Heimskringla - 17.01.1945, Page 2
2. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 17. JANÚAR 1945
HITLER ÉTUR
OFAN 1 SIG
Grein þessi, sem er eftir J. C.
Johnstone og þýdd úr tímaritinu
World Digest, f jallar um hreysti-
yrði Hitlers og samherja hans,
meðan alt lék í lyndi fyrir naz-
istum og hersveitum þeirra. Höf-
undurdnn telur, að það myndi
þyngsta refsingin, sem hægt væri
að leggja á nazistana, að þeir
væru látnir skrá hin fornu
hreystiyrði sín eftir ósigur
þeirra og hlusta á bergmál for-
tíðarinnar, sem hlyti að láta
þeim óþekkilega í eyrum.
EF Hitler, Göring og Göbbels
skyldu falla bandamönnum
lifandi í hendur, væri eigi unt að
búa þeim aðra refsingu verð-
skuldaðri en þá að loka þá inni í
fangaklefa og láta þá eyða tím-
anum við að færa í letur orð sín
frá velmaktardögum sínum. Það
er auðvelt að gera sér í hugar-
lund, hvernig þeim muni verða
innanbrjósts, þegar raddir
sj'álfra þeirra enduróma úr for-
tíðinni að eyrum þeirra. — Það
verður þeim vissulega í senn
ströng og háðuleg refsing.
Við skulum til dæmis hlýða á
orð þau, sem Hitler mælti til
Þýzka þingsins morguninn sem
hersveitir hans réðust inn í Pól-
land:
“Frá og með þessari stundu er
eg fyrsti hermaður þriðja ríkis-
ins. Eg hefi klæðst þeim bún-
ingi, sem er mér helgastur og
kærastur, og eg mun ekki úr
honum fara fyr en sigur er trygð-
ur — ella mun eg ekki lifa úrslit
hildarleiksins, sem nú er haf-
• „ ff
ínn.
Og honum mæltist á líka lund
til áheyrenda sinna í bjórkjall-
aranum í Mundhen hinn 8. dag
nóvembermánaðar árið 1940:
“Eg er staðráðin í því að berj-
ast til úrslita. Eg skal færa
Bretum heim sanninn um það,
hverjum skal verða tortímt í
þessari styrjöld.”
í nýársboðskap sínum árið
1941 mæltist honum á þessa
lund:
“Styrjöld þessi mun verða háð
til úrslita — og þau úrslit eru
fengin, þegar hinir ábyrgu
glæpamenn hafa hlotið sinn
verðskuldaða dóm.
Látum þá skeggræða um
“hamingjuhvörf í styrjöldinni”.
En þeir munu komast að raun
um það, að í þessari styrjöld er
engin hamingja til önnur en
réttur sigurvegaranna.”
Og hann hélt þannig áfram 16.
marz sama ár:
“Hin eilífa forsjón mUn eigi
láta sigurinn falla þeim í skaut,
sem eru reiðubúnir að úthella
blóði til þess eins að svala dráp-
fýsn sinni.”
En Ribbentrop á sinn bróður-
þátt í þessum söng. Honum fór-
ust þannig orð meðal annars í
ræðu, sem hann hélt 27. sept. ár-
ið 1942 í árdögum orustunnar
um Stalingrad:
“Ef til vill mun orusta þessi,
þegar fram líða stundir, verða
talin tákn frelsisbaráttu Ev-
rópu.”
Þegar þýzku hersveitirnar
unnu hvern sigurinn af öðrum,
kunnu forustmenn nazista sér
ekki læti fyrir fögnuði. Göbbels
lét eftirfarandi orð falla í ræðu,
sem hann hélt 19. janúar árið
1940:
“Aldrei áður hefir Þýzkalandi
gefist slíkt tækifæri til þess að
verða forustuþjóð heimsins. Öll
þýzka þjóðin bíður óþolinmóð
hinnar langþráðu stundar, þegar
heimsveldisdraumur hennar
rætist, og hvert mannsbarn á
Þýzkalandi veit, að sú stund mun
upp renna.”
Hinn 10. maí árið 1940, daginn
sem Þjóðverjar réðust inn í Hol-
land og Belgíu, mælti Rilbben-
trop hreykinn í bragði:
“Þýzki herinn mun tala við
Stóra-Bretland og Frakkland á
því eina tungumáli, sem drotn-
endur þessara landa virðast
skilja og útkljá mál sín við þá í
eitt skifti fyrir öll.”
Hitler tók undir á þessa lund:
“Orustan, sem hefst í dag, mun
ákveða framtíð Þýzkalands
næstu þúsund ár.”
Þegar Hitler hélt ræðu sína í
bjórkjallaranum í nóvember-
mánuði árið 1940, kvaðst hann
“hafa samúð með þeim Bretum,
sem ættu herra Ohurchill þján-
ingar sínar að þakka. “Herra
Ohurohill hefir gert sig sekan
um mestu flónsku, sem verald-
arsagan kann frá að greina, með
því að dirfast að ráðast á Þýzka-
land með hinum brothættu vopn-
um sínum, flughernum og flot-
anum.”
“Eg fuilvissa ykkur um það,
að Ohurohill mun úr sögu áður
en langt um líður, en þýzku kaf-
bátarnir munu þá hins vegar enn
fyrir hendi.”
Göbbels gaf svohljóðandi yfir-
lýsingu:
“Þegar styrjöldinni er lokið
með glæsilegum sigri Þjóðverja,
munum við minnast með ánægju
og stolti skyldna þeirra og harð-
réttis, sem komið hefir í hlut
okkar í hinni miklu baráttu.”
Sama boðun felst í nýársboð-
skap Hitlers 1941, sem svo oft
hefir verið til vitnað:
“Árið 1941 mun færa þýzku
þjóðinni mesta sigur, sem saga
vor kann fná að greina.”
Hitler klifaði á því í sífellu,
hvílíkur leiðtogi hann væri og
kvaðst njóta hylli og verndar
forsjónarinnar. — “Eg er vernd-
ari framtíðar þýzku þjóðarinn-
ar.” (10. des. 1940). “Eg hef ó-
bifanlega trú á sigri mínum.”
(8. nóv. 1940). “Eg þarf ekki á
styrjöld þessari að halda til þess
að gera nafn mitt ódauðlegt.”
(3. október, 1941).
Hinn 24. febrúar árið 1940 lét
hann eftirfarandi orð falla:
“Fyrir nokkrum mánuðum
komst eg að raun um það, að eg
nýt guðlegrar verndar forsjónar-
innar. Forsjónin hefir blessað
baráttu okkar og mun aldrei láta
til þess koma, að þjóð vorri verði
steypt í glötun.”
Síðar, þegar syrta tók í álinn,
talaði hann utan að því, að ef
Þjóðverjar biðu ósigur í styrj-
öldinni, væri það ekki sín sök:
“Eg er mikill trúmaður. Eg
trúi því, að þegar forsjónin hefir
kjörið einlhvern til mikils ætlun-
arverks, muni hún ekki láta
hann bugast fyr en hann hefir
OLD CARTONS CAN
BE RE-USED
Old cartons, if carefully opened when delivered,
can be re-uséd to the great advantage of the present
shortage in carton materials.
When returning empty bottles, please use old
carton together with any extra used cartons on hand.
Cartons take material and labour and it is in the
interests of conservation that your co-operation is
required.
DREWRYS.,.,...
FRA TIDDIM BRAUTINNI
Hertaka Tiddim var gerð kunnug 19. okt. s. 1. Það var
14. Hindúa herfylkingin er það gerði. Varnarlið Japana varð
að láta undan stöðugum ásóknum úr loftinu og áhlaupum
fimtu deildar Himdúa úr tveimur áttum. — Hér að ofan er
sýndur maður að nafni H. Pracey, og er hann að leggja 25-
punda sprengju á ofannefndum slóðum.
lokið því ætlunarverki sínu. F
þýzka þjoðin lætur nu bugast,
kæmi mér ekki til hugar að fella
tár vegna þess, því að þá hefði
hún unnið til þess hlutskiftis.”
Aðrir voru enn skáldlegri. —
Göbbels lét til dæmis þessi orð
falla á afmælisdegi Hitlers 1941:
“Vér erum sjónarvottar að
mesta kraftaverki veraldarsög-
unnar. Snillingur vinnur að
sköpun nýs heims.”
Það er fróðlegt að kynna sér
samanburðinn á “snillingnum”
Hitler og andstæðingum hans.
Hitler kvað að orði á þessa lund
24. febrúar 1940:
“Þegar eg virði fyrir mér
stjórnmálamenn lýðræðisríkj-
anna og kynni mér lífsstarf
þeirra, hlýt eg að láta þess getið,
að eg fhefi verið svo óhamingju-
samur að eiga í höggi við smá-
menni. Þessir vesalingar, leyfa
sér að fjölyrða um endurreisn
Evrópu. Endurreisn Þýzkalands
var á komið án fulltingis þeirra,
og endurreisn Evrópu mun verða
á komið án fulltingis þeirra.”
Á tímabilinu milli orustunnar
við Dunkirk og innrásarinnar,
fullyrtu Þjóðverjar, að Bretar
myndu aldrei stíga fæti sínum
framar á meginland álfunnar.
Hitler sagði 10. des. 1940:
“Enginn hermaður annara
þjóða mun stíga fæti sínum á
nokkurn þann stað, þar sem
þýzkur hermaður er fyrir. Ekk-
ert mannlegt vald getur hrakið
okkur gegn vilja okkar brott af
landsvæðum þeim, sem við höf-
um náð á vald okkar.”
Hinn 30. janúar 1941 bætti
hann þessum vizkuorðum við:
“Bretar hafa verið hraktir
brott af meginlandinu í eitt skifti
fyrir öll. Geri þeir tilraun til
þess að hefja sókn gegn megin-
landi Evrópu, skal tekið hraust-
lega á móti þeim og þeir ávarp-
aðir á því máli, sem þeir skilja
bezt.” t
Hinn 3. október 1941, tilkynti
hann eftirfarandi:
“Við höfum getað leyft okkur
að hætta hergagnaframleiðslu í
mörgum þeim löndum, sem við
höfum á valdi okkar. Ástæðan
fyrir því er einfaldlega sú, að
það eru engir óvinir eftir, sem
við ekki getum sigrað með vopn-
um þeim, sem við höfum þegar
fyrir hendi. . . Gervalt mégin-
landið er í þjónustu þriðja ríkis-
ins.”
Hinn 26. apríl árið 1942 lýsti
hann því yfir, að “sér stæði
hvorki ógn né ótti af herforingj-
um Breta né Bandaríkjanna.”
Hinn 30. september bætti hann
við:
“Ætti eg í höggi við hættu-
lega andstæðinga, myndi eg geta
sagt fyrir um ‘það, hvar aðrar
vígstöðvar myndu verða. En
þegar um slíka hernaaðarbjálfa
er að ræða og hér er að mæta,
veit maður aldrei hvaðan árásar
muni von. . .”
Göbbels kvað þannig að orði
hinn 1. apríl þessa árs, “að hann
væri þess fullviss, að Þjóðverjar
myndu sigra glæsilega í styrj-
öldinni.” Það leikur ekki á
tveim tungum, að glæsileg úrslit
verða ráðin í hildarleik þeim,
sem nú er háður, en glæsisigur sá
mun eigi falla Þjóðverjum í
skaut. “Snillingurinn” Hitler
mun eigi bjarga Þýzkalandi frá
glötuninni né sjálfum sér frá
þeim örlögum að verða steypt af
stóli. En þegar dómurinn verð-
ur honum kveðinn, færi vel á
því, að hann mintist orða Göb-
bels: “Vopnin eru beztu rökin.
Við trúum á mátt og megin.”
—Alþbl., 22. nóv. 1944.
RANNSóKN I R
hafa leitt í Ijós stórfeldar
breytingar á jöklum
landsins síðustu árin.
DÁNARFREGN
1 nóvember mánuði s. 1. ár,
andaðist í Calgary, Alta., Daniel
Jónsson eftir langa sjúkdóms-
legu, fæddur þann 17. marzmán-
aðar árið 1877 á Hellu'hrauni í
Borgarhrepp Austur-Skaftafells-
sýslu.
Foreldrar hans voru Jón Dan-
íelsson og kona hans, Guðrún
Runólfsdóttir. — KringuimStæð-
anna vegna, varð hann að yfir-
gefa föður sinn og móður á unga
aldri, og því eins og margir á því
tímabili að vinna sjálfur að
nokkru leyti fyrir uppeldi sínu.
Árið 1900*giftist hann ungfrú
Önnu Sigmundsdóttir frá Engi-
læk í Norður-Múlasýslu.
Vann hann þá fyrir sér í
vinnumensku og gíðar við dag-
launavinnu, unz hann árið 1911
fluttist með konu sinni ásamt
þremur ungum dætrum þeirra
hjóna til Canada.
Settist fjölskyldan að í Cal-
gary, Alta., þar hlaut Daniel at-
vinnu hjá ölgerðarfélagi, og hjá
þvá vann hann að mestu leyti það
sem eftir var æfinnar.
1 Daniel Jónsson gekk ekki alt-
af heill til skógar, einkum sein-
ustu árin, en viljinn að vinna
iheimilinu og fjölskyldu sinni
sem mest gagn, var hans heimur,
og hélt honum vakandi til sein-
ustu stundar, unz félagið sem
hann vann hjá, veitti honum
lausn frá starfi eftir 32 ára dygga
þjónustu með nokkrum eftir-
launum.
Seinasta árið sem hann lifði
var hann oft þungt haldinn en
hélt þó altaf máli og fullum söns-
um. Hann andaðist mánudaginn
þann 13. nóvember, 67 ára og 8
mánaða gamall. Ekkjan lifir
mann sinn, ásamt fjórum börn-
um: Herborg, Sigurbjörg, Ele-
nora og einn sonur, Gunnsteinn,
'öll fullorðin ok búsett í Calgary.
.Einnig lætur hann eftir sig eina
systir á lífi, frú Kristín Ander-
,son, til heimilis í Winnipeg, Man.
S. Sigurðsson
. i
KAUPIÐ HEIMSKRINGLU—
útbreiddasta og fjölbreyttasta
islenzka vikublaðið
Jón Eyþórsson, veðurfræðing-
ur, hefir undanfarin 14 ár haft
með höndum merkilegar jökla-
rannsóknir, raunverulega þær
einu, sem gerðar hafa verið hér
á landi, og hafa þær leitt í ljós
stórfeldar breytingar á þessu
tímabili.
Jón byrjaði að mæla breyt-
ingar á jöklum árið 1930 og hefir
því fengist 14 ára reynsla á breyt
ingum þeirra jökla, sem fyrst
voru mældir, en það voru Sól-
heimajökull, Snæfellsjökull o. fl.
jöklar. Frá því 1930 hefir Jón
unnið að þessum mælingum og
rannsóknum í sumarfríum sín-
um. Árið 1931 setti Helgi Her-
mann Eiríksson skólastjóri upp
nokkur merki við jökla í Austur-
Skaftafellssýslu, en síðan hefir
Jón fylgst með breytingum
þeirra, og séð um framlhaldand’
mælingar þar.
Mælingar þessar eru allvíð-
tækar. Hefir Drangajökull ver-
ið mældur á fjórum stöðum,
Eyjafjalla -og Mýrdalsjökull á 7
stöðum, Vatnajökull á 44 stöð-
um, Langijökull með Hrútafelli
á 5 stöðum, Hofsjökull á 4 stöð-
um, og auk þess Kerlingarfjöll á
einum stað og Heljardalsheiði á
tveimur stöðum.
Hafa mælingarnar leitt í ljós,
að jöklarnir hafa yfirleitt bæði
styzt og þynzt stórkostlega á
þessu tímabili. Flest árin hafa
jöklarnir styzt að meðaltalli 20—
50 metra, en sum árin hefir stytt
ingin numið miklu meiru.
Einu jöklarnir, sem hlaupið
hafa fram, svo teljandi sé, eru
skriðjöklar úr Drangajökli, Árið
1939 hljóp Reykjarfjarðarjökull
á Hornströndum fram um 540
metra, en nú er hann aftur tek-
inn að stytast til muna. Leiru-
fjarðarjökull, sem einnig er
skriðjökull úr Drangajökli, hljóp
fram árið 1940 um 150 metra og
1941 yfir 200 metra. En árið
1887, þegar Þorvaldur Thorodd-
sen var á ferð í Leirufirði, klapp-
aði hann merki á stein um 90
metra frá jökulröndinni, og náði
skriðjökullinn þá alveg niður í
dalbotn. Árið 1931 var merkið
2060 metra frá jökulröndinni og
Ihefir jökullinn því styzt um
nærri 2000 metra á rúmlega 40
árum.
Jón heldur því fram, að jökl-
arnir hafi yfirleitt verið farnir að
styttast fyrir síðustu aldamót, en
annars lítið sem ekkert vitað um
breytingar á jöklunum fyr en
byrjað var að mæla þá 1930.
Jón segir að margt bendi til
þess, að fram undir síðustu alda-
mót hafi jöklarnir verið hvað
mestir frá því er landið bygðist.
Það sem fyrst og fremst bendir
til þessa er það, að skamt frá
jöklunum eru hér um bil alls-
staðar jökulöldur, sem eru grón-
ar á ytra borði og hafa auðsjáan-
lega verið óhreyfðar um margar
aldir. Sjást óvíða nokkur merki
um jökulframburð utan við þær.
Um 1930 voru margar jökul-
tungur rétt innan við þessar
grónu öldur, eða náðu jafnvel al-
veg fram að þeim, svo sem Múla-
jökull vestan Arnarfells. Múl-
arnir eru smáhólar með miklum
hvanngróðri að framanverðu. —
Innan við þá er varla stingandi
strá, en nú orðið liggja um 2ja
km. breiðir aurar upp að skrið-
jökulsbrúninni.
1 stuttu máli sagt, virðist sem
jölarnir hafi gengið fram alt til
1700, en síðan ýmist staðið í
stað eða farið lítið eitt vaxandi
fram á 19. öld. Hinsvegar hafa
jöklarnir minkað aðallega síð-
ustu 20 árin. Svipað hefir átt
sér stað í Noregi, og eftir því,
sem bezt er vitað eínnig á Spitz-
bergen.
Sem dæmi um það, hve jökl-
arnir hafa minkað síðustu árin,
má nefna Breiðamerkurjökul og
Hrútárjökul,-en þeir náðu ekki
saman undir Breiðamerkurfjalli
fyr en í byrjun 18. aldar og sá-
ust þá enn rústir að Breiðamörk,
bæ Kára Sölmundarsonar. Árið
1904, þegar danska herforingja-
ráðið mældi þetta svæði, yar
jökulhaftið sunnan undir Breiða-
merkurfjalli 2ja km. breitt, en
nú í haust mældu feðgarnir á
Kvískerjum breiddina á jökul-
haftinu og reyndist það þá vera
400 metrar. Á s. 1. 40 árum hef-
ir jökullinn því styzt um 1600
metra.
Jöklarnir eru nátengdir veðr-
áttunni, og fer það eftir henni.
Hitunum á sumrin og snjókom-
unni á vetrum, hvort jöklarnir
minka eða stækka.
Jón ihóf mælingar sínar af eig-
in hvöt og án þess að fá til þess
nokkurn styrk, en nú síðustu ár-
in hefir ríkissjóður greitt 600
krónur á ári til þeirra, sem hjálp-
að hafa til við mælingarnar, og
auk þess hefir Mentamálaráð
veitt nokkurn styrk til rann-
sóknanna. Jón sagði að þeir,
sem aðstoðað hefðu hann við
mælingarnar, hefðu sýnt við það
mikinn áhuga og gert það fyrir
litla borgun, lengst af. En auk
mælinganna hefðu þeir haldið
til haga ýmsum markverðum
fróðleik, og gert ýmsar athugan-
ir á breytingum jöklanna, rensli
jökulánna o. s. frv. Hefðu þeir
því unnið mikið og markvert
menningarstarf með þessari
starfsemi sinni.—Vísir, 15. nóv.
WARTIME PRICES AND
TRADE BOARD
Spurningar og svör
Spurt: Eg ætla burt úr bæn-
um og verð að heiman þrjá eða
fjóra mánuði. Mig langar til að
leigja íbúðina mína með öllum
húsgögnum á meðan eg er fjar-
verandi en vil fá að taka við
henni aftur strax og eg kem til
baka.
Svar: Þú verður að láta leigu-
dei'ldina ákveða sanngjarna
leigu. Ef tímabilið er fimm
mánuðir eða minna, þá getur þú
látið útbúa sérstaka skriflega
leigusamninga fyrir tiltekið
tímabil og fengið íbúðina aftur
fyrirvaralaust þegar tímabilið et
útrunnið.
Spurt: Eg er rakari, og leigi
búð sem eg borga fyrir mánað-
arlega. Eg hefi einnig skriflega
leigusamninga. Nú hefir méi
verið sagt upp búðinni með eins
mánaðar fyrirvara. Mér hefii
enn ekki tekist að finna aðra búC
og vil því fá að vera áfram. Ei
hægt að skylda mig til að fly.tja:
Svar: Ef þú hefir borgað ski'l-
víslega og meðferð á búðinn:
hefir veirð sæmileg, þá getu:
eigandi ekki heimtað að þú flytj-
ir nema með sérstöku leyfi fr£
leigunefndinni, en það leyfi fæsl
ekki nema eigandinn þarfnisl
byggingarinnar sjálfur, eða ætl
að láta rífa hana, skifta henni
smáíbúðir eða gera einhverja:
slí'kar meiriháttar umbi^yting-
ar.
Spurt: Matsalinn sem e|
verzla við neitar að taka vií
seðlum af spjaldi sem sonu:
minn fékk frá < hernum þegai
hann var heima síðast. Hanr
segir að allir seðlar hafi fallið ú:
gildi 31. des. Er þetta rétt?
Svar: Nei. Sérstakir seðlar o£
seðlar á hermanna spjöldum err
ekki gefnir út fyrir nokkurt á
kveðið tímabil. Það voru aðeim
seðlarnir í bókum nr. þrjú oi
fjögur sem féllu úr gildi 31. des
Spurt: Hvers vegna hafa fyr
stu seðlarnir verið teknir úr ból
nr. fimm sem eg bað um 2. jan
1945?
Svar: Það er álitið að þeir sen
ekki báðu um nýju bækurna
innan eins mánaðar, hafi ekk
nauðsynlega þarfnast fyrsti
seðlanna. Ef þeirra hefði veri<
þörf þá hefði verið beðið um bók
ina strax. Seðla innihald bók
arinnar er aldrei nema frá þein
degi sem beðið er um þær.