Heimskringla - 16.01.1946, Blaðsíða 5

Heimskringla - 16.01.1946, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 16. JANÚAR 1946 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA Nazaret sagði við lærisveina sína: að vera saklausir sem dúfur og um leið kænir sem höggorm- ar. Sumir eiga svo bágt með að tvinna svo ólíka þætti saman í skapferli sitt. Hið sama mætti segja um hina gullnu lífsreglu, sem spekingurinn kínverski, Laó-tse gaf sínum lærisveinum: Að vera þeim góður og einlægur, sem eru góðir, og vera þeim líka góður og einlægur, sem ekki eru góðir, því að þá verða að lokum allir góðir. — I Nova Scotia var eg um tíma vikadrengur hjá öldruðum, greindum og hóglát- um skozkum manni, sem öllurn (er kyntust honum) virtist vera mjög hlýtt til. Eg spurði hann einu sinni um það, af hverju að öllum nágrönnum hans þætti svona vænt um hann og vildu alt gott fyrir hann' gera. “Eg veit það ekki,’ ’sagði hann. “En eg skal segja þér nokkuð: Eg hefi alla mína æfi hugsað vel og hlý- Iega til allra, sem eg hefi haft kynni af, og í hjarta mínu hefi eg óskað þeim öllum alls góðs. Eg er sannfærður um það, að það getur engan sakað neitt, þó að eg hugsi þannig, og einhver kann að hafa gott af því. Að minsta kosti hefi eg sjálfur mjög gott af því, að hugsa þannig af einlægum huga.” Þannig er aðal- innihald þess svars, sem hann gaf mér, þó að orðin séu kanske ekki þau sömu. Og eg hefi aldrei gleymt þessu atriði. Og þá er eftir að svara fyrir- spurn þinni um það, hvaða bæk- ur það eru helzt, sem eg hefi haft mesta ánægju af að lesa, síðan eg veiktist. Því er fljótsvarað: Eg hefi lesið einna mest ljóð, leikrit og stuttar sögur, en hefi haft mesta skemtun af að lesa góðar ferðasögur og æfisögur merkra og vænna manna og kvenna. Þetta er nú orðið býsna langt sendibréf, og eg er búinn að masa mikið um sjálfan mig. Skilaðu kærri kveðju minni og hjartans þakklæti til séra Al- beits og konu hans og meðlima félagsins “Jóns Trausta”. Með innilegri kveðju og ósk- um alls góðs frá okkur hjónun- um til þín og þinna. Vinur þinn, J. Magnús Bjarnason ‘RÁÐSTJÓRNAR- LÝÐRÆÐI” Eftir Jónas Guðmundsson Á utanrikisraðheærafundinum í^æga í London, sem lauk 2. okt. s- h árangurslítið, eins og kunn- ugt er, var það eitt deiluatriði, hvað væri lýðræði. Fulltrúar Lngilsaxa, Frakka og Kínverja héldu því fram, aðeinungis þar væri lýðræði, sem fólkið gæti í frjálsum kosningum látið vilja sinn í ljós um það, hverjum það viidi fela landsstjórnina, svo og heimilt væri aðtala og rita um aimenn þjóðmál án ótta við yfir- völd landsins. Fulltrúi Sovét- nkjanna hélt því hins vegar fram þar, sem barizt væri “móti fasisrna,” væri lýðræði, alveg án fillits til þess, hvort svokallaðar f^jálsar kosningar ættu sér stað eða ekki, og það jafnt þó að svo- kallað málfrelsi og ritfrelsi væri sLert. Ekki var þess getið í skýrsl um frá fundinum eða ræðum þeim, sem fluttar hafa verið eftir fundinn, að hann hafi strandað þessu atriði, þótt ekki sé það ólíklegt, að það hafi átt sinn þatt í því að allt fór þar út um þúfur. j En hvað sem menn nú vilja segja um utanríkisráðherrafund- inn og afdrif hans, verður ekki hjá því kqmist að taka afstöðu til þessara (,veggja meginskóðana á því, hvað sé lýðræði, og verður því í þessum hugleiðingum dval- ið við það viðfangsefni. II Fyrir stríðið voru allir sam- mála um, að kommúnismi væri einræðisstefna, enekki lýðræðis- stefna. Þetta var þá tekið gilt af öllum, einnig af kommúnistun- um sjálfum, sem enga kröfu i gerðu þá til þess að kallast lýð- i ræðissinnar. Þeir fóru að jjnfnaði hinum háðulegustu orðum um j lýðræði, fundu því allt til for- áttu og sögðu jafnvel, að almenn- ur kosningaréttur og almenn ^ mannréttindi á lýðræðis vísu ^ væru raunverulega til ills eins j fyrir “verkalýðinn,” því að allt slíkt “tefði aðeins fyrir bylting- unni.” 1 ágústmánuði 1939, þegar Rússar sömdu við Hitkr, voru forvígismenn kommúnismans enn á þessari skoðun. Molotoff lét þó svo um mælt, að það væri aðeins “smekksatriði, hvort menn væru með eða móti fasis- manum,” og það væri “beinlínis heimskulegt að ætla sér að út- rýma nazismanum með vópnum. Slíkt nálgaðist brjálsemi þá, sem komið hefði fram í trúarbragða- styrjöldunum á liðnum öldum, sögðu kommúnistar. Þeir létu þá einnig a'lveg hiklaust uppi þá skoðun, að einræðisríki nazista og fasista væri ekki höfuðóvinir kommúnismans og Ráðstjórnar- ríkjanna, heldur væri höfuð- fjandinn “auðvaldið” í Bret- landi og Bandaríkjunum, og stor- hætta gæti jafnvel stafað af smá- þjóðum, eins og t. d. Finnum, fyrir öryggi Sovétríkjanna, ef þau væru í nánum tengslum við “auðvaldsríki,” og var þá sér- staklega átt við Bandaríkin og Bretland. Álit lýðræðisþjóðanna þá var það, að í Rússlandi ríkti hið full- komnasta einræði, og hrein harð- stjórn, og væri þetta í fáu eða engu betra en í einræðisrikjun- um, Þýzkalandi og ítalíu. Um- mæli Roosevelts og Churchills um það bil, sem Rússar gerðu vináttusáttmálann fræga við Hit ler, sýna ljóslega, að þeir töldu þá, að kommúnisminn væri ein- ræðisstefna og Sovétríkin væru einræðisríki. Nú bregður hins vegar svo við, að farið er alltl einu að tala um “austrænt lýðræði” og “ráðstjórn arlýðræði” sem einhverja nýja tegund lýðræðis. Þessi lýðræðis- tegund á að vera á ýmsan hátt fullkomnari en hið svokallaða “vestræna lýðræði”, sem sumum mönnum og þó einkum kommún- istum finnist nú vera orðið ein- hvers konar lakari tegund “lýð- ræðis.” Molotoff lét svo um mælt í ræðu þeirri, sem hannflutti fyrir hönd Stalins á byltingarafmæl- inu 7. nóv. s. 1., að “í Ráðstjórnar- ríkjunum blómgaði^t nú lýðræði, sem tæki fram öllu öðru ilýðræði í heiminum.” Manni verður nú á að spyrja: Hvað er það sem hefur breytzt siðan 1939? Hefur einhver stórkostleg breyting orð- ið í Rússlandi síðan 1939, er það var “smekksatriði” aðeins, hvort menn voAi með eða móti nazis- ma? Eða, hafa Bandaríkin og Bretland eða einhver önnur stór Tilkynning um fulltrúa okkar á íslandi Umboðsmaður okkar á íslandi ér Bjjörn Guðmunds- s°n, Reynimel 52, Reykjavík. — Hann tekúf á móti pöntunum á blöðunum og greiðslum fyrir þau. Heimskringla og Lögberg og þýðingarmikil “auðvaldsríki” horfið frá hinu fyrra lýðræði og tekið upp einhvers konar komm- únisma og skýrt hann lýðræði? Annað hvort skyldi maður ætla,1 að gerzt hefði, því að svo ger- breyttur er tónninn orðinn, sér- staklega hjá Rússum. Er nú rétt að athuga lítillega, hvað það er,1 sem breytingunni veldur. III. Öllum, sem bezt þekkja til, ber saman um það að engin breyting, hafi á orðið í Rússlandi síðan| færir stríð, að því er snertir frelsi almennings. Ennþá er aðeins einn stjórnmálaflókkur leyfður þar í landi, kommúnista- flokkurinn, og ennþá er öllum bannað bæði í ræðu og riti að gagnrýna stjórnarvöld landsins. Ennþá er landið alveg lokað fyrir öllum áhrifum erlendra ríkja, sem vinveitt eru þó Rússum, og ennþá eru kenndar þar í skólum sömu ósannindin, t. d. um Banda- ríkin og Bretland, og vant var fyrir stríðið. Eitthvert mesta vandamál kommúnistanna, sem stjórna rússnesku herjunum, er að “koma í veg fyrir,” að rúss- neskir hermenn kynnist brezkum og bandarískum hermönnum, t. d. í Þýzkalandi. Um þetta hefur hinn frægi fnettaritari brezka útvarpsins, Paul Winterton, látið þessi orð falla: “Rússnesk yfirvöld gerðu sig ekki eingöngu ánægð með það, að spyrna á móti öllum per- sónulegum kynnum milli Rússa og Breta, heldur gerðu þau allt, sem hægt var til að koma í veg fyrir, að þekking á landi voru breiddist út í Rússlandi”. Hér getur Paul Wintéfton gerzt um vitað, því að hann dvaldist í Rúss landi flest stríðsárin sem frétta- ritari og kynntist því ástandinu þar vel. Hann segir enn fremur: “Moskvadeild brezka upplýsinga ráðuneytisins gat ekkert starfað í Rússlandi á stríðsárunum, sem talizt gat, vegna þeirra erfið leika, ssm Rússar af ráðnum huga settu í veginn.” Um hug rússnesku kommún- istaforingjanna til “samherj- anna” í vestrinu má nokkuð ráða af þessum orðum sama fréttaritara: Aldrei í hernaðarsögunni, þar sem herveldi hafa unnið saman, hafa sigrar annars aðiljans svo ákveðið, af ráðnum hug og á óheiðarlegan hátt, verið þagaðir í hel, eins og gert var.af Rússum um sigra brezka og bandaríska hersins.” Þessar tilvitnanir nægja til þess að sanna, að í Rússlandi hefur engin breyting átt sér stað frá því, sem var fyrir 1939. Sama einræðið, sama kúgunin, sama blekkingin sem áður var þar, er þar enn á ferðinni. En hversvegna er þá farið að kalla einræðið lýðræði? Það hlýtur að vera gert í einhverjum ákveðnum tilgangi. Sumir vilja reyna að ver ja það, aðkalla rúss- neska einræðið lýðræði, með því að þar sé “kominn til fram- kvæmda sósíalismi”. En í ágætri grein eftir Bert.- rand Russel segir réttilega, að í Rússlandi sé “sósíalismi án lýð- ræðis”, og sýnir kannske bezt af öllu, að þar er einmitt ekkert lýðræði. Það er hægt að tala um sósialisma án lýðræðis og lýðræði án sósíalisma, en að kalla sósíal- ismann, einan sér, lýðræði, eins og þeir gera, sem eru að reyna að verja kúgunarstefnu Rússa, er hrein hugsunarvilla. IV. En hvers vegna hefir þá verið gripið til þessa óyndisúrræðis að fara að kalla einræðið í Rúss- landi lýðræði? Svarið liggur beint við. Það er gert í áróðurs- skyni. Einræðisrikin, Þýzkaland og Italía, komu silíku óorði á ein- ræðishugtakið, að varla var mögulegt fyrir vesturveldin, Bretland,|Frakkland og Banda- ríkin, sóma síns vegna að ganga í bandalag við einræðisríki, þó að heita ætti svolítið annarar teg- undar en þau einræðisríki voru, sem barist var við. Á meðan Rússar studdu Hitler og Musso- lini, eða frá 1939—1941, var með réttu talað um baráttu lýðræðis- ríkjanna gegn einræðisríkjun- um, og þá var Sovét-Rússland enn talið í flokki einræðisríkj- anna. En svo komu þáttarskiftin í ófriðnum 1941, er Hitler réðist á Rússland. Þegar nú svo skip- aðist, að Rússiland, sem var ein- ræðisriki, lenti lýðræðisríkja megin, þótti óviðkunnanlegt, þegar talað var um sameiginlega baráttu lýðræðisþjóðanna, að undanskilja altaf Rússa. Þetta var gert fyrst framan af, en svo var því hætt. Rússar lofuðu öllu fögru. Þeir gerðust aðilar að At- lantshafssáttmálanum, þeir við- urkendu pólsku stjórnina í Lon- don og þeir lofuðu að eiga hlut að þvá, að frelsi smáþjóðanna yrði viðurkent, ef þeir sigruðu í styrjöldinni. Á yfirborðinu van- treystu fáir þessum loforðum og þeir, sem það gerðu, voru skammaðir og kallaðir “Rússa- hatarar”. Loks var því hætt að undanskilja Rússa þegar talað var um “lýðræðisþjóðirnar”, svo að Rússar lentu á bekk með þeim, án þess að þurfa að breyta til í nokkru um stjórnarhætti heima hjá sér. Þeir komust þannig inn í lýðræðisþjóðahópinn undir föisku flaggi og án þess að hafa nokkuð það til unnið, sem rétt- lætti það. En þeir sáu, að þetta gekk “vel í fólkið” í öðrum lönd- um, og því hófu þeir þann áróð- ur — þ. e. tóku að útbreiða þá reginlýgi, — að í rauninni væri Rússland eina lýðræðisland heimsins, þar sem verulega “full- komið” lýðræði ríkti. Þetta var svo kallað “hið fullkomna lýð- ræði sósíalismans”, og má m. a. sjá það af greinum Jóhannesar í Kötlum, sem birst hafa í Þjóð- viljanum að undanförnu, hve sannfærðir raenn geta orðið um, að í landi, þar sem allir voru sammála um, að fullkomið ein- ræði hafi ríkt, sé nú komið hið fullkomnasta lýðræði, sem þekst hefir á jörðu hér, án þess að það hafi á nokkurn hátt breytt um stefnu í stjórnmálum. Það þarf alveg óvenjulega gáfumenn til þess að skilja svona hluti. En þeir virðast þó vera til m. a. hér á Islandi. Kommúnistarnir vita vel, að ekkert lýðræði er til í Rússlandi. Þeir vita, að þar hefir verið gerð veruleg tilraun til þess að fram- kvæma “sósíalisma án lýðræðis”, og þeir segja þess vegna áreiðan- leg^ vísvitandijSsatt, þegar þeir [ eru að tala um lýðræði í Rúss- landi. En þeir gera þetta samt af þeirri ástæðu, að “hin fu'll- komna blekking,” en ekki hið fullkomna lýðræði” er bezti bandamaður kommúnismans, eins og hún er bezti bandamaður nazismans. Hitler kallaði flokk sinn “nationalsósíalista” — þjóð- ernisjafnaðarmenn — eingöngu í blekkingarskyni. Kommúnistar í Rússlandi og víðar kalla nú í sama skyni einræðið í Rússlandi hið fullkomnasta lýðræði, sem til sé. Þeirra vinningur með þessu liggur í því að blekkja al- menning, fá hann til að trúa þvi, að hvað sem allir segja sé ekki einræði í Rússlandi, heldur sé þar einhvers konar lýðræði, að vísu “austrænt lýðræði” eða “ráðstjórnarlýðræði” — það er þeim sama — en lýðræði skal það vera, vegna þess að það hug- tak er vinsælt meðal allra þeirra, sem inst inni unna frelsi og sjálfsákvörðunarrétti þjóðanna. Með þessu er því marki náð að , rugla hugmyndir fólks um skipu- , Iag þjóðanna, og það er m. a. eitt af því nauðsynlega fyrir baráttu kommúnista til heimsyfirráða. Því meiri ósannindi og blekk- ingar, því betri skiilyrði eru til þess að kommúnistar geti hlotið einhvern ávinning. Sannleikur- inn er, að það er hvoríd til “aust- rænt lýðræði” né “ráðstjórnar- nú einræði nákvæmlega eins og; endurreisnar tímabil nýlendunn- það, sem þar var fyrir 1939 og ar.” kommúnistar sjálfir forðuðust þá Þetta er aðeins lítið sýnishorn að kalla lýðræði. Aðeins þar, þess hvernig sagðar eru í stuttu sem málfrelsi, félagafrelsi, rit- j máli og alþýðlegu sögur þeirra, frslsi stjórnfrelsi og persónu- [ sem fram úr sköruðu og leiðsögn frelsi er viðurkent handa öllum höfðu á tímum erfiðleikanna. ís- og verndað af ríkinu, aðeins þar getur verið um lýðræði að tala, en ekkert af þessu er í Ráð- stjórnarríkjunum, og þess vegna grúfir myrkur einræðisins yfir öllum ríkjum Sovétsambandsins og öllum leppríkjunum, sem þau hafa svift því frslsi, sem þeim var lofað í Atlantshafssáttmál- anum.—Samvinnan. LISTIN AÐ S^GJA SÖGUR Einstöku maður á Islandi kunni öðrum betur að segja sög- ur þannig að áheyrendum yrði bæði til fróðleiks og ununar. Var sú list í miklum metum og þeir menn í hávegum hafðir, sem hana kunnu. Eg hefi verið að lesa Sögu Is- lendinga í Vesturheimi að und- anförnu og dáist að því hversu vel þar eru sagðar sögur manna, lendingar eru þá illa breyttir ef þeir una sér ekki við lestur slíkra sögusagna. Sig. Júl. Jóhannesson HVERJUM ER UM AÐ KENNA? sem eg hefi þekt jafnvel þó þær séu sagðar aðeins í fáum setning- j unnið traust þjóðarinnar Frh. frá 1. bls. og stöðugri andstöðu við forset- ann en nokkur republikani. Sem stendur er það auðvelt fyrir republikana að slá allri á- byrgðinni upp á hinn klofna demókrataflokk. Það er auðvit- að ætlast til að meirihluti þings- ins og stjórnin, stjórni, eða geri það kunnugt kjósendum, að þeir geti ekki stjórnað. En er stefna republikana uppbyggileg eða frá pólitísku sjónarmiði séð, skyn- samleg? Er það nóg að vera í andstöðu við forsetann, bara til að vera andstæðingur hans? — Geta republikanar nokkurntíma með um. Hér fer á eftir sem lítið sýnishorn partur af því, sem sagt er um Stefán Sigurðsson kaup- mann: “Það er í frásögur fært hvern- ig þeir bræður, hann og Jóhannes hafi snemma létt undir störfin með föður sínum. Þóttu þeir frá- bærlega ötulir og snemma roskn- ari að ráði en vetratölu. Á ýmsa vegur voru þeir mjög samráða því að vera alstaðar þrándur í götu? Eru ekki viðfangsefni þjóðarinnar of stór, ástandið of hættulegt, til þess að leika póli- tískan leik, eins og vanalega? Pólitíska fyrirkomulagið á og sinn þátt í að hindra framgang málanna, og sem heldur öllum umbóta fyrirætlunum á hálum ís er skifting valdsins milli fram- kvæmdar og löggjafar. Fjórða unz leiðir þeirra skildu að mestu( hvert ár fara fram kosningar til um miðjan aldur. En á því fyrra tímabili æfi þeirra má starfssaga þeirra að mestu leyti teljast ein og hin sama þótt ólíkir væru þeir samt. Var leitun á bræðr- um, er svo hepp^lega voru sam- an valdir að annar hafði því oft- ast á að skipa, sem hinn skorti. Veitti þar hvor öðrum “slíkt sem hönd hendi eða fótur fæti” eins og Erpur mælti forðum. — Enda eru þeir bræður Stefán og Jó- hannes nafnkunnastir sem “Hafnarbræður”, “Hnausabræð- ur” og “Breiðuvíkurbræður”. — Kann það nokkuð að stafa af því að “bræðrasól” þeirra skein yfir nýlendunni áður en næturþokan þjóðþingsins, í þeirri von að for- setinn og sá flokkur sem honum fylgir, vinni saman að málum þjóðarinnar, en þegar forsetinn og flokkur hans í þinginu skilja leiðir, eða klofnar, er engin úr- lausn önnur en sitja út kjörtíma- bilið, tvö eða þrjú ár, aðgerða- laus. Vér erum einmitt í slíkum kringumstæðum nú. Löggjafarvaldið er sem frosið til dauðs. Nú er oss liggur sem mest á innanlands löggjöf, er sem vér höfum enga stjórn. Það er sökum þessa, að menn eins og Arthur Krick, David Law- rence, Richard L. Strout og aðrir varð að morgunskýjum, því þá hafa verið að benda á að vort eru viðbrigðin mest og: fegurst. j pólitíska fyrirkomulag, þurfi Á æskudögum hans var fátt, umsköpunar við, og að þingræð- framkvæmda við vatnið mikla Þá voru einungis kænur og flat- bytnur notaðar við veiðar, en seglbátar til flutnings. En á þeim árum lifði fólkið mest á aflanum úr vatninu. I þann tíma hefst víking Stefáns, þótt aldrei herjaði hann á Víkverjana, ssm bjuggu kring um það. Kom þá brátt í ljós að hann var fæddur forgöngumaður og gæddur ýms- um kostum afburðamannsins: ó- bilandi viljaþreki, ásamt mikilli karlmensku og djörfung að fylgja fram áformum sínum, og hepnin, sem sumum virtist ó- skiljanleg, líkt og byr hinna fornu Hrafnistumanna fylgdi honum eftir og blés í seglin — þrátt fyrir annir og umstang við- skiftanna tók Stefán mikinn þát í velferðarmálum bygðar sinnar. Hann var stundum oddviti sveit- arinnar og fylgdi fram málum hennar af alhuga. — Stefán var merki'legur maður í sjón og reynd — bæði norrænn og suð- rænn að eðli og álitum, heiðinn og kristinn, vikingur og kross- fari. Hann var hár og herða- breiður, lítið eitt lotnin í hálsi með mikið hrafnsvart hár er féll í hrokknum lokkum. Svipurinn var djarflegur en þó góðlegur, enda var hann mjög viðkvæmur maður og blíður við börn og gamalmenrii og þá sem bágt áttu; hann þoldi illa að láta menn synjandi frá sér fara ef'þeir leit- uðu hans í nauð, jafnvel þótt skuldugir væru og skuldseigir, — hann var hinn mesti höfðingi í viðskiftum. — Hann var sól Nýja íslands um mörg ár — þótt. islegra stjórnarfyrirkomulag verði tekið upp, svo fram úr vandamálum þjóðarinnar verði ráðið viðstöðulaust, annaðhvort með hótun um kosningar, eða með kosningum. Eins og nú standa sakir, er engin vissa fyrir, að núverandi þvergirðingur vérði brotin fyr en 1948. Það er því mögulegt að vér eigum fyrir höndum þrj ú hættuleg ár, án stjórnar. —Þýtt úr Christian Science Monitor. G. E. E. Heimskringla á tslandi Herra Björn Guðmundsson, Reynimel 52, Reykjavík, hefir aðalumboð fyrir Heimskringlu á Islandi. Eru menn beðnir að komast í samband við hann, við- víkjandi áskriftar-gjöldum, og einnig allir þeir sem gerast vilja kaupendur hennar, hvar sem er á landinu. Hr. Guðmundsson er gjaldkeri hjá Grænmetisverzlun ríkisins og þessvegna mjög handhægt fyrir borgarbúa að hitta hann að máli. lýðræði”, því að í Rússlandi er á skýjum skini. En saga hans er LYNG-KIRSIBER Lyng-kirsiberin vaxa upp af fræi á fyrsta ári. Rauð- gul á lit, á stærð við venjuleg kirsi- ber. Óviðjafnanleg í pæ og sýltu. Einnig mjög góð til átu ósoðin, á sama hátt og jarðber. Ef þurkuð í sykri jafngilda þau rús- ínum fyrir kökur og búðinga. Afar ávaxtamikil. Geymast langt fram á vetur ef höfð eru á svölum stað. — Pantið útsæði strax. Bréfið á 15ý, 2 bréf 25c, póstfrítt. FRl—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1946 Enn sú fullkomnasta. 86 DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.