Heimskringla - 17.01.1945, Blaðsíða 7

Heimskringla - 17.01.1945, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 17. JANÚAR 1945 HEIMSKRINGLA 7. SIÐA TVÍBURABORGIRNAR Á SLÉTTUNNI Eftir Benedikt S. Gröndal Minneapolis, Minn. Það er slæmt, að þessi borg var ekki skírð einibverju góðu, norrærtu nafni. Hún ætti það sannarlega skilið. Auk Norð- manna, Svía og Islendinga, sem bér eru, er einnig mikið af Þjóð- verjum ,svo að þeir hafa komið sér saman um 'hinn gullna meðal- veg og skýrt borgina Indíána- nafni. Eg veit ekki hvað þetta Minne á Indíánamáli þýðir, og það hefir enginn vitað, sem eg hef spurt. En það er í mörgum nöfnum, t. d. Minnesota, ríkið, sem bærinn er í, Minneota, bær-; inn þar sem mikil Islendingá bygð var í eina tíð og mörgum fleiri. En látum nafnið eiga sig, þaði er ekki alt sem sýnist, og hér er höfuðborg Norðurlandabúanna í Ameríku. Hér heitir bakarinn Jensen, skraddarinn LindquiSt, kaupmaðurinn Olson og ritstjór- inn Björnsson; hér reyna vestur- íslenzkar húsmæður að kenna bændum sínum að drekka mola- kaffi, hér fæst “Ropenhagen'’ neftóbak, sem þó er búið til hér í Ameríku; hér er hægt að finna knæpur þar sem menn taka vín í sig og leikið er á einfalda har- moníku; hér er gefið út blaðið Minneapolis Posten, þar sem kirkjudeilur og hressilegar skammargreinar fylla síðu eftir síðu. Að endingu: Hér dettur mönnum ekki skáldið Björn- stjerne í hug, þegar þeir heyra nafnið Björnson. Hér er það Gunnar ritstjóri Bjömsson og synir hans, og allir þekkja þá. 1 flestum amerískum borgum er svokallað Chamber of Com- merce eða viðskiftaráð. Það er skipað nokkrum verzlunarmönn- um, sem reyna að auglýsa bæ sinn og draga verzlun og ferða- menn til hans. Þessi viðskifta- ráð finna jafnan upp einhver falleg og aðdragandi nöfn fyrir bæi sína og Minneapolis hefir nóg af slíkum nöfnum. Hún er kölluð “Borg vatna og garða”, því að það eru óteljandi tjarnir og garðar í borginni og menn geta skemt sér við sund eða sigl- ingar á vötnunum og spókað sig í görðunum. Borgin er kölluð “Hveitiborgin” því að þar munu vera fleiri korn og hveiti myllur en nokkurs staðar annars stað- ar. Þetta eru þó ekki myllur á gamla hollenzka mátann, þetta eru nýtízku verksmiðjuhús og hveitið er flutt að frá hveitilönd- unum í nágrenni við börgina. Ótteljandi járnbrautir koma og fara frá borginni á degi hverj- um, enda fara flestir flutningar til og frá borginni með járn- brautum. Sjálfur leiði eg þessi nöfn hjá mér, og kalla borgina “Snús City” því að þar sá eg neftóbak í fyrsta sinn í Banda- rfikjunum og þar — og fyrir vestan borgina — er sá siður enn við lýði að hafa spýti koppa við hendina. Það eru þó aðeins gömlu Norðurlandabúarnir, sem kunna að nota yndi nefsins, og eg sendi eina dós í pósti heim til að lofa góðum nefímanni þar að reyna Ameríkusnúsinn. Minneapolis er mikil verzlun- ar- og iðnaðarborg, en hún er þó INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU A ÍSLANDI Reykjavík______________Björn Guðmundsson, Reynimel 52 í CANADA Antler, Sask.........................K. J. Abrahamson Árnes, Man.........................Sumarliði J. Kárdal Árborg, Man............................G. O. Einarsson Baldur, Man.........................Sigtr. Sigvaldason Beckville, Man........................Björn Þórðarson Belmont, Man............—..................G. J. Oleson Brown, Man................i.........Thorst. J. Gíslason Cypress River, Man...............1....Guðrn. Sveinsson Dafoe, Sask ............................S. S. Anderson Ebor, Man....................-.......K. J. Abrahamson Etfros, Sask................._.. Mrs. J. H. Goodmundson Eriksdale, Man...............:.........Ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask...._.................Rósm. Árnason Foam Lake, Sask...._....................Rósm. Árnason Gimli, Man............................. K. Kjernested Geysir, Man.......................... Tím. Böðvarsson Glenboro, Man._.......................... G. J. Oleson Hayland, Man..........................Sig. B. Helgason Hecla, Man..........................Jóhann K. Johnson Hnausa, Man............................Gestur S. Vídal Innisfail, Alta................................Ófeigur Sigurðsson Kandahar, Sask..........................S. S. Anderson Keewatin, Ont........................Bjarni Sveinsson Langruth, Man..........................Böðvar Jónsson Leslie, Sask.......................Th. Guðmundsson Lundar, Man................................D. J. Líndal Markerville, Alta.......-...........Ófeigur Sigurðsson Mozart, Sask............................S. S. Anderson Narrows, Man..................-...........S. Sigfússon Oak Point, Man.......................Mrs. L. S. Taylor Oakview, Man............................ S. Sigfússon Otto, Man...................................__.Hjörtur Josephson Piney, Man............-...................S. V. Eyford Red Deer, Alta.....................-Ófeigur Sigurðsson Riverton, Man....................... Einar A. Johnson Reykjavík, Man.........................Ingim. ólafsson Selkirk, Man............................S. E. Davidson . Silver Bay, Man.........................Hallur Hallson Sinclair, Man.....................—-K. J. Abrahamson Steep Rock, Man________-..................Fred Snædai Stony Hill, Man______________—........ Hjortur Josephson Tantallon, Sask.......................-Árni S. Árnason Thornhill, Man......................Thorst. J. Gíslason Víðir, Man.................... - —......Aug. Einarsson Vancouver, B. C......................Mrs. Anna Harvey Wapah, Man..........................._...Ingim. Ólafsson Winnipægosis, Man.............................S. Oliver Wynyard, Sask...........................S. S. Anderson í bandaríkjunum Bantry, N. Dak_________________________E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash......................Magnús Thordarson Grafton, N. Dak...................,... Ivanihoe, Minn.....................Miss C. V. Dalmann Milton, N. Dak............................J5. Goodman Minneota, Minn......................Miss C. V. Dalmann Mountain, N. Dak__________________________C. Indriðason National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E. 24th St. Boint Roberts, Wash......................Ásta Norman Seattle, 7 Wash. _____J. J. Middal, 6522 Dibble Ave., N.W. Upham, N. Dak...........................E. J. Breiðfjörð The Viking Press Ltd. Winnipeg, Manitoba ekki höfuðborg Minnesota. Fast við Minneapolis er önnur borg, heldur minni, sem .St. Paul heit- ir. Þessar borgir eru samvaxn- ar, og eru þær oft kallaðar “Tví- buraborgirnar”. Það er þó ekki hægt að líkja þeim við samvöxnu tvíburana, því að þær uxu saman eftir að þær voru komnar á legg. Gegnum þessar borgir rennur MissisippLáin. Hún á að vísu eftir langa leið til sjávar, en samt er hún allmikil þegar hérna uppfrá. Nokkuð er um flutn- inga á þungavörum og kolum um ána að þar er auðvelt að sigla á fljótabátum niður til New Or- leans við mynni árinnar, þótt járnbrautirnar hafi nær alveg gert út af við umferðina á ánni. St. Paul — eins og allar höf- uðborgir hinna ýmsu ríkja Bandaríkjanna — hefir nokkrar virðulegar stjórnarbyggingar, þar af eina stóra og glæsilega stjórnarhöll, Capitol byggingu, sem hefir kúpul mikinn, ekki ó- líkt þinghúsbyggingunni í Wash- ington. 1 byggingu þessari situr Thye ríkisstjóri Minnesota og þar situr Gunnar Björnsson og sker úr skattadeilum. Thye er ungur maður af norskum ættum og tók hann við ríkisstjórastöð- unni er Stassen, sá sem stöðuna hafði, gekk í þjónustu flotans. Stassen er einn efnilegasti stjórnmálamaður Bandaríkj- anna, og kæmi mér ekki á óvart, ef hann yrði fonseti eftir 4 eða 8 ár. Hann kom til móla sem fram- bjóðandi republika í kosningun- um í haust. Ríkisstjóri Minnesota hefir skrifstpfu, sem er eitt dýrasta og merkilegasta herbergi Ameríku. Það er gkreytt með útflúri úr gulli og á veggjunum eru mál- verk af ýmsum merkum við- burðum í sögu Minnesota, or- ustum við Indíána og samning- um við þá. Einkaritari ríkis- stjórans er merkilegur náungi. Hann er blendingur af negra, Indíána og Þjóðverja, og 'hefir það komið vel út — því að hann er maður vel mentur og hefir haft þessa stöðu í yfir 30 ár. í Minneapolis er eitt merk- asta mentasetur Bandaríkjanna, Háskóli Minnesota. Það er geysimikill skóli, þar sem búist er við að verði yfir 23,000 stú- dentar eftir stríðið auk allra kennaranna. Skólinn stendur á bökkum Missisippi árinnar og eru byggingar hans margar og glæsilegar. Þar er Northrup höllin, sem tekur yfir 6,000 manns og eru þar haldin stú- dentamót, tónleikar o. fl. Þar eru ótal kenslubyggingar og hef- ir hver deild skólans sitt eigið hús; þar er stærsta hvíldar og skemtiihús stúdenta, sem nokkur skóli í Bandaríkjunum á og þar eru margir stúdentagarðar. Þessi geysistóri skóli er í raun og veru tvískiftur. Er bænda- deild hans í raun og veru sér- stakur háskóli og hann allstór. Hefir hann byggingar sínar skamt frá aðalhluta gkólans og er þar alt,’sem til hagnýtrar bún- aðarkenslu þarf. Þar er einnig unnið að miklum og merkilegum rannsóknum á húsdýra- og jurta- sjúkdómum og þar eru margir heimsfrægir vísindamenn. Margt íslenzkra stúdenta var um hríð í Minneapolis, en þeim hefir fækkað nokkuð, því að sumir hafa lokið námi, flutt sig Garðræktuð Huckleber Hinn gagnlegasti, fegursti og vinsœl- asti garðávöxtur sem til er. Þessi fögru ber spretta upp af fræi á fyrsta ári. Óvið- j jafnanleg i pæ og (Sýltu. Ávaxtasöm, \ berin stærri en | vanaleg Huckleber eða Bláber. Soðin með eplum, límón- um eða súrualdini gera fínasta ald-| inahlaup. Spretta I öllum jarðvegi.1 Þessi garðávöxtur mún gleðja yður. Pakkinn 10ý, 3 pakkar 25í, Únza $1.25, póstgjald 3ý. FRl—Vor stórt útsœðisbók fyrir 1945 Aldrei fullkomnari en nú DOMINION SEED HOUSE GEORGETOWN, ONTARIO til eða hætt námi. Er eðlilegt að þeir sæki þangað, bæði vegna Vestur-lslendinganna sem í borginni eru, annara Norður- landabúa og svo er skólinn hinn ágætasti. Minneapolis er fjörug borg, énda höfuðborg hveitisveitanna. Aðalgata borgarinnar er Henne- pin stræti (Hænupinni eins og stúdentarnir stundum kalla hana) — og heitir hún eftir j frönskum munki, sem kom á' þessar slóðir áður en margt var j þar um hvíta menn. En aðal! skemtihverfi gömlu Norður- landabúanna er Cedar Avenue, sem aldrei er kallað annað en Snús Búlevard. Þar eru staðiv eins og Ericson Café og Peterson drugs, fulilir af gömlum Norð- mönnum og Svíum. Hermenn nokkrir, sem eru að læra norsku við háskólann, sögðu mér, að þeir þyrftu ekki annað en að ganga inn í ein- j hverja slíka knæpu og syngja “Ja, vi elsker . . .” og þá hópisí gömlu Norðmennirnir utan um þá og bjóði þeim ógrynni af bjór og neftóbaki. Meðan eg var hér í Minne- apolis, var haldinn hátíðlegur svokallaður Norðmannadagur. Var það útilhátíð í Minnðhaha garðinum í utanverðri borginni. Eg gerðist góður Norðmaður í einn dag, hengdi á mig norskt flagg og reyndi eftir beztu getu að dubba upp á gömlu skóla- dönskuna mína og blanda í hana dálítilli ensku til að gera hana líkari Ameríkunorskunni. Þarna voru saman komnir mörg þús- und Norðmenn, sem gengu um í skuggum trjánna, sýndu sig og sáu aðra, hlustuðu á lúðrasveit lefika Grieg og heyrðu margar i og kröftugar ræður. Það var j norrænn svipur á öllu, sem minti1 mig á útiskemtanir heima, þótt margt væri ólfikt. Norðmennirn- ir hér um slóðir eru margir og hafa þeir og íslenzku landnem- arnir komið sér vel saman. Suð- ur í Minneota voru Norðmenn- irnir í meirihluta, og þar lærðu íslendingamir flestir norsku. — Norður í íslenzku bygðunum í Norður-Dakota er mér sagt, að íslendingarnir séu í meirihluta og Norðmennirnir þar haf i marg- ir lært íslenzku. Borgin með ótal tjörnum og görðum er skemtileg og and- rúmsloftið viðkunnanlegt. Fólk- ið er gestrisið — sérstaklega landarnir — og það er eftir- minnilegt fyrir íslending að heimsækja þá.—Alþbl. 17. nóv. Orric* Phoni 87 293 R*s. Phoni 72 409 Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu Ekki er sopið kálið Faðirinn: “Veiztu að ráðskon- an okkar ætlar að fara að gifta sig?” Dóttirin: “Nei, en það er gleði- legt að losna við kerlingarvarg- inn. Hvaða bjáni er það eigin- lega, sem ætlar að álpast til að kvænast ihenni?” 1 Faðirinn: “Eg”. * ★ * * N'apoleon var eitt sinn að leita að bók í bókasafni sínu og komst að því, að hún var í efstu hillu í stórum skáp. Hann náði ekki í bókina, hvernig sem hann teygði sig. Moncey marskálkur, ein- hver allra stærti maðurinn í hernum, gekk þá til hans og sagði: “Leyfið mér, herra — eg er Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDG. Offici Hoors: 12—1 4 P.M.—6 P.M. AND BY APPOINTMENT Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY ST. Beint suður af Banning Talsimi 30 177 Vlðtalstimi' kl. 3—5 e.h. J. J. Swanson & Co. Ltd. RKALTORS Rental. Insurance and Financiat Agentt Slml: 26 821 J08 AVENUE BI.DG—Wlnnlpeg THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Dlamond and Weddlng Rlngs Agent for Bulova Waitchee MarrUme Licenses Issued 699 8ARGENT AVE SUNNYSIDE BARBER & BEAUTY SHOP Kárskurðar og rakara stofa. Snyrtingar salur fyrir kvenfólk. Ábyggileg og greið viðskifti. Simi 25 566 875 SARGENT Ave.. Winnipeg Clifford Oshanek, eigandi H. HALDORSON BUILDER 23 Music and Arts Building Broadway and Hargrave Phone 21455 Winnipeg, Canada CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. Page, Managing Direotor Wholesale Distributors of Fresh amd Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Phone 86 651 Res. Phone 73 917 ÁSGEIRSON’S PAINTS AND WALL PAPER 698 SARGENT AVENUE Winnipeg, Man. Telephone 34 322 WINDATT COAL Co. LIMITED Established 1898 307 SMITH STREET Office Phone 27 347 Yard Phone 28 745 r / • • rra vmi DR. A. V. JOHNSON DENTIST 500 Somerset Bldg. Office 88 124 Res. 202 398 ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & EGGERTSON Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldg Portage og Garry St. Sími 98 291 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 ’TORONTO GEN. TRUSTS p.. . ÖUiLDIJVb Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants 1103 McARTHUR BLDG. Phone 96 010 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave., Phone 27 909 Fresh Cut Flowers Daiiy. Plants in Season We spedalize ln Wedding & Concert Bouquerts & Funeral Designs Icelandic spoken A. S. BARDAL ælur Ukklstur og annast um útfar- lr. Allur útbúnaður sá besti. Mnnfremur selur hann allskonar minnisvarSa og legstelna. 843 SHERBROOKE ST. Phons 27 324 Winnipeg Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Financial Agents Sí'mi 23 631 510 Toronto General Trusts Bldg. GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St., Winnipeg, Man. Phone 98 211 Manager: T. R. THORVALDSON Your Patronage Will Be Appreciated Halldór Sigurðsson General Contractor ★ 594 Alverstone St., Winnipeg Sími 33 038 hærri en yðar hátign.” “Þú ert lengri, marskálkur,” sagði einvaldinn og hleypti brún- um. ★ * * Nokkrir menn voru eitt sinn að ræða um stjórnmálamanninn Stephen Douglas (1913—1861), líkamsvöxt hans. Þá viildi svo til að Abraham Lincoln kom þar að og spurði þá einn úr hópnum forsetann, hvað hann áliti að fæt- ur manns ættu að vera langir. “Já,” sagði forsetinn, “fætur mannsins eiga að mínu áliti að vera nógu langar til þess að ná frá líkamanum niður á jörðina.” A. SAEDAL PAINTER & DECORATOR Phone 23 276 ★ Suite 4 Monterey Apts. 45 Carlton St., Winnipeg FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS KENSINGTON BLDG., 275 Portage Ave. Wmnipeg PHONE 93 942 'JOfíNSONS (OKSTORE 702 Sargent Ave., Winnipeg, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.