér að horfa eftir Starkey, svert-
ingjanum, Sturrock?” spurði Dan Wharton.
“Hann er tafinn frá að vera staddur við þessa
hátíðlegu samkomu. Hann harmar það
mjög, en segist muni hitta ykkur öll síðar-
meir.”
“Hafið þér myrt hann?” spurði Phyllis
Kenwit með gráthljóði í röddinni.
“Mín kæra Miss Kenwit,” sagði Wharton
og hneigði sig djúpt fyrir henni, “að myrða er
svo ruddalegt hugtak. Eg mundi óska að
þér viðhefðuð fremur orðið að ryðja úr vegi.
Starkey var óþægilegur i viðskiftum og það
varð að ryðja honum úr vegi. Þar sem eg er
amerískur maður verð eg að játa að eg hefi
andstygð á svertingjum, en----”
“Hættu þessu masi og látum okkur byrja
á verkinu,” sagði einn þeirra með drynjandi
rödd, “ef þú vilt ekki stúta Sturrock fyrst. En
þá verður þú að sjá til að láta hann ekki
sleppa í annað sinn, þorskurinn þinn.”
Wharton snerist á hæli og hvæsti að
hinum manninum.
“Eg skal sjá fyrir honum Kóngplá,” svar-
aði hann. “Þú þarft ekki að vera hræddur.
Mér þætti gaman að vita hvernig hann slapp
í dag, en þú hefir kurteislega mint mig á að
okkur liggur á.” Hann gekk til hvers eins af
föngunum og leit eftir að þeir væru vel
bundnir.
“Við þurfum ekkert að óttast frá þeirra
hálfu á meðan við vinnum verk okkar,” sagði
hann.
Því næst gengu hinir þrír menn, sem
höfðu handtekið þau frá kjallara göngunum,
þar sem fangarnir voru, inn í herbergi eitt.
Þeir höfðu með sér rekur og mölbrjóta.
Leynilögreglumaðurinn hugsaði um
ungu stúlkuna, sem lá þar bundin við hlið
hans á hinu kalda kjallara gólfi. Ef hún
hefði ekki komið út úr herbergi sínu, rétt á
því augnabliki, er hann bjóst til að mæta
fjandmönnum sínum, þá hefði ekkert þeirra
þurft að liggja þarna. En það var þýðingar-
laust að ergja sig yfir þessu. Hann leit líka
svo á þetta, að ef unga stúlkan hefði ekki
hjálpað honum mundi hann alls ekki vera
lifandi nú.
“Þetta er alt saman mér að kenna — eg
beindi athygli yðar í aðra átt, Mr. Sturrock.
Haldið þér að þér getið nokkurntíma fyrir-
gefið mér?”
“Auðvitað. Og örvæntið ekki. Hvíslið
því að Sir Bertram að Barry Wilding geti
komið hingað á hverri stund.”. Þetta var
blekking, en hann hélt sig hafa rétt til að
segja þeim þetta til huggunar eins og ástóð
fyrir þeim.
“Því þá?” spurði Phyllis áköf. “Eruð þér
viss um það? Æ, eg vildi bara að hann væri
kominn!”
“Auðvitað kemur hann,” sagði Sturrock.
“Eg hefi hugsað um þetta, — og þetta ískalda
gólf setur heilan af stað — og eina niður-
staðan, sem eg kemst að er sú, að Wilding
hafi sent skeytið. Hefði það verið Wharton,
mundi hann hafa minst á það, þegar hann
var að spotta okkur áðan.”
Sturrock reyndi að gera rödd sína eins
sannfærandi og hann gat, en sjálfum fanst
honum að það mistækist. En aðal atriðið
var, að þetta gat kanske hrest huga ungu
stúlkunnar.
Nú tók ráðherrann til máls.
“Sturrock, hvað heldur þá að þessir fant-
ar ætli að gera við okkur?” Dan Wharton
svaraði spurningunni um leið og hann rak
höfuðið út um dyrnar.
“Við höfum hugsað okkur að krefjast
lausnargjalds af yður, herra minn. Eg vona
að þér hafið ekkert á móti því. Eg veit ekki
hve mikið brezka stjórnin metur yður, en eg
mundi ætla að þér væruð tuttugu þúsund
punda virði.
“Þér getið ekki vitað hvað þér eruð að
gera,” svaraði ráðherrann, “og auk þess vil
eg minna yður á, að þér hafið framið hinn
mesta glæp, sem hægt er að fremja eftir
enskum lögum.
Wharton hló.
“Hvað eru slíkir smámunir bornir sam-
an við það sem þér hafið gert, herra ráð-
herra?”
Sturrock, sem hafði horft á ráðherrann,
sá að hann fölnaði.
“Hvað eigið þér við með þessu?” spurði
hann.
Wharton hló aftur.
“Bíðið þangað til við erum búnir með
rannsóknir okkar, og þá skal eg segja yður
það. Þegar alt kemur til alls eru tuttugu
þúsund pund ekki mikil borgun til manns, sem
veit eins mikið og eg veit. Þér munduð sjálf-
sagt borga mér það sjálfur til þess að eg
héldi mér saman. En hversu skemtilegt, sem
þetta málefni er, verður það samt að bíða.
Eg vil bara ráðleggja ykkur að reyna ekki
til að sleppa,” bætti hann við. “Dauðir menn
hafa áður verið grafnir í þessum kjallara fyr
en nú. Hugsið eftir því,” sagði hann með
andstyggilegu glotti. Á næsta augnabliki
var hann horfinn. Stuttu síðar heyrðu fang-
arnir að þeir tóku að brjóta upp gólfið með
mölbrjótunum.
“Þeir eru að grafa grafirnar handa okk-
ur,” sagði Waniel Kenwit.
“Þey!” sagði Sturrock. Hin næmu eyru
hans höfðu heyrt hávaða.
3G. Kapítuli.
Þegar Wilding hafði náð sér sneri hann
sér að Trevor.
“Hér hafa einhverjir komið á undan okk-
ur,” hvíslaði hann. “Þessvegna höfum við
ekkert heyrt til hundsins. Hann er líklega
dauður eins og hinn. Biddu Gregson að koma,
en í hamingju bænum biddu hann að fara
hljóðlega!”
Það var alvarleg byrjun á æfintýrinu að
finna svertingjann dauðann, og Gregson var
jafvel alvarlegur.
“Hvað þýðir þetta alt saman, Wilding?”
spurði hann.
Wilding hristi höfuðið.
“Eg veit það ekki. Eg vil helst ekki
hugsa um hvað það þýðir,” svaraði hann, “en
við verðum að rannsaka húsið tafarlaust.”
Hann hugsaði um það hvort þessi hræðilegi
mannapi, sem hló eins og vitlaus maður, hefði
sloppið og drepið svertingjann í æðiskasti.
Hann læddist gætilega á undan hinum
inn í borgstofuna. Við ljósið frá vasaljós-
kerinu, sá hann ljós merki um áflogin. Þeir
Trevor og Gregson lituðust um.
“Það er eins og hvirfilbylur hafi ætt um
stofuna,” sagði Gregson.
Wilding svaraði ekki, honum var svo
þungt niðri fyrir að hann kom engu orði upp.
Hann flýtti sér yfir að hurðinni, sem hann
vissi að lá að herbergi Phyllis Kenwit og
barði að dyrum. Það kom ekkert svar, ekki
heldur þótt hann berði aftur og aftur. Að
síðustu varð áhyggjan hikinu yfirsterkari og
hann reif hurðina upp.
Herbergið var tómt.