Heimskringla - 17.01.1945, Blaðsíða 3

Heimskringla - 17.01.1945, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 17. JANÚAR 1945 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA Spurt: Hve marga seðla verð- ur maður að láta fyrir 32 únzur af molasses? Svar: Skamturinn er 40 únzur fyrir hvern seðil. En ef keypt er í 32 únzu íláti þá verður maður að láta heilan seðil fyrir, það er ekki hægt að innlheimta minna. Spurt: Verður niðursoðin lax fáanlegur í vetur? Svar: Það er búist við að lax, í punda og hálf punda dósum verði fáanlegur bráðiega. • Sykur seðlar nr. 50 — 51, smjörsleðar nr. 93 og sætmetis- seðlar 37—38 ganga í gildi 18. janúar. • Spurningum á íslenzku svarað á ísl. af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St., Winnipeg, Man. BELGÍA Síðustu fregnir frá Belgíu 'herma, að talsverðar viðsjár séu þar í landi. Stjórnin, sem mynduð vár, var skipuð mönn- um úr flestum, ef ekki öllum flokkum Belgíu. Hór var um að ræða stjórn, sem vildi, eða átti að vilja aihliða endurreisn lands - ins eftir langt og erfitt hernám Þjóðverja, þar sem skortur var á flestum hlutum, og listaverkum hinna flæmsku málara vár misk- unnarlaust stolið til þess að prýða híbýli manna eins og Gör- ings, sem sennilega aldrei hafa borið nokkurt skynbragð á mál-, aralist, eða fagrar listir yfirleitt. beirra sjóndeildarhringu'r virð- ist til þessa hafa takmarkast af Gyðingaofsóknum, bókabrenn- um og öðru því, sem teljast verð- ur til mennigarauka þriðja rík- isins. Vafamál er, hvort þeir Rubens og flæmsku málararnir myndu kunna við sig í því and- rúmslofti, sem þeir Hitler, Himmler og Göring hrærast í. Hugsast gæti, að þeir segðu sem svo, að þeir hefðu ekki málað sín beztu listaverk til þess að láta stela þeim og koma þeim fyrir í húsum óvandaðra dóna og yfir- gangsmanna, en slíkt er jafnan smekksatriði. Þessi stjórn, sem mynduð var i Belgíu var eins og fyrr getur, allra flokka stjórn. í henni áttu sæti tveir kommúnistar. Nú var heilbrigt að ætla, að þeir, sem þar áttu sæti, myndu taka hönd- um saman og reyna að bæta það, sem tapast hefir í styrjöldinni, koma einhverju skipulagi á inn- anlandsmál landsins, sem eru í flaestu óreiðu eftir fjögurra ára miskunnarlausa kúgun. Sem vott um samvinnulipurð og ein- urð um þessi mál, myndaði Pier- fot forsætisráðherra Belga stjórn með hinum ýmsu flokkum, þar á meðal kommúnistum og áttu þeir, sem sagt tvo menn í henni. Nú hafa belgískir kommúnist- ar ákveðið, að þessir menn skuli Segja sig úr stjórninni. Og á- stæðan fyrir þessu er sú, að þeir vúja ekki fallast á, að skærulið- ar landsins séu afvopnaðir eftir að landlsbúar hafa fengið þá stjórn, sem ætla má, að njóti al- ^enningshylli í landinu. Skæru- ^iðar þessir, sem éru sumpart shipulagðir af kommúnistum, hafa gert ýmislegt gagn. Þeir imfa valdið margháttuðum sPjöllum í liði Þjóðverja, á sam- gönguleiðum þeirra og herbúð- yna. En þegar lögleg stjórn hef- ir setzt að í landinu mætti ætla, að þeirra væri ekki þörf lengur. Lögregla og herlið væri einfært um að halda uppi lögum og regl- um. Belgfeka stjórnin hefir far- fram á, að menn þessir yrðu afvopnaðir, en kommúnistar neita því og gera það að fráfar- aratriði. það mun ekki tíðkast al- að til séu vopnaðir hópar manna, sem geta farið því fram er þeir vilja. Eða, manni er sPum, myndi það látið viðgang- ^t í Rússlandi? Myndu ekki talm og Molotov fara á stúfana og banna slík samtök? Þeim væri sennilega ekkert vel við það að hafa vopnaðan her, innan vébanda ríkisins við hlið rauða- hersins, sem þeir hefðu raun- verulega ekkert yfir að segja. í öllum siðuðum löndum er til ríkisvald, sem hefir það hlutverk að sjá um, að lögum og reglum sé framfylgt og það hefir ekki tíðkast til þessa að hafa neins konar aukalið í landinu, sem í hlut á. • Ósennilegt er, að belgískir kommúnistar hafi sagt sig úr stjórninni vegna þess eins, að þeir sjái nú fram á, að þar verði ekki komið á fót sovét skipulagi svona alveg í hvellinum. En þeir geta hafa reiknað með því, að það væri þægilegur liðsauki að hafa vopnaðar sveitir handbær- ar, sem væru þess alibúnar að snúast gegn stjórn lands- ins, ef hún vildi ekki aðhyllast skoðanir þeirra og vilja. Það er máske þess vegna, sem belgískir kommúnistar heltast úr lestinni. —Alþbl. 18. nóv. GOÐMUNDA HARALDS- DÓTTIR ■■■■&•> • » •'••.. ;•• • « , ___________ HERFLUGVÉLIN “TEMPEST” Nú er búið að gefa nokkrar upplýsingar um stærð og gerð þessarar flugvélar og eru þessar helztar: Hún er ein- sætuð og smíðuð hjá Hawker Aircraft Ltd., og var dregin upp af manni er hjá félaginu vinnur og heitir Sidney Cam. Vélin hefir 2,200 hesta afl og ber fjórar 22 m.m. byssur. Breidd hennar er 41 fet, lengd 33 fet og 8 þml., hæð 16 fet og 1 þml. Frh. frá 1. bls. Önundarfirði Jónsson bónda í Hjarðardal, Guðlaugssonar, og konu hans Sigríðar Jónatans- dóttur bónda að Vöðlum, Jóns- sonar. Mjög ástúðlegt var með þeim systrum, Lilju og Goðmundu. Og þegar Atlantshafið breiða bann- aði þeim samfundi, skrifuðust þær alt af á, mörg bréf á ári hverju og stundum á bverjum mánuði, frá því Goðmunda fór vestur og þar til nú. Hjá þeim hjónum, þar sem móðir þeirra bjó, átti Goðmunda sínar beztu stundir, þegar hún dvaldi á Is- landi, þótt víða heima nyti hún og maður hennar sannrar vin- áttu og gleðistunda hjá frænd- um þeirra og vinum. Goðmunda fluttist á unga aldri með foreldrum sínum til Sauðárkróks, nokkurum árum fyrir aldamót. Þar smíðaði Har- aldur hús, er þau hjónin bjuggu í þar til thann lézt í ársbyrjun, 1918, en Sigríður móðir Goð- mundu andaðist fyrir fáum ár- um síðan á níræðisaldri hjá Lilju dóttur sinni í Vestmannaeyjum. Á Sauðárkróki naut Goðmunda barnaskóla mentunar, og lærði danska tungu vel, en ensku ekki fyrr en hún flutti til Winnipeg. Auk þess lagði hún mikla stund á ýmsar hanriyrðir og ísaum heima, og var talin snillingur í þeirri grein, enda fórust henni öll störf vel úr hendi. Vestur um haf flutti hún úr foreldrahúsum til Winnipeg með móðurbróður sínum, Magnúsi skáldi Markússyni, sumarið 1907. Var hann þá heima á veg- um Canada-stjórnar, að leið- beina vesturförum. 1 þeim hópi var Einar H. Kvaran rithöfund- ur í kynnisför hingað vestur. Kemst hann svo að orði um Goð- mundu (á leiðinni yfir Atlants- haf) í bók sinni Vesturför (bls. 31): “Við Magnús Markússon og systurdóttir hans frá Sauðár- krók sátum saman við borðið. . . Frændkona M. M. var víst sá far- þegirin, sem almennasta athygli vakti fyrsta daginn. Ekki ein- göngu vegna þess, að hún var barnung, hæversk og prúðmann- leg, bauð af sér bezta þokka og talaði ekki ensku, sem allir aðrir gerðu á þessu farrými. Heldur jafnframt vegna þess, að 'hún var í íslenzkum búningi, með skotthúfu og í upphlut. Hvar sem henni brá fyrir, sneru menn sér við, meðan þeir voru að venj- ast þessu. Enginn virtist hafa séð þennan búning fyrr. Og það var eins og kvenfólkið brynni í skinninu eftir að mega gera henni einhvern greiða, og helzt handfjalla hana, eins og lítið barn eða brúðu.” Goðmunda lagði til síðu ís- lenzka búninginn þegar hún kom til Winnipeg, en alla ævi var sál hennar skrýdd hátíðabúningi ís- lenzkrar fegurðar, íslenzkrar estu og íslenzkrar göfugmensku. Meðan Goðmunda var ógift í Winnipeg, tók hún einn aðaliþátt í sjónleik, sem þar var sýndur og hlaut bezta orðstír. Hafði hún áður heima eitthvað stundað leiklist. Um þessar mundir eða heldur fyrr, fór hún heim í kynn- isför til foreldra sinna og systur, sem þá var gift kona í Hofsósi. Var það einlæg ósk hennar þá, að setjast að heima, en svo voru launin lág í þá daga, er goldin voru fyrir þau störf, er henni buðust þar, borin saman við kaupgjaldið vestra, sem hafði gert henni fært, að ferðast heim, að henni fanst að hún myndi ekki una þeim kjörum, og fór aftur vestur til Winnipeg. Þorsteini Þ. Þorsteinssyni skáldi giftist Goðmunda 23. maí, 1914. Var hún í öllu hin ágæt- asta og sannasta eiginkona og kom alls staðar fram til góðs. Hann var áður kvæntur Rann- veigu leikkonri Jónsdóttur Ein- arssonar í Winnipeg. Hún and- aðist úr berklum eftir tæpra þriggja ára hjónaband. Þeirra synir Þorsteinn Páll Karl, og Jón Ingvi Edwin, ólust upp hjá foreldrum móður sinnar. Goð- munda unni þessum drengjum sem sönn móðir, en hún og Þor- steinn áttu ekki börn. Gat eldri drengurinn komið til hennar seinasta daginn, sem hún lifði, og síðar kvatt hana látna áður ‘hún var borin brott til bálfararinnar. En yngri drengurinn er í ítalíu. Hin framliðna var fögur kona' og kvenna kurteisust. Hún var mjög trygglynd og frændrækni var henni í blóð borin. Hæg- lynd var hún og blíðlunduð en þó djarfmælt ef því var að skifta; mjög vel viti borin með næmri fegurðartilfinningu en stundum dul og dreymandi. Hún hafði unun af ljóðum og vel sögðum sögum. Sjálfri var henni létt um að kasta fram stöku en iðkaði það þó lítið. Eitt kvæði eftir hana var prentað í Morgunb’lað- inu í Reykjavík en ekki undir hennar nafni, og ein smásaga er eftir hana í missirisritinu Sögu, sem heitir Indíána sumar, rituð undir gervinafninu Ása Þór. Má vel geta þess hér, fyrst á Sögu er minst, að Þorsteinn þakkar Goðmundu það, að hægt var að géfa út ritið í sex ár í íslenzku deyfðinni vestan hafs, því hún safnaði mestum auglýsingunum í það frá hérlendum mönnum og fórst það afbragðs vel úr hendi, en án þeirra hefði einstaklingi verið ógerningur, að halda rit- inu áfram þar til kreppan mikla hófst, þótt Þorsteinn ynni flest vor og sumur og haust við mál- araiðn sína þau árin. Og í einu og öllu styrkti hún mann sinn af ráði og dáð við ritstörf sín, og hvatti hann stundum jafnvel meira til að yrkja ljóð fyrir ekk- ert an að mála fyrir glerharða peninga út í hönd. Starf9við Groðmundu hefði orðið stærra ef langvinn van- heilsa, bæði hér og eins annað slagið þegar hún var heima, 1920 og 1921, og frá 1933 til 1939, hefði ekki dregið úr starfs- kröftum hennar, en fegurra ihefði það tæpast orðið en það var þeim, sem þektu það bezt. En allan lasleik sinn um ævina bar hún sem sönn hetja og kvart- aði ei né kveinkaði sér. Goðmunda andaðist í 9vefni úr langvarandi nýrnaveiki, klukk- an hálf tólf (Standard time) á jóladagskvöldið, 25. desember, 1944, og leið út af eins Og ljós í faðm hins mikla friðar. Sjálf var hún jólaljós allra vina sinna, sem breitt hafði birtu og yl á vegferð þeirra. Sex mánuðum fyrir andlát sitt, og þá á fótum, bað hún mann sinn ef hann lifði sig, að sjá um að hún yrði kvödd frá Sambandskirkjunni í Win- nipeg, með bæn en ekki líkræðu en leikið á orgelið Ave María; lík sitt ekki sýnt eins og stund um er venja, afbeðin öll blóm, því sér fyndist, að þau þyrfti ekki að láta lífið þótt hún dæi. Þaðan yrði lík sitt flutt á bál- stofu en maður hennar sæi svo um, að leifar sínar hvíldu með tíð og tíma heima “þar sem víð- sýnið skín”, en hún ákvað ekki staðinn. Kveðjuathöfnin fór fram föstudaginn milli jóla og nýárs kl. 2 í Sambandskirkjunni í Winnipeg, og óskum hennar fylgt í öllu tilliti. Prestur safn- aðarins stýrði athöfninni, og birtir hérmeð stutta æfiminn- ingu, þar sem hann hefir stuðst við að mest öllu leyti þær upp- lýsingar sem hann fékk frá eftir- lifandi manni hinnar látnu. — Blessun guðs sé yfir minningu hennar, og fylgi henni um alla eilífð. P. M. P. menn. eða okkur skorti hug- kvæmni til að taka upp nýjar at- vinnugreinar. 1 skrá þessari má finna 5 nýjar prentsmiðjur, 2 bók- bandsstofur, 12 fata- og skóverk- smiðjur, 25 vélsmiðjur og önnur tæknifyrirtæki, 6 rafmagnsfyr- irtæki auk fjölda annara verk- smiðja og fyrirtækja. Alls hafa verið skráð 70 ný iðnfyrirtæki á þessu tímabili, og má það teljast góð viðkoma á svo skömmum tíma.—Vísir, 22. nóv. ★ ★ ★ Líkin, sem rak á Snaefellsnesi reyndust vera af bræðrunum Óla og Sverri 1 fyrradag var komið með til Reykjavíkur, barnslíkin tvö, sem fundist höfðu rekin vestur á Snæfellsnesi um síðustu helgi. Reyndust líkin vera eins og búist var við í fyrstu af bræðr- unum Óla og Sverri sonum lækn- ishjónanna Sigrúnar og Frið- geirs Ólasonar. Ekkert hefir fundist fleira rekið, úr Goðafossi en það, sem áður hefir verið getið um hér í blaðinu, en hinsvegar mun verið gengið með sjó fram þar sem reka er helzt von, í nokkra daga ennþá.—Alþbl. 19. nóv. ★ ★ *r Sjódómur rannsakar Goðafoss-slysið Sjódómur Reýkjavíkur starfar nú fyrir luktum dyrum að rann sókn Goðafoss-slyssins. í dóm- inum eiga sæti Einar Arnalds, fulltrúi borgardómara, Sigurjón Á. Ólafsson og Hafsteinn Berg- þórsson. Mun það af hernaðarástæðum, að dómurinn starfar fyrir lukt- um dyrum—Vísir, 22. nóv. Hhagborg u FUEL CO. n Dial 21 331 (C.F.L. No. 11) 21 331 LET YOUR D0LLARS FLY TQ BATTLE... WAR SAVINGS CERTIFICATES SMÆLKI FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI Skip, sem átti að aðstoða við björgun úr Goðafossi og leita að skipbrotsmönnum hefir farist Brezki flotaforinginn hér hefir tilkynt að brezkt smáskip, sem sent var út s. 1. föstudag, er Goðafossi var sökt, og átti að að- stoða við bj'örgun fólks úr hon- um og leita að skipbrotsmönn- um hafi ekki enn komið til hafna og verði ’því að álíta, að það hafi farist með allri áhöfn. —Alþbl. 18. nóv. ★ ★ ★ 70 ný iðnfyrirtæki stofnuð á hálfu öðru ári I síðasta hefti Tíamrits iðnað- armanna er birt skrá yfir ný iðn- fyrirtæki, stofnuð hér á landi ár- ið 1943 og fram til 17. júní 1944 Kennir þar margra grasa og væri synd að segja, að við íslendingar værum ekki framtakssamdr “Dag nokkum”,'byrjaði Book- er T. Washington, hinn ötuli bar- áttumaður fyrir réttindum negra, “kom fáfróður hvítur spjátrungur á kjörstað til þess að greiða atkvæði, því til þess hafði hann öðlast rétt.” “Eg bið yður um að gera mér þann greiða að krossa við já á at- kvæðaseðilinn,” sagði múlatti, sem stóð við kosningaklefann, við manninn. “En hvað merkir það?” spurði rá veslings hvíti maðurinn. “Þér getið séð það sjálfur,” sagði múlattinn. “En eg kann ekki að lesa.” “Hvað getið þér ekki lesið. hvað stendur á atkvæðaseðlin- um, sem þér haldið á og vitið þér ekki um hvað þér ætlið að kjósa? hrópaði kynibléndingurinn. “Nei,” sagði hann, “eg kann ekki að lesa.” “Jæja,” sagði múlattinn, “ef Dér krossið við já, þá viljið þér jafnrétti hvítra manna og b lökkumanna. ’ ’ “Það þýðir að svertingjar eiga að fu kosningarétt, eða er það ekki?” “Jú”. “Þá geri eg það ekki. Svert- ingjar eru ekki nógu mentaðir til þess að geta kotsið.” ★ ★ ★ Taft, forseti Bandaríkjanna, var nokkuð feitur og með ístru. Hann sagði oft skopsögur á sinn kostnað. Eitt sinn sagði hann frá því, að lítill drengur, sonur kunningja síns, hefði haft þarin vana að naga neglur sínar. — Fóstra hans sagði honum, að ef hann héldi áfram að naga á sér neglurnar myndi hann bólgna upp. Drengurinn vildi alls ekki verða fyrir slíku og lét af þess um vana. Nokkrum dögum seinna buðu foreldrar drengsins Taft í mið- dag. Um leið og drengurinn kom auga á hann, þaut hann ti hans og sagði: “Þú nagar á þér neglumar.” ★ ★ ★ Skoðanamunur — Altaf skal guð hafa aðra skoðun en presturinn okkar. — Hvað áttu við með því? — Presturinn auglýsir á hverjum sunnudegi í stólnum, að hann byrji messu kl. 2 næsta sunnudag, ef guð vill. En hún skal altaf vera langt gengin þrjú, þegar hann byrjar. ★ ★ ♦ Alexander H. Stevens, senator frá Georgia, síðar vara-forseti Bandaríkjanna, var mjög lítill vexti og vóg rétt rúm 70 pund. Stór og mikill þingmaður, sem lenti eitt sinn í harða rimmu við senatorinn, sagði eitthvað á þá leið, að hann gæti gleypt hann án þess þó að verða var við að hann hefði borðað nokkurn skap- aðan hlut. “Já, ef 9vo er”, svaraði Stev- ens, “þá hefirðu kjarnmeiri maga en iheila.” ★ * * — Viljið þér athuga, hvað er að þessu úri. Óhreint getur það ekki verið, því að eg er búinn að þvo það úr þremur 9ápuvötnum ★ * ★ Jón var nýtrúlofaður, en hann iðraðist þess fljótlega og trúði Sveini vini sínum fyrir því að hann ætlaði að slíta trúlofun- inni. Hann sagðist ætla að tala við unnustuna strax í kvöld. — Jæja, hvemig fór, spurði Sveinn nokkrum dögum síðar. — Það fór illa, sagði Jón dap- ur í bragði, eg skriftaði fyrir henni alla mína fortíð, en held- urðu að það hafi dugað. Nei, eg held nú síður, og nú ætlum við að gifta okkur í næstu viku. ★ ★ ★ Skoti bað sér konu og fékk hryggbrot. — Eg get ekki gifst yður, af því að eg (elska yður ekki, sagði stúlkan, en eg skal vera yður sem systir. — All right, sagði Skotinn. Hvað fæ eg mikið þegar pabbi deyr. SNEMMA SAÐNAR TOMATOS Vordaga Chatham Þœr allra íyrstu Tomatos— hvar sem eru í Canada. Ómetanlegar fyrir norðrið og vestrið og aðra staði sem hafa stuttar árs- tíðir. Einnig mjög ákjósanlegar á öðrum stöðum fyrir fljóta sprettu og gæði, eru fullþro9ka tveim vikum eða meir á undan öðrum ávöxtum. Reyndust ágætlega í sléttufylkjun- um 1943 og 1944, þar með taldir staðir svo sem Lethbridge og Brooks í Alberta; Indian Head og Swift Cur- rent í Sask., Brandon og Morden í Man. I kringum Calgary, þar sem gengu fyrst undir nafninu “Alberta”, urðu garðyrkjumenn alveg undradi yfir þeim. I Lethbridge voru "Vor- daga Chatham” fullþroskaðar viku til tólf dögum á undan öðrum garðá- vöxtum. 1 Mordan, Man., var vöxtur þeirra frá 20% til 40% meiri en nokkur önnur snemma þroskuð garð tegund. “Vordaga Chatham” eru smáar, þurfa ekki að binda upp, og má planta tvö fet á hvern veg. Eplið samsvarar sér vel, fallegt í lögun og að lit, fyrirtaks bragðgott. Er um 214 þml. i þvermál, en oftast þó meira. Pantið eftir þessari auglýsing. En þar sem eigi er nægilegt útsæði að fá getum við ekki sent meira en fram er tekið,- (Pk. 15$) (oz. 75<) póstfritt. FRÍ—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1945 Aldrei fullkomnari en nú. DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.