Heimskringla - 02.06.1943, Blaðsíða 2

Heimskringla - 02.06.1943, Blaðsíða 2
2. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. JÚNl 1943 HVAR ER ÍSLENZKA GESTRISNIN? Á dögunum las eg grein í Morgunblaðinu eftir herra Jón Sigtryggsson, cand. phil., en hann kaJlar greinina “Frið- helgi heimilanna” og er hún að nokkru leyti svar við sköru- legri og velskrifaðri grein eftir frú Kristínu Thoroddsen í Les- bók Morgunblaðsins 14. marz. Herra Jóni Sigtryggssyni lík- ar illa við frú Thoroddsen, fyrst og fremst fyrir það, að hún segir í grein sinni, að Ameriku menn álíti Islendinga vera Naz- ista og svo fyrir það að hún minnist á ilt orðbragð íslenzkra stúlkna í sambandi vlð “á- standið”. en verst líkar herra Jóni Sigtryggssyni við frú Thoroddsen vegna þess, að hún kemur með þá tillögu i grein sinni, að lslendingar ættu að bjóða ameríska setuliðinu inn á heimili sin. Eg efast ekki um, að frú Thoroddsen getur svarað fyrir sig sjálf, ef henni finst ástæða til, en einhvernveginn finst mér eg verða að leggja hér orð i belg . . . jafnvel gera athuga- semdir við báðar greinarnar. Aldrei hefi eg orðið vör við það sér í vesturhluta Banda- ríkjanna, að Ameríkumenn haldi, að Íslendingar séu Naz- istar. Aftur á móti hefi eg rekist á fjölda fólks, sem skilur það ósköp vel, að það er alt annað en viðkunnanlegt fyrir Islendinga að hafa útlendan her í landlnu. Auðvitað getur það vel verið, að á austur- ströndinni hafi þessi fluga komist inn hjá mönnum, að ís- lendingar séu Nazistar, og það er í sannleika mjög óviðfeldið, en það er ekkert við því að gera, nema sýna Ameríku- mönnum, að svo er ekki, sýna þeim, að við erum þeim sam- huga. Að því er “ástandinu” svo- kal'laða viðvíkur, þekki eg ekki annað til þess, en það sem eg hefi lesið í íslenzkum blöðum og er það alt ósköp leiðinlegt, en þetta eru stríðstímar og allir vita, að í hverju einasta landi eru til stúlkur, sem gera sig að fíflum fyrir hermenn . . . já, víðar er pottur brotinn en á voru landi íslandi. Hvernig haldið þið að ástandið sé hér, Ameráku sjálfri? Tala ógiftn mæðra hefir stigið fram úr ölli hófi siðan Bandaríkin komus í stríðið, en ykkur að segj; virðist fólk taka því ósköp ró lega . . . það segir bara: “svona gengur það altaf á stríðstím- um.” Og að ameriskir her- menn kenni íslenzkum stúlk- um ilt orðbragð — hættið þið nú — íslenzkt kvenfólk hefir altaf blótað á við karlmennina, ef eg man rétt og enginn fárast yfir þvi. Uppástunga frú Thoroddsen um að halda fyrirlestra fyrir Bandaríkjahermennina heima og kynna þeim íslenzkar bók- mentir og sögu, er hreinasta afbragð og prófessor Nordal einmitt rétti maðurinn að koma því í framkvæmd. Eg skal játa, að herra Jón Sigtryggsson fer sér rólega yfirleitt í grgin sinni og eg efast ekki um, að honum geng- ur gott eitt til, en augsýnilega hefir hann litið mjög einhliða á málið. Þetta setulið Banda- ríkjanna á Islandi á að verja okkur Islendinga ef til kemur. Við erum í þessu stríði nauð- ugir viljugir, eins og hinar þjóðirnar og er það þá til of mikils ætlast, að við sýnum hermönnunum einhverja vel-' vild — ekki bara kuldalega kurteisi, sem herra Jóni Sig- tryggssyni finst vera það eina, sem þeir eigi skilið? Mér er ómögulegt að sjá, að máli okk- ar og menningu sé nokkur minsta hætta búin, þótt við sýnum verjendunum okkar gestrisni. Ekki dettur mér í hug að neita því, að heimilið er mikils virði, en þegar herra Jón Sig- tryggsson segir: “íslendingar munu aldrei alment opna heim- ili sín fyrir ameríska setulið- inu”, þá segi eg, of mikið má af öllu gera og eg held ekki, að gullhringirnir falli af íslenzk- um heimilum þótt þau sýndu gestrisni ungum piltum, sem eru langt í burtu frá öllum sín- um, einmana í framandi landi . . . og eitt veit eg eftir 18 ára dvöl í Ameríku, að Bandarikja- ungviðið er ekki hótinu til verra en annara landa æsku- lýður. Er það ekki óviðkunn- anlegt í hæsta máta, að um leið og við sendum íslenzka SUMMER CLASSES THE DEMAND FOR OFFICE HELP FOR MILITARY AND INDUSTRIAL PURPOSES IS SO PRESSING THAT WE HAVE INTRODUCED SPECIAL SUMMER COURSES. You may study individual subjects or groups of subjects from the following: Shorthand, Typewriting, Bookkeep- ing, Comptometer, Correspondence, Spelling, Arithmetic, Penmanship, Dictaphone, Elliott Fisher or Telephone Switchboard. IT IS PLEASANT STTJDYING IN OUR Air-Cooled, Air-Conditioned Classroorns The “SUCGESS” is the only air-conditioned, air-cooled private Commercial College in Winnipeg. Educational Admittance Standard To our day classes we admit only students of Grade XI, Grade XII, and University standing, a policy to which we strictly adhere. For evening classes we have no educational admittance standard. You may enroll at any time in Day or Evening Classes, which will continue throughout the summer without interruption. TELEPHONE 25 843 CALL OR WRITE FOR OUR FREE 40-PAGE PROSPECTUS. S U C C E S S BUSINESS COLLEGE Portage Ave. at Edmonton St. WINNIPEG STÖRIR ÞÝZKIR SKRIÐDREKAR EYÐILAGÐIR I ORUSTUNNI UM BOU ARADA L>ann 18. jan. 1943 gerðu Þjóðverjar áhlaup með skrið- drekum á varnarlínu Breta við Bou Arada. Bretar höfðu ráðgert að hefja ásókn á linu Þjóðverja næsta dag, og komið fyrir stórskota byssum er þeir földu í smáskógi eigi all-langt frá . Þegar þýzku drekarnir komu þurftu þeir að fara um bert svæði er lá í beinu skotfæri fyrir þessum byssum, sem Þjóðverjar vissu auðvitað ekkert um. Og út- koman varð sú, að þeir möluðu í sundur seytján af þeim. 1 þessum svifum bar þar að þýzk loftherskip er spúði eldi og sprengjum, en sem eigi hepnaðist betur en svo, að að- eins einn skriðdreki Breta skemdist lítillega. Loftfarið var skotið niður. legt til þess að vita að Austur- íslendingar skuli ekki hafa tek- ið meiri framförum í kurteisi, ef orð Audens eru tekin trúan- leg. Annars leyfi eg mér að efast um rétthermi höfundar- ins. Eg hefi kynst allmörgum’ konum og körlum að heiman og að mínu viti er þetta allra siðsamasta fólk er skirrist við að hrækja jafnvel á guðsgræna jörðina. Það er aldrei hægt að vita hvað skáldin kunna að sjá og heyra. Að þeim steðja ótal andar bæði illir og góðir og hvísla að þeim göldrum er gera þá ýmist ærða eða innblásna. Auden sá margt, heyrði margt og lærði margt furðu- legt á Fróni, í þessa þrjá mán- uði, sem hann dvaldi þarna norður í miðnætur-sólskininu. Hann komst jafnvel nokkuð niður í “ástkæra ylhýra mál- inu” og prentar þama vöggu- vísu á sínu máli — á sinni is- lenzku. Sofúr thu svind thitt Cvartur i áugum Far í fulan pytt Fullan af dráugum.” snild lika úrelt list, en von- andi munu þó margir Englend- ingar vera svo gamaldags að taka Lord Byron fram yfir kveðskap Audens. Bókin er skrifuð á sex tungu- málum: ensku, íslenzku, þýzku. frönsku, latínu og grísku. Þið hafið nú séð sýnishorn af ís- lenzkunni en ekki virðist þýzk- an betri. Þessi stef eru þar að finna. Der Tod reit oft als General Beim Trommel und Kanon- schell. Er gibt Parol, du musst ihm naoh Ins Bivouac bis zum letzen Tag. AIs klapperdurren Musikant Zieht er du.rch Deurschland und welsohe Land Und wenn er geigt, tanzt alles gesohwind Der mann, das Weib, der Bursch, der Kind. Af minni þýzku þarf eg sizt að státa en eg hefi samt komist að því að kvenfólkið er kven- kyns. pilta og stúlkur í hópum til menta í Bandaríkjunum og þeim er tekið hér tveim hönd- um, þá tölum við eins og það myndi ríða íslenzkum heimil- um að fullu ef ameriskum mönnum væri hleypt þar inn? Hvernig hafa konurnar heima, sem sjálfar hafa sent börnin sín til Bandaríkjanna og óska þess, að þeim sé þar vel tekið, samvizku til að mæta þessum einmana drengjum með kulda og andúð? Hvenær fóru Is- lendingar, sem altaf voru ann- álaðir fyrir gestrisni sina, að apa Englendinginn, slá sér á brjóst og segja: “heimilið er kastali minn”? Og mér dettur í hug enska konan, sem var að skilja við manninn sinn á árun-! um og var að kvarta undan því við mig, hvað illa hann hefði ■launað henni allar velgerðir hennar: “eg sem tók hann inn- á heimili bræðra minna og systra . . . og eins og þú veist, heimili Englendingsins o. s. frv., o. s. frv.” . . . Stundum getur manni orðið flökurt. Herra Jón Sigtryggsson hefir | rétt fyirr sér í því, að misjafn sauður er í mörgu fé, en ef við bjóðum fólki heim og það hegð- ar sér illa, þá bjóðum við þvi bara aldrei aftur . . . það er hægt um vik. Hefir heimilið beðið nokkurn skaða af, að þetta fól'k var þar eina kvöld- stund? Eg get ekki séð það. Hvað geta þeir gert af sér ilt nokkrir piltar, sem boðnir eru upp á kaffisopa á íslenzku j heimili? Haldið þið kanske, að þeir hafi brennivínspela upp á vasann og staupi sig í laumi, brjóti svo alt og bramli á heim- ilinu? Eg skal segja ykkur hvað þeir gera . . . þeir eru lukkulegir yfir að fá tækifæri til að koma inn á huggulegt heimili úr köldum hermanna- búðunúm, hitta vingajrnlegt fólk, sem þeir geta sagt frá henni mömmu sinni og honum pabba sínum og heimilinu sínu í Ohio eða Kentucky eða ann- arsstaðar í þessu víðáttumikla landi . . . þeir hlusta kurteis- lega á það sem húsráðandi eða húsfreyja hafa að segja og spyrjast fyrir um alt mögulegt og þegar þúið er að drekka kaffið, þá skal eg segja ykkur hvað iþeir gera — þessir “hættulegu” menn — eg skal veðja við ykkur, að þeir bjóð- ast til að vaska upp! Santa Barbara, Calif., 17. maí, 1943. Rannveig Schmidt KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— útbreiddasta og fjölbreyttasta íslenzka vikublaðið EINN LÍTILL PISTILL UM ÆTTLANDIÐ Það varð mikill hvellur út á Islandi. Piltarnir ryksuðu rembilátir um strætin, en ung- frúrnar flyktust í búðirnar til að kaupa sér andlitsduft og varafarða. Einhver dóni hafði fulllyrt að sveinarnir bæru af íslenzku meyjunum að líkams- fegurð. En bíðum við, þetta var nú enginn dóni þegar til kom, heldur stórskáld frá Bretlandi, sem yrkir eins og fjandinn og miður þó, þvi ekki myndi Satan láta sér þvílíkan leirburð sæma. Auden “skáld” kemur til Dýrafjarðar og þarna mitt í fegurð hins fríða héraðs kemur andinn yfir hann og honum vellur þetta af vörum. (Eg ætla mér ekki þá dul að þýða óðin því þá myndi hann tapa einhverju af óbragðinu). “The substacial fact are as I have stated above No bandits, no comic passport officials, No hairbreadth escape, the only test of endurance A sixteen mile scramble in gun- boats to look at dead , wihales. No monuments and only a little literary history Gisli Soursup was killed on the other side of the Moun- tains. No view? A dozen of course, but á sympathiae' with the sailors, Instead of a girl or two in a taxi We were compelled to look at the Black Sea and the Black Sea Isn’t all it’s cracked up to be. Svona yrkja þeir nú, sem landið erfðu eftir þá Byron, Shelley og Shakespeare eins og “skáidið” segir, nútíðar ljóða- gerðin i Bretlandi er ekki “all that it’s cracked up to be”. Það er hörmulegt að þurfa að segja það, en þrátt fyrir ágæta við- leitni, getum við aldrei komist iengra í leirgerðinni. Þessi blessaður Auden hefir skrifað bók, “Letters from Ice- Iand”. Hann hefir margt út á okkur að setja: Við hrækjum á alt og alstaðar og fremjum marga ó- svinnu er ekki tiðkast í sið- aðra manna samfélagi. Eg held eg megi nú samt fullyrða að barns-vöggunni, rjómaskálinni og jafnvel gólfinu sé nokkum- veginn óhætt fyrir hrákum Vestur-lslendinga og er grát- Þetta mun eiga að vera: Sofðu nú svínið þitt Svartur í augum Farðu í fúlan pytt Fullan af draugum. Auðvitað er þetta tröllasöng- ur úr þjóðsögum tekinn. Ekki myndi Jón heitinn Friðfinnsson semja yndisfagurt lag við I svona vöggusöng. Annars ber nú Auden okkur það á brýn að | við eigum hvorki “music” né myndlist — ót við aumir!!! í Reykjavík sá “skáldið” ekkert merkilegt nema mynda- safn Einars. — Að undan- \ skildri einni stúlku eða tveim- ur í leigubíl. En þar kom nú varla sjónin til því þær voru illa búnar og ekkert sérlega vel af guði gerðar, að hans dómi. Það væri synd að segja að Einars einstæða list hefði eng- in áhrif haft á hið unga “skáld” þó ekki kanske aLveg á sama hátt og á listdómarann er lauk lofsyrði á hana í “Revue de Paris” hérna um árið. Það lá i við að Bretinn fengi aðsvif því j hann hafði aldrei á sinni lífs- fæddri æfi neitt Ijótara séð. Hann áfellist Einar einkum fyr- ir þrent — og rökin eru satt að segja nokkuð kindug — það er nú fyrst að listaverkin eru I úr gipsi gerð — ó hvílíkur lista- sniekkur. Bfniviðurinn verður aðal atriðið einkum af því að gipsið er grómtækara en marmarinn. Nú jæja, það er þá fjárans flugunum að kenna að myndastytturnar eru ekki fallegri. Annað er það stærð- in. Stytturnar eru altof stórar. Heyrðu Auden sæll, hvað mega listaverk vera stór til þess að ; kallast listaverk? 1 þriðja lagi eru myndir Einars táknrænar. En er ekki Mona Lisa með sínu fvíræða brosi táknræn? Eru ! ekki myndir Michelangelos í Sistine kapellunni, táknrænar. I Svo klykkir dómarinn út með þá afkáralegu ályktun að Einars skáldskapur í myndum sá úrelt liist. Eftir Audens ' skáldskap er Byrons fima óð- En ekki efast eg um þann sannleika að dauðinn er grimmur hershöfðingi og þar sem hann ríður eyðist alt bæði borgir og börn. Jú, því er ekki að neita, það er að minsta kosti ein falleg setning í bókinni og “fyrir- finst” í franska leskaflanum tekin úr skrifum Marmiers. — Hún hljóðar þannig .... “Pour moi dusse-je faire vivre ceux" que n’ait jamais campati aux souffrances de animaux j-avou- erai que, dans mes excursions en Islande. J’ai souvent presse entre mes mains, avec attend- rissment, le tete de mon chev- al.” En það er Marmier en ekki Auden sem faðmar hest- inn og finnur svona sárt til með honum. Sjálfur gat herra Auden ekki setið daglangt á hestbaki án þess að fá uppsölu — eða var það nú kanske Mac- Niece félagi hans sem yarð fyrir þessum ósköpum. Furða var þótt þvílíkum Bretum yrði flökult af hákarli og meltingu þeirra væri ofboð- ið með morknum, hornstranda, skyrhákarli. Auden segir hann eins á bragðið og skósvertu. Þeir munu éta hana talsvert á Englandi og kannast við keim- inn. Mennirnir eru misvitrir; inn- an um mikið vit finnur maður tíðum heljar heimsku og það hefir vist fáum tekist að rita heila bók, sem er eintómur þvættingur. Auden bregst það hraparlega og innan um allan vaðalinn bólar á skynsemi við og við. Hann segir t. d. að Is- lendingum hefði verið hollara að hlynna að litlu, viðvanings leikflokkunum út um sveitir og i sjóþorpunum en að byggja þessa heljar höll í Reykjavík, sem stendur tóm af því landinn hefir ekki efni til að starfrækja hið stóra leikhús. Hann viðurkenmr að alþýða Islands uni við sæmilegri kjör en verkalýður auðvalds þjóða, en ályktar samt að náttúru- auðlegð lands og sjávar skapi þeim skilyrði til ennþá betri afkomu og ekki kvaðst hann kæra sig um að búa við æfi- The World’s News Seen Through The Christian Science Monitor An International Daily Newsþaper PmUúked by THE CHRISTIAN SCIENCE PUBLISHING SOCIETV One, Norway Street, Boston, Massachusctts is Truthful—Constructivc—Unbiased—Free frotn Sensational- ism — Editorials Are Timely and Instructive and Its Daily Features, Together with the Weekly Magazine Section, Make the Monitor an Ideal Newspaper for the Home. Price $ 12.00 Yearly, or $1.00 a Month. Saturday Issue, including Magazine Section, $2.60 a Year. Introductory Offer, 6 Issues 25 Cents. Obtainable at: Christian Science Reading Room 206 National Trust Building Winnipeg, Manitoba y

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.