Heimskringla - 13.03.1946, Blaðsíða 3

Heimskringla - 13.03.1946, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 13. MARZ 1946 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA SÆMUNDAR EDDA Á TJEKKNESKU Nýjasta verk dr. Emil Walt- ers í þágu ísl. bókmennta. Árið 1942 kom út í Praha, á frolag Evropský Literárni-Klub, falleg bók í skrautlegri útgáfu, sem hafði inni að halda öll hetju- kvæðin úr Sæmundar-Eddu, þýdd á tékknezku. Þýðandinn var — mér liggur við að segja: vitanlega — dr. Emil Walter sendiráð, því að hann hefir um mörg undanfarin ár verið lang fremstur í flokki allra lands- nianna sinna um að efla kynni þeirra á íslenzkum bókmenntum. Og fyrir rúmu ári hafði dr. Walter lokið við þýðingu sína á Eddu allri. Er það í fyrsta sinni, sem Sæmundar-Edda í heild hef- ir verið þýdd á nokkurt slav- nezkt mál, svo að hér er um merkan viðburð að ræða fyrir ís- lenzkar bókmentir. — Yms af Eddukvæðum hafa verið þýdd á pólzku, að vísu, en ekki nærri öll. Útgáfan tékkneska er afar vönduð, prentuð á góðan pappír °g með skýru letri. Og sérstak- lega má geta þess að henni fylgja nnargar teikningar og litaðar 'riyndir, sem einn af hinum kunnustu yngri teiknurum Tékk- óslóvaka, Anton Strnadel, hefir gert af ýmsum atriðum er um getur í kvæðunum. Teikningarn- eru í fornlegum stíl, en þó °aeð mjög sérkennilegum pers- ónulegum stíl listamannsins. Emil Walter mun vera sá mað- ur, sem mest allra núlifandi hefir gert að því að kynna bókmenntir fslands erlendis, bæði nútíma- bókmenntir en þó einkum forn- bókmenntirnar. Hann hefir þýtt fjöldan allan af Islendingasög- um, svo sem Eyrbyggju, Gunn- laugs-sögu ormstungu, Hrafn- bels sögu -freysgoða, Laxdælu °- fl. sem allar hafa verið gefn- sr út og Njála mun öll eða mezt- óll vera til þýdd eftir hann í handriti. — Yms forn kvæði hefir hann og þýtt, auk Sæm- Undar-Eddu, svo sem flokka úr Snorra-Eddu, og Lilju, sem gefin vsr út í einkar vandaðri útgáfu °g skreytt á listrænan hátt með lýstum upphafssöfum. Dr. Emil Walter dvaldist hér fíma úr sumri fyrir meira en tuttugu árum, ásamt frú sinni, til að kynnast landi og þjóð, og fór þá talsvert um, og kynnti sér sórstaklega stöðvar Njáls sögu. ®ftir það skrifaði hann að jafn- aði mikið um Island í tékknezk blöð og tímarit og jafnan af hin- um bezta skilningi og meztu vel- vild. En bókmenntum Islands að f°rnu var hann kunnur löngu óður, því að hann lagði stund á u°rrænar bókmenntir sem há- skólanámsgrein og hlýddi meðal a mars á fyrirlestra próf. Finns keitins Jónsonar við Hafnar- báskóla í nokkur missiri. En að loknu meistaraprófi Serðist hann starfsmaður í utan- rikismálaþjónustu hins nýstofn- aða tékkóslóvakiska lýðveldis og Sukum kunnáttu sinnar í norður- lundamálum og þekkingar á Uorðurlandaþjóðunum, hefir uurin jafnan starfað í sendisveit- Tékkóslóvaka þar, fyrst n°kkur ár í Kaupmannahöfn og Slðan — og lengst af — í Stokk- ’ólmi, hema nokkur ár er hann Var forstöðumaður deildar einn- Sr í utanríkisráðuneytinu í Pra- . a- — Þegar Þjóðverjar gleyptu ' sig Tékkóslóvakíu 1939, varð lílnn ekki við skipun hinna nýju Vafdhafa um að hverfa heim, en Saf afram í Stokkhólmi, þó að ^udisveitin væri lögð niður. — ’lnmitt þessi árin hefir hann '‘Uvörðungu helgað sig bók- neutastarfsemi og þá ekki sízt ;num íslenzku hugðarefnum smum. . fsfendingar standa í þakklæt- S°kuld við dr. Walter fyrir það 'Uikl Þetta starf skipar honum á bekk með þeim erlendum mönnum, sem bezt hafa þótt vera komnir að því að nefnast Islandsvinir. Sk. Sk. ENDURSVAR 65 ÁRA AFMÆLI að við a starf, sem hann hefir unn- íslenzkra bókmenta og ^ 1 Þágu ha hynningu þjóðarinnar út á °g fyrir fölskvalausa ást ns á bókmentum Islendinga. Sveinn Björnsson, forseti Is- lands á 65 ára afmæli í dag. Is- lenzk þjóð flytur hinum fyrsta íslenzka þjóðhöfðingja árnaðar- óskir sínar. Hér verða æfiatriði ihans ekki rakin að þessu sinni, I enda eru þau alþjóð í öllum aðal- atriðum kunn. Það, sem skiftir mestu máli, er, að þegar þjóðin á s. 1. vori skyldi kjósa sér forseta, þá ríkti sá einhugur í því máli, að Sveinn Björnsson yrði kosinn, að al- I menn kosning var óþörf, því | enginn annar var í kjöri. I Ótvíræðari traustsyfirlýsing frá alþjóð manna varð naumast i fengin. ■ Að óreyndu efuðust ýmsir um Iþað, að íslendingum mætti tak- i ast að fá hinu unga lýðveldi for- í seta, sem stæði utan og ofan við | stjórnmálaþref og flokkaerjur. I Þetta tókst giftusamlega þegar j til kom. Með þeirri byrjun má vænta þess að hér skapist sú hefð, sem áreiðanlega yrði giftu- drjúg fyrir þjóðina Þegar stjórnmálaflokkunum bregst sú bogalist, að fá starf- hæfa þingbundna stjórn, veltur það fyrst og fremst á myndug- leik og stjórnvísi forsetans að fá þau vandræði leyst. Þá er hann í sinni persónu fulltrúi gervallr- ar þjóðarinnar, og forysta hans miðast við það, að vilji hennar j og hagsmunir fái sem bezt notið sín. Af öllum núlifandi Islend- ingum er það Sveinn Björnsson forseti fyrst og fremst, sem al- i menningur í landinu treystir til |Slíkrar handleiðslu. En um leið j hefir íslenzkt þjóðlíf fengið nýj- an streng, þegar menn sjá, að þeim mönnum er búinn hinn mesti vegsauki og virðingar- staða, sem vinna þjóðheillastörf sín utan við afmarkað svið stj- órnmálaflokkanna. Þegar Sveinn Björnsson var kosinn ríkisstjóri á Alþingi, tókst svo til að Bessastaðir voru gerð- ir aðsetursstaður hans. Við þenna stað eru tengdar ýmsar daprar minningar úr sögu þjóðarinnar. Því hér var höfuðból hins er- lenda valds á mestu niðurlæg- ingartímum þjóðar vorrar. Sveinn Björnsson vildi ekki að hinar döpru sögulegu minn- ingar fældu menn frá því að gera Bessastaði að forsetabústað. í Einmitt þessi staður sem minnir menn oft á eymd þjóðarinnar fyrr á árum, skyldi í framtíðinni verða íslenzkasti staðurinn á Is- landi, höfuðból forsetans, en um leið skyldi þar fá skjól hið bezta sem íslenzk menning fær alið í hvívetna. Með þeim hug, settist forseti Islands að á Besststöðum. Islenzka þjóðin þakkar Sveini Björnssyni fyrir margþætt starf hans í þágu íslendinga, fyrir for- göngu hans í atvinnu- og fjár- málum, meðan hann starfaði hér sem málaflutningsmaður, full- trúi í bæjarstjórn Reykjavíkur og sem þingmaður, Að heita má allan þann tíma, sem sambandssáttmálinn var í gildi er gerður var 1918 milli ís- I lendinga og Dana var Sveinn Björnsson forseti fremsti full- trúi landsins í samningum og viðskiftum vorum við aðrar þjóð- ir. Yrði það langt mál, ef rekja 1 ætti öll þau störf hans. Eftir alla þá þjónustu hans og fyrir- j greíðslu fyrir íslenzka hagsmuni varð hann sjálfkjörinn sem fyrsti forseti lýðveldisins. Um leið og Islendingar flytja j forsetanum árnaðaróskir sínar í dag, og þakka honum hand- , leiðslu hans á marga lund bera menn þær eindregnu vonir í brjósti, að þjóðin meigi lengi njóta forystu hans, sem forseta lýðveldisins.—Mbl. 1. marz. Síðan Heimskr. bar mér svar Sellu s. 1. mánudag hefi eg átt bágt með að afráða hvort eg ætti að fást neitt meira við það mál. 1 tilliti til hagsmuna, hvað á- standi frúarinnar viðvíkur, er það augsýnilega tilgangslaust; en hinsVegar kynnu einhverjir aðr- ir að hafa gagn af nokkrum skýringum. Þá er það fyrst að fleygja af mér þeim áburði að eg hafi nokk- urs staðar gefið til kynna að kon- ur væru yfirleitt einfaldari en karlmenn. Og allra sízt hefði mér dottið í hug að segja neitt því líkt um Sellu. Fáir karlmenn í Canada til dæmis gætu staðist við að reyna að kasta skugga síns persónuleika og sinna vitsmuna á Dorise Neilsen eða Nellie Mc- Clung; og Salome Halldórsson (svo nær sé gripið) hefir aldrei þurft að láta í minni pokann sök- um gáfnaleysis. Og það er fylsta álit mitt að Dorothy Thompson, þrátt fyrir stefnu sína, sé eins skýr og snjöll og nokkur karl- maður í Ameríku. En engum er alls varnað. Hinir vitrustu menn heimsins eru oft afar barnalegir á einhverju sviði mannlífs-málanna, aðeins af því að þeir hafa ekki haft þörf eða afstöðu til að ígrunda það með alvöru. Hefðin og vaninn eiga þar mestan þátt í máli, og því er svo erfitt að yfirstíga allan gaml- an átrúnað og siði. Eg til dæmis átti í löngu stríði með að losa mig við gömlu útksýringuna á “frelsi”, sem mér var innrætt í barnaskóla. Og nú sé eg að þau börn, sem Sella hefir yfir að ráða, eiga öll hið sama stríð fyrir höndum þegar þau sleppa undan forystunni og komast loks til vits og ára. Talsmenn “frelsisins” í pen- ingamenningunni leggja alla á- herzluna á rétt einstaklingsins til að yfirstíga og undirtroða ná- ungann. Það kann að vera ósköp spennandi fyrir hinn hepna eða sterka, og er í fullu samræmi við slagorðið fræga “the survival of the fittest” (sem væri betur nefnt “the strongest”); en það er ekki eins spennandi fyrir hinn, sem undir verður. Hann finnur ekki eins glögglega til frelsisins, sem í því leggur. Eg held jafnvel að Sella myndi sjálf fara að efast í því ástandi, ef til kæmi, sé hún ekki komin með öllu af lærdóms- aldrinum. Hið sanna frelsi, frelsið sem bankarnir og meðmælendur þeirra vita ekkert um, er það að fá að lifa í samræmi við lögmálið — frelsið til að hlýða hinu raun- verulega lögmáli lífsins. Það firrir alla árekstra, og þar með alla illúð. Því sagði Kristur að hann væri ekki kominn til þess að afmá lögmálið og spámenn- ina, heldur til þess að fullkomna það. En hann mintist ekkert á Social Credit, og lítið mun hann hafa hirt um kapellurnar í land- inu, eins og allir bolsévikar. Aft- ur mælti hann fastlega með sam- eignar-stefnunni og var leiðtogi kommúnistanna í sínu héraði alt til dauðadags. Jafnvel undir arðráns fyrir- komulaginu hér eru unglingar skyldaðir til að stunda ofur lítið nám (eins og það er nú), fólk er hnept í sóttkví ef farandsýki stingur niður og hundruð ýmis- konar skyldna eru lögboðin án þess að nokkur finni til frelsis- skerðingar fyrir vikið. Enda væri það auma lífið, eins og mannkyn- ið er enn á sig komið, ef hver og einn mætti aðhafast að eigin vild. Það væri yfirgangur (lic- ense) en ekki frelsi; en það er einmitt stefnan í hagfræðinni og peningamálunum í hinum svo- kölluðu lýðræðislöndum, og stefnan, sem Sella heimtar að haldið sé við. Viðunandi frelsis- ástand er ómögulegt á meðan nokkur séreignarréttur (óréttúr) er til. Sjálft Rússland er ekki enn búið að losa sig að fullu við þá martröð, og er það alt Sellu og meðsystrum hennar að kenna. Frúin er óánægð með að eg skuli kalla mest af fyrri grein hennar vaðal, og segir hún að þar megi finna full tuttugu atriði sem þess séu virði að mótmælt sé, ef nokkur treysti sér til. Eg leitaði því um greinina á ný, en því miður sá eg ekkert, sem mér hafði áður dulist. í seinni grein- inni aftur er ýmislegt, sem ræða mætti frekar einstöku lesara til leiðbeinnigar. En með nauðsyn- legum tilvitnunum yrði það lengra mál en nokkur auka-atriði verðskulda; og svo held eg að all- ur fjöldinn hafi sjálfur getað átt- að sig á því sem frúin náði að af- laga. En tvær, þrjár athuga- semdir verð eg að þjónusta. Frúin gerist all-hróðug yfir því að Rússar hafi endur fyrir löngu orðið að hörfa til fjárhagslegu samkepninnar aftur og hafi auk þess nú upp á síðkastið bundist ýmsum samningum við hinar vestrænu kapitalista stjórnir, í sambandi við U.N.O., Breton Woods og fleira, og á það að sanna' að þeir séu með báðum höndum lagstir á auðvaldssveif- ina aftur. En hvað ætli hún hefði sagt ef þeir hefðu neitað allri samvinnu við þjóðir heims- ins fyrir það eitt að hafa lífsskoð- anir og stjórnmálastefnur af öðr- um toga en þeirra eigin? Þá held eg að hefði nú komið hljóð úr strokknum. Nei, Sovét stjórnin hefir frá upphafi leitað samvinnu við allar þjóðir til að afstýra ó- friði. Það gekk svo langt að hún bazt loksins samtökum við erki- óvini sína, japani og nazistana, þegar útséð var um alla von um samstarf við hin stærri kapital- ista lönd. En ef frúin lítur á það sem bending þess, að Rússar séu að sveigjast til kapitalismans aftur, nægir að minna á hinn ill- víga áróður, sem nú þegar er hafnin gegn þeim af peninga- valdinu, bæði hér í álfu og í London. Hvað samkepninni viðvíkur þá er það fyrst að segja að hún er alls ekki séreign kapitalista, þó svo sé oftast látið heita. 1 ver- unni eru peningar aldrei meira en milliliður til þess, sem kept er að. Menn sækjast eftir raunveru- legum verðmætum og myndu keppa um þau þótt enginn pen- ingur hefði nokkurn tíma verið til. Samkepni er öllum mönnum í blóð borin og bráðnauðsynleg til allra framfara. Peningar hvorki auka hana né skerða, en leiða hana oftast nær í ranga átt, öllum aðilum til spillingar og miska. Rússar eru ekki alvitrir enn. Þeir eru háðir höftum vanans eins og aðrir og því hefir ekki enn verið hægt að hreinsa þá með öllu af eigindómssýkinni, frekar en kirkjupestinni. Þess- vegna eru athafnir þeirra reikn- aðar og goldnar í rúblum þangað til hin aldri staðnaða kynslóð er úr sögunni. Samt er munurinn mikill eins og er, því enginn getur okrað á eign sinni né leigt meðbróður sinn til starfs. Hver heimilisfaðir má eiga að nafninu til eitt hæfi- legt hús, en ekki tvö. Leigi hann (af stjórninni auðvitað), fer leig- an eftir inntektum hans og tölu ómaganna, en ekki eftir verð- mæti íbúðarinnar. Síðan stríð- inu lauk hafa Rússar reist meira en áttatíu þúsund hús til leigu og sals. Eru þau af mismunandi stærðum, með nýtízku sniði og öllum þægindum. Tuttugu verkmenn reisa hvert hús, með öllu tilheyrandi, á þremur dögum, og reiknast kostnaðurinn minst $4000. Kaup- samningarnir eru: engin niður- borgun nauðsynleg; mánaðar af- borganir eftir inntektum kaup- anda, en minst þó sjö dollarar á mánuði fyrir barnlaus hjón, en lækkar svo við hvern ómaga. — Vilji kaupandi gera einhverja niðurborgun þá verður mánaðar- gjaldið fært niður að því skapi. Ætla mætti nú að þræla- Jstéttin hér í landi myndi fagna svona kjörum; en það er öðru nær en svo sé. Hún hefir verið : alin á því að dýrka frelsið, sem Sella trúir svo mjög á, og hata alt sem bendla má við sameign. Hún vill hafa sitt gamla frjáls- ræði til að þræla og svelta og tapa því litla sem hún eignast af og til. Hún vill fá með eigin aug- um að líta skraut-prentað skír- teini fyrir eign sinni (þá sjaldan sú hepni hendir) og hafa fult frelsi til að veðsetja hana og tapa henni til bankans að fordæmi feðra sinna og vina. Hún þykist vita, eins og hún líka má, að á Rússlandi séu engin þannig skír- teini gefin, og því múni engin leið vera til að verzla með og tapa eigninni. í fyrri grein minni sagði eg á einum stað: “Social Credit ráð- gerir að allar vörur og afurðir séu seldar með sannvirði og að stjórnin leggi fram gróðaféð til viðbætis.” Þetta segir frúin sé ósatt að því er gróðaféð snertir, og sé því alt sem eg segi fram- vegis ómerkt fyrir vikið. Vera má að frúin hafi hér á réttu að standa, því satt að segja hefi eg ekki heyrt eða lesið neitt að mun um S. C. nú um nokk- urra ára bil, og vera kann að stefnan hafi breyzt á þeim tíma. Ef svo er játa eg sekt mína prófors og biðst afsökunar, en mælist til um leið að frúin birti þá hver stefnan sé orðin nú. Eg hefi lesið tvær stórra bækur um S. C. eftir Major Douglas (föður stefnunnar), bækling eftir Aber- hart og nokkur flugrit, og á því bygði eg þessa staðhæfingu. Þótt enginn, svo eg viti, hafi fundið neinn botn í S. C. hugmyndinni er það eitt víst að hin annálaða A + B formúla Douglasar er í nákvæmu samræmi við það, sem eg setti fram. A táknar sann- virði framleiðslunnar en B fram- lag stjórnarinnar í nýjum pen- ingum, sem fara beint eða óbeint í vasa þeirra, sem verzlanirnar og framtökin reka. Og þar sem ágóðinn verður að haldast við ár frá ári (eða rekendur hætta) og gert er ráð fyrir að framleiðslan aukist eðlilega eftir vexti þjóð- ar og þarfa, verður stjórnin að hamast við að prenta meiri og meiri peninga til “útbreiðslunn- ar”. Og ekki dugar stjórninni að reyna að ná neinu af þessum pen- ingum til baka með sköttum og þess háttar, því þá skerðist veltu- féð, svo hún yrði að auka fram- lag sitt til jafns. Útkoman yrði því*nauðsynlega sú, að gróði gróðamannanna yxi án afláts í notlausum peningum og skuld stjórnarinnar í hið óendanlega á sama hátt — eða verðbólgan færi fram úr öllu valdi, við hrun og bresti, eins og oft hefir komið U HAGBORG n fuel co. H ★ Dial 21 331 21 331 fyrir í sögunni, og er jafnvel núna í algleymingi víða hvar. Af peningum getur ekkert annað en ilt stafað og sá sem mælir með notkun þeirra til neins er annað hvort fantur eða flón eða hvort tveggja — og frú- in kallar þá “blóðþráð þjóðanna’. Vægasti annmarki þeirra er sá, að vera þrándur í götu allrar farmleiðslu og framfara, en hinn svæsnasti sjálfsagt sá, að vera ikveikja mannkynsstríðanna, sem nú þegar ógna heiminum með algerri tortímingu. Social Credit hreyfingin var sett af stað í því eina augnamiði að villa fyrir auðtrúa almenningi og kljúfa þannig fylkingar hinna undirokuðu, því nýtt blys hafði borið fyrir í austri og augu margra voru farin að beinast að því með vaxandi von. “Divide and rule” er vissasta aðferðin til að láta fólkið svíkja sjálft sig í áframhaldandi ánauð. Douglas er máske ekki dauður enn, en langt er síðan hans hefir verið getið að neinu. Eg hygg að hann 1 hafi æfinlega vitað betur en hann lét og kunni því bezt að gleyma hreyfingunni eins fljótt og fullkomlega og verða má. Hin- ir lítilsigldari, því miður, ranka ekki við sér eins auðveldlega og deyja sjálfsagt margir í trú sinni. Eins og frúnni rataðist svo vel að munni í upphafi hefir aldrei verið um nema tvær stefnur að velja: arðrán, sem undir alskon- ar nýnöfnum og yfirskyni nær að halda öllum fjöldanum í myrkri vanþekkingar með ok þrældóms- ins á herðum sér, lofsyngjandi frelsi sínu af trúarsótt hjartans, og sameign, sem hefir hvern ein- staklíng til jafnréttis og sjálfs- virðingar og opnar þau tækifæri, sem til eru, til fjár og frelsis. Ef ekki væri fyrir falsspámennina, anti-kristana, eins og Douglas, Scott og Bevin, með sín hreim- fögru en afvegaleiðandi evan- gelíum, væri auðvelt að sj‘á og velja hina réttu leið; því ekki þarf annað en að gá að hvaða stefnu arðránsmennirnir hræð- ast mest og hata. Tvímælalaust er það kmomúnisminn. S. C. hreyfingin, C. C. F. og þesshátt- ar fúsk er aðeins vatn á þeirra myllu í því að kljúfa rastirnar, og ganga þeim á hönd að lokum eins og sagan sýnir. S. C. hreyf- ingin er varla orðin sú stærð enn að verðskulda aðstoð herranna, og er það ástæðan fyrir þögninni, Frh. á 7. bls. Innfært og staðfest fræ GOTT FRÆ EYKUR FRAMLEIÐSLU Talið við umboðsmann okkar viðvíkjandi korntegunda og fóður útsæði. I g ft H t t * * , .. FEDERHL GRHID LIIRITED Hirðisbréf Til Presta og Prófasta á íslandi eftir Sigurgeir Sigurðsson biskup Ný útgáfa með inngangsorðum eftir Bergþór Emil Johnson sem er útgefandi og kostnaðarmaður Til sölu í Bókabúð Davíðs Björnssonar, 702 Sargent Ave., Winnipeg Verð 50^*, sent póstfrítt.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.