Heimskringla - 12.05.1943, Blaðsíða 2

Heimskringla - 12.05.1943, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. MAl 1943 KUNNINGJABRÉF til Soffóníasar Thorkelssonar Eftir Jónas Jónsson (Höfundur eftirfarandi bréfs hefir mælst til, að það væri birt í Heimskringlu ef það væri oss ekki neitt á móti skapi. Er sanngjarnt að blaðið verði við þeim tilmælum. Vér höfum á- valt orðið vel við þvi, að birta hógværar athugasemdir við greinar sem blaðið hefir flutt og vikjum ekki frá þeirri reglu, minnugir hins einnig, að í hlut á maður, sem í orði og verki hefir reynst vinur Vestur-ls- lendinga og frömuður margs, sem íslenzku þjóðina hefir haf- ið tii framtaks og heilla Þeir er kynt hafa sér hið óeigingjarna starf Jónasar Jónssonar í þágu íslenzkrar þjóðar frá byrjun, og áhuga hans fyrir samvinnu við Vestur-lslend- inga i staðfastri trú á, að það verði báðum aðilum til góðs, munu Hkr. sammála um þetta. —-Ritstj. Hkr.) Þú skrifar oft skemtilegar ferðasögur frá íslandi og um Ameríku. En inn í eina af þess- um góðu greinum þínum um ísland hafa slæðst nokkrar villur, sem þarf að leiðrétta, bæði hér á íslandi og vegna landa í Vesturheimi. En fyrst eg minnist á þessa hluti vil eg byrja að þakka rit- stjórum islenzkra blaða, báð- um megin hafsins, fyrir ein- læga viðleitni, að birta ekki í blöðum sínum neitt það, sem getur skapað beizkju og kala milli þjóðarbrotanna. Sú var tíðin, áður fyr, að spjótum var skotið yfir hafið, þau tekin á lofti, og send aftur til fyrri eigenda. Þau viðskifti sundr- uðu íslenzku þjóðinni og gerðu ekkert nema tjón. Eg býst við, að einstaka sinnum falli í aust- ur-íslenzkum blöðum orð, sem landar vestan hafs teldu betur ósögð. En eg hygg, að það sé mjög sjaldan nú orðið. Og eg vona, að það komi enn síður fyrir í framtíðinni. Við margra -ára athugun á blöðum íslendinga vestan hafs hefi eg aðeins tveim sinnum orðið var við greinarkafla, sem eg fann að voru stórlega vill- andi. í fyrra skiftið var það ræða Mr. W. Lindals, þegar hann var að búa sig undir að taka við dómaraembætti sínu. Hann lýsti með nokkuð sterk- um litum fórnum Ameríku- manna og fjárgróða Austur- Islendinga í sambandi við nú- verandi styrjöld. Því tafli er ekki lokið enn. Fjárgróðinn er að vísu mikill á pappírnum, en fjármálakerfi landsins hefir færst úr lagi, og stórkostlegt hrun og fjárhagsvandræði framundan í síðasta lagi við lok styrjaldarinnar. í herfræði- ritum er Island nú staðsett við hliðina á Malta, Gíbraltar og þess háttar höfuðstöðvum. Is- land er nú mitt á milli fjögurra mestu hervelda heimsins. Ef Evrópustórveldi gerir árás á Norður-Ameríku, þá er Island, eins og málum er nú komið, fremsta skotgröfin. Við Aust- ur-lslandingar skiljum vel, hvar við erum staddir. Við vitum, að í minstu loftárás geta mörg þúsund fjölskyldur í kaupstöðunum orðið húsviltar við bruna. Enginn Islendingur kvartar um þetta. Engir fjöl- yrða um, að við séum í fremstu skotgröf, og að hinir blómlegu bæir Vesturheims verði máske síðar heiimsóttir með báli og brandi af því að ísland er í bili á miklum straummótum. Eg segi þetta ekki til sérstaks lofs okkur Austur-lslendingum. Við vitum hvað í húfi er um fram- tíðarlíf frelsiselskandi þjóða í sambandi við úrslit þessarar styrjaldar. En eg held, að Mr. Líndal hefði ekki þakkað fyrir gróðan, í fyrstu lotu styrjald- arinnar, ef Canada hefði verið á straummótum, eins og Island er nú, og ef dreift hefði verið um alt ríkið 8 miljónum vel mentaðra, gáfaðra og heiðar- legra erlendra hermanna, fyrir sameiginlegan málstað frelsis- ins. Næst kem eg að þinni grein, Soffónías góður. Þér finst plægingarnar muni okkur verklitlar stundum með plóg og dráttarvél. Menn eru mis- jafnir við verk. Sennilega hefir enginn viðarhöggsmaður verið jafn duglegur í Winnipeg, eins og þú á yngri árum. Samt varð að notast við aðra sem minni voru verkamenn. Eg ef- ast ekki um, að Islendingar læra tiltölulega fljótt alla tækni við nýtízku jarðvinslu. Við höfum lært síldveiði af Norðmönnum, togarastörf af Bretum, og orðið jafn snjallir meisturunum. Islenzkir sjó- menn í Boston hafa sýnt vest- an hafs, að þeir kunna sina ment. Það þarf þess vegna ekki að kvíða hæfileikum jarð- ræ-ktarmanna hér á landi, að tileinka sér nýja tækni. Þú segir, að árið 1942 hafi rákið borgað helminginn af kaupi vetrarstarfsfólks hjá ís- lenzkum bændum. Fyrir þessu er ekki svo mikið sem flugufót- ur. Það er ekki vitað um, að ríkið hafi greitt svo mikið sem eina krónu í þessu skyni. Eg held, að þú hafir séð þessa fjar- stæðu í skýjum, þegar þú komst seinast í flugvél yfir Klettafjöllin. Þú segir, að Bretar hafi gefið Islendingum 5 miljónir króna, og sveitabændur hafi fengið féð. Þú ert svo sanngjarn að bæta við, að þetta hafi verið greiðsla fyrir markaðstöp. Hér er ósamræmi. Ef Bretar borg- uðu 5 miljónir fyrir markaði, sem ísland glataði í sambandi við styrjaldarrekstur Banda- manna, þá var sú greiðsla ekki gjöf heldur gjald. Mér þykir ósennilegt, að Soffónías Thor- kelsson myndi kalla það gjöf, ef stjórn Manitoba-fylkis bann- aði honum í nokkur ár að flytja svo mikið sem einn kassa úr sínu mi-kla verkstæði, en greiddi honum hins vegar eftir mati ríflega en sanngjarna þóknun fyrir atvinnuspjöll og markaðstöp. Eg hygg, að ef einhver blaðamaður segði um þetta mál, að Manitoba-stjórn hefði gefið Soffóníasi þessa fjárhæð, þá hefði honum að vonum þótt hallað á sig að ó- sekju. Sama finst okkur Aust- ur-lslendingum, er hann telur réttmætar skaðabætur okkar vera gjöf. Þú segir, að landbúnaðarvör- PfHME m PUMP NOW- HAVE MOUEY 7DSPEW LATEP ur hafi verið dýrar á Islandi, og ekki þurft uppbót. Nú veiztu, að bæði Bretar og Bandaríkjamenn hafa vegna framkvæmda sinna í þágu styrjaldarmálanna dregið til sin meginið af lausu vinnuafli Islendinga, og greitt hærra kaup heldur en nokkurntíma hefir áður þekst á Islandi. Þú veizt ennfremur, að það kemur Bandamönnum vel, að fá allan þann nýjan fisk, sem fáanlegur er á landinu, og þá ekki síður þorskalýsi og síldarlýsi. Fyrir þessa framleiðslu er borgað margfalt við það, sem þekkist á friðartimum. Þessi aðstaða, svo og nærvera hins fjölmenna setuliðs í landinu, hefir skapað sjúka dýrtíð og verðhækkun í landinu. Vinnuaflið verðsetur sig eins og í álitlegum gull- námubæ. Verð framleiðslunn- ar vex að sama skapi, án þess að efnahagur batni. Bændurn- ir verða að selja vöru sína dýrt, en geta þó ekki kept um vinnuaflið við þá, sem hafa enn betri aðstöðu við framleiðslu á lífsnauðsynjum handa hernað- arþjóðunum. Islenzkir bænd- ur hafa nú að vísu allmikið af pappírspeningum milli handa, en þeir hafa aldrei verið jafn útpíndir af þrotlausu erfiði, af því að alt of fáar, hendur eru til að sinna framleiðslustörfun- um. Þú heldur, að íslenzku bænd- urnir muni úrkynjast af vel- sæld. Þeir munu úrkynjast ná- kvæmlega eins og þú og þínir, líkar. Þú ert alinn upp og full- mótaður í einni prýðilegustu sveit á Islandi, Svarfaðardaln- um. Þar búa eljumenn og reglumenn, enda sér á bygð þeirra. Þú komst þaðan með vinnuþrek og vinnulöngun. — Þeir eiginleikar hafa komið þér að góðu haldi. Islenzkt sveita- fólk, bæði konur og karlar, eru nákvæmlega á sömu braut. — Það er sívinnandi fólk, alla daga árs. Það er hófsamt í eyðslu, reglusamt og umihugað um framtíð sína og framtíð landsins. íslenzka sveitafólkið úrkynjast síðast af öllum Is- lendingum á dúnsvæflum og við iðjuleysi.' Þú segir, að nú muni íslenzka ríkið fara að rækta jörð fyrir sveitafólkið. Þetta er byrjað og þarf að gera það hundraðfalt meira. Berzta verk Mussolinis var að skapa þúsundir lifvæn- legra heimila fyrir ítalska landnámsmenn í Lybíu, Roose- velt hefir eytt laglegum fjár- hæðum til að bæta landið, til framtíðarnota. Ef Island hefði notið stjórnfrelsis frá 1851— 1874 og getað myndað nýbýli við sjó og til sveita, eftir þörf- um, þá hefði fátt fólk farið úr landi vestur um haf. Sá missir var þungbær fyrir gamla land- ið, og kom af því, hve hin er- lenda stjórn var skammsýn og misvitur. Hitt er annað mál, að landar í Ameríku hafa orð- ið ættlandi sínu til gagns og sóma vestan hafs, og allmargir notið hæfileika sinna betur þar en hér. Hitt er annað mál, að fámenn þjóð í stóru landi þarf að hlynna að börnum sínum. Nú fer sarnan, að Ameríka er að mestu lokuð fyrir innflytj- endum og hitt, að Austur-ls- lendingum fjölgar og þess vegna þarf að greiða fyrir heimilamyndun alls staðar þar, sem lífsskilyrði eru bezt hér á landi. Og úr því að hinir miklu st jórnarforkólf ar Bandarikj-' anna og fylgismenn þeirra telja rétt, í einhverju auðugasta og landkostamesta landi verald- arinnar, að eyða óhemju fé til að skapa miljónum af borgur- um landsins sjálfstætt verk- svið, þá mátt þú Sóffónías Th'orkelsson, ekki fara hörðum orðum um okkur íslendinga, þó að við sjáum ástæðu til, í landi með óbliða náttúru, að létta með hjálp frá almanna- sjóðum undir nokkuð af heim- ilamyndun ungu kynslóðarinn- ar. Eg hefi um nokkur undanfar- in ár unnið að því eftir megni að fjölga vináttu- og kynning- arböndum milli islenzku þjóða- brotanna báðum megin hafs. Þúsundir manna vinna nú að þessu sama marki á Islandi og í bygðum Islendinga vestan hafs. Þú Soffónías Thorkels- son hefir lagt frtim drjúgan skerf í þessu efni. Eina hætt- an í þessu merkilega þjóð- ræknismáli er að láta ógæti- leg og órökstudd ummæli falla í garð frændvina hinum megin við hafið. Þið Vestur-íslend- ingar verðið að útkljá ykkar heimamál og við okkar. Við getum ekki sett ykkur á skóla- bekk. Þið getið ekki heldur með góðum árangri typtað okkur. Milli íslendinga austan hafs og vestan gilda lög gisti- vináttunnar. Menn telja ekki fram syndir gesta sinna, þó að þær kynnu að vera til. Ef Austur- og Vestur-lslendingar breyta eftir reglum gistivinátt- unnar, í allri sambúð, mun vel fara. Deilur á þeim vettvangi eru löngu hættar. Friður og vinátta komið í staðinn. Höld- um svo fram stefnu vorri um ó- komnar aldir. J. J. —Tíminn, 27. marz. HVÍTASUNNAN Eftir Rannveigu Schmidt Egill stóð við stofugluggann og horfði út yfir Vötnin spegil- slétt og glitrandi i sólskininu; á nýútsprungin trén meðfram bökkunum, þau voru til að sjá eins og þau hefðu örþunnar slæður yfir sér; á stórhýsa- þyrpingar miðbæjarins, en uppi yfir þeim blikaði á gnæf- andi kirkjuturnana úr græn- um kopar. Kaupmannahöfn var komin í sumarskrúðann sinn. En sú fegurð virtist ekki hafa friðandi áhrif á unga manninn, sem stóð við glugg- ann. Hann var maður hár og grannur með breiðar herðar, hárið dökkbrúnt og liðað, aug- un stór og gráblá; varirnar nokkuð þykkar og ástríðumikl- ar. Þegar hann sneri sér við og fór inn í næsta herbergi, báru allar hreyfingarnar vott um megna óánægju. Gerður, beinvaxin, ljós- hærð og snör með snubbótt nef, var að pakka ferðatöskuna sína í svefnherberginu og leit brosandi á Egil, er hann kom inn. “Góði, vertu ekki vondur,” sagði hún og þegar hún brosti ljómaði alt andlitið og varð ó- venjulega aðlaðandi. En Egill var önugur. “Gætirðu ekki varið hundi’- aðkallinum, sem hann frændi þinn sendi þér, betur en í þetta ferðalag, til að heimsækja kvenmann, sem þú eiginlega kærir þig ekkert um. Komdu heldur með mér, við skulum snara okkur til Sviþjóðar; þú veist hvað Kullen er indæl um þetta leyti árs.” Gerður hélt áfram að raða niður í töskuna: “það vildi eg góði, að eg gæti gert þér skilj- anilegt, að eg er ekki að fara í neina skemtiferð; þú veist, að eð vifdi þúsund sinnum heldur fara með þér til Kullen; það er fátt sem eg hefi meiri unun af en að sitja á klettunum við Kullen með þér, minn elskan- legi,” og Gerður klappaði rnanni sínum á kinnina og brosti við honum blíðlega. “En hversvegna eigum við altaf að vera eigingjörn? Eg vorkenni aumingja Stínu; hún er veik og nær sér kanske aldrei til fullnustu aftur. Allir sem hafa tæringu eiga bágt; þú mátt ekki gleyma, að eg á systur á Skiftið við Federal Kornhlöður fyrir verð og þjónustu hæli heima á íslendi. Eg get ekki annað en hugsað um hana í þessu sambandi. Kanske er hún ein um Hvítasunnuna. — Stína greyið skrifar, að hún þekki engan á hælinu. Hún biður mig eins og Guð sér til hjálpar að koma; hún er blátt áfram angurvær í bréfinu.” ‘Öllu trúir þú Gerður!’ (Já, þú ættir að vita þáð manna bezt hvað eg er trúgjörn, hugsaði I Gerður). “Svei mér ef þú ekki j kanóníserar fó'lk; þú heldur að allir séu englar — þangað til þú rekur þig á, að þeir eru djöflar”. Nú var Egill orðinn verulega sár. “Þú ert altaf að gera eitthvað fyrir fólk, seml er einskis virði; og hvað hef- irðu upp úr því nema vanþakk- lætið?” “Hver er eiginlega fær um að dæma um verðleika manna. Ef fólk er ekki stórgáfað, þá finst þér ekkert til þess koma; en það er ýmislegt annað, sem hægt er að dást að, góðmenska til dæmis.” Og Gerður sagði þetta alvarlega, en þó þykkju- laust. “Aldrei hefi eg heyrt, að Stína væri neitt sérstaklega góð manneskja; en við sannar- lega vitum, að hún er þræl- heimsk. Mér finst bæði synd og skömm, að þú eyðir tveim heilum dögum í þetta ferða- lag.” “Þú talaðir ekkert um að Stína væri heimsk, þegar þú endilega vildir bjóða henni í nýársgildið okkar og þér sann- arlega fanst hún syngja vel . . . þú sagðir líka, ef eg man rétt, að hún væri eins og lítil postu- línsstytta,” sagði Gerður og hló við. “Ó já, greyið, eg hefi svo sem ekkert á móti henni, en þegar konan mín notar hvíta- sunnufráið sitt til þess að heimsækja hana, í staðinn fyr- ir að vera með mér—” og nú kom Egill og lagði handlegg- inn utan um Gerði og var hinn blíðasti; “símaðu Stínu, að þú getir ekki komið, góða. . . Stelpan er leiðinleg og ekki þess virði, að þú eyðir bæði tíima og peningum í þessa heimsókn til hennar; þar að auki þarftu að hvíla þig; þú sagðir sjálf, að þið hafið haft svo mikið að gera á efnarann- sóknarstofunni upp á síðkastið, að jafnvel Dr. Holm virtist vera að gefast upp . . . vertu nú væn og komdu heldur með mér.” “I þetta sinn verð eg nú harðbrjósta við þig,” sagði Gerður hlægjandi; “þér er eng- in vorkunn að vera án mín í tvo daga . . . þú verður ekki einmana, ef eg þekki þig rétt. Ef þú verður kyr í bænum, get eg hæglega talið upp fcíu staði, þar sem þú ert boðinn og vel- kominn.” Gerður varð að stæla sig gegn þessum grábláu augum, sem venjulega höfðu vald til þess að yfirbuga alla mót- spyrnu af hennar hálfu . . . en hún var búin að ásetja sér að gera kunningjakonu sinni þennan greiða og það var kali milli hjónanna, þegar Egill fylgdi Gerði niður á járnbraut- arstöðina. Hælið liggur við fagran fjörð með beykiskóginn að baki. Alt var grænt og gróandi og fólk- ið, sem Gerður hitti var. kátt og fjörugt og yfirleitt var ekki á neinu að sjá, að þetta væri sjúkrahæli. Stína, sem virtist vera hin brattasta, tók Gerði með kostum og kynjum og fylgdi henni til herbergisins, sem hún átti að sofa i um nótt- ina. “Hvensvegna kom Egill ekki með þér?” “Það kom ekki til tals; hann hefir haft mikið að gera við blaðið upp á síðkastið og varð eftir í Höfn. Eg býst við að hann hvíli sig um hátíðarnar.” (Það er satt, hún er eins og lítil, postulinsstytta, hún Stína, hugsaði Gerður; brúnar krull- ur, fallegur vöxtur . . . ef and- litið bara hefði meiri svip, þá myndi hún vera óvanalega lag- leg. Hún lítur eiginlega ótrú- lega hráustlega út. Kanske var það hreinasti óþarfi að eg kæmi). “Það var gaman að þú kormst, Gerður; það er ekki svo vitlaust hérna. Eg skal kynna þig tveimur Norðmönnum, sem komu í fyrradag. Góðir ná- ungar. Á morgun verður stórt miðdagsgildi. Eg vona, að þér ekki komi til að leiðast.” Stína hagræddi sér á legubekknum, meðan Gerður fór í annan kjól. “Það er sannarlega gott, að þú hefir kynst geðugu fólki, Stína mín. Um að gera að reyna að skemta sér og vera í góðu skapi.” “Ó, eg slepp líklega út í næsta mánuði, eða svo segir læknirinn. Þessi veikindi mín eru bara aðkenning, sem betur fer. Eg hefi sannarlega sakn- að Kaupmannahafnar. Þú verður að segja mér allar frétt- ir, Gerður og hvaða stúdentar fara heim til Islands í sumar. Ef eg slepp héðan á næstunni vill pabbi endilega fá mig heim . . . eg er bara hrædd um, að hann lofi mér ekki að koma aftur, ef eg fer.” “Þú færð sjálfsagt að koma aftur. Pabbi þinn myndi ekki vilja að þú hættir við að læra að syngja, þegar þú ert komin svona vel á veg,” sagði Gerður; “við vorum einmitt að tala um það á dögunum við Egill, að þú hefðir svo indæla rödd.” “Já, hann Egill var að hrósa mér fyrir röddina í nýársgild- inu ykkar. Þú ert sannarlega heppin, að eiga svona falleg- an og skemtiilegan mann eins og hann Egil . . . og svo söng- elskan.” “Það er satt, hann er skemti- legur hann Egill”; og nú fékk Gerður hálifgert samvizkubit yfir að hafa farið í burtu frá honum. Á H'vítasunnudag var stilli- logn og sólskin, allir sparibún- ir við miðdegiisverðinn, stúlkur gimiinnnraimumiiciflmiiiminiiimimiinniHmimciiiiiiiiiiii}} 1 INSURANCE AT . . . | REDUCED RATES = — Fire and Automobile | | STRONG INDEPENDENT | COMPANIES = = I McFadyen j [ Company Limited j | 362 Main St. Winnipeg | Dial 93 444 «mmiiniaiiiuiiiiiHniiimiiiiiiniiiiiiiiiiiic]iiuimimu:iiiiiiiiiiic*>

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.