Heimskringla - 16.01.1946, Blaðsíða 2

Heimskringla - 16.01.1946, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKHINGLA WINNIPEG, 16. JANÚAR 1946 FER RÚGVERÐIÐ UPP í $2.30? Eg bið ekki nokkurn mann að trúa því að rúgur fari upp í $2.30 mælirinn, og því síður ætlast eg til að nokkur fari að hætta fé Sínu í kauphallarbrask, og treysta því að rúgurinn nái þessu marki, með tíð og tíma, en eg vil geta þess að mig dreymdi s. 1. eumar einn af kunningjum mín- um, sem segir við mig: “Nú fór rúgurinn upp í tvo dali og þrjá- tíu eents”. — Það leit út fyrir í draumnum að þetta væri kornið fram, en á þessum tíma, sem draummaðurinn birtist mér, var rúgverðið eitthvað fyrir neðan dollar og fimtíu cents, en í draumnum virtist mér þetta eðli- legt og datt ekki í hug að rengja draumgjafann. Ástæðan fyrir því, að mig dreymir oft fyrir hækkun eða verðfalli á kornvöru, mun ef til vill vera sú, að seinni part vetr- ar 1929 þegar eg kom til Winni- peg norðan af vatninu, þá ráð- lagði einn af kunningjum mín um mér að kaupa kornvöru í Kauphöllinni, hann segir: — “Kornvara er altaf að stíga í verði, legðu inn svo sem hundrað dali, þú getur margfaldað þá með tíð og tíma.” — Já, eg geri þetta, þótt eg vissi ekki hvað eg væri að gera, svo líða nokkrir dagar, og ekkert gerist sögulegt. Svo fer mig að dreyma. Mig dreymir meðal annars að eg þykist sjá fullan heiltunnu poka af rúgi, og það er öskrað í eyrað á mér á ensku: “Rye, rye” (rúgur, rúg- ur), en eg kunni þá ekki að ráða drauminn, rúgsekkurinn var fullur, og þetta þýddi að korn- vara gæti ekki farið hærra, a. m. k. í bili, enda leið ékki á löngu að kornvara féll mikið í verði um tíma og þessir hundrað dalir urðu Kauphöllinni að bráð, og datt mér þá í hug vísa Galdra- Þorvaldar á Sauðanesi (við Eyja- fjörð), sem hann orti eftir að hafa mist báta sína og sauði í sjó- inn, en kona hans grét yfir óför- unum: “Mas er að hafa Mammons grát, þótt miðlist nokkuð af auði. Altaf má fá annan bát og ala upp nýja sauði.” Það hefði verið gott fyrir kauphallar braskarana í New York þegar hrunið kom haustið Safnbréf vort inniheldur 15 eða fleiri teg'undir af húsblóma fræi sem sér- staklega er valið til þess að veita sem mesta fiölbreytni þeirra tegunda er spretta vel inni. Vér pretum ekki geriö skrá yfir það eða ábyrgst vissar og ákveðnar tegundir því innihaldinu er breytt af og til. En þetta er miklll peningasparnaður fyrir þá sem óska eftir indælum húsblómum. Bréfin 15c; 2 bréf 25c, póstfritt. FRÍ—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1946 Enn sú fullkomnasta. 80 DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario 1929, að hugsa eitthvað likt og Galdra-Þorvaldur, í stað þess að trúa á “nýja báta og nýja sauði”, — þegar alt var tapað, — tóku sumir þeirra sitt eigið líf, ýmist með því að kasta sér út um kaup- hallargluggana úr háa lofti, eða á einhvern annan hátt. “Eitthvað þeim til líknar legst, sem ljúfur guð vill bjarga.” stendur í Jóhönnu-raunum, og ekki myndi það saka, að hafa þennan vísupart yfir á stund neyðarinnar. Nú víkur sögunni aftur að draumum mínum um kornvör- una vorið 1929. Það var nokkru eftir að eg fékk “skellinn” að mig dreymir Guðlaug heitinn sýslumann okkar Eyfirðinga, eg sá hann greinilega og hann segir með þrumandi rödd (eins og hon- um var lagið): “Það mun ein- hver iðrast eftir því í sumar, að hafa ekki keypt október-hveiti”. Eg sagði nokkrum kunnnigjum, sem stundum voru lítilsháttar í komvörubraski — frá draumn- um, en engum þeirra datt í hug að leggja trúnað á hann, þar sem kornvöruverð fór þá um þær mundir lækkandi, en svo fóru leikar að kornvara fór í afar hátt verð þegar leið fram á sumarið, og október-mánaðar hveitið hæst af öllu. En svo er það um haust- ið (1929), að mig fer að dreyma á annan veg. Þá er eg alt í einu kominn hátt upp í Hámundar- staðafjall (við Eyjafjörð), þá sé eg að alt er á niðurleið, grjótið hrynur niður úr fjallstindun- um, lækirnir fossa niur fjallið með ennþá meira vatnsmagni og hraða en mér þótti eðlilegt. Það var eitthvað óvnejulegt á seiði á þessum fornu slóðum, þar sem eg var smali sumar eftir sumar á bernsku árunum, og þegar eg vakna dettur mér strax í hug að draumurinn muni vera fyrirboði verðhruns. Eg vissi að sumir málkunnnigja minna höfðu keypt hveiti á kauphöllinni, og segi þeim frá draumnum og vara þá við hættunni, sem eg þóttist viss um að væri í vændum, en þeir báðu mig blessaðan að vera ekki að trúa á þetta draumarugl, þeir ætluðu að græða á hveiti- hækkuninni og fara svo heim til gamla landsins í skemtiferð á þjóðhátíðina 1930. En svo fóru leikar eins og kunnugt er, að bæði kornvara og kauphallar- verðbréf hrundu niður eins og grjótið í smalaf jallinu mínu heima, og f jöldi manna var reitt- ur inn að skyrtunni, eða allir þeir sem veðjuðu “á skakkan hest”. — Nú fer eg fljótt yfir sögu. Það var fyrripart ágúst- mánaðar 1939, að mig dreymir kunningja sem segir: “Nú fer hveiti bráðum að verða kaup”. Eg var þá norður á Winnipeg- vatni og var alls ekekrt að hugsa um verðlag á kornvöru, en vissi þó eftir því, sem blöðin fluttu, að verðið var lágt vegna ágætrar uppskeru, og ekki myndi það hafa þótt viturlegt að kaupa þá kornvöru á þeim tíma þegar hún var að hrúgast á markaðinn, en svo skall stríðið á eftir rúmar tvær vikur, þá varð eg að viður- No. 16—VETERANS’ LAND ACT (continued) Honourably discharged persons who have been engaged on Active Service in a Naval, Military or Air Force of Canada, or of any of His Majestys Forces, who were ordinarily resident in Canada crt time of enlistment, and (a) they served in a theatre of actual war; (b) or they served in Canada for a year or more; (c) or no matter where they served they are in receipt of pension for disabilities as a result of such service. (d) British subjects, ordinarily resident in Canada crt the beginning of the war, ín receipt of pensions for disabili- ties incurred since the beginning of the war while serv- ing on board ship; (e) Auxiliary Services SUPERVISORS (Canadian Legion War services, National Council of the Y.M.C.A., K. of C Canadian Army Huts, Salvation Army Canadian War Services) and members of the Corps of (Civilian) Can- adian Fire Fighters, who served outside of the Western Hemisphere and are in receipt of pensions for disabilities incurred as a result of such service. This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD139 kenna að draummaður minn vissi hvað hann hafði verið að segja. Þegar eg heyrði það í útvarpsfréttum norður á Winni- p£g-vatni, að hveiitverðið gaus upp dag eftir dag á kauphöllinni í Winnipeg í rúma viku, verð- hækkun mun hafa numið sem næst 80%. Nú fer eg enn fljótt yfir sögu. — Það var seinni part apríl mán- aðar 1944. — Eg var þá að Ter- race, B. C., að mig dreymdi kunningja, sem segir mér að nú fari rúgurinn að “brotna”, en fékk þó um leið hugboð um að hann myndi rétta vel við aftur, og ekki leið heldur á löngu að rúgurinn féll mikið í verði, en í júní-mánuði sama ár, dreymir mig annan kunningja, sem ráð- leggur mér að kaupa, hann segir: “Það getur vel verið að rúgurinn fari upp í dollar og fimtíu cents”, en eg sá þá í blöðunum að verðið var þá nálægt $1.06. Svo líður og bíður og eg les í dagblöðun- um að verðið er dálítið breyti- legt, ýmist upp eða niður, þang- að til eftir miðjan september að verðið fer stígandi, og vorið eft- ir (1945) rætist draumurinn, verðið var um tíma í kringum dollar og fimtíu cents. Það var einn góðan veðurdag hér í Vancouver um miðjan febr. 1945, að eg hitti úti á stræti mál- kunningja, sem er Englending- ur, hann víkur sér að mér og seg- ir: “Veistu hvað, nú er rúgurinn korninn upp í $1.30, eg er að hugsa um að selja “short”, af því að mér finst verðið vera orðið nokkuð hátt”. En þá svara eg og segi: “Það vill nú svo vel til að mig dreymdi rétt nýlega kunn- ingja, sem sagði við mig: “That is the only way to be short in the spring”. — Eg sagði honum að mér þætti einkennilegt að þessi draumur skyldi hafa verið á ensku, því að vanalegast væri talað við mig á móðurmálinu, þegar mig dreymdi eitthvað. — “Jæja,” segir hann,* “það getur vel verið að þetta reynist rétt, eg ætla að bíða og sjá hvað set- ur.” Draumurinn reyndist réttur, það var ekki fyr en seint um vor- ið 11945) að dálítið verðfall átti sér stað um tíma. Svo var það aðfaranótt hins 11. apríl 1945, að mig dreymdi að eg leit upp til himins og sá tunglið, eg horfði á það dálitla stund, en svo sé eg að það hirapar alla leið niður í sjó, og við það vakna eg. — Eg segi við sjálfan mig: “Hverskonar hrun ætli að nú sé í vændum?” Svo fór eg til vinnu minnar um morguninn og ekkert sögu- legt gerðist þann dag, en daginn eftir (hinn 12. apríl), nokkru eft- ir hádegi kemur einn af sam- verkamönnum mínum hlaupandi til mín og segir á ensku: “Veistu það að Roosevelt forseti er dá- inn?” “Nei,” segi eg, “en þetta er líklega ráðning á draumnum, sem mig dreymdi í fyrrinótt, eg þóttist sjá tunglið hrapa og sökkva í hafið, eg skoða þetta sem tókn þess að mannkynið hafi mist mikinn og góðan leiðtoga, sem margur myndi óska eftir að hægt væri að heimta úr helju.” — Eg las mér til mikillar undr- unar daginn eftir í blaðafréttum ummæli Trumans vara-forseta, þar sem hann segir: “Þegar eg heyrði andlátsfregn Roosevelts forseta, fanst mér að bæði tunglið og stjörnurnar i hrapa yfir mig.” — Eg get um þennan draum hér vegna þess eg áleit fyrst í stað að hann væri fyrirboði verðhruns, en svo átt- aði eg mig fljótt á því að svo myndi ekki vera, því enn fór mig að dreyma á þá leið, að verðlag á kornvöru myndi með tímanum fara allmikið hækkandi, og eg setti drauminn um fall tunglsins í sambandi við hið skyndilega fráfall forsetans, mér virtist draumsýnin endurspeglast ein- mitt á sömu stund, sem eg heyrði getið um andlátsfregnina. — Eg sendi Lögbergi snemma á s. 1. sumri smágrein þar sem eg gat þess m. a. að eg áliti að rúg- urinn myndi enn fara hækkandi, (hveitið er bundið hámarksverði eins og kunnugt er), en sú grein birtist aldrei í blaðinu; draumur- inn var á þá leið, að mér þótti að einhverjir væru að tala um rúg- inn, eg var alt í einu staddur í stiga, eg leit upp á við og sá að þrepin í stiganum voru svo mörg, að tölu var ekki á komið, og sú hugsun fór eins og örskot í gegn- um mig að leiðin væri enn upp á við, enda reyndist þetta alveg rétt. Eg hitti um þessar mundir svo kunningja hér í Vancouver, sem færðu það í tal við mig, að nú væri rúgverðið orðið svo hátt, (það var þá nærri $1.50), það hlyti að vera gróðavegur að selja “short”. — Það myndi falla í verði með tímanum, en eg sagði þeim þá frá draumnum, og lét þess getið að eg væri sterktrúað- ur á það, að hann myndi rætast, enda kom það á dagnin, því að nokkru fyrir miðjan nóvember mánaðar fór rúg-mælirinn upp í rúma tvo dali, þótt nokkuð lægra sé nú þegar þetta er ritað (17. des.). En nú er eftir að vita hvort þetta reynist rétt, sem draum- maður minn sagði mér, að verðið verði 2 dalir og þrjátíu cents, það mun mörgum þykja ótrúlegt, en enginn getur reiknað út þessa svonefndu “gambling”, eg birti ekki þennan draum til þess að hafa áhrif á nokkurn þann, sem kann að vera riðinn við eitthvert kornvörubrask, — eg býst við að hver og einn noti sína eigin dóm- greind, — heldur er tilgangur minn sá, að lesendur blaðsins geti skorið úr því, hvort draum- urinn eigi eftir að verða að veru- leika — fyr eða síðar. — Það liggur við, að eg sé kominn á þá skoðun, að alvizkan eða þessar vitsmuna-^verur, sem opinbtra mér draumana, ætlist til að eg færi mér þá í nyt til fjármuna- legs hagnaðar, — og það virðist ekki óhugsandi, að þeir færi mér einhvern tíma hagnað í skaut. Stefán B. Kristjánsson —12 E. 4th, Vancouver, B. C., 17. desember, 1945. MENJAR FINNAST FRA FYRSTU ÁRUM KRISTNINNAR 1 Gyðingalandi hefir verið gerður mjög mikilvægur forn- leifafundur, sem varpa mun ljósi á krossfestingu Krists. I nýjum enskum blöðum, sem hingað hafa borist, er sagt all- ítarlega frá þessu. Saga þessa fornileifafundur er í stuttu máli þessi: Þegar byrjað var fyrir nokk- uru að grafa fyrir grunni húss, sem reisa á við veginn milli; Jerúsalem og Betlehem, komuj menn niður á hellismunna, en| inni í honum fundust steinkistur: sem voru með ýmiskonar áletr- j unum. Fornfræðingi einum, próf. El- eazar Sukenik, var gert aðvart, en hann er deildarstjóri forn- fræðideildar Hebrea-háskólans í Palestínu. Hefir hann kynt sér fornar grafhvelfingar Gyðinga. Það kom fljótt í ljós við at- hugun kistanna, að á þeim voru áletranir á aramisku, hebresku og grísku. Sukenik hefir enn reynst ófáanlegur til að skýra frá því, hvað þrana er letrað, en! hann segir, að setningarnar séi allar stuttar og virðast allar láta í ljós trega skrifendanna yfir dauða Krists. Blaðamenn hafa farið í tuga- tali á fund Sukeniks og hefir hann leyft að hafa eftir sér, að áletranirnar geti ekki verið eldri en 15—20 alda, en vel geti verið, að þær hafi verið gerðar sama árið Sem Kristur var krossfestur. Hann telur ‘að taka muni um 3 mánuði að vinna til fulls úr á- letrununum. Nafnið “Jesús” sézt greinilega á nokkrum kistulokum, en það er, segir í brezka blaðinu “Daily Express”, grísk afbökun á Gyð- inganafninu Joshua. Rannsóknir Sukeniks hafa til þessa kostað sem svarar 240 kr. Honum hafa verið send óteljandi skeyti, þar sem honum er boðið stórfé, ef hann vilji selja frásögn af fundinum og myndir með einkarétti, en hefir haínað öll- um slíkum boðum. Talið er fullvíst, að menjar þessar sé hinar elztu, sem fund- ist hafa frá tímum kristninnar. —Vísr, 8. nov. 1945. FALSKAR RADDIR Ekki alls fyrir löngu birtust í málgagni þessu tvær langar rit- gerðir um mannfélagsmálin þannig innrættar að þær hefðu vissulega átt að takast til bæna. Önnur er eftir Jónas Jónsson frá Hriflu, sem einu sinni var álit- inn hálf-hættulegur mannvinur og framsóknarandi, en hin er um Social Credit og C. C. F., eft- ir Sellu Johnson í Canada. En með því að hvað sem eg segði af þunga um þannig mál og manneskjur yrði að sjálfsögðu ritbannað, verð eg að sætta mig við það eitt að benda auðmjúk- lega á allra saurrænustu og fá- viturlegustu atriðin, þeim fjöld- anum til enduríhugunar sem svo iðulega glæpist á ísmeygilegum og óskamfeilnum fortölum. Fyrir nokkrum árum síðan birtist í jóla númeri beggja blað- anna hér löng grein af skaðleg- um hugsunarvillum eftir Ágúst H. Bjarnason, sem eg gerði ofur- litla tilraun til að leiðrétta, á- samt öðru. En svar mitt var ekki þegið; og afsökunin, löngu seinna birt, var sú, að svar í blaði hér hefði ekki átt við af því að grein Ágústs hefði upphaflega birst í tímariti á Islandi. Þeirri skýringu gat eg aldrei samsinst; því ef frumgreinin átti nokkurt erindi til lesenda hér, átti svarið það vissulega líka. Þar að auki berst Heimskringla einnig til Is- lands og stendur þar opin hverj- um, sem hafa vill. Og þar eð grein Jónasar er sömuleiðis tekin upp úr blaði heima og endurbirtl hér, gilda sömu rökin gagnvart henni. Notagildi áróðurs og allra aug- lýsinga liggur ekki í því að segja sem sannast og réttast frá hlut- um og stefnum, sem til sals eru, heldur í því einu að endurtaka umsögnina nógu oftlega. Engin lýgi er svo svæsin að hún ekki geti snúist upp í ímyndaðan sannleika eftir nægilega lang- samlega ítr'ekun. Samanber sóg- una um strútfuglinn og sandinn. Það vita sápufélögin öll, sem hamast í útvarpinu daga og næt- ur; og það veit líka Jónas. Hann veit að sagan um ofbeldiseðli kommúnistastefnunnar er þegar viðtekin af öllum fjöldanum, vegna óslitins áróðurs, þótt hún sé hin eina friðarstefna, sem til er, og þótt aldrei hafi spurst til þess að kommúnistar hafi eflt til ofbeldis. Aðal ákæran á Kxist var sú, að hann væri uppreistar- og of- beldismaður, og nægði það til að æsa lýðinn til ofbeldis gegn hon- um á meðan þess var þörf. Nú nefnir sama stéttin hann “friðar- höfðingjann mesta”, síðan kenn- ingum hans varð snúið með kúnst upp í nýjan áróður, véla- verzlun hennar í hag. Jónas kennir kommúnistum um dýrtíðina á Islandi, sem hann segir að geti ráðið f járhag lands- manna að fullu. Hvaða lands- manna? Og þó segir hann afrek þeirra vera aðeins nokkur verk- föll og útgáfustarfsemi í bylting- aranda. Þrælastéttin á auðvitað ekkert með að vera að auglýsa afstöðu sína gagnvart herrunum, ' eða að vera að fást um sinn skerf af verðbólgunn. Fyrir því er víst enginn lagastafur í dómarabók- unum. Hún á að fara að dæmi samvinnu-félaganna, sem reka sína “bróðurlegu” samkepni við hinn tvíburann í kapitalisman- um, er Jónas þó viðurkennir bæði eldri og reyndari í barátt- unni. Og hvar mætti spyrja, er þá þetta mikla málfrelsi, sem hann saknar svo sárlega á Rúss- landi? Jónas ásakar Rússa að fullu- um tildrög og útbrot stríðsins, sem nú hefir að miklu leyti út- blætt, en gerir lítið úr hernaðar- afrekum þeirra þegar til átak- anna kom. Hann fullyrðir að ef England og Bandaríkin hefðu setið hjá væri nú alt frelsi og öll mannréttindi þurkuð burt úr heiminum, og þar á meðal á ís- landi. Svo bætir hann því við, til krydds, að stjórnarStefna Rússa græði ekki á samanburði við nazismann ef málið sé skoðað ofan í kjölinn. Ekki vantar skýrleikann og stimpilinn á af- stöðuna! Það kunna að vera skiftar skoðanir um hermensku Rússa, þó fáir hafi brígslað þeim um löðurmensku síðan þeir sluppu nokkurn veginn heilir á húfi úr klóm Finna; en allir vita að síð- an kommúnistar tóku þar við stjóm hafa þeir einir staðið fyrir öllum friðartilraunum sem gerð- ar hafa verið. Fyrst beittu þeir sér fyrir algerri afvopnun; og þegar það tókst ekki (og var bók- staflega hlegið af hólmi) gerðu þeir ítrekaðar tilraunir til sam- vinnu við allar aðrar friðsamar þjóðir, til tryggingar gegn stríði. En engin samtök fengust. 1 stað þess keptust flestar eftirlætis þjóðir Jónasar um að treysta og byggja upp , þau lönd og þær klíkur, sem opinberlega höfðu yfirgang og stríð á stefnuskrá sinni. Margir leiðtogar þjóðanna hafa nú þegar játað á sig, og áfelt hvor annan fyrir þann ósóma; og núna fyrir skemstu báru nokkrir höfuðpaurar nazismans það fyrir‘réttinum í Nurenberg, að Hitler hefði aldrei vogað út í VERZLUNARSKÓLANÁM Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banning og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.