Heimskringla


Heimskringla - 24.10.1945, Qupperneq 1

Heimskringla - 24.10.1945, Qupperneq 1
We recommend for your approval our "BUTTER-NUT LOAF " CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. LX. ÁRGANGUR *Ve recommend for your approval our "BUTTER-NUT LOAF" CAlfAÐA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgi. WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN,, 24. OKTÓBER 1945 NÚMER 4. FRETTAYFIRLIT Vilja nýja stjórnarskrá 1 þingkosningum, sem fóru fram í Frakklandi s. 1. sunnudag, var auk þess greitt atkvæði um tillögu frá bráðabirgðastjórn de Gaulles, um að semja nýja stjórnarskrá fyrir landið. 1 kosningunum var ihaldið fram, að grundvöllur hinnar gomlu stjórnarskrár þriðja lýð- veldisins væri ekki nógu full- komin til að byggja á viðreisn- arstarf landsins. Fjórðu lýðveldisstjórnar- skrána þyrfti að semja. í hverju eiga kostir hennar að vera fólgnir? Því að bezt verð- ur séð, að veita stjórninni meira vald en áður. Tiillagan hlaut yfirfljótanleg- an meiriMuta kjósenda. Með uýrri stjórnarskrá greiddu um 14 miljón atkvæði, en rúm hálf uúljón á móti. Stjórnarskráin á að vera sam- m af mönnium úr öllum flökkum °g vera lokið að sjö mánuðum liðnum. Atlkvæðagreiðsla um þing- flokkana fór þannig, að kom- múnistar hlutu 143 þingmenn, sameinaðir sósíalistar 143, al- þýðuflokkurinn (Popular Re- publican Movement) 140, bægri- menn (Moderate Rightist) 26 og sósíalistar 19 — auk rnargra smærri flokka. Þingmannatalan er 522 á Frakklandi, auk 64 frá nýlend- unum. De Gaulle sótti ekki sjálfur í kosningunuim, en fylgjendur hans eru samivinnu sósíalistar og alþýðuflokkurinn, með 283 þingmenn til samans. Á móti eru kommúnistar (143) og flestir smærri flokkanna. Fóru nú kommúnistar fram á að þingið tæki til starfa og hefði framkvæmdarvald í þá sjö mán- uði, sem þyrftu til að semja stjórnarskrána. En á móti því greiddu tveir þriðju kjósenda at- kvæði. Bráðabirgðastjórnin mun því halda áfram að fara með völd með þinginu. Verði nú ekki samkomulag um uppkast stjórnarskráarinnar, fara kosningar aftur fram að sjö mánuðum liðnum.' De Gaulle hefir því unnið mikinn sigur í kosningunum. — Vinstrimenn eða kommúnistar hafa tapað, þó liðfáir sé ekki hægt að segja að þeir séu. Guðm. H. Hjálmarson Á fundinum sem þjóðræknis- ^eildin Frón heldur n. k. mánu- 'íag (29. okt.), í G. T. húsinu í ^Yinnipeg, flytur Guðm. H. ifjálmarson ræðu. Hann er ^róðir Ragnar H. Ragnars og er staddur ihér vestra við nám. OG UMSAGNIR Að leikslokunt Endanleg úrslit fylkiskosning- anna í Manitoba eru þau, að samvninustjórnin hefir 43 þing- menn, en andstæðingarnir eru 12 alls, þar af 9 C. C. F. flokks- menn, 1 óháður C. C. F., 1 Labor Progressive (kommúnisti) og 1 óháður. En samvinnustjórnar- menn eru þessir: 26 liberalar, 14 íha'ldsmenn, 2 þjóðdyrissinnar og 1 óháður. Fuillnaðar úrslitin í Winnipeg urðu þau, að fjórir samvinnu- menn voru kosnir, en 6 andstæð- ingar. Samvinnumenn eru Hon. J. S. McDiarmid, C. Rhodes Smith, William Scraba, allir lib- eralar og G. S. Thorvaldson, Prog. Con. Úr C. C. F. flokkin- um íhlutu þessir kosningu: J. S, Farmer, Lloyd Stinson, M. A. Gray og Donovan Swiailes. Ó- háður er L. St. George Stubbs, er við fyrstu talingu var kosinn. Einn Labor Progressive vann, William Kardash að nafni. í ritstjórnargrein í blaðinu Winnipeg Free Press, 'getur þess að eitt af því óvænta í Winnipeg kosningunum hafi verið, að Paul Bardal var ekki kosinn. Segir blaðið hann hafa reynst mjög nýtan mann í opinberum stöð- um, bæði sem þingmann og í bæjarstjórn Winnipegborgar um mörg ár. Winnipeg ráðið gæti vel staðið sig við, að fá hann nú aftur. íslendinigar eru því 3 á Manitoba þinginu. Níunda lánið 1 fyrradag var byrjað að selja verðbréf Canada. Gekk það svo greitt fyrsta daginn, að sjaldan mun betur hafa gert. Yfir alt landið voru verðbréf keypt fyrir 77 Va miljón dali. Þetta er níunda lánið, sem stjórnin tekur. Það nemur 1 Vu biljón í öllu landinu. Hlutur Manitoba er áætlaður 100 miljón dalir. Komu sex miljón inn fyrsta daginn. ÍJR ÖLLUM ÁTTITM Mackenzie King, forsætisráð- herra Canada, hafði miðdags- verð í gær í Buokingham höll- inni með konungi. Forsætisráðherrann er vel kunnugur konungshjónunum. — Hann ferðaðist mikið með þeim, er þau heimsóttu Canada 1939. Að máltíð lokinni fór forsætis- iáðherra niður í þinghús til að hlýða á Hugh Dalton flytja fjár- málaræðu sína. * . * * * Truman Bandaríkjaforseti mælti með því í þinginu í gær, að ungmenni frá 17 til 20 ára aldurs væru skylduð til að læra hernað. Hann kvað landið þurfa þess með, að vera hernaðarlega þróttmikið. * * * Stjórnin á Bretlandi gerir ráð fyrir í frjáhagsáætlun sinni, að færa tekjuiskattinn n,ið(ur um 10%; ennfremur eru um 2 miljón manna, sem litlar tekjur hafa, undanþegnar skatti. En yfir- skattur (surtax) var lagður á alll- ar tekjur yfir $8,000 á ári. ★ ★ ★ Eftir því sem fregnritar halda fram, er dýrtíðin ef til vill hvergi neitt lík því, sem hún er í Varsjá á Póllandi. Fimm fregnritar fóru til eina gististaðarins, sem þar var talinn líklegur til að geta selt þeim máltíð, en urðu að greiða $70 fyrir þær. Gisti- HEIMSÆKIR YVINNIPEG Guðm. skáld Daníelsson Guðmundur sikáld Daníelsson frá Reykjavík, er staddur í Win- nipeg, kom hingað s. 1. viku (16. okt.) og dvelur hér í 10 daga. Hann ílytur ræðu á fundi Þjóð- ræknisdeildarinnar Frón n. k. mánudag (29. okt.). hús háldarinn sagðist ekki geta fengið það sem þyrfti til máltíð- anna, nema fyrir margfalt verð. Fregnritarnir komust að því, að hann hafði rétt að mæla. Mat- vælaskorturinn er þar svo mik- ill, að þeir ráðleggja mönnum að ferðast þangað ekki nema brýn þörf sé á því. ★ ★ ★ Sambvæmt lögum og venju, var tilkynt s. 1. mánudag hverjir kosningu hefðu hlotið í Winni- peg í nýafstöðnum fylkiSkosn- imgum. Yfirlýsinguna gerði C. V. Mc- Arthur, K.C., kosingastjóri í Winnipeg í einum dómsal fylkis- ins (Room 130, Law Court Bldgi). Las hann kosningalögin hátt og snjalt og svo hverjir hinir lög- legu fulltrúar Winnipeg-borgar á Manitoba-þinginu væru. En þó vel hafði verið auglýst hvað til stæði, var þarna ekki einn einasti áheyrandi — utan tveir fregnritar dagblaðanna. ★ ★ ★ Heimkomnir hermenn kvört- uðu sáran út af húsaleysinu í Winnipeg á fundi Regional Soc- ial Workers, sem haldinn var í Mariborough hótel s. 1. mánur dag. Sagði einn hermanna, að ann- ar hver hermaður, sem heim kæmi, ætti í stökustu vandræð- um með að fá hús. Úr því væri aðeins hægt að bæta með því, að bygð væru 400 hús á mánuði. Sex þúsund dala hús væru of dýr fyrir hermenn. $25 á mán- uði væri alt sem þeir gætu borg- að. Upplýst var, að 14,600 her- mannakonur hefðu komið frá Englandi og margar þeirra hefðu orðið fyrir sárum vonbrigðum; um 30,000 biðu þess að koma heim til manna sinna í Canada. * * ★ Ýmsar breytingar segja menn á uppsiglingu í byggingu íveru- húsa. Ein er sú að hita þau upp með sólarljósi. Er það álitið vel kleift í þessu sólskinslandi, Can- ada. Áhöldin til þess þykja þó enn fyrirferðarmikil og engu minni en núverandi hitunartæki (furnaces). * ★ ★ “Queen Elizabeth” áttatíu og fimm þúsund smálesta skipið brezka, lagði af stað frá Eng- landi s. 1. mánudag með 12,000 canadiska hermenn. Þess er von til Halifax n. k. föstudag. Með skipinu Ile de France, komu s. 1. sunnudag til Halifax 10,000 canadiskir hermenn. Það koma því heim þessa viiku 22,000 her- menn, af þeim 160,000, sem ætl- ast var til að kæmu heim fyrir þessa árs lok. SIGRÚN GÍSLASON 17. apríl 1915—26. sept. 1945 Hin unga kona, sem hér er minst, í fáum orðum, hafði átt heima í Chicago undanfarin ár. Þar kom hún sér vel og átti marga vini. Henni hefir veriö borin góður vitnisburður, bæði af eiganda lyfjabúðarinnar þar sem hún vann og öðrum sem þektu hana. Hún var samvizku- söm og iðin og leysti verk sitt vel af hendi. Eigandi verzlunarinnar sagði til dæmis, í frótt sem héfir borist hingað frá Chicago-blöð- um sem birtu fregnina um and- lát hennar, — “Hún var dugnað- armikil og áreiðanleg. Vinnu- tími hennar byrjaði kl. 3 e. h., en hún var altaf komin klukkutíma fyr og byrjuð að vinna.” Einn- ig er getið í fregnínni að hún hafi lesið mikið og meðal annars kveðskap, að hún hafi átt marga vini, og komið sér-alstaðar vel. Kvöldið 26. september, er hún fór heim úr vinnu, varð hún fyr- ir áverkunum illmennis er hún gekk eftir dimmu stræti, og hún dó af afleiðingum þsirrar með- ferðar. Lík hennar fanst næsta morgun. Sigrún var dóttir þeirra hjóna Ingvars Gíslasonar og Þóru Guð- mundsdóttur sem lengi áttu heima í Reykjavíkur bygðinni en eru nú flutt til Steep Rock. Ingvar er ættaður frá Sveina- vatni í Grímsnssi. Faðir hans var Gísli Þorgilsson, bóndi þar, en flutti síðar að Sviðholti á Álftanesi. Móðir Ingvars hét Ingunn Guðmundsdóttir bónda á Stærribæ í Grímsnesi. Þóra, kona Ingvars, er Guðmunds- dóttir Runólfssonar, bónda á Skógatjörn á Álftanesi. Móðir hennar :var Oddný Steingríms- dóttir, bónda á Hlíð á Álftanesi. Ingvar og Þóra giftust árið 1899 og bjuggu á Skógatjörn í tólf ár. Þau fluttu þá vestur um haf, og settust að á landi sínu í Reykjavíkur bygðinni í Mani- toba, þar sem þau áttu heima til skamms tíma. Þar fæddist Sigrún vorið sem þau fluttu þangað, 17. apríl 1915, og þaí ólst hún upp og gekk þar á skóla fyrstu skólaárin. Seinna fór hún til Winnipeg og stundaði nám á Jóns Bjarnasonar skóla. Hún vann um skeið hjá Domin- Islenzkir þingmenn í Manitoba Dr. Steinn Thompson G. S. Thorvaldson, K.C. Myndirnar hér að ofan eru af tveimur Islendingum sem þing- mensku náðu í fylkiskosningun- um í Manitoba 15. október. Eru það Dr. Steinn Thompson, lækn- ir í Riverton, Man., og G. S. Thorvaldson lögfr. í Winnipeg. 1 mynd af þriðja þingmanninum, Kristján Halldórssyni, er kosn- ingu hlaut í St. George kjör- dæmi, náðum vér ekki fyrir þetta blað. Mr. Thorvaldson var endur- kosinn og er að því leyti þektur fyrir opinber störf. Hann er fæddur í Riverton og skagfirsk- ur að ætt, sonur Sveins kaup- manns Thorvaldsonar. Hann rekur lögfræðisstörf í Winnipeg. Dr. Thompson hefir ekki fyr sótt um þingmensku. Hann er fæddur í Winnipeg 1893 og mentaður í skólum þessa fylkis. Foreldrar hans voru Sveinn (Tómasson) Thompson frá Skarði í Lundarreykjadal í Borgarfirði og Sigurlaug Thompson ættuð fta Akureyri. Eftir að Dr. Thompson lauk embættisprófi 1921, fór hann til Riverton og hefir stundað lækningar þar síð- an. Hann var í fyrra heimsstríð- inu; hann er giftur Thórdísi, dóttur Gunnsteins Eyjólfssonar í Riverton. minningarnar um hina látnu leg eru til nokkurra afreka og ungu konu allar fagrar og bjart- ar, þó að sorgin væri mikil og söknuðurinn sár. Systurnar tvær frá Ohicago, fylgdu líki systur sinnar iheim og j voru viðstaddar athöfnina, og kvöddu hana er hún var lögð til hvíldar á æskustöðvunum, þar sem vinir og ættmenni búa. Kveðjuathöfninni stýrði séra Philip M. Pétursson frá Winni- : Peg. p- METNAÐAR OG MENN- INGARMÁL Eftir dr. Richard Beck Eins og þegar hefir tilkynt verið með ávarpi í íslenzku viku- blöðunum, hefir Þjóðræknisfé- lagið tekið sér fyrir hendur að ion Business College, en hin síð- gangast fyrir almennri fjársöfn ustu tólf ár átti hún heima í Chi- cagi og vann síðast í lyf jabúð þar eins og áður er getið. Systkini hennar eru alls níu á lífi, fimm bræður og fjórar syst- ur. Bræðurnir eru: Ingvar, sem var lengi kennari í Calgary. Hann innritaðist í flugher Can- un í námssjóð til styrktar hinni glæsilegu og óvenjulega gáfuðu vestur-ísl. listakonu, Agnesi Sigurðson píanóleikara, en hún stundar nú framhaldsnám í list sinni hjá víðfrægum kennara austur í New York. Vænti eg þess, að ávarp þeirrar nefndar af ada en er fyrir stuttu leystur i hálfu félagsins ,er um þetta mál þaðan aftur og farin að kenna' fjal'lar, hafi vakið verðuga at- skóla vestur í Alberta. Oddgeir, hygðli fólks vors í landi hér og er til heimilis í British Columbia. j beri tilætlaðan árangur; eigi að 1 Oscar og Thófður, búa báðir í síður vil eg, sem forseti félags- Reykjavíkur bygðinni við Mani- tobavatn, og Runólfur, á iheima ins, fylgja því á eftir með nokkr- um áeggjunarorðum. En þegar Stsep Rock. Systurnar eru'um slíkt menningarmál er að Oddný og Una, sem búa báðar í Chicago og eru giftar þar. Oddný er Mrs. J. E. Bingman, en Una ræða, sæmiir oss það eitt að standa sem fastast saman og styðja málefnið sem drengileg- jafnhliða til þess að bera merki vort fram til nýrra sigra á braut listarinnar. Allir, sem nokkuð verulega þekkja til, eru vafalaust á einu máli um það, að Agnes Sigurð- son sé óhikað í þeirra hópi, sem mikils má vænta af í ríki listar- innar. Þótt hún sé ung að aldri, hefir hún þegar unnið sér það álit með hljómleikum sínum, bæði hvað Bnertir fágæta tækni og listræna túlkun viðfangsefna sinna, að hún muni á vettvangi listar sinnar vinna stóra sigra og auka,drjúgum á hróður Islend- inga hérlendis og ættþjóðarinn- ar heima fyrir, fái hún að njóta til fulls mikilla hæfileika sinna og tækifæri til að þroska þá sem best með framhaldandi námi. — Þeim ummælum til staðfesting- ar nægir að minna á hina ágætu dórna, sem hún hefir hlotið fyrir píanóleik sinn af hálfu hinna fremstu gagnrýnenda Winni- pegborgar í þeirri grein listar- innar, að ógleymdri almennri hrifningu tiliheyrenda hennar. Hljómleikar þeir, sem hún hefir haldið þar í borg og víðar, eru góðspá um það, hversu langt hún geti náð á listabrautinni í fram- tíðinni með aukinni fullkomnun námi og aúknum þroska. er Mrs. Licalzi. Regína, önnur|ast, því að oss er það að sjálf- systir, býr við Bay End, Man.Jsögðu sameiginlegt metnaðar- og er gift Halldóri Gillis, og mál, að vegur þjóðbrots vors Ingun, er til heimilis í Steep verði sem mestur í landi hér. Rock, og er gift Jónasi Gillis. Frá upphafi vega Þjóðræknis- Lík hinnar látnu konu var, félagsins hefir það verið megin- flutt til Winnipeg og síðan heim markmið starfsemi þess að stuðla til Raykjvíkur, þar sem kveðju-1 að því, að hlutdeild Islendinga í athöfn fór fram, mánudaginn 1.'hérlendri menningu mætti október, á heimilinu þar sem! verða sem fegurst, víðtækust og hún ólst upp, að f jölda vinum j varanlegust. Þessvegna hefir og ættmennum viðstöddum. — það viljað veita nokkurt braut- Kistan var hjúpuð blómum. — argengi þeim mönnum eða kon- j Veður var bjart og heiðríkt, og! um af ættstofni vorum, sem lík- Með þetta í minni ætti það að vera oss löndum hennar hérna megin hafsins samhuga kapps- mál að styðja að því, með sem almennustum fjárframlögum í námssjóð hennar, að hún geti fullkomnað sig sem mest í list sinni og haldið með þeim hætti áfram á þeirri braut til nýrra sigurvinninga, sjálfri sér, oss og ættstofni vorum til ánægjuauka og sæmdar. Eigi getur heldur fegurri eða sannari þjóðrækni heldur en það, að leggja þeim Iið til framsóknar, sem gefa mest fyrirheit um það að varpa nýjum ljóma á ættland vort og þjóð- stofn með list sinni eða annari menningarstarfsemi. Sómi hvers eins úr vorum hópi er sómi vor allra.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.