Heimskringla - 28.04.1943, Page 5

Heimskringla - 28.04.1943, Page 5
WINNIPEG, 28. APRIL 1943 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA Hreinsið loftin . . . ÞÁ FÆST SIGUR VERÐBRÉF smíða loftför: VERÐBRÉF œfa flug- menn: VERÐBRÉF hlaða byssurnar, sem hreinsa óvinina úr loftinu, þetta er fyrsta spor hinnar miklu órásar. Því fleiri verðbréf sem þér kaupið þess meiri trygging er hermönnum okkar veitt. Veitið þeim alla yðar vörn. Sparið til þess að aðstoða þá. Þeir stofna lífi sínu í hœttu. Þér lánið peninga yðar. Lánið þá nú. Verjið bök þeirra með Stríðs Verðbréfum. SW«w VICTORY POMR5 t'M ÖUYíMG- AUE GO/NCr To ) \3auP ME Akl J \ AVTER W, X war%\ ://íl 'l ^ . /WAY/ J samt slitið okkur frá kveld- kyrðinni og fórum í hvílupok- ana, því snemma næsta morg- uns var ákveðið að ganga á Baulu. Árla næsta morguns fengum við okkur bað í vatninu og héldum svo upp á Baulu, þetta stóreinkennilega líparitfjall, hafði mig oft langað til að ganga á Baulu, því falleg er hún þar sem hún gnæfir við himin ljósgrá að lit. Eftir þriggja tíma erfiða göngu vorum við komnar upp á hátindinn og þar var fagurt um að litast, fjöllin í fjarska með hvítum földum og iðgrænir dalirnir með ánum sem voru eins og silfurbönd um allan Borgarfjörð. Vorum við svo gagnteknar af allri þessari feg- urð sem við sáum, að við ætl- uðum aldrei að geta slitið okk- ur þaðan, loksins hugðum við samt til heimferðar, þó erfitt væri að fara frá allri þessari dýrð. Þegar niður kom var matar- lystin heldur í betra lagi. Var ekki mikið af matnum eftir þegar henni var fullnægt, en fólkið heima sagði þegar við fórum að við myndum koma með helminginn aftur svo mik- ið var nestið. En alt hvarf þetta furðu fljótt eftir Baulu- gönguna. Svo var alt tekið saman og haldið gangandi og syngjandi niður í Borgarnes, og var hópurinn orðinn fjöl- mennur þegar niður í Borgar- nes var komið. Voru allir sól- brúnir og ánægðir með yndis- legan sumardag. Laxfoss flutti okkur síðan til Reykjavíkur um kvöldið. Var einnig sung- ið alia leiðina heim, en söng- urinn var eitthvað angurværri og blíðari en daginn áður, býst eg við að hið yndislega sólset- ur hafi átt sinn þátt í því, eða kanske var það söknuðurinn að þurfa að hverfa frá þessu öllu svo fljó.tt, inn í rykugan bæinn og allan skarkalann sem hon- um fylgir. Eg get ekki látið hjá líða að minnast ekki örlítið á sumar- skáldið okkar Jónas Hallgríms- son, því altaf þegar á sumar er minst, rifjast upp fyrir mér hin yndislegu, ljúfu og þýðu kvæði hans, þar sem alstaðar skín í gegn ást hans á landinu okk- ar, landinu með dölunum, fjöll- unum og fallega málinu, og fáir eru þeir Islendingarnir sem þéktu og skyldu eins vel landið sitt og hann gerði, enda gæti ekker.t skáld ort kvæði eins og Fjallið Skjaldbreiður, sem ekki hefir séð dásemd ís- lenzku öræfanna, en það kvæði féll í stuðla þegar Jónas ætlaði að rannsaka Skjaldbreilð en varð viðskila við fylgdarmenn sína og stóð svo uppi nestis- laus og yfirhafnarlatis. En Jónas gat ekki slitið sig frá öllu því dásamlega sem þar er að sjá. Hann sá og skildi hvernig hraunið hafði streymt niður hlíðarnar, Þingvallavatn mynd- ast í skelfingu hraunflóðsins og ait í gegn sér hann svo þing- stað forfeðranna: Gat ei nema guð og eldur gert svo dýrðlegt furðuverk. Fátt skálda okkar er eins mikið sunginn og Jónas er, hvaða Isiendingur hefir t. d. ekki einhverntíma sungið: Hvað er svo glatt, Þið þekkið fold með blíðri brá, Enginn grætur Islending' Fífilbrekka gróin grund, Nú er vetur úr bæ, o. s. frv., enda hefir eitt af nýju tónskáldunum okkar sagt mér að það væri ákaflega auð- velt að gera lag við kvæðin hans, sem ekki er undarlegt, vegna hins lipra fallanda sem þau öll hafa. Og fátt af skáldum okkar lýsir íslenzka sumrinu eins dásamlega og Jónas, fáir lýsa eins vel og hann silfurtærum ánum, grænum hlíðunum, og fuglunum. Finst mér þau kvæði hans vera eins og ynd- islegt málverk af landinu okk- ar. Málverk sem aldrei fölnar né fellur i gleymsku meðan is- lenzk tunga er töluð. Altaf þegar eg er á ferð um Öxnadalinn verður mér ósjálf- R. A. F. Wellington sprengjuflugvélarnar áttu stóran þátt í óförum Rommel í Afríku. Þessi mynd sýnir R. A. F. mennina sem altaf litu eftir að hafa þessar vélar í ágætu ástandi, og áttu þannig sinn mikla þátt i að gera hina miklu árás á óvinaliðið svo sigursæla. Þegar ein sprengju- flugvélin lenti var önnur til staðar að taka hennar pláss. STEFÁN E. JOHNSON Frh. frá 1. bls. Stefán Einarson Johnson, — sem allir kölluðu Steve — þessi ágæti vinur sem hvílir hér, var rátt litið upp í Hraundranga, ^fæddur á Mikley í Nýja íslandi en þar eru afar fallegir klettar’ 22- ágúst 1894- Fui*eldrar hans, fyrir ofan bæinn Hraun, fæð-1 sem bæði lifa hann’ eru Einar ingastað Jónasar. Sögúsagn- Johnson. ættaður úr Skaga- ir herma að upp á þessum firði og °ddfriður Thórðardótt- klettum sé gullkista, en það er ir’ borgfirzk að ætt. — Árið ekki vegna gullkistunnar að 1901 fluttist hann með foreldr- eg horfi þangað, heldur vegna um sinum 5 Grunnavatnsbygð þess að mér finst þessir hraun- fYrir austan Lundar. drangar vera nokkurs konar Hann útskrifaðist af barna- minnisvarði um Jónas Hall- skóla á Gimli og stundaði svo grímsson, sem landið, sem hon-! nám við Wesley College hér í um þótti svo vænt um, hafi Winnipeg. Er hann lauk því reist honum. námi, fékst hann við verzlun- Vil eg enda þessi fátæklegu arstörf á ýmsum stöðum, þar orð min á einu litlu kvæði eftir fil hann flutti hingað til bæjar- Jónas. Kvæði sem ort er í ins °S réðist til Codville heild- Kaupmannahöfn, en Jónas með solu félagsins og starfaði hjá hugann heima: , t>ví 1 14 ár- Starfsvið hans var ; á mi'lli vatnanna hér í Mani- Nú andar suðrið sæla vindum toba, og hann vann sér marga þíðum, i trausta og trygga vini í hverju kauptúni á því stóra svæði. BRÉF FRÁ ÁRBORG á sjónum allar bárur smáar rísa og flykkjast heim að fögru landi ísa, Hann var fyrsti sölufullttrúi þessa félags á þessu svæði og bygði upp verzlunarviðskifti að fósturjarðar minnar strönd félagsins þar að svo miklu leyti og hlíðum. ! að hann Nvarð hæstur allra út- | sölumanna félagsins og var í Ó heilsið öllum heima rómi miklum metum hjá því. Það blíðum, hefir verið vegna þessarar á- um hæð og sund í drottins ást gæfU frammistöðu meðal ann- og friði, ! ars, að hann var kjörinn í heið- kyssið þið, bárur, bát á fiski- j urSstöðu United Commercial miði, | Travellers of America, árið blási þið vindar hlýtt á kinnum 1932) er nefnist æðsti ráðgjafi, ur, önnur, Dýrfinna Clara, sem dó í æsku og Lilja, sem var skólakennari og sem dó árið 1920, þá 22 ára að aldri. Auk foreldra hans, lifa hann tveir bræður, Bergthór Emil, fast- eignasali í Winnipeg, og Kjart- an Ingimundur, læknir á Gimli. Stefán heitinn las mikið, og unni bókmentum, sérstaklega íslenzkum, þar sem hann var svo vel heima. Hann átti fjölda vina, sem munu sakna hans meira en þeir geta gert grein fyrir. Og nú kveðjum vér, með fá- tækum orðum, og fylgjum hon- um til hans siðasta legstaðar. Vér þökkum guði fyrir æfina, sem er á enda. En þó að vér syrgjum, þá fögnum vér einnig, vegna lausnarinnar sem hann hefir hlotið frá öllu erfiði og öllum þjáningum, sem voru orðnar þungar á herðum hans, unz hann leitaði sér hvíldar og friðar. Vér kveðjum hann með þakklæti fyrir liðin tíma, og margar kærar endurminning- ar, og nú er það bæn vor, að honum verði alt til góðs á hin- um erlendu ströndum, sem hann hefir ferðast til, og að hvíldin verði honum kær, eftir erfiði lífsins. Til ritstj. Heimskringlu: Viltu gera svo vel að birta og þýða eftirfarandi frétt: Söfnun Rauða Kross deildar- innar í Árborg, hefir að þessu sinni gengið þannig, að inn hafa komið $1,050.70. Af upp- hæð þessari greiddu Víðir-búar $235.00 og Kvenfélagið þar $10. Frá öðrum hér komu þessar gjafir: Sigurdsson Thorvaldson Co. Ltd.............. $25.00 Arborg Farmers’ Co-Op.. 25.00 Arborg Salvage Corps .... 25.00 Lúterska Kvenfél....... 25.00 Bifröst sveit ....... 25.00 M. F. A.............. 25.00 North Star Creamery .... 25.00 Okno skólahéraði ...... 50.00 Starfsmenn Rauða Krossins þakka innilega þessi tillög; ennfremur þeim, er við söfn- unina aðstoðuðu, sem þrátt fyrir slæma vegi og veður, bar góðan árangur. Mrs. Geo. I. Smith Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO.. LTD. Birgðir: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA fríðum. Vorboðinn Ijúfi, fuglinn trúr, sem fer með fjaðrabliki háa vegaleysu í sumardal að kveða kvæðin þín. Heilsaðu einkum, ef að fyrir ber (senior counsellor) og hefir að- eins einum öðrum íslending hlotnast að vera kosinn í þá háu heiðursstöðu hjá þeirri stofnun. Auk þess að tilheyra þessu félagi var hann einnig í frímúrara reglunni meira en 20 ár. Hann tilheyrði einnig North West Travellers’ Assn. Hann var altaf frjáls og ó- engil með húfu og rauðan skúf, hégur í trúarskoðunum eins og í peysu Þröstur minn góður, það er stúlkan mín. Gleðilegt sumar! l'M GO(Mg\ To GLT ME A NE.WTRAGTOR virtw THE ^ONPS (<M ^ALT/M' í öllu öðru. 1 vanalegum skiln- ingi var ekki hægt að kalla hann trúaðan. En í fullkomn ari og víðtækari merkingu þess orðs var hann trúmaður, kreddulaus en einlægur. Hann unni kenning kærleikans og elskaði sannleikann. Hann ótt- aðist ekkert meira en að vera ósannur í lifi sínu. Þess vegna var hann karlmenni. Og þess vegna, í bezta og fegursta skilningi, var hann trúmaður, Og þess vegna fann hann hvöt hjá sér að gerast meðlimur og vera einn af stofnendum Únítara safnaðarins í Grunna vatnsbygðinni, og frá því til- heyrði hann aldrei neinum öðr- um söfnuði en honum. Nú er þessi ágæti vinur horf- inn oss sjónum. Líf hans er á enda og vér söknum hans með sárum söknuði og samhryggj- umst hinum aldurhnignu for- eldrum, föður hans og móður, sem nú með láti þessa elskaða sonar, hafa orðið fyrir þeirri sorg að sjá á bak þremur börn- um. Hin tvö börnin voru dæt- HITT OG ÞETTA Prestur hafði fengið köllun frá öðrum söfnuði og loforð um miklu hærra kaup. Hann svaraði og sagðist verða að biðjast fyrir og er hann væri búinn að því skyldi hann segja af eða á um hvert hann tæki boðinu. Skömmu síðar var son- ur prestsins spurður u-m hvert pabbi hans ætlaði að taka boð- inu. “Eg veit það ekki,” svar- aði drengurinn, “pabbi er enn að biðjast fyrir, en mamma er búinn að pakka alt niður.” ★ ★ ★ “Eg er glöð, að guð er sá eini sem er fyrir ofan mig. Hann hefir að vísu mikið að gera, en hann er ætið skikkjanlegur,” sagði kerlingin um leið og hún signdi sig. ★ ★ • ★ Heiðarleiki er hræðsla við að verða tekinn fastur. Samviska er rödd, sem segir þér að gera ekki eitthvað, sem þú ert búinn að gera. ★ ★ ★ Sælgætisbúð ein hafði þessa setningu að einkunnarorðum og lét prenta á spjald, sem var haft á áberandi stað: “Það bezta hjá okkur er ekki of gott.” ★ ★ ★ Lögfræðingur í Ameríku, sem hafði skrifstofu á tólftu hæð í húsi, beið eftir skjólstæð- ing sínum utan af landi. Dyrn- ar opnuðust og skjólstæðingur- inn gekk inn másandi af mæði. — Þetta er nú meira erfiðið að ganga upp alla þessa stiga, pú- hú. — En hvers vegna fórstu ekki með lyftunni? — Eg ætlaði að gera það, svaraði sveitamaðurinn, — en eg misti af henni, bölvaðri. ★ ★ ★ Læknir segir frá: “Stál- hraustur kaupmaður, sem sezt- ur var í helgan stein, lét mig ekki í friði og var sífelt að koma til að biðja mig að at- huga hjartað í sér. Loks tók mér að leiðast þófið og dag nokkurn sló eg á öxlina á hon- um og sagði “Þér þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur út af hjartanu. Það mun endast yður meðan þér lifið.” Maðurinn kvaddi mig allshugar feginn — og eg hefi ekki séð hann síðan.” ★ ★ ★ “Þeir segja, að það sé hægt að sjá “character” stúlknanna á fötunum, sem þær eru í.” “Hvaða bölvuð vitleysa, stúlkurnar hafa miklu meiri “character” en það.” ★ ★ ★ — Mamma, eg þarf að fá pen- inga fyrir nýjan kjól. Viltu biðja pabba um þá fyrir mig. — Nei, góða mín. Nú ferð þú bráðum að gifta þig og þess vegna er gott að þú farir að æfa þig í að biðja um peninga sjálf. BORGIÐ HEIMSKRINGLU— þvl gleymd er goldin sknld CITY HYDRO

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.