Heimskringla - 02.06.1943, Blaðsíða 1

Heimskringla - 02.06.1943, Blaðsíða 1
“— -----—-—I—-—-- - - , We recommend for your approval our “C.B.4 WHITE LOAF'* (Canada Approved) as an excellent source of the Vitamin B Complex "The QualityGoes In before theNameGoesOn” CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 35 565 Frank Hannibal, Mgr. Wedding and Birthday Cakes made to order --------------------- LVII. ÁRGANGUR We recommend for your approval our "C.B.4 WHITE LOAF" (Canada Approved) as an excellent source of the Vitamin B Complex “The QualityGoes In before the NameGoetOn’ CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 35 565 Frank Hannibal, Mgr. Wedding and Birthday Cakes made to order ------------------------ ■■■••» NÚMER 35. * * HELZTU FRÉTTIR * * Þessir efnilegu bræður hafa tiliheyrt Canada flugliðinu — R.C.A.F. — siíðan snemma á árinu 1941. Til vinstri á myndinni er L.A.C. Fred J. Vaitnisdal, nú í Moncton, N. B., og til hægri er Sgt. Walter G. Vatnsdal. Hann fór til Eng- lands i júni 1942; en kom aftur til Canada í maí 1943 og er nú í Ottawa. Þessir piltar ólust upp hjá frændfólki sínu, þeim heið- urshjónunum Mr. og Mrs. Hannes Péturson, 353 Oakwood Ave., Winnipeg, sem tóku þá til fósturs efitir að foreldrar þeirra dóu, fyrir mörgium árum síðan. Mesta sprengjuárás stríðsins Það ber alt með sér, að sprengjuárásin, sem Bretar gerðu nýlega á borgina Dort- mund i vesturhluta Þýzka- lands, sé sú mesta, er gerð hef- ir verið í striðinu til þessa. Tvö þúsund smálesfcir af sprengjum rigndu í einu yfir borgina. Það var nærri helm- ingi meira, en i árásinni 4. maí, og þá var talið, að helmingur álira heriðnaðarhúsa þar hefði verið eyðilagður. Dortmund er miðstöð heriðn- • aðar og viðskifta i Rúrhérað- inu. Þar búa um hálf miljón manna. Að borgin hafi með þessari síðustu árás verið þurk- uð af landabréfinu, eru miklar líkur til. Þegar Þjöðverjar steyptu 250 smálestum af sprengjum yfir borgina Coventry, sem að stærð svipaði til Winnipeg- borgar, lögðu þeir þrjá fjórðu hennar í eyði. Samt voru sprengjur þær, er þessi ósköp hlutust af ekki neitt svipaðar sprengjunum sem Bretar not- uðu i árásinni á Dortmund. — Bornar saman við íkveikju- sprengjur Bretanna, voru þær hreinasta barnaleikfang. Sprengjuihernaðurinn er því meira en nafnið. Það var ekki nema eðlilegt, að Churohill vekti athygli á afleiðingum hans á Washington fundinum síðasta, enda þó Dortmund á- rásinni væri þá ekiki til að dreifa. Vinnist ekki eins mikið með^þeim og að sigra her á vígvellinum, er hitt víst, að þær eru mesta eyðileggingar tól og munu hafa enn ægilegri áhrif á hugsunarhátt almenn- ings, sem fyrir þeim verður, en þó strádrepnar væru nokkrar herdeildir á vígvelli. Það má lengi dylja almenning þess er í fjarlægð fer fram, en afleið- ingar sprengjuárásanna færa mönnum heim sanninn. Þessi sprengjuárás 23. maí á Dortmund, hlýtur að koma Þjóðverjum mjög í koll, því til þessarar borgar hafði verið flutt mikið af iðnaði frá Duis- berg og Essen, eftir árásirnar á þessum stöðum. Og með eyðileggihgu hinna miklu orku- vera í Eder og Möhne, dylst ekki hvíHíku skakkafaili hinn mikli iðnaður í Rúrhéruðum hefir orðið fyrir af flugárásun- um. 1 þessum Rúrdal er, eins og kunnugt er, vagga kola, kók og stálfframleiðslu Éjóðverja. Hvað margar flugvélar Bret- ar sendu út í þessá árás, er ekki kunnugt um. En það má ætla að þær hafi skift hundr- uðum, því 38 af þeim voru skotnar niður. Það er ekki ólíklegt, að árás sem þessi, verði fyrirboði þess er koma skal í sprengjuhernað- inum á hendur Þjóðverjum á næstunni. Orð Churchiills um að reyna gildi sprengjuhernað- arins meira en gert hefir verið, benda ótvírætt í þessa átt. Og vissulega gerir minna grand í matnum en það, að hægt skuli vera að leggja helmingi stærri borg en Win- nipeg með honum á minna en einum klukkutíma í rústir. Árásir á spítalaskip Eftir því sem skýrt var frá í brezka þinginu á fimtudaginn var, hafa þýzk og itölsk loft- skip gert fimtíu og átta árásir á brezk spítalaskip siðan stríð- ið skall á. Nítján skip hafa orðið fyrir þessum ofisóknum og fjórum þeirra tókst þeim að sökkva. Áhrifamesti viðburður stríðsins Afnám kommúnistafélagsins á Rússlandi, mun með tið og tíma verða talinn einn af á- hrifarikustu viðburðum stráðs- ins. 1 bráðina ætti þetta ekki að- eins að efla samtök bandaþjóð- anna i striðinu, heldur og sam- vinmu þeirra á milli að stráðinu loknu. Það er enginn efi á því, að bandaþjóðirnar ólu á grun um það, að of náin samvinna við Rússland gæti orðið þeim hættuleg. Hér eftir geta þær ekki borið þessu við. Um leið og þessi draugur er kveðinn niður í huga þeirra, er einnig sterkasta áróðursvopnið slegið úr höndum Hitlers. — Hann hefir, eins og kunnugt er, háidið því fram, að hann væri með stniðinu að bjarga mann- kyninu frá því að lifa við vítis- kvaMrnar, sem þess biði, ef Rússar réðu heiminum. En jafnvel þó þetta spor Stal- ins hafi jafnvel nokkra sér- staka þýðingu fyrir yfirstand- andi tíma, er hér í raun og veru u-m enga nýung að ræða. Á- róðursstefna Rússa út á við, hefir fyrir löngu veslast upp í| Rússlandi og verið þar áhrifa-i laus. Um leið og stjórnmála- flokkar þar liðu undir lok, tók þessi stefna einnig sýkina. — Stefna Stalin hefir verið sú, að vinna að viðreisn sinnar eigin þjóðar inn á við, í Rússlandi sjálfu, en ekki sú, að þrengja kommúnisma upp á nokkra þjóð, eins og foringjar Rúss- lands héldu nauðsynlegt í fyrstu. Það er því ekki bréf Roose- velts til StaMns sem liggur að baki afnámi kommúnista flokksins, eins og Hitler held- ur fram, heldur á málið langan aðdraganda. Stalin hafði fyrir iöngu séð, að vegna þessa út- breiðslu-áróðurs voru viðskifti og samvinna við aðrar þjóðir erfiðari. Og endalok þess máls máttu heita að kæmu með burtrekstri Trotzky úr Rúss- landi; málið er ekki yngra en þetta, þó aðrar þjóðir hafi ekki fiyr en nú .leftir yfÉrlýsingu Stalins, áttað sig á þvi. Kommúnistafélagið var stofnað 1919 af Lenin. Það kom á fót skrifstofubákni i Moskva, er hafði sjö alþjóða þing á timanum sem það ól aldur sinn og sóttu þau full- trúar kommúnistafélaga úr öll- um heim. Áhrif hinna er- lendu félaga voru auðvitað nokkur heima fyrir og þau voru eiginlega slæm auglýsing fyrir Rússland, ekki sízt vegna þess, að þar var stefnu félags- ins svo litið sint. 1 fyrstu vakti fyrir að koma á heimsbyltingu með þvi. Um það er ekki að villast. Að því vann og Trotzky. Sú starfsemi vakti snemma sundurlyndi milli Breta og Rússa. En þegar Trotzky beið ósigur fyrir Stalin, beið þessi erienda áróðursstefna einnig ósigur. Árið 1935 mótmæltu Banda- ríikin þessum áróðurs samtök- VINNUR VERÐLAUN 1 frétt frá Toronto er þess getið, að Mrs. Gordon Josie í Ottawa (áður Svánhvít Jó- hannesson í Winnipeg) hafi unnið verðlaun, sem veitt eru fyrir góða frammistöðu við nám i þjóðfélags-störfum við eina deild Toronto háskólans. Þessi verðlaun hafa nefndri ís- lenzkri konu, verið veitt fyrir góða hæfileika sýnda í starfi hennar í opinberum velferðar- málum. Verðlaunin eru kend við Toronto Star, er efnt mun hafa til þeirra, en hvað há þau eru getur ekki um í fréttinni. Mrs. Gordon Josie, er dóttir Dr. og Mrs. Sig. Júl. Jóhannes- son í iWnnipeg. Hún nam lög- fræði á Manitoba-.háskóla, en tók sér velferðarmálastörf fyr- ir hendur að námi loknu fyrst í þessu fylki og síðar í Ottawa. um þriðja alþjóðafélagsins, eins og byltingafélag kommún- ista var kailað. En jafnvel þó félagið værið þá til, gat það ekki heitið starfandi í Rúss- landi. Það hefir ekki haft nema tvö alþjóðaþing fná þvi árið 1924. Annað þeirra var 1928 og samþykti þá burtrekst- ur Trotzkys og félaga hans. Hitt var haldið 1935, er Rúss- land gekk í þjóðabandalagið, til að taka höndum saman við lýðræðisríkin til þess að verj- ast nazista-stefnunni, sem eng- ir sáu gleggra en Rússar hvílík hætta stóð af. En meðfram vegna kommúnistafélagsins, kom upp sundrung milli félaga þjóðabandalagsins og Rússa, sem lauk með því, að Rússar voru reknir úr Þjóðabandalag- inu. Það var þjóðræknisstefna Rússa, sem bug vann á þessum erlenda áróðri. Þjóðin í heild sinni hafði snúið huga sánum að framfarastarfinu, sem Stal- in og stjórn hans bentu á, að á mestu riði. Félagar Þjóða- bandalagsins skildu ekki sfcefnu Stalins í þessu efni, sem ekki var að undra, þar sem hann var um skeið ritari kommúnista fé- iagsins. En að hann hafi átt mestan þátt í stefnubreytingu þeirri, sem komst á í Rúss- landi, er þó eindregið haldið fram, af þeim, sem því máli eru kunnugastir. Að öðru leyti fór þessi stefna í aðra átt en þá, er byiltinga-foringinn, Len- in, hafði, ásamt Trotzky og því engin furða heldur á, að aðrar þjóðir gleyptu ek.ki við henni; það var svo ótrúlegt, að sfcefna Stalins væri önnur en þeirra. En sú er nú raunim á orðin, að hún er það og hefir lengi verið. Og hún lýsir þvi stjórn- málaviti, sem óvíða er að finna, eins og 20 ára framfarir Rúss- lands bera með sér, sem óvið- jafnanlegar eru við nokkuð, sem sagan áður getur um. “Þetta mun gleðja yður” Falconbridge Nickel Mines Limited, heitir félag, sem hélt ársfund sinn í Toronto 21. ápril. Forstjóri félagsins, Mr. J. Gordon Hardy, færði hlut- höfunum góðar fréttir. Hann sagði þær með þessum orðum: “Frétt ein, sem mér hefir ó- beint borist, mun eigi síður gleðja yður en mig. Hún er sú að fédag vort í Noregi heldur áfram starfi, undir stjórn Þjóð- verja, en starfsliðið eru Norð- menn. Sömu námurnar og við áður starfræktum eru nú unn- ar.” Blaðið Ottawa Citizen, sem frétt þessa flytur, hefir hana eftir skýrslu forstjóra félags- in,s, er maður í hernum sendi föður sínum. Auðvitað gleður fréttin hvorki soninn né föður- inn. Þeir vifca sem er, að fram- leiðsla nikkel félagsins í Noregi fer öll til Þýzkalands og þar kenna canadiskir hermenn á hennii, sem aðrir liðar banda- jnanna, ef þeir skildu hætta á innrás í Evrópu. Forstjórinn benti á að fé því, er félagið iagði í eignina — um $1,009,068 — myndi borgið. — Þessi þrifstofnun seldi Þýzka- landi framleiðslu sína fyrir stríðið. Um rekstur nikkel félagsins í Canada, fór forstjórinn þeim orðum, “að meira bæri á óróa hjá verkamönnum en áður, og væri það óefað æsingum að kenna.” Falconbridge félagið er eitt þeirra, sem stjórn Can- ada veitir ásjá með ríflegum rekstursskilmáilum, svo það geti fært út stakkinn undir stjórn Hardys. Mannatap í Afríku Síðan Bandarikjamenn lentu í Norður-Afriku hefir manna- tap þeirra verið 18,558; þar af voru 2,184 drepnir, 9,437 særðir og 6,937 tapaðir, (þar með eru stríðsfangar taldir). 1 Tunisia einni er áiætlað að af Öxulþjóðunum hafi 30,000 ver- ið drepnir, 26,400 særðir og 226,000 fceknir til fanga, og verður þá tap þeirra þar í alt 322,400. Alt mannatap sam- bandsþjóðanna í Tunisia nam ekki fullum 70,000. Námuverkfall S. 1. fimtudag gerðu 1,500 kolanámumenn verkfall í Glace Bay, N. S. Unnu þessir menn í tveim námum Dominion. kola- félagsins og var ástæðan krafa um hærra kaup sem ekki fékst. Hæfinn landi Sú frétt kemur frá Los Ang- eles í Californíu, að Ronald Ofctenson hafi unnið alla í þeirri iþrófct að skjóta í mark. Af 200 skotum er hann skaut hitti hann markið 198 sinnum. Ronald er tæpra átján ára að aldri eh mælir samt rúmlega sex fet á hæð. Hann er fædd- ur i nóvember og gengur hann þá í herþjónustu Bandaríkj- anna. Ronald er sonur Mr. og Mrs. Guðmundar Otternson í Los Angeles, en afi hans og amma eru hin alþektu hjón, Mr. og Mrs. Nikulás Otterison, er búið hafa hér í Winnipeg með mikilli rausn um fjölda mörg ár og flestir tslendingar fjær og nær þekkja eða kann- ast við. Er skotfimi mjög æfct- geng í þessari ætt. Langar að gifta sig Pétur Júgóslayiu konungur gerði það kunnugt í vikunni sem leið, að hann ætlaði að gifta sig bráðiega. Útt af þessu varð talsverður hvellur í flótta- ráðuneyti hans í London. — Fanst súmum þeirra þetta vera ótimabært og vilja að hann bíði þar þjóð hans verður frjáls. Hin lukkulega er prinsessa Alexandra frá Grikk- landi. FRÁ HERBÚÐUNUM J. S. Skaptason frá Winnipeg hefir nýlega fcekið annað lautinants próf og stóðst það ágætlega. Hann innritaðist í herinn fyrir rúmu ári síðan og er nú yfirmaður í Winnipeg fótgönguliðinu með áður nefndum titli (Second Lieutenant) og i þess þjónustu einhverstaða í Canada. Hann tók prófin á hermannaskólan- um ásamt sjö öðrum foringja- efnum frá Winnipeg fótgöngu- deildinni. Eiríkur Thordarson frá Gimli, Man., innritaðist í herþjónuisfcu 22. maí. Hann er fæddur í Árnesbygðinni í Mani- toba og er móðir hans Mrs. Herdís Thordarson á Gimli. Lárus Thordarson frá Sinclair, Man., innritað- ist í herþjónustu 24. maí. Hann er fæddur og uppalinn að Sin- clair og stundaði landbúnað á jörð foreldra sinna þar til hann innritaðist. Móðir hans er Mrs. J. Thordarson að Sinclair. Eleanor A. Sveinson frá Marquette, Man., var ein af 140 stúlkum er útskrifuðust frá kvenæfingaherskólanum í Vermilion, Alta., 29. maí. Allar þessar stúlkur innrituðust í herþjónusfcu fyrir skömmu síð- an og hafa stundað nám og æfingar við áðurnefndan skóla um fjögra vikna tíma, sem nægir til þess að þær geti ann- ast þau störf sem þeim er ætl- að. Eleanor mun koma til Winnipeg mjög bráðlega og tekst á hendur þau skyldustörf sem henni eru ætluð hér og í nágrenninu. Frederick Karl Kristjanson. 788 Ingersoill St., Winnipeg, er einn af 58 piltum er fóru héðan 28. maí til Chilliwack, B. C., til lærdóms fyrir hærri stöður í hernum. Þessi hópur er sá fyrsffi sem héðan fer til náms á þennan nýja skóla, er rótt nýlega var stofnsetfcur. — Flestir í hópnum eru háskóla- stúdentar, en nokkrir eru æfð- ir menn úr herliðinu eða vara- deildunum, sem meðmæli hafa hlojið til frekara náms og æf- inga. Gestur Eyður Sigurcfson frá Geysir, Man., innritaðist í herþjónustu 21. mai. Hann er fæddur og uppaiinn í Geysir- bygðinni og stundaði fiskiveið- ar og landbúnað áður en hann gekk í herinn. Móðir hans er Mrs. V. Sigurdson að Geysir. FJÆR OG NÆR Oss hefir borist sú góða frétt, að hinir velþektu íslenzku lög- fræðingar, G. S. Thorvaldson, K.C., M.L.A., og Árni Eggert- son, K.C., séu nú meðlimir lög- mannafélagsins Andrews & Andrews, sem er eitt hinna elztu og bezt þektu lögmanna- félaga þessa bæjar. Þetta nýja lögíjriannafélag hefir skrifstofur á annari hæð Bank of Nova Scotia Bldg., Portage Ave. & Garry St. Nafn félagsins er: Andrews, Andrews, Thorvaldson & Eggertson. ★ ★ ★ Islendingadagsnefndin hafði fund s. 1. sunnudag. Endanlega er ekiki hægt að skýra frá starfi hennar, því það er enn í smíð- um. En af fyrirætlunum nefnd- arinnar má ráða, að komandi Islendingadagur á Gimli, verði einn hinn skemtilegasti og ráð- leggjum vér öllum að gæfca þess vandlega, að ráða sig hvergi annar staðar, svo þeir geti verið á Gimli 2. ágúst. ★ ★ ★ Fimfcudaginn 20. maí s. 1. lézt að heimili sínu, Fitjum, Hnausa, Man., Steinunn Sig- urðardóttir Vddal. Hún var jarðsungin af séra Eyjólfi J. Melan þ. 24. maí. Hennar verð- ur nánar getið síðar. ★ ★ ★ Hr. Jón Björnsson, bóndi við Silver Bay, Man., leit inn á skrifstofu Heimskringlu á þriðjudaginn var, á leið vestur til Vancouver, þar sem einn sonur hans nú er i þjónustu Canada-hensins. Mr. Björnsson kvaðst hafa i hyggju að dvelja þar vestra um óákveðinn táma og ef til vlll taka atvinnu þar ef sér byðist hún. Hann sagði tiðindafátt í sinni sveit að öðru en því að veðurfar hefði verið stirt, það sem af er sum- arsins, of miklar rigningar svo bændur hefðu tafist mjög við vorvinnu og sáðning því ekki nærri lokið.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.