Heimskringla - 31.10.1945, Blaðsíða 5

Heimskringla - 31.10.1945, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 31. OKTÓBER 1945 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA J. Magotis Ejarnason (Við fregnina um lát hans) Ljóssækni látni vinur, ljósberi í hálfa öld, á ljósvængjum liðinn þangað ljós þar sem hefir völd, mun ei hjá mörgum geymast sem mjöll eða drifhvítt lín, mild eins og maísólin, minningin ljúfa þín? t Barnshjartað blíða og hreina í brjósti þér ætíð sló, þjakað og þjáð að lokum, þó fult af djúpri ró. Spámaður spakra greina, spekingur sögu og óðs, hver vill þér verðan reisa varða í formi ljóðs? Gullleitarmaður mikli í manneðlis djúpu jörð, leit þinnar æfi allrar ei var til lítils gjorð. Islenzki aðalsmaður, upp til þín brött var leið, en á þína efstu múra ávalt skein sólin heið. Þakklát má þjóð vor minnast þess er þú henni gafst, muna að um alla ævi aldrei á verði svafst. Útvörður íslenzks hugar, ágætist minning þín. Gjarna ef gæti úr helju gréti þig þökkin mín. Snæbjörn Jónsson Sigurláns skrifstofan í Riverton. Hraðboði frá Sigur- láns-nefndinni er að koma þangað. samlíkingar og frjó hugsun af- burðavel í hendur, enda hlaut kvæði þetta á sínum tíma önnur verðlaun í víðtækri ljóðasam- kepni í Manitoba-fylki. Eftir- farandi erindi úr nefndu kvæði gefur góða hugmynd um það, hve listrænum höndum er þar farið um hugþekt viðfangsefni, og þá fegurðarást, sem þar finn- ur sér framrás: Til nýlífs fæðist sérhvert blóm og blað. Nú blæðir út frá vorsins hjarta- stað ein vaxtarelfur öllum máttar- meiri. Og moldin knipplar grænan gróðurserk. Nú gerist lífsins æðsta krafta- verk — í frjóvgan haga breytist blásin eyri. En þótt vorið sé Einari kært og það knýji fagra og fjölskrúð- uga tóna úr hörpu hans, þá tekst honum ekki síður upp í lýsingu sinni á haustkomunni í kvæðinu “Sum^arlok”, sem er eitthvert hið frumlegasta og myndauðug- asta ikvæði hans, en þetta er nið- urlagserindi þess: Sigðirnar blika við bleikan svörð — nú berjast um völdin á himni og jörð tvö megin-öfl mannlífsins strauma: Haustjátning ísköld á aðra hlið— og eilífðartrúin á sumarið í starfsvöku dýrðlegra drauma. Og “eilífðartrúin á sumarið”, sem er hinn djúpi og sterki strengur í lífsskoðun Einars, eins og hún lýsir sér glögglega í ljóð- um ihans, gerir það að verkum, að hann heyrir hjartslátt vors- ins sjálfs í vetrarbyljunum, svo sem fram kemur í hinu kröftuga og karlmannlega kvæði hans “Vetur”, og svipuð er undirald- an í kvæðinu “Frosti”. 1 öðrum kvæðum sínum al- menns efnis bregður skáldið upp glöggum ilífsmyndum og raun- sönnum, í kvæðum eins og “Jarðyrkjumaður”, “Jón frá Hurðarbaki”, “Stína í þvotta- húsinu” og “Haraldur á Rauða- felli”, sem öll eru prýðisvel ort, en harla f jarskyld að efni og blæ. Tilkomumest og djúpúðugast þeirra er þó kvæðið “Jarðyrkju- maður”, auðugt að samúð með þeim, sem vinna “hörðum hönd- um”, og að skilningi á megin- rökum lífsins, eins og þessi vísa sannar: 1 heilögu samstarfi moldar og manns býr máttur ihins rísandi dags. VICTORY LDAN I fögnuði stritsins býr frjóvgun- armagn til frlesandi kynslóðahags. Þau geymast til eilífðar átökin hans, er erjaði grænkandi svörð, og starfsemdalaunin að lokum hann fær, þó löng væri brýnan og hörð. Einar hefir og ort allmargtl erfiljóða og eru þau löngum bæði heilsteypt og markviss, svo sem ágætiskvæðin um Stefán Thorson (föður Thorson ráð- herra) og um landnámsikonuna Guðrúnu á Birkinesi. Eigi eru minningarkvæðin um þá, skáld- in Matthías Jochumsson (aldar- minning) og K. N. Júlíus síður snjöll og ágætlga sæmandi hvor- um um sig, þó að þar sé eðlilega slegið á ólíka strengi. En djúpskyggnasta minning- arkvæði Einars, og það kvæðið, sem, ef til vill, að öllu saman- lögðu ber fegurst vitni skáld- gáfu hans, er kvæðið “Við leiði móður minnar”, en þar samræm- ast dj úpsæi í hugsun og hið fág- aðasta ljóðform á snildarlegan hátt; en því aðeins njóta menn þess til fulls, að menn lesi það í samhengi. Er eg eindregið sam- mála Sveini Sigurðssyni ritstjóra um það, að þetta kvæði eigi skil- ið rúm í hverju úrvali íslenzkra ljóða, sem út kann að verða gef-« ið. I ljóðasafni þessu eru einnig nokkur góðkvæði snúið á ísl. af erlendum málum, og eru þau prýðisvel þýdd, svo sem hið víðfræga kvæði Bliss Carman “Vestigia” (Sporin) og hið fagra kvæði um Woodrow Wilson Bandaríkjaforseta eftir ameríska skáldið Worrel Kirkwood, enda eru þau bæði mjög í anda þýð- andans sjálfs að lífshorfi til, rík að fegurðarást og 'hugsjónaást, að sigurtrú á mátt gróandans. Kvæðabókina tileinkar skáld- ið konu sinni lngibjörgu Sigur- geirsson Jónsson með einkar fögrum vísum og hjartaheitum. Að frágangi til má bókin snot- ur kallast og blessunarlega laus við prentvillur, þó fáeinar þeirra fyrirfinnist, en stór galli er það á svo merkri bók, að efnisyfirlit vantar með öllu. (1 ritdómi þessum hefir verið stuðst við alfítarlega grein eftir höfund hans um Einar P. Jóns- son og rithöfundarstarfsemi hans, sem birtist í Eimreiðinni fyrir nokkrum árum síðan, en eigi var birt vestan hafs). UGGUR1DÖNUM ÚTAF DVÖL RÚSSA Á BORG- UNDARHÓLMI Viðtal við Steingrím Matthíasson lækni, sem dvalið hefir 10 ár í Danmörku. “Það er uggur í öllum Borg- undarhólmsbúum. Og það er af sömu ástæðu uggur í Dönum, jafnvel þó að það komi ekki opin- berlega í ræðu eða í blöðum. Þeir óttast að þeir muni missa Borgundarhólm. — Þeir segja, að svo líti út sem þeir muni missa Borgundarhólm eins og þeir hafi mist ísland. — Eg sikal ekkert fullyrða um það að þessi ótti dönsku iþjóðarinnar — og þá fyrst og fremst Borgundarhólms- búa, sé ástæðulaus, en vonandi er hann það.” Þetta sagði Steingrímur Matt- híasson læknir í viðtali við Al- þýðublaðið í gær, en hann kom heim með Lagarfossi í fyrra- kvöld. Hann fór út fyrirTO árum og hefir dvalið í Danmörku síð- an, lengst af á Borgundarhólmi, én þar er hann praktiserandi læknir. — En Rússar hafa gefið út yfirlýsingar um að þeir myndu fara? “Já, alveg rétt og satt bezt að segja vilja Danir trúa þeim yfir- lýsingum, þó að uggur sé í þeim. Hann hefir heldur ekki minkað við það að í sumar hafa Rússar verið að byggja brggga, búa sig undir vetursetu. Danir sjá ekki hvaða hernaðarnauðsyn það er að erlend þjóð sé hér á eynni. — Á Borgundarhólmi er ekkert á- stand, enginn samgangur milli heimaþjóðarinnar og herliðsins. Það heldur sig að mestu utan bæj anna, kaupir sama og ekkert, er með nær alt með sér, jafnvel kýr og geitur, ihesta og hest- vegna, og þeir fara um eyna í þessum hestvögnum, alveg eins og við hérna fyrir 40—50 árum. Þetta er ólíkt því sem var meðan Þjóðverjar sátu á eynni. Þeir fóru um alt, keyptu alt, sem hönd og tönn á festi.- Þá var ástand.” — Eru miklar skemdir á Borgundarhólmi ? “Já, miklar, aðallega í Nexö en þar á eg heima — og svo í stærsta bænum, í Rönne. Þar voru engar skemdir áður eri Rússar komu, en þeir sendu sprengjur yfir Ibæina og lögðu til dæmis í Nexö í rústir 110 'hús og skemdu meira og minna, aðeins 148 sluppu óskemd. 1 Rönne urðu skemdirnar eins miklar, en það ber minna á þeim vegna þess að bærinn er miklu stærri. Tiltölu- lega fáir Danir fórust, enda flýðu allir burtu strax eftir fyrstu á- rásina. — Rússar voru með þessu að reyna að jafna um Þjóðverj- ana, en um þetta leyti höfðu fjölda margir Þjóðverjar flúið til Borgundarihólms. Mjög marg- ir Þjóðverjar fórust líka í þess- um árásum.” — Missa Borgundarhólm eins og Island? “Já,” segir Steingrímur Matt- híasson og brosir. “Sumir taka svona til orða. Danir hafa enn ekki sætt sig við sambandsslitin. Þeir álíta að við ihöfum notað brögð til að stofna lýðveldi okk- ar, en hvað um það. Okkar rétt- ur var og er hinn sami. Það þarf að komast á eins gott vináttu- samband og áður var. Við að minsta kosti höfðum ekki ráð á að missa vináttu nokkurrar þjóð- ar.” — Þér tókuð yður far með syni yðar heim? “Já, Jón sonur minn er stýri- maður á Lagarfossi. Eg fór frá Borgundarhólmi kvöldið áður en Lagarfoss fór frá Gautaborg og tók skipið þar. Þetta var ágætt ferðalag. Okkur leið öllurn vel á ieiðinni og höfðum meðvind. — Hann hef eg líka oft haft.” — Já, þér hafið ferðast mikið, komið til Japan og í flest lönd Evrópu. Ætlið þér nú að hefja ferðalög að nýju? “Engar áætlanir enn sem kom- ið er. Eg hef mikið að gera í Nexö. Hér get eg ti'l dæmis ekki verið nema í eina viku eða svo, aðeins fengið tíma til að ihitta börnin mín, en eg á 6 börn og svo :'er eg aftur út. Eg býst til dæmis varla við að eg geti komið því við að skreppa til Akureyrar.” • — Þér hafið skrifað í dönsk blöð og flutt fyrirlestra? “Já, nokkuð. Nú er eg að safna sessu saman og hef í hyggju að pað rverði gefið út hér. Þetta verður dálítil bók.” — Hafið þér þá ekki einnig oyrjað að skrifa endurminning- ar yðar? — Þér eruð nú að nálg- ast sjötugsaldurinn. “Endurminningar? Ja — eg skal segja yður, að mér hefir comið það til hugar og eg er dá- lítið byrjaður á þessu. En eg íef mikið að gera, dagarnir tæt- ast svona í sundur fyrir manni — og svo líða þeir hver af öðrum — og svo er árið búið alt í einu. Svona gengur það fyrir manni — og árin líða eins og örskot, þegar halla tekur að kvöldi . . .” Stgr. Matthíasson læknir er nú 69 ára gamáll, hann er mjög unglegur, kvikur í hreyfingum og glettnisglampi í augunum. — Hann er fyrir löngu landskunn- ur fyrir læknisstörf sín og rit- störf. Allar greinar hans eru fullar af fjöri og dirfsku. Við bjóðum hann velkominn heim. — Hér ætti hann að hafa vetur- setu hjá börnum sín-um og skrifa endurminningar sínar. Það verð- ur áreiðanlega skemtileg bók. —Alþbl. 21. sept. The Junior Ladies Aid of the First Lutheran Church will hold their annual meeting, on Tues. afternoon, Nov. 6, at 2.30 p.m., in the church parlors. ★ ★ ★ Mrs. J. B. Skaptason, 378 Maryland St., Winnipeg tekur á móti áskriftargjaldi fyrir “Hlín” sem að vanda. ★ ★ ★ Messur í Nýja Islandi 4. nóv. — Riverton, ensk messa og ársfundur kl. 2 e. h. 11. nóv. — Víðir, messa kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason » ★ ★ Lúterska kirkjan í Selkirk Minningar guðsþjónusta um lútersku siðbótina á ensku máli, kl. 7 næsta sunnudagskvöld. — Séra Sigurður Ólafsson og séra Rúnólfur Marteinsson taka báð- ir þátt í guðsþjónustunni. Allir boðnir velkomnir. TVENNAR ERU TÍÐIRNAR Hún er orðin 'hæruskotin, hún er orðin grá; höll á fæti, og herða lotin, hélu fallin brá. Eitt sinn bar hún blómgva vanga birta’ í augum skein, eftir sína æfi langa aldurs ber nú mein. Valið gat að vild úr flokki virða’, á fyrri tíð; hennar fas, og hennar þokki hreif og gladdi lýð; nú er haust í hverjum drætti húmguð augun snör, hnigin er að hálfum mætti hún í afturför. Svona líða lífsins stundir, ljósin fölna og blóm; hallarveggir hugans hrundir — hurfu í auðn og tóm; þó um hana hreggið f júki — hennar ýfi sár — er sem haustið höndum strjúki hlýtt, um liðin ár. Jón Jónatansson SIGN Y0UR NAME FOR VICTORY This Space Contributed by THE RIEDLE BREWERY LIMITED

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.