Heimskringla - 02.01.1946, Blaðsíða 1

Heimskringla - 02.01.1946, Blaðsíða 1
We recommend íor your approval our "BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. We recommend tor your approval our " BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. --—------------------ LX. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 2. JANÚAR 1946 NÚMER 14. FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR þúfur fór í London. Og um Moskva fundurinn iFundinum í Moskva varð tals- vert ágengt í því, að jafna sak- irnar sem sundruðu öllu á utan- ríikisráðherrafundinum í London. Fulltrúarnir sýndu nú meira jafnaðargeð og samvinnuhug í flestum ágreiningsefnunum, — nema einu. Það áhrærir neitun- arvald stóru þjóðanna þriggja. Það er eftir sem áður í höndum Stalins, Attlee og Truman. — Frakklandi og Kíná var þar bol- að frá. Stalin hafði sitt mál fram í því. En þrátt fyrir það, eru líkurn- ar meiri en áður, um að alþjóða- stofnun (United Nations Organi- zation) verði á laggir sett, er lýðræðisþjóðirnar eru flestar fylgjandi, af því að hún gerir ráð fyrir meira frjálsræði, en yfirstofnun hinna stóru þriggja gerir. Þar gefst öllum þjóðum bandamanna tækifæri að láta til sín heyra. Rússar viðurkendu uppkast þeirra Attlee, Trumans og Kings að þeirri stofnun. Upp- kastið gerir ráð fyrir meira valdi smáþjóðanna, en gert er ráð fyr- ir 1 alþj óðasamtökunum, sem undir stjórn hinna þriggja stóru átti að starfa (General Asslemib- ly). Þá urðu samþyktir gerðar um yfirráð “andskotans sprengjunn- ar”, eins og Þ. Þ. Þ. komst að orði, þannig að alþjóða-VÍsinda- ráð undir stjórn aiþjóðafélagsins (UNO) hafi gætur á að hún eða framleiðsla slíkrar orku og þeirr- ar, er hún er gerð af, sé ekki til annars en góðs hagnýtt. Fundur um þetta og val riefndar til að gera uppkast að reglugerð um það, verður bráðlega haldinn. Hvort nökkuð verður gefið út um aðferðir við tilbúning sprlengja, er óljóst um af fréttun- um. Það strandaði á því, að Rússar kærðu sig ekkert um hnýsni á þessháttar hjá öðrum þjóðum. Þá var komið sér saman um að eftirlitið með Japan yrði í hönd- um fjögra stórþjóðanna, Banda- ríkjanna, Bretlands, Rússlands og Kína. Sáu Bandaríkin sér þessa eina leið færa, ef þau hefðu nokkrar kröfur til evrópiskra mála. Að MacArthur verði á- fram framkvæmdastj óri er sjálf- sagt talið og það sem hann hefir til þessa gert, verður ekki hrófl- að við. En hvað sem hann gerir hér eftir, verður nú gert mlsð vilja og á vitund þessarar nefnd- ar. Rússinn gaf fyrir þetta eftir, að óhindraðar-kosningar skyldu fara fram í Rúmaníu og að það sem í vegi stæði fyrir að Banda- ríkin og Bretland samþyktu stjórnina, í Búlgaríu, sem kosin var nýlega á þann hátt, að aðeins einn flokkur gat verið í vali, átti að lagfæra og kippa í lag. Alt þetta lýair me&ri sam- vinnuhug en áður og greiðir vonandi fyrir að einhver botn fá- ist í Evrópumálin og friðarskil- málana verði hægt að gera. í samvinnuáttina hafa því nokkr- ar framfarir orðið á Moskva- fundinum. Friðarsamningana gera þó hin- ir þrír stóru aðeins. Mr. Byrnes fulltrúi Bandaríkj- anna, leggur, heimkominn af fundinum, mesta áherzlu á, að á misskilningi og vantrausti hafi miklu minna borið á Moskva- fundinum, en á þeim sem út um fundinn, sem halda á 10. jan. í London til að athuga rlsglugerð að því, að koma alþjóðafélagi á laggirnar (United Nations Or- ganization), er hann miklu von- betri um samkomulag en nokkru sinni fyr. Þrátt fyrir þó þessi Moskva fundur virtiist ekki mundi byrja vel, má segja hann hafa hepnast vonum framar. Annað stórblað- ið í Moskva heilsaði erindrekun- um hálf hranalega. Það spurði Bandaríkin til hvers her þeirra væri í Persíu, hvlenær hann ætl- aði þaðan og hvað alt slíkt meinti. Bandaríkja blöð bentu skjótt á að herinn bandaríski hefði til Persíu verið sendur til að sjá um flutninga til Rússlands á vopnum frá Bandaríkjunum, er Rússum lá sem mest á. Menn- irnir sem að þessu hefðu unnið, hefði ekki vlerið stríðandi her, heldur 6,000 starfsmanna sam- einuðu þjóðanna. Þeirra burt- farartími hefði verið ákveðinn og nú færður fram, vegna þess að starfi hans hefði lokið fyr, en von hafði verið fyrir. Rússár hefðu 75,000 manna her í Persíu ennþá og þeir hefðu á þessu hausti ekki viljað samþykkja neitt um að hverfa úr landinu á sama tíma og Bandaríkjaherinn. Þótti Bandaríkjablöðunum að- stoðin illa launuð með grein Moskva blaðsins. 1 þesSari sömu grein voru Bretar spurðir að því hvernig á her þeirra stæði í Grkiklandi. Bretar svöruðu að herinn hefði þangað farið til aðstoðar Grikkj- um, er Þjóðvterjar herjuðu á þá, en meðan Rússar hefðu verið í friði við Þýzkaland og hefðu að- stoðað Hitler. Þannig var andrúmsloftið fyr- ir Moskva-fundinn. Það var af því að dæma ekki við miklu góðu að búast. Fram úr fundairmál- unum í Moskva hefir því betur ræzt, en von var til. HEIÐRAÐUR Flt.-Lt. W. M. Thorvaldson Islenzk hjón búa í Calgary, Alta. Þau heita Jón Thorvald- son (frá Eystra Hrepp í Árnes- sýslu) og Sesselja ófeigsdóttir Sigurðssonar fyrrum í Alberta, en nú í Vancouver. Son eiga þau, sem Wallace Malcolm heit- ir og er Flight Lieutenant í Can- ada flughernum. Fyrir skömmu fengu foreldrar hans bréf frá Colin Gibson í Ottawa, ráðherra í lofther Canada, er hljóðar á þá leið, að hann samfagni þeim og skyldmennum Flt.-Lt. Wallace Malcolm Thorvaldson, er veitt hafi verið hið mikilvæga heið- ursrrierki flughersins — The Distinguished Flying Cross — fyrir mjög annálað hugrökki og framkvæmdir, er hann var í 547. deild (squadron) brezka flug- liðsins (Royal Air Force). Flt.-Lt. Thorvaldson var við herstörf bæði í Vestur-Asíu og í Evrópu. Hann var stjórnari (navigator) og sprengjuskotmað- ur (bomb aimer), og átti oft í brösum við kafbáta. 1 maí 1945, var ein sennan í Norðursjónum, við Kattegat, og sýndi Flt.-Lt. Thovaldson þá ekki einungis fá- gæft hugrekki, hteldur einnig hve hagvirkur hann var og viss í starfi sínu. Hann miðaði og skaut einum 6 djúpsprengjum í þessari orrahríð og sem hver og ein hafði mikla þýðingu og lösk- un á kafbátum Þjóðverja í för með sér. Orrahríð þessi var sögð ein af hinum grimmari og ákaf- Árin flæða’ og fjara fram í alda haf, byrja ferð, og fara fyr, en vitum af; stundum létt -í lundu ljósi sólar klædd, ■eftir stutta stundu stormum vetrar nædd. Sömu lögum lýtur líf vort vöggu frá, stutta stund það flýtur straumi tímans á; stundum vorhug vakið vermt af lánsins hönd, stundum hreggstorm’ hrakið, hrímköld vona-lönd. Gamlár gneypt úr sæti gekk, q fjallabak, ómar úti’ á stræti ungbams fótatak; ennþá árið nýja okkur sækir heim, — bölheims fylgjur flýja, — fögnum gesti þeim. Velkomið oss vertu von er fest á þér, sáttamiðill sértu sem að friðmál ber, eftir hel og hildi harmaþrungin tár, haltu hlífiskildi hleims um blóðug sár. Jón Jónatansson ari í stríðinu. Mr. Gibson lýkur bréfinu með því að segja, að flug- liðið sé montið af hinu annálaða starfi sonar ykkar. Flt.-Lt. Thorvaldson er ekki enn kominn hteim úr hernum, en mun bráðlega von úr þessu. bréfið, og óskar því um leið allra heilla. FRÁ SENDIRÁÐINU IWASHINGTON 28. des. 1945 Herra ritstjóri: 1 gær, hinn 27. desesmber, gekk Island formltega að samn- ingum um alþjóðagjaldeyrissjóð og alþjóðabanka (International Monetary Fund and Internation- al Bank of Recontruction and Development), sem undirbúnir voru á Bretton Woods ráðstefn- unni. Undirskriftar athöfnin fór fram í Washington, og gengu samtals 28 ríki að samningun- um þann dag. Fyrir hönd Is- lands skrifaði undir sendihlsrra Islands í Washington. Virðingarfylst, Thor Thors Aðalfundur Þjóðræknisfélagsins: SAMBANDI VERÐI NÁÐ VIÐ ALLA ÍSLENDINGA ERLENDIS FRÁ Rf KISÚTVARPI ÍSLANDS Heimskringlu htefir borist á- gætt og mjög vinsamlegt bréf frá Ríkisútvarpi Islands, og birt- ir eftirfarandi niðurlagsoirð úr því sem stílað er til allra Islend- inga hér vestra: # “Vér viljum nota þetta tæki- færi til að láta í ljós aðdáun vora á dugnaði yðar, að halda jafnt og þétt úti yðar ágæta blaði. Vér óskum yður og öll- um löndum vorum vestan hafs gleðilegra jóla og farsældar í framtíðinni. Með bróðurlegri vinsemd og kveðju, Jónas Þorbergsson” Heimskringla þakkar Ríkisút- varpinu vinarkVeðjurnar og Aðalfundur Þjóðræknisfélags- ins var haldinn í Tjarnarcafé á fimtudagskvöld s. 1. Á fundin- um var mættur dr. Árni Helga- son frá Chicago. Fundarstjóri var Ágúst H. Bjarnason próf. Dr. Árni Helgason tók fyrstur til máls. Hann lýsti m. a. félagslífi íslendinga í Chicago-borg. Þar eru búsettir um 200 Is- ’endingar og fólk af íslenzkum ættum. Þar hefir verið starfandi Islendingafélag í 21 ár og hafa 70—80 verið í félaginu. Fundir eru haldnir mánaðarlega og eru 50—60 mannswenjulega á fund- unum. Ræðumaður nefndi ýmsa menn, sem verið hafa forgöngu- menn þessa félagsskapar á und- anförnum árum. Árlega er hald- in aðalsamkoma félagsins, var fyrrum 2. ágúst, en er nú næsta sunnudag við 17. júní. Mikill• styrkur htefir það verið félagi þessu, þegar góðir ræðumenn hafa komið að heiman eða úr öðrum byðum Ameríku. Taflfélag er starfandi innan félagsins og kvennadeild hefir starfað þar á stríðsárunum, tii þess að veita ýmsa aðstoð vegna hernaðarins. 20 Vestur-Islend- ingar frá Chicago hafa verið kallaðir í hterþjónustu og einn þeirra fallið. Að endingu lýsti ræðumaður því, hve erfitt það er í fjölmenn- inu fyrir Islendinga að halda hópinn. En bót er það í máli, sagði hann, að Bandaríkja menn eru þvi hlyntir, að fólk sem bú- sett er vestra, haldi trygð við ættjörð sa'na. Margt er líkt í skapgerð íslendinga og Vestur- heimsmanna. Með því að vera góður Islendingur vestra, eftir því sem föng eru á, eiga menn auðvelt með að vera góðir þjóð- félagsborgarar. Að endingu færði dr. Árni Þjóðræknisfélaginu kveðjur að vestan, m. a. frá forseta Þjóð- ræknisfélagsins, Richard Beck. Er dr. Arni hafði lokið máli sínu, þakkaði fundarstjóri hon- um, ekki aðeins fyrir ræðuna, hteldur og fyrir mikil og marg- háttuð störf í þágu íslendinga vestra. Hann lýsti því, hve mik- ils virði það er, að ísland skuli hafa á að skipa öðrum eins á- gætismönnum og dr. Árna í ræð- ismannsstöður víðsvegar um heim, en Árni er ræðismaður Is- lands í Chicago. Árni fór vestur árið 1912 með tvær hendur tóm- ar, braust áfram með einbeitni og fyrkhyggju og hefir nú um alllangt árabil rekið verksmiðju, sem framleiðir rafmagnsvörur, er veitir 1000 manns atvinnu. 1500 manns hafði hann í þjón- ustu sinni á stríðsárunum. — Fundarstjóri lýsti frábærri gest- risni Árna, hjálpsemi hans og fyrirmyndar heimili í Chicago. Næsta mál á dagskrá fundar- ins var það, að formaður félags- ins, Árni G. Eylands, skýrði frá Ræðumaður gat um ýmsa starfsemi þess á undanförnum Bandaríkjamenn, sem hann hef-1 tveim árum, 1944 og 1945, sem ir hitt og kynst, er hafa lagt fyrst og fremst hefir beinst að því, að glæða samhug milli Is- lendinga beggja mtegin hafsins. stund á að kynnast Islandi og borið landi og þjóð vel söguna. Meðal þeinra prestur að nafni Mr. Bradley, er kom hingað 1930. Ymsa hermenn hefir dr. Árni hitt, sem vel hefir fallið vistin hér á landi og vilja koma hingað í hteimsókn. Sálm^sr Þess guðs, sem ekkert auga leit og engin hugsun skilur, þess guðs, sem allra eilífð veit og alheim skapar, mylur, vér eygjum ímynd hans í æðstu spurning manns. Vor fortíð falin er og framtíð engin sér en nútíð hálf sig hylur. Sá guð er feðrum forlög reit á fjöllum, dölum, ströndum, og vakti fyrrum sál í sveit er svaf í efnis böndum. Sá guð sem gaf oss mál hann gefi oss nýja sál. Hin garnla er ill og örg sem urgi saman björg á öllum lífsins löndum. Breyt lífsins nótt í dýrðar dag, sem drengskap þjóða leysi frá ímynduðum eigin hag, sem eitrár borg og hreysi. Breyt gulli gæfu í, og gef oss lögin ný. Oss vertu stjórnin sterk, sem stór og göfug verk á rústum alda reisi. Hvort eilífð eða árin fá þú einstaklingum gefur, þá láttu jörðu ljóma á það Jíf sem fegurð vefur á æðsta yndis hátt, í allra þjóða sátt, sem ljóssins leitar æ unz loks á tímans sæ á æðstu hæð sig hefur. Þ. Þ. Þ. iðtrm Hann mintist með þakklæti komu sinnar á þjóðræknisþing Vestur-íslendinga í fyrravetur, hve vel honum var tekið þar og hve mikill áhugi var þar ríkjandi á þjóðræknismálum. Af mistök- um hafði ekki orðið úr því, að bann hefði getað flutt þau boð að ritstjórum íslenzku blaðanna Lögbergs og Heimskringlu væri boðið hingað hteim. Hann taldi, meðan hann var á þinginu, að hann hefði ekki haft til þess fulla heimild að bera fram þetta heimboð. En hann kvaðst vona, að það kæmist í kring á næsta ári, og ritstjórnarnir Einars P. Jónsson og Stefán Einarsson gæf- ist kostur á að koma hingað í boði félagsins. Félagar í Þjóðræknisfélaginu eru nú hér á landi 450—500. — Þeir fá allir Tímarit Þjóðræknis- félagsins, sem gefið er út vestra. Og nokkru meira er stelt hér af riti þessu. Svo útbreiðslan hér á landi er talsverður styrkur fyrir útgáfu ritsins. Formaður mintist á ýmislegt fleira viðvíkjandi fé- lagsstarfseminni. Gjaldkeri fél., Ingi Bjarnason, gerði grein fyrir reikningum og fjárhag félagsins og voru reikn- ingarnir samþyktir með sam- hljóða atkv. HefLr nokkurt fé safnast í sjóð félagsins, sem ætl- að er til að standa straum af kostnaði við heimboð Vestur-Is- lendinga. Þá fór fram stjórnarkosning. Þeir þrír stjórnarnefndarmenn, sem áttu að ganga úr stjórninni, báðust eindregið undan endux- kosningu sakir annríkis. Voru það Árni G. Eylands, Jón Emil Guðjónsson og Valtýr Stefáns- son. Formaður bar fram þá til- lögu, að í stað þeirra yrðu kosnir 1 stjóm Sigurgeir Sigurðsson Frh. á 5. bls. i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.