Heimskringla - 20.02.1946, Blaðsíða 6

Heimskringla - 20.02.1946, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. FEBRÚAR 1946 HVÍTAGULL “Kæri Jim, þykir þér ekki svolítið vænt um mig, eða er þetta aðeins kunningsskapur stofn- aður af hendnigu?” Ef hún hefði bara getað spurt þannig upphátt! Svo tók skynsemin til máls á ný: “Honum þykir ekkert vænt um þig — ef honum þykir svolítið vænt um þig, þá er það vegna þess að þú komst drengilega fram við hann á laugardaginn var, þegar þú bjargaðir peningunum hans, og svo langaði hann að stofna til kunningskapar við stúlku En hann elskar þig ekki---” “Þú skrifar mér sjálfsagt þegar þú kemur til Northumbria og segir hvernig þér gengur?” spurði hún loksins í örvæntingu sinni. “Eg verð svo óróleg þangað til eg heyri, að þú hafir komist heilu og höldnu.” “Æ, eg sárkvíði fyrir að fara héðan á morg- un, Aníta,” sagði Jim þungbúinn. “Hversvegna?” “Það er svo hræðilega einmanalegt þar norður frá. Alveg eins einmanalegt og á tungl- inu. Eg mim sakna alls þessa hérna---” hann veifaði hendinni í áttina til salsins. “En allra mest mun eg sakna þín.” “Já. eg mun líka sakna þín, Jim,” sagði Aníta og var mikið niðri fyrir. “Þessi vika hefir verið svo yndisleg — mér er ómögulegt að hugsa til þess að þú farir í burtu.” Jim svaraði því engu, en þegar hljómsveit- in fór aftur að spila og þau dönsuðu út á gólfið, þá hélt hann henni þéttara að sér en áður, og varir hans snertu hárið hennar. Nú þegar hann þurfti að fara norður, hugsaði hann sjálfsagt um hversu einmanalegt þar var, og óskaði sér að hann gæti haft með sér þennan kunningja sinn frá þessari síðustu viku. Hann mintist hinna fimm síðustu ára í einverunni þar norð- urfrá. “Ef — ef þú skyldir þarfnast hjálpar, Jim, þá beiðist eg lausnar frá starfinu,” sagði Aníta alt í einu með titrandi röddu. Hún reyndi að dylja angist sína með því að slá upp í spaug. “Þetta verk, sem eg hefi nú endist ekki nema fáeinar vikur hvort sem er, og eg er góður ritari í raun og veru. Þótt guðimir megi vita hvað úlfaveiðari ætti að gera við einkaritara, ann- ars----” Þessi orð komu Jim til að taka ákvörðun sína. Hann stansaði á miðju góKinu. “Aníta, þú getur svo sem komið með mér!” hrópaði hann. “Þú sagðir þetta í spaugi, en eg segi þetta í alvöru. Gætum við ekki látið þessa viku vara æfilangt? Jú, víst getum við gert það! Það væri svo yndislegt að hafa þig þar norðurfrá! Maður getur barist við margt. en einveran er verst. Komdu með mér!” Aníta barðist eins vel og henni var auðið, að láta eigi sjá hver áhrif þessi orð höfðu á sig, en hún var blóðrjóð og hendi hennar titraði í hendi hans, og hjarta hennar barðist eins og það ætlaði að springa. Hún starði niður fyrir sig og þorði ekki að líta í augu hans. Ljósin, fólkið og hljóðfæraslátturinn gekk alt í öldum. En svo tók skynsemin til máls með sinni kuldalegu rödd: “Honum hafði ekki dottið í hug að taka þig með sér, þetta er ekkert nema skiftivindur tilfinninganna.” “Aníta líttu framan í mig — og segðu: Já!” sagði Jim í bænarrómi. Þetta bónorð var svo h'kt honum og þarna í miðri fólksþvögunni. Menn rákust á þau og hrintu honum svo að hann rakst til á gólfinu, en hann tók ekkert eftir því, ekki einu sinni eftir því, að fólk fór að stara á þau. “Þér fellur þá svolítið vel við mig — nógu mikið til að byrja með?” spurði hann lágt og áf jálgur. “Svolítið! Æ, Jim — mér hefir aldrei litist eins vel á neinn og mér líst á þig--” “En hversvegna segir þú þá ekki já, fyrst þetta er svoria?” spurði hann og þrýsti hendi hennar þangað til hún hnipraði sig saman af kvölum. “Eg þrái að þú komir þangað með mér, Aníta — og eg skal vera þér góður.” Nú var rödd skynseminnar alveg þögnuð. Hún hafði í raun og veru aldrei haft neinn byr síðan um nóttina, er Iþau stóðu undir trénu í garðinum. 2. Kapítuli. Aníta reyndi að sannfæra sig um, að þetta væri enginn draumur, er hún sat þarna við hlið Jims í flugvélnini og horfði niður á þetta^fcin- kennilega land, sem þau voru að fljúga yfir. Þetta var brúðkaupsförin þeirra, og þetta var i fyrsta skiftið að hún hafði flogið — og í fyrsta skiftið sá hún norðurlandið. Nú hófst æfintýri hennar. — Alt saman var svo ótrúlegt og ó- raunverulegt. Þau voru mörg hundruð kíló- metra norður af Edmonton, löngu síðan voru þau komin fram hjá síðuátu ruddu blettunum hjá McMurray. Nú voru þau yfir óbygðunum, á norðurleið — alt af á norðurleið. Við og við flugu þau gegn um regnskúra og þokubletti og héldu sig í 2500 metra hæð. Kuldinn var bitur, en regnið hafði engin lam- andi áhrif á flugvélina. Vélin, sem hafði 300 hestöfl, dró hið mjög hlaðna loftfar áfram með tvö hundruð mílna hraða á klukkustund. Þau streymdu gegnum loftið rólega og örugg eins og máfur. Aníta varð fyrir vonbrigðum hvað landið snerti og ætíð urðu vonbrigðin meiri. Hún hafði hugsað sér þetta fallegt land, en í staðinn var það hið ljótast land sem hún hafði séð. Lágt og flatt án nokkurra hæða. Vötn og ár voiu skólp- lituð, og barrskógarnir dimmir og draugalegir. Það var eins og alt landið væri sósað í vatni fremur fen en þurlendi. Lækir, ár og síki og tjarnir voru þar alstaðar. Hún gat talið mörg hundruð vötn á skammri stundu. Hvemig gat nokkur lifandi maður búið á öðr- um eins stað °g þessum? Það var víst ekki hægt að stíga tíu spor án þess að lenda ofan í. Aníta sá sjálfa sig í þessu feni, og í öllum mý- varginum. En það yrði sjálfsagt alt öðru vísi uppi í Northumbria. Annars var Jim miklu fallegri eftir að hann hafði lagt af stað, og lagt niður bæjarfötin. Þau fóm ekki vel. Hann sat þama og horfði á sjóndeildarhringinn, en Aníta hefði óskað að hann hefði litið við og horft á sig við og við. Reyndar var örðugt að tala í vélniðnum, en Jim var óþarflega þögull. Við og við stalst hún til að líta á hann, vonsvikin yfir þumbaraskap hans. Hann var nógu alminlegur. Ekki vantaði það, í Edmonton hafði hann borgað allar skuldir hennar, og keypt henni föt og fallegan demants- hring, þótt hann hefði sjálfur þurft ýmislegs með fyrir sjálfan sig, og hafði verið mjög um- hyggjusamur um hana. En samt var hún óró- leg. Jim var svo ólíkur því, sem hann hafði verið í Edmonton, þarna um kvöldið undir trénu eða í danssalnum? Og hversvegna hafði hann ekki kyst hana, þar sem þau höfðu verið ein tímum saman? Aníta starði ufn stund niður á svartan vatnsflötinn. Þau voru yfir Athabaska-vatninu. Hún sá margar skógiþaktar smáeyjar, en brátt varð henni litið á Jim. Henni fanst stundum að maðurinn, sem sat þarna við hlið hennar væri ókunnugur maður. Já, þau höfðu nú ekki þekst lengi. Þau höfðu dansað saman í fáein kvöld, en annars áttu þau fátt sameiginlegt — mjög lítið til þess að vera hjón. Hún varð óttaslegin þegar hún hugsaði til þess út í hvaða æfintýri hún hefði anað. Þarna var hún komin upp í flugvél og barst óðfluga til ókunnugs lands, og átti alla sína velferð á valdi eins manns. 1 Edmonton hafði hún þó átt að kunningja sína og vinnuna áína. En nú gat hún ekki treyst neinum nema Jim Lansing einum. Ef hann brigðist nú---- “Nei, vertu ekki að þessum hugarórum. Jim er ekki þesskonar maður, að hann sé sí og æ að tala um tilfinningar sínar eða að auglýsa þær. Þetta sem þér finst fálæti er ekkert nema eðlilegt fyrir hann,” sagði hún við sjálfa sig. Frá Athabaska-vatninu fylgdu þau hinu mikla Þrælafljóti norður. Aníta varð æ hrifnari af tignarsvip landsins er norðar dró. Það var í sjálfu sér eins og heil heimsálfa. “Við stönsum í Smith víginu eins og í tvo tíma,” sagði Jim loksins- og brátt kom áfanga- staðurinn í ljós. Fyrst virtist hið rudda svæði eins og örlítill díll, ekki stærri en frímerki i hinum mikla furuskógi, en varð greinilegra eftir því, sem Jim lækkaði flugið. í þessum stað situr stjóm þessa landshluta, sem er eins stór og helmingur allra Bandaríkjanna. Þarna vom herbúðir riddaralögregluliðsins, kynblendinga kofar og lengra frá Indíánatjöld, auk þess vom þarna búðir hins mikla Hudsno’s Bay verzlun- arfélags. Jim flaug nokkra hringi yfir þorpinu áður en hann settist. Vatnið freyddi í fossum frá flotdublum flugbátsins er hann settist á vatnið. Svo fór hann hægara og hægara unz hann staðnæmdist fram undan bryggjunni. Þar lágu fjórar, rauðar flugvélar bundnar við stjóra. “Það er svolítið veitingáhús þarna uppfrá,” sagði Jim og benti henni á hús eitt. “Farðu þangað og fáðu þér eitthvað að borða og hvíldu þig. Eg verð að láta bensín í vélin og fara yfir hluta hennar áður en við leggjum upp í hina löngu leið, sem nú er fyrir höndum.” “Eg vil heldur bíða hérnahjá þér,” sagði Aníta. Henni leist alls ekki á að fara ein í land á þsesum ókunnuga og einkennilega stað. “Já, farðu. Þú getur hvort sem er ekki hjálpað mér neitt hérna,” svaraði Jim. Tuttugu til þrjátíu menn, sumir hvítir og aðrir kynlblnedingar, höfðu safnast saman á bryggjunni. Jim stöðvaði vélarnar. klifraði nið- ur á duflið og varpaði taug til eins mannsins á ströndinni, skeggjaðs gullnema. Margir tóku í taugina og brátt var flugbáturinn fastur. Aníta hoppaði í land og þvínæst Jim. Þeir þektu hann víst og virtu þarna norður frá. Allir störðu á Anítu eins og hún væri fáséð skepna og þarna stóð hún og beið og Jim skifti sér ekkert af henni né kynti hana fyrir mönn- unum. í stað þess benti hann á sandgötu eina og sagði henni að ganga eftir henni inn í þorpið. Þar gæti hún spurst fyrir eftir veitinga staðn- um. Jim vildi losna við hana! Aníta gekk hægt upp stíginn — henni fanst að hún væri meira einmana, en henni hafði nokkru sinni fundist hún vera í matsöluhúsi Rósu gömlu. Það var eins og Jim, eina atkerið hennar í óbygðum þessum, hefði slept henni lausri. Hvað gat svo sem gengið að manninum? Var þetta fyrsta að- vörunin um það hvernig um hana mundi fara þarna norður frá? Ætlaði hann að meðhöndla hana eins og óþarfan flutning? Aníta kom inn í gistihúsið og litaðist um. Það var víst fremur bygt til þæginda fyrir full- nema og veiðimenn, en í hagnaðar von. Það var fallegt með góðum stólum og píanói. Eini maðurinn, sem þarna var inni var há- vaxinn riddaralögreglumaður með þrjár randir á erminni. Hann sat við hljóðfærið og lét fing- ur-na renna eftir nótunum. Það var auðheyrt að endur fyrir löngu hafði hann leikið vel, en gleymt því vegna langvarandi æfingarleysis. Er Aníta stóð þarna og beið þess er að hönd- um bæri opnaðist hurðin út í eldhúsið, og stúlka kom inn. Hún hafði blásvart hár og tindrandi svört augu. Vegna þess hve þeldökk hún var, hlaut hún að vera kynblendingur. “Þú ert Mrs. Lansing — kona Jims? En hvað þú ert snotur — og svo ung!” Anítu til mestu undrunar þá vafði stúlkan handleggjun- um um háls henni og kysti hana á vangann. “En þú hlýtur að vera svöng. Nú skalt þú fá matinn undir eins, en á meðan skaltu koma með mér upp í henbergið mitt. Eg bý þar sjálf og enginn annar, og þar getur þú verið,” bætti hún við og var auðsýnilega upp með sér yfir að hafa her- bergi sjálf. “Fellur þér við landið héma?” spurði stúlk- an, er þær komu inn í snotra herbergið hennar. “Eg sá nú ekki mikið af því ofan úr loft- 1 inu. en hérna er fallegt,” svaraði Aníta gætilega. “Já, það má nú segja að það er fallegt hérna í Smithvíginu, og margt höfum við hérna, sem þeir hafa ekki í borginni,” sagði kynblendings- stúlkan með barnalegri einfeldni. “Og gufu- báturinn kemur hérna tvsivar í viku, og við höfum oft dansa, og þá koma lögreglulþjónarnir og dansa við okkur. En í hvert skifti og gufu- báturinn kemur flytur hann hingað fulla tunnu af bjór.” Aníta gat ekki að sér gert að brosa að því, sem þeir þarna norður frá álitu reglulega við- hafnarmikið og skemtilegt. Hún lagaði sig til, fór síðan inn í stofuna og beið eftir matnum. Hún fékk þrisvar sinnum meira en hún gat borðað, þótt svöng væri. Lögreglumaðurinn spilaði alt af á píanóið, 'en Aníta tók eftir því að hann gaf henni gætur við og við. Hann var eitthvað hálf fertugur en alvarlegur á svip, já, næstum því hörkulegur og skarpleitur—drengi- legur maður. Að stundu liðinni reis hann úr sæti sínu og gekk yfir til hennar. “Afsakið, en eruð þér ekki Mrs. Lansing?” spurði hann kurteislega. “Eg er vinur Jims. og heiti David Westlake. Eg á líka heima í North- umbria, og þar sem við eigum að verða nágrann- ar, gat eg ekki látið hjá líða að heilsa yður.” Westlake sagði henni að hann væri þarna í embættiserindum og ætlaði nú heim til North- umbríu. Það væri umboð sitt. Aníta athugaði hann gaumgæfilega á með- an hann ræddi við hana. Stálgráu augun hans voru stundum hvöss eins og hauksaugu, en stundum og oftast voru þau með draumkendum blæ. Hana furðaði á að hitta slíkan mann þar um slóðir, jafn mentaður og glæsilegur og hann var. “Þið Jim hafið sjálfsagt komið flugleiðis frá Edmonton í morgun?” sagði hann. “Já, við lögðum af staðklukkan þrjú.” “Og þið hugsið ykkur að komast til North- umbríu í dag?” Aníta kinkaði kolli og hann bætti við bros- andi: “Já, þetta er líkt Jim; ferðast þrjú þúsund kílómetra í einum rykk! Hann er margra manna maki að orku og dugnaði. — Hm — þér móðgist ekki yfir því að eg tala um manninn yðar?” “Nei, ekki þegar þér talið jafn lofsamlega um hann og þér gerðuð núna.” “Það er ekki örðugt að tala vel um Jim,” svaraði Westlake. “En hvernig stendur á því að fólk, sem hefir mig aldrei fyr augum litið kallar mig Mrs. Lansing?” spurði hún. “Það skal eg segja yður. Jim útvarpaði frá McMurray þeirri frértt, að hann væri að koma í flugvél með — afsakið — með nýja konu. Og hér höfum við öll tæki til að hlusta á útvarpið. 1 Northumbría mun hver maður, kona og krakki ásamt hverjum hundi og mýflugu, koma niður á bryggjuni til að hitta ykkur að máli þegar þið komið þangað.” “Til að sjá flugvélina eða nýju konuna hans Jims?” “Hvorttveggja. Það ber ekki svo margt við hér um slóðir að við notum okkur ekki til hins ítrasta það. sem við ber. Einkum þegar þetta eru góðir viðburðir,” bætti hann við ridd- aralega. “Já, flugvélin er reglulega góð,” sagði Aníta. “Já, yndisleg, ung og hrífandi,” svaraði Westlake hlægjandi. Aníta varð strax hrifin af Westlake, og henni þótti vænt um að slíka menn var að finna á þessum slóðum. En þótti henni raunverulega vænt um að hafa hitt hann? Hún fann ósjálf- rátt til þess að hún hefði vakið eitthvað í sál Davids Westlake á þessum fyrstu samfundum þeirra. Augu hans, djúp og stálgrá, ljómuðu af aðdáun er þau horfðu á hana — aðdáun, sem gerði hana órólega. Að klukkustund liðinni kom Jim. Þeir Westlake heilsuðust rólega og alúðlega eins og gamlir vinir. Aníta, sem var jskilningsbráð, veitti því eftirtekt að lögrgeluforinginn leit á Jim eins og yngra bróður, sem honum þótti vænt um — með trygð og virðingu. Og það gladdi Anítu ósegjnalega, að hún hefði ekki farið vilt vegar er hún treysti Jim fyrir framtíð sinni. “Hefir þú séð flugvélina mína, David?” spurði Jim. “Eg get flogið 150 mílur á tíma er >eg fer fulla ferð, og get farið yfir 800 mílur án þess að fá eldsneyrti! Nú get eg komist um land- ið, er þér óhætt að trúa. Bíddu bara einn mán- uð og eg skal gera þann brest að hann heyrist um alt landið og alla leið til gamla landsins!” Þetta var gríska í eyrum Anítu. Þeir voru iennilega að tala um til hvers ætti að brúka flugvélina — en það hafði hún ekki fengið að vita. Og hvaða brestur átti þetta að verða sem heyrðist alla leið til Evrópu? Það særði hana mjög er hún sá að Westlake vissi um þetta en hún ekki. Jim hafði trúað honum fyrir þessu, kanske líka öðrum en leynt hana þessu, konuna sína. Treysti hann henni ekki? “En heyrðu, David, getur þú ekki brugðið þér með okkur í kvöld? Það er nægilegt rúm í flugvélinni. Ef þú bíður eftir flugbátnum verð- ur það tveggja vikna töf,” sagði Jim. “Hm — það væri ekki sem verst — en eg vil ógjarnan þrengja að fólki, sem er á brúð- kaupsferðalagi,’ ’sagði Westlake. “Hvaða vitleysa. Þér þrengið ekkert að okkur. Eg vil svo gjaman að þér komið með okkur,” sagði Aníta. “Já. þá þakka eg fyrir — mér er líka illa við að þú komir á undan mér til Northumbríu, Jim — Cæsar Bioleau og karlamir hans dvelja þar núna.” Jim leit aðvarandi á Westlake, Aníta sýnd- ist ekki betur en hann sparkaði í legg Westlakes undir broðinu. Það var auðheyrt að hann vildi ekki láta hana heyra neitt um þetta. Var Jim í einhverri hættu? Aníta vissi, að hann gekk altaf með skambyssu í vasanum, og nú mundi hún líka eftir að hann hafði horft rannsakandi á mennina, sem stóðu í lending- unni er þau gengu í land fyrir tveimur tímum síðan. Já, það var svo sem auðséð að Jim átti einhverja óvini. Þeir sátu auðsæilega um líf hans, annars gengi hann ekki með hlaðna skam- byssu. Óvinir hans mundu bíða hans í North- umbríu. Aníta gat þakkað David Westlake að þessi síðari hluti ferðalagsins var skemtilegri en fyrri hlutinn. Hann skildi að hún mundi eiga bágt með að átta sig á þessu ókunna landi, og reyndi að leiðbeina henni eins vel og hann gat. Annars var landið alt öðmvísi þegar hér var komið norður. Þama var nóg af vötnum og alstaðar lá fallinn ‘skógur. Mílu eftir milu voru valkestir grannra furu- og grenitrjáa, sem eigi höfðu staðist storminn og höfðu fallið fyrir honum. Aldagamall stórskógur hafði farið somu leið. “Þetta er þó aldrei svona norðunfrá?” spurði hún. “Jú, eg er hræddur um að öðru megin vatnsins sé það sama,” svaraði hann. “En hvað er hinu megin?” “Vatnið.” Anítu hrylti við. öðru megin var alt þakið í föllnum skógi og hinu megin eyðivatn. Og þarna átti hún að eiga heima! Hún hafði gert sér það í hug, að norðurlandið væri þakið blá- um elfum, tærum stöðuvötunm og gnæfandi, þögulum skógum, en á milli væru hátinduð fjöll með snæþöktum burstum, og sumstaðar öræfi þakin hreindýramosa og blómum á sumr- um. Það var því ekkert undarlegt. að raunveru- leikinn flytti henni sár vonbrigði. Þessi vold- uga og hræðilega auðn, lét hana finna til hvað hún var lítil og pnáttvana. En alt var samt ágætt ef hún gæti treyst Jim, en Aníta var í hræðilegri óvissu um það Hann var alt öðruvísi nú en á hveitibrauðsdög- unum. Eitthvað var að. Eitthvað sem yfir' gekk skilning hennar, og afskaplega mjög úr réttu lagi.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.