Heimskringla


Heimskringla - 11.07.1945, Qupperneq 3

Heimskringla - 11.07.1945, Qupperneq 3
WINNIPEG, 11. JÚLÍ 1945 HEIMSKRINGLA 3. SlÐA SÍMSKEYTI OG BRÉF er bárust hr. Ásmundi P. Jó- hannssyni í tilefni af sjö- tugs afmæli hans. Reykjavík Hr. SvEÍnn Björnsson forseti Is- lands Stjórnarnefnd og framkvæmdar- stjóri Eimskipafélags ís- lands h.f. Þjóóræknisfélag Islendinga í Reykjavík Félag Vestur-lslendinga, Hálf- dán Eiríksson, forseti Ágústa og Thor Thors Kristín og Guðmundur Vil- hjálmsson Eggert Classen og frú Jón Guðbrandsson Rgnhildur og Halldór Thor- steinsson, Háteigi Jónas Thoribergsson Gigja og Henrik Sv. Björnsson Þórður Sveinsson, læknir Dr. Sigurgeir Sigurðsson, biskup yfir Islandi. Guðmundur Hlíðdal, póst- og sí mamálast j óri Sigurborg Geirmundsdóttir og Sigurður Jónasson Haraldur Böðvarsson, Akranesi Guðrún og Ólafur Johnson Séra Pétur Sigurðsson Áslaug og Hallgrímur Bene- diktsson Hansína og Jónas læknir Kristjánsson M|argit og Árni G. Eylands. Dr. Helgi P. Briem, aðalræðis- maðut Islands í New York Irene og Grettir Eggertson, New York Ófeigur J. Ófeigsson, Rochester, Minn. Dr. Haraldi Sigmar, forseta lút- erska kirkjufélagsins Guðmundi Grímson dómara, Rugby, N. D. J. T. Beck Stefán B. Kristjánsson, Van- couver, B. C. Frú Jóhanna Jónasson, Van- couver, B. C. G. J. Oleson, Glenboro, Man. Dr. og Mrs. S. E. Björnson, Árborg, Man. Ingibjörg og Sigurður Ólafsson, Selkirk, Man. KAFLI ÚR BRÉFI FRÁ GIMLI Þriðjudagurinn 3. júlí s. 1. ttiun eflaust geymast lengi í hug- irm okkar gömlu barnanna hér á Betel. Þann dag urðum við fyrir því happi, að fá heimsókn af próf. Ásmundi Guðmundssyni frá há- skóla Islands í Reykjavík, og með honum kom einnig guð- fræðis-kandidat Pétur Sigur- geirsson, biskups yfir íslandi. Prófessor Ásmundur hafði komið hingað sem snöggvast, í vikunni næstu á undan, en hafði bá svo stutta viðdvöl, að við nut- um hans ekki að ráði. Prófessor hin hafði þenna dag, með okkur stutta bænagerð, og talaði nokk- ur orð til heimilisins og okkar, °g mun mér óhætt að segja, að enginn af heimanaðkomnum Iræðimönnum, sem hafa heim- sótt Betel í seinni tíð, að þeim áilum ólöstuðum, hefir, að minni hyggju, snert jafn markvist til- linningastrengi okkar gömlu barnanna hér. Maðurinn er ljúfmenni, sem Þeir fleiri Birtingaholts frændur °g manni finst við fyrsta hand- |ak, að hann hafi verið góðkunn- *ugi fyrir lengri tíð. Kandidat Pétur yrti ekki á °fckur, í sameiningu, í þetta sinn, eh notaði tímann til þess að ^ynnast persónulega þeim, sem J^hnn gat, þá stuttu stund; en uar>n mun, að líkum, heimsækja °kkur seinna. Yið lifum við þá von um sinn. uann er ungur, en þar er án efa hiannsefni gott. I för með þeim féögum var Sera Valdimar Eylands frá Win- hipeg og sýndi hann okkur ^hyndir frá íslandi, gullfallegar, THE CALVARY LUTHERAN CHOIR, SEATTLE, WASH. Rendered Sacred Concert, Sunday, June 3rd, 1945 FRONT ROW (Left to Right): Nina McCauley, Constance Soderland, Delores Friend, Elizabeth Sigurdson, Anna Scheving, Evelyn Northfield, Geraldine Bjornson, Betty Toskey and Choirmaster Tani Bjornson. SECOND ROW: Sigrid Bjojmson, Sigrid Scheving, Anita Sigurdson, Anna Chester, Mabel Scheving, Lois Webster, Baibara Good- man, Nancy Mae Warren, Carol Jacobson, Margaret Northfield. THIRD ROW: Doris Bjornson, Thora Johnson, Ethel Sigmar, Hannes Kristjanson, Att. Harold M. Elastvold, Pastor Harald Sigmar. LAST ROW: Lilyan Stefansson, Erika L. Eastvold, Elaine M*. Frederick, Corrine Page, Anna Magnusson, Aleph Johannsson, Stefania Northfield, Robert Owen, Ray Olason and Palmi Palmason. Nembers not shown are: Anna Stevenson, Magnus Herman, Gene Northfield, Mary Sigurdson, Esther Sigurdson and Virginia Drugg. en próf. Ásmundur talaði fyrir þeim og skýrð þær. Annars lítil tíðindi héðan, þó má geta þess, að hér er nú verið að leggja grunn til viðbótar byggingar. Á þar að verað aðal- lega íbúð fyrir þjónustufólk heimilisins. Eykur það frjáls- ræði þess, og gefur um leið rúm fyrir fleiri gamalmenni í aðal byggingunni. Hallgrímur J. Austmann HÖRMUNGAR OG DAG- LEGT LÍF í RÚÐUBORG STYRJALDARÁRIN Bréfkaflar frá reykvískri konu búsettri þar Bréfkafli þessi er frá frú Kristínu Chouillou, er margir Reykvíkingar þekkja, því að hún er hér borin og barnfædd, enda þótt hún hafi lengi verið búsett í Frakklandi. Hún á heima í Rúðu- borg. Þaðan skrifar hún systur sinni frú Soffíu M. ólafsdóttur þ. 22 jan. og segir m. a.: “. . . . Þegar við í stríðsbyrjun hættum að geta skrifast á, og hálfur heimurinn var kominn í1 bál og brand, grunaði engan að öll hin regin ósköp, sem þá voru ókomin, ættu eftir að dynja yfir. Við höfum þolað hér þyngstu þrautir allan þennan tíma síðan, hallæri, harðæri og margvísleg- ar hörmungar. Auk þess annað veifið lifað í sífeldum lífsháska eftir að loftárásir hófust. Vorið 1940 var það okkur til láns að fara hvergi, þegar fólk flúði unnvörpum, heldur vera kyr í bænum. Við komumst því hjá að leggja upp í flóttaleiðang- ur, eins og svo margir gerðu, þegar alt var orðið um seinan. En flóttafólkið lenti í miklum' hörmungum og raunum. Næstu, vetrar voru hinir mestu fimbul- vetrar, kuldar svo miklir hér, að annað eins hefir ekki þekst um langan aldur. Samtímis var hér lítið að bíta og brenna, vista- skortur og skortur á öllum svið um. Það voru daprir dagar. Tíminn virðist-óskiljanlega leng; að líða. Hér varð maður að ráfa um í kolamyrkri úti fyrir, þegar dimma tók. En verst af öllu var það, hve þröngt var í búi. Jafnvel hér, í hinu frjósama Normandí, sem hingað til hefir verið sannkalíað forðabúr landsins, lá við að fólk liði neyð. Við vorum svo heppin að þekkja fjölskyldu úti í sveit, sem liðsinti okkur þegar þess var kostur. Með miklum erfiðismun- um gat fólk útvegað sér ýmis- konar matbjörg, ófullnægjandi þó. Vandkvæðin og erfiðleikarn- ir jukust dag frá degi. Hver og einn varð að annast sínar dag- legu þarfir, og áttu flestir nóg með sjálfa sig. Allar lífsnauð- synjar varð maður sjálfur að sækja og oft standa í þyrpingum og bíða tímum saman. Háir jafnt sem lágir sáust sífelt vera að basla með alskonar upphugsan- lega handvagna eftir götunum og aka heim til sín eldsneyti og öðru, sem til þurfti, meðan fáan- legt var. Nú áttu ríkir og fátæk- ir að mestu leyti við sömu lífs- kjör að búa. Auðurinn einn dugði engum lengur, þegar öll- um var skamtað. Eftir ófarirnar og hertökuna mátti heita að allar skipasam- göngur legðust niður, og öll framleiðsla hætti að kalla, vegna þess að efnivöru vantaði. Innan landssamgöngurnar teptust að mestu. Samkvæmt vopnahléssamn- ingunum varð að láta af hendi til Þjóðverja eða setuliðsins væn an hluta af öllum afurðunum Munaði mikið um það. Fjarri fór því, að fólkið bæri þrautir sínar möglunarlaust. Alstaðar varð vart við megnustu óánægju. En menn héldu áfram að lifa lífinu og má ekki skiljast að á því væru engar bjartar hliðar og alt hafi hvílt í dái á þessu tímabili. List- rænt framtak tók að dafna á ný, leiksýningar, hljómleikar fengu mikla aðsókn, sem áður. Fólk hristi af sér mókið, enda iþótt það hefði vaknað við vondan draum. Enda var meiri þörf uppörfun- arinnar en nokkru sinni. Menn þurfa þess með, að geta beint huganum burt frá efnissviðinu og áhyggjum þess. Alt virtist á yfirborðinu fara fram með hægð og spekt, þangað til loks, eftir 4 ár að eldurinn braust út að nýju, er andstaðan eða uppreisnin kom fram í dagsljósið samfara innrás þandamanna. Þó keyrði fyrst úr hófi, er loftárásirnar byrjuðu. Það voru hinar hamslausu loft- ásáir, er gerðu landsmönnum mestar búsifjar. Ekki veit eg, hvort þið þarna í fjarlægðinni getið gert ykkur nokkra grein fyrir því, hveinig sá lofthernaður er háður og hversu miklu tjóni og hörmung- um hann veldur. Víða á stórum svæðum stendur ekki steinn yfir steini. Helztu hafnarbæir hafa verið sprengdir í loft upp. Það er engu líkara en eldgos og jarð- skjálftar hafi geysað. Bærinn hérna í Rouen hefir verið mjög hart leikinn af loftleiðangrum þessum. Meira en fjórði hluti hans liggur nú í rústum, einkum miðbærinn, höfnin og verk- smiðjuhverfi. En eyðileggingin varð þó enn umfangsmeiri, þeg- ar Þjóðverjar sprengdu upp höínina og öll hafnarmannvirki áður en þeir hurfu á brott, í því skyni að fyrirbyggja það, að höfnin kæmi bandamönnum að notum. Það er ömurlegt að lit- ast um við höfnina, og ekki verð- ur manni léttara innanbrosts, þegar maður reikar um rústirn- ar. Nú er illa leikinn hinn gamli sögustaður við Signu. í litlum borgum eins og Rouen var hættan alstaðar jafn mikil meðan loftárásir stóðu yfir. — Suma dagana varð stórkostlegt manntjón, er jafnvel mörg hundruð íbúanna í senn biðu hinn hörmulegasta dauðdaga eða limlestust og þúsundir manna urðu húsnæðislausir. Það kom fyrir, að fólk varð undir rústun- um niðri í kjöllurum húsanna, og varð þar að bíða dauða síns sól- arhringunum saman. Hvað okk- ur viðvíkur, þá stendur húsið, sem við búum í óhaggað. Að eins rúðurnar eru brotnar, og það enda þótt húsið sé rétt hjá járnbrautarstöðinni. En húsin í götunni okkar hrundu ekki, og okkur hefir ekkert hlekst á. En í námunda við okkar hús og alt í kring hafa hús hrunið eða lask- ast. Er þar skemst frá að segja, að við héldum hvað eftir annað, að okkar síðasta stund væri komin. einkum, þegar árásirnar voru gerðar að næturlagi. Að síðustu fól eg mig algerlega forsjóninni á vald. Eg á við það, að eg hætti að fara inn í varnarskýlin. Eg gat ekki lagt það upp lengur að hafast við í hinum niðdimmu neðanjarðargöngum þar sem naumast var hægt að festa blund. Lét eg fyrirberast heima, ef eg þá var ekki útivið, þegar loftá- rásirnar skullu yfir. Það kom fyrir, að sprengjur féllu niður í loftvarnarbyrgi, og fórust þar þá fjöldi manns. — Stundum hrundu heil húsahverfi í einu. Ef fólkið þaðan hafði ekki leitað athvarfs í loftvarnar- byrgjunum, þá hefðu margfalt fleiri látið lífið. Undir slíkum kringumstæðum verður hver að ráða sér sjálfur og ákveða upp á eigin spýtur, hvað hann gerir. Maður mátti sízt af öllu fara að leggja öðrum ráðin. Seinustu vikurnar, þegar inn- rásarherinn fór að nálgast okkar stöðvar heyrðum við orustugný- inn daga og nætur. Mögnuðust þá loftárásirnar og lúðrarnir hvinu án afláts. Felmtri sló nú á fólkið ennþá meira en áður. Það flutti sig margt úr miðbæn- upp í hæðirnar umhverfis, eða svaf og var öllum stundum í neð- anjarðarskýlunum. En í það skifti fór betur fyrir borginni og íbúunum en áhorfðist, því viður- eignin stóð aldrei hér í bænum. Hér urðu engir götubardagar Hhagborg U FUEL CO. II Dial 21 331 no FU) 21 331 ÁRSFUNDUR Christian Scientist, í , Boston, 4. júní 1945 Fundur þessi hafði, meðal annara mála, til umræðu, friðar- mál heimsins og var sameigin- legt álit fundarins, að varanleg- ur friður yrði að eiga rót sína og vera bygður á kristilegum grund- velli, og samkvæmur guðslögum, eins og víða annarsstaðar hér nærlendis. Innrásinni og átökunum, sem á eftír komu, fylgdi óhemja tor- tíming. Frelsunin var dýrkeypt. En þjóðin sýndi það er til kom, að hún vildi leggja mikið í söl- urnar. Henni er frelsið fyrir öllu. Hinum langþráðu lausnar hersveitum var tekið opnum örmum, og allsherjar fögnuður lýsti sér yfir endalokunum og sigri bandamanna. Nú er hildarleiknum lokið hér um slóðir og árásunum. Er það öllum mikill hugarléttir og lífið virðist bjartara og betra. En enda þótt að landið hafi að mestu leyti verið leyst úr viðjum, þá eru einstaka staðir í höndum hinna (eins og t. d. Dunkirk). Kennum við mjög í brjóst um í- búana þar. Og þó að bardagaá- tökin séu hér aflokin, þá fer því fjarri að ófriðurinn sé á enda kljáður í Austurvegi. Allir eru að vona að rofi til með vorinu. Það er ennfremur af mér að segja, að eg hefi allan tímann verið mjög önnum kafin. Fyrsi var hin daglega tilvera, eins og eg áður hefi lýst, í alla staði mjög örðug. Og svo er enn. Því þrátt fyrir úrslit, sem hér hafa orðið. er eitthvað annað en vandkvæð- in hafi horfið. Það er erfitt um alla aðdrætti og viðurværi sízt ákjósanlegt. En það á alt rót sína að rekja til þess eina, að stríðið heldur áfram að geysa. Þar við bætist að yfirstandandi vetur er einhver sá harðasti sem við höfum upplifað hér. Eins og þú munt geta nærri, hefi eg mikið hugsað heim til ykkar undanfarin ár og saknað þess alveg ósegjanlega að heyra ekki frá ykkur. Það er lán fyrir landið að vera svo í heiminn seti að stríðið nær ekki þangað. I þann mund, sem þið voruð að fagna stofnun lýðveldisins (blöð- in hér gátu um viðburðinn) var hér á næstu grösum háð hin grimmasta orusta, og öllu telft í hættu. Þú getur ímyndað þér, að þá greip mig mikil heimþrá. Eg fór að reyna að gera mér í hugarlund, hvernig myndi vera hjá ykkur á Þingvöllum, er svo mikil stund var upprunnin. Til heilla með lýðveldið! .... —Lesb. Mbl. því varanlegur friður gæti ekki verið bygður á sjálfselsku og eigingirni. Tilraun Californíu friðarfund- arins, til að leggja öruggan grundvöll til varanlegs friðar, sem útiloki stríð og styrjaldir um alla ókomna tíð, gæti því aðeins hepnast, að þær tilraunir séu í fullu samræmi við stjórn guðs á högum mannanna. Á þessum fundi var frú Myrtle Holm Smith frá Waban, Mass., kosin forseti móðurkirkjunnar í Boston fyrir komandi ár. Christian Scientist eru ein- huga með tilraunum Californíu friðarfundarins, í að reyna að finna leið og mögulegleika til að koma í veg fyrir styrjaldir og stríð. Fundurinn áleit, að með þessari viðleitni væri tiíraun gerð til að gera fjallræðuna að praktisku og lifandi áhrifaafli í mannlífinu. Lögmál guðs er það eina sem getur lægt ófriðar öld- urnar; en vér verðum að gera alt sem vér getum til að útrýma úr huga vorum öllu því, sem vinnur á móti frið og einingu. Á þennan hátt lét fundurinn í ljósi, að heimsfriðurinn byggist á því, að einstaklingarnir, hver um sig, geri sitt ítrasta til að sigrast á þeim ófullkomlegleik um í sinni eigin skapgerð, er veldur óeiningu, en helga guði hugsanir sínar og störf. Það get- ur ekki orðið um varanlegan frið að ræða, þar sem sjálfselska og græðgi ráða. Því var lýst yfir á fundinum, að móðurkirkjan í Boston, teldi nú fjórum sinnum fleiri meðlimi en fyrir 35 árum. Fundurinn tjáði ensku þjóð inni þakkir fyrir það hugrekki og þrautseigju er hún sýndi 1 stríðinu gegn nazismanum, bæði áður og eftir, að hún stóð ein til varnar, og þeirra í öðrum lönd- um, er veittu henni að málum, hverra fórnfýsi og drengileg hjálp hefir nú endurgoldist með dýrðlegum sigri. Fráfarandi forseti, komst með- al annars svo að orði í kveðju- ræðu sinni, “að með því að sigr- ast á nazismanum, hafi verið unnin hinn stærsti sigur í sögu heimsins á guðleysinu, þrátt fyr- ir það, þó enn sé mikið ógert, og enn sé við ramman reip að draga. Látum oss nota það tækifæri sem nú er framundan, og vinna með sameinuðum hug að því, að hjálpa til að greiða fram úr hin- um vandasömu, pólitízku, þjóð- ræknislegu og hagsmunalegu málum, sem nú krefjast úr- lausnar. Látum oss ekki óttast breytingar, heldur þvert á móti vinna af allri einlægni að nauð- synlegum breytingum, sem tím- inn krefst, mannkyninu til vel- ferðar. Látum oss ekki hika við að láta í Ijósi þær skoðanir vorar, sem stutt geta að velferðar og friðarmálum. Útgáfunefnd Christian Science félagsins, lýsti því yfir, að út- breiðsla Ohristian Science rita hafi náð sínu hæstu marki á s. 1. ári. Yfir miljón línum af nýjum auglýsingum var bætt við blað- ið Ghristian Science Monitor. Nefndin gaf von um mikla fram- för í útgáfu blaðsins Monitor, að styrjöldinni lokinni, og að í því augnamiði hefðu nýjar prentvél- ar verið pantaðar og önnur prentunar áhöld af nýjustu og fullkomnustu gerð. G. — Læknirinn hefir bannað konunni minni að búa til mat. — Er hún veik? — Nei, það er eg, sem er orð- inn veikur.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.