Heimskringla - 23.01.1946, Blaðsíða 2

Heimskringla - 23.01.1946, Blaðsíða 2
2. SIÐA WIN-NIPEG, 23. JANÚAR 1946 \ SEGÐU MÉR AÐ AUSTAN Þetta er upphaf hins rússneska ríkis, að Rúrik, sænskur sækon- ungur sigldi skipum sínum aust- ur yfir finska flóann og hélt liði sínu upp Volkhof elfu og nam eigi staðar fyr en þar sem nú stendur borgin Novogorod (Ny- borg). Þar bygði hann borg þá er hann nefndi Hólmgarð. Þetta skeði árið 862, eða þar um bil. Gerðist hann nú hertogi landsins og setti því sænsk lög, en fylgis- menn hans fengu lén mikil og urðu höfðingjar í ríkinu. Drotn- uðu þeir yfir þeim landslýð, er fyrir var en það fólk nefndu Rómverjar Skyþíans. — Þessir Skyþíans höfðu ekki búfestu í ákveðnum stöðum en reikuðu yfir hinar víðlendu sléttur með hjarðir sínar og höfðust við í tjöldum. Sonur Rúriks, Igor eða Ivar að nafni, bygði borgina Kænugarð, er nú beitir Kiev. Varð Ivar brátt voldugur hersir í Úkraníu. Hafði hann herflota mikinn í Svartahafi og lagði mörg lönd undir sitt ríki. Einn af afkomendum hans, Vladimir eða Valdimar hinn mikli, giftist byzantískri prin- sessu frá Miklagarði. Tók Valdi- mar og útbreiddi þá trú í ríki sínu. Snemma efldust borgirn- ar Hólgarður og kænugarður, að auði og menningu. Þar dafnaði lýðræði, sem var næsta einstætt á þeirri tíð. Borgirnar höfðu borgarráð og borgarstjóra, sem kosnir voru til embættis af al- menningi. Hertogarnir stjórn- uðu hemum í ófriði en gátu ekki upp á sitt eindæmi lagt í stríð, samið frið eða heimtað skatt af landslýðnum. Alt slíkt urðu þeir að bera undir höfðingja-ráðið og fólkið. Frá því að landið tók kristni, í byrjun 11 aldar, og menningaráhrifin berast þangað bæði frá Grikklandi og Norður- löndum, standa þessi borgríki flestum fremur að menningu. Þar, til dæmis, eru fyrstu al- þýðuskólamir í Evrópu, stofnað- ir og starfræktir. Eftir að aust- rænar tartara þjóðir ryðjast inn í landið árið 1223 hnignar þeim mjög að öllu leyti. Samt hrekja borgararnir í Novogorod (Hólm- garði) bæði danska og sænska innrásarherja af höndum sér og vinna, undir herstjórn Alexand- ers Nevski fursta, heimsfrægan sigur á þýzku riddaraliði við Paipus vötnin um miðja 13. öld. Þjóðverjar hafa iðulega herjað í austurveg og lent í ófriði við Rússa en mjög sjaldan haft sigur. Friðrik mikli beið algerðan ósig- ur fyrir þeim bæði við Grosse Jagersdorf 30. ágúst árið 1757 og hjá Zuflichau 23. júlí tveimur árum síðar. Fór svo að Rússar tóku Berlín 10. október árið 1761, en Friðrik forðaði sér á flótta. Þjóðverjum farnaðist sízt betur í Napólón- isku styrjöldunum. Þá hertóku Rússar Berlín árið 1813. Það er athyglisvert, að Berlín hefir ver- ið þrisvar hertekin af Rússum en Þjóðverjar hafa aldrei hertekið Moskva eða Leningrad. Þótt Rússar hafi oft búið við harðrétti og harðstjórn hafa þeir engu að síður átt heimsfræga snillinga. Myndu þau nöfn of- mörg upp að telja, sem aukið hafa hróður þeirra á öllum öld- um, skal því aðeins nefna þá allra frægustu sem leiftra frá spjöldum sögunnar á niítjándu öldinni. Má þar fyrst og fremst nefna rithöfundana Pushkin, Go- gol, Tolstoy, Dostoyesky, Gorky og Turgenif, sem óhætt má telja fágaðasta skáldsagna höfunda heimsbókmentanna. Það er hug- Ijúfur mannúðarblær yfir nálega öllum skáldskap Rússa — að minsta kosti í þeim bókum, sem eg hef átt kost á að kynnast. Þar gætir lítið þess ruddaskapar, sem nú hefir náð talsverðri hefð í Vesturlöndum. 1 hljómlist taka þeir flestum fram með þvílíka heimsmeistara sem: Glinka, Mussorsky, Rimsky-Korsakov, Borodin og síðast en ekki sízt Tschaikovsky, en hann mun á- valt metast meðal höfuð snill- inganna í sinni list. Það mun heldur ekki tilviljun ein, að á álþjóða-samkepni, sem haldin var í Vínarborg árið 1934 hlutu Rússar þrjú af fjórum verðlaun- um, er veitt voru fyrir fiðlu- leik. 1 öðrum listum mætti benda á þessa: Vasnetsov, Surikov, Rep- in, Kramskoi, Serov og Varest- chagrin (meðal listdómara álit- inn heimsmeistari í því að mála orustu “sýnur”). í vísindum standa þeir heldur ekki öðrum að baki, þótt enn sé bundið sig við nítjándu öldina eina og öllum þeim slept er nú víðfrægja land sitt og þjóð. Er. samtímis og á næstliðnri öld áttu Rússar þessa heimsfrægu vís- indamenn: Lobachevsky (faðir stærðfræðinnar nýju), Sechenov, Mechnikov, Pavlov (höfund við- bragðakenningarinnar í sálar- fræði), Mendeleyev (lagði í raun og veru undirstöðuna fyrir efna- fræðinni með hinum svonefndu Mendeleyevs lögum). Margir hafa heyrt getið um Luther Bur- bank, hinn ameríska undramann en máska færri um jafnoka hans, Machurin, hinn víðfræga rúss- neska plöntufræðing. Menn undrast herstyrk og her- kænsku Rússa í síðustu styrjöld, en þeir hafa áður átt fræga for- ingja. Þeirra frægastir eru Nav- ski, er bar sigur orð af hinum margrómuðu þýzku musteris riddurum; Suvarov, sem sigraði Friðrik mikla; Kutuzov, sem vann sigur á Nopólean mikla; Shukov, sem leiddi hinn sigur- sæla rússneska her frá Stalin- grad til Berlínar. McArthur tel- ur afrek hans taka öllu fram í herferðarsögum mannkynsins, á öllum öldum). Þótt illur aðbún- aður og ill stjóm kæmi Rússum á kné í fyrri heimsstyrjöldinni gátu sumir foringjarnir sér mik- inn orðstír, einkum Brussaloff, enda telur Ludendorf hann hafa verið öllum óvinum Þýzkalands þá slyngari. Vann hann marga sigra í Galisíu og Hvíta Rúss- landi. í raun og veru voru sigr- ar Þjóðverja og Austurríkis- manna í þessari styrjöld litlir gegn Rússum nema við Macur- ian vötnin. Það tekur því naumast fyrir No. 17—VETERANS’ LAND ACT (continued) Benefits and Obligations (Section 9 of Act) The maximum amount which the Director may spend on an individual establishment, whether full time farming, small hold- ing, or small holding coupled with commercial fishing, is $6000., of which up to $1200., may be spent on livestock, farm equipment and fishing gear, but the maximum of $1200., available for live- stock and equipment is correspondingly decreased as the cost to the Director for land and permanent improvements increases above $4800., up to the maximum of $6000. For example, wher the cost of land and buildings is $5400. only $600. remains for the purchaæ of livestock and equipment. When the cost of land and buiidings is $6000. nothing remains for the purchase of livestock and equipment. A veteran so established must pay in advance 10% of the amount expended by the Director for land and permanent im- provements plus any cost over $6000., and contract to repay two- thirds of such cost on amortization basis within twenty-five years, with interest at the rate of 3%%. If the veteran complies with the terms of his contract for ten years, the Dominion thus absorbs approximately 24% of the cost of land and permanent improvements plus the total cost oí the livestock and equipment or fishing gear supplied to him. This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD140 HEIMSKRINGLA okkur landana, að fylgja dæmi fáeinna fáráðlinga, í ýmsum löndum, er gera hróp að þessum hálf-frændum vorum, — ekki á meðan við eignumst ekki menn á móts við þá. / • Það sem sagt er um skaðræði skynseminnar er alls ekki gripið | úr lausu lofti og má í því sam- bandi vísa til vissra prédikana, \ sem til eru á prenti og líkja skyn- ; seminni við helkulda frost vetr- | ar mánaðanna hérna í Manitoba. Á vissum trúmála fundum, sem haldnir voru í febrúar mánuði árið 1915 er góðum og kristnum mæðrum ráðlagt að flýja hús sín mieð börnin þegar “óguðlegt” fólk heimsæki þær. Eg hefi gerst svo djarfur að breyta niðurlagi tveggja erinda í Bolsévika kvæði Stephans G. Stephanssonar, einungis af því að þau munu flestum lítt skiljan- leg — svo satt að segja hefir snillingnum oftast tekist betur. Öðru máli er að gegna með þriðja erindið. Þá slær stórskáld- ið hörpuna fimari fingrum og ekki gerandi fyrir okkur smá- busana, að snerta við slíku. I. , Kotið var lágt, eg lék mér þar i við litlar og angandi sóleyjar. Eg átti ekki neitt, sem eigulegt var | nema æsku-drauma og vonirnar. Menn reittu stráin á reitings jörð, í ráðaleysi var sauða-hjörð alin á klaka við sinu-svörð. — Við sjálfstæðið átum, með þakk- argjörð. En ríkismenn átti sveitin sér; | við sýndum þeim virðing, sem virðing ber: ; Ei uppreisnar gætti í þeim her, ef auðmýktin kynni að bjarga þér. II. En nú kom hann Þorsteinn minn sunnan um sæinn, sólskinið flutti inn í lokaðan bæinn — en sumstaðar kveða við heiftar hróp: “Til helvítis með þann skýja-. glóp!!!” Æskunni vildi hver veginn greiða, viljugur götuna rósum breiða, svo hver sem fyndi þar fótspor vor fagurlönd erfi með sólrík vor. IV. Við hlerum óminn af orustu fréttum, frá útlöndum, norður um breið- an sæ, af frelsis hetjurn í föllnum stétt- um, framsæknu liði’ í þorpi og bæ. Kotungar ósjálfíátt fregninni fagna, hún færir þeim boðun um kom- andi öld; rætast mun hugboði suðrænna sagna um sigrandi alþýðu, öreigans völd. V. Og sagt er að óralangt austan vi.ð höfin þeir eigni sér landið og heimti nú veðið. Þeir nemi sér óðalið auðugra en gröfin, þeir ættskyldu kappar með vík- inga geðið. Sagt er á milli sín bróðurlag bindi búþegnar slyngir og kotunga synir og alda fjötranna álögum hrindi af sér en kynflokkar séu þar vinir. Svo telja aðrir þá illmenni eina, sem afþakki kónginn og drotn- ana svíki, þeir vilji þér enda með ofbeldi meina, að auðgast við strandhögg í ná- ungans ráki. VI. “Er til ríkis komin kanske karlsonur.úr Garðshorninu” (St. G.) Dregin sé af höndum hanski Hans í síðsta vígs-málinu? “Er hann kúgaðs fólksins frelsi færandi — úr alda gleymni” — (St. G.) Brotið aflagt, heimsku helsi herfjötrana í vanans dreymi? i “En saklausu börnunum bjargið þið fyrst, að bægja þeim frá þeirri heiftar- vist, er búin er þeim, sem auðmýkjast ei-i; eitt er til varnar á reiðinnar degi: i Að afneita skrattans skynsem- inni, hún er skollanum tól í veröld- inni, sem fanturinn brúkar í fláræði sínu, aó farga og spilla lífi rrnnu. ’ En Þorsteinn minn yrkir af lægni og list um lóurnar, syngjandi fugla á kvist, um bróðurþelið í hálf-blindum heim; við hlustum og böxnin fagna (þeim, sem vetur sé þrotin í vornætur yndi og vitaljós brenni á hverjum tindi. ! Okkur dreymir við söngva seið, ; við sjáum í hillingum fram á leið unaðs hallir og aldin-reiti með angandi blóm á hverju leiti, og fólk, sem býr þar saman í sátt við sólarinnar og kærleiks mátt, er léttir þeim stríðið og lífsins ergi — Er það land þinna vona — ann- ars hvergi? III. Alt er svo frjálst í hugarins heim 1 og hægt er nú loksins að bjarga þeim, er hugraunir bera í hjarta-sárum frá hamingjuleysi á gamals- árum, “Er hann heims úr böli boginn blóðugur að rísa og hækka, múgin vorn að máttkva, stækka? Sannleiksvottur lýtum loginn! Ljós, sem fyrir hundrað árum Frakkar slöktu í sínum sárum? Lítil-magnans morgunroði? P’ót-troðinna friðarboði?” (St. G.) VII. Stefán, Þorsteinn þessa glæsta þjóðmæringa, betri hinum í andans heimi, örugt næsta eiga slíkir sér að vinum. Skal ei andinn óðrænn fagna allri tilraun manns í heimi, jjósið tendra, leiðir jafna lýðs í tímans öfugstreymi? H. E. Johnson Þessi vísa er eftir Þorlák Nel- son, prýðilega hagorðan mann. Alt mun nú skiljast en engin þarf samt að taka vísuna til sín fremur en hann vill. Vill nú Heimskringla vera svo góð og prenta vísuna? H. J. Sumir verða af með alt aðrir lifa í nautnum, en Guðmundur er sykur og salt í sáluhjálpar grautnum.” Th. Nelson Mrs. J. B. Skaptason, 387 Maryland St., sem hér hefir út- sölu Hlínar með höndum, biður að geta þess, að hana skorti 27. og 28. árgang ritsins, en hún hafi nokkrar pantanir fyrir þeim. Ef einhverjir hér hefðu þessa ár- ganga og vildu selja þá í svip, þætti henni sér greiði ger með því að láta sig vita það. 150 ÁRA MINNING SKÚLA FÓGETA Eftir S. K. Steindórs Framh. Er til Kaupm.h. kom, reyndist Skúli brátt sigursælli í þessum viðskiftum, enda átti hann hauk í horni þar sem Gram var. Snér- ist stiftammtaður á sveif með Skúla, enda gat Lafrentz amt- maður ekki borið á móti því, að hann hefði staðið vel í stöðu sinni. Vildi amtmaður komast að samkomulagi við Skúla, um að hann mælti með honum til lög- manns-embættis, sem enn var óveitt, gegn því að Skúli tæki aftur umsókn sína um Skaga- fjörð. Var Skúli loðinn í svörum, en amtmaður skildi það sem lof- orð, og mælti eindegið með hon- um til lögmanns em'bættis, sem var miklu tignari staða, en sýslu- menska. Var þó drjúgum meiri tekjuvon, að vera sýslumaður í góðri sýslu. Er til kom hélt Skúli fast við umsókn sína um Skaga- fjarðarsýslu. Brást amtmaður þá hinn versti við, og ritaði stjórn- inni bréf sem þetta er í: “Um- sækjandinn er ungur maður, fékk sýslumannsembætti fyrir tæpum 3 árum og er siðlátur og reglusamur. Hann er óheimskur sæmilega lögkænn, en meðallagi vandaður og hefir til sem aðrir Islendingar sumir, að slá jafnan var nagla við með sjálfum sér, þótt eigi sé af hárfínasta tagi. í bréfi mínu 16. des. stakk ég upp á honum í lögmannsembætti, með því að hann hafði lofað mér hátíðlega, að eg ekki segi með eiði, að sækja ekki um Skaga- fjarðarsýslu. En þrátt fyrir þetta sækir hann um bæði embættin, og vill einn gína yfir hvott- veggja. Hefir hann þó hvorki þann aldur og þroska, né þá mannkosti er lögmanni ber að hafa, og lýsir það sér best af hegðun hans og háttalagi í þessu máli, því hvers skyldi fátækur almúgi mega vænta sér slíka fífldirfsku og óráðvendni í við- skiftum við æðsta yfirvald sitt innanlands”. Var fyrirlitning amtmanns á íslendingum hin magnaðasta. Segir Jón sýslum. Jaköbsson, faðir Jóns Espólín að þess finnist spor, er sanni ráðxíki Lafrentz amtmanns við íslendinga: “Hefir hann og eifei verið þeim unnandi það menn vita”. Svo varla var von á góðu. En Magnús sýslum. Ketilsson, systursonur Skúla fó- geta, segir amtmanni til afsökun- ar: “Að hann hafi að sönnu verið myndugur í bréfum sínum og notað þrumustíl”. Hinrik Ochsen greifi, er þá var stiftamtmaður rak fljótt augun í misræmið í þessu öllu hjá amt- manni og lagði til víð stjórnina að Skúla yrði veitt Skagaf jarðar- sýsla og var veitingarbréfið dags. 14. apr. 1737. Kunni amt- maður, sem að líkum lætur, illa þessum úrslitum, en lét þó sem minst á _því bera. Kom dreng- skapur Skúla nú sem oftar í ljós, með því að hann lét sem ekkert væri við amtmanninn, enda var það ekki markmið hans að eiga í illdeilum við amtmanninn, iieldur hitt að hafa sitt mál fram: og var allgott með þeim eftir þetta. En alt þetta umstang vakti athygli á Skúla og óx vegur hans og álit allverulega, bæði utan- lands og innan, af þessum við- skiftum öllum. Hélt Skúli heim með Beru- fjarðar-skipi um vorið og skilaði af sér Austur- Skaftafellssýslu. Reið hann þvíi næst til alþingis, en þaðan norður í Skagaf jörð og birti embættisskilríki sín á þriggja hreppa þingi að Vallna- laug, þá um sumarið. Ekki var honum þó lengi til setunnar boðið, því nú fór hann suður á Bjarnarnes að sækja búslóð sína. Settist hann um haustið, að á Hofi á Höfðaströnd, og var Guð- rún systir hans bústýra hjá honum, en hún andaðist nokkr- um mánuðum síðar, og tregaði Skúla hana mjög og orti erfi- ljóð eftir hana, sem prentuð voru á Hólum árið 1738. Sama haust er Skúli kom norður, fékk hann og Fljóta-umbóð frá Hóla- stól til umráða og hafði það alla stund meðan hann var í Skaga- firði. Þótt Skúli væri ekki lengri sýslumaður í Skagárþingi, hafði dvölin í Bjarnarnesi samt mjög mikilsvarðandi áhrif á líf hans. Hjá þeim presthjónum hafði alist upp Steinunn dóttir Björns prófasts í Görðum á Álftanesi. Fæddist henni sonur 11. nóv. árið 1736, meðan Skúli var í Khöfn, í Skagafjarðar rekistefnu sinni. — Kendi Steinunn Skúla barn- ið; var það Jón er síðar varð landfógeti. Á yngri árum, mun Skúli hafa verið nokkuð uppá kvenhöndina, sem kallað er, og' beið álit hans nokkra hnekki um skeið af þeim sökum. Bætti og eigi úr skák, að um líkt leyti, ól önnur stúlka barn, á þessum slóð- um, er hún kendi Skúla, en hann sór fyrir það. Víkur Skúli að þessu í æfisögu sinni þannig: “1737 voru honum kend 2 börn í Skaftafellssýslu”. Og í sambandi við það barnið, sem hann vildi ekki meðganga, biður hann Guð að vægja sér: “Og á sínum tíma opinbera sannleikann og hefir líka fyrir það svarið sinn eið”. Komust óþokka sögur á kreik, um að Skúli væri meinsærismað- ur, og kvað Sveinn lögmaður Sölvason illkvitnislegt níð um: “Fúlan eið með frekt prjál” og heldur lögm. áfram: “Fyrir Skúla var það skarnsmál”. 1 En Skúli giftist Steinunni, og varð sambúð þeirra hin ákjósan- legasta, var hún mæt kona og skipaði jafnan sinn sess með sæmd og prýði. Fóru festar fram 1738, er konungsleyfi hafði verið útvegað, og giftu þau sig litlu siðar. Var heimamundur henn- ar rausnarlega af hendi reiddur, VERZLUN ARSKÓL AN ÁM Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banning og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA I

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.