Heimskringla - 17.01.1945, Blaðsíða 6

Heimskringla - 17.01.1945, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. JANÚAR 1945 STÚLKAN ur FLÓANUM Og þannig héldu þáer *áfraíh meðan þær óku. Elenóra vissi það ekki en á þennan hátt varð hún félagi þessara ungu stúlkna. Hún iheyrði nú félaginu til. Hún vissi bara að hún var hamingjusöm, og inst í huga sínum furðaði hún sig á hvað móðir hennar og Margrét frænka mundu segja um það, sem gerst hafði þennan morgun. Fyrri hluta laugardagsins hjálpaði Elenóra móður sinni með heimilisstörfin. Þegar þær voru búnar sagði Mrs. Komstock henni, að nú skyldi hún fara til Sintons og hreinsa upp ind- versku fornminjarnar, svo að ihún gæti farið með Wesley til bæjarins þá um kvöldið. Elenóra flýtti sér niður veginn og var strax komin að brunninum með þvottabala, og hamaðist nú við að þvo örvaroddana. Sýteinaxir, pípur og verkfæri, sem höfð voru til að hreinsa með skinn o. s. frv. Þar voru ekki eins margir örvar- oddar og hún hafði hugsað, og sumir, sem hún hafði haldið að væru góðir, voru flaskaðir eða brotnir. En samt var þarna talsvert stór kassi með heilum áhöldum, sem hún gat farið með til bæjarins. Svo þurfti Elenóra heim til að klæða sig í hrein föt og beið svo þangað til vagninn stað- næmdist fyrir framan hliðið. Hún fór inn í bankann, en Sinton fór að ljúka sínum erindum, selja afurðir sínar og kaupa hitt og þetta fyrir konuna sína. 1 nýlenduvörubúðinni hitti hann Mr. Brownlee, sem kom til hans og sagði: “Nú, nú, Sinton, hvernig lízt þér á hvernig fór með nest- istínuna, sem þú keyptir hérna á dögunum?” Svo fór hann að hlægja. “Mér fellur aldrei að sjá mann hlægja ein- an,” sagði Sinton. “Það lýsir svo mikilli sjálfs- élsku. Segðu mér gleðiefnið svo að eg geti hjálp- að þér til að ihlægja!” Brownlee þerraði á sér augun. “Eg hélt að þú vissir um þetta. En eg sé nú að hún hefir ekkert sagt þér frá þessu.” Svo kom sagan af nestistínunni hina þrjá síðustu aagana, var hún sögð með öllum atrið- um, og hundinum var heldur ekki gleymt. “Nú getur íþú hlegið,” sagði Brownlee er hann lauk máli sínu. “Nei, það veit trúa mín, að eg sé ekkert hlægilegt við þetta,” svaraði Sinton. “Og ef þú hefðir keypt tínuna og hefðir svo látið mat í hana sjálfur eins og til að vígja hana, þá mundi þér ekki 'heldur finnast þetta hlægilegt. Eg kalla þetta skammarlegt, og eg skal sjá um að þetta taki bráðan endi.” “Já, eitthvað verður auðvitað að gera í þessu máli. Það finst mér líka. Þau eru alveg hreint eins og blóðsugur. Faðir þeirra vinnur sér nægilega mikið inn til að kaupa þeim mat, en þau eiga enga móður, og flækjast um alt umsjónarlaus. Þau eru sjálfsagt álveg óð í að fá veltilbúinn mat. En þetta er nú samt hlægi- legt, og þótt þér finnist það ekki nú, muntu sjá það síðar.” “Hvar skyldi eg geta fundið hann föður þeirra?” spurði iSnton þurlega. Mr. Brownlee sagði honum hvar húsið væri og lagði Wesley af stað og fann það vonum bráðar. Húsið var réttnefni, því að heimili gat þetta ekki kallast. Þetta var ekkert nema tómur húskofi og í hon- um voru þrjú vanhirt börn, sem léku sér inni í þvi og í kringum það. Stúlkan og eldri dreng- urinn drógu sig í hlé, en Billy sneri sér að komu- manni og spurði: “Hvað vilt þú hérna?” “Eg þarf að tala við hann föður þinn,” svaraði Sinton. “Ó, hann séfur,” svaraði Billy. “Hvar?” spurði Sinton. “Inni í húsinu, og þú getur ekki vakið hann.” “Eg mun nú samt reyna það,” sagði Wes- ley. Billy vísaði honum leiðina. “Þarna er hann,” sagði hann. “Hann er fullur aftur.” Á óhreinni undirsæng í einu horninu lá sofandi maður. Hann virtist vera bæði hraust- ur og sterkur. En það var satt sem Billy sagði, að ekki væri hægt að vekja hann.' Hann hafði n‘áð hinsta áfanganum og var skilinn við. Sinton gekk út úr herberginu og lokaði hurðinni á eftir sér. “Faðir þinn er veikur og ér hjálparþurfi,” sagði hann. “Vertu nú hérna og eg skal sækja mann til að líta á hann.” “Ef þú lofar honum að eiga sig þá raknar hann bráðum úr rotinu. Svona er hann altaf. En á milli vaknar hann og færir okkur þá eitt- hvað að borða, en biðin verður okkur stundum óþægilega löng.” Drengurinn sagði ekki þetta í neinum kvörtunárrómi. Hann sagði bara frá atriðun- um eins og þau voru. Wesley Sinton leit hvast á Billy. “Líður þér illa núna?” Billy lagði kámuga hendina á magann, sem virtist svo saman skroppinn, að hann væri að engu orðinn. “Já, þú getur reitt þig á það lags- maður,” svaraði hann glaðlega. “Hversu lengi hefir þér liðið þannig?” spurði Sinton. Bifly sneri sér til hinna barnanna. “Hve- nær var það, sem við fengum alt þetta góðgæti á brúnni?” “I gærmorgun,” svaraði stúlkan. “Er það alt uppgengið?” spurði Sinton. “Hún sagði okkur að fara heim með þetta,” svaraði Billy hryggur í bragði, “og af því að hún sagði okkur það gerðum við það. Pabbi var kominn heim. Hann hafði drukkið áfengi og varð svo hundveikur er ihann hafði étið nærri allan matinn okkar. Síðan drakk hann enn meira brennivín og sofnaði svo út af. Við fengum næstum ekkert af þessu.” “Nú skuluð þið börnin sitja hérna á t'röpp- unum þangað til maðurinn kemur,” sagði Sin- ton, “eg skal senda ykkur eitthvað að borða. Hvað heitir þú drengur minn?” “Billy,” svaraði drengurinn. “Jæja, Billy, eg hugsa að réttast sé að þú komir með mér. Eg skal gá að honum,” sagði Sinton og leit á hin börnin. Hann rétti út hendina til Billy. “Eg er ékkert barn, eg er drengur,” sagði Billy og reyndi að fylgjast með Wesley. Á leið- inni sparkaði hann í hvern hlut, sem hægt var að flytja úr stað, án þess að hirða um særðar fætur sínar. Þeir gengu fram hjá stórum hundi, sem fygldist með húsbónda sínum, og Billy tók að klifra upp eftir Sinton eins og hann væri tré og læsti hann titrandi höndunum. “Eg er ekkert hræddur við hundinn,” sagði Billy þegar hann var aftur látinn niður á gang- stéttina, “en einu sinni tók hann misgrip á mér og rottu eða einlhverju því líku, og læsti tönn- unum í bakið á mér. Hefði eg rekið réttar míns, hefði eg átt að kæra hann fyrir lögunum.” Sinton leit á litla reiðulega andlitið. — Drengurinn var nógu sniðugur og hafði góða hæfileika, en hann var næstum afstyrmi af illu viðurværi. Wesley Sinton leiddi drenginn. Þeir komu nú inn í verzlunarhverfi Onabasha bæjarins, og göturnár voru fullar af fólki. Billy skildi það að leiðsögumaður hans gat mist af honum í þrönginni, og hélt sér því í hendi hans dauða haldi. Litla, heita hendin, sem hélt svo fast í hendi hans, særðu fæturnar, sem gengu á gang- stéttinni án þess að Billy skeytti því neinu og hungraður drengurinn, sem stóð á öndinni af áreynslu að fylgjast með honum, hrærði Sinton til meðaumkvunar. “Heyrðu nú drengur minn. Hvernig mundi þér falla að fá eins mikinn kvöldmat og þú gætir í þig Látið, og fá síðan að söfa í góðu rúmi?” spurði hann. “Æ, blessaður vertu. Eg er nú ekki dauð- ur ennþá. Þvílíkt fæst bara í himninum. Fá- tæklingarnir fá ekkert því líkt. Það sagði hann faðir minn.” “Jú, þú getur fengið þetta alt ef þú vilt bara koma með méf og vera drengurinn minn.” “Get eg þá fengið eitthvað af þessu til að færa Bellu og Jimmy?” “Ef þú vilt koma með mér, þá skal verða séð um þau.” “En hvað mun pabbi segja um það?” “Pabbi þinn hefir sofnað þeim svefni, sem hann vaknar aldrei af, Billy,” sagði Sinton. “Eg er næstum því viss um að dómstólarnir leyfa mér að fá þig, Billy, sért þú viljugur að koma með mér.” “Þegar fólk vaknar ekki framár, þá er það dáið,” sagði Billy. “Er pabbi dáinn?” “Já,” svaraði Sinton. “Og þú ætlar líka að sjá um þau Jimmy og Bellu?” “Eg get ekki tekið ykkur öll þrjú,” svar- aði Sinton. “Eg skal taka þig og sjá um að systkini þín komist í hendur góðra manna. Viltu þá koma með mér?” “Já, eg skal koma með þér,” svaraði Billy. “En við skulum umfram alt fá okkúr að borða.” “Já, það skulum við gera,” svaraði Sinton. “Komdu með mér inn í þetta matsölúhús.” Hann lyfti Billy upp að borðinu, sagði þjónin- um að gefa honum eins mörg mjólkurglös og hann gæti torgað og láta 'hann fá hveitibrauð. “Eg hugsa að við fáum steikt hænsnakjöt þegar við komum heim, Billy,” sagði hann, “svo þú færð bara svolítið núna, en getur orðið reglu- lega vel saddur seinna.” 10. Kap. — Billy gerir óskunda hjá Sintons hjónunum. Á meðan Billy var að borða leitaði Sinton til ýmislegra yfirvalda, sem höfðu með þessi atriði að gera, loks til hjálparnefndar kvenfé- lagsins. Hann sendi körfu með matvælum til Jimmy og Bellu, keypti Billy strigabuxur og nýja skyrtu, og fór síðan að sækja Elenóru. “En WeSley frændi!” kallaði hún til hans. “Hvar fanst þú hann Billy?” “Eg hefi tekið hann til fóstúrs um tíma, kanske altaf,” svaraði Sinton. “En hvar fanstu hann?” spurði Elenóra forviða. “Heyrðu nú góða mín,” sagði Sinton. “Mr. Brownlee sagði mér söguna af nestistínunni þinni. Mér fanst ekki sagan eins hlægileg og þeim fanst hún. Þessvegna reyndi eg að ná tali áf föður Billys til að fá hann til að sjá um fjöl- skylduna sína, eða láta þá, sem lögin eiga að sjá um framkvæmdir laga og réttar, sjá um börnin.” “Hann er alveg steindauður,” sagði Billy. “Nú getur hann aldrei framar tekið frá okkur alt kjötið.” “En Billy!” hrópaði Elenóra upp óttaslegin. “Hirtu ekki um það,” sagði Sinton. “Barn talar aldrei svona um föður sinn, hafi hann auð- sýnt því kærleika og alið það upp á réttan hétt. Þegar iþað talar þannig er það eingöngu föðum- um að kenna. Þú munt aldrei heyra Billy tala þannig um mig þegar eg er allur.” “Þú átt þó aldrei við að þú ætlir að taka Billy fyrir kjörson?” “Eg þarf bráðum á hjálp að halda,” svaraði Sinton. “Billy verður orðinn það stór að tíu árum liðnum, og ef eg el hann upp, þá verður hann eins og eg vil að hann verði.” “En Margrétu frænku feliur illa við drengi. Hún vill ekki ihafa hann á heimili sínu.” “Á heimili okkar,” leiðrétti Sinton. “En hversvegna vilt þú fá hann?” spurði Elenóra forviða. “Það má hamingjan vita,” sagði Sinton. “Billy er hreint ekkert fríður og hann er ekk- ert gáfaður, eg held að það sé helzt vegna þess, að hann er svo mannlegur. Hann vekur með- aumkvun mína.” “Já, þannig áhrif íhafði hann á mig,” svar- aði Elenóra. “Mér þykir vænt um hann, og vil heldur að hann fái matinn minn, en eg hafi hann sjálf.” “Hvervegna þykir þér svo’na vænt um hann?” spurði Sinton. “Æ, eg veit það ekki,” svaraði Elenóra hugsandi. “Hann er svo lítill og svo fátækur, en hann gefst aldrei upp né lætur undan, vegna þess að hann hugsar aldrei um sjálfan sig, held- ur um bróður sinn og systur. En við verðum að þvo 'honum áður en Margrét frænka sér hann. Ætli mamma--------” “Þú skalt engar áhyggjur gera þér út af þessu. Eg mun fara með hann heim með mér alveg eins og hann er,” sagði Sinton. “Eg vil að Margrét sjái hann alveg eins og ihann er í allri sinni eymd.” “Eg er hrædd,” sagði Elenóra. “Það er eg líka,” svaraði Sinton. “En eg vil ekki láta hann af hendi. Hann hefir nú þeg- ar náð tökum á hjarta mínu. Mig ihefir altaf langað svo innilega til að eiga dreng. En við skulum ekki láta hann heyra til okkar.” “Láttu þá ekki drepa ihann!” hrópaði Elen- óra. Á meðan þau voru að tala saman hafði Billy * gengið út á brún gangstéttarinnar og slapp nú með naumindum við að lenda ekki undir hjólin á bifreið, sem framihjá fór. Hann var sem sé að reyna að bjarga ketlingi, sem honum virtist vera í hættu. Sinton dró Bi'lly inn á gangstéttina og hélt fast í hendi hans. Þegar þau settust í vagninn til að aka heim, sat Billy í framsætinu. Hann greip í snæri í vagnbrúninni og hafði það fyrir tauma, veifaði svipunni og æpti af gleði. Fyrst hló Sinton með honum, en eftir að hann hafði komið Elenóru heim fór andlit hans að fá miklu alvarlegri svip. Margrét stóð hjá dyrunum þegar þeir óku upp trjágöngin heim að húsinu. Sinton lét Billy verða eftir í vagninum, batt hestana og gekk til hennar til að útskýra fyrir henni hvernig stæði á því, að Billy væri með heim til þeirra. Hann hafði ekki náð til hennar alla leið þegar Margrét hrópaði: “Wesley sjáðu barnið. Hestárnir eru að fælast!” | Wesley sneri sér við og tók til fótanna. Billy stóð uppréttur í vagninum og barði hina fjörugu hesta með svipunni. “Sjáðu bara hvernig eg kem þeim úr spor- unum!” sagði hann þegar hann sló í þá í annað sinnið. Hann kom þeim úr sporunum. Þeir kiptu upp staurnum, sem þeir voru bundnir við, auk hluta af girðingunni, sem skóf af einu vagn- hjólinu. Fyrst náði Sinton ekki í hestana, en af Iþví að staurinn hamlaði þeim dálítið náði hann þeim samt. Hann leiddi þá út í hesthúsið og sagði Billy að hann skyldi sitja í vagninum þangað til hann hefði beitt hestunum frá. Svo tók hann í hendi hans og leiddi hann, og bar með sér bögglana heim að húsinu. “Þú getur nú hlaupið um og leikið þér,” sagði hann við Billy. “Eg ætla að tala við fallegu konuna þarna.” Fallega konan var heldur en ekki óttasleg- in á 9vip, þegar Sinton kom til hennar. “Hvar í ósköpunum hefir þú náð í þennan andstyggilega strák?” spurði hún og nú sagði maður hennar henni sögu Billys. “Hann er næstum Iþví dauður úr sulti og eg vil að hann fari í hrein föt og fái svo kvöld- mat,” sagði hann. “Hefir þú nokkur föt, sem hann getur far- ið í?” “Já.” “Hvar fékstu þau?” “Eg keypti þau. Það var ekki mikið. Alt sem eg keypti handa honum kostaði tæpan dal.” “Dalur er talsverð upphæð þegar við vinn- um fýrir honum eins og við verðum að vinna.” “Eg veit ekki á hvem hátt eg gæti varið peningunum betur. Hefir þú nokkuð heitt vatn? Eg ætla að nota þvottabalan þarna úti hjá brunninum. Gerðu svo vel og láttu mig fá sápu og handklæði.” 1 stað þess að svara honum hljóðaði Mar- grét upp og þaut fram hjá honum. Billy hafði skemt sér við það á meðan að draga upp úr vasa sínum spotta, binda saman rófurnar á tveimur hvítum köttum, sem Margrét átti, síðan steing hann upp á kassa og hengdi iþá yfir þvottasnúruna. Kettirnir, sem voru vitlausir af hræðslu, ætluðu að rífa hvor annan .á hol, svo að hvít hárin af þeim fuku eins og skæða drifa. Spyrðan herti að þeim og gátu þeir ekki af hræðslunni greint vin frá óvini. Márgrét varð að hörfa frá öll blóðrisa á höndunum. Sinton skar spottan sundur með ihníf, og hlupu þá kettirnir allri blóðugir undir húsið og földu sig þar. Margrét sneri sér til Sintons náföl af reiði. “Ef Iþú ekki beitir hestunum fyrir og keyr- ir þetta kvikindi aftur til bæjarins, þá skal eg gera það.” Billy fleygði sér niður á jörðina og fór að háskæla. “Þú sagðir að eg skyldi fá steikt hænsna- kjöt í kvöld,” æpti hann. “Þú sagðir að hún væri góð og falleg kona.” Sinton lyfti honum upp og hvernig hann gerði það æsti reiðina í Margrétu, því að hann gerði það svo vingjarnlega og ástúðlega. Hún greip til Billy og náði í skyrtuna hans. Sinton lagði hendina á hendi hennar. “Farðu gætilega góða mín. Litli kroppur- inn hans er alþakinn sárum.” “Sárum!” sagði hún. “Sárum? Hvers- konar sárum?” “Ó, þau stafa kanske af höggum eða af því að það hefir verið sparkað í hann, eða þau or- sakast af slæmu blóði, er stafar af illri fæðu, eða af óþrifnaði. Ætlar þú að láta mig fá hand- klæði?” “Nei, það geri eg ekki,” svaraði Margrét. “Láttu mig þá fá einhverjar ihreinar tusk- ur,” og hún fékk honum ritjur af gömlum borð- dúk. Sinton leiddi Bi'lly út að brunninum og dældi vatni upp í þvottabala er þar stóð, helti svo saman við fullum katli af heitu vatni, og eftir að hafa þvegið drengnum um höfuðið þvoði hann honum Öllum. Drengurinn beit á jaxlann og sagði ekkert og kveinkaði sér ekki heldur, þótt stundum sviði honum sárt, þegar sápan kom í opið fleiður. Margrét horfði stöð- ugt í gegnum gluggann á þessar aðfairir og varð ætíð meira og meira forviða og reiðari. Hvar hafði Wesley lært alt þetta? Hvernig gátu hin- ar stóru hendur hans verið svona lægnár? Sin- ton kom nú að hurðinni. “Hefir þú nokkuirt hyperoxid?” “Svoilítið,” svaraði hún önuglega. “Eg Iþarf hér um bil mörk, en eg get byrjað méð þessu, sem til er.” Margrét fékk honum glasið. Wesley tók bolla og blandaði vatni í meðalið og sagði Við Billy: “Sárin sem þú hefir, drengur minn, þurfa að læknast. Nú verður þú að borða eingöngu þann mat, sem er við hæfi lítilla drengja. Nú ætla eg að bera á þig þetta meðal, og þig mun logsvíða undan því. Ef það flytur af skal eg ékki láta meir, en ef það sýður í fleiðrinu, þá er eitrun í sárinu, þá verður að binda um það og setja í það nýtt meðal, og þvo það þangað til það græ'r. Vertu nú xólegur, nú fer eg að bera á þig.” “Eg held að sárið á leggnum sé það versta,” sagði Billy óskelfdur og rétti fram fótinn. Sin- ton helti meðalinu í sárið og Billy sveið en hörfaði hvergi. “Sjáðu bara hvernig sýður í því,” sagði hann. “Það er sjálfsagt eitur í því. Þú verð- úr að gera þetta við öll sárin mín.” Sinton klemdi vörunum saman er ihann leit framan í denginn. Hann notaði meðalið, sem var nægilega sterkt til að koma að tilætluðum notum, og sárin voru meira en tylft, og síðan batt hann um þau eins og bezt hann gat. Stund- um titruðu varir Billys og hakan skalf, en ekki feldihann tár'né mælti æðru orð, en hann sýndi áhuga í hvert skifti og “sauð” í fleirðrunum. “Er eg nú hreinn?” spurði Billy.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.