Heimskringla - 12.05.1943, Blaðsíða 5

Heimskringla - 12.05.1943, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 12. MAÍ 1943 ^FIMSKRINGLA 5. SÍÐA góðum tilgangi, í fullri ein- lægni og alvöru. Æskuminn- ingar vorar a'llra eru fullar af mörgum fögrum minningum, og það er oftast í sambandi við æskuna sem vér minnumst mæðra vorra, kærleika þeirra og umhyggju mest. Og þessi dagur er helgaður þeim, í þakk- lætisskyni fyrir alt sem þær hafa gert fyrir oss. En mér finst, ef vér látum daginn ekki tákna eitthvað meira, og víðtækara, ef að vér látum það duga aðeins að flytja fögur orð um mæður og lesa kvæði um fórnfýsi þeirra, fyrir börnum sínum, um kærleika og ást, uim trygð, um um- hyggju, um sorg og gleði, en skiljum ekki víðtækari merk- ingu dagsinis, þá erum vér ekki trú því, sem verður að vera til- gangur dagsins, nefnilega að vaxa upp úr anda Páls, því vér eruim ekki enn vaxin upp úr honum að eins miklu léyti og vér höfuim haldið, hvorki í þessu rnáli né heldur í mörgum öðrum málum, andlegum og efnislegum. Vér eigum enn eftir að stofna jafnrétti, og jafnvel að skilja fyllilega hvað í því felst. Vér eigum enn eftir að skilja, hvað það þýðir að vera gerendur orðsins og ekki aðeins heyr- endur, því það eru mörg ósam- ræmi í því, sem vér segjum þennan dag, í heiðursskyni við kvenþjóðina, og því sem gerist daglega í kringum oss, í at- vinnuvegum þjóðarinnar, þar sem ætti að vera að jninsta kosti réttlæti, ef ekki fullkom- inn jöfnuður. Mér finst vér heiðra minn- ingu mœðra bezt, með því að skilja þessa hluti, og viður- kenna það, að það gæti skoðast sem fariseaháttur hjá oss er vér höldum þennan dag heilag- an, jafnvel þó að oss sé full al- vara og einlægni í því að vilja syngja lof um móðurást, og fórnfýsi, ef vér ekki um leið tökum víðtækari stefnu, og gerum síðan tilraun til að stofna meira réttlæti i mannfé- iaginu, i anda þess háleitasta og fegursta í trú vorri. Þannig getur þessi dagur orðið þýðingarmikill, þó að hann þýði mikið fyrir oss nú þegar. Þannig getur skoðun vor orðið víðtæk, og óeigin- gjörn og þannig getum vér stigið eitt framfarasporið enn í átt fullkomnunar, og aukið skilning manna á þvi sem stefnir að fullkomnun. Þetta vildi eg að gæti verið andi þessa dags, og þannig að vér uppfyltum fyrirmælið um að vera fullkomin eins og vor himneski faðir er fuilkominn. FARFUGLAR OG ÞJóÐ- ARUPPELDI FJÆR OG NÆR Þjóðræiknisdeildin Brúin í Selkirk, heldur skemtisam- komu 15. maí. Þar skemta Dr. Richard Beck, Einar P. Jóns- son ritstjóri og kona hans og Páll S. Pálsson. Ennfremur söngur og hljómleikar. ★ ★ ★ Matreiðslubók Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. /erð $1.00. Burðargjald 5«. ★ ★ ★ Góðar bœkur Smoky Bay, Stgr. Arason ^ kennari ...............$2,25 A Primer of Modern Ice- landic, Snæbj. Jónsson.. 2.50 Icelandic Lyrics —........ 3.50 Vestmenn, Þ. Þ. Þor- steinsson ............. 2.50 Icelandic Canadian, 4 hefti á ári............ 1.00 Æfintýrið frá íslandi til Brasilíu, Þ. Þ. Þ...... 3.75 Undir ráðstjórn --------- 3.00 Björnssons Book Store 702 Sargent Ave. i Frh. frá 1. bls. mestu leyti. Einhverjir styrk- ir voru þó veittir og mun það hafa verið einhver aðstoð sum- um þeirra. Þá var það algengt að einn eða fleiri byggju sam- an í þakherbergjum í lélegum húsum í leiðinlegum hverfum. Var þá stundum Mtið til að borða og fötin ekki sem glæsi- legust. ALt þetta gat þó ekki varnað ísl. stúdentum þess að vera albeztu nemendur Hafnar- háskóla. Á sumrin héldu þeir heim ef kostur var á og stund- uðu þá einhverja sumar- vinnu. Héldu þeir svo út á haustin Að afloknu háskóla- , . I nami voru margir þeirra skuld- um hlaðnir og reyndist baggi sá oft ærið þungur. Árið 1911 var HáskóM íslands stofnsettur. Varð þá mikil* breyting á högum stúdenta og miðstöð mentalífsins færist til i Reykjavíkur. En þar voru að-1 eins fáar námsgreinar kendar og margir urðu jafnt sem áður að sækja nám sitt erlendis. — Voru það einkum ýmiskonar verkleg fræði. Þessi mentaþorsti íslendinga verður aldrei metinn að verð- mætum. Æfintýraþráin, framgirnin og löngunin til að færa þjóð sinni gull í mund var leiðar- stjarna þessara ungu manna, sem kvöddu heimili sin og ætt- jörð og lögðu út í óvissuna. Sumir þessara manna urðu merkir menn, aðrir urðu merk- is menn, úr öðrum varð Mtið sem ékkert. Þetta er gangur láfsins. En allir áttu þeir sam- leið í því, að færa þjóð sinni eitthvað nýtt, einhvérn nýjan sannleika. Þeir beittu sér fyrir þvi, að útrýma gömlum kredd- um og lyfta þjóðinni úr þeim dvala og framtaksleysi, sem á hana var lagt af fátækt og kúgun. Má því með sanni segja, að þessir ísl. farfuglar hafi eflt þjóð sína til dáða, lengt sumarið og stytt skamim- [ degið. Þjóðin Runni ekki ætíð að meta menn þessa og fórst stundum illa við þá. Þessu er oft þannig farið, efj menn eru langt á undan sinni samtíð. Bjarni skáld Thorar- ensen segir í eftirmælum um framgjarnan mann, sem var Mtt skilinn af samlöndum sín- um og á það einnig mjög vel við þá menn, er eg hefi lýst. En þú, sem undan æfistraumi flýtur sofandi að feigðarósi lastaðu ei laxinn sem leitar móti straumi sterklega og stiklar fossa. Mjög stóran skerf ti'l þjóðar- innar lögðu skáldin, sem meðj kvæðum sínum og örfandi greinum hvöttu samlanda sina til að fegra og fága móð'urmál sitt og losa það við erlendar slettúr og málskripi. Seinna varð þetta stór þáttur í því að endurheimta sjálfstæði þjóðar- innar. lislendingar eiga mjög hægt með að semja sig að háttum annara þjóða og samlaga sig umhverfi því, sem þeir eiga við að búa án þess þó að tapa sín- um séreinkennum. Þetta er á- kaflega góður kostur. Mín skoðun er sú, að þess betri ís- lendingar sem þeir eru, þess betri ibúar verði þeir þess lands, sem þeir byggja. • BANDAMENN BYRJA BURTREKSTUR ÖXULÞJÓÐANNA ÚR MIÐJARÐARHAFINU Brezku herskipin áttu einn aðalþátt í herferð og lendingu hins stærsta flutningaflota er sögur fara af í veröildinni, er 500 skipum var komið heilu og höldnu í hafnir í frönsku nýlendunum í Norður^Afríku. — Myndin sýnir affermingu bandarískra herflutnings bif- reiða í Algier. 1 sem eg borða hefir smjör- skamturinn verið minkaður við okkur. Er hægt að iagfæra þetta á nokkurn hátt? Svar: Nei. Það má ekki skamta meira en einn þriðja af únzu á mann, við hverja mál- tíð. Það er mögulegt að ykkur hafi verið skamtað of mikið hingað til, og skamturinn hafi verið minkaður þess vegna. Spurningum á íslenzku svar- að á islenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St. Wpg. FJÆR OG NÆR WARTIME PRICES AND TRADE BOARD Það er búist við að sala á til heimilisneyzlu verði takmörkuð einhverntíma í þessum mánuði. Ekki af því að okkur skorti kjöt, fram- leiðsla í Canada hefir aldrei verið betri en nú, en eftirspurn er svo mikið meiri en nokkurn tíma áður. Ástæðan er, aukin atvinna og hærri laun heima fyrir, alt sem þarf að sendast til hermannanna hvar sem þeir eru, einnig það sem sent er til herfanga í gegn um ‘Red Cross’ og svo það sem sent er til sam- bandsþjóðanna. Þegar búið er að mæta öllum þessum kröf- um, er ekki nema helmingur eftir til heimilisneyzlu. Það er því auðskilið að nauðsynlegt verði að skamta, til þess að dreyfing verði sem jöfnust. Það er reiknað að kjötneyzla í Canada sé um 2l/> pund á mann vikulega. Það á að minka þetta um hálft pund. Skamt- urinn verður því Mklega um tvö pund á viku. Ýmsar tegundir verða und- anþegnar skömtunarlögunum svo sem “Spareribs”, “Oxtail” eða þar sem meira en helm- ingur er bein. Einnig lifur, nýru, heili og fleira. Við verðum að komast af með minna, til þess að þeir sem berjast fyrir okkur fái nóg. Spurningar og svör Spurt: Okkur hefir verið sagt að það væri hámarksverð á apelsínum (oranges), en samt urðum við að borga 70 cent fyrir eitt dúsin um daginn. Er þetta rétt? Svar: Samkvæmt nýjustu reglugerð er hámarksverð á apelsínum, 29 cent (hvert dús- ín) fyrir þær minstu, verðið fer svo eftir stærð, upp í dollar (hvert dúsín) fyrir þær stær- stu. Ef þér finst þú hafa borg- að meira en var sanngjarnt, ættir þú að tilkynna næstu skrifstofu W. P. & T. B. og láta þá rannsaka þetta frekar. Spurt: Er það á móti lögum fyrir þá sem hafa skömtunar- seðla afgangs, að kaupa út á þá fyrir aðra sem ekki hafa nóg? Svar: Já. Allir fá sama s'kamt, og það er ætlast til að hver einstaklingur reyni að KVEÐJA TIL BETEL-BÚA ó sumardaginn fyrsta, frá Hannesi Kristjánssyni og Orchestra hans, flutt af Sigurbjörgu Stefánsson HeimiMsiðnaðarfélagið held- ur næsta fund á miðvikudags- kvöldið 12. maí, að heimili Mrs. P. J. Sivertson, 497 Telfer St. Fundurinn byrjar kl. 8 BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin skuld Nú hjá ykkur viljum sem vinir í dag, með vorfuglum sumrinu fagna, og syngja á Betel vort samúðarlag og sólgeisla langdegis magna. —V.ið kveðjum hanm vetur við kólgunnar haf og köllum það guðsmildi að lifa hann af. Frá æskunni er skamt yfrá ellinnar braut en öll'um er mældur sá vegur. Þar glíma um mannslánið gleði og þraut, þó gengur hanm fús jafnt og tregur. En ellin ber meira en æskan í mumd, hún ávaxtað hefir sitt reynslunnar pund. Og heill sé þér örugga, aldraða sveit með íslenzka heimilis kenning, sem lífs stríðið þoldi, í hörkum var heit og haldbetri en nýtízku menning. —Með sólskin í hjarta, og sálræman dug nú sumri þið fagnið í æskunnar hug. Þó margt væri útlendings erfiði þungt á umliðnum hérvistár dögum, var Frónbúans kappið, svo ákaft og ungt með eldinn frá feðranma sögum að Engilsaxanum örðugt það var að etja á skeiðvelli framsóknar. \ Nú eruð þið komin í örugga höfn að æfinnar hlutverki runnu, og horfið til baka á háreista dröfn í hlýindum kvöldroðans sunnu, og þakkið það guði, að hanm gaf ykkur dáð að geta i lífinu takmarki náð. . . . Á Betel var Alvaldi, altari reist,* sem aldrei í gleymsku mun falia. Og hvað sem að vantrú og grimdin fer geyst þar guð verndar heimamenn aMa. —Þá kraftarnir þverra, er hvíldin svo blíð að kaflarnir gleymast um hjáliðið stríð. J. S. frá Kaldbak Sjá Ritningarorð, kap. 35: “Far til Betel og ger altari guði” o. s. frv. kornast af með það sem hann fær. Þeir sem hafa seðla af- gangs eiga ekki að nota þá. Skamturinn var ákveðinn í þeim tilgangi að spara sem mest, án þess þó, að nokkur Mði skort. Spurt: Hvað eiga konur her- manna, og aðrir sem búa einir og kaupa því'mjög látið í einu, að gera þegar kjötið verður skamtað? Síðan smjörið var skamtað borða eg meira en nokkru sinni áður. Eg gæti vel komist af með minna, en finst nú sjálfsagt að borða upp allan skamtinn. Svar: Það er ekki enn búið að ráðstafa kjötskamtinum en það verður efalaust mögulegt að kaupa eins Mtið í einu og maður vill. 'Það er auðheyrt að þú ert sjálf ekki hermanns kona. Engin kona sem á mann i herþjónustu mundi reyna að “borða upp allan skamtinn” þegar hún veit að tilgangur skamtsins er að spara alt sem hægt er til þess að dreyfing verði sem jöfnust og að allir fái dálítið. Spurt: Þarf sérstakt leyfi til þess að kaupa nýjan “tire” á hjólhest? Svar: Nei. En maður verður að afhenda þann útslitna þeg- ar maður kaupir þann nýja. Spurt. Eg hefi verið að reyna að kaupa “chocolate bars” til þess að senda manninum mír^ um sem er í herþjónustu fyrir handan haf. I einni búð var mér bannað að kaupa meira en eitt stykki. Er þessi vara skömtuð? Svar: Nei. En margir kaup- menn takmarka sölu til þess að dreyfing verði sem jöfnust. Spurt: Á matsöluhúsinu þar Mrs. Dora Thorsteinson, 662 Simcoe St., fór suður tiJ Thief Riiver Falls, Minn., s. 1. laugar- dag í gistiheimsókn til séra Svein-bjarnar Ólafssonar bróð- ur síns. Hún bjóst við að dvelja þar syðra í nokkrar vikur. ★ ★ ★ Lokasamkoma laugardags- skóla Esjunnar í Árborg fer fram þar í samkomuhúsi bæj- arins föstudagskveldið þ. 14. maí n. k. — Fer þar fram margt til skemtunar og fróðleiks, s. s. upplestur, framsögn ljóða, ung- meyjasöngvar undir umsjón Miss Maríu Bjarnarson og smá- leikur, sem skólabörnin sýna. Þá flytur forseti Þjóðræknis- félagsins, Dr. Richard Beck þar erindi, sem treysta má að verð- ur eitt þess vert að samkoman verði fjölmenn. Ætlast er til þess að arður af samkomu þessari notist til bókakaupa fyrir safn félagsins. S. E. B. ★ * ★ Bœkur til sölu á Heimskringlu Endurminningar, 1. og II. hefti, alls 608 blaðsíður, eftir Friðrik Guðmundsson. Verð upphaflega $2.50, báðar bæk- urnar; nú $1.00. Hetjusögur Norðurlanda, um 200 blaðsiður að stærð, eftir Jacob A. Riis. Islenzkað hefir Dr. Rögnvaldur Pétursson. — Verð 35c. ★ ★ ★ Eldri söngflokkur Hins fyr- sta lút. safnaðar hefir ákveðið að halda “At Home” á fimtu- dagskvöldið 27. maí, í neðri sal kirkjunnar. Nánar auglýst síðar. ★ ★ ★ Guðsþjónusta og almennur fundur í dönsku kirkjunni, E. 19th Ave. og Burns St., kl. 7.30 e. h. sunnudaginn, 23. maí. — Nauðsynlegt að menn fjöl- menni. R. Marteinsson ★ ★ ★ Ellistyrksnefnd Manitoba heldur fund þriðjudaginn 18. maí, í Trinity Hall, kl. 2 e. h. Allir velkomnir. imm m f'VEc'SS^°v/HtM fVVEROVAt0 oMS FWEA°.SIS\ t ■■■ LAKE OF THE WOODS MILLING CO. LIMITED. WINNIPEG i 8

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.