Heimskringla - 13.03.1946, Blaðsíða 2

Heimskringla - 13.03.1946, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIHSXBIMGL A WINNIPEG, 13. MARZ 1946 MINNINGARORÐ , Sveinthór Leo Thorvaldson Þann 20. janúar s. 1. andaðist að heimili systur sinnar, Mrs. E. Couch, Winnipeg, Man., Svein- thór Leo Thorvaldson. Hann var fæddur 15. nóv. 1899 í Riverton, Manitoba. Foreldrar hans voru: Sveinn Thorvaldson, kaupmaður í Riverton, og fyrri kona hans, Margrét Sólmundssson. Sveinthór ólst upp hjá foreldr- um sínum í Riverton og gekk þar á skóla. Að því skólanámi loknu stundaði hann þriggja ára nám á Manitoba Agricultural College, og útskrifaðist þaðan með góðum vitnisburði fyrir ástundun sína og kostgæfni við námið. Að þeim tíma liðnum vann hann heima við hjá föður sínum og síðan á ýmsum stöðum. Hin síð- ustu ár var hann útgerðarmaður á Winnipeg-vatni. Fyrir þrem árum síðan veiktist hann, og hef- ir átt við þung veikindi að búa JUMBO KÁLHÖFUÐ Stærsta kálhöfðategund sem til er, vegur 30 til 40 pund. óviðjafnanleg í súrgraut og neyzlu. Það er ánægju- legt að sjá þessa risa vaxa. Árið sem leið seldum vér meira af Jumbo kál- höfðum en öllum öðrum káltegund- um. Pakkinn 10«, únza 800 póstfrítt. FRf—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1946 Enn sú fullkomnasta 89 DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario alla þá tíð, unz sjúkdómur þessi j leiddi hann til dauða, eins og áð- ur er sagt, 20. jan. s. 1. Með Sveinthóri heitnum er fallinn í valinn góður maður og ; vinsæll. Hann var vandaður til orða og verka, og ávann sér hlý- hug allra, sem kyntust honum. Hann var í framferði sínu mjög yfirlætislaus maður og laus við alt prjál í hugsunum og orðum, einlægur og góðviljaður öllum sem hann kyntist, þegar hann er horfinn er hlýtt um minningu hans í hugum vandamanna hans og vina. Hinn langa sjúkdóm sinn bar hann með mikilli þolinmæði, og naut góðrar hjúkrunar hjá syst- kinum sínum og vandamönnum, er reyndust honum sannir vinir í þungri raun. Hann var jarðaður frá kirkju Sambandssafnaðarins í Riverton. Hann hafði verið í stjórn þess safnaðar um mörg ár, og unnið mikið fyrir hann hvenær, sem með þurfti, og hann gat því við komið. Honum fylgdu til grafar, auk fjölda systkina og náinna ættmanna, margir vinir og kunn- ingjar. Með honum er horfinn góður maður, sem allir minnast með hlýhug og eftirsjá. E. J. Melan ÁRSSAMKOMA ISLEND- INGAFÉLAGSINS í FARGO Islendingafélagið í Fargo hélt árssamkomu sína 15. febrúar s. 1. með kvöldveizlu í hinum rúm- góðu salarkynnum Country Club í Moorhead, Minn., við ágæta að- sókn, enda þótt ýmsir utanbæjar, svo sem allstór hópur fólks frá Mountain, gætu eigi sótt sam- komuna vegna fannkomu og ófærra vega. Prófessor T. W. Thordarson, forseti félagsins, hafði veizlu- stjórn með höndum, og fórst það hið bezta úr hendi. Aðalræðumaður samkomunn- ar var Prófessor A. G. Arvold, er kennir leikritasögu og leik- list við Landbúnaðarskólann (State College of Agriculture) í Fargo, og er viðkunnur maður í þeirri grein, sem og fyrir at- hafnasemi sína og forystu í málum Frímúrarareglunnar, en hann hefir skipað æðstu virð- ingarstöður hennar í Vestur- álfu. Hvað oss Islendinga snert- ir, ber þess og sérstaklega að geta, að hann er mikill aðdáandi lands vors og menningar þess og hefir reynst íslenzkum stúdent- um hollvinur. Hann heimsótti Island og önnur Norðurlönd Al- þingishátíðarárið 1930, og í hinni skörulegu og snjöllu ræðu sinni lýsti hann þeirri ferð sinni, en ræddi annars sérstaklega um leiklist á Norðurlöndum og hinn mikla og margþætta skerf, sem norrænu þjóðirnar hafa lagt til þeirrar menntar. Lýsti ræðan mikilli þekkingu, ríkum skiln- ingi og djúpstæðri ást á við- fangsefninu. Þá vildi svo heppilega til, að hinn víðfrægi landi vor, dr. Vil- hjálmur Stefánsson landkönn- uður og rithöfundur, var á fyrir- lestraferð á þessum slóðum og gat setið ársveizlu Islendinga- félagsins. Flutti hann kröftug- og efnismikla ræðu um íslenzk menningarerfðir, bókmenntir og sögu, og sýndi fram á, hve mikla þýðingu það gæti haft fyrir ís- land, og hve gagnlegt það yrði fræðimönnum annara þjóða, ef settur yrði á stofn við Háskóla Islands sumarskóli eigi aðeins í íslenzkum fræðum heldur einnig í jarðfræði og haffræði, að ógleymdri mannfræði, þar sem Islendingar standa sérstaklega vel að vígi vegna víðtækrar ætt- fræðilegrar þekkingar þeirra og rannsókna á því sviði. Aðrir ræðumenn voru Carl Freeman sjóliðsforingi, Majoi Sidney Björnson og Arthur Carl son kennari, er allir höfðu dvalið langvistum á stríðsárunum á Is- landi, og sögðu þeir frá dvöl sinni þar. Litu þeir eðlilega á hlutina frá sínum bæjardyrum, en báru allir íslenzku þjóðinni hið bezta söguna fyrir gestrisni og vin- semd. Ber þess sérstklega að geta að Arthur Carlson, sem er af sænskum ættum, hafði bæði lært að skrifa og tala íslenzka tungu, og auðsjáanlega einnig eignast glöggan skilning á sérkennum og menningu hinnar íslenzku þjóð- ar. Norðmaðurinn Johan Bergheim frá Bismarck, sem árum saman hefir staðið framarlega í þjóð- ræknislegri starfsemi landa sinna í Norður Dakota, flutti samkomunni hlýjar og faguryrt- ar kveðjur frá þeim, er lýstu vel áhuga hans og skilningi á sam- eiginlegum norrænum menning- arerfðum vorum. Dr. Kris Björn- son og dr. B. K. Björnson fluttu einnig stuttar ræður, en dr. Rich- ard Beck, vara-ræðismaður Is- lands í Norður Dakota, flutti kveðju frá ríkisstjórn Islands og Þjóðræknisfélaginu og hvatti til framhaldandi árvekni og sam- heldni í þjóðræknismálum. Að loknum ræðuhöldum og al- mennum söng, er Carl Freeman stýrði, fóru fram embættis- mannakosningar fyrir yfirstand- andi ár og voru þessir kjörnir: H. Stefánsson, forseti, en hann hafði áður verið vara-forseti; Mrs. B. K. Björnson, vara-for- seti; Oliver Olson, féhirðir, og Sam Kartenson, ritari. Fráfar- andi embættismenn, auk próf. Thordarson, voru: Mrs. Sig Björnson, féhirðir og John Free- man, ritari. Skemtu menn sér síðan við dans og samtöl fram yfir mið- nætti. Þótti samkoma þessi hafa verið hin ágætasta og minnis- stæðasta margra hluta vegna. — Eiga Islendingar í Fargo þakkir skilið fyrir þessa félagsstarfsemi sína og þann þjóðernislega á- huga, sem þeir sýna í verki með henni. Richard Beck 50 ára minningar um skáldskap Borgfirginga Fyrsta hefti er nú komið á bókamarkaðinn, og er það ákveð- inn vilji útgefandans að ekki líði á löngu að fleiri hefti komi fyrir almenningssjónir. — Þetta hefti er 30 blaðsíður, í góðri kápu og prentað á ágætan pappír. — Verð: 50c. — Fæst í Bókabúð Davíðs Björnsson og hjá Viking Press Ltd. HIGH GRADE MALTING BARLEY SEED Now Available Through SHEA-DREWRY BARLEY IMPROVEMENT FUND The Manitoba Barley Improvement Committee is this year again making high quality seed barley available for seeding through the country elevators. Distribution will be made any place in Manitoba, and the barley is of O.A.C. No. 21 variety. Minimum quantity for any order 10 bushels. Seed wfll be shipped in two bushel sacks, freight prepaid. The supply is limited, consequently applications will be con- sidered in the order in which they are received. Ask your local elevator agent for price. Cash must accompany order. The present price situation is a temporary one due to feed shortages. Canada needs malting barley and there will be a large export demand in the future. Further particulars and order form, may be obtained from your local elevator agent or The Manitoba Barley Improvment Committee, Room 153 Legislative Building, Winnipeg, Manitoba. Zd Fulkomnar ánægju Vefjið Sígarettur yðar úr OGDEN'S FINE CUT eða reykið OGDEN'S CUT PLUG í pípu. DÁNARMINNING Konan Ólöf Sigurveig (Mrs. August Johnson) andaðist á spít- ala í Winnipegosis, Man., 27 janúar s. 1. eftir fjögra daga legu þar, afleiðing af slagi, sem hún fékk að kveldi þess 22. s. m. Hún var 88 ára og tæpra 11 mánaða gömul, hún var fædd í Svein- ungavík í Þistilfirði í Norður- Þingeyjarsýslu 7. marz 1857. — Foreldrar hennar voru Jón Sig- urðsson, ættaður úr Múlasýslu, og kona hans Aðalbjörg Þorkels- dóttir, frá Hólsseli á Hólsfjöll um, N.-Þingeyjarsýslu. Ung að aldri fór Ólöf frá for- eldrum sínum í vistir þar í sveit- inni, sem reyndust henni nokk- uð misjafnar, langsamlega bezt reyndist henni vistin í Laxár- ial, hjá Jóni Björnssyni og seinni konu hans Kristínu, þess heim- ilis mintist hún altaf með ást og virðingu. Þar var hún í 5 ár, Vorið 1879 giftist hún fyrri manni sínum, Aðaljóni Guð- mundssyni Jónssonar frá Sköru- vík á Langanesi. Strax eftir gift- inguna er lagt á stað í langferð- ina til Ameríku, fyrst landleið til Vopnafjarðar, og þar á skip, ! ferðinni haldið áfram eins og farartæki þá leyfðu, til Grand Forks í Norður Dakota. Ólafur, bróðir Aðaljóns, var kominn vestur 3 árum áður, hann var þar til að taka á móit bróður sín- um og tók hann með sér út á stóran búgarð sem hann var að vinna á, og fleiri sveitunga sína sem voru í þessum hóp, en Ólöf varð eftir í Grand Forks og fór þar í vist hjá norskum hjónum og var hjá þeim það sem eftir var sumars og langt fram á haust. Þegar uppskeru vinna er búin kemur maður hennar til baka, og þeir félagar. Næsta vetur eru, þau hjón kyr í þessum bæ, en næsta vor, 1880, flytja þau sig langt norður, (<og hitt fólkið líka sem var samferða að heiman), á heimilisréttarlönd sem mennirn- ir voru búnir að taka 10 mílur frá Grafton, N. Dak. Þar byrja þessi ungu hjón sinn landbúnað. Á þessu landi eða löndum, sem urðu fleiri með árafjöldanum bjuggu þau í 19i/2 ár. Margir erfiðleikar hafa hlotið að verða á leið þeirra fyrstu bú- skaparárin, eins og allflestra sem komu efnalitlir frá gamla land- inu á þeim tímum, en þau yfir- stigu þá með áhuga og dugnaði, og urðu efnalega sjálfstæð með tíð og tíma. Hveitirækt var aðal atvinnan, en seinustu árin sem þau voru þarna urðu þau fyrir miklu tjóni af hagli, svo efnahagur þeirra þrengdist svo, að þau seldu lönd sín og bú og fluttu til Canada, norður til Winnipegosis, Man. Komu þar í nvember 1899, sett- ust að í því þorpi, sem var þá rétt að byrja, og ætluðu sér að vera þar bara yfir veturinn, því út á land var ætlun þeirra að fara með vorinu, en Aðaljón átti ekki að fara lengra, hans dagar voru taldir. Hann dó 20. desember, af afleiðingum af slagi. Ólöf býr í þessu þorpi um vet- urinn með sín 6 börn og aldraða móðir sína og 1 fósturbarn. Elzti sonur hennar þá 19 ára, yngsta barnið 3 árá. Sonurinn reynir að ganga í spor föðursins eins og hann bezt getur, að hjálpa móður sinni. Snemma lætur hún fara að byggja sér hús út á landi 10 mílur frá Winnipegosis, það er Red Deer Point, sem þá var al- gerlega eyðiland. Hennar heim- ili var það fyrsta sem þar varð til, en eftir 3—4 ár eru margir Islendingar þar komnir. Þegar hús hennar var tilbúið um vorið, flytur hún í það með alt sitt fólk; hún nefndi heimilið Hól, þetta var vorið 1900, en 1905 flytur hún sig á annað pláss, sem maður flytur í burtu af, það pláss hét Lundur. Lengi var hún kend við þessi heimili sín, Ólöf á Hóli eða Lundi. Var oft sagt og það eftir það að hún var þaðan farin. Hún var brautryðjandi í þess- ari bygð. Það komu margir og leituðu skjóls og athvarfs hjá henni á meðan þeir voru að líta sér eftir aðsetursstað. Margir þeirra hafa minst hennar með þakklæti fyrir hjálpsemi og að- stoð, sem hún og börn hennar veittu þessum innflytjendum sem á eftir henni komu til Red Deer Point. 17. marz 1906, giftist hun í annað sinn, Augusti Johnssyni, hann ættaður úr Borgarfjarðar- sýslu;-þá var hún búin að missa son sinn áðurnefndan. Hann dó í Winnipeg eftir uppskurð í okt. 1904. Hún hélt áfram búskap í Lundi með seinni manni sínum til vopsins 1913, þá fluttu þau til bæjarins Winnipegosis, og í þriðja sinn byggir hún sér heim- ili í auðn, því það var í útjaðri bæjarins þá. Þar eignaðist húr fremur laglegt heimili, sem húr. prýddi mest sjálf með mikilli blómarækt úti og inni. Eftir 6C ára búskap varð hún að hætta að stýra sínu heimili, þá voru lík- amskraftarnir að þverra og sjón- in að bila, og seinustu 5 árin varð hún að þola það mótlæti að vera alveg blind. Þau 5 ár var hún í sambýli við dóttur sína, Emilíu, með aðstoð hennar og eftirliti. Eg sem þetta rita var einnig með henni. Þetta sem að ofan er skrifað, eru aðeins nokkrir punktar úr æfisögu þessarar háöldruðu landnámskonu. Hún hafði séð bæði skin og skugga lífsins, hún eignaðist 12 börn í fyrra hjóna- bandi sínu, nú eru bara 4 þeirra á lífi, hér talin eftir aldursröð. 1. Kristín Soffía, hún gift Gunn- laugi H. Schaldemose; 2. Guðjón Joodman, giftur Elísabet Björns dóttir (Crawford); 3. Emilía Laufey, ekkja eftir Albert Stef- ánsson, hann dáinn fyrir 6 árum, þessi 3 öll búsett í Winnipegosis; 4. Þrúður Margrét, gift Sigur- birni Paulson, þau búsett í Win- nipeg. 22 barnabörn lifa ömmu sína og 10 barnabarnabörn. Ólöf var lífsglöð og léttlynd, hafði mikið þrek til sálar og lík- ama. Hún hafði altaf fótavist fram að síðustu fjórum dögun- um. Hún var fróðleiksgjörn og skemtin í viðræðum, hafði óbilað minni til síðustu stundar, gat frá mörgu sagt frá fyrri tímunum. Hún fylgdist mikið með því sem var að gerast á Islandi, hún elsk- aði gamla landið sitt og var sann- ur íslendingur. Hún las töluvert mikið seinni árin, meðan sjónin var óbiluð, og aðrir fyrir hana eftir það, en hún var vönd að bókum, henni féll ekki alt í geð af nútíma skáldsagnarusli; hún var trúhneigð og trúföst á sína barnatrú, sú trú var henni leið- arljós og styrkur gegnum alt líf- ið. Hún var meðlimur íslenzka lúterska safnaðarins í Winnipeg- osis frá byrjun hans, einnig var hún í íslenzka kvenfélaginu; í báðum þessum félögum vann hún eftir getu sinni til orða og athafna, því kristindóm og líkn- arstarf var henni kært að styrkja. Eins og áður er sagt andaðist hún á sunnudagsmorguinn 27. janúar. Hún var jarðsett 29. s. m. Athöfnin fór fram frá ís- lenzku kirkjunni í Winnipegosis, lögð til síðustu hvíldar í Winni- pegossi grafreit. Enskur kven- prestur, sem hér er starfandi, hafði kveðjumál og íslenzkir sálmar sungnir, það var mikið blómskrúð lagt á kistuna frá vin- um og vandamönnum, sumt langt aðsent. Margt fólk var við- statt jarðarförina, var. þó illfært veður, frostharka og vindur. Hér læt eg, sem þessar línur rita, staðar numið frásögn um lífsferil þessarar konu. Eg stóð svo nærri henni, að einhverjuiu gæti dottið í hug að eg ofsegð> eitthvað, en það get eg sagt með sanni að líf hennar var svo fag' urt, hreint og hákristilegt, að það væri óþarfi að reyna að fegi-3 það með oflofi. Við ástvinirnÚ kveðjuiq okkar elskulegu konUi móðir og ömmu með orðum góð3 skálmaskáldsins okkar, séi-3 Valdimars heitins Briem. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir alt og alt. Gekst þú með guði, guð þér nú fylgi. Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Guð gefi okkur öllum að get3 geymt minningu hennar í hug3 og hjarta eins og okkur vera bef August Johnson Það er sagt að bændur í Ar’ gentínu hafi fundið upp auglý® ingaaðferð, sem reynist ve ’ þegar þá vantar menn í UPF skeruvinnu: Þeir hengja þá mikið af kvel1 fatnaði á girðinguna hjá sér, °f þegar menn, sem lítið hafa fyr‘r stafni og reika um þjóðvegin3' sjá þetta, halda þeir að hér se mikið val ungra meyja. &e>l gera sér þá ferð heim og spyría hvort ekki vanti menn til UPP. skeruvinnu. Jú, það stendu heima, að maðurinn ræður s1 Bóndi lætur flíkurnar han^ úti, þar til hann hefir nógu marga menn. Þá te hann þær inn. A

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.