Heimskringla - 13.03.1946, Blaðsíða 1

Heimskringla - 13.03.1946, Blaðsíða 1
We lecommend for your approval our "BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Wi nnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. J ... - - 4 LX. ÁRGANGUR We recommend for your approval our "BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. | -¥ WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN. 13. MARZ 1946 NÚMER 24. FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Sorgleg frétt að heiman 1 fréttum er hingað vestur kváðu hafa borist, en hverjum, veit Heimskringla ekki, er henni sagt að manntjón og skipskaðar hafi orðið á Islandi um síðustu ^iánaðarmót, að fimm mótorbát ar hafi farist og 20 manns alls áruknað. Þetta skeði á Suður- nesjum, Itralegri frásagnir hafa Llaðinu ekki borist. Hvassveður í lofti Það er hætt við að fundur Al- Þjóðafélagsins (United Nations L^rganization), sem hefst 21. ttiarz í New York, verði engin íyrirmynd í samhug og sáttfýsi. ^álin, sem þar koma til yfirveg- Unar, eru mörg og flest ólíkleg til að elfa samkomulagið, sem illa ^há við að fyrir hnekki verði. Pyrst og fremst, er samningur stóveldanna þriggja við Iran, er af einni þjóðinni, Rússum er ó- efndur. Samkvæmt honum átti bandaþjóða-herinn, að vera far- lnn úr landinu 2. marz. Rússar Þ^fa ekki efnt þann samning. ^ndan því kvarta íranar. Enn- tremur hefir öryggisráðinu verið Send klögun frá Kínverjum. Er hún í því fólgin, að Rússar hafi flutt í burtu úr Mansjúríu mikið stórverksmiðju stofnunum landsins til Rússlands. Frakkar kafa tilkynt öryggisráðinu að Þeir fari fram á, að ástandið á ^Páni sé óviðunandi og sé hættu- *°gt heimsfriðinum. Segjast þeir Saekja þetta mál, hvort sem þeir fai nokkra aðstoð eða ásjá frá Þinum bandaþjóðunum. Einnig Uefir heyrst, að Argentína muni ^aga Bandaríkja-stjórnina, fyr- lr afskifti hennar og yfirlýsing- ar um að landið héldi uppi fas- lshia. Telur Argentínu-stjórnin Pað hafa verið pólitískan kosn- lnga-áróður á Peron-flokkinn, í nýafstöðnum kosningum. ^annig er nú í pottinn búið. npp úr muni sjóða öðru v°ru, má búast við. Mr Byrnes elt 0g nýlega ræðu, sem, þó Ussland væri þar ekki nefnt, 4ð hvi þýða? Ef gengið er á gerða samninga, er í raun og veru alt umstang Alþjóðafélagsins harla lítils virði. Það er þetta, sem er mergur málsins. Hús úr aluminum Hús úr aluminum (málmi, sem Jónas frá Hriflu kallar ál á ís- lenzku) er nú verið að smíða á Englandi. Eru 5 verksmiðjur, sem við smíðina fást. Húsin eru algerlega smíðuð á verkstæðun- um. Voru 82 af þeim nýlega sett niður á spildu af landi í Bristol, sem borgin átti. Er búist við að innan skmams verði 50 af slíkum húsum smíðuð á dag. Veitir ekki af þessu því þörf er sögð fyrir 54,000 hús, sem stendur. En á framleiðslu þessari verður eða er nú þegar byrjað í mörgum borg- um. Um verð slíkra húsa getur ekki, heldur ekki hversu full- komin þau eru að gerð. En í lofts- lagi eins og á Englandi, má ætla að þau komi að þolanlegum not- um. Frá Spáni Hvað gerir Franco í sambandi við kröfur Breta, Bandaríkjanna og Frakka um að láta fara fram frjálsar kosningar um, hvort þjóðin kjósi sér fasista- eða lýð- veldisstjórn? Því er ekki að leyna, að Franco sér hættuna, sem hann er staddur í. En fregn- riti Montreal Star, sem á Spáni er staddur, segir Franco muni með öllum upphugsanlegum ráð- um reyna að bjarga fasismanum. Hann eflir herinn óðum, hefir nú um 700,000 manna her, sem er ekki svo lítið á friðartíma fyr- ir land, sem Spán. Hann hefir og síðustu árin lagt mikið kapp á vegalagningu, sem margir líta á sem mest gerðu fyrir ferðalög hers. 1 öðru lagi var Don Juan þar nýlega á ráðstefnu með stjórn Francos, en hann er ríkis- erfinginn. Ef í það versta fer mun Franco heldur reyna að setja hann til valda, en leggja niður stjórn, vitandi vel, að hann ^ar full af umkvörtunum og ekki' gætl fyrir ÞV1 haft mest í stjórn- Juldist að beint var að Rússlandi. inni að segja. Ekkert af þessu Við getum ekki þegjandi felt nægði nú, ef Bretar, Bandaríkin olíkur við að nokkur bandaþjóð- °g Frakkar fylgja máli sínu fram anna gangi í verki á bug við mefi afli- ^n það mundi kosta Stefnu þá, sem haldið er íram og aðra langvarandi byltingu og SainÞykt er í Atlantshafs-sátt-, bióðsúthellingar, en slíkt vill I^Unum”, sagði Mr. Byrne. — Þjóðin ekki. Þarna er því úr Alt til gréina tekið”, segir blað vöndu að ráða. ^ontreal Star, “verða Banda- tJR ÖLLUM ÁTTITM Lögin um ákveðið verð á vör- 'um í Canada, ganga úr gildi 1. I ríj>: ln að sjá um að sáttmáli þessi e haldinn, hvað sem það kostar g hvort sem afli þarf til þess að I 6lta, eða ekki.” þ ^r- Byrne komst ennfremur júní n. k., nema því aðeins að j1-.llnig að orði í ræðu sirini. “Við | sambandsstjórnin endurnýi þau. l Urn engan rétt til þess, að hafa Til þess að vita hvað vilja þjóð- i 1 nokkru landi er sjálfstjórn arinnar líður í þessu, hefir farið j,. lr> án hennar samþykkis.” —1 fram spá-atkvæðagreiðsla. .^lnnig bætir hann við: “Það hef-' hún þannig: . engin þjóð rétt til þess, að taka ! Með ákvæðisverði 73% atkv. Fór jJ.8nir annara þjóða, sem skaða sk en samningur um Þær jj a®ahaetur er samþyktur af í núaÞjóðunum.” I H 21% atkv. Á móti því__ Enga skoðun höfðu 6% atkv. ★ ★ * Einn af þingmönnum Canada jj. ér er auðsjáanlega átt við 1 Ottawa-þinginu, er sagður rið- ^siand. Skaðabótamál þetta inn við landráðabrallið með rúss- v nu ef til vill ekki svo mikil- neska-hringnum. Hver hann er, hj8t \sjálfu sér. Þaðmunuvíða hefir ekki verið birt- þv.a tlðkast hin breiðu spjótin í i * * * efn’ Með Iran-málið er alt Á Englandi drekti kona sér ný- r>ð Þr: ,[U að gegna. Þar gengur ein lega. Hún hét Sylvia Lucas, 34 lggja stórþjóðanna á gerða ára. Á borðinu heima hjá sér ninga. Það kann að vera að skildi hún eftir miða og kvaðst ram V°rk ^ ^essu greiðist a New til þessa úrræðis grípa, vegna þar fundinum og Rússar sýni drykkjuskapar eiginmannsins, ijj Sanngirni. En sé ekki samn- Philip Lucas. Við jarðarförina i^ 111 hinna stóru þriggja fylgt, var mikið af núbúakonum hinn- sPyrja, hvað þeir haíi að ar látnu. Þegar eiginmaðurinn hélt burtu frá gröfinni, sendu konurnar honum tóninn og köst- uðu snjó og moldarköglum í hann. Lögreglan varð að koma honum til bjargar. * ♦ * Um 50,000 Rússar, sem fund- ist hafa í þeim héruðum Þýzka- lands, sem Bandaríkin ráða yfir, hafa verið sendir heim til Rúss- lands. Er þarna bæði um her- menn og óbreytta borgara að ræða. Gera Bandaríkin þetta samkvæmt Yalta-samningunum, um að senda alla Rússa, sem í þýzkum herbúningum kunna að finnast, eða sem á einn eða ann- an hátt hafa viljuglega int þjón- ustu af hendi fyrir Þjóðverja, heim til Rússlands. Eru Rúss- arnir óviljugir að fara heim og verður oft að taka þá með valdi og senda til Rússlands. Tíu hafa þegar fyrirfarið sér. ★ * * Mannerheim, forseti Finn- lands, hefir sagt stöðu sinni lausri, sakir heilsubilunar. Hann er 97 ára og hefir verið sér til heilsubótar í Portugal um skeið. J. K. Paasikivi, forsætisráðherra, hefir gegnt forseta embætti í fjarveru Mannerheims og er tal- ið víst, að hann verði eftirmaður hans. * * ★ G. S. Thorvaldson, K.C., og fylkisþingmaður í Manitoba, lagði til í skorinorðri ræðu á þingi í gær um landráðamálin, að “fingurmyndir” væru teknar af öllum kommúnistum í Can- ada. Kvað hann engan efa á, að landráð hefðu verið framin með spæjarakukli þeirra, en hitt væri verra, að þeir reyndu að gera gabb að sambandsstjórninni og rannsókn í málinu, sem við lög varðaði einnig og væri að bæta gráu á svart ofan. Kvað hann þá menn illa verða frelsis síns í þessu landi, er þannig færu að ráði sínu. ★ * ★ Utanríkismálaráð Frakka lýsti því nýlega yfir, að Bretar og Frakkar hefðu komið sér saman um að vera horfnir með heri sína burt úr Sýrlandi 30. apríl. Burt- flutningur hersins byrjaði 11. marz. Frá Lebanon mun her Frakka og Breta einnig bráðlega hverfa. Eru samningar á döfinni um það. FRÉTTABRÉF ÚR FLJóTSDALSHÉRAÐI Það er víðtekin regla að byrja á tíðarfarinu, einkum ef það er frábært á aðra hvora hliðina. Nú er það betri hliðin á því, sem ver- ið hefur frábær síðan júlí síð- astliðinn hóf göngu sína. Sumarið allt var einn sólskins- dagur að heita má, og svo ljúf- viðrasamt að aldrei ýfðist strá í heyflekk. Jafnan mátti raka í hverja átt, sem bezt hentaði í það skifti. Nýting heyja varð ágæt, og spretta góð á túnum einkum seinni slátturinn, nema á allra harðlendustu túnum, þeim hætti við að brenna vegna hinna stöðugu þurka. Sláttur býrjaði í seinna lagi, því vorið var kalt og gróður fór mjög hægt lengi vel. Samt gekk fénaður vel fram. Heyfengur varð með betra móti, þótt seint væri byrjað, og útjörð væri víða fremur rýr, en bæði eru nú engjar lítið notaðar víða, og svo bætti hin hagstæða heyskapartíð allt annað upp. Hausttíðin var einnig ágæt, og svo hlý að jarðeplagras stóð óskaddað fram að veturnóttum þar sem bezt lét. Jarðepli voru prýðilega sprottin, og eru þau góð búbót hjá mörgum, bæði í heimilið og sem kaupeyrir. Rófur spruttu lakar, enda hefir ekki fengizt nema lélegt fræ hin síðari árin. Sauðfé var vænt eftir þetta góða sumar, einkum þó fullorðið fé. Mylkar ær þóttu yfirleitt með allra vænsta móti. — Hins- vegar hefur gengið ílla' að hafa það úr heiðunum, og þó einkum að halda því frá að hverfa til afréttanna aftur, því heiðarnar voru snjólausar langt fram á vet- ur. Mannfátt er nú orðið á bæj- um hjá því sem áður var og nið- urlagt að ganga fyrir ofan, sem kallað var með fram fjallinu. Þegar taka skyldi hrúta í hús, Læknishjónin kvöad Oddný Vigfúsdóttir Ingólfur Gíslason læknir S. 1. miðvikudagskvöld var efnt til veizlu á Royal Alex- andra hótel, til að kveðja Ingólf lækni Gíslason og konu hans, en þau voru fulltrúar hér á þjóð- ræknisþinginu, heiman af Is- landi. Að máltíð lokinni, fóru fram ræðuhöld og söngur. Fluttu ræður Guðmann Levy, forseti Fróns og veizlustjóri þetta kvöld, séra Valdimar Eylands, Paul Bardal fyrv. þ.m., A. S. Bardal, er auk ræðu skemti með kveð- skap, E. P. Jónsson. Kvæði flutti Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, skóla- bróðir Ingólfs læknis, er birt er í þessu blaði. Með söng skemti Mrs. R. Gíslason og Ragnar Stef- ánsson las upp kvæði. Allar ræðurnar lýstu mikilli hlýju til heiðursgestanna og þakklæti fyr- ir mikla skemtun veitta okkur. Að endingu svaraði Ingólfur læknir, þakkaði góðvild og gest- risni þeim hjónum sýnda. Lét hann þá skoðun í ljósi, að hann væri sannfærður um að íslenzka ætti hér langt líf fyrir höndum, sem er hverju orði sannara, en því aðeins þó að betur sé fyrir séð, en nú horfir. Að læra ís- lenzku hér er eins auðvelt og að drekka úr kaffiblola, ef kensla kemst hér á réttan grundvöll. Og því fyr sem sá grundvöllur er lagður, því betra er það. Læknishjónin héldu s. 1. föstu- dagsmorgun suður til Dakota; mun læknirinn hafa verið feng- inn þar til að flytja erindi á með- al Islendinga. Heldur hann ferð- inni áfram þaðan til Washington. Það má um Ingólf lækni segja svipað og St. G. segir í kvæði sínu um komu Vilhelms Pálsson- ar til Alberta. Að sjaldan til vor skjótast mun eins skemtilegur drengur. Til Ingólfs Gíslasonar læknis, 1946 Eg stari, hugsa, hljóður saman ber. — 1 huga mínum á eg mynd af þér. Þú ungur varst, er fundumst fyrsta sinn og fríður sýnum eins og nafni þinn. Með fjör í auga, frelsisroða’ á kinn, og fölskvalaus var allur svipur þinn; en skólaþjóðin skemtin, gáskafull, hún skírði þig, og nefndi “kvennagull”. Það óvænt gleði var að hittast hér, og hjartanlega vildi’ eg fagna þér. En ekki er kyn þó hrímguð séu hár: Við höfum ekki sézt í fimtíu’ ár. Um það í fyrri daga dreymdi mig að drottinn mundi fara vel með þig og leiða þig við hlið sér fram á haust. — ’Hann hefir líka gert það svikalaust. Þó aðrir viltust eða frysu’ í hel þér áttir sýndi’ ’hann bæði lengi’ og vel; en hann var ekki einn um starfa þann: Þau unnu saman, konan þín og hann. Að gyðja lífsins teygi togann sinn og treini lengi kertisstúfinn þinn; að alt í framtíð vinni þér í vil á vegferð þinni — eins og hingað til. Eg óska þess, og bið að heilsa heim, eg heiti’ á þig að skila kveðjum þeim; að heilsa öllu — klökkur kveð eg þig — og kystu gömlu “Baulu” fyrir mig. Sig. Júl. Jóhannesson sem að jafnaði þykir ekki mega dragast fram yfir 11. nóvember, þá urðu þeir ekki allir auðteknir. Munu þeir síðustu ekki hafa náðst í hús fyrren um mánaðar- lok. Af því leiðir svo að sumir munu eiga vel snemmbærar ær á komandi vori. Veturinn hefir verið einmuna góður og mildur. Má svo heita, að ekkert frost sé í jörðu, því það sem fraus í des. þiðnaði aftur í janúar. Þá var oft vorblíða. Hinn 18. janúar voru sundfuglar hér á Lagarfljótinu niður af bæn- um, sem sveimuðu fram og aftur um víkina eins og á vorin í maí. Eg man ekki til, að eg hafi séð það áður um hávetur, þau 60 ár, sem eg man eftir mér hér. Sumt af hestum gengur enn úti, en sauðfé var farið að hýsa um jól. Afkoma bænda er nú hin sæmilegasta, og allt önnur en var fyrir 15 árum. Um og eftir 1930 var hin alvarlegasta kreppa eins og allir vita, þá, og reyndar um allmörg ár áður, þjáði svo mögnuð ormaveiki sauðfé, að til mikilla vandræða horfði, við- skiptakreppan var smáræði hjá því. Bústofninn mínnkaði jafnt og þétt. Þótt reynt væri að setja á gimbrar til viðhalds ærstofn- inum, þá var % tif helmingur þeirra dauður áður en það urðu arðberandi ær í búinu. Um 1932 og árin á eftir fór Niels Dungal prófessor að rannsaka þessar pestir, og kom út úr því með ormalyf, svo nú er leikur einn að fóðra féð með því að gefa þetta meðal öllu sauðfé tvisvar á vetri. Nú kemur varla fyrir að £ind drepist, og afurðir eru góðar eftir árferði, en fóðureyðsla minni. Um þetta leyti sukku bændur í botnlausar skuldir, svo hjálpa þurfti mörgum með kreppulán- um 1933. Nú eru allar skuldir greiddar, og margir eiga talsverðar inn- stæður að krónutali, þótt lítið verði úr þeim, þegar nota skal þær til eirihverra framkvæmda, einkum ef þær krefjast mikillar aðkeyptrar vinnu. Þótt verð á framleiðsluvörum okkar bænda hafi hækkað talsvert þessi stríðs- ár, þá hefir kaupgjaldið hækkað meira. Eg ætla að síðastliðið sumar hafi það komist í 6.30 kr. um klukkustund. þó dilkurinn geri 90 — 100 kr. eftir vænleik fjárins, þá fást ekki 2 dagsverk fyrir hann, en fyrir stríð munu hafa fengist 3 — 4 dagsverk fyr- ir dilkinn. Skólasetur eru tvö á Héraði, Eiðaskóli, sem er alþýðuskóli fyrir konur og karla, og Hall- ormsstaðaskóli fyrir húsmæðra- efni. Þessir skólar eru báðir full- skipaðir. A Eiðum er yfirbyggð sundlaug. ÞangaiJ sækja fuli- naðarprófsbörn af Austurlandi á vorin til að læra sund, því það er nú gert að skyldu með lögum að börn læri sund um leið og þau ljúka prófi. Má segja að margur lærdómur er ónauðsynlegri. Jökuldælingar byrjuðu á að reisa heimavistarbarnaskóla í sumar, og er hann kominn undir þak. Hann er á Skjöldólfsstöðum Aðrir barnaskólar eru ékki á Héraði, en nú eru miklar ráða- gerðir um að hefjast handa á næstunni, og mun í ráði að tveir eða fleiri hreppar verði saman um heimavistarskóla. Hér læt eg staðarnumið að sinni. Skógargerði 1. febr. 1946. Gísli Helgason Indíánahöfðingi nokkur í Mexíkó hafði þann sið að láta smyrja sig í olíu og strá á sig gullsandi. Spánverjar kölluðu hann “hinn gullna”.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.