Heimskringla - 03.10.1945, Blaðsíða 3

Heimskringla - 03.10.1945, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 3. OKTÓBER 1945 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA gekk einn af starfsmönnum hans inn í skrifstofuna og rétti honum pappírsblað. Á blaðinu stóð sú fregn, að flugkennarinn, sem var með hon- um í flugvélinni daginn áður, hefði hrapað með flugvél sinni °g beðið bana. 10. Nokkrum vikum síðar kom líkt atvið fyrir. Churchill fór reynsluflug með nýrri tegund sjóflugvélar. Var lagt upp frá Southampton, og reyndist vélin hin bezta á fluginu. Eftir reynsluflugið lagði Chur- chill af stað til Sheerness og var hinn ánægðasti. Þegar þangað kom, biðu hans þær fregnir, að flugvélin, sem þremur tímum áðurhafði reynst óaðfinnanleg til flugs, hefði hrapað í sjó niður og týnst, ásamt þremur sjóliðsfor- ingjum, sem með henni voru. 11. Á vígstöðvunum í Frakklandi árið 1916, skeði það, að Chur- chill, sem þá var orðinn majór í landhernum, fékk skipun um að hitta herforingja herliðsins á til- teknum stað, nokkrum kílómetr- um að baki víglínunnar. Hann kom til mótsins á á- kveðnum tíma, en er hann kom á staðinn, sem tiltekin var, veit- ingahús, sem hafði verið skotið næstum því í rústir, beið hans riðilsforingi, sem tilkynti að bif- reið, sem þeir áttu að hafa til afnota hefði sökum misskilnings verið send eitthvað annað, og að herforingjanum hefði leiðst bið- in og væri hann nú farinn aftur til aðalstöðvanna. Annars hafði erindið ekki verið áríðandi, her- foringinn ætlaði aðeins að rabba við Ohurchill, en þeir voru kunn- ingjar frá Lundúnum. Þegar Churchill náði aftur til herdeildar sinnar, komst hann að raun um, að skotgrafarbyrgi hans hafði orðið fyrir sprengi- kúlu og gereyðst. 12. Skömmu eftir að fyrri heims- styrjöldinni lauk munaði min§tu að Churchill brynni til bana í flugvél. Hann hafði flogið yfir Ermarsund, lent sem snöggvast í Lympe og var á flugi til Lund- úna, er hann skyndilega varð þess var, að vélin breytti skyndi- lega um stefnu og hélt til hafs, en siðan aftur til lands og lækk- aði flugið með þeim hætti, að bersýnilega var, að flugmaður- >nn hafði ekki lengur stjórn á henni. Á sama augnabliki sá Chur- chill reyk leggja úr flugmanns- lefanum. Vélin átti aðeins undrað metra ófarna til jarðar, en hækkaði þá alt í einu aftur fiugið. .Eldur tók nú að brjótast m í vélÍHHi, en á síðasta augna- bhki tókst samt að ráða niður- öpim hans með slökkvitækjum. okst þar giftusamlegar en að ■ stæður lágu til, annars hefði enginn, sem með flugvélinni var, komist lífs af. 13. 13. desember 1931 lenti Chur- chill enn í lífshættu, en með öðr- um hætti, er bifreið ók á hann í New York. Hann var lagður í sjúkrahús. Sár hafði hann hlotið á höfði og nam það að beini. Einnig hlaut hann meiðsl á nefi. í sjúkrahús- inu veiktist hann af lungnabólgu, en líkamshreysti hans bar sigur úr býtum eins og í þessari heims- styrjöld, er hann veitkist aftur af lungnabólgu, og varð að halda kyrru fyrir í Egyptalandi, en hann var þá á leið til Englands frá Norður-Afríku. 14. Einu sinni, er hinum miklu loftárásum var beint að Lundúna borg, 1940—1941, var Churchill staddur í borðsalnum í Downing Street 10, að enduðum stjórnar- fundi. Kvað þá við brestur mikill. Sprengju hafði verið varpað á byggingu fjármálaráðuneytisins, næsta hús við Downing Street 10. Tólf menn fórust. Ljósakróna féll niður á borðið sem Churchill sat við í borðsaln- um. En enginn þeirra, sem þar voru staddir, varð fyrir slysi. —Alþbl. 12. ágúst. FRELSIÐ f RÚSSLANDI Kommúnistar hér á landi og erlendis gera mikið að því að lof- syngja hið dásamlega frelsi, sem ríkir í Rússlandi. — Hafi ein- hverjir lítilsigldir Rússa sinnar orðið til þess að taka undir iþenn an óð, hafa kommúnistar rokið upp til handa og fóta, þýtt áróð- ur þeirra á fjölmargar tungur og lagt sig alla fram um að slá þessa menn, sem annað hvort eru skyn litlir sakleysingjar eða málaliðs- menn kommúnista, til riddara, eins og sagan af djáknanum af Kantaraborg sannar glegst. En hafi einhverjir orðið til þess að láta í ljós gagnstæða skoðun, hafa kommúnistar veitst að þeim með fúkyrðum og skreytni, sem einkenna málaflutning þeirra allan. • Aðbúð erlendra blaðamanna í Rússlandi mætti vera hlutlaus- um mönnum sönnun iþess, að því fer alls fjarri, að í Rússlandi ríki frelsi og lýðræði. — Hvað eftir annað hafa borist fnegnir af því, að Rússar hafi bannað erlendum fréttariturum að ferðast um í löndum þeim, sem 'herir þeirra hafa náð á vald sitt, svo og að ferðast um heim í Rússlandi. Hins vegar hafa Rússar sótt það fast, að fréttariturum blaða þeirra og útvarps væri leyft að ferðast um í löndum þeim, sem herir vesturveldanna ráða yfir. Hefir hinum rússnesku fréttarit- urum reynst þetta auðsótt, svo og að starfa að vild sinni í heima- löndum Engilsaxa og annara lýðræðisþjóða. AlþýðUblaðið flutti í þessari viku ummæli brezka fréttaritar- ans heimsfræga, Pauls Winter- tons, um kjör og starfsskilyrði erlendra fréttaritara í Rússlandi. Hefir Winterton dvalist lang- dvölum í Rússlandi og verið tal- inn mjög vinsamlegur Rússum. En rússnesku stjórnarvöldin hafa lagt áherzlu á að torvelda honum og samherjum hans störf sín. Winterton kemst þannig að orði, að rússneska ritskoðunin geri erlendum fréttariturum ó- kleift að starfa í Moskvu. Er- lendu fréttaritararnir í Rúss- landi telja starf sitt þar vonlaust og fýsir að komast þaðan brott hið fyrsta. — Winterton sá sér ekki annað fært en hverfa brott frá Rússlandi, og hafa velflestir hinna erlendu fréttaritara í Moskvu farið að dæmi hans. — Winterton gefur þær upplýsing- ar, að rússn<eska ritskoðunin geri það að verkum, að ómögulegt sé að birta óhlutdrægar lýsingar af afstöðu Rússa til Breta og þess sem hinir síðar nefndu hafi lagt af mörkum í styrjöldinni. Sama gildir um ástandið í Eystrasalts- ríkjunum, Póllandi, Rúmeníu og öðrum þeim löndum, sem Rúss- ar hafa á valdi sínu, svo og um meðferð stríðsfanga og hernárn Rússa á Þýzkalandi. Einu fréttaheimildir erlendu blaðamannanna í Moskvu. eru rússnesku blöðin og gömul ein- tök af ferðabók Baedeckers. - Rússnesku stjórnarvöldin láta Tass-fréttastofuna annast dreif- ingu frétta og örfáar aðrar frétta stofur, en þessari stefnu þeirra til grundvallar liggur tortryggni þeirra í garð útlendinga. Áróðursmenn kommúnista munu eflaust svara þessum upp- lýsingum hins heimsfræga, brezka fréttaritara á þá lund, að hann sé “Rússahatari”. Þeir munu, ef að líkum lætur, telja sig mun fróðari um ástandið í Rúss- landi en Paul Winterton og aðra þá, sem dvalist hafa langdvölum í ríki Stalins og kveða upp dóma um rússnesk viðhorf á grund- velli reynslu sjálfra sín. En hlutlausum mönnum mun ef- laust finnast þessar upplýsingar athyglisverð sönnun þess, að í Rússlandi ríki ekki frelsi og lýð- ræði, heldur 'harðstjórn og ein- ræði. Málfrelsi, ritfrelsi og skoð- anafrelsi er þar óþekt fyrirbæri. Kjör og starfsskilyrði hinna er- lendu fréttaritara í Rússlandi minna á aðbúð þá, sem erlendir fréttaritarar urðu að una í Þýzkalandi, Italíu og Japan á árunum fyrir heimsstyrjöldina. Hugarfarið er hið sama, þótt ein- ræðisserkurinn sé annars vegar brúnn en hinsvegar rauður. Það gefur að sjálfsögðu að skilja, hvers konar “frelsi” starfsmenn rússneskra blaða og útvarps muni una fyrst búið er að erlendum fréttariturum þar í landi á þann hátt, sem Paul Wniterton lýsir. Það er “frelsi” skilyrðislausrar þjónustu og hlýðni við stjórnarvöldin. Það er “frelsi” þrælslundarinnar og þrælsóttans.—Alþbl. 11. ág. €IGI mfl GEFAST UPP... verk vort er einungis halfgert CANADA er okkar kjörland. Frá öllum landshlutum heimsins hefir fólk komið hingað, og kosið sér þetta land til fram- tíðar dvalar. Allir kynflokkar heimsins, mælandi á sína eigin tungu, hafa horft til Canada sem “lands vona og vegsemda”, og þeir hafa ekki orðið fyrir vonbrigðum eða missýn- ingum. Á allra þjóða tungum hafa inn- flytjendurnir prísað fegurð, frið og gæði þessa útvalda lands. Nú erum við öll Canada fólk . . . sumt eldra . . . sumt yngra . . . en öll erum við Canadisk, og þar af leiðandi erum við öll þátttakendur í öllu því sem Canada hefir að bjóða. Á sama tíma sem við höfum borið sigur úr býtum gegn Þjóðverjum og Japönum, höfum við enn verk að vinna ... áríðandi verk. Höfuðskylda vor er til handa fólks vors sem herskyldu hefir haft með höndum. Þúsundir þeirra eru nú á heimleið frá herstöðvunum, þaðan, sem þeir hafa unnið sér frægð og frama. Margt þetta fólk þarf læknishjálpar við . . . aðrir aðstoðar til ákveðins atvinnu-reksturs. VIÐ HEIMAFÓLKIÐ, megum ekki svíkja þessa riddara og skjaldmeyjar. Þeirra er rétturinn til lánsamara og arðsamara lífs. Til þess að svo megi verða þarf skatta- álagningar eða Victory Bonds . . . eða hvorutveggja. Að kaupa Victory Bonds er geðfeldara heldur en að borga með sköttum. Kaupið tvisvar sinnur meira en áður, og hafið hugfast, að með sömu hlutföllum við fyrri lán, fáið þér nú helmingi meira, því nú er tólf mánaoa borgunar-frestur í stað sex. Það eru fjórar aðferðir að kaupa þessi Victory Bonds: 1. Peninga út í hönd. 2. Mánaðar afborganir af kaupinu í tólf mánuði. 3. Með gjaldfrestunar skilmála, þannig, að þú festir kaup í Victory Bonds, eftir því sem þér áskotnast peningar. 4. Með sérstökum samningum við Banka þinn, lánfélag eða fjárhaldsmann. Munið, að hver dollar sem þið leggið í þetta lán, verður borgaður að fullu, ásamt vöxtum, þegar það fellur í gjalddaga. Verjið peningum yðar í þarfir lands yðar. Verið viðbúin að kaupa VICTORY BONDS

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.