Heimskringla - 02.06.1943, Blaðsíða 7

Heimskringla - 02.06.1943, Blaðsíða 7
I WINNIPEG, 2. JÚNI 1943 HEIMSKRINGLA 7. SIDA DRAUMURINN Smásaga í>að vildi svo til í ágúst 1917, að eg var tilneyddur, stöðu minnar vegna, að fara frá New York til Petrograd. Mér var ráðlagt að fara gegnum Vladi- vostok til frekara öryggis. Eg kom þangað að morgni dags, og beið þar eftir lest allan dag- inn. — Lestin gegnurn Síberíu átti að leggja af stað að því mig minnir kl. 9' um kvöldið. Eg borðaði einn á gistihúsi. Það var troðfult, svo að eg lenti við borð hjá manni, sem vakti mjög athygli mína. Hann var rússneskur, hávaxinn, en ákaflega digur, og hafði svo griðarmikla ístru, að hann varð að sitja í álitlegri fjarlægð frá borðinu. Hendur hans, sem voru litlar, miðað við likams- stærð, voru hnöttóttar af spiki. Hárið, sem var sítt, svart og þunt, var greitt beint aftur til þess að hylja skalla hans. And- lit hans var gríðarstórt og öskugrátt og auk þess hafði hann stórkostlega undirhöku. Nefið var lítið, líktist einna mest litlum hnappi á gríðar- stóru andlitinu, og augun voru einnig lítiil. En munnur hans var aftur á móti stór, og var- irnar þykkar, rauðar og nautnalegar. Hann var klædd- ur í svört samikvæmisföt, en þau fóru iLla á honum. Það leit helst út fyrir, að þau hefðu hvorki verið hreinsuð né burst- uð frá því hann fyrst fór í þau. Afgreiðslan gekk seint, og það var næstum ógerningur að draga að sér athygli veitinga- mannsins. Við hófum brátt samræður. — Rússinn talaði prýðilegustu ensku, dálítið út- lendingsilega að vísu, en ekki til lýta. Hann spurði mig fjölmargra spurninga um sjálfan mig og ferðaáætlun mína, sem eg auð- vitað — stöðu minnar vegna — gat gefið mjög litlar upp- lýsingar um. Eg sagði honum, að eg væri blaðamaður. Hann spurði mig, hvort eg skrifaði skáldsögúr, og eg viðurkendi, að eg gerði það í tómstundum mínum. Hann hóf þá þegar að tala um rússnesku skáldin. Það var auðheyrt, að hann var bæði gáfaður og vel mentaður mað- ur. Seint og'síðar meir gátum við náð í þjóninn og fengið hjá honum tvo diska af kálsúpu. Kunningi minn dró þá upp úr vasa sínum lítinn vasapela full- an af “vodka” brennivini, sem hann bauð mér með sér. Eg veit ékki hvort*það var brenni- vinið, sem losaði um málbein- ið á honum, eða það var aðeins venjuleg mælgi, sem olli því, að hanm sagði mér heilmikið um sjálfan sig óbeðið. Það kom í ljós, að hann var af að- alsættum, en lögfræðingur að mentun. Hann var róttækur í skoðunum og einhverjar brös- ur, sem hann hafði átt i við yfirvöldin, ollu því, að hann var mikið að heiman, sagði hann, og ef eg ætti einhvern- tima leið gegnum Moskva væri eg hjartanlega velkominn heim til hans. “Ertu kvæntur?” spurði hann mig. Eg skildi ekki, hvað það mál varðaði hann, en eg sagði hon- um, að svo væri. Hann varp öndinni mæðulega. “Eg er ekkjumaður,” sagði hanm. “Konan mín var sviss- nesk, fná Genf. Hún var mjög vel mentuð kona. Hún talaði lýtalaust ensku, þýzku og ítöLisku. Franska var auðvitað móðurmál hennar. Hún talaði rússnesku miklu betur en allir aðrir útlendingar.” Hann kallaði á þjóninn, sem gekk framhjá með bakka hlað- inn diskum, og spurði hann, að því mér skildist, því að eg var þá að mestu leyti ókunnugur rússnesku, hvenær röðin kæmi að okkur á ný. Þjónninn svar- aði einhverju, setm eg ekki skildi, en eg sá þó, að Rússinn gerði sig ánægðan með svar hans. Síðan hélt hann leiðar sinnar í skyndi, og vinur minn andvarpaði. “Síðan í stjórnarbyltingunni er afgreiðsla á veitingahúsum okkar til háborinnar skamm- ar.” Hann kveikti sér í tuttug- asta vindlingnum og eg velti því fyrir mér, um leið og eg leit á úrið mitt, hvort eg myndi fá nokkuð annað en þessa ve- sælu káisúpu, áður en lestin færi frá Vladivostok. “Konan mín var ákaflega merkileg kona,” hélt hann á- fram. Hún kendi tungumál við einn bezta skólann í Fetrograd. í mörg ár lifðum við í sátt og eindrægni. Hún var engu að síður mjög afbrýðissöm að eðl- isfari, og til allrar óhamingju elskaði hún mig svo heitt, að það gekk brjálæði næst.” Eg átti bágt með að verjast brosi. Hann var tvímælalaust einn ljótasti maðurinn, sem eg hafði séð. Feitlagnir menn geta oft verið aðlaðandi, en þessi nólgaðist það að vera ógeðs- legur. “Eg ætla ek-ki að halda þvi fram-í að eg hafi verið henni trúr. Hún var ekki ung þegar við giftumst, og við höfðum verið gift í tíu ár. Hún var lágvaxin .og horuð, 'og hafði grófa húð. Hún var mesti orð- hákur, og skapvonska var henni í blóð borin. Hún gat ekki þoilað, að eg skifti mér af nokkrum öðrum en henni. Hún var afbrýðissöm, ekki einungis út í kvenfólkið, sem eg þekti, heldur einnig út í vini mína, köttinn minn og bækurnar. Til dæmis gaf hún einu sinni í fjar- veru minni frakka af mér, ein- ungis vegna þess, að mér geðj- aðist betur að honum en hin- um frökkunum minum. En eg er að eðlisfari rólyndur maður. Eg skal viðurkenna, að eg var þreyttur á henni, en eg um- gekst hana möglunarlaust. Því fór fjarri að mér dytti í hug að liosa mig við hana. Eg þoldi hana, eins og menn neyðast til að þola slæmt veður og höfuð- verk. Eg þrætti fyrir það, sem hún ásakaði mig um, meðan eg gat, síðan ypti eg öxlum og kveikti mér í vindling. Þessar stöðugu ákærur og skammir frá hennar hálfu höfðu nauðalítil áhrif á mig. Eg sigldi minn eigin sjó. — Stundum braut eg heilann um, hvort hún elskaði mig svona ofsalega, eða hvort hún bein- línis hataði mig. Eg komst oftast að þeirri niðurstöðu að hún gerði hvortveggja. Svona hefðum við getað haldið áfram endalaust, ef ekki óvænt atvik hefði komið fyrir. Eg vaknaði nótt eina við, að konan mín rak upp skerandi angistafvein. Undrandi spurði eg hana, hvað væri að. Hún sagði mér, að hún hefði haft hræðiJega martröð, hana hefði dreymt, að eg sýndi henni banatilræði. Við bjuggum á efstu hæð í háu húsi, og stiginn upp til J okkar lá í breiðum hringjum. Hana hafði dreymt, að eg, um leið og við komum upp á okkar hæð, þrifi hana heljartaki og gerði tilraun til þess að kasta henni yfir handriðið. Það voru sex hæðir niður, og steingólf undir, svo að það hefði orðið henni að bráðum bana. Hún var í ákaflega æstu skapi. Eg reyndi eftir beztu getu að sefa hana. En næstu tvo til þrjá dagana mintist hún öðru hvoru á drauminn, og þrátt fyrir það, að eg gerði gys að honum, sá eg, að hann leið henni ekki úr minni. Hún hélt, að eg hataði hana og vildi losna við hana. Hún vissi auð- vitað, að framkoma hennar var BREZKAR STÚLKUR VAKTA SKÝIN YFIR LUNDÚNABORG Brezkar stúlkur, sem tilheyra enska lofthernum, haldá vörð yfir London nótt og dag, svo óvina loftárásir komi borgarbúum aldrei að óvörum. Myndin hér að ofan sýnir í hvaða stellingum stúlkur þessar standa meðan vakt þeirra varir. - NAFNSPJÖLD - Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 12—1 4 P.M.—6 P.M. AND BY APPOINTMENT Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY ST. Beint suður af Banning Talsimi 30 S77 Viðtalstími kl. 3—5 e.h. Thorvaldson & Eggertson LögfrceSingar 300 NANTON BLDG. Talsími 97 024 A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um útfar- ir. Allur útbúnaður sá besti. Bnnfremur selur hann allskonar minnisvarBa og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone 86 607 WINNIPEG J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Slml: 26 821 308 AVENUE BLDG.—Winnipeg DR. A. V. JOHNSON DENTIST Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave., Phone 27 989 Presh Cut Flowers Daily. Plants ln Season We apeclalize in Wedding & Concert Bouquets & Puneral Designs Icelandic spoken Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC Cor. St. Mary’s & Vaughan Phone 22 866 mér alveg óbærileg, og ein- hvern veginn hafði hún fengið það á heilann, að eg gæti auð- veJdlega myrt hana. Mér var ómögulegt að lýsa hinni illgirnislegu slægð i augnaráði hans. Litlu, dökku augun skutu gneistum. 506 Somerset Bldg. Office 88 124 Res. 202 398 Res. 114 Greníell Blvd. Phone 62 200 Hugsanir mannanna eru óút- reiknanlegar, og stundum á- sækja þá hugsanir, sem þeir skammast sín fyrir að viður- kenna. Stundum óskaðd eg þess heitt og innilega, að hún fyndi sér elskhuga og færi brott með honum, og stundum óskaði eg þess, að kvalalaus og sikjótur dauði iosaði mig við hana, en aldrei hafði sú hugs- un gert vart við sig hjá mér, að eg gæti af ýfirlögðu ráði losað mig við þessa óþolandi byrði miína. t Draumur þessi hafði stór- vægileg áhrif bæði á konu mína og mig. Hann gerði kon- una mína hrædda, og hún varð um skeið minna bitur í skapi og umburðarlyndari. En þeg- ar eg gekk upp stigann upp í íibúð okkar, þá gat eg ekki gert að því að lúta yfir handriðið og líta niður, og hugsa um það, hve auðvelt væri að gera það, sem hana hafði dreymt um. Handriðið var hættulega lágt. Það þurfti ekki mikið útaf að bera. Mér gekk illa að losna við hugsunina um þetta. — Nokkrum mánuðum seinna vakti konan mín mig eina nótt. Mér gramdist það, því eg va«r mjög þiöyttur. Hún var föl og skjáLfandi. Hana hafði dreymt sama drauminn aftur. Hún fór að gróta og spurði mig, hvort eg hataði hana. Eg sór við alia rússneska dýriinga, að eg elsk- aði hana. Að lokurn fór hún að sofa aftur. Það var meira en eg gat gert. Eg lá andvaka. Mér sýndist eg sjá hana detta niður á milli stiganna, eg heyrði óp hennar og dynkinn sem varð, þegar hún kom niður á steingólfið. Eg gat ekki að því gert, að mig hrylti við.” Rússinn þagnaði og stórir svitadropar voru á enni hans. ! Hann hafði sagt söguna vel og skipulega, svo eg hafði hlust- að með eftirtekt. Það var enn lögg af vodka eftir í flöskunni, hann helti því í glas sitt og “Eg var hjá vini mánum þetta kvöid. Eg kom ekki heim, fyr en klukkustundu síðar.” Um leið og hann sagði þetta, kom þjónninn með kjötrétt þann, sem við höfðum beðið um, og Rússinn réðst á hann með góðri matarlyst. Hann m-okaði í sig ma-tnum í stórum flyksum. Mér brá mjög. Hafði hann raunverulega verið að gefa mér í skyn á þenna lítt dulda hátt, að hann hefði myrt konu sína? Ekki leit þessi feiti, óþrifalegi maður út eins og morðingi. Eg gat ekki ímyndað mér, að hann hefði haft kjark til slíks. Eða var hann að gera grótt gaman á minn kostnað? Eftir nokkrar mínútur þurfti eg að fara, til þess að ná í lestina, sem eg ætlaði með. Eg yfirgaf hann og hefi aldrei séð hann síðan. En eg hefi aldrei getað gert það upp við sjálfan mig, hvort hann hafi verið að gera að gamni sinu, eða hvort honum var alvara.—Lesb. Mbl. Látil stúlka kom hlaupandi inn til mömmu sinnar og sagði með öndina í hálsinum: — “Mamma, mamma, læðan okk- ar er búin að eignast nokkra ketlinga, og eg sem hafði ekki hugmynd um, að hún væri einu sinni trúlofuð.” Góðar bœkur Smoky Bay, Stgr. Arason kennari ...............$2.25 A Primer of Modern Ice- landic, Snæbj. Jónsson.. 2.50 Icelandic Lyrics —......— 3.50 Vestmenn, Þ. Þ. Þor- steinsson ............. 2.50 Icelandic Canadian, 4 hefti á ári............ 1.00 Æfintýrið frá Islandi til Brasiliu, Þ. Þ. Þ...... 3.75 Undir ráðstjórn .—.......- 3.00 Björnssons Book Store 702 Sargent Ave. FINKLEMAN OPTOMETRISTS & OPTICIANS Sjónin prófuð—Eyes Tested Gleraugu Mátuð-Glasses Fitted 200-1-2-3 Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Cor. Smith St. Phone Res. 403 587 Office 22 442 44 349 THE WATCH SHOP THORLAKSON <fr BALDWIN Dlamand aind Wedding Rlngs Agent for Bulova Watchea Uarriage Hcenses Issued 699 SARGENT AVE INNKOLLUNARMENN HEIMSKRIN6LU ICANADA Antler, Sask.........................K. J. Abrahamson Árnes, Man........................Sumarliði J. Kárdal Árborg, Man............................G. O. Einarsson Baldur, Man..........................Sigtr. Sigvaldason Beckviíle, Man....................................Björn Þórðarson Belmont, Man—..............................G. J. Oleson Brown, Man..........................Thorst. J. Gíslason Cypress River, Man.....................Guðm. Sveinsson Dafoe, Sask.............................S. S. Anderson Ebor, Man...........................K. J. Abrahamson Elfros, Sask..................„Mrs. J. H. Goodmundson Eriksdale, Man..........................Ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask.................... Rósm. Árnason Foam Lake, Sask....................................... Girnli, Man....................... .....K. Kjernested Geysir, Man.......................... Tím. Böðvarsson Glenboro, Marí.............................G. J. Oleson Hayland, Man.........................Sig. B. Helgason Hecla, Man,............................Jóhann K. Johnson Hnausa, Man.............................Gestur S. Vídal , Innlsfail, Alta................................Ófeigur Sigurðsson Kandahar, Sask..........................„S. S. Anderson Keewatin, Ont.................. .....Bjarni Sveinsson Langruth, Man..........................Böðvar Jónsson Leslie, Sask.........................Th. Guðmundsson Lundar, Man.................................D. J. Líndal Markerville, Alta................ Ófeigur Sigurðsson Mozart, Sask............................S. S. Anderson Narrows, Man............................ S. Sigfússon Oak Point, Man........................Mrs. L. S. Taylor Oakview, Man .............................S. Sigfússon Otto, Man................................Björn Hördal Piney, Man..............................S. S. Anderson Red Deer, Alta.................... -Ófeigur Sigurðsson Riverton, Man...............................Thorsteinn Bergmann Reykjavík, Man....................... .Ingim. Ólafsson Selkirk, Man....:.......................S. E. Davidson Silver Bay, Man.........................Hallur Hallson Sinolair, Man........................K. J. Abrahamson Steep Rock, Man..........................Fred Snædal Stony Hill, Man...........................Björn Hördal Tantallon, Sask........................Árni S. Árnason Thornhill, Man......................Thorst. J. Gíslason Víðir, Man..............................Aug. Einarsson Vancouver, B. C......................Mrs. Anna Harvey Wapah, Man..............................Ingim. Ólafsson Winnipegosis, Man.............................S. Oliver Wynyard, Sask..........................S. S. Anderson í BANDARÍKJUNUM \ steypti því í sig. “Og hvernig bar svo andlát konunnar yðar að,” spurði eg eftir nokkra þögn. Hann tók upp óhreinan vasa- klút og þurkaði sér um ennið. “Af hinni dæmalausustu til- viljun fanst hún síðla kvölds hálsbrotin fyrir neðan stig- ana.” “Hver fann hana?” “Það var einn leigjandinn, sem kom inn skömmu éftir slysið.” “Og hvar voruð þér?” Bantry, N. Dak...... Bellingham, Wa9h.... Blaihe, Wash........ Grafton, N. Dak..... Ivanhoe, Minn...:... Milton, N. Dak—..... Minneota, Minn...... Mountain, N. Dak.... National City, Calif— Point Roberts, Wash. Seattle, Wash....... Upham, N. Dak....... .............-......E. J. Breiðfjörð .............Mrs. John W. Johnson ...............Magnús Thordarson ............... Mrs. E. Eastman ...............Miss C. V. Dalmann ......................S. Goodman ...............Miss C. V. Dalmann ..................Th. Thorfinnsson ......John S. Laxdal, 736 E. 24th St. .....................Ásta Norman ... J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. ....................E. J. Breiðfjörð The Viking Press Ltd. Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.