Heimskringla - 02.06.1943, Blaðsíða 5

Heimskringla - 02.06.1943, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 2. JÚNÍ 1943 HEIMSKBINGLA 5. SIÐA hindurvitni, sem skynsemi, og sannlei'kur hefir fyrir löngu dæmt sem villur. Og hvergi ber rneira á þessu en í kenn- ingum hinnar kaiþólsku kirkju, sem gerðist svo æst á móti kenningum Kopernikusar, eins og á móti flest öllum öðrum visindalegum kenningum, og sem hefir ekki enn viðurkent framþróunarkenninguna, sem hefir þó viðurkenningu allra vitrustu vísindamanna heims- ins. Mér fanst það því heldur en ekki kynlegt að frétta það að Pólsk-'kaþólsk kirkja hér í bæ, væri að halda upp á dánaraf- mæli þessa mikla vísinda- manns, Koperhikiusar, í dag, (30. maí) og að heiðra minn- ingu hans, því hann var Pólsk- ur að ætt og fæddur þar, 19. febrúar 1473. Nú er hann nefndur á nafn í þeirri kirkju með lotfi og hrósunarorðum. — En á öldinni næstu á eftir að Kopernikus ■ dó, barðist hin sama kirkja með ákafa og há- reisti á móti kenningum hans. Ekki bar þá á rökfærslu eða vísindalegum sönnunum. En heldur með valdboði einu sam- an hugðist hún geta kœft hina nýjiu kenningu og allar hinar mörgu uppgötvanir, í fæðing- unni. Árið 1616 lýsti trúar- dómsstóllinn í Róm yfir því, að kenningin um hreytfing jarðar og kyrstöðu sólar væri fjarri öllum sanni og að nokkru leyti villukenning. Og sama árið tók hún bók Kopernikusar, “Um farbrautir himintungl- anna” upp á bannskránia. Sextán árum fyr, hafði ka- þólska kirkjan brent mann sem hét Giordono Rruno, eins og sagt er, “við hægan eld að helztu höfðingjum hinnar heilögu kaþólsku kirkju áhorf- andi á Blómatorginu i Róm”, fyrir það, að hann aðhyltist kenningu Kopernikusar, auk þess að halda fram trúfræði- legum kenningum sem voru kaþólskunni gagnstæðar. Sagt er, að hann hafi dáið hatjudauða, og að til hans hafi heyrst hvorki hósti né stuna og hann mælti ekkert æðru orð. Þegar prestur einn ætlaði að 'halda að honum krossmarki, sneri hann höfðinu undan með fyrirlitningu. Kirkjan lét dreifa ösku hans út í veður og vind. En á sama staðnum og hann var brendur, næstum því þrem- ur öldum seinna (1889), var honum reistur dýrlegur minn- isvarði með samskotum úr öll- um heimi. Og ItaJlir tigna hann nú sem einn sinn mesta mann. En það var kirkja þeirra, kaþóls'ka kirkjan, sem tók hann af iífi á þenna hræði- lega hátt. Kopernikus dó áður en nokk- ur kirkjuvöld náðu til hans. Bókin hans kom út um það leyti að hann var að deyja Þ>ess vegna dó hann ekki písl ardauða. En kirkjan lét heim- inn skiija hver afstaða herinar var í málinu. Hún setti bókina á bannskrána, og þann mann, sem helztur allra manna, hélt kenningu Kopernikusar á lofti, Galileó, tók hún til yfirheyrslu, og hann var látinn skilja að hann hefði um tvent að velja, bálförina eins og Bruno, eða þá að látast afturkalla það, sem hann hafði haldið fram. Hann var þá orðinn gamall og hrum- ur, sjötugur að aldri, og hon- um var ögrað með hverskonar pyndingum, og þvi tók hann heldur siðari kostinn. Af þessu sézt hver afstaða kirkjunnar var í þessu máli. En nú, í dag, í minningu.um fjög- ur hundruð ára dánarafmæli þess manns, sem birti heimin- um þessar kenningar um kyr- stöðu sólarinnar og hreyfingu jarðarinnar kringum hana, og sem kirkjuvöldin voru svo æst á móti, er hann heiðraður, ekki aðeins af vísindamönnum heimsins, en af leiðtogum kirkjunnar sjálfrar, samkvæmt fréttagrein i dagblöðunum. — Hjvernig fara þeir að sefa sam- vizku sína, og hvernig fara þeir að réttlæta fyrri afstöðu kirkjunnar í þessu máli? Eng- inn veit nerna hún sjálf. Þetta eru leyndarmál þeirr- ar kirkju sem stofnaði rann- sóknarréttinn, og sem brendi og ofsótti menn vegna skoðana sem hún nú heiðrar þá fyrir. Hvernig sem vér lítuim á þessa hluti, hverjar sem skoð- anir vorar eru, þá dylst það ekki fyrir mönnum, eða ætti ekki að dyljast, að hégiljur eru ekki ævarandi eðlis, og þess vegna deyja, og hverfa með öllu, jafnvel þó að mestu heimsins völd vinni að þvi að halda þeim við, á allan mögu- legan hátt, jafnvel með ofsa, ofbeldi og ofsóknum. En sann- leikurinn lifir, og mun lifa, þrátt fyrir alt og alla, og hvern- ig sem farið er að ti'l að halda honum niðri. Og að lokum hlýtur hann viðurkenningu, jafnvel hjá þeim, sem voru æstastir á móti honum. Þannig mega menn læra af þessari sögu, og gæt'a afistöðu sinnar, að varast sieggjudóma, að forðast ofsa, en að öðlast víðsýni, umburðarlyndi og skilning. Þannig verður mann- kynið að góðum jarðvegi fyrir sannleikann, og þannig öðlast það enn æðri sannleika og full- komnari. Og þannig viður- kenna þ?ir skilning sinn á sög- unni, sem gerðist fyr á tímum, og geta séð fyrir því, að hún endurtakist í annari mynd eða á öðrum sviðum. Þá verður skilningur þeirra, skilningur stjörnufræðingsins sem sagði: “Hver, sem hefir SKÝJA-BORGIR (Til vinar míns) Þú bygðir þær eina eftir aðra —iþær urðu þér flestar til gleði— Þú settir þitt sjálfstæði og heiður —og svo nokkur ljóðmæli—að veði. Og bjart var um borgirnar þínar því Bragi var tjðum þinn gestur. En tvær voru attirnar oftast: í austur—og líka í vestur. Því hornsteina alla úr austri þú áttir, en viðir og klæði í vestrinu voru þér gefin og viðauka hrifning—og fæði. John S. Brooks Limited DUNVILLE. Ontario. Canada MANUFACTURERS OF GILL NETTING Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna og “Sea Island Cotton” Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar. ^ ' Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg Umboðsmaður fyrir Manitoba, Saskatchewan 09 Alberta Þó hrynji hver borg sem þú bygðir mun Bragi enn firra þig sorgum og gefa þér gull til að hlaða grunna að nýjum borgum. P. S. P. einu sinni séð hvernig sann- leikur leiðir til sannleiks, get- ur aldrei leyft sér að setja takmörk á þekkinguna.” — Þér munuð þekkja sannleik- ann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa.” Af þessu skiljum vér að frelisið þekkir engin takmörk, en hverfur um leið og tilraun er gerð til að leggja höft á það. Og sann- leikur sem tákmarkaður er, er ekki lengur sannleikur, en eitt- hvað alt annað. DÁN ARFREGN GULLAFMÆLISBORÐAR ÍSLENDINGADAGSINS S. 1. miðvikudag (26. mai) andaðist í Detroit, Mich., Sig- urður Sigurðsson, nær fimtíu og sjö ára að aldrei. Hann var fæddur á Stóra Fjalli í Rorg arhrepp í Mýrasýslu 15. júlí 1886 og fluttist til Ameríku 1901. Var hann fyrstu árin hér í Winnipeg og víðar í Mani- toba, en árið 1916 flutti hann alfarinn til Detroit og átti þar heima ætið síðan. Hann var trésmiður að iðn, sem hann stundaði hér fyrstu árin, en upp á síðkastið gaf hann sig við fasteignasölu. Sigurður heitinn var sonur þeirra mætu hjóna, Þórveigar Ragnlheiðar Þórðardóttur frá Leirá og Sigurðar Sigurðssonar er kendur var við Rauðamel, sem allir Winnipeg-íslendingar og Lundaivbúar kannast við. Bræður hans eru hinir víð- þektu byggingameistarar hér í Winnipeg, Halldór, Randver og Sigurþór, og Jón bóndi að Ericksdale, Man. Hann á einn- ig systir á lífi, Rannveigu, er heima á hér í borginni. Fór hún suður fyrir nokkrum dög- um til að vera með bróður sín- um s'íðustu dagana sem hann lifði. Hann var jarðsunginn í Detroit á laugardaginn var. Sigurður heitinn var bezti drengur og valmenni eins og svo margir í hans ætt. S. \ \ fv;'! .... j u ... ------- ■•••wv. ............ SMÁVEGIS Sem að undanförnu, sendir íslendingadags nefndin gullaf- mælisborða til allra, sem dval- ið hafa hér í álfu 50 ár og m-eir, oþ eru fæddir á Islandi. óskar nefndin eftir, að sem glegstar upplýsingar séu gefnar viðvíkj- andi þeim spurningum, sem hér fara á eftir, því allar þessar skýrslur verða vel geymdar, og koma að góðum notum síðar meir. Skírnarnafn og ættarnafn..... Hvar til heimilis?........... Hvar fæddur (eða fædd) á ís landi? ...................... Hvaða mánaðardag og ár?...... Hvar varstu siðast á íslandi?... Til hvaða staðar komst þú fyrst í Vesturheimi?......... Hvaða ár? ................ Hvar settist þú fyrst að?..—.. Hvert fórstu þaðan?.......... Hvert fórstu svo? .—......... Ert þú giftur (gift) eða ógift- ur?.......................... Ekkjumaður (eða kona)? ...... Hvaða atvinnu stundar þú? .... *” " —...........—>........—- Nafn eiginmanns eða eigin- konu? ....................... Hvað mörg börn? Nöfn þeirra og aldur..................... CANADA BYGGIR STÆRÐAR FLUGVÖLL Flugvöllurinn sem Canada bygði við Goose Bay er einn af stærri flug-völlum í heimi. Hann er um 6,000 fet á lengd og sýnir myndin aðeins part af honum. Flöskur, sem varpað er í sjó- inn til að afla mönnum þekk- ingar um hafstrauma, fara oft langar leiðir. Að jafnaði eru þær lengi í volkinu, en nú skal sögð saga um eina, sem var ekki lengi að bregða sér heims- hafanna milli: Tveir menn á Nantucket-eyju, sem er undan ströndum Massachusetts-fylk- is í Bandanikjunum, vörpuðu flösku í sjóinn, en settu miða innan i hana, þar sem voru letruð nöfn þeirra og þes-s ósk- að, að þeim væri tilkynt hvar flaskan fyndjst. Þetta gerðist 9. maí 1942. Tveim mánuðum síðar — nánar tiltekið 12. júl-í — fengu mennirn-ir tilkynn- ingu um það, að flaskan hefði fundist undan Flattery-höfða, sem er í Washington-fylki, en það er á strönd Kyirrahafsins! ★ ★ ★ Styrjöldin hefir margskonar breytingar í för með sér. Ein af þeim breytingum ,sem hún hefir orsakað í borginni Los Angeles á Kyrra-hafsströnd Bandaríkjanna, er sú, að borg- arstjórnin hefir ákveðið að ráða sérstakan mann í þjón- ustu sína til þess að dulm-ála ým-s fyrirtæki, sem nauðsyn- legt er að ekki verði eyðilögð, ef loftárás skyldi verða gerð á borgina. Maður einn hélt að hann væri skáld, en allir aðrir virt- ust á öðru máli um það. Að lokum stóðst hann ekki mátið lengur, og sagði við kunningja sinn: : “Það er engu líkara en að menn hafi gert samsæri um að þegja mig í hel. Hvað á eg eiginlega að gera?” ★ ★ ★ Sonurinn (virðir fyrir sér ný- fædda tvíbura)): “Eru þeir ó- dýrari, þegar margir eru keyptir í einu, pabbi?” ★ ★ ★ Ung brúðhjón dvöldu á hóteli í Wa-shington á brúðkaupsferð sinni. Þriðja daginn fór unga frúin í búðir. Þegar hún kom heiim aftur, hraðaði hún sér upp, en fann þá, að hún var búin að gleyma núme-rinu á herberginu. Hún þóttist þó þekkja réttu dyrnar og þreif í hurðarhúninn. En herbergið var lokað. Hún barði i þilið. “Hley-ptu mér inn, ástin,” sagði hún. “Eg er komin aftur.” Ekkert s-var. “Hunangið mitt,” sagði hún “Hleyptu mér inn.” ókunnug karlmannsrödd svaraði virðulega og þóttalega: • “Frú mín, þetta er ekki bí- kúpa — hel-dur baðherbergi.” Kaupið Heimskringlu Borgið Heimskringlu Aðrar upplýsingar: ........ Sendið þessar upplýsingar til Björnssons Book Store & Bind- ery, 702 Sargent Ave., Winni- peg, Man., Canada. 1 wXw * % sAs .. . V RUTH HERNER, Hydro matreiðslufrœðingur Sérfræðingur í matargerð Þegar farið er nú að skamta kjöt, og aðrar nauðsyn- legar vistatakmarkanir eru í gildi, eykst vandinn við undirbúning máltíða. En til aðstoðar húsmæðrum í Winnipeg við val og tilbúning matar, hefir City Hydro tekið í þjónustu sína Miss Ruth Herner, B.Sc., sem Home Services Director. í viðbót við Bachelor of Science gráðuna, er Miss Herner sérfræðingur í matargerð. Æfing hennar við suðu og undirbúning máltíða, er slík að hún er flest- um betur fallin til leiðbeiningar í þeim efnum. Miss Herner hefir nýlega gefið út bækling, sem lýtur að bættri nýting kjötmetis, auk margra annara hollra leiðbeininga. Þér getið fengið ókeypis eintak af þessum bæklingi milli kl. 2—5 e.h., í Model Kitchen í Boyd byggingunni. Er þér þarfnist upplýsinga um matargerð, þá símið Miss Herner, 848 138. CITY HYDRO Boyd Building — Portage og Edmonton

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.