Heimskringla - 03.10.1945, Blaðsíða 2

Heimskringla - 03.10.1945, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 3. OKTÓBER 1945 FJóRTÁN SINNUM 1 LÍFSHÁSKA Eftirfarandi grein, sem fjallar um lífshættur þær, sem Winston Churchill, fyrverandi forsætis- ráðherra Breta hefir ratað í, er þýdd úr sunnudagsblaði danska blaðsins Politiken. A Myndir af Winston Churchill sýna okkur hann venjulega sem aldurhniginn stjórnmálamann, klæddan síðjakka eða venjuleg- um jakkafötum, með vindil í munnvikinu, en góðlátlegur kímnisvipur leikur um feitt and- lit hans. Er maðu-r virðir fyrir sér slíka mynd, á maður örðugt með að gera sér í hugarlund, að sá maður hafi lifað áhættusömu lífi. Hann ber frekar á sér öll einkenni borgarabrags en her- mensku, og af útliti hans gæti enginn ráðið að hann hefði í æsku hlotið mjög stranga her- menskuskólun. En svo er það samt, það var að ættarvenju með fjölskyldu hans, að Sonarsonur jarlsins af Marlborough mentað- ist til hermensku. Hinn ungi Churchill valdi sér meira að segja þá grein þeirrar mentunar, sem hættulegust var, er hann gerðist riddaraliði. Ýmsar þær rittaraíþróttir, sem við nú telj- um meðal sýningarlista, voru þá álitnar sjálfsögð kunnátta hvers riddaraliðsmanns. I endurminn- ingum sínum áegir Churchill til dæmis frá því, er hann varð að hleypa hesti sínum yfir hindran- ir, hnakklaust og með hendur á baki. Þegar hann var undirfor- ingi, mjög ungur að árum, lét hann hvorki heryfirvöld né yfir- menn sína í friði með bænum sínum um að fá leyfi til þess að taka þátt í nýlendustyrjöldum þeim, sem öðru hverju geisuðu á útjöðrum hins brezka heims- veldis, og ekki hætti hann fyr, en hann fékk viljasínum fram- gegnt. Hinn frægi fyrverandi forsæt- isráðherra Englands hefir fjór- tán sinnum lent í lífshættum. Hugrekki hans, hepni og ham- ingja hafasamt altaf borgið lífi hans. Lesandanum til yfirlits- hægðar, tölusetjum við þessar fjórtán hættur, um leið og við segjum nokkru nánar frá öllum aðstæðum og atvikum, sem liggja að hverri einstakri þeirra. 1. Winston Churchill var aðeins fjögurra ára að aldri, er honum var bjargað frá bráðum bana, eða alvarlegum slysum að minsta kosti. Hann var þá í írlandi, en það var á þeim árum, er Fenier- skærurnar geisuðu þar í landi. Dag nokkurn var hann á reið á litlum asna, sem hann átti, eins og dagleg venja hans var. Skyndilega sá hann og barn- fóstran, sem með honum var, nálgast hópraðir dökkklæddra manna. Héldu þau bæði, að þar væru hinir óttalegu Fenierar á ferli, seinna upplýstist að þetta var aðeins veiðiliðahersveit að æfingum. En hver svo sem ástæð- an var, fóru leikar þannig, að^ asninn tryltist, drengurinn féll af baki og fékk hættulegan heila- I hristing af byltunni. — Þettaj voru, segir hann, fyrstu kynnij ! mín af írskum stjórnmálum. RAFORKA LEIDD heim í hlað til YKKAR híbýla án nokkurs kostaðar til ykkar fyrir lagnirtguna Friðar Tíma Ákvörðun Samvinnu Stjórnarinnar • Eindregin ákvörðun Samvinnu stjórnarinnar er sú, að hver einasti bóndi í Manitoba, sem óskar eftir rafurmagns-leiðslu, skuli fá hana, heim að sínu eigin híbýli, ÁN ÞESS AÐ ÞURFIAÐ BORGA NOKK- URN KOSTNAÐ sem af lagningunni leiðir. • Þessi ákvörðun gerir ráð fyrir að flest bændabýli, 58,686 talsins, geti orðið þess- ara þæginda aðnjótandi. • Gert er ráð fyrir að þetta verk verði unnið, samtímis því að veita rafurmagns- leiðslu til 40 bæja og þorpa, árlega. ATVINNA OG IÐNAÐUR 0 Þetta fyrirtæki árlega, þar til það er til lykta leitt, samsvarar því, að ein lína sé bygð héðan til Brasilíu, 4,000 mílur á lengd. • Þetta útheimtir 2,300,000 dagsverk, 72,000 staura, 3,500,000 pund af vír, og meira en 200,000 holskrúfur og skrúfu-gadda, árlega. • Fyrirtækið útheimtir árlegar útborganir sem nema $3,500,000 fyrir efnið, aðeins. Á þessu fyrirtæki var byrjað 15. júní, 1945. LÁTUM OKKUR HALDA ÞESSU VERKI ÁFRAM HON. D. L. CAMPBELL Akuryrk j umólaráðherra EndurKjósið SAMVINNU STJORNINA Yfir útvarpskerfin . . . Hlustið á . Hon. J. S. McDiarmid - Hon. Ivan Schultz, K.C. - Hon. J. C. Dryden - Hon. Errick F. Willis Hon. W. Morton Hon. Stuart S. Garson CKY, CKX, CJGX—6. okt. kl. 9.15 e.h. CKY—8. okt. kl. 7.30 e.h. CKRC—9. okt. kl. 10.15 e.h. CKY, CKX, CJGX—10. okt. kl. 9.30 e.h. CKRC—11. okt. kl. 9.20 e.h. CKY, CKX, CJGX—12. okt. kl. 7.30 e.h. Gefið út af THE COALITION GOVERNMENT ELECTION COMMITTEE BREZKT VARNARTÆKI Þetta áhald er nefnt “Radar” á ensku máli, haft til þess að leita uppi skip bæði á sjó og í lofti. Kom þetta að miklu liði í stríðinu, þar sem hægt var að vita hvar neðan- sjávarbátar földust og eins í hvaða stefnu loftherskip ferðuð- ust og hvar þau voru. Þetta tæki er svo nákvæmt að engu skeikar hvort sem er nótt eða dagur, þoka, stormur eða sjó- gangur. Myndin hér að ofan er partur af þessu tæki og var notuð í sambandi við varnir Breta í Orkneyjum í nýafstöðnu stríði. 6. 2. Átján ára að aldri dvaldi hann í vetrarleyfi sínu í Bournemouth hjá lafði Winborne frænku sinni. Dag einn var hann í eltinga- leik með yngri bróður sínum og frænda. Þeir eltu hann, en hann reyndi að komast undan þeim, og stökk fram af brú, sem lá yfir gjá eina, í því trausti, að hann myndi koma mjúkt niður á greinar furutrjáa, sem uxu þar neðri. En í stað þess kom hann niður á grýttan gjárbotninn og var það um það bil níu metra fall. 1 þrjá daga lá hann meðvit- undarlaus, og ekki komst hann aftur á 'skrið fyrr en eftir fulla þrjá mánuði. Sökum ofdirfsku þessarar hlaut hann æfilöng meiðsli, þar eð annað nýra hans rifnaði við byltuna. Beztu skurð- læknar Lundúnaborgar, sem að beiðni föður hans komu hraðfari til Bournemouth, gerðu alt sem þeim var unt til að bjarga lífi hans. — Eg á það hæfni skurð- læknanna og óbifandi viljaþreki mínu að þakka, segir hann í æfi- minningum sínum, að eg er á lífi og segi lesendum frá atburðin- um. Samt leið ekki nema ár frá þessu heljarstökki mínu og þang- að til eg lenti aftur í bráðri lífs- hættu. 3. Áður en hann stóðst próf í Sandhurst, sem hann áður hafði fallið við, dvaldi hann eitt sumar í Sviss. Einu sinni fór hann þar á báti út á vatn ásamt félaga sín- um til þess að fá sér bað. En á meðan þeir léku sér á sundinu, rak bátinn undan fyrir straumn- um. Þegar þeir urðu þess varir syntu þeir á eftir honum, en vindsveiparnir hröktu hann til i hvert skifti, sem þeir reyndu að ná handfestu á borðstokki hans. — Eg þreytti nú sundið upp á líf og dauða, segir hann. Tvisvar sinnum munaði aðeins hálfum metra, að eg næði til hans, en í bæði skiftin hrakti stormurinn hann frá mér. En þegar eg var alveg að þrotum kominn, tókst mér að ná taki á honum, með því að taka á því síðasta, sem eg átti til. 4. Næst komst hann í lífshættu á Kúba, árið 1895, í styrjöldinni, sem Spánverjar háðu þar við innlenda uppreisnarmenn. — Churchill fékk leyfi til þess að vera með í þeirri styrjöld sem undirforingi fjórðu riddaraliðs- deildar. — Nokkrir uppreisnar- menn höfðu lagst í launsátur í skógarjaðri og hófu þaðan skot- hríð á hersveitirnar. Hestur einn sem stóð rétt hjá Churchill, féll fyrir riffilkúlu. — Meðan eg horfði á það, sem fram fór, segir hann, gat eg ekki varist þeirri hugsun, að kúlan, sem hitti hest- inn, hlyti að hafa farið um það bil fet frá höfðinu á mér. 5. í Pathaner-uppreisninni ind- versku 1897, sá Churohill einn hina innfæddu uppreisnarmenn ráðast að særðum, enskum liðs- foringja og höggva hann sverði hvað eftir annað. Churchill bar stórt, egghvast riddarasverð að vopni, og óður af reiði ákvað hann að skerast í leikinn, þótt uppreisnarmaðurinn væri þarna liðmargur. Hann brá riddara- sverði sínu og lagði til atlögu, en Pathanerinn kastaði til hans stórum steini með annari hendi, en sveiflaði blóðuðu sverðinu í hinni. Hinir uppreisnarmenn- irnir ruddust nú einnig gegn Churchill, og sá hann þá, að lítt mundi sér duga sverðið í slíkri viðureign. Hann greip þess vegna til skammbyssu sinnar, og skaut án afláts á fjandmennina, unz þeir lögðu á flótta. Þá hljóp hann undan, eins og fætur báru hann, en kúlur óvinanna hvinu við eyru hans. Eftir nokkur augnablik komst hann í örugt skýli á bak við hæð. í Búastyrjöldinni í Suður-Af- ríku var Churchill einu sinni á ferð með brynvarinni járnbraut-, arlest. Skyndilega hófu nokkrir Búar skothríð á lestina. Chur- chill stóð í aftasta brynvagnin- um með höfuð og herðar ofar brjóstvörninni er skothríðin byrjaði. Hann segir svo frá, að alt í einu hafi geysistór, hvítur reykjarstrókur teygt úr sér, að því er honurn virtist, örfáum fet- um ofar höfði hans. Það var sprengikúla, sú fyrsta, er hann sá á æfinni, og kveður 'hann minstu hafa munað, að það yrði einnig sú síðasta. Hraði lestar- innar var nú aukinn að mun, en skyndilega varð hún fyrir ægi- legum árekstri, svoað allir þeir, sem í vagninum voru, skullu í bendu á gólfið. Lestin, sem ók með 80 km. hraða á klukkustund, hafði verið sett út af teinunum. Hann segir og, að það hafi verið hreinni og beinni slembi- lukku að þakka, að hann varð ekki fyrir skoti, er hann var heila klukkustund ásamt félög- um sínum að bisa við að koma lestinni aftur af stað. Búarnir skutu á þá án afláts, kúlurnar hvinu og vældu við eyru þeirra og skullu á stálplötum bryn- vagnanna eins og haglél. Þetta var álíka og að standa hjá skot- kringlu, sem heil hersveit beindi skothríð sinni að. 7. Síðar hélt hann af stað, til þess að ná fótgönguliðssveit, sem ekki gat komist með járnbraut- arlestinni. Hann hafði ekki lengi farið, er tveir menn komu í ljós hjá brautarteinunum og miðuðu á hann byssum sínum á 50 metra færi. Þegar honum varð ljóst, að þar voru Búar á ferli, tók hann til fótanna, og hélt á eftir járn- brautarlestinni. Búarnir skutu á eftir honum, og kúlurnar hvinu alt í kringum hann á hlaupun- um. Annar Búanna kraup á kné til þessað ná öruggari miðun. — Einasta bjargarvon mín var fólg- in í því, að eg var á hreyfingu. Eg herti hlaupin og enn hljóm- aði hinn mjúki, hvíslandi söngur kúlnanna umhverfis mig, en eng- in þeirra hitti. Eg varð að forða mér af bersvæðinu, og stefndi upp hæð eina. Kúlurnar rótuðu upp sverðinum alt í kringum mig, en ósærður komst eg í gegn- um gaddavírsgirðinguna og í laut eina, þar sem eg leitaði afdreps. Þar var eg í skjóli og gat varp- að mæðinni. En honum vanst ekki langur tími til hvíldar. Er hann leit upp, sá hann hermann einn á hest- baki, skamt frá sér, er miðaði á hann byssu sinni. Churchill var vopnlaus og sá, að leikurinn var honum tapaður, svo að hann gaf upp alla vörn og lét taka sig til fanga. k 8. Sagan um flótta Churchills úr fangabúðunum er sígild meðal hernaðarfrásagna. Búarnir lögðu fé honum til höfuðs, hvort held- ur, sem hann næðist dauður eða lifandi. Hann var á flótta í marga daga, áður en hann komst yfir landamæri Búalýðveldisins, og allan þann tíma hefði hann reynst auðunninn hverjum þeim sem á hann kunni að rekast, og vildi eyða á hann byssuskoti. Á hverju einasta augnabliki, var hann í bráðustu lífsæhttu. Engu að síður tókst honum að sleppa úr öllum hættum, án þess að hann sakaði. 9. Ohurchill hefir lent í mörgum æfintýrum í lofti, síðan hann flaug í fyrsta skifti, árið 1912. Fyrsta námsflug sitt fór hann frá Eastchurch með ungum flug- kennara. Degi síðar sat Chur- chill í stjórnarskrifstofu fjár- málaráðuneytisins og athugaði ýmis atriði viðvíkjandi fjárveit- ingum til flotans á því ári. Þá This series of advertisements is taken from the booklet "Baek to Civil Life”, published by and available on request to the Depart- ment of Veterans’ Affairs, Commercial Building, Winnipeg. Clip and file for reference. No. 10—RE-ESTABLISHMENT CREDIT (Continued) This credit may be used at any time within a period of 10 years for the following purposes: (i) The acquisition of a home, to an amount not exceeding % of the equity as determined by the act; (ii) the repair or modernization of his home, if owned by him; (iii) the purchase of furniture and household equip- ment for his domestic use. to an amount not exceeding z/3 „f fhe cost; (iv) working capital for his profession or busin- ess; This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD133

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.