Heimskringla - 17.01.1945, Síða 1
We recommend for
your approval our
"BUTTER-NUT
LOAF "
CANADA BREAD CO. ITD.
Winnipeg Phone 37 144
Frank Hannibal, Mgr.
We recommend for
your approval our
" BUTTER-NUT
LOAF"
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg Phone 37 144
Frank Hannibal, Mgr.
LIX. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 17. JANÚAR 1945
NÚMER 16.
íFRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR
Reglur fyrir húsaeigendur
'í^l
Síðan stríðið hófst, hefir þess
þrálátlega verið krafist af bæj-
um að stjórnin í Ottawa gneiddi
íyrir ihúsabyggingum. King-
stjórnin hefir þverskallast við
þessu, hefir talið það verkefni
bæjanna. Að síðustu hefir hún
látið undan, en á annan hátt en
aetlað var. Hún hefir samið lög
er að því lúta, að fela verðlags-
uefndinni (Wartime Prices and
Trade Board), að greiða úr hús-
næðiisleysinu með því, að veita
henni vald til að rannsaka hvar
hægt sé að fá íbúðir í húsum,
hverjir sem húsin eiga, og setja
þar inn húsnæðislausa. Þetta er
þó aðeins hægt með leyfi bæjar-
stjóma.
Til þessa hefir verðlagsnefnd-
in fundið fjórar borgir, sem hún
álítur þörf á að gripið verði til
þessara ráða. Það eru borgirn-
ar Montreal, Toronto, Ottawa og
Vancouver.
Á bæjarráðsfundi í Winnipeg
s- 1. viku, var því hreyft, að fá
Winnipeg í tölu þessara borga.
Taldi Anderson bæjarráðsmaður
þetta aðferð diktatora (einræð-
isherra) ef til kæmi á friðartím-
um. Er það satt, en tímarnir
e^u nú ekki eðlilegir eins og
blaðið Winnipeg Tribune bendir
á. Um 1000 fjölskyldum hefir
nú verið tilkynt að flytja úr hús-
um sem þær leigja 1. maí og á
200 hermannakounm er von
beim frá Englandi á næstu tveim
niánuðum. Húsin hafa verið
seld ofan af leigjendum, þó í
þeim hafi búið í 20 ár. Hafa
stundum utanbæjarmenn átt
þátt í þessu, sem eíkkert háfa
þurft húsanna með, en sem leik-
ið hafa sér að því að græða á
þeim með þessu, þegar hvað sem
um hefir verið beðið fyrir þau,
hefir orðið að sætta sig við. Og
það hafa eins oft verið menn
heimkomnir úr 'hernum, sem
þessu hafa orðið að sæta, af því
þeir hafa annað haft að gera s. 1.
fimm ár, en að byggja yfir sig.
Hivað sem bæjarráðið hér ger-
ir> er það eitt víst, að úti er ekki
haegt að láta menn liggja fyrir
það, að athafnalíf bæjarins
fylgdist ekki með eðlilegum
vexti hans. Menn sem tugum
ara saman hafa leigt og greitt
hafa í leigu húsverðið einu sinni
ef ekki óftar, virðast hart leikn-
ir með því, að maður tali ekki
Um hermennina.
Síðu^u stríðsfréttir
Að Rússar séu komnir af stað
a austurvígvöllum Þýzkalands,
er nú alment fullyrt. Þeir hafa
§ert harða sókn á Varsjá, bæði
að norðan og sunnan, en nazistar
eru harðir í horn að taka, sem
fyrri. Samt er útlitið nú það, að
Hússar hugsi sér að komast vest-
Ur fyrir borgina að norðan. —
^nnar sóknarher þeirra sækir að
Sunnan og norðvestur, eins og
umsátur eigi þarna að reyna
^uður við Karkov, hafa Rússar
einnig hafið mikla sókn. Vinn-
þeim þar á, er járnbrautin frá
arsjá til Silesia töpuð nazist-
l,m og með því kol og vopnaiðn-
aður sem eftir henni er fluttur
norður.
Búdapest kvað mikið til orðin
1 höndum Rússa.
Segja Þjóðverjar að þessi sókn
ússa sé eða verði að líkindum
það> sem ræður niðurlögum
stríðsins.
í Belgíu hafa nazistar orðið að
raga sig til baka. Sókn Run-
stedts þar virðist ekki hafa borið
neinn árangur fyrir Þjóðverja
Þeir fara enn að vísu hægt und-
an, en þeir gera nú áhlaup sunn-
ar á ýmsum stöðum, en virðast
ekki hugsa um annað í Belgíu, en
að forða sér.
Bandaherinn á Kyrrahafinu.
er nú kominn til Luzon-eyju. Er
sagt að harðir bardagar muni
þar senn byrja um höfuðborgina
Manila. Her MacArthurs hefir
verið að gera allmikið skurk á
austurströnd Kína og eyjum
skamt undan landi. Hefir verið
sökt hundruðum skipa af Jöpurn
á skömmum tíma. Hefir her
bandamanna unnið mjög mikið
á.
«
Hætt að berjast
á Grikklandi
Byltingunni á Grikklandi er
lokið. Pögnuðu því þúsundir
manna og kvenna og barna, er
um götur Aþenu gengu í gær,
með fána Breta, Bandaríkjanna
og Grikkja í höndum. Hafði
innanlandsstríðið þá staðið yfir
í sex vikur.
Þegar mannþyrpingin gekk
framlhjá aðsqtursstað Lt.JGen.
Ronald Scobie, yfirmanns brezka
hersins á Grikklandi, var hróp-
að fullum rómi zito Scobie (lengi
lifi Scobie).
í ræðu sem Scobie herslhöfð-
ingi hélt, kvaðst hann vona, að
fagnaðarganga þessi hefði nokk-
ur áhrif á skoðanir manna út í
frá, sem því miður hefðu verið
afvegaleiddar í grískum málum.
Áttu uppreistarmenn og
stjórnarsinnar sínar síðustu
skærur saman s. 1. laugardag
víðsvegar um Attica-skaga.
Ganga enn í vinnu
1 Vancouver, Victoria og New
Westminster, hefir verkfall stað-
ið yfir í viku, er þjónar strætis-
vagnáfélaga gerðu. Því er ekki
enn lokið og starfslýður borg-
anna gekk í gær til vinnu sinn
ar. s
Strætisvagna þjónarnir hafa
beðið um hærra kaup, en sam-
kvæmt stríðsreglugerðum, er
það ekki lögmætt tálið.
Fundur stórlaxanna
í London
Fundur “stóru mannanna
þriggja”, Ohurchill, Roosevelt
og Stalin, segir blaðið London
Evening News, að verði bráðlega
haldinn og verði að þessu sinni í
London.
Þýzkaland í rústum
Sœnskur verkfræðingur, Ver-
ner Taesler að nafni, sem er í al-
þjóðanefnd, sem er að rannsaka
eyðileggingar á húsum af völd-
um stríðsins, segir 13 miljónir
manna hafa orðið heimilislausa
í Þýzkalandi af völdum sprengju
árása.
Manntjónið á vestur
vígstöðvunum
Síðan 16. des. s. 1., að Rund-
stedt marskálkur hóf sóknina
inn í Belgíu, hafa 37,894 nazist-
ar verið handteknir.
Á sama tíma segir hermála
ríkisritari Bandaríkjanna, Henry
L. Stimson að 22 þúsund hafi
fallið af Bandaþjóðunum í Ar-
denna-bardögunum og 18 þús-
undir tapast, flestir eflaust verið
teknir fangar. *
Frá innrásinni 6. júní í Nor-
mandí, hafa Bandaþjóðirnar á
þessum vestur vígstöðvum hand-
tekiþ 844,891 nazista.
King vill ráða
»
I ræðu sem King forsætisráð-
herra Canada s.lt s. 1. föstudag
yfir kjósendum í Grey North,
kvað hann það geta leitt til kosn-
inga í landinu nú þegar, ef Gen.
McNaughton yrði ekki kosinn í
kjördæminu.
Að svo mikið velti á þessari
einu aukakosningu, nær engri
átt. Það er um McNaughton sem
atkvæði er verið að greiða, og
hann á ekki fremur iheimtingu á
að vera kosinn, en hver annar.
Þó Grey North-búar séu ekki á-
nægðir með hann, er það ekkert
meira tiltökumál, en með hvert
annað þingmannsefni sem er, út
um landið nema síður sé, þegar
á það er litið, hvernig hann
komst í stjórnarráðið. Að ögra
kjósendum á þennan hátt, er í
fylsta máta ráðríknislegt.
Manntjón Bretaveldis
Winston Ohurhcill forsætis-
ráðherra greindi frá því á þingi
í gær, að manntjón Breta og ný-
lenda þess, næmi alls 1,043,554 í
stríðinu.
Frá Bretlandi voru 635,107;
Canada 78,985; Ástralíu 84,861;
Nýja Sjálandi 34,115; Suður Af-
ríka 28,943; Indlandi 152,597;
smærri nýlendum 28,946.
Alls hafa fallið 282,162, særst
386,374 teknir fangar 294,438,
týndir 80,580.
I tölum þessum eru aðeins
taldir þeir hermenn, sem fallið
hafa, eða dáið af sárum. Þeir
sem dáið hafa af sprengjuárás-
um heima fyrir, eru heldur ekki
taldir; ennfremur engir er á
skipum ihafa farist, öðrum en
herskipum.
Hér á eftir fer tafla, er sýnir
hve margir hafa dáið, særst,
týnst og verið tekftir fangar af
hverri þjóð:
Land Drepn. Særð. Týnd. Fang
United
Kingd. 199,497 235,205 39,383 161,020
Canada 28,040 39,010 4,807 7,128
New
Zealand 8,919 17,115 928 7,153
Suður
Afríka 5,783 11,798 599 10,765
India 17,415 45,224 13,935 76,023
Aðrar
nýl. 4,493 3,688 14,015 6,572
Alls 282,162 386,374 80,580 294,438
Skýrsla þessi er frá stríðs-
byrjun til 30. nóv. 1944.
1000 vísað frá vinnu
McDonald Bros. Aircraft Ltd.,
í Winnipeg, sem unnið hefir að
flugvéla smíði, eða smíði vissra
hluta flugvéla, sagði s. 1. fimtu-
dag, að á næstu tveim mánuðum,
yrði hann að vísa 1000 manns frá
vinnu. Og eðlilega yrði ekki
langt þar til að allur skarinn eða
um 4,000 manns, sem hjá félag-
inu starfar, yrði að hætta störf-
um.
Segja verkamannasamtök hér,
að þau hafi farið fram á, að sam-
bandsstjórnin léti lauist efni til
annars iðnaðar, handa mönnum
iþessum, en þaðhafi ekki fengfst.
Samkvæmt því er verka-
mannasamtökunum segist frá,
voru snemma á árinu 1944, 2,500
manns vinnulausir og auk þess
1300 á framfærslustyrk. Með
vikningu allra þessara manna
úr vinnu, batnar ekki viðhorfið,
sem vissulega var ekki of gott
fyrir, segja verkamannasamtök-
in.
íslendingum í Danmörku
líður vel
Vegna síðustu atburða í Dan-
mörku hefir utanríkisráðuneytið
leitað upplýsinga um líðan Is-
lendinga bæði í Árósum og ann-
arsstaðar í landinu, og hefir í
morgun fengið þær fréttir, að
öllum Islendingum í Danmörku
líði vel.
Reykjavík, 16. nóv. 1944.
(Saimkv. fréttatilkynningu frá
ríkisstjórninni.)
VÍSINDIN MUNU GER-
BREYTA TILVERUNNI
♦ -----------
Eftir Waldemar Kaempffert
Styrjaldir nútímans krefjast
geysilegs iðnaðar. Illmögulegt
reynist oft að afla nauðsynlegra
hráefna, og verða gerfiefni þá að
koma f þeirra stað. Iðnaðinum
fleygir því fram á ýmsum svið-
um á þessum árum. Hin mikla
þörf kennir mönnum ítrustu
sparsemi og hagsýni.
Stríðið leggur vísindamönnum
og uppfyndingamönnum mikla
möguleika upp í hendurnar til
þess að ryðja nýungum braut
Það opnar hugi manna fyrir því,
sem virðist tákna nýjar hugsjón-
ir, og greikkar klyfjagang hinn-
ar iðnfræðilegu og þjóðfélags-
legu þróunar.
Hvaða breytingar munu ný-
ungar þær, sem nú verða til,
hafa á lifnaðarhætti manna að
styrjöldinni lokinni? Því er
*eigi auðsvarað. James Watt og
Thomas Edison ollu meiri þjóð-
félagsbreytingum heldur en
Alexander mikli eða Napóleon.
Lifnaðarhættir ibreytast eigi
mjög, þótt eitt efni sé notað í
annars stað, því að engar nýjar
venjur skapast. En gufuvélin,
rafmagnið, kvikmyndin, útvörp-
unin, bifreiðin og flugvélin kippa
manninum út af þjóðvegi venj-
unnar.
Togleður var notað á 10,000
mismunandi vegu fyrir styrj -
öldina. Gerfiefni, sem kostar
helmingi minna en hið uppruna-
lega, sýnir mátt iðnaðarins, en
gripirnir, sem úr gerfiefninu eru
gerðir, verða notaðir á sama hátt
og áður. Ef einungis þarf að
kasta handfylli af þurkuðum á-
vöxtum út á pottinn til þess að
gera góða súpu, breytast lifnað-
arhættirnir, og grautargerðin
verður auðveld.
Athugum nú, ihvernig hið
mikla magn af léttum málmum
er hagnýtt. Þeir eru eigi ein-
ungis notaðir í flugvélar, hreyfi-
hluta, potta og pönnur, heldur
einnig í nýjum tilgangi. Alum-
inium er notað í skip, sem fá við
það aukið burðarmagn. Hægt er
að létta þunga vörubifreiðanna
um %, en við það minkar flutn-
ingskostnaðurinn. Um 1970 get-
ur verið, að stál verði aðeins nOt-
að í á'höld, slithúðir og til þeirra
hluta, þar sem gerfiefni eru eigi
fyrir hendi.
Vélfræðingarnir spá því, að
eftir styrjöldina muni fólksflutn-
ingsbifreiðar verða léttari og
stærri en þær, sem við höfum í
dag. Vélin mun vera í aftur-
hlutanum, svo að ekillinn mun
sjá veginn betur en áður. Vélin
mun verða mjög sparneytin. —
Framleiðslan mun aukast um
helming, og bifreiðarnar verða
svo ódýrar, að aðeins hinn fá-
tækasti verkamaður mun eigi
megna að eignast þær.
Á loftflutningana munu þó
léttu málmarnir hafa enn meiri
áhrif. Úr þeim eru gerðar risa-
Frh. á 5. bls.
Goðmunda Haraldsdóttir Þor-
steinsson var fædd að Enni í
Hofsihreppi í Skagáfjarðarsýslu,
31. maí, 1885, þar sem foreldrar
hennar bjuggu þá. Faðir 'henn-
ar var Haraldur steinsmiður á
Sauðárkróki Sigurðsson járn-
smiðs, er síðast bjó að Sauðár-
króki, Sigurðssonar, Hrólfssonar.
Þá forfeður rekur Pétur Zoph-
óníasson ættfræðingur í Reykja-
vík í Ættum Skagfirðinga í bein-
an karllegg til Hrólfs sterka, til
Lofts ríka, til Þorsteins rauðs
herkonungs á Skotlandi, son
Ólafs hvíta herkonungs í Dýfl-
inni á írlandi og konu ihans Uðar,
djúpauðgu landnámskonu í Döl-
um vestra. Móðir Haraldar og
fyrri kona Sigurðar járnsmiðs
var Lilja frá Merkagili Jónsdótt-
ir bónda þar, Höskuldssonar; var
hún systir Ingu móður Ingibjarg-
ar móður dr. Vilhjálms Stefáns-
sonar.
Albróðir Haraldar var Þor-
steinn timburmeistari frá Sauð-
árkróki, er vestur flutti til Nýja
Islands mörgum árum eftir alda-
mót. Önduðust þeir bræður báð-
ir um sextugt. Samfeðra Har-
aldi var Stefán Sigurður Sig-
urðsson bóndi að Víðivöllum í
Árnesbygð, er flutti til Nýja Is-
lands 1876, og lézt fyrir fám ár-
um síðan að Betel og vantaði þá
tvo á tírætt. En sammæðra
Haraldi var Jóhann Lárus Jóns-
son bóndi á Lítingsstöðum í
Skagafirði, sem ekki náði háum
aldri.
Móðir Goðmundu, kona Har-
aldar, var Sigríður dóttir Mark-
úsar Árnasonar bónda að Kefla-
vík í Hegranesi og víðar. Hann
var bróðir Magnúsar bónda í
Utanverðunesi, og Þorbjargar
fyrri konu Jónasar bónda í
Keldudal Jónssonar alþm. í
Keldudal, Samsonssonar; ein af
þeirra börnum er frú Dýrfinna
Jónasdóttir í Reykjavík, fyrrum
kenslukona á Ytri-EJy, dlvaldi
nokkur ár í Winnipeg, frænd-
rækin kona og hin mesta hetja,
nú á níræðis aldri. Árni faðir
Markúsar var bóndi að Garði í
Hegranesi Jónsson bónda á
Bessahlöðum í Öxnadal, Hall-
dórssonar. Er sú ætt eyfirzk.
Móðir Sigríðar, kona Markús-
ar, var Filipía, er vestur flutti
ekkja, annáluð fyrir gjafmildi,
dó níræð, 1908, dóttir Hannesar
prests og rímnaskálds á Ríp í
Hegranasi, Bjarnasonar óðals-
bónda í Djúpadal, Eiríkssonar
hreppstjóra í Djúpadal hins
nafnkenda manns, er keypyti þá
jörð og við hana kendur, Bjarna-
sonar bónda á Hjaltastöðum, Ei-
ríkssonar. — Af alsystkinum
Sigríðar eru á lífi tveir bræður,
hinir vinsælu öldungar í Winni-
peg, Magnús Markússon skáld,
ári betur en hálfníræður, og Jón
Markússon, á þriðja ári yfir átt-
rætt. — Markús, faðir þessara
systkina, var seinni maður
Filipíu. Fyrri maður hennar var
Björn bóndi í Eyhildarholti, son
Ólafs Björnssonar bónda á Auð-
ólfsstöðum í Húnaþingi og konu
hans Margrétar Snæbjörnsdótt-
ur prests í Grímstungum Hall-
dórssonar biskups á Hólum,
Brynjólfssonar. Meðal þeirra
barna (hálfsystkina Sigríðar
móður Guðmundu) voru Rögn-
valdur hinn ljóðhagi bóndi í
Réttarholti, Filpía kona Jóhanns
Magnússonar, Eyfirðings, land-
nema í Piney-bygð, Man., og
Margrét, gáfukona mikil, átti
Pétur Björnsson Jónssonar frá
Narfastöðum, er fór til Dakota,
1883, og gerðist bóndi þar. Þeirra
synir Björn Pétursson, dr. Rögn-
valdur Pétursson, Ólafur Pét-
ursson og Hannes Pétursson.
Haraldur og Sigríður voru
sæmdarhjón, gerðu mörgum
gott og nutu almennrar hylli.
Haraldur var fríður maður og
höfðinglegur og frábærlega list-
fengur við alt sem hann snerti
á. Sigríður var greind kona og
mjög bókhneigð. Lærði hún af
sjálfsdáðum að lesa dönsku, og
las bækur á þeirri tungu sér til
skemtunar fram á síðustu æviár.
Börn þeirra hjóna voru tvær
dætur: Goðmunda, sem hér er
ritað um, og frú Lilja Haralds-
dóttir, hin mesta rausnar- o<*
gæða-kona, litlu eldri en systir
hennar. Maður hennar er Ólaf-
ur Helgi Jensson póstmeistari í
Vestmannaeyjum, maður mjög
vel gefinn og mentaður og mikill
öðlingur. Systir hans var frú
Guðfinna Jensdóttir kona séra
Björns Jónssonar að Miklabæ.
Voru foreldrar þeirra systkina
Jens bóndi að Innri Veðrará í
Frh. á 3. bls.