Heimskringla - 12.05.1943, Blaðsíða 4

Heimskringla - 12.05.1943, Blaðsíða 4
4. SíÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. MAl 1943 Mcimalmngla (StofnuO 18SS) Kemur út á hverjum miSvikudegi. Etgendur: THE VIKING PRESS LTD. SS3 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537 Verð blaðslns er $3.00 árgangurinn, borglst fyrlríram. Allar borganlr sendlst: THE VIKING PRESS LTD. 011 viðskifta bréf blaðinu aðlútandl sendist: Manager J. B. SKAPTASON 858 Sargent Ave., Winnipeg Rítstjóri STEFAN EINARSSON Dltanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla" ls published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg. Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 12. MAl 1943 UM FLUGFÖR OG FJARLÆGÐIR Ýmisar stjórnir eru nú að verðugu farn- ar að gefa því gaum, hvaða áhrif flug- förin muni hafa á flutninga, viðskifti, vöxt borga og á friðinn, að stríðinu loknu. Bandaríkjastjórn sagði frá því siðast liðna viku, að af algengustu minstu hern- aðarflugivélum væri nú stöðugur straum- ur yfir Suður-Atlanzhafið, milli Brazilíu og Afriku. Það er eitt dæmi af því hvernig mannsandinn hefir sigrast á fjarlægðunum. Wendell L. Willkie, sem 26. ágúst lagði af stað frá Mitchell Field í ferðalag umhverfis jörðina og hafði á sama tírna margbrotið og vandasamt er- indi að reka, lauk sínu 31,000 mílna ferðalagi og var kominn heim til Banda- ríkjanna aftur, að 49 dögum liðnum. Þar er annað dæmið. Þeir sem til greina taka, hvað þessi hröðu ferðalög geti haft í för með sér í þá átt, að gera fjarlægustu þjóðir á hnettinum að nóbúum, eða, ef, ófriðvæn- legt er, við hverju má gera ráð fyrir úr loftinu, munu látið öryggi sjá orðið í því að einangra sig. Ef þessi undra sigur í loftferðalögum, á að verða til góðs, verð- ur að fylgja honum meira andlegt víð- sýni, en það, sem ekki sér neitt sér við- komandi utan heimahaga sinna eða síns eigin lands. Flugfarið er nú þegar farið að breyta alþjóðalögum og venjum. I Washington hefir það orðið að kappræðuefni milli þingnefnda hver sjá eigi um eða annast stjórn loftferða. f Kína og lýðríkjum Suð- ur-Ameríku, er mikið hugsað um notkun flugfarsins til flutninga og ferðalaga í stað uxa-kerrunnar. Og svo mun víða þar sem járnbrautir hafa aldrei komist á, nema í ta'kmörkuðum stíl. En hver á .loftið? í bæklingi sem nefnd opinberra mála í Bandarikjunum hefir gefið út, er að þessu efni vikið. Svarið, segir í bæklingnum, veltur á því hvað menn gera að stríðinu loknu og þegar byrjað verður að fljúga upp í há- loftinu (stratosphere). Við getum hugsað okkur tilrauna flug- farið mikla, Mars, 125 smálestastærðar, sem Glenn Martin gerði, langt á undan tiimanum. En Waldemar Kaempffert, höfundur bæklingsins, sem áður er nefndur, segir að þegar við séum orðin vön þessum flugskipum, komi fyrst hin eiginlegu háloftsflugför til sögunnar. — Þau verða gerð með loftþéttum herbergj- um, andrúmsloftið verður fylt súrefni eftir þörfum með áhaldi í einu herberg- ishorninu; það mun rísa í fjögra mílna hæð á einni minútu og verður á þeim örstutta tíma algerlega komið úr sýn. Þegar þetta er komið í kring, verður hægt að éta dagmáiaverð í New York og miðdagsverð á Emglandi. En að sjá þessi flugför á Ieiðinni verður ekki hægt. Þau geta verið beint yfir höfði manns, án þess að menn verði þess að nokkru varir. Sé um óvina flugför að ræða, verður þá of seint fyrir stjórnir að skipa þjónum sínum, að taka við stjórn loftsins uppi yfir sér? Þeir sem telja sér trú um að Ameríka geti lokað sig inni og verið örugg á hverju sem gengur umhverfis hana i heiminum, gætu átt eftir að vakna ein- hverja nóttina upp við þann vonda draum, að sprengjum væri að rigna yfir borgirnar, úr flugvélaflota upp í háloft- inu, sem einhver óvinaþjóðin hefði smíð- að sér á laun og sent út af örkinni. Þetta gæti gerst með þeim hraða, að flugförin væru komin hálfa leið heim til sin, áður en nokkri vörn væri við komið. Þvi gaumgæfilegar sem menn íhuga sambandið milli stríða og flugvéla, því augljósara verður það, að skoðun Mr. Kaempffert, að flugflutningum í fram- tíðinni verði stjórnað af einni sameigin- legri stjórn allra þjóða, með aðstoðar liði eða lögreglu frá hverri þjóð í heimi.' Það er flugfarið og notkun þess, sem lík- legast virðist til þess, að gera okkur, í vissum skilningi, að minsta kosti, að alheimsborgurum. Flugferðalög og flutningar á milli fjarlægra landa og álfa, virðast vera það sem koma skal, að stríðinu loknu. Hvort að það verður til þess að gera mennina að bræðrum, eða að rándýrum, er eftir að vita. En annað hvort bíður þeirra. Vörn gegn hryðjuverkunum er óhugsanleg. Það getur ein þjóð eyðilagt aðra á einu augnabliki, en í stað þess getur önnur eyðilagt þá, er yfir höfði hinnar föllnu stóð. Stríð, með nútiðar útbúnaði, hafa runnið tilveruskeið sitt á enda ef mannkynið á ekki að týnast. En jafnvel þó þetta sé auðsætt, er eftir að vita hvernig menn snúast við að afstýra hættu stríða. Til þess þarf að fara nýjar leiðir, en leggja gömlu leiðirnar niður. Með notkun flugskipa til flutninga og ferðalaga, verður á/valt farin styðsta leið- in ,en hún er alt önnur en sú leið, sem til þessa hefir verið farin. Milli Washing- ton og Moskva, verður þá t. d. farið norður undir Grænland; frá Washington til Tokio hefir virst beinast að fara til San Francisco. En leiðin um stórvötnin og norðivestur Canada er styttri og verð- ur hin sjálfsagða þjóðleið til Austurálf- unnar. En með þessi ferðalög í loftinu, er það eftirtektavert, að þau hafa aldrei notið þess frelsis, sem skip á sjó hafa gert. Á sjó geta skip haldið til hafna, hindrun- arlaust af stjórna hálfu, ef svo við horf- ir. En þegar til flugferða kemur, er alt öðru máli að gegna. Bretar, Bandaríkja- menn og Frakkar þrættu lengi um það, er tiH þess kom, að fastar flugferðir kæmust á milli Vesturálfunnar og Evrópu, hvort veita skyldi flugförum leyfi til að lenda annar staðar en á til- teknum bletti innan ríkislandamæranna. Þegar bandarísk flugför reyndu að fá leyfi til að fljúga yfir Carribean-hafið, var því stranglega mótmælt af Frökkum og Bretum. . Stórþjóðimar höfðu komið sér saman um viss langferðalög i lofti fyrir stríðið, til að efla áhrif sin og viðskifti út á við. Að þetta verði tekið upp eftir stríðið, virðist ósk bæði Breta og Bandaríkja- manna. Viss flugfélög héldu ferðunum uppi, en Henry A. Wallace, vara-forseti Bandaríkjanna, er ekki með því að slíku fyrirkomulagi sé fylgt, en vill í þess stað að alþjóðafélag sé stofnað er ferðirnar hafi með höndum. Flugmálin verða eitt stærsta málið, sem þeir hafa með höndum, sem skipu- leggja heiminn að stríðinu loknu. Verða flugförin þá notuð til eyðileggingar mannkyninu, eða til uppbyggingar því og knýta það traustari bræðraböndum og vináttu, eins og eflaust hefir verið litið á að verkefni þeirra væri í fyrstu, af þeim er fundu þau upp? Eða á eftir að fara um þessar framfarir eins og þekkingu og sigur mannsandans í svo mörgum öðrum greinum, að hún verði af auðvaldinu og sníkjudýrum þess, stjórn- um og staurblindum mannfélagsflokk- um, hrifsuð í sínar hendur, fáeinum til góðs, en fjöfdanum til meiri hörmunga, en jafnvel nokkru sinni hafa yfir mann- kynið rignt? Það er langt frá því, að vonirnar séu bjartar um úrslit þessa máls, og eins víst, að auðfélög slái eign sinni á loftið, eins og á verðmætin í jörðu og á. “Að visu liifði þjóðin við skort á stund- um, og gengu þá hallæri yfir landið, svo að fátækir dóu úr hungri og hungur- sóttum. En annars var fólkið hraust og náði háum aldri, og til dæmis um það, að fólk varð nokkuð yfir hundrað ára, er þessi vísa úr gömlum tíðavísum: Hundrað ára hrepti klára gleði, ellefu skorðuð árin tvenn, ein fyrir norðan kerlingenn. (Jónas Kristjánsson læknir í hinni nýju bók sinni: Nýjar leiðir) ★ “Og sagan staðfestir þessa dapurlegu ’ skoðun verkamannanna, því að svo langt aftur í tímann, sem rituð fræði ná, er dómur hennar æ hinn sami: Þeir. sem vinna, verða fótœkir, en þeir, sem lóta vinna fyrir sig, geta orðið ríkir." (Jónas Jónsson: Vordagar, bls. 62) MÆÐRADAGSHUGLEIÐINGAR Rœða flutt af séra Philip M. Pétursson í Sambandskirkjunni í Winnipeg, mœðradaginn, 9. maí 1943. 1 kivöld, hefi eg engann texta tekið úr heilagri ritingu, sem inngang að orðun- um sem eg flyt. Og það er aðallega vegna þess, að þar sem þessi dagur, ann- ar sunnudagur maí mánaðar, er helgaður mæðrum, (og vér heiðrum minningu mæðra, og þar af leiðandi kvenna í heild sinni), þá eru svo miklar mótsagnir í ritningunni, þar sem um kvenfólk er að ræða, að mér fanst það fara miklu betur á því, að taka engan texta. Það er að segja^ ekkert verulegt samræmi sýnist vera þar sem að rætt er um afstöðu kvenma í mannfélaginu, og þess vegna, þar sem vér erum að heiðra minningu mæðra, fer betur á þvi að sleppa um- mælum ritningarinnar, eða að leggja ekki út af þeim við þetta tækifæri. En samt, eins og vér vitum, finnum vér í guðspjöllunum suma fegurstu kaflana allrar ritningarinnar þar sem kvenpersónur koma sögunni við. — Til dæmis, er fögur mynd dregin af móð- ur Jesú síðast í guðspjallasögunni þar sem hún stendur við krossinn og hjarta hennar bugast af angist og sorg. Einnig er getið um annað kvenfólk þar, og það nafngreint, eins og þar sem er sagt, “Þar voru margar konur, er horfðu á álengd- ar; höfðu þær fylgt Jesu frá Galileu og þjónað honum. Meðal þeirra var María Magdalena og María móðir þeirra Jakobs og Jóseps, og móðir þeirra Zebedeus- sona.”—(Matt. 27:56). Einnig eru til dæmisögur sem Jesús flutti, þar sem að konur eru aðal persón- urnar, og atburðir í æfi hans sjálfs, þar sem að sumar fegurstu kenningar hans, eru birtar, um fyrirgefningu, um um- burðarlyndi, um kærleiika og skilning. Einnig mætti minnast að í gamla testa- mentinu, eru margir fagrir kaflar, sem fjalla um konur, þar sem að þær skipa háan sess, og eru í miklum metum hjá söguritaranum, þó að aðrir kaflar finnist um kvenfólk, sem geta varla kallast fyrirmynd. En svo þegar Páll postuli komur til sögunnar, er um alt annað mál að ræða, því hann gerir tilraun til að sýna fram á það, með yfirmáttúrlegum skýringum að konan sé óæðri vera, á lægra andlegu stigi en maðurinn og þess vegna eigi hún að vera undirgefin, og láta ekki of mikið á sér bera. Þannig segir Pál'l: “Eg vil, að þér skul- ið vita, að Kristur er höfuð sérhvers manns, en maðurinn höfuð konunnar, en Guð höfuð Krists.”—(1. Kor. 11.3). Ennfremur ræðir Páll um siði, sem tíðkuðust meðal þjóðar sinnar, þar sem undir vissum kringumstæðum gengu menn berlhöfðaðir, en konur með höfuðið hulið. Það var óvirðing fyrir mann að biðjast fyrir og taka ekki ófan, en sér- hver kona sem biðst fyrir eða spáir, og er berhöfðuð, segir Páll, óvirðir höfuð sitt. Einn biblíUfræðingur segir að það sé mjög örðugt að skilja beinlínis við hvað er átt í þessum kafla, en hyggur að það sé að eimhVerju leyti skylt þeirri vemju hjá austurlenzkum þjóðum jafnvel enn í dag, þar sem komur ganga um, ekki aðeins með höfuðið hulið, en andlitið einnig. Þar að auki, þar sem maðurinn á að hafa verið skapaður í mynd drott- ins, þá er gefið til kynna, að hann heiðri sjálfan sig, með því að biðjast fyrir ber- höfðaður, þar sem að það, sem er í guðs mynd verði ekki hulið, en þar sem konan á ekki að vera í guðs mynd, þá ber henni að breiða yfir höfuð sitt þegar hún legst á bæn, því hún er að einhverju leyti óæðri. Þar sem að Páll talar um, að Guð sé höfuð Krists, og Kristur höfuð manns- ins, og maðurinn höifuð konunnar, skip- ar konan lægstu stöðuna. Og sýnist þessi kenning vera partur af lífsskoðun Páls, að konan sé óæðri vera ekki jöfn manninum, og þar af leiðandi, frá nú- tíma sjónarmiði, ef að vér ættum að fylgja skipunum Páls, ekki þess verð að heiðra, eða að minnast, eins og víðast er verið að gera í dag. Páll segir: “Karlmaður má ekki hylja höfuð sitt, með því að hann er ímynd og vegsemd Guðs, en konan er vegsemd mannsins, því að ekki er maðurinn af konunni, heldur konan af manninum; því að ekki var heldur maðurinn skapaður vegna konunnar, heldur konan vegna mannsins. Þess vegna á konan að bera tákn um yfir- ráð mannsins á höfði sér — vegna englanna.—(1. Kor. 11: 7-10). Ekki veit eg við hvað Páll átti, er hann nefndi englana í þessu tilfelli og ekki er að furða sig á því, því jafmvel biblíufræðingar eru í vanda, er á áð gera grein fyrir þýðingu þessara orða í þessu sérstaka sambandi. En alt bendir á eitt, á hið lága álit sem Páll sýndist hafa á kvenþjóðinni. Þetta sést ef til vill enn bet- ur á öðrum stað, í fyrra Kor- intubréfinu, þar sem Páll segir: “Konur skulu þegja á safn- aðarsamkomum, því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera undirgefnar, eins og lika lögmálið segir. Ep ef þær vilja fræðast um eitthivað, þá skulu þær spyrja eiginmenn sína heima. Því að það er ó- sæmilegt fyrir konu að tala á safnaðarsamkomu.”— (1. Kor. 14:34-5). Vér gætum ef til vill fyrir- gefið Páli postula þessar skoð- anir ef að fyrra Korintubréfið væri eini staðurinn í ritum hans, þar sem þessi kenning hans finst. En hún kemur fram á að minsta kosti einum öðrum stað í bréfum hans, ef ekki fleirum (eins og til dæmis í fyrra bréfi Páls til Tíimóteus- ar). Og þar getur enginn vilst á meiningu Páls. Sumir hafa haldið, að þessir kaflar, eða eitthvað af þeiim, í Korintu- bréfinu, hafi getað verið inn- skot seinni alda. En þar sem sömu skoðanirnar koma oft fram, frá sömu hendi og á mis- munandi stöðum, þá getur oss ekki annað en skilist það ekki vera viðbætir, en heldur raun- verulega skoðun þess manns, sem ritaði bréfin. Og þannig getum vér ekki annað en skoð- að það sem orð Páls, þar sem sagt er í fyrra Timóteusar bréfi: “Eg vil þá að karlmenn biðj- ist hvarvetna fyrir, upplyftandi heilögum höndum, án reiði og þrætu; sömuleiðis að konur skrýði sig sæmilegum búningi, með biygð og hóglæti, ekki með hárfléttum og gulli, eða perlum eða dýrindisskarti, heldur með góðum verkum, eins og konum sæmir er játast undir guðhræðslu. Konan á að læra í kyrþey, í allri undir- gefni; en ekki leýfi eg konu að kenna eða taka sér vald yfir manninum, heldur á hún að vera kyrlát, því að Adam var fyrst myndaður, síðan Eva; og Adam lét ekki tælast, en kon- an lét að fullu tælast og gerð- ist brotleg.. .”—(1. Tím. 2:8-14) Með þessum orðum vitnar Páll í fyrstu Mósebók, þar sem Guð dæmir konuna fyrir að láta tælast af höggorminum. Og meðal annars kveður hann upp þann dóm, að maðurinn skuli drotna yfir henni! Það hefir verið þetta sem Páll hefir haft i huga er hann setti fram sínar skoðanir um stöðu kvenna. En nú, er vér lesum þessi gömlu orð, og helzt í saimbandi við þennan dag, mæðradaginn, er vér heiðrum minningu mæðra, og þannig einnig viður- kennum stöðu kvenfólksins í heild sinni í mannfélaginu, get- ur oss ekki annað en fundist til þess, hve mikil fjarstæða þau eru, hve fjarri þau eru nútíma skoðun á þessum sömu hlutum, og nútíma afstöðu kvenna í næstum því öllum greinum. Oss finist það kynlegt að heyra þessar skoðanir settar fram, jafrwel þó að þær séu í ritum frá fornri tíð, því nú er lítið verið að hugsa um hvort konur gangi um, eða biðjist fyrir berhöfðaðar eða ekki, eða jafnvel hvernig þær klæði sig, eða hvort þær hafi hárið í flétt- um eða snöggklipt, eða þær skrýði sig með gulli eða perl- um. Oss finst þessar reglur Páls, kynlegar að lesa nú, og brosum að þeim, og nota þær ef tii vill sem.enn aðra ástæðu til þess að efast um ýmislegt i sambandi við trúfræði, bæði nútíðar og fornra daga, og jafn- vel þar, sem að efinn gildir ekki, eða hefir lítið raunveru- legt við að styðjast. En í þessu í efasemdum þeirra, gerast sumir menn eins þröngir og grunnhyggnir og Páll sjálfur, í efasemdum hans. Skoðanir þeirra verða eins þokukendar og óskiljanlegar og umburðar- litlar og þessar, sem Páll birti, þó að þeir þykist vera fram- sæknir og víðsýnir og skiln- ingsgóðir í trúmálum. En of oft vill það verða aðeins öfgar og misskilningur á þýðingu sannrar trúar, eða jafnvel að- eins fávizka og grunnhyggni. Eg vil ekki láta það skoðast sem svo, að eg sé að halda með Páli í skoðunum hans, því eg er það ekki. Mér fiinst kenningar hans vera öfgakend- ar og í mörgum tilfelluim full- ar af grunnhugsuðum staðhæf- ingum. En þess ber að minnast, að það eru nú nítján hundruð ár liðin, síðan að hann var uppi, og vanla við því að búast að skoðanir hans eða kenningar gætu verið í fullu samræmi við nútíma hugsun. Og þess ber einniig að minn- ast, að það eru ekki nema örfá ár liðin síðan að skoðanir manna voru mjög á sama hátt, í þessum efnum og skoðanir Páls voru. Það er enn í minni margra eldri Islendiniga, að það varð nætsum því klofning- ur í söfnuðum suður í Dakota, á nýlendu árunum þar, út af því, hvort að konur ættu að hafa atkvæðisrétt í safnaðar- málum. Og það er enn í minni allra hér inni, er kvenifölki veittist hér í þessu landi, í fyrsta sinni, að nafninu til, jafnrétti við karlmenn. Konur geta nú greitt atkvæði í stjórn- arkosningum. En það hefir ekki þekst nema þessi síðustu rúm tuttugu og fiimm ár. Þar áður átti alt kvenfólk að þegja, eins og Pál'l komst að orði. Konur vinna mörg verk nú, sem engir nema menn unnu fyrir örfáum árum. En í mörg- um tilfellum, hefir kvenfólkið ekki enn hlotið fulla viður- kenningu, eða fult jafnrétti, þvi þar sem konur vinna eitthvað verk sem menn áður unnu, og þó að þær geri það fyllilega eins vel, er þeim sjaldan borgað sama kaup. Mér finst, og hefir lengi fundist, að þar sem eitt- hvert verk er unnið, þá eigi kaupið að dæmast eftir því, hve vel það er gert, en ekki hvort að kartmaður eða kven- maður vinni það. 1 mörgum tilfellum verð- skulda karlmenn meira kaup, ef að á að dæma milli karl- manns og kvenmanns í vissar > stöður, því vinnan er þannig að irtienn vinna verkið betur. En i mörgum öðrum tilfellum, get- ur kvenfólk unnið verkið fylli- lega eins vel og karlmenn, og þar ætti það að fá sama kaup- gjald fyrir. En það er ekki til- fellið. Og þannig mætti ein- hver segja: “Vér brosum að Páli og fyrirmælum hans um stöðu kvenna, en vér erum ekki enn vaxin upp úr þeiim anda sem einkendi hugsanir hans, jafnvel þó að vér hreykjum oss upp af því, hve franitaks- söm vér séurn í hugsun og anda.” Og nú höldum vér upp á mæðradaginn. Vér heiðrum minningu mæðra. Vér heiðr- um alla kvenþjóðina. Og vér gerum það, að mestu leyti, í

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.