Heimskringla - 21.07.1943, Page 5

Heimskringla - 21.07.1943, Page 5
WINNIPEG, 21. JÚLI 1943 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA FRÉTTIR FRÁ ISLANDI VONARHJAL M. J. Coldwell, M.P., foringi C.C.F. flokksins í Ot- tawa, heldur fund á Lundar, * föstudaginn 23. þ. m. kl. 8.30 til stuðnings við William Bryce C.C.F. frambjóðenda i Selkirk kjördæminu. plötur. Um kveldið var skemt sér með dansi til miðnættis, og var það almælt að dagurinn hefði hepnast prýðilega. KENSLUBÆKUR í ÍSLENZKU Undanfarin ár hefir vöntun kenslubóka í íslenzku hamlað tilfinnanlega íslenzku kenslu á heimilum og í Laugardagsskól- um. Úr þessari þörf hefir nú verið bætt. Þjóðræknisfélagið hefir fengið allmikið af þeim bókum sem notaðar eru við lestrarkenslu í barnaskólunum á íslandi. Bækurnar eru flokkaðar (graded) þannig að börnin geta skrifast úr einum bekk í annan upp í 6. bekk. Eins og kunnugt er, er út- gáfukostnaður á Islandi afar hár á þessum tímum; við hann bætast flutningsgjöld og skattar. Verð það sem lagt hefir verið á bækurnar er eins lágt og mögulegt er og svarar naumast samanlögðum kostn- aði. Aðal takmarkið er að sem flestir fái notið bókanna. Bækurnar eru þessar: Eftir ísak Jónsson: Gagn og gaman (staf- rofskver) ............ 45 Stgr. Arason tók saman: Gula hænan, I........-....25 Gula hænan, II...........-25 Ungi litli, 1.............25 Ungi litli, II............25 Freysteinn Gunnarsson tók saman: Lestrarbók, 1. fl. 1. h. .... .30 Lestrarbók, 1. fl. 2. h..30 Lestrarbök, 1. fl. 3. h..30 Lestrarbók, 2. fl. 1. h..30 Lestrarbók, 4. fl. 1. h. .... .30 Lestrarbók, 4. fl. 2. h...30 Lestrarbók, 5. fl. 1. h...30 Lestrarbók, 5. fl. 2. h...30 Lestrarbók, 5. fl. 3. h...30 Pantanir og andvirði sendist t-il Miss S. Eydal, 695 Sargent Ave., Winnipeg. Deildir félagsins verða látn- ar ganga fyrir og eru þær því beðnar að senda pantanir sínar sem fyrst. Fræðslumálanefnd Þjóðrækinsfélagsins Huganir, úrvalsritgerðir dr. Guðmundar Finnbogasonar Huganir heitir stór bók, sem kom út á forlagi Isafoldar- prentsmiðju á sjötíu ára af- mæli dr. Guðmundar Finn- bogasonar. 1 bókinni eru allmargar rit- gerðir eftir Guðmund. Hafa þær allar birst áður í blöðum og tímaritum og hefir höfund- ur valið þær sjálfur, og að því er hann segir sjálfur í formála bókarinnar, hefir hann valið þær af ritgerðum sínum, sem séu honum enn jafnkærar og þegar hann samdi þær, og seg- ir það, sem hann vildi enn segja. Nafn bókarinnar, “Hug- anir”, kveður dr. Guðmundur jafngilda enska orðinu ‘essays” —Alþbl. 9. júní. * * * * Svíar selja tilbúin timbur- hús eftir styrjöldina Sviþjóð býr sig undir að byggja 20 þúsund timburhús fyrir England á ári eftir stríð- ið. En ekki aðeins England — heldur S.-Afrika og S.-Ame- ríka hafa gert pantanir í þús- undir tilbúinna timburhúsa frá Sviþjóð undir eins og vopna- viðskiftunum er lokið. Socialdemokraten, aðalblað sænska Alþýðufl. og sænsku stjórnarinnar, skýrði frá þessu í nýkomnu blaði hingað, að geysileg eftirspurn sé eftir til- búnum timburhúsum sænskum eftir stríðið, og hafi Svíar upp- runalega gert ráð fyrir því, að þús. hús yrðu seld til Englands á ári að stríðinu loknu, en Bret- um þyki það of lítið, þeir vilji fá 20 þús. af slíkum húsum á ári. Blaðið segir frá því, að Svíar hafi gengist fyrir sýningu í London á sænskum timburhús- um, og eftirspurnin eftir þess- um húsum sé svo mikil, að hún fari langt fram úr öllum áætl- unum. Mörg slík hús hafi ver- ið seld til Þýzkalands síðustu árin, einnig til Noregs. En- vegna gjaldeyrisvandræða hafi þessi sala algerlega hætt í seinni tíð. Reiknað er hins vegar með því, að tilbúin timburhús verði flutt út í stórum stíl frá Sví- þjóð undir eins og vopnahlé hefir verið samið — ekki að- eins til Englands, heldur og til Suður-Afríku og Suður-Ame- riku.—Alþbl. 9. júní. ★ ★ * Eimskipafélagið Þrátt fyrir margháttaða og vaxandi siglingaerfiðleika af völdum styrjaldarinnar, verður ékki annað sagt, en að afkoma Eimskipafél. ísland hafi orðið mjög sæmileg árið sem leið. Reikningar fél., sem lagðir voru fram á aðalfundi þess rétt fyrir síðustu helgi, sýna að vísu, að verulegt tap, um 3.5 milj. króna, var á skipum fé- lagsins sjálfs í þetta sinn, sem augsýnlega stafar fyrst og fremst af stórkostlegum töfum svo lítilla skipa í AmerLkuferð- (Alice Hawthorne) Hugljúf sem englaómur, með andvarans dularmál er vonin, sem laðar og leiðir og leiðbeinir þjáðri sál. “Bíð þú, unz Ijósið lýsir og lægist stormanna her. Svo verður sólskin á morgun og sumar í huga þér. Hugljúfa von, ó hve hjartnæmt þitt mál, það huga minn gleður og frið veitir sál. Þegar í hulu húmsins himin ber sortans traf. Skin ekki i dimmunnar djúpi dásamlegt stjörnuhaf? Hví skyldi návist Norna í nótt veikja hugans mátt? Er miðnættið dimma dvinar dagurinn kemur brátt. Hugljúfa von, ó hve hjartnæmt þitt mál, það huga minn gleður og frið veitir sál. S. E. Björnson * * Tá? * * SL teleISéh s a?iÍgSfran,IeÍðsJ° 11Sar°ÍÖldUm °g koP' ekW £*ir SÍI«astaura°r* le"ia * *°T með tENGJa Cfw. uthe*mtast 1 °Ur har Seni um þeirra, við þau skilyrði, sem nú verður að sigla. En þeim mun meiri ágóði varð af hinum stærri leiguskipum fé- lagsins svo og af afgreiðslu er- lendra skipa, sem það hafði með höndum. Heildarútkoman af rekstri fél. s. 1. ár má því heita góð, jafnvel þó að á rekst- ursreikningnum sé ekki talið, að ágóðinn hafi numið nema tæpum 434 þús. kr. Þvi að stór- ar upphæðir, sem raunverulega hafa verið lagðar fyrir, eru þar reiknaðar til útgjalda — hér um bil 2 milj, sem “iðgjöld vegna sjálfsáhættu skipanna, vegna mismunar vátryggingar- upphæða og væntanlegs end- urnýjunarkostnaðar þeirra” og 1 milj. sem “áætlaður kostnað- ur við flokkunarviðgerð” á 2 skipum fél., sem enn hefir ekki farið fram — þannig, að raun- verulega hefir hagur Eimskipa- félagsins batnað á árinu um hér um bil 3.5 milj. kr. Þar við bætist, að fél. á mikl- ar eignir, raunverulega miklu meiri en eignareikningur þess sýnir. Þar eru eignir umfram skuldir ekki taldar nema tæpar 12 milj. En þá eru Fossarnir, að Fjallafossi einum undan- teknum, ekki reiknaðir nema 5 þúsund krónur hver —- niður i þá upphæð er búið að afskrifa þá — og fasteignir félagsins ekki nema á 189 þús., þar af Eimskipafélagshúsið á 120 þús. Það er því augljóst, að raun- verulegar eignir Eimskipafél. eru miklu meiri en 12 miljónir og mjög sennilega tvöföld sú upphæð. ★ Þegar á þessar tölur er litið, verður ekki annað sagt, en að hagur Eimskipafél. standi með miklum blóma.—Alþbl. 9. júni. GULLAFMÆLISBORÐAR ÍSLENDINGADAGSINS Jngur fjármálamaður “Mamma,” sagði Bjössi litli )g kom þjótandi inn. “Frú Námsskeið til sölu Mafia sagðist ætla að gefa mér vjg fullkomnustu verzlunar- crónu, ef eg segði henni hvað gkó]a j winnipeg. Upplýsingar )ú hefðir sagt um hana!” KefUr: Hvílíik ósvífni. The Viking Press Ltd. nóðir hans ney^ s u . Sargent Ave., Winnipeg ;óður strákur að segja henni )að ekki! Eg vil ekki einu sinni lafa, að hún viti, að eg hugsi, jm hana. Hérna færðu epli,, ;æni minn, þú ert skynsamur Irengur!” “Já, það er eg, mamma, þeg- ir hún hampaði krónunni úarnan í mig, sagði eg, að það,1 sem þú segðir um hana, væri 5VO agalegt, að það væri ekki bægt að segja frá því fyrir ninna en tvær krónur með Jýrtiðaruppbót!” Sem að undanförnu, sendir Islendingadags nefndin gullaf- mælisborða til allra, sem dval- ið hafa hér í álfu 50 ár og meir, og eru fæddir á Islandi. Óskar nefndin eftir, að sem glegstar upplýsingar séu gefnar viðvikj- andi þeim spurningum, sem hér fara á eftir, því allar þessar skýrslur verða vel geymdar, og koma að góðum notum síðar meir. SÍLfcTío^ 1,5-43 foh mnniTOBH telephoíie sysTEm Hvert fórstu svo? Skírnarnafn og ættarnafn..... Ert þú giftur (gift) eða ógift- Hvar til heimilis?....... Ekkjumaður (eða kona) ? Hvaða atvinnu stundar þú? .... Hvaða mánaðardag og ár? Nafn eiginmanns eða eigin- konu? ...................... Hvað mörg börn? Nöfn þeirra og aldur....................... Til hvaða staðar komst þú * l fyrst i Vesturheimi?........... Aðrar upplýsingar: Hvaða ár? .............. Hvar settist þú fyrst að?. FANGARNIR SUNGU (Eftir Arthur Stringer) Sendið þessar upplýsingar til Björnssons Book Store & Bind- ery, 702 Sargent Ave., Winni- peg, Man., Canada. Margar sagnir eru til um Svarta dauða, eða pláguna miklu, sem geisaði hér á landi á árunum 1402—1404. Ein þeirra er þessi: Þegar Svarti dauði kom í Ólafsfjörð, voru þar smalar tveir, sem hétu Teitur og Sigga. Það var einn morgun snemma, að þau voru að smala uppi í fjöllum. Sýndist þeim þá ó- kennilega þoku leggja upp um allan Ólafsfjörð, og réðu þau það því af að halda ekki ofar. til bygða, fyr en þokunni létti af. Þoka þessi hélzt mjög lengi, og höfðust þau allan þá stund við á fjöllum uppi. En er þok- unni létti af, héldu þau til bygða. Var þá alt fólk í firðin- um dáið. Þegar Ólafsfjörður fór svo að byggjast á ný, varð stundum ágreiningur um jarðir og landamerki. Var þá jafnan leitað vitnisburða hjá Teiti og Siggu og varð þá til málshátt- urinn: “Þá kemur nú til Teits og Siggu.”—Alþbl. * ★ ★ Spjátrungur: Halló, félagi. Veistu hver eg er? Drukkinn maður: Nei, eg þekki þig nú ekki, en ef þú seg- ir mér hvar þú átt heima, skal eg hjálpa þér heim. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— útbreiddasta og fjölbreyttasta fslenzka vikublaðið . Er þetta tap? Þeir horfðu hátt og hatri leyndu’, en glottu’ um tönn: ' Þá dreymdi loftið bjart og blátt á bak við skýja hrönn. Að vísu sýndist þröngt um þá, en þeir voru’ ekki fangar samt: Ef söngdís lyftir þungri þrá, nær þrældómsvaldið skamt. Ef hljómdýrð grípur huga manns, þó honum sýnist varnað máls, í hljóði syngur sálin hans til sigurs — hann er frjáls. Svo sterkur enginn fjötur finst né fangahola nein svo þröng, sem ekki af heilli hugsun vinst né hrekkur fyrir söng. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi Athugasemd: Rauðakross sendiherrann í Bern á Svisslandi skýrði frá því að þegar canadisku hermennirnir hefðu verið teknir fastir við Dieppe þá hefði mátt heyra þá syngja í fanga- búðunum. 1 sambandi við það orti Arthur Stringer þetta kvæði. Ragnar H. Ragnar sendi mér það og bað mig að “um- yrkja” það á íslenzku.—Þýðandinn. .MiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiniiiiiiNiiiiniiiiiiiiiiiinuiniiiiiiiniiiiiiiiiiiiaiiiiiniiiiiniiiiiiiiiiiiaHiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiaNiiiiiiiiiitiiiiiiiiimiaiiio 8 Islendingadagurinn ( í Seattle, Wash. . I g VERÐUR HALDINN AÐ SILVER LAKE SUNNDAGINN 1. AGOST eins og undanfarandi ár Nefndin sem stendur fyrir hátíðahaldinu vinnur i | sameiningu að því að dagurinn verði sem ákjósanleg- astur fyrir alla sem sækja hann; skemtiskrá verður | eins góð og framast er unt; ræður fluttar með auðvitað fleiru sem nefndin hefir ákveðið að hafa til skemtunar. Söngflokkur sem samanstendur af góðu söngfólki skemtir einnig og verður engum vonbrigði að hlusta á hann. Iþróttasamkepni sem ungum og gömlum er boðið að taka þátt i far fram og verðlaunum útbýtt til þeirra sem röskastir reynast. Ennfremur verður dans að Icvöldinu og valdir menn til þess að spila fyrir. Það er enginn efi á þvi að íslendingadagshátíðirn- ar sem haldnar hafa verið ár hvert síðan íslendingar fluttu til þessa lands hafa átt mikinn þátt í því að við- halda þjóðerni og sameiningu Islendinga hér vestan hafs. Islendingar hér í Seattle og ströndinni eru orðn- ir æði fjölmennir. Og þó að þetta séu alvarlegir tímar eins og við vitum, ættum við að geta sparað einn dag á árinu til þess að koma saman og hafa stund til skemtunar hver með öðrum, svo landar góðir, hittumst heilir 1. ágúst n. k. að Silver Lake, Seajtle, Wash. NEFNDIN. s = I imnuiuiiiiiiinn

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.