Heimskringla - 02.01.1946, Blaðsíða 5

Heimskringla - 02.01.1946, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 2. JANÚAR 1946 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA Til Jóhannesas5 (við andlát konu hans) Við sólarlag er skærast röðuls-skin, og skugginn lengstur bak við kletta og hóla, hann dregur sig í hlé við sérhvern hlyn sem huldu-sveinn er bíður þráðra jóla. En aftanskinið jökla og fögur fjöll í friðar-ljóma klæðir, dags og nætur, og döggin fellur fislétt eins og mjöll á fífilinn, sem einn í skugga grætur. Hann saknar þess að sólin gekk í haf, og síðsti geislinn hefir kyst á vangann. Hann les á fjöllum ljóssins hinsta staf, og lifir nú við svæfðra blóma angan. Hann þekti aðeins þessa björtu sól og þráir nú að fylgja henni úr garði. 1 brjósti hans hún allar vonir ól, — en eilíf nóttin kom, er minst hann varði. — í gegn um harm og söknuð sér hann rós og sól, er aftur muni birtast honum, hann veit, að aldrei deyr hið ljúfa ljós sem lífið gaf hans fyrstu og bestu vonum. Hann bíður þess að nóttin hljóða hönd á höfuð gránað leggi, — endi braginn — og þráir heitt að ntema hin nýju lönd sem nóttin geymir, bak við liðinn daginn. P. S. P. og grenidarfólk, sem þau eiga ætt til. Systkini Þorbjargar heitinnar eru Hóseas, gildu-r bóndi í Moz- art á sínum tíma; Ingibjörg (ó- gift) er býr hjá bróður sínum og Guðlríður Johnson, dáin fyrir nokkrum árum. Þorbjargar verður lengi minst hér af þeim er henni kyntust bezt, sem merkis- og myndar- konu, enda prýddi hana flest af því er við metum mest í fari góðrar íslenzkrar konu. Og sam- hygð þeirra við lát hennar, er send eftirlifandi eiginmanni hennar, börnum og skyldmenn- um. Þorbjörg var jörðuð frá Sam- bandskirkjunni í Winnipeg 20 apríl 1945 að fjölmenni við- stöddu. Séra Philip M. Péturs- son jarðsöng. S. E. "i -------------— FRÉTTIR FRÁ ISLANDI Dr. Ámi Helgason nýkominn til íslands Dr. Ámi Helgason verksmiðju- eigandi og ræðismaður Islands í Chicago er nýkominn hingað til lands í stutta kynnisferð, aðal- lega til að hitta móður sína í Hafnarfirði, Sem nú er 86 ára. Kann mun fara aftur til Banda- ríkjanna fyrir jól. Árni átti tal við blaðamenn í gærmorgun. Hann sagði þeim, m. a., að nú væru um 200 íslend - ingar í Chicago, eða menn af ís- lenzku bergi brotnir. — Um 70 manns væru í Íslendingafélag- inu. íslendingar þar í borg hefðu með sér taflfélag og hefðu tals- vert samband sín á milli. Um 20 íslendingar yoru í hernum og að minsta kosti einn þeirra féll í stríðinu. Dr. Árni Helgason, f. í Hafnar- firði 16. marz 1891. Foreldrar Hejgi Sigurðsson og Sigríður Jónsdóttir. Er h-ún enn á lífi, á 66. ári og á heima í Hafnarfirði. Ámi stundaði nám í Flens- borgarskólanum, vann síðan ýmsa algenga vinnu, þ. á. m. skó- smíði. Einnig kendi hann sund í Hafnarfirði. Hann fór utan 1912 fyrst til Canada, þar sem hann dvaldi í eitt ár, aðallega við fisk- veiðar á Winnipegvatni, en síðan hélt hann til Bandáríkjanna til skólanáms og ílentist þar. Stund- aði hann fyrst n-ám í Valparaiso- háskólanum í Indiana, en fór síðan til Norður-Dakota til land- búnaðar starfa. Dvaldist þar, unz hann var kvaddur í herinn 1918. 1 Frakklandi var hann með hern- um fram í stríðslok og nokkru lengur, alls 9 mánuði. Þegar vestur kom aftur, inn- ritaðist hann í tekniska háskól- ann í Fargo, N. D., og lauk það- an verkfræðiprófi 1924. Að því loknu hlaut hann námsstyrk í eitt ár við Wisconsin háskólann og lauk þaðan prófi 1925. Að námi loknu réðist hann til Thordarson Electric Co. (eign Hjartar Þórðarsonar) í Chicago og starfaði þar til 1928. En þá stofnaði hann ásamt nokkrum félögum sínum rafiðnaðarfyrir- tæki undir nafninu Chicago Transformer Corporation’ og starfar félag það enn, þótt það hafi síðan gengið í stærri sam- steypu. Var hann fyTst aðal- verkfræðingur félagsins, en hef- ir nokkur síðustu árin verið for- stjóri þess. 1 Íslendingafélaginu í Chicago hefir Árni starfað frá því hann fluttist til borgarinnar og verið í stjórn þess um margra ára skeið, um tíma formaður. Ræðismaður Islands í Chicago var hann skipaður í sept. 1942. Hann var sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar 1930 og stórridd- arakrossi 1944. En tekniski há- skólinn í Fargo gerði hann að heiðursdoktor á 50 ára afmæli sinu 1940, og er Árni eini kandí- dat skólans, sem hlotið hefir þann titil við háskólann. Árni er kvæntur Kristínu (f. Jóhannsson). Er hún af skag- firskum ættum, fædd vestra. — Uppeldisdóttur eiga þau hjón. Er hún hjúkrunarkona og starfar nú í hernum.—Mbl. 2. des. Lúðvíg Guðmundsson komst í samband við nær alla sem rauði- krossinn fól honum að tala við Eg kem heim með sterkari trú á íslenkum stofni en eg fór. í raun skal manninn reyna. Þrátt fyrir ólýsanlega hrakninga og hvers kyns vandræði hafa Is- lendingar, sem dvalið hafa styrj- aldarárin á meginlandi Evrópu aldrei látið bugast, — en mætt hörmungunum með styrkum huga og með áræði og yfinbugað þá eins og yfirleitt er hægt að yfirbuga erfiðleikana á megin- landi Evrópu um þessar mundir. Og það vil eg taka fram, að ís- lenzku konurnar hafa sýnt sann- kallaða hetjulund.” Þetta sagði Lúðvíg Guðmunds- son skólastjóri í gær í viðtali við Alþýðublaðið, en hann kom heim með Drottningunni eftir að hafa verið í ferðalögum um Mið-Ev- rópu og víðar, sem sérstakur sendimaður Rauða Kross Islands í nálega 6 mánuði. Lúðvíg Guð- mundsson hélt áfram: “Margt af þessu íslenzka fólki hefir mist heimili sín og sumt allar eigur og það jafnvel marg- sinnis. Sumt hefir orðið að hrekjast stað úr stað fótgangandi og allslaust, í sumum tilfellum hundru&km., en það hefir aldrei látið bugast. En jafnframt þesssu, vil eg segja það, að eg kem heim böl- sýnni á ástandið í heiminum ten eg var, þegar eg fór. Þá þóttist eg af fregnum í útvarpi og blöðum kunna skil á því, hvernig ástand- ið væri í raun og veru. En þegar eg stóð mitt í hörmungunum, skildi eg fyrst hversu lítið eg hafði vitað. Flestallar borgir Þýkalands eru í rústum og fólkið lifir við kjör, sem enginn getur skilið, nema sá sem sjálfur reyn- ir. Það er erfitt að komast hjá því að tapa alveg trúnni á mann- inn við að sjá Mið-Evrópu nú. — Það var eitt sinn sagt, að maður- jnn hreinsaðist í eldrauninni og við hana kæmi út hinn ibetji og hreinni maður. En sú mynd, sem eg fæ heim með mér af mannin- um í Evrópu nú, sannar þetta ekki. Vegna hinna takmarka- lausu rauna, sem fólkið hefir orð- ið að þola hefir eigingirnin og sjálfshyggjan nærst og nær eng- inn hugsar um annað en sig og sína. Hroðalegast af öllu er.að sjá flóttafólkið. Þarna ægir öllu saman, börnum og gamalmenn- um, konum og körlum, Þetta fólk á hvergi höfði símr að halla og það er allslaust. Heimilin eru sundruð og fjölskyldurnar, börn- in finna te'kki foreldra sína og foreldrar ekki börn sín, konur finna ekki menn sína og menn- irnir ekki konur sínar. — Það er sagt að um 25 miljónir manna séu á vergangi í Mið-Evrópu. Eg vil segja: Hvað sem líður sekt þýzku þjóðarinnar, þáf verður Evrópa, og yfirleitt hinn ment- aði heimur, vegna sjálfs sín, að gæta betur að. Ef þessu heldur áfram verða miljónir barna og unglinga að úrkynjuðum og eyði- lögðum manneskjum. Og ef úr þeim fjölda, sem nú flækist stefnulaust, hungraður og klæð- laus um Þýzkaland, verður slík- ur miljónaher, þá bíður heimsins ekki friður né farsæld. Þá kem- ur þessi her af stað nýjum styrj- öldum, hverskonar sýkingu og hörmungum. Maður verður bók- staflega að brynja hug sinn þeg- ar maður stendur mitt í allri þessari ægilegu eymd og neyð.” — Hafðir þú spurnir af mörg- um Islendingum? “Áður en eg fór fékk eg nöfn á um 100 Islendingum og fólki af íslenzkum stofni. Mér tókst að hafa upp á nær öllum, að sárafá- um undanskildum. Enginn ís- lendinganna hafði farist af hern- aðarástæðum eða slasast alvar- lega. Tvær konur höfðu látist af sjúkdómum, Ida Schönerwerk í Wesermunde og Gróa Hubner í Iserlohn. Rauði krossinn hefir nú komið 40 þessara Islendinga hingað heim eða til Danmerkur. Hitt fólkið ætlar annað hvort að vera kyrt í löndunum eða það ætlar að koma seinna. Eg heim- sótti þetta fólk flest persónulega og ræddi við það. Rauði Kross- inn sendir matarböggla til þessa fólks einu sinni á mánuði.” — Ferðalagið? “Eg fór héðan 20. júní og þá til London. Hér var ekki neinn veg- ur að útvega sér nauðsynleg skil- ríki til þess að geta farið um Þýzkaland eða yfirleitt hernað- arsvæðin. í London undirbjó eg starf mitt eins og frekast var kostur, en fór síðan til Parísar og þaðan skrifaði eg beint til aðal- stöðva Eisenhowers og frá þeim fékk'eg svo ferðaleyfi. Að því fengnu fór eg til Frankfurt, en þar eru aðalstöðvarnar og í þeim er ein deild, sem hefir með slík mál að gera. Eg vann þar m'eð fulltrúa Norðmanna og Dana og reyndust þeir mér framúrskar- andi vel. Eg fór nú að leita uppi landa mína. Eg skrifaði mörg bréf og ferðaðist nokkuð og naut eg aðstoðar UNRRA Rauða krossins og hernaðaryfirvald- anna í því efni. Eg leitaði fyrst á yfirráðasvæði Bandaríkjanna og síðan á yfirráðasvæði Breta. Mér varð töluvert ágengt, en eg’ sá að það hamlaði mér mjög að hafa ekki alveg umráð yfir far- artæki og fór eg því til Dan- mterkur í lok ágústmánaðar. Þar fékk eg bíl hjá dönsku frelsis- hreyfingunni og eg réði mér bíl- stjóra Jörgen Höberg Petersen og reyndist hann mjög vel í starfi sínu. Á næstu 6 vikum fórum við svo fram og aftur um Mið-Evrópu og eg leitaði upp landa mína alls staðar þar sem eg hafði nokkurn grun um að þá væri að finna. Og mér hefir tek- ist að þtessu leyti að vinna það starf sem Rauði kross íslands fól mér. — Þegar eg skilaði bílnum hafði eg ekið á þessum 6 vikum 8 þúsund km., en alls ferðaðist eg 18 þúsund km.” Tíðindamaður Alþ.blaðsins sat lengi hjá Lúðvíg Guðmundssyni og hlustaði á sögur hans. Hann hefir frá miklu að segja, sumu hryllilegu — og öðru æfintýra- legu. Hann hefir enn ekki haft tíma til að stemja fullnaðarskýr- slu handa Rauða krossinum, en þegar því er lokið, hefir hann í hyggju — ef hann fær tíma til, að semja bók um för sína. Lúðvíg Guðmundsson hefir haft erfitt starf með höndum undanfarna mánuðji. En hann hetfir líka leyst það vel af hendi, jafnvel betur en hægt var að vona í þeirri ægiltegu ringulreið sem nú er í Evrópu. En Lúðvíg hefir og yfir meiri dugnaði að búa en flestir aðrir.—Alðbl. 11. des. SAMBANDI VERÐI NÁÐ VIÐ ALLA ISLENDINGA ERLENDIS Frh. frá 1. bls. biskup, Ivar Guðmundss ritstj. og Hendrik Björnsson, fulltrúi í utanríkisráðuneytinu. Voru þeir allir kosnir í einu hljóði. Því næst var til umræðu fram- tíðarstarfstemi félagsins. — Tók Valtýr Stefánsson fyrst til máls. Sýndi hann £ram á, hve æskilegt að væri, að félagið víkkaði verk- svið sitt og gerðist athafnameira á sviði þjóðræknismálanna. Að það yrði miðstöð fyrir alla ís- lendinga erlendis, hvar í veröld sem þeir eru, gengist fyarir að stofnað yrði samband Islendinga- félaga, annaðist fréttaflutning til landa erlendis, og flangi sem fylstar upplýsingar um verustaði þeirra og hagi. Sigurgeir Sig- urðsson biskup og Ólafur Gunn- arsson kennari tóku mjög í sama streng. Var samþykt tillaga frá V. Stef. um að óska eftir því, að félagsstjórnin tæki þetta mál til yfirvegunar og aðgerða sem fyrst. Ófeigur Ófeigsson læknir flutti félaginu kveðjur frá ýms- um merkum Vtestur-lslendingum og talaði um, hve mikla alúð þeir sýndu málefnum Islands og íslendingum, er dvelja um stundasakir vestra. Tók hann einkum firam, hve mikilvirkur Grettir ræðismaður Jóhannsson í Winnipeg væri í þeim efnum. Að endingu flutti Valdimar Björnsson ræðu um þjóðræknis- mál og las upp nokkur erindi úr hinu gullfallega kvæði til Gutt- orms J. Guttormssonar skálds, stem Örn Arnarson flutti honum, er Guttormur kom hingað í heimsókn sumarið 1938. —Mbl. 16. des. The Junior Ladies’ Aid of the First Lutheran Church will hold their meeting in the Church Par- lors, Tues. Jan. 8, at 2.30 p.m. Myndin hér að ofan er af sendisveit Breta á fundi er haldinn var í París 25. sept. í haust. Fundur þessi var annar í röðinni hjá félögum er kalla sig “World Trade Union”. — Mennirnir heita, frá vinstri til hægri: Mr. Edwards, Mr. Hallsworth, Mr. Conley og Mr. Harrison. Jestuis liét Ibróöir minn i. Dagarnir drungalegir deyja frá mér, svo hljótt, út í eilífðar hafið á aldimmri vetrarnótt. Skuggvængjuðu skýin skelfa mig feigðar spá; Foldina hvítar fannir falda, sem bleikan ná. Frá helströndum hafsins Dauða hrynjandi öldubrot heyrast í hranna-sogum, í húmi við dagsins þirot. • Út í þann ógna sæinn eiMfðin strteymir í kvöld, því feigðin á frosta vetri, ferlegum, hefir völd. í draugslegri, skammdegis skímu eg skygnist eftir sól. Því mega ekki geislarnir glaðir gylla vor jarðar ból? Eða þá lífs-englar ljúflr lyfta mér burt um stund úr myrkursins dauða-díki, í draumi, á ástvinafund? II. Þei! Heyri eg unaðs óma? Einhverstaðar þeir hljóma í loft-geimsins lifandi bárum frá liðnum og hálfglsymdum árum. III. Nóttin er horfin og stjörnurnar stara stilt niðrá fönnina, jörðina mara og sál mín í alheimsins söngvasveit * svífur í vorhlýjan gróður-reit. Því Jesús er vorið í veraldar sál, alt vermir og glæðir hans kærleiks mál, er andanum gróður, en sálinni sól. Hann signar og blessar oss þessi jól. Og honum lúta öll vetrarins völd, vorskrúðann frostrósir bera í kvöld. í alheimsins glampandi geisla stríeymi glaðheimar leiftra, í fagur dreymi. IV. Hvað gafstu mér hin gullna sól, er geislum merlar jarðar svið? Þú gafst mér fögur friðar jól, í fylgsnum nætur engla lið. Og sorgirnar mér seiða frá nú söngvarnir um óttu-bið, í logastraumi loftsins sá eg leiðir andans heimávið. Eg sá þig fyrst um sóllaus vor, er svalinn næddi einstæðing .. / en ljósið dauft og lítið þor en langt til guðs frá jarðairhring. Ein Jesú-mynd frá kirkjukór mig kvaddi þannig: — “Vinur minn! Hjá mér oft hinn minsti stór og mundu, eg er bróður þinn. Og móðurlaus þú muna skalt hjá mér þú finnur athvarf þitt, Ei bugast hann þó blási kalt, sem byrgir sig við hjartað mitt. Og föðurlausir finna skjól í faðmi guðs og eins mér fer; hvert ástarhót, hvert aðalsból, sem erfði eg er heimilt þér. Og þú sem bróður engan átt á eyðimörkum leita þín. Eg. gef þér ljósið, lífsins mátt og leiði þig svo heim til mín.” V. Ó Kristur minnar sálar sól! Mig signir trúar-geislinn þinn; hvert vonar-kvak, sem andinn ól er ástar-gjöf þín — bróðir minn. H. E. Johnson —Á Þorláksmessu fyrir jól, 1945.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.