Heimskringla - 27.03.1946, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 27. MARZ 1946
Mrs. Þórey Oddleifsson
bæði þá og síðar þrekmikil og
föst í lund og trygglynd, og
reyndist ætíð vönduð og trú-
verðug í lífi og starfi.
Gæfuspor var það fyrir Þór-
eyju og Gest Oddleifsson, er þau
bundust trygðaböndum og giftu
sig þ. 11. nóvember 1885. Þótt
bæði væri þau þá innan við tví-
tugsaldur, voru þau vel þroskuð,
stórhuga og vongóð, og máttu
ekki vamm sitt vita. Fyrstu tvö
ár sambúðar sinnar voru þau
búsett í Winnipeg. En ákjósan-
legri og frjálsari framtíð hugs-
uðu þau að finna mætti meðal
samlanda sinna í landnáminu
í Nýja íslandi. Samkvæmt þe«s-
ari ákvörðun, fluttu þau um
haustið 1887 norður í frumskóga
og keldur nýlendunnar, og sett-
ust að á Ljósalandi, þar sem þau
voru vetrarlangt. Með þeim foru
og foreldrar Þóreyjar, og dvöldu
hjá þeim síðan til æfiloka.
Um veturinn leitaði Gestur
vestur í óbygðir, þar til hann
fann land sem honum leist vel á,
nam það og bygði bjálkakofa.
Þangað flutti hann að vorlagi
með konu og barn og tengda-
foreldra sína, og byrjaði búskap
á landnámsjörð sinni að Haga,
á grænum grundum hjá hægt-
rennandi vötnum Islendinga-
fljóts.
Efnin til að byrja með búskap
voru afar lítil, eftir sögn: þriggja
mánaða matarforði, ein kýr, einn
uxi og 75-cent í peningum. Svo
var bújörðin næstum því hulin
kargaskógi, með bleytu og forar-
pollum á víð og dreif. Nágrann-
ar vorit þá fáir og langt húsa á
milli, óraleið til bygða og veg-
leysur einar til umferða. Svo
voru einnig villidýr í skógum og
flugnavargur, miklar vetrar-
hörkur og sumarsvækja, sem
áreiðanlega gerðu ekki líf frum-
byggjanna neitt léttara.
En torfærur og erfiðleikar
gátu ekki yfirbugað dugandi
fólk eins og Gest og Þóreyju í
Haga. Dugnaður og drífandi vilji
ásamt hugsjónaríkri lífsstefnu,
veittu þeim' þrek og þolgæði til
mikilla framkvænda.
Á fyrstu árunum mátti Gestur
oft fara langar leiðir burt frá
heimilinu í atvinnuleit, og var
hann þá langtímum fjarverandi.
Heyndist þá Þórey því hlutskifti
fullvaxinn að vera bæði bóndi
°g húsfreyja, — að stjórna gripa-
hirðingamönnum, annast um
mnanhússtörf einsömul og ala
uPp stóran hóp barna, auk þess
að sinna með nærgætni öldruð-
um foreldrum sínum. Þótt heim-
dið væri umfangsmikið og stórt
en efnin lítil, var engum úthýst
n® neitað um beina sem þar bar
garði. Dæmafá hjálpfýsi ein-
hendi þau Hagahjónin, svo að
t*au töldu sjálfsagt að hjálpa
Þurfandi náunga hvað sem það
hostaði. Til dæmis, tóku þau inn
a heimili sitt Pál nokkurn Gísla-
Son, sem hafði búið um stund í
nágrenni við þau, og sóttu upp
a eigin ábyrð og kostnað mál út
af landeign hans, og hjálpuðu
honum þannig að ná rétti sínum.
^ar Páll hjá þeim til dauðadags,
naut ágætrar umönnunar, og
*®yndist þeim einnig handhægur
a heimili. í þakklætisskyni gaf
áh Þóreyju land sitt í arf; þó
HEIMSKRINGLA
Minningarstef um
Þóreyju og Gest Oddleifsson í Haga
GESTUR ---- ÞÓREY
Nú skal í óði ynna
Eitthvað um látinn frænda,
Örlítið á hann minna,
Áður í liði bænda
Vann hann og hélt þar velli,
Vini hann studdi glaður,
Dó svo við dyr hjá Elli
Dáðríkur landnámsmaður.
Foringi fær var talinn,
Framgjarn með vilja sterkum,
Oft var því einum falin
Umsjón á miklum verkum,
Aðferðir út hann skýrði,
Yfir því stóð á verði,
Haglega hugur stýrði
Hverju því sem hann gerði.
Þreklega var hann vaxinn,
Vekjandi rómi snjöllum,
Oft hér um æfidag sinn
Uppi á ræðupöllum;
Myrkur var ekki’ í máli,
Mælti hann kátt á stundum,
Stappaði’ í aðra stáli,
Styrkur á mannafundum.
Nú er hann Gestur genginn
Götuna fram til hvarfa,
Hvílandi friður fenginn,
Fær mun hann því að starfa,
Stórhuga sterkur andi
Starfa mun líkt og forðum,
Honum mun víst ei vandi
Að vekja upp dáð með orðum.
höfðu Gestur og Þórey aldrei
farið fram á neitt endurgjald
fyrir greiðann.
Gestur Oddleifsson var vel-
metinn og snjall bygðarhöfðingi,
sem skipaði formannsstöðu í um-
fangsmiklum framfarastörfum,
stjórnaði oft mannfundum, og
átti sæti í stjórnarnefndum í
fyrirtækjum svo sem rjóma-
búsins og bændaverzlunarinnar
í Arborg. Góð fyrirtæki var
hann ætíð fús og reiðibúinn til
að styðja sem óbreyttur liðsmað-
ur, en var oft af starfsbræðrum
sínum talinn sjálfsagður til for-
ustu. Lá því leið manna oft að
Haga heimilinu, og voru viðtök-
urnar þar ætíð höfðinglegar,
samræður skemtilegar og sam-
félagið uppbyggjandi. Húsbónd-
inn og húsfreyjan, Gestur og
Þórey Oddleifsson, voru í öllu
dásamlega samhent; og heimili
þeirra var, (eins og vel er komist
að orði í æfiminningargrein sem
séra Sigurður Olafsson ritaði um
Gest sál.) “jafnan meðfram al-
faravegi, þar sem virk góðvild
og hjálpsemi samfara höfðings-
lund ríkir og ræður — eins og
jafnan átti sér stað í Haga.”
Þessa göfugu eiginleika sýndu
Gestur og Þórey Oddleifsson
bæði utan heimilis og innan, og
ekki sízt í félagslegum samtök-
um bygðarinnar. Þar voru þau
máttarstoðir. Lúterskum söfnuði
tilheyrðu þau æfilangt, frá fyrri
árum í Geysissöfnuði, en síðar í
Árdalssöfnuði. Gestur var oft í
safnaðarráði, og um tíma safnað-
arforseti. Þórey var vel starfandi
í söfnuði og kvenfélagi. Á síðari
árum og fram að æfilokum var
hún heiðursmeðlimur í Kven-
félagi Árdalssafnaðar, — sæmd
sem félagssystur hennar veittu
henni í viðurkenningarskyni
fyrir langt og áhugamikið starf
í þágu félagsins.
Afkomendahópur Gests og
Þóreyjar er stór og mannvæn-
legur. Börnin eru hér talin eftir
aldursröð:
Oddleifur, fyrrum eimlestar-
stjóri (locomotive engineer), en
siðar og nú járnsmiður og verk-
færasali í Arborg, .á fyrir könu
Sigrúnu Martin frá Garði í
Hnausabygð.
Una, kona Guðmundar Jakob-
sonar bónda í Framnesbygð.
Stefanía Sigurbjörg. gift Jóni
B. Pálmason, fyrrum í Riverton,
en nú búsett í Athalmer, B. C
Ingibjörg Arín, Mrs. Walter
Baldwin, í Winnipeg.
Látin er landnámskona,
Lifir þó enn í hjörtum
Dugandi dætra’ og sona,
Drauma í heimi björtum
Um hana ástúðlega
Endurminningar vakna,
Ekki fær tungan trega
Túlkað hér hvað þau sakna.
Fljóð átti fáa líka,
Fundust þar kostir góðir,
Ætíð hin elskuríka
Umhyggjusama móðir,
Heimilið hennar bjarta
Hýsti ei sorg né kvíða,
Hún var svo hlý í hjarta,
Húsfreyjan yndisblíða.
Löngum eg lítill drengur
Lagði mín spor að Haga,
Fanst mér það vera fengur
Fyr um þá æskudaga,
Móðurástin þá mætti
Mér þar, að hverju sinni,
Eins og mig líka ætti,
Ætla eg börn það finni.
Því mega hjörtu hlýna,
Hún mun í draumalöndum
Vitja um vini sína,
Vefja þá kærleiksböndum,
Til þess að styrkja’ í stríði
Styðja um dimmar slóðir,
Víkja svo verði kvíði,
Vera þeim eins og móðir.
Böðvar H. Jakobsson
Gestur Stefán, kvæntur
Minnie Koblun, í Arborg.
Sigurður Óskar, býr góðu búi
í Árdalsbygð, giftur Ólöfu Önnu
Jónasson. Faðir hennar var Einar
læknir Jónasson á Gimli. Bróðir
hennar, Einar, var áður bæjar-
stjóri á Gimli, síðar fylkisþing-
maður, en nú dáinn. Annar bróð-
ir, Baldur, er bæjarskrifari á
Gimli.
Þórey Sigríður, ekkja eftir
Percy C. Jonasson, fyrrum verzl-
unarstjóra í Arborg. Percy var
af brezkum ættum, en var upp-
alinn af Capt. Sigtryggi Jónas-
son og konu hans, og var íslend-
ingur í anda, góður hæfileika-
maður. Þórey lifir nú og starfar
í Sudbury, Ont.
Sigurberg, var keyrslumaður
í Canada hernum, en nú heim-
kominn til fjölskyldu sinnar í
Arborg. Kona hans er Ruby
Bernice, dóttir Brynjólfs og
Sæunnar Artderson, sem bæði
eru látin, en áður voru hotel-eig-
endur í Arborg.
Jóhannesína, gift E. Guðna
Ingjaldson, áður búandi í Vatna-
bygðum í Sask., en nú búsett í
Arborg.
Mable Laura, kona Kolbeins
(Benny) Goodman; búa þau á
föðurleifð hennar í Haga, og hafa
þar reist nýtt og myndarlegt
íbúðarhús sem þau dvelja í, en
láta þó gamla heimilið standa
óskert.
Barnabörn Gests og Þóreyjar
eru 45 að tölu, en barnabama-
börnin 19.
! Fjör og gleði og sæmilega góða
heilsu hélt Þórey í góðum mæli
fram til vorsins 1945, en þá varð
hún að leita læknishjálpar. Um
tíma lá hún á heimili dóttur sinn-
ar og tengdasonar í Winnipeg, en
hrestist aftur svo að hún gat far-
ið heim aftur að Haga. Senn
lagðist hún aftur á sjúkrabeð,
og átti síðan ekki fótavist. Lífs-
kraftar hennar fóru þverrandi,
unz hinir fáu mánuðir sem hún
átti eftir voru liðnir, og hinn
“þögli gestur” heimsótti hana þ.
15. október s. 1. að aftni dags.
Andlátið var friðsælt, og fyrir
jafn mæta og kristna konu sem
Þórey var mun það hafa verið
sigursæl stund í fylsta máta.
Jarðarförin, sem var afar fjöl-
menn, fór fram þ. 17. október
frá heimilinu að Haga og kirkju
Árdalssafnaðar, undir stjórn
sóknarprestsins séra B. A.
Bjarnasonar. Til hvíldar var hún
lögð í hinum fagra landnema
grafreit í grend við Haga. Hlið
við hlið hvíla jarðneskar leifar
hinna mætu hjóna, Gests og
Þóreyjar Oddleifsson, sem á
samvistar árunum hér voru sam-
hent og samtilt í góðu og giftu-
drjúgu lífi og starfi. Táknrænt
fyrirbrygði má ef til vill telja
það, að jarðarfarardagar þeirra
beggja, hvor um sig, voru ein-
staklega bjartir, sólríkir og fagr-
ir dagar, annar um hávetur hinn
á miðju hausti. Þannig var æfi-
dagur Gests, og þannig var æfi-
dagur Þóreyjar einnig, hvor um
sig einstaklega bjartur sólríkur
og fagur. Þannig einnig mun
væntanlega hinn þrotlausi, eilífi
dagur verða, sem upp yfir þau er
runninn í landnáminu nýja á
furðuströndum dýrðarlandsins.
“Blessuð sé minning Þóreyjar
Oddleifsson.
“Blessað sé þitt blíða
bros og gullið tár.”
Leiðirnar skiljast að sinni; en
fagrar endurminningar lifa og
varðveitast sem helgur dómur í
hugum og hjörtum eftirskilinna
ástvina og vina, unz samleið er
hafin á ný.
Þakklætisboðum á eg að skila
frá börnum og öðrum aðstand-
endum til vandamanna, nágr-
anna og margra vina, fyrir sam-
hygð og kærleika í þeirra garð,
og fyrir alla aðstoð og samúð er
hjálpuðu til að lina þjáningar
Þóreyjar og veita henni ánægu-
legar stundir í banalegunni.
B. A. Bjarnason
FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI
Viðskiftasamningur við
Tékkóslóvakíu
í síðastliðinni viku var í Praha
undirskrifaður viðskiftasamn-
ingur milli Islands og Tékkósló-
vakíu. Samkvæmt þessum samn-
ingi fá Tékkar ýmsar íslenzkar
afurðir og framleiðsluvörur, svo
sem saltsíld, hraðfrystan fisk,
síldarmjöl, síldarlýsi, ull, gærur
og niðursuðuvörur, en íslending-
ar munu hinsvegar fá frá Tékkó-
slóvakíu sykur, kemiskar vörur,
leirsmíðamuni, gler og glervör-
ur, járn- og stálvörur, hljóðfæri,
pappírsvörur og sprengiefni.
x Samningaumleitanir byrjuðu
síðastliðið haust og hófu þeir
Pétur Benediktsson sendiherra
og Einar Olgeirsson alþingismað-
ur undirbúning þeirra, en Pétur
Benediktsson lauk þeim í síðast-
liðinni viku eins og fyr segir, og
undirskrifaði samninginn fyrir
hönd íslenzku ríkisstjórnarinn-
ar.
Ráðunautur sendiherra var
Ólafur Jónsson framkvæmda-
stjóri h. f. Miðness í Sandgerði.
—Þjóðv. 9. marz.
★ ★ ★
Framúrskarandi leikur
frú Öldu Möller í Oslo
Norsk mentakona, sem víða
hefir farið og margt séð, hefir í
bréfi til kunningjakonu sinnar
hér í Reykjavík, komist þannig
að orði um leik frú Öldu Möller
í leikriti Nordahls Greig:
“Eg sá “Nederlaget” í Þjóð-
3. SIÐA
X HAGB0RG FUEL CO. H
★
Dial 21 331 ^'Fiíj' 21 331
leikhúsinu. Það þarf mikið til,
svo eg verði hrifin, því eg er svo
vön að sjá eitt og annað út um
öll lönd, eins og þú veizt. En eg
gleymi aldrei hinum íslenzka
gesti leikhússins, frú Öldu Möll-
er. Get ekki hugsað mér neitt
meira töfrandi en hana. Eg er
ákaflega hrifin af henni. Þú hitt-
ir hana sennilega á Islandi. —
Og mikið talaði hún norskuna
vel.”—Mbl. 8. marz.
★ ★ ★
5000 tonn af hraðfrystum
fiski seld til Frakklands
Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna hefir gert samning um sölu
á 5 þús. tonnum af hraðfrystum
fiski til Frakklands.
Verðið mun vera 10 pence fyrir
enskt pund, með roði, en án þunn
ilda, eða um kr. 1.10 kg. flutt um
borð. \
í fyrra var hraðfrysti fiskur-
inn seldur til Ministry of Food
fyrir 98 aura kg.
Fyrsti farmurinn til Frakk-
lands mun verða sendur með
Lech, sem nú liggur hér í höfn-
inni.—Þjóðv. 16. marz.
BORGIÐ HEIMSKRINGLU—
því gleymd er goldin skuld
V
pess^
\vó
\va
TÆaort
\vév
ýa'
2X
•VJÓÓ-
C-l-k
tvva
sefú
i\w\X
aaÞS^eW ó ^ cftvr
lest aí V*' yrt geag* ^ ir ivaw-
„fit veviö li '\v<lV gúdi 1? ^vistie
»r\*» ^
“etaolTe’se® tanVbta