Heimskringla - 03.10.1945, Blaðsíða 6

Heimskringla - 03.10.1945, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 3. OKTÓBER 1945 A SKEMTIFÖR “Hvar er alt fólkið?” spurði hann þegar Mr. Baxter var farinn. “Á farþegalistanum er fjöldi nafna, en eg sé engan mann.” “Þ»eir eru allir komnir í rúmið,” svaraði eg. “Nú er orðið framorðið, og ef mér skjátlast ekki, munum við leggja af stað eftir eins og tvær mínútur.” “Þá ætla eg, ef þér viljið afsaka mig, að fara niður og til klefans míns, því að Mr. Baxter furðar sig sjálfsagt á hvar eg er.” Er hann var farinn stóð eg og horfði yfir sjóinn í áttina til hinna mörgu ljósa í landi. Bátarnir lögðu frá borði hver á fætur öðrum, og ef ráða mátti af hávaða þeim, sem heyrðist frá stefni skipsins þá var akkerið dregið upp. Fimm mínútum síðar höfðum við lagt af stað. Á meðan við sigldum fyrstu tvær mílurn- ar, streymdu hugsanirnar gegn um huga minn í óslitinni röð. Þið verðið að muna eftir, að það var í Neapel sem unnusta mín hafði heitið mér eiginorði, og að það var í Neapel, sem eg kvaddi Evrópu og öll þau einkennilegu atvik, sem þar höfðu hent mig. Eg hallaði mér út yfir borð- stokkinn og horfði á landið, sem hvarf bráðlega í baksýn, á hinn gamla Vesúvíus, sem sendi reykjarmökkinn upp í loftið, og þarna lengst í burtu á bakborða, sá eg Bjarnamerkið sett stjörnum á norðurhimninum, og hugsaði um Suðurkrossinn, sem innan fárra vikna mundi bjóða mig velkominn til hins sólríka lands og stúlkunnar, sem eg elskaði. Eg var í raun og veru glaður yfir, að ferð mín var að lokum komin, og eg var nú loksins á leiðinni heim. Skipið klauf sjóinn jafnt og þétt og nú vor- um við komnir út fyrir Capri. Er eg stóð og horfði á þessa dásamlegu eyju, kom Becken- ham lávarður til mín. Strax og hann tók til máls, sá eg að hann var allur í uppnámi og tal- aði hann ákaft mjög um alla þá ánægju, sem hann mundi hafa af þessari ferð. “En eruð þér viss um að þér verðið ekki sjóveikur?” spurði eg. “Ó, eg er alls óhræddur um það,” sagði hann hinn hressasti. “Eins og þér vitið, hefi eg verið úti á sjó í skemtiskútunni minni, þegar veðrið hefir verið fremur ilt og úfinn sjór, svo að eg óttast alls ekki að verða sjóveikur á eins stóru skipi og “Saratoga” er. En hvenær kofn- um við til Port Said?” “Síðari hluta fimtudagsins hugsa eg, ef alt fer eins og ákvarðað er.” “Viljið þér leyfa mér að verða yður sam- ferða í land ef þér farið? Mig langar ekki til að gera yður nein óþægindi, en af því að þér hafið sagt mér svo mikið um þennan stað, langar mig til að sjá hann ásamt yður.” “Eg skal með mestu ánægju taka yður með mér, ef Mr. Baxter veitir samþykki sitt til þess. Við verðum víst að líta á hann eins og þann, sem völdin hefir?” “Æ, ekki hugsa eg að við þurfum að óttast það, að hann neiti mér um þessa ánægju. Hann er ósköp góður, sjáið þér, og leyfir mér oftast að fara eftir mínu eigin höfði.” “Hvar er hann núna?” “Hann er niðri og sefur víst. Hann hefir haft umsvif fyrir mörgu og er þreyttur, leit hann því svo á, að bezt væri fyrir okkur að ganga til hvíldar, áður en við legðum af stað. Og nú er víst bezt að eg fari. Góða nótt!” “Góð'u nótt,” svaraði eg, og hann fór leið- ar sinnar. Er nann var farinn, hvarflaði hugurinn aftur til Phyllis og framtíðarinnar, og þegar eg hafði reykt pípuna mína, fór eg í rúmið. Fyr um kvöldið sá eg, að félagi minn í klefanum var feitur Englendingur, gamaldags maður, sem var að fara til Ástralíu til að finna þar umboðs- menn sína. Ef dæma mátti af því, hvernig hann hraut, þá hafa víst ekki margar áhyggjur þjak- að honum. Eg hafði verið svo heppinn að fá lægra rúmið, og þegar eg var kominn upp í stein sofnaði eg, og svaf alt þangað til þjónninn vakti mig kl. 8 næsta morgun. Félagi minn var nú líka vaknaður, en hann var auðsæilega ófús að ræða við mig, og virtist mér andlit hans ekki I hafa það hraustlega yfirbragð, sem það hafði haft kvöldið áður, né heldur virtist hann eins góður til heilsunnar og hann reyndi að sýnast vera. Það var sem sé mikil alda og “Saratoga” valt alveg hræðilega. “Góðan daginn,” sagði kaupmaðurinn hressilega, þegar eg kom inn í klefann. “Hvern- ig líður yður í dag?” “Alveg fyrirtaks vel og hungraður eins og bj örn.” Hann hneig niður á svæfilinn með svip sem var eins og hann væri að segja: “Guð hjálpi mér!” Þvínæst varð alger þögn. Eg rakaði ‘ mig og lauk við að klæða mig. Þegar því var lokið lét eg á mig húfuna og gekk upp á þilfar. Það var sannarlega yndislegur morgun. Sólskniið glitraði á þilfarinu. Hafið var fagur- blátt og svo tært var loftið, að rönd Italíu, þótt hún væri í margra mílna fjarlægð, sást mjög greinilega. Eg hafði strax spurst fyrir um það hjá bretanum og fengið fullvissu hjá honum fyrir því, að Dr. Nikola var ekki um borð í skipinu. Það fanst mér mikið gleðiefni og dul- arfult. Var það mögulegt að eg hefði reiknað þetta út rangt frá upphafi? Og var Baxter þrátt fyriralt, heiðarlegur maður? En ef svo var hversvegna hafði Dr. Nikola blandað vínið mitt með eitri? Og hversvegna hafði hann varað mig við að fara með “Saratoga”? Til þess að hugsa betur um þetta fór eg að ganga fram og aftur á efra þilfarinu. Og ekki gat eg hætt að hugsa um þetta fyr en eg á göngu minni mætti Mr. Baxter, rétt hjá reykingasalsdyrunum. Strax og hann sá mig, kom hann á móti mér og rétti mér hendina og brosti ástúðlega. “Góðan daginn, Mr. Hatteras. Þetta er reglulega dýrðlegur morgun. Eg get ekki með orðum lýst hversu mér líður vel í morgun. — Sjávarloftið virðist hafa gert úr mér nýjan mann.” “Það þykir mér vænt um að heyra. En hvernig líður vorum unga vini?” spurði eg steinhissa yfir því, að hann var svona óvenju- lega alúðlegur við mig. “Honum líður hreint ekki vel. Mér þykir slæmt að þurfa að játa það.” “Líður ekki vel? Þér segið þó aldrei, að hann sé sjóveikur?” “Því miður er hann það. Honum leið ágæt- lega þangað til hann reis úr rekkju fyrir hálfum tíma síðan. Eg hafði búist við að hann yrði allra manna síðast sjóveikur, en hann fékk eins og svima yfir höfuðið og varð að fara aftur í rúm- ið.” “Þetta þykir mér slæmt að heyra, en hon- um batnar vonandi bráðlega. Eigum við að ganga svolítið eftir þilfarinu?” “Með mestu ánægju,” svaraði hann og svo fórum við að ganga um og töluðum saman þangað til kl. varð níu og hringt var til morg- unverðar. Þegar eg hafði tekið við morgunverð fór eg að hitta lávarðinn. Eg barði að dyrum, og foað hann mig að koma inn. Hann var í rúminu og leit út fyrir að vera mjög sjóveikur. Hann var öskugrár í andlitinu, hendurnar kaldar og rak- ar, og svitinn stóð á enni hans í hvert skifti og hann kúgaðist við að selja upp. Mér þykir það sannarlega sárt að sjá yður svona á yður Eominn,” sagði eg og laut yfir hann. “Hvemig líður yður núna?” “Mjög illa,” sagði hann og stundi við. “Eg skil ekkert í þessu. Rétt áður en eg fór á fætur í morgun leið mér ljómandi vel. En þá var Mr. Baxter svo vingjarnlegur að færa mér kaffi- bolla, og fimm mínútum eftir að eg hafði drukk- ið hann, neyddist eg til að fara aftur í rúmið, því að eg varð svo veikur.” “Nú verðið þér að reyna að herða yður upp og koma upp á þilfarið. Nú er gola og yður mun reynast að hún læknar yður fyr en varir.” En svar hans var ný tilraun og ofsaleg að selja upp. Það var eins og brjóst hans ætlaði að springa. Á meðan á þessu stóð kom kennari hans inn og hjúkraði honum með slíkri ná- kvæmni og föðurlegri umhyggju, að það vilti mér sýn. Eg gat ekki sagt það fremur nú en þá hvernig þessu var varið, en það verð eg að segja, að framkoma Baxters við unga manninn hafði varpað ryki í augu hins kænasta og slótt- ugasta manns, sem til var. Eg gat vel skilið hvernig Baxter hafði getað komist inn undir hjá jafn tortryggnislausum manni og hertoginn var, sem þegar á alt er litið, þekti lítið til slíkra manna og Baxter var. Þar sem eg sá, að í stað þess að vera hjálp var eg fyrir, lét eg í ljósi þá ósk, að sjúklingur- inn yrði bráðlega betri og fór leiðar minnar. Um hádegisverðar bil var Beckenham ekkert betri og ekkert skárri um kvöldið. Næsta morgun var hann heldur betri, en um miðjan dag, er hann ætlaði að fara á fætur, fékk hann nýtt kast og neyddist til að hætta við fótaferð- ina. Allan miðvikudaginn var hann jafn slæm- ur og það var ekki fyr en síðari hluta fimtu- dags, þegar hin lága strönd við Port Said kom í ljós, að honum fanst hann vera nægilega hress til að rísa úr rekkju. Oft hefi eg séð sjóveiki en enga, sem líktist þessari. Það var næstum dimt þegar við vörpuðum akkerum fram undan bænum, og þegar við lág- um þar á höfninni, gekk eg til káetu vinar míns. Hann sat nú uppi og var alklæddur. “N(ú erum við komnir til Port Said,” sagði eg. “Hvernig líst yður nú á að koma í land? Eg fyrir mitt leyti hugsa, að bezt sé fyrir yður að láta það vera.” “En mig langar svo mjög til að koma hérna í land. Eg hefi svo lengi hlakkað til þess. Mér líður nú svo miklu betur, og Mr. Baxter heldur að það geti ekkert gert mér.” “Ef þér þreytið yður ekki um of,” sagði Mr. Baxter. “Jæja þá, eg kem þá með yður. Hérna við skipið eru nægir bátar, svo að það verða engin vandræði úr því að komast í land. Ætlið þér ekki að koma líka, Mr. Baxter?” “Nei, eg held ekki,” svaraði hann. “Port Said er ekki staður, sem mér líkar, og þar sem við stönsum ekki mjög lengi, ætla eg að nota tímann til að skrifa hertoganum, og segja hon- um frá hvernig okkur hefir gengið ennþá sem komið er.” “Þá hugsa eg að bezt sé fyrir okkur að koma,” sagði eg við lávarðinn. Við fórum upp á þilfarið og eftir að hafa prúttað um stund, ’náðum við okkur í bát, sem flutti okkur í land. Er við höfðum stigið í land vorum við um- kringdir af hinum venjulega betlara sæg og flutningsmönnum. En við stóðumst allar þeirra atlögur og lögðum leið okkar upp í aðalgöturn- ar. Félaga mínum fanst nýstárlegt að sjá mannþröngina í götunum, þjóðernin og búning- ana og hinn mikla fjölda undarlegra sölubúða. Þetta er skiljanlegt þegar þess er gætt, að þótt Port Said sé ekki sérstaklega austurlenskur á svip, iþá var hann samt fyrsta höfnin, sem vinur minn sá í Austurlöndum. Við þurftum báðir margt að kaupa og þegar því var lokið, leigðum við leiðsögumann og fórum af stað til að sjá það, sem var einkennilegt í bænum. Þegar við fórum úr götu þeirri, sem við höfðum foingað til verið í, veittum við eftirtekt ungum betlara, sem var haltur og gekk á hækj- um. Hann varnaði okkur vegarins og þuldi um leið upp allar sínar þrautir. Leiðsögumaður okkar bauð honum að víkja úr vegi, og ekki taldi eg það með skaða mínum, þótt við losn- uðum við hann, en eg gat séð það á svip félaga míns að saga betlarans hafði haft mikil áhrif á hann. Við höfðum ekki gengið meira en 50 fet þegar hann bað mig að bíða, hljóp svo til betl- arans. Þegar hann kom aftur spurði eg hann að hvort hann hefði raunverulega farið að gefa honum nokkuð. “Bara hálft pund,” svaraði hann. “Þér hafið kanske ekki heyrt þessa sorglegu sögu, sem hann sagði okkur? Faðir hans er dáinn, og ef hann gengi ekki og betlaði, mundi hún móðir hans og litlu systurnar hans svelta.” Eg spurði leiðsögumanninn hvort hann þekti betlarann, og hvort saga hans væri sönn. “Nei,” svaraði hann. “Þetta er alt saman hauga lýgi. Faðir hans situr í fangelsi, og ef foún móðir hans fengi það, sem hún á skilið, þá sæti hún þar líka.” Við ræddum svo ekkert meira um þetta, en eg sá að unga lávarðinum varð illa við. En lítið vissi hann þá hversu þýðingarmikið þetta atvik átti að verða, og hver áhrif hin fljótræðis- lega gjafmildi hans hafði, hvað okkur snerti. Samkvæmt ráði leiðsögumannsins gengum við úr verzlunar götunum og gengum evrópiska hlutann af bænum. Það var löng ganga, en okk- ur var heitið að sjá sýn, er borgaði okkur fyrir hana. Þetta reyndist síðar satt, en varla á þann hátt, sem leiðsögumaðurinn hafði hugsað. Moskan var vafalaust mjög tignarleg bygg- ing, og einmitt á þeirri stund, sem við komurn þar, var hún full af sanntrúuðum áhangendum Móhameds. Þeir krupu þar í tveimur löngum röðum, sem náðu stefna á milli. Þeir voru allir berfættir og sneru andlitunnum í austur. Sam- kvæmt ráðleggingu leiðsögumanns, tókum við af okkur skóna við inngangsdyrnar, en vorum samt svo forsjálir til allrar hamingju, að bera þá með okkur. Úr stóra salnum í moskunni, komum við í annan minni, þar sem við sáum fjölda fána frá Egyptalandi. Voru það minn- ingar frá ófriðnum árið ’82. Er við stóðum og horfðum á þetta, kom fylgdarmaður okkar, sem hafði snöggvast gengið frá, og sagði með skelfingar svip, að frammi í salnum væri hópur enskra ferðamanna, sem neituðu að draga skó sína af fótum sér, í hinum helga stað, og mundu þeir vafalaust koma af stað uppþoti og óeirðum með þessu. Er hann mælti þannig, heyrðust reiðiþrungnar raddir, og eftir því, sem við hlustuðum lengur, óx hávaðinn. Leiðsögumað- urinn horfði óttasleginn til dyranna. “Það verður upphlaup á svipstundu,” sagði hann angistarfullur, “ef þetta unga fólk ekki breytir skynsamlega. Ef þér, herrar mínir, farið að ráðum mínum, þá skulum við fara héð- an tafarlaust. Eg skal finna bakdyrnar.” Eg var sem snöggvast ráðinn í því að fylgja dæmi leiðsögumannsins, en það, sem Becken- ham sagði, réði úrslitum að eg beið. “Þér ætlið þá aldrei að fara leiðar yðar, og láta þessa ferðamannajþeimskingja bíða hér bana?” sagði hann og gekk í áttina til dyranna inn í Moskuna. Þótt þeir hafi farið heimsku- lega að ráði sínu, þá eru þeir þó landar okkar, og hvað sem fyrir kemur, verðum við að veita þeim lið.” “Ef yður finst það máli skifta, þá skal eg vera kyr hérna, en munið, að þetta getur varðað líf okkar,” svaraði eg. “Yður er alvara að bíða? Jæja, komið þá, en haldið yður nálægt mér.” Við fórum út úr litla herberginu og geng- um inn í meginsal Moskunnar. Þar sáum við mjög óvenjulega sýn. í fjarlægsta horninu, sáum við þrjá unga Englendinga umkringda af hóp æðisgenginna Araba. Var auðséð á svip þessara ungu manna, að þeir skildu vel í hvaða vandræði hin foeimskulega framkoma þeirra hafði stofnað þeim. Við ruddum okkur braut til þeirra og sögð- um þeim að reyna að brjótast til framdyranna. En áður en þeir gátu fylgt því ráði hafði einhver gefið skipun á arabisku, og við vorum allir hraktir upp að veggnum. “Nú er ekki nema um eitt að gera,” sagði eg við einn ókunna manninn, sem var stærstur þeirra. “Veljið menn yðar og fylgið mér. Við verðum að ryðjast í gegnum hópinn!” Um leið og eg sagði þetta, gef eg þeim sem næst stóð mér svo ærlega utanundir, að hann féll endilangur á gólfið og í rot, og þar sem eg fékk nú svigrúm til að nota báða handleggina, sló eg annan í rót til þess að hinum leiddist ekki þar á gólfinu. Á meðan á þessu stóð voru félagar mínir ekki iðjulausir, og mér til mestu undrunar, sá eg hinn unga markgreifa dangla í óvinina á þann hátt, er sýndi að uppeldi hans á þessu sviði hafði ekki verið vanrækt. Óvinir vorir höfðu auðsæilega ekki búist við neinni slíkri mótstöðu, og tóku nú að hörfa til dyranna. Einir tveir þeirra drógu út hnífa sína, en þrengslin voru svo mikil að þeir komu þeim ekki við. “Eina árás til og við getum rekið þá út um dyrnar!” hrópaði eg. Við gerðum áhlaupið og innan stundar voru þeir komnir út og hurðirnar lokaðar. Að því búnu stönsuðum við til að athuga aðstæður okkar. Við höfðum rekið óvinaliðið út, en ef við gátum ekki fundið sjálfir útgang, vorum við fangar þar. Hvað áttum við nú að gera? Við urðum auðvitað að leita útgöngu. Við skildum þrjá eftir til að halda vörð við hurðina og fórum svo að litast um en urðum einskis vísari, en samt hlotnaðist okkur happ eitt. Við fundum sem sé leiðsögumanninn í einkennilegum skáp í einu horni moskunnar. Var hann allhræddur. Er okkur hafði tekist að sannfæra hann um að óvinirnir væru reknir á dyr, og að við hefðum hertekið moskuna, náði hann sér dálítið Til þess að skerpa gáfur hans foótuðum við hon- um að fleygja honum í skrílinn úti fyrir, ef hann fyndi ekki einhverja leið fyrir okkur út úr þessum ógöngum. Þá áttaði hann sig og sagðist vita um leið út. Strax og við höfðum heyrt þetta, ákváðum við að nota þessa leið. Enda var nú ekki eftir betra að bíða. Ópin fyrir utan urðu nú æ tryltari, og ef byssuskeftunum, sem var barið ofan í steinstéttina, mátti heyra, að þarna höfðu hermenn verið kallaðir til. Tvisvar höfðum við fengið skipun um að opna hurðina, sem við höfðum læst að innanverðu. En það var auðvelt að skilja, að við vorum alls eigi fúsir til þess. “Jæja, nú skulum við fara,” sagði eg og greip hinn titrandi leiðsögumann, sem virtist fölna í hvert skiftið og barið var á hurðina. “Munið nú eftir hverju við höfum heitið og leiddu okkur ekki í neina gildru, því annars skal eg snúa þig úr hálsliðnum, því máttu áreið- anlega trúa. Komstu af stað!” Þegar við höfðum tínt upp skóna okkar, sem lágu á víð og dreif um gólfið, gengum við inn í framherbergið, og fórum þar út, því næst læddustum við út í lítinn garð fyrir aftan bygg- inguna, var hann allur luktur háum múrum. Leið vor lá yfir þá, eftir því sem leiðsögumaður vor sagði. En hvernig við áttum að geta kom- ist það var nér vandi því að þeir voru að minsta kosti tólf feta háir, þar sem þeir voru lægstir. En þetta varð að gerast, og það, sem nauðsyn- legast var, það varð að gerast strax. Eg kallaði á sterkasta ferðamanninn til mín og bað hann um að beygja sig niður. Eg skreið upp á bakið á honum, rétti mig svo upp og seildist eins langt og eg gat og skorti um tvo þumlunga til að ná brúninni á múrnum. “Standið nú stöðugur,” hvíslaði eg, því að eg ætla að hoppa upp.” Það gerði eg og náði í múrbrúnina. Ef ein- hver heldur, að það sé auðvelt að klifra þannig upp á múr, þá er lang bezt fyrir hann að reyna það, og eg hugsa að foann komist á aðra skoðun. Að minsta kosti reyndist mér þetta langt um örðugra en eg hafði hugsað; já það var svo örðugt, að þegar eg var kominn upp á múrinn, var eg vitamáttlaus, og varð að hvíla mig augna- blik. Svo hvíslaði eg að annar maður skyldi klifra upp á bak mannsins og rétta mér hendina. Það gerði hann, og eg dró hann upp. Næst kom leiðsögumaðurinn, svo annar ferðamaðurinn og þá Beckenham lávarður. Svo fór eg úr síða frakkanum mínum og rendi honum niður til mannsins, sem hafði hjálpað okkur öllum, að því búnu fékk eg mér góða fótfestu á múmum og dró hann upp eins og eg hafði gert við hina. Þetta hafði tekið lengur en mér þótti gott og á hverju augnabliki, sem á þessu stóð, hafði eg búist við að heyra öskrin í skrílnum innan úr moskunni, og sjá hann streyma út í garðinn. En lokurnar innan á hurðinni voru sterkari en við hugðum, að minsta kosti komust þeir ekki inn.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.