Heimskringla - 31.10.1945, Blaðsíða 3

Heimskringla - 31.10.1945, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 31. OKTÓBER 1945 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA rettinn eiga, og jafnframt um stækkun upplagsins. Ef ekki er að svo stöddu unt að fá ritið ljós- prentað hér, mundi .þess vafa- laust kostur vestan hafs. En svo er það annað, sem eg vildi minnast á um leið. Alt frá þvi er Isléndingar tóku að setjast að í Vesturheimi, ihafa þeir rekið þar nokkra útgáfustarfsemi — um eitt skeið stórmikla. Undan- tekningarlítið eiga blöð þeirra og baekur erindi til okkar hér heirna. En þrjá síðustu áratug- lna hefir mjög lítið af þessu sézt ^ér á markaðinum, eða öllu 'held- ur hart nær ekkert. Nokkru akárra var það áður, meðan fáir gátu keypt hér bók. Þetta er ber- sýnilega ekki eins og það ætti að vera, enda mætti ætla að fyrir bækurnar a. m. k. væri nú aðal- niarkaðurinn ihér. Nú er mikið talað um skipulagningu, en á þessu sviði er augljós'lega engin skipulagning til. Hér er hennar þó þörf. Og hér ihlyti að mega koma henni á, ef góðir menn báðum megin hafsins vildu taka höndum saman. Eg gæti hugsað mér ein'hverja miðstöð vestra, ef til vill Þjóðræknisfélagið sjálft, eu annars fyrir þess aðgerðir, Sem annaðist fyrir forleggjarana heimsendingu bókanna til Is- lands eða a. m. k. vekti yfir því, að bækur væru sendar hingað. Hér yrði alveg óumflýjan'lega að vera önnur miðstöð, sem veitti þeim viðtöku, sæi um söluþeirra til íslenzkra bóksala og annaðist reikningsskil. En bóksalarnir geri eg ráð fyrir, að keyptu bæk- Urnar hreinlega, ií stað þess fyrir- homulags, sem nú tíðkast hér, sem sé eilífra reikningsviðskifta. Þau eiga líka vonandi eftir að hverfa að miklu leyti, enda þyrfti margt að breytast ;í ís- lenzkum bóksöluháttum, ef vel mtti að vera. Tilvalin miðstöð hér virðist mér að ætti að vera skrifstofa sú, er bókadeild menn- ingarsjóðs hefir nú, enda mundu forleggjarar vestra sennilega telja hana tryggari en einhvern máske lítt kunnan bóksala. Er það og opinbert leyndarmál, að viðskifti við þá hafa ekki altaf gefist sem skyldi. Ef ástæða þætti til, held eg ekki að misráð- ið væri að veita henni nokkurn fjárstyrk bein'línis í þessu skyni. Þessi tvö mál vildi eg nú fela góðum mönnum til athugunar. hfér virðast bæði þess verð, að þeim sé hrundið í framkvæmd. -"-Tíminn. Sn. J. ^íldveiði lokið á Siglufirði. Allri síldveiði er nú lokið, og hafa alls verið hér saltaðar 57,- 598 tunnur. Hæsti saltandi hér er Óskar Halldórsson h.f. með 5,717 tunnur. — Hæsti saltandi 'andsins er Björgvin Bjarnason, söltunarstöðin Hólmavík, með 8,029 tunnur. Róðrar eru nú hyrjaðir og er afli tregur. Þrjú f^ystihús eru starfandi og taka þau við öllum fiski.—Mbl. 12 ökt ON) THE ''BOMD WAGOW'' IMAV HAVE 6EEN TOO OLO T0 FIGHT-j bUT meBONOS H#WE FOUGHT FOR ME- aw no\m that TME WAR IS OVER; I HAVE REAL/ f// SECURlTy/^ /// m FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI Elsa Sigfúss væntanleg um næstu helgi Samkvæmt viðtali, er söng- konan Elsa Sigfúss átti í síma frá Kaupmannahöfn við frú Friðriksson, eiganda Hljóðfæra- hússins, er söngkonan væntanleg til. landsins innan skamms. Mun hún leggj a af stað hingað um Stokkhólm á föstudaginn kemur, en þar ætlar hún að syngja í sænska útvarpið, áður en hún tekur sér far með flugvél hingað hinn 22. þ. m. 1 för með henni er móðir hennar, frú Valborg Einsson, ekkja Sigfúsar Einars- sonar, tónskálds, og ikjördóttir Elsu, fjögra ára. Ráðgert er að Elsa Sigfúss haldi hér nokkrar söngskemtanir í vetur. Ennfremur er væntanleg hing- að til landsins á vegum Hljóð- færahússins söngkonan Guð- munda Elíasdóttir Knudsen. Er hún fædd í Bolungarvík, en hef- ir dvalið í Danmörku undanfar- in ár og meðal annars stundað söngnám í þrjú ár við “Musik- konservatoriet” í Höfn. Við und- irbúning sinn undir inngöngu í Musikkonservatoriet naut hún kenslu hjá frú Dóru Sigurðsson, frú Reindar-Madsen og frú Hornemann. Vegna frábærra hæfileika sinna naut hún kenslu endurgjaldslaust við Musikkon- servatoriet tvö síðustu árin, er hún stundaði nám þar. Hún hefir “sópran”-rödd og hefir sungið nokkrum sinnum í danska út- varpið. Eins og komið hefir fram í við- tölum við frú Dóru Sigurðsson, væntir hún sér mikils af Guð- mundu sem óperusöngkonu. Hvað Elsu Sigfúss snertir, hef- ir frú Dóra Sigurðssoh sagt frá því, að við atkvæðagreiðslu í Danmörku, um hver væri vin- sælasta söngkonan þar í landi, hafi Ilsa Sigfúss hlotið næst- hæsta atkvæðatölu. Enda er Elsa fastráðin söngkona hjá Skandinavisk Grammofonsel- skab í Höfn (His Master’s Voice) og ihefir sungið þar ótal lög inn á plötur þau árin, sem sambands- laust ihefir verið við Danmörku og er von á þeim plötum hingað á næstunni. Vegna stöðu sinnar sem söngkona hjá danska ríkisút- varpinu, getur Elsa ekki dvalið hér nema nokkrar vikur, að þessu sinni. Mbl. 17. okt. ★ * * Kveðjuhljómleikar Hjónin Dóra og Haraldur Sig- urðsson kvöddu áheyrendur sína í Reykjavík — og reyndar um land ált — með hljómleikum s. 1. sunnudag í Gl. Bíó, en hljóm- leikum þessum var útvarpað. Á efnisskránni voru Schubert Lieder (“Wohin?”, “An den Mond”, Romance úr “Rosa- munde”), tvö sönglög eftir Carl Nielsen (“Tidt er jed glad” og “Æbleblomst”), ennfremur Im- promptu f-moll op. 142 nr. 1 og Moment musical cis-moll eftir Sohubert, og Fantasi f-moll eftir Ohopin auk annara viðfangsefna, sem flutt höfðu verið á undan- förnum hljómleikum hjónanna. Tónskáldskapur Carls Nielsen er, að skoðun undirritaðs, altof lítið þektur hér á landi, og mátti það teljast viðburður að kynnast hinum ofangreindu söngvum hins danska höfundar. Schubert hefir lengi verið ástsæll hér sem annarsstaðar, enda söngvar eins og :Stændohen” og “Vögguljóð” | hans á allra vörum. Samt liggja mörg hinna fegurstu laga, sem þessi meistari hefir samið, að jafnaði grafin í prentsvertu og bíða þess aðeins að geta orðið að lifandi orku — eins og þau urðu í flutningi frú Dóru og Haraldar Sigurðsson.ar Haraldur lék hin tvö píanótón- verk Schuberts ásamt Fantasíu Chopins með fágætri snild, og reyndu hlustendurnir að þakka þeim hjónunum yndislega stund með síendurteknu lófaklappi og fagnaðarhrópum. MAJOR F. SOSKICE, M.P. sem skipaður hefir verið dómsmálaráðberra Breta í hinni nýju stjórn þeirra. Birgir Halldórsson tenór- söngvari hélt kveðjuhljómleika í Gamla Bíó s. 1. föstudag. Dr. Ur- bantschitsch aðstoðaði. Sú ný- breytni hafði verið tekin upp að þessu sinni, að láta söngskránni fylgja skýringar á efni ihinna er- lendu söngva, og var það vel. Hljómleikarnir hófust á þátt- um úr “Sköpuninni” og “Messi- asi”. Síðan voru fluttir þrír söngvar eftir Dvorak við orð úr Davíðssálmunum. Söngva þessa — sem og önnur verk þessa tón- skálds — má telja sérkennileg afkvæmi tékkneskrar hrynjandi og söng-leiðslu hinna amerísku svertingja; enda dvaldist Dvor- ak, sem kunnugt er, nokkur ár í Vesutrheimi. Sönglög Bráhms og Hugos Wolf eru sjaldgæfir gestir á ihljómleikum hér í bæ, og á Birgir þakkir skildar fyrir flutning þeirra. Fjórir hljóm- glitrandi franskir söngvar vöktu merkilegt .bergmál á meðal á- heyrendanna, en ekki síður á- hrifamikil voru þó nokkur hinna íslenzku sönglaga (eftir Hall- grím Helgason, Helga Pálsson, Pál Isólfsson, Björgvin Guð- mundsson). Sýndu þau ekki að- eins hæfni söngvarans til að velja og hafna — heldur sönn- uðu jafnframt hina miklu þró- un, er átt hefir sér stað í tón- skáldskap þessa lands á síðustu árum. Um rödd Birgis hefir undir- ritaður þegar getið á þessum stað. Efast hann ekki um, að framhaldsnám muni geta lagað ýmsa sönggalla Birgis, eins og nokkra loft-sóun á lægra tón- sviðinu og óhentuga myndun sumra sérhljóða. Á milli e’ og g, jafnvel a’, tókst Birgi vel hin eftirsótta sameining brjóst- og höfuðraddar (voix mixte), sem er lýriskum söngvara svo nauð- synleg. Flutningur hans var — sem fyrr — lipur og lifandi, og væri æskilegt, að allir söngvarar kynnu eins og hann þá list að túlka efni það, sem þeir fara með, með einlægni og skilningi. Undirileikur dr. Urbantschitsch var með afbrigðum góður og öll samvinna hans og söngvarans hin unaðslegasta “kammer- músik.” Robert Abraham —Mbl. 17. okt. Tilkynning Eg undirritaður hefi nú tekið að mér útsölu á öllum þeim tímaritum sem Magnús sál. Pet- erson var útsölumaður að." Öll eru tímaritin ekki komin frá Is- landi enn. En þau sem eg hefi nú, eru: Eimreiðin, 1945, 1—3 h. Dvöl, 1. h. Nýjar kvöldvökur, 1—3 h. Gríma, XX Gangleri, allur frá 1941 Samtíðin, 5., 6., 7. h. Vonast eg til, að allir, sem ver- ið hafa áskrifendur þessara rita (og annara) frá Magnúsi sál. Pet- erson, lofi mér að njóta fram- haldandi viðskifta og láti mig vita, hvað þeir hafa fengið síðast af áðurnefndum tímaritum. Virðingarfylst, Björnsson’s Book Store (Davíð Björnsson) 702 Sargent Ave., — Winnipeg KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— íslenzka vikublaðið útbreiddasta og fjölbreyttasta % THEROAD BACKÍS IONCANDHARD THOUSANDS of men and women, who gave the best years of their lives fighting for us, are now going out into the world as « normal, peace-loving Canadians. But the road back to civilian life is long and hard. The transformation of a man, trained in the science of killing, into a peaceful citi-, zen cannot be accomplished overnight. The period of re-adjustment and re-establishment is extremely difficult. That is why Canada is carrying on an extensive re- habilitation programme. It will better equip our returned men and women to open the doors to opportunity in a world at peace. But our rehabilitation programme costs money — a lot of money. Canada must borrow this money from people like yourselves—loyal, hard-working, patriotic Canadians—out of incomes and savings. Your purchase of bonds carries with it the highest prestige. It places you alongside the fighting men who have "Signed Their Name For Victory”. So buy two instead of one and put your dollars to work to help our fighting men along the long road back. COMMERCIAL PRINTERS & PUBLISHERS 853-5 Sargent Ave. WINNIPEG Telephone 24 185 Sign your name for Victory

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.