Heimskringla - 12.05.1943, Blaðsíða 6

Heimskringla - 12.05.1943, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKHINGLA WINNIPEG, 12. MAl 1943 “Bíðið við, frú. Ef eg fyndi mann og sendl'hingað, og ef hann gæti sagt yður hver hann er og hver eg er, og því að við óskum að fá upplýsingar þær, sem eg nefndi áðan, munduð þér þá-----” Ellen þagnaði. Hún var í raun og veru hrædd við þessa konu. “Hvað mundi eg þá?” spurði hin háðs- 'lega. “Vilduð þér þá segja mér það, sem þér vitið um Mr. Dye?” “Þér haldið áfram að móðga mig, þrátt fyrir það, sem eg hefi sagt yður!” Hún stapp- aði fætinum í gólfið og æpti; “Nei!” sneri sér síðan við og fór burtu. Þjónustu stúlka fylgdi Ellen til dyra og lokaðist hin þunga hurð á eftir henni. Þetta var nú alt um garð gengið og fanst henni að hún væri eins máttfarin og smá- barn. Henni fanst að hún væri öll kvik mátt- laus og mundi hníga niður þar, sem hún var komin. Hún hallaði sér upp að dyrastafnum til að ná sér og tók þá eftir örlítilli silfurplötu, sem negld var á hurðina. Hún lauit niður og las með miklum ákafa smáa letrið á plötunni, en það var auðvelt, því að gasljósið frá göt- unni skein á hurðina. Það sem hún las gerði hana svo forviða að hún gat hvorki hugsað eða hreyft sig. Á plötunni stóð bara eitt nafn: “Forsythe.” Þetta var einmitt húsið nr. 16 í Living- ston stræti. Hún var nú ekki lengur í vafa um hvar hún hefði séð þetta fríða andlit áður. Hún hafði séð það á myndinni, sem Lomar læknir haft sýnt þeim á hinni eftirminnilegu ökuför. Hann hafði sýnt þeim að þetta væri myndin af konunni, sem hann ætlaði að gift- ast. “Eg má aldrei segja Júlían frá þvi, sem eg hefi dirfst að gera. Nei, aldrei! Honum mundi alls ekki lítast á það. En samt er það skylda min að vara dr. Lomar við þessu. En hvernig? Það veit eg ekki. En eitt veit eg, að hver sem endirinn verður á þessu leiðinda máli, og hvað sem skeður, þá mun eg aldrei fara að eins heimskulega og eg fór að i dag. Hvað sem fyrir mér kann að liggja, þá skal eg þó aldrei framar verða njósnari.” 13. kap. — Júlían og Annetta Hinni fríðu Ellen Moxley fanst að hún gæti ekki komist neitt lengra í þessu máli og öllum hinum, sem við það voru bendlaðir fanst það líka. Er Mr. Dye reikaði út úr íbúð Moxleys, virtist hver geisli, sem varpað gæti ljósi yfir illverkin vera sloknaður fyrir fult og ait. Þarna hafði listmálarinn og allir hinir njósnararnir staðnæmst við hindrun, sem eigi varð yfirstígin. Allir þræðirnir virtust enda þarna og málið eftir því sem séð varð, komið í algent óefni. Persónur þær, sem lýst hefir verið á undanförnum blaðsíðum tóku að lifa lífi sínu á sinn venjulega hátt með þeim daglegu viðburðum, sem jafnan henda. Lomar var óhamingjusamur. Hann kom oft til að finna vin sinn, málarann, þótt eng- in þörf væri fyrir hann að koma þangað lengur í lækniserindum. Hann virtist koma til heimkynna vinar síns þegar hann hafði frjáisa stund til að fá þar ró og hvíld. Þegar hann var þar lék hann við hvern sinn fingur, en brosið dó á vörum hans um leið og hann gekk út um dyrnar. Það var eins og ein- hver skuggi hvildi yfir honum alstaðar nema þarna, eins og sólin skini þarna á hann inn um gluggana utan af fljótinu, en hvergi ann- arstaðar. Vissi Lomar hvernig á því stóð? Hann vissi það kanske á óákveðinn hátt, en hafði eigi komist að neinni fastri niðurstöðu. Hefði svo verið, mundi hann eigi hafa haldið áfram sambandi sínu víð Mrs. Forsythe, og komum sínum á heimili Moxleys. Nei, Lomar var ekki þesskonar maður. Hvað vesalings nafnlausu stúikuna snerti, þá var hún nú orðinn óaðskiljanlegur meðlimur Moxleys fjölskyldunnar. Nú var svo komið, að hún brosti hvern dag, og þetta bros hennar lauk upp nýjum heimi Ijóss og gleði þar á heimilinu. Hún tók dásamlegum framförum í málningu. Það var ekki í það eina skiftið, þegar barið var að dyrum, að lærlingur og nemandi sátu fast saman. Svo ágætur nemandi var nafnlausa stúlkan og svo niðursokkin í listanám sitt, og svo áhuga- samur kennari var Júlían Moxley og glaður yfir framförum hennar, að hið innilega sam- band þeirra styrktist dag frá degi. En þrátt fyrir það þótt þau væru þannig samvistum, var þó eins og eitthvað kæmi á milli þeirra, sem fjarlægði þau og varnaði nánari vin- áttu, þegar til þess kom var Miss Dye feimin og óframfærin eins og áður. Henni fór ekk- ert fram hvað dirfskuna snerti. Hún var reyndar hispurslaus og blátt áfram, og brosti vegna þess að allir voru vingjarnlegir við hana, en hún gat aldrei losnað við hina með- fæddu feimni sína, sem ætíð var talsvert áberandi. Hún var heldur ekki algerlega hamingju- söm. Þegar hún hugði sig eina, sat hún með hönd undir kinn, og horfði út á eyðilegt, ís- þakið fljótið, og þegar hún brosti, er þannig stóð á, þá var brosið ætíð gegn um tár. Eitt var henni að angri. Það var tilfinningin yfir einstæðingsskap hennar, og þetta, að vera upp á aðra komin og hvílíkar skyldur hún hafði gagnvart mannfélaginu og \Iinum sín- um. Hún gat eigi verið ánægð með að njóta allra þessara lífsgæða án þess að vinna neitt til þeirra. Þessi tilfinning gerði hana svona iðin og góðan nemanda. Hún vonaðist eftir að geta unnið fyrir sér með ritblýinu og lit- unum, og hinn ákafi Moxley, sem að sumu leyti skildi tilfinningar hennar, hvatti hana með þvi, að þetta væri takmarkið. Það er auðvelt að taka framförum í því starfi, sem manni fellur. Er hún hafði verið nemandi Júlíans í mánuð, sagði hann dr. Lomar að framfarir hennar í teikningu væru alveg dá- samlegar, þegar tekið væri tiliit til þess að uppfræðsla hennar hefði verið svona tak- mörkuð. Moxley málaði af henni mynd og hún launaði honum með því að teikna af hon- um mynd, sem var snildarlega gerð. Þannig liðu nokkrar vikur. Dag nokkurn vaknaði Moxley til meðvit- undar um hvernig ástatt væri fyrir honum. Hann fann hann elskaði hana. Var hún ekki falleg, kurteis, skynsöm og saklaus? Var hún ekki í raun og veru framúrskarandi stúlka? Gat ekki hvaða maður sem var ver- ið stoltur af því, að kynna hana með þessum orðum: “Þetta er konan mín?” Var hún ekki eins eftirsóknarverð fyrir það, þótt ætt hennar væri ókunn öllum? Var það nokkur lýti á henni, að hún átti ekkert nafn? Nei, ekki fyrir Moxley eða hans skaplyndi. En samt hikaði hann við. Þótt hann væri allra manna fljótfarnastur og hvatvís- astur, hafði hann vanið sig á að ihuga hvað þýðingarmikil spor gætu haft í för með sér, og hann var ekki viss um hvernig hann skyldi stíga þetta spor. Hann hafði kynst lyndiseinkun Annettu. Ef hann bæði henn- ar og kæmi með ástæður, sem einhverra hluta vegna væru henni óaðgengilegar, þá var það sama sem að reka þessa stúlku, sem var heim- ilislaus og vinum horfin frá eina hælinu, sem hún átti, og ef hann bæði hennar ekki, gat hann ekki fengið að vita hvaða tilfinningar hún bær itil hans. Og þegar ungur maður verður ástfanginn í fyrsta sinn, þá er þetta mjög þýðingarmikið spursmál fyrir hann. En Moxley fanst að hann þyrfti að bíða um stund til að fá þessa vitneskju, og það gerði hann líka þangað til að hann varð að taka ákveðna ákvörðun vegna orsaka, sem neyddu hann til þess. Það var síðari hluta dags. Hann var einn inni ásamt systur sinni og þá braut hún upp á þýðingarmiklu málefni, sem hún reyndi að láta honum sýnast að henni hefði dottið í hug svona af hendingu. “Júlían,” sagði hún, “veist þú hvernig það atvikaðist að dr. Lomar trúlofaðist?” Moxley leit á hana efablandinn. Hann hugsaði sig um stundarkorn og sagði svo: “Hann hefir aldrei sjálfur sagt mér neitt um tildrög þess. En eg hefi samt heyrt, að fjöldskylda hans hafi þar haft hönd í bagga, og það hefir þú auðvitað heyrt lika. For- sythe er ekkja og mjög auðug. Það er sagt að hún hafi felt ástarhug til Lomars, og móðir hans, sem gjarnan vill að hann komist áfram í heiminum, leit svo á að þarna væri ráðið til þess. En hvernig þetta gerðist veit enginn með vissu. Við vitum að Eustace dvaldi ásamt henni í Newport s. 1. sumar, og að þau birtu trúlofun sína áður en þau fóru þaðan. En til hvers er að hafa eftir allskonar orðróm, sem maður heyrir? Eg veit ekkert um þetta nema það, sem fólk segir, og á því er ekki mikið byggjandi.” “Og hvað segir fólk, Júlían?” “Og þig langar til að heyra það, þótt það sé kannske ekki satt? Þú skalt muna eftir að þetta er bara orðrómur, ef til vill óhróður. En orðrómur þessi segir, að Mrs. Forsythe, sem varð ekkja á unga aldri og erfði tvo þriðju af hinum afarmikla auð manns síns, hafi notað fegurð sína og fé til að leika með hjörtu karlmannanna. Þetta hefir árum sam- an verið hennar aðal dægrastytting. Sagan segir líka að Lomar hafi verið ástfanginn í henni áður en hún giftist Mr. Forsythe, en að hún hafi neitað honum, til að giftast auðkýf- ingnum, sem var farinn að heilsu og lífdög- um. Þau hittumst svo í sumar á ný, eftir margra ára aðskilnað. Hún tók hann þá fram yfir alla aðra og gerði alt sem hún gat til að vekja aðdáun hans. Það er sagt að hann hafi ekkert gefið sig að því, en samt hafi henni tekist að ná í hann með hjálp móður hans. Það getur vel verið að þetta sé satt, því að Mrs. Lomar gamla er hégómleg og metnaðar- gjörn. Það er sagt að þessi Mrs. Lomar hafi aldrei lint látum að telja um fyrir syni sínum, og verið þangað tii að, að hún hafði sitt mál fram, og að hann trúlofaðist Mrs. Forsythe, en hann hóf bónorðið með þeirri vissu í huga, að hún mundi neita sér. Eitt kvöld spurði hann hana að því hvort hún hefði nokkru sinni iðrast eftir að hafa neitað sér forðum. Hún svaraði því játandi með svo mikilli hlýju og innileika, að hann misti alt sjálfstæði, og hafði bundist heitum við hana áður en hann eiginlega vissi hvað hann var að gera.” “Þetta er rétt það sem eg hefi heyrt, Júlían,” svaraði Eilen. “Er ekki líka sagt að þetta seinna bónorð hafi verið gert í háði með svo miklum kulda og fyrirlitningu, að hver kona með nokkurri sóma tiifinningu mundi híifa skoðað það sem móðgun.” Miss Moxley talaði af miklum móð og i vöngum hennar sáust rauðir blettir. Bróðir hennar iðaði órólega í stólnum. “Þú veist það, Ellen, hve ailar þessar slúðursögur eru lítils virði.” “Við skulum ekki blekkja sjálf okkur, Júlian. Þetta slúður, sem þú nefnir svo, er bygt á fremur góðum heimildum. Þú skalt ekki gleyma því að eg á góða vinkonu, sem þekti vel þessa Mrs. Forsythe og var ásamt henni í Newport í sumar sem leið, og hefir verið ásamt henni i vetur í félagslífinu.” “Það getur ekki verið,” sagði Júlian. “Það eru alveg nýjar fréttir. Eg vissi ekkert um það og eg hefi aldrei kynst þessari Mrs. For* sythe.” Ellen svaraði mjög alvarlega: “Eg hefi heyrt um hana Júlían. Eg veit að hún er af- skaplega geðrík og stjórnlaus í skapi. Eg held ekki að hún sé góð kona. Hún mun gera Lomar óhamingjusaiman, ennþá óhamingju- samari en hann er nú. Þessi trúlofun verður að fara út um þúfur. Já, Júlían, það er ekki til neins að hika sig við það lengur að játa sannleikanum, þótt maður vildi það. Dr. Lomar vanrækir starf sitt. Hann vanrækir það til að geta komið hingað tii okkar. Hann langar ekki lengur til að vera fremstur í flokki stéttar sinnar, eins og hann áður þráði að vera. Hann á það á hættu að missa frægð sína sem læknir. Þú veist eins vel og eg, að hann hefir hafnað þýðingarmiklum og vanda- sömum sjúkdómstilfellum, sem hefðu að öllu' leyti veitt honum orðstír og æfingu/ Alt þetta veist þú og líka ástæðuna. Þessi kona hefir hann í klóm sínum, og af misskilinni heiðurstilfinningu, sem er honum samt til heiðurs, vill hann ekki segja henni upp. Þetta er dagsanna og það veist þú vel, og þessvegna verður að hefta þetta samband þeirra.” Hvert orð sem hún sagði náði tilgangi sinum. Moxley vissi að þau voru sönn. Það var enginn vafi á því, að hinn rólegi læknir hafði breyst mjög hina síðustu tvo mánuði, og það var góð ástæða til að ætla, að Miss Moxley hefði fundið rétta ástæðu fyrir því. En hvað gat Moxley gert? Loks svaraði hann: “Satt að segja er eg hjartanlega sam- þykkur öllu, sem þú hefir sagt, en til hvers er það? Eg er ekki í neinum vafa um að það væri gott, ef þessi trúlofun færi forgörðum, en hvernig ætti að fara að því?” “Hver væri færari um það en þú, Júlían?” “Þú!” sagði Moley hiklaust og hálf þur- lega. Ellen horfði forviða og hálf hræðsluléga á bróður sinn. “Þú getur ekki ihugað alvarlegt málefni með alvöru. Dr. Lomar hefir ætíð verið okk- ur mjög góður. Við breytum ekki rétt ef við látum hann afskiftalausan ganga í blindni móti þeim forlögum.isem eru verri en dauð- inn sjálfur. Þú ert nánasti vinur hans. Þú mátt til, og þú skalt aðvara hann.” “En kæra systir, eg hefi bæði aðvarað hann og þráttað við hann. Og hvernig tekur hann fortölum mínum? Hann verður bara reiður og játar fyrir mér atriði, sem eg hefi ekki leyfi til að segja frá, og fyrirbýður mér að minnast á þetta nokkuru sinni framar. Mér finst að eg hafi rólega samvizku hvað þetta snertir — já, eg hefi gert alt sem mér var unt að gera. Lomar er ekki þessiháttar maður, sem hægt er að gefa ráð eins og hann væri eitthvert barn. Nei, Ellen, í alvöru tal- að þá er nú röðin komin að þér.” ’ “Röðin komin að mér? Hvaða dæmalaus þvættingur. Hvaða rétt hefi eg til að gefa honum ráð? Hvað mundi hann hugsa um mig ef — æ, nei, Júlian. Það getur aldrei orðið. Eg gæti aldrei rætt þetta við hann.” “Þú ert ekki svo einföld að halda að eg hafi átt við það. Þú ert kona og auk þess skynsöm stúlka. Er það nauðsynlegt fyrir þig að segja mikið? Leiðbeindu honum, sýndu honum leiðina. Þú getur gert það bet- ur en nokkur annar. Annars held eg ekki að þetta verði nokkuru sinni að hjónabandi. Nú er búið að fresta giftingunni í ár, og það er víst ekki að hennar ráðum gert. Hún sér nú eftir því að hafa neitað honum og elskar l hann nú af alhuga.” Ellen svaraði næstum því hvíslandi: “Því miður veit eg það, Júlían, að þessi frestur á giftingunni er að hennar vilja gerður. Systir Lomars hefir sagt mér það sjálf.” “Svo þú hefir heyrt það!” sagði Moxley og horfði hvast á hana. “Þú virðist svo fróð i þessu máli, að eg er varla fær um að ræða það við þig, en samt sný eg ekki aftur með það, að ráð mitt er gott. Þið konurnar hafið undarlegt vald í slíkuim atriðum, ef þið viljið bara beita því fyrir alvöru. En við skulum sleppa að tala um þetta í bili, þvi eg þarf að segja þér nokkuð — nokkuð sem er þýðing- armeira fyrir mig, en alt annað í heiminum — sem sé hún Annetta.” “Hvað um Annettu?” “Mig langar til að giftast henni.” Moxley hafði búist við að systir hans mundi hrópa upp yfir sig eða láta tiifinning- ar sínar í ljósi á einhvern hátt, en hann var alJs eigi búinn undir það að sjá hana sitja ró- lega, eins og ekkert hefði í skorist. Hún hrökk svolítið við og stundi þungan, en þegar hún tók til máls var tæplega nein geðshrær- ing í rödd hennar. « “Eg hefi lengi vitað þetta, Júlian. Því gerir þú það ekki?” Moxley var alt of forviða til að svara strax. “Þú hefir vitað þetta? Við hvað áttu?” “Eg á við að mér skildist þetta fyrir nokkru síðan, Júlían. Þú ert ekki nógu kænn til að leyna slíku. Mér er óhætt að segja að eg komst að þessu áður en þú vissir það sjálfur, og eg varð fjarskalega fegin. Þig langar til að heyra álit mitt, kæri bróðir? Eg skal segja þér það. Sumir vina þinna munu segja ásamt heiminum, að þú stígir þarna rangt spor. En með sjálfum þér munt þú verða hamingjusamur og finna með ánægju, að þú hefir stigið rétt spor. Hún er einhver sú yndislegasta stúlka, sem eg þekki. Hún mun verða þér sú bezta kona, sem þú gast fengið. Það er eg viss um. Þetta segi eg þér af hjartans sannfæringu, Júlian, af hjart- ans sannfæringu.” Hún reyndi að ræða um þetta atriði á eðlilegan hátt en gat það ekki, því að tárin streymdu af augum hennar. Moxley gat naumast leynt gleði sinni, þótt hann svaraði stuttur í spuna: “Ja, herna, Ellen. Þú hélst þá aldrei að eg ætlaði að ráðfæra mig við þig um það, hvort þetta spor væri skynsamlegt eða ekki. Það hefi eg sjálfur gert ákvörðun um.” “Til hvers var það þá?” “Til þess að þú ráðleggir mér — nei, hjálpir mér. Þú veist hvað Annetta er til- finninganæm. Komi eg til hennar eins og biðill, þá verður eiít af tvennu. Hún tekur mér, eða fer af þessu heimili.” Ellen svaraði honum með miklum alvöru- svip. “En þú átt einskis annars úrkostar. Ef hún elskar þig ekki, þá hlýtur hún að fara af þessu heimili. Eftir að þú hefir lýst þessu yfir verður annaðhvort að ske.” “Heyrðu Ellen, það er hræðilegt að hrekja vesalings stúlkuna frá heimili sínu.” Miss Moxley var mjög alvarleg á svip, en það var ekkert hik í svari hennar. “Það er ekki hægt að ásaka þig fyrir að elska hana. Þú getur ekki komist Jijá af- leiðingunum. Farðu til hennar á djarflegan og drengilegan hátt, og segðu henni hvernig sakirnar standa.” “Segja henni hvernig þessu er varið og hvernig það er. Já, auðvitað —en hvað ætli hún segi þegar hún heyrir það?” “Mér þykir það slæmt, Júlían, að eg get ekki svarað því fyrir þig. Eg hefi hugsað um þetta og séð það fyrir. Eg hefi reynt að grenslast eftir tilfinningum hennar í þinn garð, en þegar eg nefni slikt steinþagnar hún alt af.” “Nei, hvað ertu að segja,” sagði Júlían og strauk hárið, sem nú stóð beint upp á höfði hans. “En hvað getur það þýtt, svo sem?” “Það þýðir að minsta kosti ekki að hún hafi nokkuð út á þig að setja. Spurðu mig ekkert meira um þetta. Eg vil ekki að þú getir nokkru sinni sagt að eg hafi vakið hjá þér tálvonir.” “En setjum nú svo að hún elski mig ekki?” sagði Moxley stamandi. “Hún elskar þig, Júlían.” Moxley þaut upp.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.