Heimskringla - 25.04.1945, Side 6

Heimskringla - 25.04.1945, Side 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. APRÍL 1945 STÚLKAN ur FLÓANUM Áður en Elenóra saknaði hennar, kom Alice til baka. Hún hafði farið til að rannsaka þessa frétt. Hún veifaði blaði í hendinni. “Það er kominn maður, ókunnugur mað- ur,” kallaði hún. “Hann þekkir þig. Þetta 'sendir hann þér. Þú átt að vera læknirinn. hahs, það sagði hann. Æ, flýttur þér. Mér lízt svo yel á hann.” Elenóra las símskeytið frá Edith. Hún skildi að hann hefði verið veikur, og að Edith hefði komist að því hvar hún var og sagt hon- um frá því. Með því að gera það, játaði hún að hún hiefði beðið ósigur. Loksins var Philip frjáls. Elenóra gekk til hans með andliti, sem ljómaði af fögnuði. “Ertu nú loksins viss í þinni sök, flótta- kona?” spurði Philip. “Alveg viss.” “Viltu þá giftast mér?” “Já, strax. Það er að segja eftir að bátur- inn, sem kemur um miðdaginn, kemur.” “Því þá svona ónauðsynleg töf?” spurði Ammon. “Nú er septemfber næstum kominn,” sagði Elenóra. “Eg sendi Mömmu boð að koma. Síð- an eru þrír dagar. Við verðum að bíða þangað til hún kemur. Og við verðum að gera Wesley og Margrétu frænku boð að koma eða fara til þeirra. Eg get ekki giftst á réttan hátt án þess að hafa þessa kæru vini mína viðstadda.” “Við skulum senda eftir þeim,” sagði Am- mon. “Slík ferð mun vera regluleg veizla fyrir þau. O’Moorie, gætuð þér sent strax sím- skeytið?” Allir voru niðri á bryggjunni að taka móti skipinu. Þau fóru í bifreiðinni því að Ammon var of máttfarinn til að ganga svo langt. Undir eins og hægt var að sjá fólkið um borð í skipinu, komu þau Philip og Elenóra auga á háa konu með snjóhvítt hár. Þegar landgöngubrúin var látin í land, var fyrsti maðurinn til að koma frá borði, ellefu ára gamall rauðhærður dreng- ur. I annari hendinni bar hann fiðlu, en í hinni afskaplega stóran blómvönd. Alt andlitið var eitt bros, þangað til hann sá Ammon, þá hvarf brosið.’ “Æ,” sagði hann í ásökunarrómi. “Eg þori að veðja hverju sem er, að Mairgrét frænka hefir rétt fyrir sér. Hann er kærastinn þinn!” Elenóra laut niður og kysti Billy og svo kom röðin að móður hennar. Mrs. Komstock lagaði svolítið kjólinn sinn, færði hattinn í réttar stellingar, og gekk svo fram til að heilsa Philip, sem faðmaði hana að sér og kysti hana hvað eftir annað. Hann leiddi hana síðan yfir þangað, sem O’Moore hjónin stóðu, svo að hún gæti heilsað þeim, og afsakaði það hlægjandi að vindurinn væri búinn að af- laga alt hár hennar, svo kom röðin að börnum O'Moore hjónanna, sem endilega vildu kynnast mömmu Elenóru. “Áður en þú finnur upp á einhverjum nýjum grikk, þá gerðu nú svo vel og réttu mér vinstri hendina,” sagði Philip við Elenóru. Ljómandi af gleði rétti hún honum vinstri hendina, og hann dró hringinn á fingur hennar, síðan gengu þau bæði inn í skóginn, til þess að geta talað saman í næði um það sem komið hafði fyriir þau. “Hefir þú séð Edith?” spurði Ammon. “Nei,” svaraði Elenóra, “en hún hlýtur að vera hér, eða hún hlýtur að hafa séð mig, þegar við fórum til Patofkey fyrir tveim dögum síðan. Fjölskylda hennar á hús þar yfir á bökkunum. En aldirei vissi eg um það fyr en í dag. Mig langaði ekkert til að fara, en þau hjónin óskuðu, að eg skyldi skemta mér sem bezt. En það var ætlun mín eftir fáeina daga, að láta þig vita það sjálf, hvar eg væri niðurkomin.” “Og eg hafði ákveðið að bíða fáeina daga áður en eg hæfi leit um alt landið. En ennþá get eg tæplega skilið að Edith skyldi senda mér símskeytið.” “Eg furða mig ekkert á því, vegna þess að það er svo ótrúlegt. Eg get ekki gert mér grein fyrir tilfinningum mínum í hennar garð.” “Við skulum ekki tala um það meira,” sagði Ammon. “Þetta er um garð gengið. Lát- um okkur gleyma því.” ' “Það hugsa eg að verði örðugt fyrir okkur,” sagði Elenóra. “Slíkra atriða vil eg gjarna minnast. Hvernig mótlæti hennar og reynsla hefir breytt henni á betri veg. Eg vildi gefa mikið til að hún gæti öðlast frið og hamingju á ný-” “.Henderson kom í sjúkrahúsið til að heim- sækja mig fyrir eitthvað tveimur dögum síðan. Hann hefir lifað fremur frjálslega, alt frá æsku fram á þannan dag, en hefði hann notið leið- INVEST IN THE BEST VICTORY BONDS The fervent prayer of children—the cherished hope of all. By helping to shorten the war by a day, an hour—or even a minute, you better the chances of thousands of Canadians coming through alive. That’s why there must be no let-up, no relaxation here on the home front. That’s why we must purchase Bonds, for Victory Bonds help buy the stuff of which Victory will be made. Victory Bonds will help to shorten the war. Victory Bonds will help to hasten the return of fathers, husbands, sons, brothers, sweethearts and friends. Powerful things Victory Bonds!—to have and to hold. CANADIAN CO-OPERATIVE WHEAT PRODUCERS Limited WINNIPEG, CANADA MANITOBA POOL ELEVATORS — Winnipeg. Man. SASKATCHEWAN WHEAT POOL — Regina, Sask. ALBERTA WHEAT POOL — Calgary, Alberta sagnar sannrar ástar alt frá fyrstu stund, hiafði hann sjálfsagt vetrið alt öðruvísi. Hann hefir kosti til að bera, sem maður getur ekki annað en dáðst að.” “Eg hugsa að hann elski hana,” sagði Elen- óra blíðlega. ★ ★ ★ Edith Carr gekk upp í herbergi sitt eftir að hún hafði kvatt Henderson, lagðist upp í rúmið sitt og reyndi að henda reiður á því hversvegna hún þjáðist eins og hún gerði. * Þjáning stafar í raun og veru af sjálfselsku minni, ditlungum mínum, drabsemi minni yfir því að eg er falleg, metnaðargirnd minni sem stefnir ætíð að því markmiði, að vera mest allra og fyrst í röðinni,” sagði hún. Af þessu stafa raunir mínar. Enginn hirðir neitt um mig í raun og veru niema Hart. Og hann hefi eg hrakið í burtu, svo nú er það enginn — enginn.” Edith þrýsti fingrunum á brennheit augna- lokin og lá kyr. “Hann er farinn,” hvíslaði hún að síðustu. “Hann ætlaði að fara strax. Hann ætlaði ekki að kveðja mig áður. Æ, þessir hræðilegu dagar, sem nú eru framundan. Eg get ekki þolað þetta alein. Hart, Hart!” hrópaði hún hástöfum. “Eg vil hafa þig. Enginn hirðir neitt um mig niema þú. Eg verð að hafa þig hjá mér!” Hún þaut niður úr rúminu og þreifaði sig fram unz hún fann skrifborðið. Náið í einhvern í Hendersons húsinu sagði hún við þjóninn á miðstöðinni og stóð svo titr- andi af eftirvæntingu á meðan hún beið eftir svari. Stuttu seinna heyrðist rödd Mrs. Hender- son. Hún var hálfsofandi. “Er Hart farinn,” spurði Edith með ótta og eftirvæntingu. “Nei, hann kom seint heim og var leitthvað að rugla um að hann ætlaði að fara til Cali- forníu. Hann hefir næstum engan svefn haft vikum saman. Eg bað hann að fara í rúmið. Það er nógur tíminn að ferðast til Californíu þegar hann vaknar. Edith, hvað ætlar þér að detta í hug að gera næst við hann son minn?” “Viljið þér segja honum að mig langi til að tala við hann áður en hann fer?” “Já, en eg vil ekki vekja hann.” “Það vil leg ekki heldur að þér gerið. Bara að segja honum þetta snemma á morgun.” “Það skal eg gera.” Hart var þá ekki farinn. Edith steinsofn- aði. Hún fór ekki á fætur fyr en um miðjan dag daginn eftir. Hún fékk sér kalt bað, át góðan morgunverð, klæddi sig með mikilli nákvæmni, og er hún hafði sagt heimafólkinu frá, að hún ætlaði að ganga út í skóginn, þá gekk hún í burt í hægðum sínum. Hún hugsaði alvarlega um hvað hún hafði gert. Henderson kom gangandi eftir stígnum. Að hann hafði sofið, étið og fengið þessi boð frá Edith, hafði haft góð áhrif á hann. Hann var í ljósleitum sumarfötum og var ríður sýnum. Edith mætti honum. “Við skulum ganga í skóginum,” sagði hún. Þau gengu framhjá gamla kaþólska kirkju- garðinum og inn í þéttasta skóginn, sem til var á allri eyjunni. Þar settist Edith á gamlan, mosavaxinn stofn og augu Hendersons hvíldu á henni. Hann gat séð breytingu. Hún var ennþá föl og augun voru ennþá þreytuleg, en hún lýsti ekki mieð útliti sínu þessari úttaugun, sem hún hafði áður. Hann langaði gjarnan að vona, en þorði það samt ekki. “Edith, hvað hefir yður nú dottið í hug að óska eftir?” spurði hann glaðlega, og lagðist á jörðina fyrir framan fætur hennar. “Eftir yður.” Henderson lá þarna hinn rólegasti. “Já, hérna er eg.” “Eg þakka hamingjunni fyrir það. Eg vildi ekki að þér færuð.” “Hreint ekki.” “Hreint ekki, aldriei nokkurntíma, án þess að þú tækir mig með þér, Hart. Eg get ekki gert bröfu til að vera einlæg ef eg segði að eg elskaði þig með þeirri ást, sem þú átt skilið. En mér þykir vænt um þig. Þú ert mér ómissandi. Þú ert traust mitt og viemd mín. Vilt þú eiga mig svona eins og eg er, eins og þú veist að eg er, ef svo er þá getur þú litið svo á að eg sé þín.” Henderson kysti hendi hennar innilega. “Þú mátt ekki þetta, Edith,” sagði hann. “Þú mátt ekki tala svona. Eg get ekki þolað þetta. Eg skil þetta. Alt mun lagast með tímanum. Önnur eins ást og eg hefi á þér hlýtur um síðir að fá sitt endurgjald. Þú munt sjálfsagt læra með tímanum að elska mig. Eg get beðið. Eg er í rauninni mjög þolinmóður.” “Eg verð að játa þetta, Hart,” sagði Edith með ákafa. “Eg — eg held að eg hafi gengið rangan veg til að höndla himingjuna. Eg hafði þá fyrirætlun að halda áfram alla æfi eins og eg hafði byrjað við Philip, og þú sérð sjálfur, hversu glaður hann varð að breyta til. Hann óskaði að fá annarskonar lífsförunaut en eg var, langt um meira en hann vildi fá mig. Og vertu nú hreinskilinn, Hart — eg mun sjá það, hvort sem þú segir mér satt eða ekki — hvort vildir þú heldur eiga, konu eins og eg hafði hugsað mér að vera í sambúðinni við Philip, eða konu, eins og Elenóra Komstock ætlar sér að vera í sambúðinni við hann?” “Edith,” hrópaði Henderson, “Edith!” “Þú getur auðvitað ekki sagt það svona með berum orðum,” sagði unga stúlkan. “Þú ert of riddaralegur til þess. Þú þarft lekki að segja neitt. Eg hefi fengið svar mitt. Ef þú mættir velja, þá mundir þú ekki heldur vilja eiga konu, sem hugsar um það eitt að ljóma í félagslífinu. íhjarta þínu óskar þú eftir góðu heimili, konu sem stendur við hlið þér í blíðu og stríðu, góðair máltíðir, sem þú færð á negluleg- um tíma og hóp lítilla barna í kringum þig. Eg er dauðþreytfog leið á því lífi, sem við höfum vanist, Hart. Þegar stund sorgarinnar slær, þá er ekkert til að hugga þig né styðja. Eg er dauðþreytt. Þú verður að ákveða hvað þú vilt vera og hvað þú ætlar að gera, og eg mun gera áætlun að heimili og hafa engin önnur áhuga- mál en þau, að það verði hamingjuríkt fyrir þig. Eg ætla að verða alt önnur kona en eg er nú undír eins og eg hefi lært að vera það. Eg get ekki bætt alla mína galla á einum degi, en eg get breyst eins fljótt og eg get.” Henderson sagði ekki neitt og bæði sátu þau þar þögul um hríð. Skyndilega heyrði Henderson Edith draga djúpt andann, og er hann leit upp, sá hann að hún benti á eitthvað. Upp eftir burkna blaði skreið undarlega lagað skordýr. Það var gult og stórt með ljósbleikum fótum. Gulir og ljósbleikir vængir teygðust út og glitruðu í sólskininu. Þeim sýndist það auk- ast að fegurð með hverju augnabliki, sem þau horfðu á það. Það var eitt þessara tegunda, sem örsjaldan finnast í náttúrunni, eða það var einhver tegund af keisarafiðrildi, sem í ihinum röku og svölu skógum norðurveganna, hafði vaknað til lífsins svona seint í stað þess að klekjast út í júní. Edith Carr hallaði sér aftur á bak og dró andann djúpt. Henderson greip hendi hennar og hélt henni fastri. Það sem hún hugsaði í hjarta sínu, gat hann lesið í augum hennar. “Það veit sá sem alt veit að þetta skalt þú ekki gera,” sagði hann. “Þú hefir gert nóg. Eg skal myrja þetta kvikindi í sundur.” “Ónei, það skaltu ekki gera,” sagði unga stúlkan og þrýsti sér að honum. “Eg er ekki um að yður langaði til að eignast þetta fiðrildi í eitthvert safnið yðar.” nægilega göfuglynd ennþá, Hart, en áður en eg geng út úr þessum skógi skal eg sýna, að eg hefi nóg þrek til að færa hienni þetta skordýr. Hún þarf tvö af hverri tegund og Philip gat bara útvegað eitt. Þú getur séð þegar eg færi henni það,” “Philip er þar kanske núna.” “Það vona eg að hann sé. Eg vildi óska að hann gæti séð mig gera eitthvað, sem væri drengilegt og gott, svo að hann gæti líka átt það í minningum sínum um mig.” “Eg segi þér að þetta er ekki nauðsynlegt.” “Ekki nauðsynlegt?” hrópaði unga stúlban og hin stóru augu hennar tindruðu. “Ekki nauðsynlegt? Hvað er þessi vera þá að vilja hérna? Eg er nýbúin að segja þér, að eg ætli mér að verða öðruvísi en eg er, að eg vilji gjarnan líkjast henni, að eg vilji verða þrosk- aðri og betri stúlka. Þegar eg hefi nýlega sagt það, gefur guð mér tækifæri til að sýna hvort mér er alvará að reyna það eða ekki. Hjálpaðu mér nú, eins og þú hefir altaf gert.” Henderson beit á jaxlinn og hélt hendi hennar. Fiðrildið reyndist að vera reglulega vel tamið. Það skreið upp á fingur hennar og sat þar án þess að hreyfa sig. Síðan leiddust þau eftir hinni dimmu skógargötu. Edith varð æ því hrifnari ,sem lengra leið. Hún varð hálf- gert hreykin yfir þessari litlu skepnu. “Veistu það,” sagði hún við Henderson, “að mér þykir vænna um það með hverju spori, sem eg stíg. Að það hieldur sér svona fast við mig er ekki nærri eins ógeðslegt og eg hugsaði að það væri. Mér finst eins og eg hafi bjargað því. Eg er upp með mér yfir að við höf- um tekið það, og að því verður komið í eitthvert safnið leða einhverja bókina. Mér finst að með því höfum við gert eitthvað, sem sé einhvers virði að hafa gert.” “Edith, ef þú hættir nú ekki bráðlega, þá tek eg þig í faðminn og kyssi af þér andlitið hérna á miðri götunni. Þú ert alveg dásam- leg!” “Þarna er staðurinn og heppilegt er það að allur hópurinn ier viðstaddur,” sagði hún. “Góðan daginn öll sömul!” sagði hún, er hún kom út á hinar breiðu svalir. “Sjáið bara hvað við fundum úti í skóginum. Við hugsuð- Framh. á 7. bls.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.