Heimskringla - 18.07.1945, Side 7
WINNIPEG, 18. JÚLI 1945
HEIMSKRINGLA
7. SÍÐA
HÁTÍÐÞING
KIRK JUFÉLAGSIN S
Síðari grein
Koma dr. Fry
Laugardagsmorguninn hófu
fundarmenn störf sín með því að
taka þátt í guðræknisstund, er
séra S. S. Christopherson annað-
ist. Kl. 11 f. h. Tilkynti G. L.
Jóhannsson ræðismaður komu
forseta Hinnar Sameinuðu Lút-
ersku kirkju í Ameríku, Right
Rev. Franklin C. Fry, D.D. —
Um sama leyti gekk inn kirkju-
gólfið hár maður, þrekvaxinn.
Hann leit brosandi til fólksins í
kirkjunni. Þingheimur reis úr
sætum. Forsetinn var kominn.
-— Dr. Fry gekk upp á ræðupall-
inn, þar sem dr. Sigmar ávarp-
aði hann fagurlega og bauð hann
hjartanlega velkominn í nafni
þingsins. Síðan mælti dr. Fry
nokkrum orðum til þingheims.
Var það mikill fengur að fá tæki-
færi til þess að hlýða á þennan
mikla og mikilhæfa kirkjuleið-
toga. Dr. Fry sagðist gleðjast
rnjög yfir því að vera kominn til
þess að taka þátt í þessu þingi,
enda þótt hann, því miður, skildi
ekki málið, sem talað væri. —
Lét hann þó í ljós þá von, að sér
myndi e. t.v. takast betur að
skilja íslenzkuna en finskuna,
sem hann nýlega hafði heyrt
mikið talaða á þingi finsku kirkj-
unnar í Ameríku! — Vakti það
sérstaka athygli, hve dr. Fry
flutti sitt snjalla mál tilgerðar-
laust, en þó með áherzluþunga.
Við og við brá yfir andlit hans
snöggu brosi, er gerði bjart um
allan hans boðskap. — Dr. Fry
tók síðan sæti að máli sínu loknu
við dynjandi lófatak fundar-
manna.
Kveðjur frá öðrum kirkjufél.
Þá heimsóttu einnig þennan
dag fulltrúar frá öðrum kirkju-
deildum í Canada. Voru það þeir
dr. P. G. Barker (United Church
of Canada, Chairman of Mani-
toba Conference) og dr. J. A.
Cormie einnig frá Sameinuðu
kirkjunni í Canada. Séra Krist-
inn K. Ólafsson svaraði og þakk-
aði kveðju þeirra. Einnig heim-
sótti þingið Rev. C. C. Landon
frá ensku kirkjunni. Var hann
með kveðju frá erkibiskupinum
af Rupertsland. Vara-forsetinn
séra Valdimar J. Eylands þakk-
aði kveðju hans og heillaóskir.
Séra Kristinn K. Ólafsson flutti
kveðju frá Illinois-synod (U.L.
C.A.) og forseta þeirrar kirkju-
deildar, dr. A. G. Weng. Séra
Guttormur Guttormsson svaraði
þeirri kveðju.
Þes|si þriðji dagur þingsins
endaði með hljómlistakvöldi í
kirkjunni, þar sem kirkjukórar
Uyrsta lúterska safnaðar sungu
Undir stjórn Páls Bardal fylkis-
þingmanns og organistans frk.
Snjólaugar Sigurðson, sem auk
þess lék undir sönginn til skiftis
á bæði hljóðfæri kirkjunnar. Frú
Pearl Johnson söng einsöngva
aðstoðuð af kórnunum. Bar þetta
hljómlistakvöld ótvíræðan vott
um mikið söngstarf safnaðarins
og mikinn árangur, þar sem
söngurinn var með afbrigðum
góður. — Dr. Fry hélt ræðu
þetta kvöld og lýsti ástandinu í
Evrópu og einkanlega á Norður-
londum, eins og það nú er við
lok Evrópustríðsins. — Var lýs-
ing hans mjög átakanleg, og
sagði glögt frá þeirri brýnu nauð-
syn á, að kirkjudeildirnar í Ame-
úku komi strax til hjálpar í end-
urreisnarstarfinu þar.
Sunnudagurinn
Dagurinn var sannkallaður
“sunnudagur”, bjartur, fagur og
ekki um of iheitur. — Kl. 11 f. h.
hófst guðsþjónusta og var henni
útvarpað. Dr. Fry flutti þar
langa og mikla prédikun. Til
aðstoðar við guðslþjónustuna
voru þeir séra Valdimar J. Ey-
lands vara-forseti og dr. Harald-
ur Sigmar forseti, er kynti dr.
Fry fyrir útvarpshlustendum og
kirkjugestum. — 1 messulok var
tekin hópmynd af fulltrúum
þingsins og kirkjufólki öllu fyrir
sunnan kirkjuna.
Kl. 3y2 e. h. héldu þau hjónin
frú Gladys og Dr. P. H. T. Thor-
láksson boð fyrir stóran hóp Is-
lendinga til heiðurs forsetahjþn-
unum frú Margrétu og dr. Sig-
mar. — Dvöldu gestir góða
stund í hinu bezta yfirlæti á
þessu glæsilega heimili við
rausn og höfðingskap.
100 ára minning
Jóns Bjarnasoifar
Séra Valdimar J. Eylands
*vara-forseti stjórnaði samkom-
unni um kvöldið. Það, er sér-
staklega setti svip á það kvöld,
var 100 ára minning Jóns Bjarna
sonar og mál prófessors Ásmund-
ar Guðmundssonar. Séra Valdi-
mar Eylands hélt stutta ræðu í
byrjun samkomunnar og gaf
skýrt og gagnort yfirlit yfir sögu
kirkjfélagsins og helztu starfs-
menn þess. — 100 ára minning-
arræðu um Jón Bjarnason flutti
séra Rúnólfur Martenisson. Gat
séra Valdimar þess um leið og
hann kynti ræðumanninn, að
ekki hefði neinn annar maður
komið til greina, að flytja þá
ræðu en séra Rúnólfur bæði
vegna náinna tengsla og vináttu
hans við séra Jón. Það kom og
í ljós við ræðuflutning séra Rún-
ólfs, að hann kunni glögg skil á
efninu. — Gat hann þess, að
sama stefna hefði ráðið í öllu
lífi séra Jóns Bjarnasonar um
leið og hann dró skýrt fram, hvað
bjó í þeim mikla kirkjuleiðtoga.
Próf. Ásmundur heiðrar
dr. Sigmar
Þetta kvöld flutti próf. Ás-
mundur sína aðalræðu. Talaði
hann þá m. a. um hin mörgu svip-
mót er væru hin sömu með ís-
lenzku kirkjunni heima á ís-
landi og í Vesturheimi. — Líkti
hann krikjunni hér vestra sem
dóttur, er bæri glögg ættarein-
kenni móður kirkjunnar heima.
Það mun eigi hafa farið fram hjá
einum einasta manni, hve ríkur
hlýhugur og vinátta fölst í orð-
um próf. Ásmundar. — Orð hans
voru í heild hin fegursta vinar-
kveðja til Vestur-lslendinga frá
heimaþjóðinni á Islandi. — Við
þetta tækifæri las prófessorinn
upp skrautritað ávarp frá ís-
lenzku þjóðkirkjunni og afhenti
það forseta. Þá flutti prófessor
Ásmundur einnig ræðu til for-
setans séra Haraldar Sigmar,
D.D. Lék þá mörgum forvitni
á að vita, hvað lægi til grundvall-
ar þessum sérstöku ávarpsorðum
til dr. Sigmars. Það kom brátt
í ljós, því að þá um leið las próf.
Ásmundur upp yfirlýsingu frá
Sveini Björnssyni forseta Is-
lands, um að hann sæmdi dr.
Sigmar riddarakrossi Fálkaorð-
unnar. Kvað þá við lófaklapp
mikið um kirkjuna, og lét fólkið
þannig í ljós fögnuð sinn yfir
hinum verðskuldaða heiðri, er
dr. Sigmari var sýndur með
þessari beiðursorðu hins ís-
lenzka ríkis. — Þakkaði dr. Sig-
mar með sínum fagra hæverska
ræðumáta þessa sæmd, er sér
væri sýnd og bað prófessorinn
að flytja sínar beztu þakkir heim
til Islands. Þá flutti séra Krist-
inn K. Ólafsson kveðjuorð þetta
kvöld, þar eð hann þurfti að
hverfa af þingi. Var þessi heið-
ursforsetti kirkjufélagsins gest-
ur þess á þinginu.
Mánudagurinn
Guðræknisstundina annaðist
séra Theódór Sigurðsson í fund
arbyrjun kl. 9 f. h. Til þingsins
kom þennan dag fulltrúi kirkju-
félagsins í Can. Luth. Commis-
sion for War Services, hr. Gissur
Elíasson. Las hann fróðlega
skýrslu um þing þeirrar nefnd-
ar, er hann hafði nýlega setið.
Var hann samhljóða kosinn til
þess að hafa hinn sama starfa
fyrir kirkjufél. næsta ár.
ÞEGAR PÓSTURINN KEMUR TIL BURMA
Svona er kátínan mikil þegar pósturinn hefir komið til
Burma og hermönnunum hefir verið afhent bréf að heiman.
Ungmennakvöldið
Er séra Skúli Sigurgeirsson
hafði flutt stutta guðsþójnustu á
enskri tungu, kallaði dr. Sigmar
á hr. Gunnar Eggertsson forseta
Y.P.S. Fyrstu lútersku kirkjunn-
ar til þess að stjórna samkom-
unni. — Var fjöldi fólks bæði aí
ungum og gömlum saman komið
í kirkjunni þetta kvöld. — Gunn-
ar Eggertsson ávarpaði samkom-
una nokkrum orðum, og tilkynti
hann síðan hvern liðinn af öðr-
um. Er yngri söngflokkurinn
hafði sungið tvö lög kom fram
Eiríkur Sigmar stud. theol. og
söng einsöng. Annað lagið sem
hann söng var The Lords Prayer
by Malotte og var það sungið af
mikilli snild, enda hefir Eiríkur
sérstaklega hreimfagra barytón-
rödd. —• Ræður • fluttu þetta
kvöld séra Harald S. Sigmar,
séra Bjarni A. Bjarnason og Pét-
ur Sigurgeirsson. Einnig talaði
dr. Fry og var það mál margra,
að í það sinn héfði hann haldið
sína beztu ræðu á þinginu. Fjall-
aði sú ræða hans um viðhorf hins
unga til lífsins og nauðsyn þess
að meta að verðleikum það, sem
lífið hefði að bjóða hverjum
manni. Söngurinn átti ríkan þátt
í skemtiskránni þetta kvöld. Það
var almennur kórsöngur, radd-
aður söngur karlmanna og tví-
söngur frk. Margrétar Sigmar
og Alvin Blöndal. — Sýndi þessi
söngur enn greinilega hið öfluga
og fjöiþætta söngstarf, sem unn-
ið er í þessum söfnuði. Lítil
stúlka las upp þetta kvöld við
hrifningu kirkjugesta.
Síðar um kvöldið höfðu prests-
hjónin frú Lilja og séra Valdi-
mar Eylands boð inni á sínu
gestrisna og fagra heimili fyrir
prestana á þinginu og þeirra
frúr. Nýr dagur var að renna
upp um leið og gestir kvöddu.
Leið nú óðum að þinglokum.
Þingið lýkur störfum
Seinasti dagur þingsins hófst
með guðræknisstund, er séra
Harald S. Sigmar stýrði. Kosnir
voru emibættismenn kirkjufé-
lagsins og hlutu allir aðalstarfs-
menn þess endurkosningu ein-
róma. Nefndarálit voru borin
fram og endanlega afgreidd.
Um leið og þingi átti að slíta,
bað séra Valdimar J. Eylands um
orðið og bar fram þá tillögu til
þingsályktunar, að biskup Is-
lands, dr. Sigurgeir Sigurðsson
yrði, að samþykki hans fengnu,
kjörinn heiðursverndari Hins ev.
lút. kirkjufélags Isl. í Vestur-
heimi. — Var tillagan samþykt
einróma. — Prófessor Ásmund-
ur og sonur biskups mæltu þá
nokkur þakkarorð til þingheims
fyrir þann heiður, er blskupi Is-
lands væri sýndur með þessu. —
Þökkuðu þeir og fyrir ógleyman-
legar samverustundir og þá á-
nægju að hafa getað tekið þátt í
þessu hátíða þingi.
Forsetinn dr. Sigmar, lauksíð-
an þinginu á formlegan hátt..
Flutti hann hugnæm kveðjuorð
og bað þess að blessun Guðs
mætti hvíla yfir kirkjufélaginu
og störfum þess á komandi tím-
um.
Þetta 61. ársþing kirkjufél. var
í alla staði hið ánægjulegasta frá
ugphafi til enda. Á Fyrsti lút-
erski söfnuðurinn í Winnipeg
miklar þakkir skyldar fyrir að
hafa annast svo vel undirbúning
þessa þings sem raun bar vitni
um. Kvenfélag safnaðarins, er
sá um máltíðir og kaffidrykkju í
samkomusal kirkjunnar, gerði
það með rausn og myndarskap.
Söngkraftar kirkjunanr gerðu
skemtikvöld þingsins hátíðleg og
fjölbreytt að efni. Síðast en ekki
sízt ber að þakka presti safnað-
arins og vara-forsetanum séra
Valdimar Eylands fyrir hans
mikla starf og umhugsun varð-
andi kirkjuþingið. Mun hann
vissulega hafa átt sinn þátt í því
að gera þingið ánægjulegt og
minnisstætt öllum þeim er tóku
þátt í þessari miklu samkomu
Vestur-lslendinga.
Pétur Sigurgeirsson
Professional and Business
— Directory —- -"
OrncE Phoni Res. Phoni
94 762 72 409
Dr. L. A. Sigurdson
116 MEDICAL ARTS BLDG.
Office hours
by appointment
Dr. S. J. Jóhannesson
215 RUBY ST.
Beint suður aí Banning
Talsimi 30 «77
Vlðtalstími kl. 3—5 e.h.
J. J. Swanson & Co. Ltd.
REALTORS
Rental, lnsurance and Financial
Agents
Simi 97 538
308 AVENUE BLDG.—Winnlpeg
THE WATCH SHOP
CARL K. THORLAKSON
Dlamond and Wedding Rings
Agent íor Bulova Waitchee
Marriaoe Hcenses Issued
699 SARGENT AVE
SUNNYSIDE BARBER
& BEAUTY SHOP
Hárskurðoi og rakara stofa.
Snyrtingar salur fyrir kvenfólk.
Ábyggileg og greið viðskifti.
Sími 25 566
875 SARGENT Ave„ Winnipeg
Clifford Oshanek, eigandi
H. HALDORSON
BUILDER
23 Music and Arts Building
Broadway and Hargrave
Phone 93 055
Winnipeg, Canada
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD.
J. H. Page, Managing Director
Wholesale Distributors of
Fresb and Frozen Fish
311 CHAMBERS ST.
Office Phone 26 328
Res. Phone 73 917
ÁSGEIRSON’S PAINTS
AND WALL PAPER
698 SARGENT AVENUE
Winnipeg, Man.
Telephone 34 322
Guð varðveiti drotninguna
■
Á minningarhátíð Viktoríu
Englandsdrotningar árið 1897,
gerði hún einn af háskólakennur-
um læknaskólans að líflækni sín-
um. Maðurinn var ákaflega hé-
gómagjarn og langaði mjög mik-
ið til þess að allir vissu sem fyrst
um þessa nýju stöðu sína, svo að
hann skrifar, þegar hann geng-
ur inn í fyrirlestra salinn, nafn-
bót sína með krít undri nafn sitt.
Eftir fyrirlesturinn, þegar hann
var að ganga út leit hann til
hurðarinnar til að geta glatt sig
við að horfa á “líflæknir drotn-
ingarinnar” undir nafni sínu, en
sér þá, að einhver hafði bætt
neðan við ihinni alkunnu hend-
ingu úr þjóðsöng Breta: “God
Save the Queen” — “Guð varð-j
veiti drotninguna.—Alþbl.
★ ★ *
Lögregluþjónn (við mann, sem
er að bora lykli í símastaur): Eg
er hræddur um að það sé enginn
heima þarna.
Sá fulli: Það hlýtur að vera,
það hlýtur að vera. Það er ljós
uppi.
WINDATT COAL Co.
LIMITED
Established 1898
307 SMITH STREET
Office Phone 97 404
Yard Phone 28 745
THE
BUSINESS CLINIC
specialize in aiding the smaller
business man to keep adequate
records and prepare Income
Tax Returns.
ANNA LARUSSON
415 Mclntyre Blk. Ph. 92 316
THOR EGGS
Specializing in FRESH EGGS
1810 W. Temple St.,
LOS ANGELES, CALIF.
Telephone:
Federal 7630
Neil Thor,
Manager
BORGIÐ HEIMSKRINGLU—
því gleymd er goldin sknld
Frá vini
DR. A. Y. JOHNSON
DENTIST
S0I Somerset Bldg.
Office 97 932 Res. 202 398
ANDREWS, ANDREWS,
THORVALDSON &
EGGERTSON
Lögfrœðingar
Bank of Nova Scotia Bldg.
Portage og Garry St.
Sími 98 291
DRS. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlœknar
406 toront^gen. trusts
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 96 952 WINNIPEG
H. J. PALMASON & Co.
Chartered Accountant*
1103 McARTHUR BLDG.
Phone 96 010
Rovatzos Floral Shop
2S3 Notre Dame Ave., Phone 27 919
Fresh Cut Flowers Daily.
Plants in Season
We apeclalize in Weddlng & Concert
Bouquetts & Funeral Designs
Icelandic spoken
A. S. BARDAL
aelur iikktstur og annast um útfar-
ir. Allur útbúnaður sá bestl.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarSa og legsteina.
843 SHERBROOKE ST.
Phons 27 324 Winnipeg
Union Loan & Investment
COMPANY
Rental, Insurance and Financial
Agents
Sími 95 061
510 Toronto General Trusts Bldg.
GUNDRY-PYMORE Ltd.
British Quality - Fish Netting
60 Victoria St., Winnipeg, Man.
Phone 98 211
Manager: T. R. THORVALDSON
Your Patronage Will Be
Appreciated
Halldór Sigurðsson
Contractor & Builder
*
594 Alverstone St., Winnipeg
Simi 33 038
A. SAEDAL
PAINTER & DECORATOR
★
Phone 23 276
★
Suite 4 Monterey Apts.
45 Carlton St., Winnipeg
FINKLEMAN
OPTOMETRISTS
and
OPTICIANS
KENSINGTON BLDG..
275 Portage Ave. Winnipeg
PHONE 93 942
ÍÖÓKSfÖREI
Ji*i>i*tvJi
'JORNSON S
702 Sargent Ave., Winnipeg, Mam.