Heimskringla - 16.01.1946, Blaðsíða 6

Heimskringla - 16.01.1946, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 16. JANÚAR 1946 A SKEMTIFÖR “Takið hann með yður,” svaraði hann. “Gætið hans eins og hann væri yðar eigið líf, og þegar þér hafið tækifæri til þess, þá notið hann. Munið eftir að þér hafið þarna í hendi yðar hlut, 9em lætur miljónir manna hlýða yðuir, og getur útvegað yður tíu miljónir.”- 1 þessum svifum fékk hann hræðilegt hósta- kast, sem ætlaði alveg að slíta hann í sundur. Eg reisti hann upp í rúminu, en áður en eg gat slept honum kom blóðstraumur út úr munni hans. Eg flýtti mér fram að hurðinni og kallaði á konuna. Drengurinn kallaði líka á ihana, og kom hún á svipstundinni í berbergið. En það var um seinan. Kínverski Pétur var dáinn! Er eg hafði gefið konunni alla peningana, sem eg hafði, til að jarða hann fyrir,, kvaddi eg hana og hélt heim með litla teininn í vasanum. Þegar heim var komið, settist eg niður inni í skrifstofu minn, og skoðaði gjöf hins dauða vin- ar míns. Hvað snerti hinn mikla mátt þessa teins, sem dauði maðurinn hafði lýst svo mjög, þá gat eg eigi sannfærst um það atriði. Eg var í raun og veru sannfærður um, að kínverski Pét- ur hefði ekki verið með öllu ráði. En hvernig átti eg þá að útskýra áflogin við Kínverjann um borð í skipinu, og þessa fíkn, sem Kínverjarnir í Sydney sýndu, að ná í teininn? Er eg hafði velt þessu fyrir mér eins og hálfa stund, læsti eg teininn inni í peningaskápnum mínum og fór að sofa. Daginn eftir var kínverski Pétur jarðaður og í mánaðarlokin hafði eg næstum gleymt, að hann hafði verið til, ekki hafði mér heldur ver- ið gjöf hans í huga, og var hún geymd í efsta hólfinu í peningaskáp mínum. En átti samt að verða mintur á þetta. Kvöld eitt, eitthvað mánuði síðar en eg fékk litla teininn, komu nokkrir vinir okkar til miðdegisverðar hjá okkur. Kvenfólkið hafði farið inn í stofuna, og eg sat hjá karlmönnunum við borðið, þar sem við höfðum svolítið af víni. Svo einkennilega vildi til að við höfðum rætt um stjórnmálaástandið í Austurlöndum, þegar ein stúlknanna kom inn og sagði, að úti væri maður, sem langaði mjög til að tala við mig um mikilsvert málefni. Eg svaraði, að eg ætti öðru að sinna og sagði henni að segja honum að finna mig næsta dag. Stúlkan fór, en kom brátt aftur og sagði, að maðurinn ætlaði burt úr Sydney næsta dag, og hann ætlaði að koma síðar um kveldið ef hann mætti. Eg sagði stúlkunni, að hann gæti komið í kring um klukkan ellefu og hugsaði svo ekkert meira um þetta. Þegar klukkan sló ellefu kvaddi eg vini mína úti á tröppunum. Varla var vagninn far- inn fyr en annar staðnæmdist fyrir utan dyr miínar, og út úr honum stökk maður í skósíðri yfirhöfn. Hann bað ökumann að bíða sín og hljóp upp tröppumar. “Eruð þér Mr. Wetherell?” spurði hann. Eg kinkaði kolli og bauð honum gott kvöld, og spurði svo hvað hann vildi mér. “Það skal eg segja yður með mestu á- nægju,” sagði hann, “ef þér viljið tala einslega við mig í fáeinar mínútur. Það er mjög þýðing- armikið málefni, og þar sem eg fer frá Sydnev snemma í fyrramálið, þá munuð þér sjá að tím- inn er tæpur.” Eg fór með hann inn í húsið og inn á skrif- stofu mína, sem var í bakhluta hússins og sneri út að garðinum. Þegar inn var komið, bauð eg honum sæti, en sjálfur stóð eg við skrifborðið mitt. Þama í ljósinu inni í herbergimu, veitti eg hinu einkennilega útliti gestsins sérstaka eftir- tekt. Hann var meðal maður á hæð og afar vel bygður. Andlitið var mjög fölt, en hár og augu svört eins og náttmyrkur. Hann horfði á mig rannsóknaraugum og sagði svo: “Eg býst við að það sem eg ætla nú að segja yður, muni vekja furðu yðar, Mr. Weth- erell,” sagði hann. “Leyfið mér fyrst og fremst að segja yður svolítið um sjálfan mig, og leggja svo eina spurningu fyrir yður. Vita skuluð þér að það er mörgum kunnugt, að eg hefi ferðast lengi og víða í Austurlöndum. Þar hefi eg kom- ið á flesta staði. Eg hefi eitt áhugamál, eg safna einkennilegum munum frá Austurlöndum. En einn er sá hlutur, sem eg aldrei hefi getað náð í.” “Og það er?” “Embættismerki kínversks böðuls.” “Og á hvern hátt get eg hjálpað yður?” spurði eg alveg forviða. “Með því að selja mér það, sem nýlega hefir komist í eign yðar. Þetta er lítill, svartur tréteinn, hér um bil þriggja þumlunga langur, og þakinn kínverskum stöfum. Eg heyrði það rétt af hendingu, að þér ættuð þennan mUn, og hefi nú ferðast mörg þúsund mílur til að kaupa hann af yður.” “Eg gekk að peningaskápnum og tók út litla teininn, sem Pétur hinn kínverski hafði gefið mér. Þegar eg sneri mér við féll eg næst- um í stafi, er eg sá áfergju svipinn á andliti komumanns. Hann náði sér samt bráðlega og sagði jafn rólega og hann hafði áður talað: “Það er nákvæmlega þetta, sem eg er að leita að. Ef þér viljið selja mér hann þá verður safnið mitt fullkomið. Hvað álítið þér að hann sé mikils virði?” “Eg veit ekkert hvers virði hann er,” svar- aði eg og horfði á teininn þar sem hann lá á borðinu. En þá datt mér alt í einu eitt í hug, og ætlaði eg að taka til máls, er hann mælti: “Ástæða mín til að kaupa þennan hlut er kanske heimskuleg, en ef þér viljið láta mig fá hann, skal eg með ánægju borga yður fimtíu pund fyrir hann.” “Það er ekki nóg, Dr. Nikola,” sagði eg brosandi. Hann hrökk við eins og eg hefði skot- ið hann, og greip um stólbríkurnar heljartaki. Orðin, sem eg hafði mælt eins og til að reyna hann virtust hafa hitt veikan stað. Þetta var þá Dr. Nikola — þessi undarlegi maður, sem kín- verski Pétur hafði varað mig við. Eg var nú ákveðinn í því að láta hann alls ekki fá teininn hvað sem í boði væri. . “Einst yður að tilboð mitt sé ekki nógu hátt?” spurði hann. “Mér þykir fyrir því, en þessi smámunur er ekki til sölu,” svaraði eg. “Hann var gefinn mér í þakklætisskini fyrir greiða, sem eg gerði eiganda hans, og hugsa eg að eg vilji helst eiga hann í minningarskini.” “Þá ætla eg að bjóða yður hundrað pund í hann,” sagði Dr. Nikola. “Eg vil helst ekki láta hann,” sagði eg. Og til að binda enda á umræðunar lét eg teininn inn í skápinn og læsti hurðinni vandlega. “Eg skal gefa yður fimm hundruð pund fyrir hann,” sagði Nikola, sem nú var orðinn hræddur um sigur sinn. “Það ætti þó að vera nægilegt.” “Eg er hræddur um að þótt þér byðuð mér tíu sinnum meira mundi það ekki freista mín,” svaraði eg og var nú orðinn ákveðnari í því en áður að láta ekki teininn af hendi. Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum og starði á mig eins og í hálfa mínútu. Þér hafið séð augu Dr. Nikola, og þarf eg því ekki að lýsa þeim fyrir yður hversu undarleg áhrif þau hafa á mann. Eg gat ekki litið undan, og fann, að ef eg herti ekki upp hugann, þá mundi hann dáleiða mig. Eg reis því á fætur og með því gaf eg til kynna, að samræðum okkar væri lokið. En ekki vildi hann fara án þess að gera eina til- raun ennþá. Þegar hann sá að eg lét ekki undan varð hann reiður og sagði mér blátt áfram, að eg yrði að selja sér teinirm. “Hér getur ekki verið að ræða um neina kúgun7’ sagði eg reiður. “Þessi smámunur er eign mín, og eg mun gera við hann nákvæmlega það, sem mér sýnist.” Hann bað mig þá um fyrirgefningu og sagði að þessi ákafi sinn hefði stafað af því hversu áfjáður hann væri í að safna. Að svo mæltu bauð hann mér góða nótt og fór. Þegar vagn hans var farinn, gekk eg aftu-r inn í skrifstofu mína og sat um stund og íhugaði þetta mál. Þá datt mér eitt í hug, sem leiddi til þess að eg tók teininn og lagði hann á borðið. Eg grandskoðaði hann, og hugsaði hverskonar leyndarmál þessi litli hlutur hefði að geyma eða væri lykill að. Eg var viss um að löngun Nikola var af alt öðrum ástæðum en hann sagði. Stuttu síðar stakk eg teininum í vasa minn; það var ætlun mín að sýna hann konunni minni, svo lokaði eg peningaskápnum og fór í rúmið. Þegar eg hafði sagt konunni minni um komu Nikola og sýnt henni teininn, lagði eg hann í kommóðuskúffuna og sofnaði. Klukkan þrjú um nóttina vaknaði eg við að einhver barði ákaft að dyrum. Eg rauk upp úr rúminu og spurði hvað um væri að vera. “Lögreglan”, var mér svarað. Eg flýtti mér í fötin og þegar eg kom niður stóð lögregulmaður í göngunum. “Hvað gengu'r á?” spurði eg. “Innibrotsþjófnaður!” svaraði hann. “Við höfum þjófinn héma niðri. Við stóðum hann að verki.” Eg fylgdi lögreglumanninum niður á skrif- stofuna. Þar var fallegt umhorfs, eða hitt þó heldur. Peningaskápurinn hafði verið brotinn UPP. °S Því sem í honum var dreift um alt. Ein skúffa í skrifborðinu mínu hafði verið brotin upp, og í horninu stóð Kínverji í járnum og auk þess undir gæslu risavaxins lögrgeluþjóns. Til þess að stytta söguna dugar að segja frá því, að Kínverjinn var dreginn fyrir dóm- stólana, og eftir að hafa neitað öllu samfélagi við Nikola, sem va-r allur á burtu, dæmdur í eins árs hegningarvinnu. 1 heilan mánuð heyrði eg nú ekkert um teininn, svo fékk eg bréf frá ensk- um málafærslumanni í Shanghai, krafðist hann þess að Kínverja nokkrum yrði afhentur tré- teinn einn með kínverskri áletran. Sagði hann að teini þessum hefði verið stolið af Englendingi einum í Shanghai, er hefði þekst undir nafninu kínverski Pétur. Þetta var auðvitað ný tilraun I Dr. Nikola að ná hinum margþráða grip, og þessvegna svaraði eg, að eg gæti ekki orðið við kröfu þessari. Mánuði síðar, eg man samt ekki dagsetning- una. kom bréf frá Nikola, í þetta sinni frá Suð- ur-Ameríku. En nú breytti svo til að hann hafði í frammi hótanir ekki eingöngu gegn mér sjálf- um, ef eg léti ekki að orðum sínum, heldur einn- ig gegn konu minni og dóttur. Eg skeytti þessu engu. Afleiðingin varð samt sú að brotist var inn í hús mitt á ný, en árangurslaust eins og áður. Eg hafði nú ekki þennan einkennilega mun í peningaskápnum, heldur á stað, þar sem enginn gat fundið hann. Eins og þér getið skilið var eg fast ákveðinn í því að láta ekki kúga út úr mér teininn. Eitt kvöld þegar eg var rétt kominn heim að húsdyrunum var snöru varpað um háls mér, en þeir gátu ekkert fundið á mér. Eg var síðan ónáðaður á margan hátt, þjónum mínum var mútað, og líf mitt var mér næstum því orðin mér byrði. Og það sem ennþá var verra, eg fór að óttast Nikola, og það virðist vera öllum sam- eiginlegt, sem eitthvað hafa saman við hann að sælda. Þegar eg tók mér ferð á hendur til Eng- lands fyrir fáum mánuðum síðan var það vegna þess, að eg þurfti að létta mér upp frá þessu fargi. En áður en eg fór, þá gætti eg þeirrar varúðar að leggja teininn ásamt öðrum úrvals- gripum mínum inn í bankann. Og þar var hann þangað til eg kom heim. Þá lét eg hann aftur á sinn sama stað. Daginn eftir að eg kom til London, vildi svo til að eg gekk yfir Trafalgar Square, sá eg þá að Dr. Nikola stóð á gangstéttinni og horfið á mig. Eg fór samstundis heim til gistihúss míns og bað Phyllis að láta niður farangur okkar eins fljótt og auðið væri, og síðara hluta þess sama dags, lögðum við af stað heim til Ástralíu. Hitt vitið þér um, og hvernig lízt yður á þetta alt saman?” “Já, það má segja að saga yðar sé alveg dæmalaus. En hvar er þessi frægi tréteinn?” “í vasa mínum. Langar yður til að sjá hann?” “Já, mjög mikið. Ef þér hafið ekkert á méti því.” Hann hnepti frá sér frakkanum og upp úr leynivasa undir handleggnum dró hann upp lítinn trétein af þeirri lengd og útliti, sem hann hafði lýst. Eg skoðaði hann vandlega. Hann var alþakinn kínversku letri og við hann var festur stuttur gullþráður. Það var ekkert sér- staklega merkilegt við hann, en eg verð að játa að hann hafði einhvert sérkennilegt aðdráttar- afl á mig, er eg hugsaði um alla þá ógæfu, sem af honum hafði leitt, og allar þær breytingar, sem hann hafði valdið, undarlega sagan, sem kín- verski Pétur hafði asgt og öll sú fyrirhöfn, sem Dr. Nikola hafði haft fyrir að ná honum. Eg fékk hann eigandanum og stóð og horfði yfir slétt hafið og hugsaði um hvar Phyllis mundi vera, og hvað hún væri nú að gera. Þegar eg hitti Dr. Nikola, þá þurfti eg að gera upp við hann langan* reikning, og ef unnustan mín nefndi nokkrar misþýrmingar, sem .hún hefði orðið fyrir, mundi lítillar vægðar að vænta. En hvers vegna hafði Mr. Wetherell flutt með sér þennan minjagrip? Eg sneri mér að honum og spurði hann að því. “Til þess eru góðar og gildar ástæður,” svaraði hann. “Ef það er þessi teinn, sem Nik- ola þráir, þá er hann líklegur til að kref jast hans sem lausnargjalds fyrir dóttur mína, og eg er all viljugur að láta hann hafa hann. Þessi bann- setti munur hefir valdið mér nægilega mikilli raun til þess, að eg er fús til að losna við hann.” “Eg vona að við frelsum hana án þess,” sagði eg. “En nú skulum við fara niður og éta morg- unverð.” Næsta dag vorum við næstum hundrað mílur frá ákvörðunarstað okkar, og um miðdegi næsta dag vorum við komnir svo nálægt, að okkur þótti ráðlegast að ráðgast um hvað gera skyldi. Mr. Wetherell, markgreifinn skipstjór- inn og eg óttum því ráðstefnu saman aftur á þiljunum, þar ráðgerðum við atlöguna. Við stöðvuðum skipið, því að ekki vildum við að það yrði séð frá eyjunni. “Fyrsta atriðið, sem við verðum' að minni hyggju að ákveða, er þetta: 1 hvaða átt ættum við að koma að eyjunni,” sagði skipstjórinn við Mr. Wetherell. “Þér getið ákveðið það,” svaraði hann og leit á mig. “Þér þekkið eyjuna og getið því gefið bezta ráðið.” “Eg skal gefa það eítir beztu föngum,” svaraði eg og settist niður á þilfarið til að teikna það kort af eyjunni með krítarmola, sem eg hafði. “Svona er eyjan í lögun. Hérna er vafa- laust bezti staðurinn fyrir skipið til að liggja á, en hérna er sá hluti hennar sem líklegast er að við getum komið að þeim að óvörum. Landið hækkar alstaðar frá sjónum, og eftir því, sem mig minnir, væri hérna staðurinn fyrir kofa, og við búustum við að þeir hafi Miss Wetherell í kofa, er stendur á lítilli hásléttu sem snýr í suður, og þar er eina vatrasbólið á eyjunni.” “En hvernig er botninn þar fyriir akkeris- festu?” spurði skipstjórinn, sem auðvitað vildi gæta skipsins. Sandbotn og kórallar. Hann er kanske ekki fyrirtaksgóður, en þar sem við höldum við gufunni þá ætti hann að duga.” “Og hvernig hugsið þér yður að við nálg- ustum kofann þegar við komum í land? Er þar skógur eða kjarr, eða verðum við að klifra upp varnarlausir gegn skothríð óvinanna?” “Eg hefi íhugað það,” svaraði eg, “og finst mér að bezta ráðið sé að nálgast eyjuna eftir að dimt er orðið, og leggjast hér um bil þrjár mílur frá henni og róa síðan i land á báti; þá getum við klifrað upp bakkánn að austanverðu, og ráð- ist svo á þá. Þeir munu sennilega ekki búast við, að nokkur komi úr þeirri átt, og hvað sem öðru líður er auðveldara að klifra þar upp, en annarstaðar þar sem við yrðum kanske að gera það í kúlnahríð. tHvað haldið þið um þetta?” Ráð yðar virðist oss að vera mjög gott,” svöruðu þeir , einu hljóði. “Þá skulum við hafa þetta svona’,’ sagði skipstjórinn. “Við skulum nú snæða hádggis- verð og undirbúa okkur.” Svo sagði hann við mig. “Eg óska að þér komið inn í káetu mína °g lítið á uppdrættina. Þér getið sennilega sagt mér hvort þeir eru réttir.” “Með mestu ánægju,” svaraði eg, og við gengum svo niður. Að máltíðinni lokinni fór eg með skipstjóra inn til hans, leit á uppdráttinn og mörkuðum við á honum staðinn, ssm við ætluðum að leggj- ast á. Svo gengum við aftur á þalifarið og voru þar vopnin og skotfæri nákvæmlega skoðuð. Við höfðum áður ákveðið, að átta menn skyldu ganga í land — Wetherell, Beckenham, stýri- maurinn, eg og fjórir af áhöfninni — allir átt- um við að hafa Winchester-riffla, skambyssur °S tylft skothylkja fyrij hverja byssu. Enginn átti að skjóta skoti nema það væri algerlega nauðsynkgt, og fara mjög gætilega á meðan við nálguðustum kofann, svo að ef auðið væri, að við gætum komið þeim, sem þar væru, að óvörum. Þegar vopnunum hafði verið útbýtt og reynd, þá tókum við skipsbátinn. Hann var sextán fet á lengd og útbjuggum hann til að setja á flot. Þegar þessu var lokið var komið langt fram á kvöld, og næstum mál til að hafa sig að eyjunni. Enda var nú gefin skipun um að leggja af stað. Eg held, ef satt skal segja, að við höfum allir haft glímuskjálfta og þótt vænt um að komast af stað. Þegar rökkrið féll yfir og eg stóð aftur á þilfarinu og hallaði mér út yfir borðstokkinn, kom Beckenham til mín og stóð við hlið mína. Það var alveg eftirtektarvert hversu mikil breyting hafði orðið á honum hinar síðustu vikur. Hann var útitekinn og svo faill- egur unglingur að fáir mundu slíkir finnast. “Við komum brátt að eyjunni,” sagði eg við hann. “Haldið þér, að þér ættuð að eiga það á hættu, að verða kanske skotinn á morgun?” “Eg hefi ekkert hugsað út í það,” svaraði hann. “En mér finst það skylda mín að reyna af fremsta megni að hjálpa yður og Mr. Wether- ell.” “En hvað mundi faðir yðar segja ef hann vissi um þetta?” “Hann mundi segja að eg hefði gert það, sem rétt var. Eg hefi líka nýlega skrifað hon- um og sagt honum firá öllu saman. Ef nokkuð kemur fyrir mig, þá munuð þér finna bréfið inni í káetunni minni. Eg veit að þér munuð senda honum það. En ef við komustum báðir klakk- lausir úr þessu þá ætla eg að biðja yður um eitt, ef við getum frelsað Miss Wetherell.” “Eg lofa yður að veita bæninni áður en eg heyri hana.” “Það er nú kanske ekki svo mikið, sem eg ætla að biðja yður um. En eg vil, að eg sé svara- maður yðar við giftinguna.” “Það skuluð þér vera. Og betri svaramann gæti eg alls ekki fengið.” “Mér þykir vænt um að heyra yður segja það. Við höfum liðið svo margt saman síðan við fórum frá Evrópu, eða er það ekki svo?” “Já, það höfum við gert, og hugsa eg að þessu verði öllu lokið í nótt ef spá mín rætist.” “Haldið þér að Nikola muni berjast við okkur?” “Á því er enginn vafi, hugsa eg. Sjái hann að hann sé kominn í sjálfheldi, þá berst hann eins og fjandinn sjálfur.” “Mig langar til að taka í lurginn á Baxter.” “En mig langar til að ná í Nikola. Eg á talsvert inni hjá honum og eg vil að hann borgi reikninginn.” “Ekki grunaði okkur er við sigldum saman í Bournemouth víkinni, að við ættum eftir að sigla saman á Kyrrahafinu í slíkum erindum og þessum. Það er næstum of kynlegt til að vera raunverulegt.” “Já, satt er það, en alt er gott, sem endar vel. Því skulum við vona að við verðum hepn- ir í kvöld. Nú ætla eg að ganga upp á brúna og sjá hvaða stefnu við tökum.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.