Heimskringla - 21.07.1943, Side 6

Heimskringla - 21.07.1943, Side 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. JÚLI 1943 Augnabliki síðar sýndi Hepburn, Glas- gow bakhluta sundurrifins umslags. Það var hand-unnin pappír, bleikgrár að lit, ‘á um- slaginu var rautt skjaldarmerki. Leiftur kom í augu Glasgows er hann stakk.bréf- miða þessum í vasa sinn. Annars sáust engin svipbrigði á andliti hans. “Þetta getur orðið að gagni,” sagði hann, “um það er aldrei hægt að dæma svona fyrir fram. Eg þakka yð-ur kærlega fyrir, og verið þér nú sœlir.” Svo fór hann. Hann fór heim til sín eins fljótt og vagn- inn komst. Hann lagði umslagið á borðið og honfði á það gegn um stækkunargler. Þessi rannisókn virtist gera hann ánægðan, því að hann brosti er hann tók.símaáhaldið og bað um númer. * “Eruð það þér númer þrjú?” spurði hann. “Það er Glasgow, sem er að tala. Farið til Grosvenor Square nr. 45A og komist eftir þvi hvar ungfrú Valeria Brún verður í kvöld. Sé hún heima er það gott, sé hún ekki heima, þá finnið hvar hún er og hversu lengi hún verð- ur þar. Kallið mig svo upp eins fljótt og hægt er.” Tíu mínútum síðar kom svarið, að ungfrú Brune hefði farið á dansleik, sem haldinn væri til að styrkja góðgerða starfsemi og óvist væri hvenær hún kæmi heim. Glasgow tók hatt sinní hljóp niður stig- ann og stöðvaði vagn, sem ók fram hjá. “Farðu með mig til Covent Gardens,” sagði hann. “Nei, ekki á leikhúsið. Eg þarf að tala við Barker, dulbúninga manninn. •— Hérna er gullpeningur handa þér ef þú getur ekið mér þangað á tíu minútum.” 5. Kapítuli. Ida starði á Valeria Brune alveg ráðalaus og steinhissa, hún skildi næstum ekki hvað hún var að segja við hana, og leit á hana spyrjandi augum. Fyrir fáum klukkustund- um siðan hafði hún ekki verið neitt annað en umkomulaus einstæðingur, sem hafði bor- ist fyrir straumnum niður 1-ifselfuna út í haf gleymskunnar. Nú var hún hrifsuð úr þessu fásinni daglega lífsins og varpað út í straum- iðu æfintýi’a lífsins. Hún vissi ekki hvort hún átti fremur að gleðjast en hryggjast, finna til hrifningar eða sneypu. Fyrir sex mánuðum siðan mundi svona æfintýri hafa laðað hana, en hún hafði lesið mikið upp á siðkastið og hugboð um hættu kom henni tU að hika við. Valeria leit á hana óþolinmæðislega. “Jæja, heyrðuð þér hvað eg sagði?” spurði hún. “Það er auðvitað hætta, en ef eg get dæmt um skapferli manna, þá munuð þér ekki hirða um það. Heyrið nú, ung stúlka í yðar stöðu ætti ekki að hika. Mér kemur ekkert við að spyrja um hvernig þér komust í þessa stöðu, sem þér hafið nú, en eg þyrði að sverja það, að þér voruð ekki fæddar til hennar.” “Hvað gerir það?” spurði Ida kuldalega. “Eg bið yður um fyrirgefningu. En eg er viss um að þér hafið þann metnað, að þér viljið ekki vera búðarstúlka alla yðar æfi. Ef þér viljið láta mig sjá fyrir yður skal eg koma yður á framfæri í heiminum, og yður skal verða borgið. Eg bið yður ekki að gera neitt, sem varðar við lög. Ef einhver óþægindi henda yður, er eg reiðubúin að taka afleið- ingunum. — En þér hafið ekki sagt mér nafn yðar.” “Eg heiti Ida Banstone.” “Nei, év það svo, eg hefði haldið að þér hétuð alt annað. En hlustið nú vel á mig. Eg er viss um að yður finst eg vera öfunds- verð — ung, ógift, auðug, lagleg og full af lí-fi og fjöri, en samt er eg í hræðilegum vand- ræðum. Menn njósna um gerðir mínar og gera samsæri gegn mér. Kæmist eg burtu úr þessu húsi í kvöld án þess að á hæri, og gæti verið burtu í eina tvo tíma, hugsa eg að eg gæti bjargað málefni mínu til fulls. En eg má ekki s-tiga neitt misstigið spor, það má ekki vera neinn möguleiki á því að þeir, sem eru að njósna um mig fái vitneskju um ferðir mínar. Þess vegna óska eg þess heitt, að þér komið í minn stað á þessum dansleik.” “En við erum ekki eins likar og yður virðist,” svaraði Ida. “Ímyndunarafl yðar hefir blindað dómgreind yðar. 1 fjarlægð gætu menn kanske tekið misgrip á okkur, og þar fer ráðagerð yðar forgörðum. Ungfrú Valeria Brune hlýtur að eiga marga vini og fjöldi þeirra verður sjálfsagt á þessum dans- leik.” “Vafalaust, en það gerir engan mun. Það er sagt að eg sé mjög einkennileg i síkapi. Menn afsa-ka ríkar og fríðar ungfrúr, þótt þær séu dutlungafullar. Eg vil ekki dansa. Mig langar til að vera ein og held míg frá hinu fólkinu. Eg neita að tala við nokkurn og klukkan tvö á morgun fer eg heim alein. Eg kem heim í leiguvagni, og skal gefa yður nákvæmar fyrirskipanir svo að þér vitið hvað þér eigið að gera í kvöld. Þegar þér komið frá Covent Garden komið þér hingað beina leið og verðið komin hingað kvarttíma eftir tvö. Eg skal þá vera komin heim og þegar vagninn stansar við dyrnar skal eg opna fyrir yður og taka á móti yður.” Sér til mestu undrunar fann Ida að hún fylgdist með i þessu einkennilega æfintýri. Aðdráttarafl ungu stúlkunnar var svo mikið, að það dró hana án vitundar hennar eða vilja. Þegar á alt var litið gat ekki verið stór hætta á ferðinni, og þótt þessi blekking kæmist upp, mundu afleiðingarnar sennilega ekki verða alvarlegar. “Gott er það,” svaraði hún, “eg skal gera það, sem þér biðjið um. En samt verðið þér að leyfa mér að skrifa vinkonu minni bréf, henni Elsie Harness, sem annars mun undr- ast um mig. Ef þér viljið láta koma því til skila fyrir mig er eg reiðubúin að ganga í yðar stað. Betur get eg ekki gert.” “Og borgunin?” spurði Valeria. “Eg læt yður alveg ráða því. Eg á enga peninga og fyrir fáum stundum síðan svalt eg og átti von á að sofa úti á fljótbökkun- um. Eg hefi ekki átt skorti að venjast um æfina. Eg yfirgaf heimili mitt til að vinna fyrir mér eins og bezt eg gæti, fremur en að giftast manni, sem faðir minn vildi neyða mig til að giftast. Ástæðurnar hafa breyst svol-itið og eg hefi að minsta kosti vonir um—” “Hættið!” hrópaði Valeria. “Mér þykir það fjarskalega sárt að heyra þetta, einkum þar sem eg hefi sjálf verið fátæk. Sú var tíðin að eg hljóp berfætt um göturnar í Róma- borg, og síðar ferðaðist eg um Evrópu með leikflokk einum. Barnið mitt, þér skuluð fá hundrað pund strax á morgun og miklu meira síðar. Og komið nú inn í svefnherbergið mitt, því nú megum við engan tíma missa. Eg ætla að hverfa út um bakdyrnar, og þér skuluð um stund vera Valeria Brune. Þér niunuð finna alt, sem þér þurfið til að búa yður á dansleikinn, og fötin mín munu sjálf- sagt vera yður mátuleg. Ef þér vefjið káp- unni nógu vel að yður mun engan gruna mun- inn á okkur, og hringið svo og spyrjið hvort að vagninn sé ekki til reiðu. Þetta virðist alt einfalt, eða hvað? Þegar þér komið til Cov- ent Garden, þurfið þér ekkert annað að gera en að senda bílinn heim, en segið ökumann- inum mínum að hann skuli ekki sækja yður. Hitt býst eg við að óhætt sé fyrir mig að fela yður. Umfram alt verðið þér að forðast að koma mjög fast að nokkru fólki. Þér eigið að vera Valeria Brune í elnum hennar versta ham. Eg get fullvissað yður um það, barnið gott, að sá hamur er fremur ljótur. Það geta margir vinir mínir borið um. Komið nú með mér.” Einkennilegur ákafi og löngun eftir þessu æfintýri greip Idu. Hún var ung og lagleg og iéttlyndi hennar var að koma til hennar aftur. Eftir hina hræðilegu sex mán- uði mundi það vera gaman að sjá lifið aftur á ný, þótt ekki væri nema snöggvast. Það mundi vera gott að komast úr þessu rauna- lega umhverfi er kæfði alt, sem var glatt og bjart í sál hennar, og það var lífgandi að vera i þessu fallega svefnherbergi með tindr- andi Ijósunum og eldinum, sem logaði svo glatt á arninum. Ljósgeislarnir brotnuðu og spegluðust í silfurmunum búningsborðsins. Það var gaman að snerta silkihengi og sjá þessa fallegu glófa og þessa yndislegu skó, sem Valeria fékk henni. Ida greip andann á lofti er hún sá sig sjálfa í speglinum. “Það er dásamlegt,” hvislaði hún, “hvað fötin geta gert úr kvenmanni. Nú finst mér eg gæti boðið öllu byrgin. í gömlu görmun- um minum skammaðist eg mín næstum að bjóða myndirnar mínar fyrir hálft penní.” “Já, þetta er,nú-að líta rétt á hlutina,” sagði Valeria, “en nij fer eg frá yður. í þessari svörtu kápu og með þennan hatt get eg farið út úr húsinu án þess að nokkur taki eftir mér. Alt sem þér þurfið er að vefja þessari kápu eins hátt og þér getið og hringja svo á þjóninn. Þeim mun minna sem þér segið þess betra er það.” En hún þurfti ekkert að segja. Strax og Ida þrýsti á bjölluhnappinn, opnuðust dyrnar og ung og snotur þjónustu- stúlka kom inn. “Vagninn bíður, ungfrú,” sagði hún og rétti henni bréfspjald. Ida reis hægt úr sæti sínu og benti stúlkunni að ganga á undan sér og augnabliki síðar ók hún niður götuna í áttina til Covent Gardens. Hún var alls óhrædd. Henni fanst hún hafa reynt þetta alt saman áður, og fann til ákafrar löngunar að ljúka þessu hlutverki, sem hún hafði nú með höndum. Hún vissi nákvæmlega hvað hún átti. að gera til að leika hlutverk sitt. Það gat vel verið að hún þektist af einhverj- um, en það gerði þetta fyrirtæki hennar enn- þá meira spennandi. Eins og Ida hafði búist við var þarna allskonar fólk. Eitthvað þúsund manns höfðu safnast þarna saman í hinu helga nafni misk- unnseminnar. Ættgöfgir menn og konur voru þarna ásamt fólki úr miðstéttinni. Til og frá sáust fáeinar prúðbúnar konur. Yfir höfuð var þarna samskonar fólk, sem að venju kemur í Covent Garden við slík tæki- færi. 'Án þess að vekja sérstaka eftirtekt og án þess að nokkur skifti sér af henni, gat hún skemt sér þarna, en hún hafði samt augun hjá sér ef ske kynni að einhver kunningi tæki eftir henni. Skyndilega hrökk hún við. Hún sá fáein fet frá sér manninn með þunnu varirnar og fálkasvipinn er hún hafði séð inni í stofunni hjá Valeriu. Hann var að tala við annan mann — fremur litinn og óálitlegan mann, með dökk reikandi augu og óánægjudrætti kringum munninn. Hinn fyrnefndi sneri sér við eins og augu Idu hefðu seiðmagn, er vekti hann til meðvitundar um nærveru hennar þarna. Hann brosti íbygginn. Það var eitt- hvað háðslegt í því hvernig hann veifaði til hennar með hendinni, og Ida misti hálfgert móðinn. “Þetta var óvænt,” sagði hún við sjálfa sig. “Eg verð að fara gætilega. Þetta er maðurinn, sem næstum fyrirbauð Valeríu að fara á þennan dansleik hérna í 'kvöld.” Hún dró sig því í hlé og fékk sér sæti á stað sem lítið bar á, næstum því strax á eftir kom maður með ólundarsvipinn kringum munninn og hvíslaði að henni: “Eg þarf að tala við yður. Komið á eftir mér út í blómahúsið. Eg hefi fréttir að- færa yður frá Arnold Gray.” 6. Kapítuli. Ida beit fast á vörina og átti fult í fangi með að hljóða ekki upp y-fir sig. Til allrar hamingju sneri hún ba-ki við manninum, svo að hann sá ekki nema lítið af skelfingarsvipn- um ,sem á hana kom. Þessi maður þekti auð- sæilega Valeríu Brune og átti við hana mikils varðandi erindi. Hvort hann var vinur eða ó- vinur stúlkunnar, sem hún var að leika, vissi hún ekkert um. Hvað því leið mátti hún ekki með neinu móti láta hann verða varan við misgripin. “Hvað er nú?” spurði Ida önuglipga. “Því ónáðið þér mig á svona óhentugum tíma?” “Þetta er yður sjálfri fyrir beztu,” svar- aði maðurinn. “Þér ætlið þó ekki að segja mér að þér hafið aldrei heyrt talað um mig — um Ralph Arnott?” Ida gætti sín vel; hún varð að vera fljót að grípa tækifærið. Það var auðsæilegt að hver sem þessi maður/var, hafði hann aldrei hitt hina raunverulegu Valeríu. “Það var nú ekki tilgangur minn að neita því,” svaraði hún. “Haldið áfram.” “Þér neitið því sjálfsagt ekki, að eg hefi verið yður til talsverðrar hjálpar, og eg hefði komið fyrri á yðar fund ef okkur hefði ekki komið saman um að slíkt gæti verið hættu- legt. Mér hepnaðist að losna við George Heathcote. Eg hefi sent 'hann í burtu undir fölsku yfirskini og kemur hann ekki aftur fyrst um sinn.” “Svo hörkulegi maðurinn hét þá George Heathcote”, hugsaði Ida. Hún vissi þó svo mikið. Ef hún héldi áfram að vera svona letileg og hirðuleysisleg og spyrði ekki of margra spurninga, gat vel verið að henni tækist að leika hlutverkið til enda. “Áður en við förum lengra, þá býst eg ekki við að þér óskið að Mr. Heathcote fái að vita að við höfum talað saman. Er það rétt, Mr. Arnott?” “Já, auðvitað,” svaraði Arnott. “Ef eg vissi hversu mjög þér treystuð Heathcote—” “Það get eg sagt yður. Eg treysti honum hreint ekki neitt. Eg hefi ekkert á móti að játa, að mér fellur hann frámunalega illa.” “Já, mér hefir skilist að ykkur hafi orð- ið sundurorða, ungfrú Brune. Maðurinn er svi-kari. Hann lætur sem hann sé trúr áhuga- málum vorum, en altaf hefir hann verið að vinna að sínum eigin hag. Eina áhugamál hans eru peningarnir. Það er andstyggilegt að sjá mann, sem þykist vera þegn-hollur Englendingur, verzla með leyndarmál hers og flota föðurlands síns.” “En þér getið stöðvað hann, Mr. Arnott,” sagði Ida. “Já ,eg bæði get það og ekki. Hann not- ar mig til að ná hinum andstyggilegu tak- mörkum sínum. Ef hann vildi, gæti hann gefið mér upplýsingar, sem gætu hreinsað mannorð mitt og leyft mér að líta ófeiminn framan í aðra menn. Eins og nú standa sakir verð eg að snúast fyrir Heathcote og þjóta eftir hinni minstu bendingu hans og vera launaður njósnari hjá erlendu ríki vegna þeirrar vonar, að hann einhverntíma gefi mér lykilinn að dyrum frelsisins.” “En þetta er hræðilega rangt,” sagði Ida. Maðurinn hló gremjulega. “Þetta er undarleg athugasemd frá vör- um Valeria Brune,” sagði hann. “Kæra ung- frú, þér megið ekki reyna að vera með nein láta læti gagnvart mér. Munið eftir því að eg hefi lika búið í Berlín.” Ida brosti. Hún komst að undarlegum leyndarmálum. Það var ekki neinn vafi á því, að hún hafði fallið ofan í njósnara hreið- ur; hún var að lenda í svikavef þejrra og gat séð hættu í fjarska. “Enginn okkar er eins vondur og við erum málaðir,” sagði Arnott. “Eg hugsa að enginn okkar væri eins og hann er, nema fyrir ill forlög, sem urðu okkur of sterk. Þér getið vel sagt mér að spyrna móti broddun- um, en setjið yður í mín spor. Fyrir fimm árum síðan var eg allra manna hamingju- samastur, eg var frægur blaðamaður og var trúlofaður yndislegustu stúlkunni, sem til var. Hvað er eg nú? Glæpamaður, sem allir fyrirlíta nema útgefandi blaðsins, sem eg vinn fyrir. Eg er saklaus. Eg er viss um að unga stúlkan bíður ennþá eftir mér, eg veit að hún gerir það, en eg hefi unnið eið að því að eg skuli aldrei láta hana sjá mig fyr en eg hefi sannað sakleysi mitt. * Þessvegna hefi eg blandað mér í þessa síðustu njósn- ara öldu. Eg segi yður þetta, því eg hefi heyrt margt gott um yður, og að kringum- stæðurnar hafa neytt yður inn á starfssvið, . sem þér fyrirlítið. En gæti eg fengið þessi skjöl frá Heathcote, þótt eg yrði að kaupa þau eða stela þeim, mundi eg snúa aftur til þess virðingarverða lífs, sem eg áður lifði. Það sæmir illa Englending að ganga i félag við útlent ríki til að skaða föðurland sitt.” Ida sá það vel að maður þessi sagði satt, um það var hún fullviss. Hann talaði með slíkri hreinskilni að engnin efi komst að, en hún mátti ekki láta hjartað ráða fyrir höfð- inu. Hún varð að muna það að hún var Valeria Brune, fögur og heppin njósnari, að maðurinn, sem hjá henni sat var sokkinn upp að augum í þetta samsæri. “Við erum bæði leiksoppar í hendi for- laganna,” sagði hún hugsandi. “Persónulega er eg þreytt á þessu, en þér hafið tæplega lagt þetta stefnumót til að iðrast synda yðar hérna. Sögðust þér ekki hafa fréttir af--” l “Arnold Gray. Eg er yður mjög þakk- látur fyrir að þér mintuð mig á aðal erindið. Að undanteknum einum eða tveimur er eg sá eini, sem veit hvar Gray er niðurkominn. Þér hafið sjálfsagt heyrt um hin dularfullu atriði, sem gerðust á lestinni?” “Aðeins óljóst. Eg þurfti að hugsa um alt annað i það skiftið. Segið mér nákvæm- lega frá því sem skeði; mér finst að eg ætti að vita það alt með vissu.” “Gray fór frá Berlín með þýðingarmikil skjöl, en um það þarf eg ek-ki að fræða yður, fyrst að það voruð þér, sem fyrst fenguð fréttir af því. Þegar þessi skjöl eru í okkar höndum, getum við eignast mörg þúsund pund fyrir þau. Á ferðinni frá Dover til Lon- don hvarf hann af lestinni. Leynilögreglan Hefir fengið málið til meðferðar. Almenn- ingur veit ekkert um þetta, þótt það sé ekki mín sök, “því að eg hefi látið blaðið mitt fá allar þessar upplýsingar. En hvað sem því líður, þá er Scotland Yark í miklum vand- ræðum. Þeir vita að Gray hvarf út úr lest- inni, en engin gluggi né hurð var opin, svo að þeir hafa engin ráð til að skapa sér neina skoðun á þessu. Þeir vita vel að enginn steypir sér út úr lest og lætur aftur hurðina á eftir sér. Við gætum gefið lögreglunni heil- mikinn fróðleik í þessurn efnum ef við vild- um, og eftir tvo daga efast eg ekki um að við gerum það, en það -verður ekki fyr en við höfum fundið skjölin.” “En þau hafið þið ekki getað fundið?” “Ekki eina einustu línu. Við vitum að hann hafði þau með sér. Við vitum að hann gat alls eigi hafa afhent þau neinum öðrum, en samt hafa þau horfið á hinn dúlarfylsta hátt. En ef þér náið ekki í þau nær Heath- cote sjálfsagt í þau. Eg vildi gjarnan að þér heimsæktuð Gray.” “Heimsæktuð hann?” spurði Ida. < “Já, þegar hann yfirgaf lestina meiddist hann, í raun og veru er hann mikið veikur — beinbrotinn að því er mér skilst. Þeim hepn- aðist að ná í lækni handa honum. Það getur maiur altaf ef peningana vantar ekki. Mér finst það mjög æskilegt ef þér færuð og sæuð hann.” “Hvaða tíma á morgun álituð þér heppi- legastan?” Hún var dálítið óróleg og áttavilt og svar Arnott gerði henni ekkert léttara fyrir brjósti. y

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.