Heimskringla - 23.01.1946, Blaðsíða 6

Heimskringla - 23.01.1946, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 23. JANÚAR 1946 Á SKEMTIFÖR “Eg skildi þar 'við hann og gekk til skip- stjórans. Nú vár orðið svo dimt að ekki sást nema stutt frá. Maður var uppi í reiðanum til að horfa, og bjuggustum við því hvert augna- blik að heyra hann kalla aðvörun sína, en heil stund leið og ekkert heyrðist til hans. “Alt í einu heyrðist hrópað: “Land fyrir stafni.” Og vissum við þá að ákvörðunarstað okkar var náð. Löngu áður höfðu öll ljós verið slökt og þar sem himininn var skýjaður, þá var myrkrið mikið sem huldi skipið, sem rann hægt að strönd eyjarinnar. Tveim mínútum síðar voru allir komnir upp á þilfar og störðu í áttina sem við héldum í. Hafi allir haft eins mikinn hjartslátt og eg, þá var sá her ekki í hugum. En hvað sem því leið, þá hefir sjálfsagt öllum verið fremur órótt innanbrjósts. Um það leyti, sem við snæddum kveld- verð, vorum við komnir talsvert miklu nær, og um klukkan átta vorum við eitthvað þrjár mílur fr^ eyjunni. En ekki sáum við þarna neitt skip, og urðum við að gæta ítrustu varúð- ar að láta ekki á nokkurn hátt verða okkar vart. Klukkan níu söfnuðust þeir, sem landgönguna áttu að gera, saman á þilfarinu, alvopnaðir og hinn stóri bátur var settur á flot. Við læddustum í myrkrinu niður stigann á skipshliðinni og röðuðum okkur í bátinn. Stýri- maðurinn sat við stýrið, og þegar ált var komið í lag, lögðum við af stað d land. 6. Kap. — Niðurlag. Er við höfðum ýtt frá skipinu og stefnt stafni að landi, sást það bins og svört þústa, sem rann saman við náttmyrkrið. Hvergi sást ljós og alt var hljótt eins og í gröf. Eina hljóðið sem heyrðist var gutlið þegar árunum var difið í sjóinn og marrið í ræðunum. I heila stund rer- um við þannig, en hættum við og við til að hlusta. En ekkert, sem vakið gæti ótta, náði eyrum okkar. Alt af stækkaði eyjan fyrir sjón- um okkar. Ströndin sást nú greinilega og hæð- irnar skárust út úr sortanum. Strax og báturinn kendi grunns, skildum við eftir einn mannanna til að líta eftir honum. en hinir flýttu sér í land. Þetta var undarlegt æfintýri, að ganga á land á óþektri eyju í þvílík- um erindum og á slíkum tíma, en við höfðum hugann alt af bundinn við það, sem framundan var til að gefa slíku gaum. Þar sem eg var leið- togi þessarar farar ákvað eg að fara þannig að: Fyrst og fremst ætlaði eg að fara á undan hin- um, til að komast að því hvar kofinn væri. Þegar eg hafði fundið hann, ætlaði eg að láta hina vita, og færum við svo allir saman og um- kringdum kofann og tækjum hann. Eg sagði þeim frá þessu í eins fáum orðum og auðið var. Og þegar eg hafði beðið þá að bíða mín þar sem þeir voru, klifraði eg upp malarkampinn í þá átt, sem eg vissi að hásléttan lá. Alt var þarna vaxið þéttu kjarri og grýttur jarðvegur. Leið stundar þriðjungur þangað til að eg var kom- inn upp á hæðina. Eg skreið svo niður hinu megin. Fór eg mjög gætilega til þess, að ekki yrði vart við för mína. Loks kom eg á auðan blett á brún háslétt- unnar, eg litaðist um. Framundan mér voru næstum þverhniptir hamrar, frá 60 til 80 feta háir. Eg lagðist flatur niður og skygndist um fram a*f brúninni. Þar niðri sá eg þrjá kofa rétt undir klettinum. Frá litlu byggingunni til vinstri heyrði eg í þeim svifum há hlátra sköll. Því næst heyrðist maður syngja og leika undir á banjo. Er fólk þetta var að skemta sér þannig, reis eg upp og læddist í gegnum runnana leiðina, sem eg hafði komið. Eg vissi nú nóg til að skipa mönnum mínum til atlogunnar. Þegar eg var kominn til vina minna, sagði eg þeim hvað eg hafði séð og höguðum við at- lögunni á þennan hátt: Stýrimaðurinn skyldi á- samt tveimur manna sinna ganga kring um hæðina vinstra megin hásléttunnar, Wetherell ásamt tveimur mönnum skyldi fara hægra meg- in, en Beckenham og eg áttum að klifra niður klettinn, þar sem eg hafði verið. Engan hávaða mátti gera og af engri byssu hleypa fyr en eg blés í hljóðpípu til að gefa merki. Og svo lögð- um við af stað eftir að hafa gefið endurnýjaða aðvörun um þetta. Nú var farið að heiða og stjörnurnar tóku að skína, við og við heyrðist fuglsgarg er við stygðum þá, eða villusvín, sem rumdu er við ónáðuðum það, en annars gerðum við engan há- vaða. Eg komst með félaga mínum að klett- inum á bak við kofana, þar settustum við niður stutta stund til að veita hinum tækifæri að ná fram. Eg gaf svo Beckenahm bendingu um að fylgja mér. Við gengum svo með brúninni og fundum brátt stað þar, sem við komustum nið- ur með hægu móti og skriðum svo hægt að kof- unum. Eg hvíslaði að Beckenham að hann skyldi bíða mín, en eg gekk að dyrum kofans, en hélt mig eins vel í skugganum og eg gat. Strax og eg sá hurðina hélt eg þangað og bjóst að ráðast þar inn með valdi ef þörf gerðist. En eg átti eftir að mæta hindrun, sem eg hafði ekki tekið með í reikninginn. Eg sá að maður sat í dyrunum, og hlaut hann að hafa sofið, því að hann varð mín ekki var fyr en fet eitt var á milli okkar. Þá stökk hann á fætur og ætlaði að æpa upp, en eg réðist á hann. Þar hófst handa- lögmál mikið. Reyndi eg að ná taki um háls hans og hepnaðist mér það, og þjappaði eg svo vel að honum að hann hneig loksins aftur á bak með- vitundarlaus. Þessi bardagi var eins og martröð, án alls hávaða og í kolniða myrkri, en eg var samt þakklátur fyrir að honum lauk með sigri mínum. Eg reis upp eins fljótt og eg gat og gekk framhjá fallna manninum inn í kofann. Eg opn- aði hurð, sem sneri út að ganginum. “Hver er þarna og hvað viljið þér?” sagði rödd, sem eg hefði getað þekt hvar sem var. Án þess að svara tók eg hana í faðm minn og hvíslaði að henni nafni mínu og kysti hana aftur og aftur. Svo bað eg hana að ganga hljóð- lega og leiddi hana út í stjörnubjarta nóttina. Þegar við vorum komin að þeim stað, sem við höfðum klifrað niður einstigið, kom Beckenham í ljós, og í sama vetfangi æpti maðurinn, sem eg hafði barist við til að vara hina við. Sam- stundis heyrðist gauragangur og fyrirskipanir til manna, sem hilupu fram og aftur. “Flýtið ykkur niður að bátnum!” hrópáði eg eins hátt og eg gat og greip í hendi Phyllis og dró hana með mér upp hólinn, en Beckenham hljóp við hina hlið hennar og hjálpaði henni. Þótt eg verði hundrað ára, mundi eg aldrei gleyma þessu ferðalagi upp hæðina. Við hlup- um eins og hérar milli runna og trjáa. Við rifum hörund og* föt, en við hugsuðum aðeins um eitt, að flýta okkur. Þegar við vorum komin hálfa leið niður. hinu megin, var Phyllis alveg uppgefin, og því tók eg hana í fangið og bar hana það sem eftir var leiðarinnar. > Loks kom- ustum við að ibátnum og stukkum upp í hann. Allir menn mínir voru þar og bjuggustum við nú að róa út í skipið. En áður en við gætum lagt frá landi fengum við áfelli, sem um munaði. Lávarðurinn kallaði upp: “Hvar er Mr. Wetherell?” Við litum hvor á annan, þetta var rétt, gamli maðurinn var ekki með okkur. Þá misti Phyllis alveg kjarkinn, og bað hún okkur að snúa strax til baka og leita hans. En þar sem við höfðum nú bjargað henni með svona miklum erfiðis munum, þá vildi eg ekki eiga á hættu, að hún lenti aftur í höndum óvinanna. Þessvegna valdi eg fjóra sjálfboða meðal mannanna, og 'Urðum við eftir, en hinir reru út í skipið og af- hentu stúlkuna skipstjóranum til umönnunar og verndar, en við fórum að leita eftir Mr. Wether- ell, en báturinn átti að koma aftur og bíða eftir okkur. Við fórum strax í land og lögðum af stað inn í runnana, og hófum leitina eftir Mr. Weth- erell. Þetta var álíka og að leita eftir nál í hey- sátu, en annar maðurinn, sem hafði verið með honum, mundi eftir að hafa séð hann ganga niður hæðina, og fórum við því í þá átt. Við leituðum næstum í tvo tíma, en árangurslaust. Það fanst ekki tangur né tötur af gamla mann- inum. Gat hann hafa vilst og væri að leita eftir okkur einhverstaðar á öðrum stað? Til þess að ganga úr skugga um þetta, leituðum við hans í tveimur víkum þar, sem okkur fanst líklegast að hann væri að finna. En það var líka árang- urslaust. Þeir höfðu kanske náð honum og flutt hann til kofanna. Þá var best að halda þangað og reyna að bjarga honumúr klóm þeirra. Þetta var nú miklu hættulegra fyrirtæki en margan grunar, og eins og nærri má geta, fórum við all gætilega þegar við héldum til kofanna. Þegar þangað var komið var alt jafn hljótt og þegar við komum þangað fyrst. Ekkert hljóð heyrðist þegar við komum á hæðarkollinn nema vindþyturinn í krónum pálmaviðarins, er óx við ána. Það virtist ótrúlegt, að þarna hefði verið svona mikill hávaði eins og var fyrir skömmu síðan. Aftur læddustum við með mikilli gætni að kofanum, en nú sáum við engan mann. Fyrsti kofinn var auður, annar og hinn þriðji líka. Þetta var okkur óvænt og gátum við ekkert . þessu skilið. / Þegar við höfðum rannsakað hásléttuna og umhverfi hennar var farið að birta, og ennþá höfðum við ekkert fundið. Svo kom sólin upp úr hafinu og hófum við þá leitina á ný en á- rangurslaust. Wetherell ásamt óvinum okkar virtist gersamlega horfinn. Þegar klukkan var næstum sex, snerum við alveg upgefnir til bátsins. Hvað áttum við nú að gera? Það var svo sem auðvitað, að við gátum ekki yfirgefið eyjuna og látið gamla manninn eiga sig, en samt virtist það vera algerlega þýð - ingarlaust að vera lengur þarna, þar sem þeir gátu hafa farið með hann eitthvað annað. Svo kom einn mannanna til okkar. Hann hafði verið seinastur, og bar hann eitthvað í hendinni. Þegar hann kom nær, sá eg að það var bréfblað. Hann rétti mér það og á því stóð þetta: “Ef þið gangið yfir eyjuna að norður- hlið hennar, munuð þið finna hól og í hon- um er stór hellir. Hann er stuttan spöl frá sjónum. Þar munuð þið finna manninn, sem þið eruð að leita að.” Engin var undirskrift undir línum þess- um, og höndina hafði eg aldrei séð. En ekki datt mér í hug að efast um, að þessi frétt væri sönn. “Hvar funduð þér þetta?” spurði eg mann- inn, sem kom með það. “Það var fest á þyrnirunna þarna yfir frá á ströndinni,” svaraði hann. “Það einasta, sem við getum, er að ganga yfir í nyrðri víkina og rieyna að finna hellinn. Það er best að tveir ykkar rói bátnum um borð, og segið skipstjóranum að sigla norðan að eyj- unni og taka okkur þar um borð.” Undir eins og báturinn var lagður frá landi tókum við upp rifflana okkar og gengum aí stað. Nú var orðið mjög heitt, og auðvelt að geta sér til, að við vorum allir mjög þreyttir. En við mundum samt fá nægileg ómakslaun ef við fyndum manninn, sem við höfðum svo lengi leitað að. Að síðustu komum við fyrir nesið og inn í víkina, sem myndaði norðurenda eyjarinnar. Þetta var lítil vík. En að vestanverðu við vík- ina voru margir hólar, og á hólnum, sem var nærri miðju þeirra, sáum við svartan blett, sem mjög líktist hellismunna. Að þessum bletti beindum við nú för okkar, og vegna áhugans sem greip okkur, gleymdum við þreytunni. Þetta var hellir, og stór að því er virtist. Þetta var eins og í bréfinu hafði staðið. Við bjuggustum til varnar, ef vera skyldi að þetta væri gildra, og þannig nálguðustum við hellinn og kölluðum hátt nafn Mr. Wether- ells. Þegar óp okkar þögnuðu heyrðum við að einhver svaraði, og flýttum við okkur þá inn í hellinn. Við sáum þar einkennilega sjón. í miðjum hellinum stóð sver stólpi, sem var eitt- hvað sex til átta feta hár, bundinn við hann var ritari nýlendunnar, Nýja Suður-Wales. Við leystum af honum fjöturinn, svo leidd- um við hann, því að hann var of máttfarinn til að ganga óstuddur, út undir bert loft. Er hann var að ná sér spurði hann eftir dóttur sinni, og þegar hann heyrði að hún væri óhult, sagði hann okkur sögu sína og beindi orðum sínum til mín. “Þér hrópuðuð: “Flýtið ykkur niður að bátnum!” og hljóp eg þá ásamt hinum upp brekkuna eins fljótt og ipér var auðið. En eg er farinn að eldast, og gat því eigi hlaupið eins fljótt og eg vildi hafa gert, og drógst því brátt aftur úr hinum. Eg var kominn hálfa leið nið- ur hæðina þegar hár maður í hvítum fötum kom fram á bak við runna, miðaði á mig riffli og skipaði mér að stansa. Þar sem eg gat ekki neytt vopna minna, neyddist eg tli að fara að orðum hans. Eg var neyddur til að ganga til kofanna, þar bættist annar maður við í hópinn, og fóru þeir með mig þvert yfir eyjuna og að þessari vík. Þar lá bátur. Þeir fluttu mig í bátnum út að lítilli skonnortu, sem lá þar í vík- inni. Síðan fóru þeir með mig niður í káetuna, þar sem tveir eða þrír menn voru. “Gott kvöld, Mr. Wetherell. Það er sann- arlega óvænt ánægja,” sagði maður, sem sat við borðsendann og lék sér að svörtum ketti. Strax og eg heyrði rödd hans, vissi eg að þetta var Dr. Nikola. “Og hvað haldið þér að eg geri nú við yður, vinur góður?” sagði hann þegar eg svaraði engu því, sem hann hafði sagt fyrst. “Þér vogið yður ekki að gera mér neitt,” svaraði eg. “Eg krefst þess að fá að fara héðan og það strax.” > “Ef þér viljið fylgja ráðum mínum, þá ver- ið ekki að krefjast neins,’ ’sagði hann og augu ,j hans glitruðu enis og glóandi kol. “Þótt þér haf- ið bakað mér mikillar fyrirhafnar og mikils kostnaðar, þá skal eg samt fyrirgefa yður það og komast að samningum við yður. Fáið mér-------” í þeim svifum fór litla skipið að rugga, og er eg reyndi að halda jafnvæginu á höllu gólf- inu, féll eg á borðröndina. Þegar þetta skeði, datt litli teinninn úr vasa mínum og valt yfir borðið næstum í hendurnar á Dr. Nikola. Hann stökk á fætur og greip hann, og þið getið aðeins ímyndað yður ánægju hans. Með sigurhróss ópi stökk hann á fætur, svo að kötturinn datt ofan af öxl hans, og sagði við háa manninn, sem þar stóð: “Segið ræðurunum að flytja þennan mann í land, og binda hann við staurinn í hellinum. j Finnið svo ráð til að menn hans finni hann. Og verið fljótir, því að við siglum héðan eftir einn tíma. Eg óska yður til hamingju með hina yndislegu dóttur, sem þér eigið. Verið nú sæl- ir! Eftir einn tíma sigli eg héðan með þennan töfrasprota, sem þér hafið gefið mér, til að fremja með honum stórvirki, sem yður gæti aldrei dreymt um. En að skilnaði skal eg gefa yður ennþá eitt ráð: Hugsið yður um einu sinni eða tvisvar áður en þér leggið stein í götu Dr. Nikola.” Þeir fóru síðan með mig upp á þilfarið, þar sem þorparinn hann Baxter, var svo ósvífinn að hneigja sig mjög auðmjúklega fyrir mér, og innan hálfs tíma höfuð þeir fjötrað mig við staurinn inni í hellinum. Þið vitið um áfram- haldið. En nú s'kulum við komast um borð. Eg sé að báturinn nálgast.” Strax og báturinn kom, stigum við upp í hann og fluttustum um borð. Það tók ekki langan tíma og brátt hvíldi Phyllis í faðmi föður síns. En ekki mun eg tefja tímann við að lýsa þessum endurfundum og öllum hamingju ósk- unum, sem ringdu yfir þau. Það nægir að segja frá því að um miðdagsleitið var eyjan sigin í sæ og við vorum komin góðan spöl áleiðis til Sydney. Eftir miðdegisverðinn gengum við Phyllis saman eftir þilfarin og stönsuðum aftan til á því. Það var komið að kveldi, og það va,r eins fallegt og nokkur maður gat óskað eftir að það væri. Alt í kring um okkur var hið breiða, silfurgljáandi haf, og yfir því tindruðu hinar blikandi stjörnur í allri sinni dýrð. “Phyllis,” sagði eg, og greip hendi hennar og horfði inn í augu hennar, “en hvað við höfum ratað i mörg æfintýri síðan við hittustum fyrst í trjágarðinum um kvöldið. Vieistu, að hann faðir þinn hefir gefið samþykki sitt til að við giftustum?” “Eg á þér að þakka það, elsku Dick, að eg frelsaðist,” sagði hún og þrýsti sér fast að mér. “Þú hefir nú fyllilega unnið til mín, og það á drengilegan hátt.” “En þú mátt ekki segja þetta. Hefði eitt- hvað hent þig, hefði eg aldrei séð glaðan dag framar.” “En heyrðu, Dick. Eitt skil eg ekki. . Við borðið í dag kallaði skipstjórinn þig Sir Rich- ard. Hvað þýddi það?” “Já, það þýðir þetta: Að þótt eg geti ekki gert þig að hertogafrú, þá get eg gert þig að barónsfrú. Einhverntíma, ef þú sjálf 'vilt, verð- ur þú Lady Hatteras.” “En ertu þá barón, Dick. Hvernig vildi það til?” “Það skal eg segja þér. Manstu ekki eftir, að eg skrifaði þér frá Englandi, um þessa ein- kennilegu heimsókn mína til eina ættingjans, sem eg átti í víðri veröld?” “Gamla manninn og dóttur hans í Nýja- Skógi? Já, eg man eftir því.” “Þau eru nú bæði dáin, og af því eg er nán- asti ættinginn, þá erfði eg eignina og titilinn. Hvað finst þér um það?” í stað þess að svara kysti hún mig á vang- ann. Hún var nýbúin að þessu þegar faðir henn- | ar og Beckenham komu til okkar eftir þilfarinu. “Jæja Phyllis,” sagði faðir hennar, og sett- ist ásamt okkur á bekk einn. “Hvernig væri að þú segðir okkur nú frá æfintýri þínu. Við böfum ekkert um það heyrt.” “Það skal eg gjarnan gera. En hvar ætti eg að byrja? Frá þeirri stund, sem eg fór að heiman til að fara á danslsikinn. Eins og þú veist, komst eg til húss landstjórans, og þar hitti eg Mrs. Mayford, konuna, sem hafði lofast til að líta eftir mér og koma með mér. Við komum svo inn í danssalinn. Eg dansaði fyrsta dansinn við Hockford höfuðsmann, sem er einn af aðstoðarmönnum landsstjórans, og fjórð'i dansinn hafði eg lofað markgreifanum af Beck- enham.” “Því miður, svikagreifanum,” sagði Beck- enham. “Því miður, hvað mig smertir,” svaraði Phyllis. “Á miili dansanna vildi svo til að við sátum saman í stofu einni hjá danssalnum. Á meðan við sátum þar, gerði ungi maðurinn mér þann heiður, skal eg segja ykkur, að biðja mín. Það kom mér í mestu vandræði, en samt lét eg hann vita það, og það greinilega, að eg vildi ekkert hafa með hann að gera, og þegar næsti dans byrjaði skildum við bestu vinir. Hér um bil hálfum tima síðar, þegar eg var að dansa, kom Mrs. Mayford til mín og fór með mig inn > afheríbergi eitt. Mr. Baxter, kennari lávarð- arins, var þar, og bæði voru þau frámunalega alvarleg á svip. “Hvað er nú á ferðum?” spurði eg og horfði á þau óttaslgein. “Kæra vina,” sagði hún, “þú verður að vera ' hugrökk og taka þessu með stillingu. “Eg verð að segj a þér að hann faðir þinn er orðinn alvar- lega veikur, og hefir sent boð eftir þér.” “Er pabbi veikur!” hrópaði eg. “Eg verð að fara til hans undir eins.” “Eg er búinn að sjá fyrir öllu hvað það snertir,” svaraði Mr. Baxter. “Eg sagði þjón- inum yðar að hafa vagninn tilbúinn og bíða yðar við dyrnar. Með yðar leyfi skal eg nú fylgja yður út í hann.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.