Heimskringla - 23.05.1945, Side 6

Heimskringla - 23.05.1945, Side 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 23. MAl 1945 KÓRALEYIAN Ferðin til New York var mjög þægileg, og Thorne tók að veita starfi skipverja meiri at- hygli, einkum þegar Miss Sydney var við stjórnina. Er “Naida” var að taka farm fanst Thorne tíminn lengi að líða. Hann reyndi að stytta sér stundir með því að gera áætlun um leit sína í suðurhafinu, og keypti sér bækur og landabréf af þessum hluta jarðarinnar. En það var mjög langur og leiðinlegur mánuður sem fór í það að fá farm í skipið. Honum þjtti samt vænt um að Mr. Under- cliff hafði ráðlagt honum að ferðast með skip- inu til New York; það hefði verið ennþá verra að sitja heima og bíða. Hann fékk og svaraði bréfum, eitt þeirra var frá skólabróður hans einum. Hann las einn kafla bréfsins mörgum sinnum. Hann var svona: “Það er sagt að vinur okkar Monck- ton hafi farið frá okkar klassiska bæ, og ætli sér að leggja í langferð með einu skipi föður síns sér til heilsubótar. En lítill fugl hefir hvíslað því að mér, að ný rannsókn væri í undirbúningi gagnvart honum, og að 'hann hafi yfirgefið háskól- ann af frjálsum vilja í stað þess að verða rekinn.” “Með hvaða skipi ætli hann fari?” hugsaði Thorne. “Ekki langaði mig til að hafa hann fyrir förunaut. Það er gott að þetta kemur mér ekkert við.” En samt snerti þetta hann, þótt nokkrir dagar liðu áður en hann varð þess var. Dag einn sá hann að Tonio var önnum kafinn að hreinsa og fága eina auðu káetuna. “Hver á nú að vera í þessum klefa?” spurði hann. “Það er ætlunin að annar farþegi ferðist með okkur,” svaraði matreiðslumaðurinn, og' augu hans tindruðu, því að annar farþegi var aukin tekjulind fyrir hann. “Einn af eigend- unum ætlar að ferðast með okkur.” Thorne gekk þegjandi í burtu. Hefði það ekki verið svona nauðsynlegt fyrir hann að halda áfram ferðinni mundi hann hafa yfirgefið skipið fremur en ferðast ásamt Carter Monck- ton. “Hann er sennilega sendur í þessa ferð tii að venja sig af ofdrykkju ástríðunni,” hugsaði hann með sér gremjufullur. “Honum ætti ekki að leyfast að ferðast ásamt heiðarlegu fólki.” Thorne var of góður drengur til þess að rýra Monckton í augum Latimers skipstjóra og dóttur hans, og þagði því alveg, er Mjss Sydney sagði honum að þau ættu að fá annan farþega. Hann hafði sterka löngun til að taka sér far með járnbrautarlest til Boston og tala við Undercliff fóstra sinn, en til þess var tæplega nægilegur tími. Þetta sama kvöld kom skipshöfnin um borð, og í aftureldingu næsta morgun átti “Naida” að leggja af stað í langferðina. Flutn- ingur Moncktons var kominn, en sjálfur sást hann hvergi, og óskaði Thorne þess af heilum huga, að hann yrði strandaglópur. Um kvöldið þegar hann sat og skrifaði í klefa sínum, var barið að dyrum. Hann opnaði hurðina og sá Latimer skipstjóra og lágan mhnn, dökkan yfirlitum, standa við dyrnar. » “Mig langaði til að tala við yður fáein orð, Mr. Thorne,” sagði Latimer. “Eins mörg og yður þóknast, skipstjóri,” svaraði Thorne og hurðin lokaðist er þeir voru komnir inn. “Sjáið þér þennan mann?” spurði skip- stjórinn. Thorne kinkaði kolli því til samþykkis. • “Það er maðurinn, sem eg sagði yður frá — sá sem kom í vetur, sem leið um borð í skipið til mín þegar eg var í Auckland. Þetta er mað- urinn, sem hann faðir yðar flutti í bátnum til Auckland.” “Þetta er dásamlegt! Hvaðan kom hann? Hann er sendur mér af forsjóninni,” sagði Thorne. Maðurinn fékk sér sæti. Hann var þrek- legur maður og hafði litla gullhringi í eyrunum, á handarbakinu var tattóeruð einhver mynd. Hann gat verið fimtugur, en það var örðugt að geta sér til um aldur hans og hverrar þjóðar hann var. Hann hafði siglt á skipum ýmissra þjóða og skildi fyrirskipanir og formælingar á máli fjölda þeirra. “Þetta er alls eigi neitt leyndardómsfult,” sagði skipstjórinn. “Hann var sendur okkur af umboðsmanni skipsins. Fáðu þér sæti Jessop og segðu Mr. Thorne alla söguna eins og hún var.” “Já, látið mig umfram alt heyra sögu yðar,” sagði Thorne ákafur. “Vertu alveg ófeiminn,” sagði skipstjórinn, og maðurinn tók til máls: “Já, herra minn, eg fór með “Anna Bix- ley”, sem var hlaðin kolum og átti að fara frá Sydney til Frisco.” “Láttu þetta eiga sig,” sagði Latimer, “eg 'hefi sagt honum alt frá strandi þínu; nei, segðu honum heldur hvernig þú komst til eyjarinnar og hvað síðan dreif á daga þína þar.” Maðurinn togaði í buxurnar sínar eins og til að vera viss um að þær væru á réttum stað og tók til máls á ný. “Mér fellur illa áð tala um þetta, því að það var alt annað en gaman að hanga tímum samn á veikum fleka, sem við höfðum neglt saman í skyndi. Þegar við flúðum af skipinu þvoðu öldurnar yfir okkur, svo að flekinn, sem var illa gerður liðaðist brátt í sundur, svo að félagar mínir tóku brátt að tína tölunni, að síðustu var eg ásamt vesalings Bob McCann eft- ir. Hvorugur okkar bjóst að sleppa lifandi úr þessum kröggum; hann hvarf líka í náttmyrkr- inu, og eg, sem hafði haldið mér dauðahaldi í einn plankann, komst í land á eyju nokkurri. Hún hafði flata strönd og sendna, en þar var skamt milli fjalls og fjöru, því að stutt frá flæðarmálinu risu snarbrattir hamrar. Á ein- um tveim stöðum fann eg kókóspálma með ávöxtum.” “Eg lagði af stað til að finna eitthvað að borða, og fann brátt hreint og gott vatn að drekka; aldrei hefir mér fundist neitt jafn bragðgott og það vatn. Eg fann líka leifarnar af skipsflaki. Það var flakið af “Juan Fernan- dez” frá San Francisco------” “Einmitt!” sagði Thorne, sem mundi nú eftir hvað Undercliff hafði sagt honum. “Það var skipið, sem faðir yðar tók sér far með,” sagði skipstjórinn við Thorne, “svo nú eruð þér á réttri slóð.” “En þetta var ekki alt,” sagði Jessop. “Bát- urinn, sem við sigldum í frá eyjunni til Auck- land, var skipsþáturinn frá “Juan Fernandez.” “Hvernig gátuð þér vitað það?” spurði Thorne. “Eg las nafnið á kinnung bátsins. Það hafði verið málað yfir það, en stafirnir sáust í gegr, um málið.” “Nú getur þú sagt okkur frá manni þeim, sem bjargaði þér af eyjunni.” “Það skal eg gera. Eg var á eyju þessari í þrjár vikur og reisti mér skýli úr rusli því, sem eg fann í fjörunni. Hvergi sást land svo langt, sem augað eygði, og því gat eg ekki skilið hvað- an ókunni maðurinn kom. En samt kom hann einn morgun, lagði að landi og gekk upp að kofanum mínum. Hinn stóri bátur hans lá í fjörunni og var hlaðinn mat og öðru því, sem til langferðair þurfti. Eg varð heldur en ekki forviða, já, mér er óhætt að segja glaður. Hann var sá einkennilegasti maður, sem eg hefi nokkuru sinni hitt. Hann var fáorður, og spurði mig einskis og vildi heldur ekki svara mínum spurningum, þegar eg spuirði hann einhvers er snerti hann sjálfan. Það eina, sem hann sagði var þetta: Að hann gæti flutt mig til staðar, sem eg gæti náð í skip til að komast á heim. Við lögðum því af stað báðir saman, vorum hálfan mánuð á leiðinni og komum til Auckland. Við fengum bezta veður alla leið og höfðum allan þann mat, sem við þurftum. Þegar við höfðum loksins náð til Auckland, seldi hann fáeinar pærlur, sem hann hafði meðferðis, eg fór með honum þangað, sem hann seldi þær. Er hann hafði gefið mér dálítið fé skildi hann við mig. Á bryggjunni heyrði eg sagt, að hann hefði dvalið eina tvo daga í Auckland og hefði síðan lagt af stað í bátnum og stefnt í norð-austur en úr þeirri átt höfðum við komið.” “Er þetta alt, sem þér hafið frá að segja?” spurði Thorne. “Já, svo er það,” svaraði Jessop. “Nú megið þér fa:ra,” sagði skipstjórinn og opnaði 'hurðina, en um leið og maðurinn gekk fram hjá Thorne, stakk hann bankaseðli í lófa hans. “Þakka yður fyrir”, sagði maðurinn og kvaddi. Þetta kvöld og langt fram á nótt gekk Thorne fram og aftur um þilfarið; hann hugsaði og velti því fyrir sér, hvernig sér mundi auð- veldast að ráða til lykta þessu erfiða fyrirtæki. Er klukkuslögin tilkyntu að komið væri mið- nætti, bjóst hann til að hverfa niður í klefa sinn. Þá heyrði hann að vagn ók niður á bryggj- una og fjörugar raddir og háværar bárust til hans fram í skipið. Hann gekk út að þeim borðstokknum, sem sneri að bryggjunni og sá hóp manna, sem komu slangrandi og rausandi eftir bryggjunni. Svo kvöddust einhverjir með hrærðum málrómi og innilegum heillaóskum, og var nú auðséð að Carter Mjonckton var að koma um borð. Enda reyndist það svo. Thorne fanst að hann hlyti að reyna að afstýra því, St5 hinn ölvaði maður vekti ekki alla um borð í skipinu, og einkum að skipstjórinn og dóttir hans skyldu sjá Carter í þessu ástandi. Hann gekk því á móti honum strax og hann steig á skipsfjöl. “Það var slæmt að þú skyldir koma um borð svona á þig kominn,” sagði Thorne. “En gerðu nú engan hávaða; það er ungfrú ein um borð, og eg mun fylgja þér niður í klefann þinn. “Þú ert allra bezti náungi,” sagði Carter sem var í sólskinsskapi, en þetta er “Naida”, eða er ekki svo?” “Jú, svo er víst.” “Þá er alt í lagi,” sagði Carter og fylgdist með Thorné niður í káetuna, sem hann átti að fá og var næst við klefa Thornes. Þar kom hann honum niður í stól. Nú þekti ungi maðurinn Thorne, stamaði út úr sér þakkarorðum og vildi gefa honum að smakka á flöskunni, sem hann hafði í vasanum. En Thorne tók af honum flöskuna og fleygði henni síðar í sjóinn en yfir því varð Carter hamslaus af reiði. 6. Kapítuli. Næsta dag forðaðist Thorne samferðamann sinn. “Naida” hafði snemma um morguninn verið flutt út í strauminn og fór um miðdags- leytið fram hjá Sandy Hook. Þá voru öll segl dregin upp, og allir hásetarnir voru í óða önn að þrifa til á þilfarinu. Þennan fyrsta dag sá Thorne Miss Sydney sjaldan, en kyntist nú fyrst fyrsta og þriðja stýrimönnunum. Mr. Sessions var lítlil maður og rauðhærður og skrækróma, og Mr. Peper feitur og glaðlegur maður. Hendur hans voru eins og lítil svínslæri. Monckton hélt sig niðri í klefanum næstum allan daginn og svaf úr sér vímuna. Um kvöld- ið kom hann upp á þilfar, en Thorne sneri við honum baki og gekk frá honum. Hann hafði ásstt sér að hafa ekkert saman við hann að sælda. En matreiðslumaðurinn hafði sett þá hvorn við annars hlið við borðið andspænis Miss Latimer og neyddist Thorne því að kynna hann fyrir henni, yfirmönnum skipsins og skipstjóra. Það var auðséð að Miss Sidney þótti varið í að kynnast syni skipseigandans, og Monckton lagði sig í lima að koma sér í mjúkinn hjá henni. Thorne*fann til þess óþægilega, að Car- ter féll henni vel í geð, en ekki gat hann út- skýrt það fyrir sjálfum sér hvarsvegna að hon- um leiddist þetta; hann hafði engan persónuleg- an áhuga fyrir henni. Fljótt á litið og hið ytra virtist Monckton prúðmenni, og hafði hæfileika að ná hylli fólks, þó ekki væri nema í bili. Thorne vogaði ekki að taka það að sér að vara Miss Sidney wið honum, eða heldur föður henn- ar, segja þeim frá tilhneigingum hans í vín; þau urðu að komast að því sjálf. En samt ætl- aði hann að reyna að sjá til, að Miss Sidney gæti sem allra sjaldnast fengið tækifæri til að vera ein með Cartetr; atvikin réðu því að það áform hans mishepnaðist. Næsta dag var stormur og sjógangur mikill. Thorne varð sjóveikur og varð því nauðugur viljugur að vera í rúminu. Þar varð hann að liggja í fjóra daga og gát ekkert annað étið, en hveitibrauð og kjötsoð. Er kom upp á þilfarið eftir þessa burtvetru, fann hann að Miss Latimer og Monckton voru orðin svo samrýmd, að líkast var sem þau höfðu þekst árum saman. Monck- ton hafði ekki fundið til sjóveiki, og var svo ósvífinn að fara til Thorne og fara að vorkenna honum veikindi hans. Þetta gramdist Thorne og svaraði honum allóblíðlega: “Eg býst við ef að maginn í mér hefði verið geymdur í vínanda árum saman, þá hefði hann eigi bilað í sjógangi þessum.” Þetta heyrði Miss Latimer og gat hann séð á svip hennar, að henni þótti svarið ókurteist. Carter skildi snieiðina, móðgaðist og fór strax leiðar sinnar. Sydney fór líka í burtu, en Thorne heyrði um þetta síðar firá skipstjóranum. Thorne hugsaði sér hvað skipstjórinn mundi hafa sagt ef hann hefði séð Carter kvöld- ið, sem hann kom um borð í New York. En hann svaraði ekki einu orði hinni góðsamlegu afsökun, sem hann gerði fyrir hönd sonar skips- eigandans. En svo mikið skildi hann að Sidney hafði þykst við svar hans; það þótti honum slæmt, en hélt samt áfram að forðast Carter, og með því móti hitti hann hana sjaldari. Honum leist ekki á stöðu hennar um borð í skipinu. En samt hafði hin þróttmikla og stöðuga lyndis- einkunn hennar vakið einlæga aðdáun hans.. Hún naut virðingar allra á skipinu, og allir furðuðu sig á hinni rólegu og nákvæmu þekk- ingu hennar og dómgreind á sjómenskunni. “Það er sú aðdáanlegasta stúlka, sem eg hefi séð á æfi minni,” sagði Mr. Pepper, “enda þótt eg sé fæddur og uppalinn við fjöruna þar sem drengir og stúlkur gátu stjórnað bátum löngu áður en þau voru fullvaxin, já, bara á meðan þau voru böcn.” Þessu var hinn smávaxni Mr. Sessions sam- þykkur. Það var öllum ljóst að faðir hennar unni henni af öllu hjarta, og fór í mörgum greinum eftir hinum skynsamlegu ráðum hennar. En að skoðun Thorne voru sjómennirnir á skipinu ekki allir ánægðir með hana. Þeir hlýddu að vísu fyrirskipunum hennar, en það var auðséð að þeim fanst það rangt af skipstjóranum að setja kvenmann yfir þá. Að þessum glæðum var Atwell iðinn að blása. 1 Eftir því sem tíminn leið og skipið kom inn í heitara loftslag varð Thorne aðstaðan meira og meira óþolandi. Hann sá þau Monckton og Sydney ganga fram og aftur um þilfarið í sgm- ræðum. Samtímis lét hún Throrae verða þess varan að hún var reið honum fyrir það, sem hann hafði sagt, og sýndi hinum enn meiri alúð vegna þess. Skipstjóri og hásetar annars vegar voru alt annað en sáttir, og jókst það sundurþykki dag frá degi. Hann var í raun og veru mjög naum- ur hvað matinn snerti. Þeir sem borðuðu í ká- etunni fengu nægan mat, þótt hann væri ein- faldur, svo að Thorne hafði ekki tekið til þess niðursoðna fæðis, sem hann hafði með sér. En maturinn, sem hásetarnir fengu var alt annar; það var ekki hægt að segja að hann væri slæm- ur, en hann. var af altof skornum skamti, og út af því reis óánægjan. Já, Latimer skipstjóri var svo smásmugleg- ur, að hann skamtaði sjálfur Tonio matinn, sem hann eldaði. Þatta var í sjálfu sér ekki þýðingarmikið, en það varð Atwell >ekki örðugt að gera ilt úr því. Thorne hafði fyrir löngu síðan fengið grun um að Atwell og ýmsir aðrir af hásetunum næðu í brennivín, en hann gat ekki skilið á hvern hátt. Skipstjórinn var sjálfur strangur bindindismaður, og alt það vín, sem til var á “Naida” var lokað inni í riieðalaskápnum, og var haft þar sem meðal ef á þyrfti að halda. Það var líka áreiðanlegt að Monckton hafði ekkert vín. Mr. Pepper sagði honum sem sé, að þegar faðir Moncktons skrifaði og bað um far handa syni sínum, hafði hann skýlaust tekið það fram, að ekkert brennivín mætti finnast um borð. Allir urðu líka að játa, að Carter hafði komið óaðfinnanlega fram. Eina vínið, sem hann hafði flutt með sér var þessi litla flaska, sem Thorne hafði fl'Eygt í sjóinn, en það hafði Monckton aldrei getað fyrirgefið honum, þótt Thorne héldi, að hann hefði verið of fullur til að muna neitt eftir því, en þar hafði hann rangt fyrir sér og fékk líka að heyra það kvöld eitt. Miss Sidney og Thorne töluðu saman yfir kvöldverði um algeng atriði, en hvort hafði sína skoðun og hélt hsnni fram; en svo gaf Monckton sig í samræðuna. Miss Latimer svaraði honum og gaf honum þannig rétt til að taka þátt í við- ræðunum. Aftur á móti sýndi Thorne, að hann reiddist þátttöku hans í samtalinu, og þagnaði nú alveg. Carter fann hversu þetta var sær- andi, varð reiður og fór að hæðast að röksemda- færslu Thornes, og gerði það á svo skringilegan hátt, að allir, sem þarna voru, gátu ekki að sér gert að hlægja. Thorne beit á jaxlinn og sagði ekkert fyr en Sydney var farin. Þegar hann hélt áfram með háðglósur sínar fékk hann löðr- ung yfir borðið svo vel útilátinn, að hann valt út af stólnum. Alt varð samstundis í uppnámi inn í ká- etunni. Háð Moncktons var nú orðið að hams- lausri reiði; hann stökk upp með formæling- um, og stýrimennirnir risu líka úr sætum sín- um. Stólarnir ultu um koll og það leit helzt út. fyrir að Monckton mundi stökkva yfir borðið og ráðast á andstæðing sinn. Thorne einn sat kyr; hann horfði framan í Monckton og andlit hans var kuldalegt og ná- fölt. Hann var alveg rólegur, en í huga hans greip óstjórnleg löngun til að taka Carter og lúberja hann, því að honum fanst snoppungur- inn alt of lítil hegning. “Bölvaður hundurinn þinn!” æpti Monck- ton þegar hann kom upp orðunum. Hann rétti hendina aftur fyrir sig eins og hann ætlaði að stinga henni í vasann; hann var viti sínu fjær af reiði. “Reyndu að sitja á þór,” sagði Thorne kuldalega, “og sleptu hendinni af leikfanginu í vasa þínum. Eg skal lofa þér því, að ef þú dregur upp skambyssu og ætlar að nota hana gegn mér, skal eg mölbrjóta hvert bein í ólukk- ans skrokknum þínum.” Monckton leit framan í hinn manninn og félst hugur; hann hætti við að draga upp skam- byssuna. “Aflogahunduir!” öskraði hann. “Þjófurinn þinn!” Nú reis Thorne úr sætinu. “Eg vil ráðleggja þér að nota ekki aftur þessi nöfn,” sagði hann svo rólega, að hefði Monckton ekki verið vitstola af vonsku, hefði hann látið sér það að varnaði verða. “Eg endurtek það að þú ert þjófur og sonur þjófs!” hvæsti hann. Með leifturhraða stökk Thorne yfir borðið og sló róberann svo að hann lá eins og dauð tuska á gólfinu. í þessum svifum kom skipstjórinn niður stigann. “Hvað gengur á fyrir ykkur, herrar mínir? Hvað á annað eins og þetta að þýða? Ruddaleg áflog í- káetunni minni? Gerið grein fyrir þessu!” sagði hann í skipunarrómi. “Hversvegna slóuð þér hann, Mr. Thorne?” Thorne svaraði engu. Mr. Pepper hafði lyft Carter upp í stól. En hvorki hann né hinn stýrimaðurinn virtust fúsir að svara. Monckton hafði ekki náð sér svo mjög að hann gæti það.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.