Heimskringla - 31.10.1945, Blaðsíða 8

Heimskringla - 31.10.1945, Blaðsíða 8
8. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 31. OKTÓBER 1945 FJÆR OG NÆR MESSUR í ÍSLENZKU SAMBANDSKIRKJUNUM Messur í Winnipeg Séra Philip M. Pétursson messar við báðar guðsþjónustur Sambandssafnaðar í Winnipeg n. k. sunnudag, kl. 11 f. h. á ensku, og kl. 7 e. h. á íslenzku. Ung- mennafélagið heldur fund á hverju sunnudagskveldi kl. 8.30. Söngflokkarnir koma saman á æfingar á hverju miðvikudags- kvöldi og föstudagskvöldi. ★ ★ ★ Messuboð Leslie, 4. nóv. kl. 2 e. h. Wynyard, 11. nóv. kl. 2 e. h. Wynyard, 18. nóv. kl. 2 e. h. H. E. Johnson ★ ★ ★ Kvenfélag Sambandssafnaðar efnir til spilasamkomu fimtu- daginn 8. nóvember kl. 8 að kvöldi í samkomusal Sambands- kirkju á Banning og Sargent. Verðlaun veitt fyrir spil og kaffi frítt. * * ★ Mr. Vigfús Baldvinsson, sem um mörg undanfarin ár hefir rekið bakara-iðn í Wynyard, Sask., og þar áður í Regina, hef- ir nú sezt að hér í borginni, á- samt fjölskyldu sinni, er heimil- isfang þeirra nú 715 Goulding St. Mr. Baldvinsson hefir keypt bakara-búð með öllum tilheyr- andi áhöldum, “Sherbrook Home Bakery,” 749 Ellice Ave., milli Simcoe og Beverley stræta. All- ar tegundir af brauði og kaffi- brauði hefir hann þar á boðstól- um, að ógleymdum íslenzku tví- bökunum, sem bæði eru ljúf- fengar og ódýrar. Islendingar ættu að láta þenn- an landa sinn njóta viðskifta VEITIÐ ATHYGLI! Eg vil hér með brýna það fyrir hluthöfum í Eimskipa- félagi íslands vestan hafs, að senda nú tafarlaust sína gömlu arðmiða, svo hægt sé að skifta þeim fyrir nýja. Virðingarfylst, ÁRNI G. EGGERTSON, K.C., 209 Bank of Nova Scotia Bldg., Portage and Garry St., Winnipeg, Man. Snemma? Nei — það er ekki of fljótt! að ráðgera — og byrja - JÓLA KAUPIN Og Kláus veit að fyrir stórt úrval er ekkert betra en EATON'S Haust og Vetrar Verðskráin því að margar af hinum mörgu blaðsíðum eru út- troðnar með hlutum til jóla- ] gjafa. Fyrir Jólin— kaupið snemma! Fyrir gjafir— Athugið EATON’S Verðskrána! /‘T. EATON CLm, WINNIPEG CANADA sinna. Hann er lipur og alúð- legur að skifta við, auk þess að vera — eins og kallað er á góðri íslenzku — bakara-meistari. Við bjóðum Mr. Baidvinsson og fjölskyldu hans velkomin til okkar í Winnipeg. — Aldrei er hér of margt' af góðum íslend- ingum. * ★ * Skírnarathöfn Við guðsþjónustuna sem fór fram í Sambandskirkjunni í Riverton sunnudaginn 21. okt., skírði séra Philip M. Pétursson tvö börn, þau Patrisia Loma Anne, dóttur Ralph Drouillard og Margaret Arnason Droulilard, konu hans, og Jón Gordon, son þeirra hjóna Richard Lindsay Amer og Sigurrósar Johnson Amer. Að athöfninni lokinni fór fram skírnarveizla, sém allir, ættmenni og gestir nutu til fulls. * ★ * Bókasafn “Fróns” verður opn- að á miðvikudagskvöldið 31. okt. eftir sumarfríið. Þeir er bækur æskja að fá lánaðar eru beðnir að minnast þessa. Það er ekki enn ráðið hvort það verður opið á sunnudögum. n ★ ★ Mrs. Kristbjörg Sigurðsson, kona Sigurbjörns Sigurðssonar, 100 Lenore St., Winnipeg, varð fyrir því slysi s. 1. mánudag, að hrasa í stiga og handleggsbrotna. Hún er á sjúkrahúsi og leið eftir vonum í morgun, að því er blað- ið frétti. ★ ★ ★ Sveinn Thorvaldson, M.B.E., frá Riverton, Man., var staddur í bænum fyrir helgina. Hann hefir umsjón með lántöku sam- bandsstjórnar í Nýja Islandi, sem áður og kvað nú betur af stað farið en nokkru sinni fyr rrieð verðbréfasöluna. ★ ★ ★ Heimskringla er beðin að geta þess, að minningarathöfn um Stefán Gest Olason, Hensel, N. Dak., verði haldin sunnudaginn 4. nóv. n. k. í Cavalier Auditor- ium, kl. 2 e. :h. Stefán fórst í japanska stríðinu 14. des. 1944 Foreldrar hans eru Jón og Ellen Olason, Hensel, N. D. ★ * ★ Til kjósenda og stuðnings- manna minna í Winnipeg Eg get ekki látið hjá líða, að þakka vinum mínum og sam- ferðamönnum fyrir alla þá góð- vild og drengilegan stuðning, er þeir létu mér í té í nýlega af- stöðnum fýlkiskosningum. Eg þakka þeim einnig það fylgi, er þeir á mörgum árum veittu mér, er eg átti sæti í bæjarstjórn, og eins þau árin, sem eg sat á fylk- isþingi. Með vinsemd og virðingu, Paul Bardal TOMBOLA OG DANS MANUDAGSKVELDIÐ, 5. NÓVEMBER Goodtemplara stúkan Hekla, heldur sína árlegu Tombólu til arðs fyrir Sjúkrasjóðinn, margir ágætir drættir — allir nýir. Frank Oliver spilar fyrir dansinum. Byrjar 7.30 e. ih. Inngangur og einn dráttur 25c. Ræðuhöld dr. Richards Beck Dr. Riohard Beck, vara-ræðis- maður Islands í Norður Dakota, hefir undanfarið flutt fjölda af ræðum á ýmsum samkomum í Grand Forks, meðal annars þrjár’ um íslenzk efni. Á samkomu norska þjóðrækn- isfélagsins þar í borg, “Sons of Norway”, flutti hann 10. okt. ávarp um Leif Eiríksson og Vín- landsfund hans, en þ. 12 okt. flutti hann útvarpsræðu um sama efni frá útvarpsstöðinni KILO í Grand Forks. Er hanr. forseti Leifs Eiríkssonar félags- ins þar í ríkinu og flutti nefndav ræður af hálfu þess félagsskapar. Þ. 18. okt. flutti dr. Beck ræðu i útvarpið í Grand Forks um lýð- veldisstofnunina á Islandi og íerð sína þangað s. 1. sumar; var þar um að ræða fyrstu ræðuna í erindaflokki um Norðurlönd, er hann flytur í útvarpstímum þeim, sem ríkisháskólinn í N. Dakota stendur að. ★ ★ * Þriðjudaginn 23. þ. m. kl. 8 að kvöldinu, voru þau Robert Hick- man Cole, frá Ottawa, Canada, og Sylvia Ragnheiður Martein- son, frá Transcona, Man., gefin saman í hjónaband, af séra Rún- ólfi Marteinssyni, náfrænda brúðarinnar, i Fyrstu lútersku kirkju. Brúðguminn er læknir í hernum, en brúðurin er lærð hjúkrunarkona. Faðir brúðar- innar, Mr. Ernest H. Marteinson, leiddi brúðina að altíjfi. Mr. Clark Bruce Miller aðstoðaði brúðgumann og Mrs. Violet Helga Robertson aðstoðaði brúð- ma. Miss Snjólaug Sigurdson var organisti og Mrs. Pearl Johnson söng einsöng. Mr. Clifford Mar- teinson og Mr. Chris Adamson leiddu til sætis. , Að hjónavígslunni lokinni var haldið til Transcona og setin yndisleg veizla á heimili Mr. E. H. og Mrs. Ingibjargar Martein- son, foreldra brúðarinnar. Þar voru foreldrum brúðgumans, Mr. og Mrs. R. H. W. Cole, frá Ottawa, Canada, og hópur ann- ara vina, um 50 manns. Séra Rúnólfur mælti fyrir ská‘1 brúð- arinnar og brúðguminn svaraði. Mr. Miller las upp nokkur skeyti er fluttu brúðhjónunum ham- ingjuóskir. Hársnyrting — beztu aðferðir AMBASSADOR Beauty Salon 257 KENNEDY ST. sunnan við Portage Talsími 92 718 S. H. Johnson, eig. Central Dairies Limited Kaupa mjólk og rjóma Areiðanleg og fljót skil Telephone 57 237 121 Salter St. — Winnipeg Eric A. Isfeld, ráðsmaður Office 96 731 Res. 53 893 DR. K. J. AUSTMANN SPECIALIST EYE, EAR, NOSE and THROAT 704 McArthur Bldg. Cor. Portage & Main Office hrs.: Tues. &.Thur. 5—8 Saturdays 2—5 hjónin af stað vestur til Calgary í Alberta-fylki þar sem brúð- guminn hefir, um hríð, starf fyr- ir herinn. ★ ★ ★ Icelandic Canadian Club News The Club will hold a social gathering in the First Federated Church Parlor, Tuesday evening, Nov. 6, at 8.15. Wilf Baldwin and Glen Lillington will enter- tain with a novelty skit. There will be games and dancing. All young people are especially in- vited. The Social Committee is in charge. ★ ★ ★ Swedish Musical Club heldur stórkostlega mikla hljómleika- samkepni 5. nóv. í Y.W.C.A. Con- cert Hall í Winnipeg. Þar keppa beztu söng- og musik-kraftar á meðal yngra fólksins. íslend- ingar, sem söng og hljómleik unna, eru á þetta mintir. Frekari upplýsingar munu Fríða Si- mundson og Hildur Sandberg veita. ★ #* * Gefið til að stofna íslenzka elliheimili í Vancouver, B. C. Ingibjörg Thorson $10.00 Mrs. J. Tucker __________ 25.00 F. Kristmanson ---------- 25.00 Með innilegu þakklæti, S. Eymundsson —1007 W. Pender St., Vancouver, B. C. + ★ ★ Til sölu Tvö lönd, (V2 section) af góðu landi meðfram Manitoba-vatni, 2 mílur frá járnbrautarstöð, skóla og þjóðvegi. Þriggja her- bergja timburhús er á eigninni og löndin inngirt. Fullkominn eignaréttur á landinu (clear title). Viking Press vísar á. ★ ★ ★ Stúkan Hekla heldur sína ár- legu Tombólu til styrktar sjúk- um, 5. nóv. n. k. Drættir eru á- gætir og skemtun verður þarna Morguninn eftir lögðu brúð-hin bezta. BREZKUR HEIÐUR FELLUR í HLUT AMERÍSKUM AÐMÍRÁL Við eyjuna Guam var, eigi alls fyrir löngu, Admiral Chester W. Nimitz, sem er æðsti yfirmaður hins sameinaða herskipaflota bandaþjóðanna á Kyrrahafinu, sæmdur tignar- merki Breta er nefnt er “Knight Grand Cross of the Bath”. og sem er eitt af æðstu tignarmerkjum innan brezka veldisins. Admiral Sir Bruce Fraser, sem er yfir brezka flotanum þar austur frá, kom fram í nafni George konungs og stýrði athöfn- inni um borð á skipi sínu, H.M.S. Duke of York. — Á mynd- inni sjást, Admiral Nimitz (til vinstri), Admiral Sir Bruce Fraser og General Spaatz, hinir eru yfirmenn skipsins. Látið kassa í Kæliskápinn WyjfOlA The SWAN MFG. Co. Manuiacturers oí SWAN WEATHER-STRIP 281 JAMES ST„ WINNIPEG Phone 22 641 Halldór M. Swan, eigandi Thos. Jackson & Sons LIMITED COAL — COKE BRIQUETTES Phone 37 071 (Priv. Exch.) 370 Colony St. Winnipeg PRINCESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smœrri íbúðum og húsmuni af öllu tœi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Sími 25 888 C. A. Johnson, Mgr. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— bezta íslcnzka fréttablaðið MESSUR og FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Prestur, sr. Philip M. Pétursson, Ph.B., B.D. 640 Agnes St. Sími 24 163 Messur: á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Fundir 1. föstudag hvers mánaðar. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðjudag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Ungmennafélagið: — Hvert sunnudagskveld kl. 8.30. Skátaflokkurinn: Hvert mið- vikudagskveld kl. 6.30. Söngœfingar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju föstu- dagskveldi. Enski söngflokkurinn á hverju miðvikudagskveldi. Sunnudagaskólinn: Á hverjum sunnudegi, kl. 3 e. h. MIKNIS7 BETEL í erfðaskrám yðar Margrét Þ. Jensen að Lágafelli andaðist s. 1. sunnudag Frú Margrét Þorbjörg Jensen, kona Thor Jensen, andaðist á heimili þeirra hjóna Lágafelli í Mosfellssveit síðastliðinn sunnu- dag. — Hún var ein gagnmerk- asta kona þjóðarinnar. Allir, sem þektu hana, sakna hennar sárt, en þyngstur er söknuður manns hennar, eftir nálega 60 ára ást- ríkt hjónaband. Vinir Thor Jen- sen fjær og nær senda honum hlýjar samúðarkveðjur í sorg hans.—Mbl. 16. okt. ★ ★ ★ Kjarval hyltur Jóhannes Sveinsson Kjarval átti sextugsafmæli í gær. Fjöldi gesta heimsótti hann í vinnu- stofu hans og tók listamaðurinn rausnarlega á móti þeim, eins og hans var von og vísa. Var gesta- straumurinn óslitinn upp og nið- ur alla stigana í Austurstræti 12 í margar klukkustundir, enda munu fáir menn hér í foæ vera jafn vinmargir og Kjarval. Uppi á efsta lofti stóð Kjarval við fremri dyrnar og fagnaði komu- mönnum og bauð þeim inn upp á veitingar, — voru ihonum þar til aðstoðar Sveinn sonur hans, ’nokkrir nánustu vinir hans og þjónustufólk. — Listamanninum barst fjöldi heillaskeyta, gjafa og blóma.—Þjóðv. 16. okt. Matreiðslubók Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld- sted, 525 Dominion St. Verð $1.00. Burðargjald 5tf. Aðalfundur íslendingadagsins verður haldinn í Goodtemplarahúsinu ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 6. NÓVEMBER, kl. 8 Skýrslur verða lagðar fyrir fundinn. Þá fer fram kosning sex manna í nefndina, til tveggja ára, í stað þeirra sem endað hafa tímabil sitt. Áríðandi að allir sýni áhuga og sæki fundinn, svo kosningar geti farið þvingunarlaust fram. G. F. Jónasson, forseti D. Bjömsson, ritari '‘THEN l'll BUILD US A LITTLE WHITE cottage — WITU THESE VICTORY BONDS i‘m saving/'

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.