Heimskringla - 27.03.1946, Blaðsíða 5

Heimskringla - 27.03.1946, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 27. MARZ 1946 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA 51 sæti í þjóðþingniu, en sósíal demókratar 52. Kosningamar voru frjálsar og engri þvingun beitt, svo fólk greiddi atkvæði sín hiklaust og án annara íhlutunar. ý Argentína Endileg úrslit forseta kosning- anna í Argentínu, eru ekki að fullu ljós enn. Col. Juan D. Per- on hefir enn fleiri atkvæði en keppinautur hans Jose P. Tam- orini. Samt sem áður vonast stuðningsmenn Senor Tambor- ini til að hann vinni í Buenos Aires-fylkinu, þar sem talning atkvæðanna fer ekki fram fyr en 11. marz. Minna en 10 pró- sent af atkvæðum út um landið hafa verið birt ennþá, að því er bezt verður vitað. í>að er of fljótt að ákveða enn- þá, hversu mikilli þvingun hefir verið beitt gagnvart mönnum Col. Peron, sem var opinberlega brennimerktur af stjórn Banda- ríkjanna, sem stuðningsmaður nazismans, en það virðist að kjósendum hafi verið leyft ó- hindrað, að fara til kjörstaðanna og greiða atkvæði sitt, án íhlut- unar stjómarinnar. í>að er á á- byrgð Farrell forseta, að sjá um að engin svik séu höfð í frammi, eftir kosningarnar. Þar sem enn er von um, að lýð- ræðis sinnaðir fylgjendur Senor Tamborini kunni að vinna kosn- inguna, þá er samt útlitið alls ekki gott. Það er sagt í Buenos Aires, þar sem Senor Peron hefir yfirstjórn lögreglunnar, og á- samt því mikil áhrif á herinn, að Senor Tamborini muni verða erfitt að stjórna, þó hann verði kosinn forseti. (Aths.: Peron hefir unnið kosninguna síðan þetta er skrif- að). Júgóslavía Almennar kosningar fóru fram í Júgóslvaíu 24. nóv. s. 1., og 90 prósent kjósenda greiddu at- kvæði með þjóðeiningar flokk Titos marskálks, og sem afleið- ing kosninganna er yfirfljótan legur meirihluti þjóðþingsins kommúnistar, og Tito er eins valdmikill í Júgóslavíu, sem stendur, eins og Stalin á Rúss landi. Þýzkalandt í fyrsta sinn síðan 1933, hefir fólki í sumum pörtum Þýzka- lands, gefist tækifæri, tvo sunnu daga í janúar, til að greiða at- kvæði í frjálsum bæja og sveita kosningum. Þessar sveitakosn- EYÐILEGGIÐ ILLGRESIÐ MEÐ 2-4-D HORMONO HINS NÝJA UNDRAVERÐA ILLGRESIS EYÐANDA dauði fyrir illgresi, gerir GRASI EKKERT MEIN. Lærið alt um hið nýja undraverða ÚRVALS 111 gresis eyðanda. Sendið í dag eftir myndum prýddum skýringum, sem segja al'la söguna. Þær kosta EKK ERT. Við höfum fyrirliggjandi 2-4-D HORMONO, sem sent verður án taf ar. Stærðir fyrir 25<t, 550, $1.00, póst frítt. Dallars stærðir hreinsar 2,500 kvaðrat fet. Einnig stærri sendingar, sem spara enn rneira. 96 DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario ingar fóru fram í þeim héruðum sem eru innan gæslusvæðis Ameríku. Aðrar sveitastjórnar kosningar innan gæslusvæðis Ameríku, er og áætlað að fari fram í apríl og júní. Það er og ætlað að innan brezka gæðslu- svæðisins fari slíkar, sveita og bæjastjórnar kosningar fram í júní. Umdæmis og fylkja kosn- ingar er ákveðið að fari fram á óllu vestur Þýzkalandi fyrir næstu áramót. Þýðing þessara kosninga — bæði þeirra sem hafa verið haldnar, og þeirra, sem á að halda — verður ekki mótmælt. Það er að vísu býsna fljótt undir kringumstæðunum, að ætlast til að þýzka þjóðin sé við því búin að greiða atkvæði í almennum kosningum. Margir samherja hernaðarleiðtogar, og margir þýzkir, settir embættismenn halda, að hið stríðs hrjáða og innikvíaða þýzka fólk, sé ekki fært um að greiða atkvæði á skynsamlegan hátt ennþá. Stjórnarvöld Bandaríkjanna og Englands hafa samt sem áður ákveðið, að það gæti verið til mikils gagns að láta kosningar fara fram á hinum einfaldasta pólitíska grundvelli, því það væri til að finna út hvernig af- staða almennings væri gagnvart lýðræðislegu stjórnarfyrirkomu- lagi, og hvernig hugsunarháttur fólksins væri. Þessar kosning- ar sem þegar hafa farið fram, hafa gefið dálítið til kynna hugs- unarhátt almennings, sem að nokkru leyti má skoða sem leið- arvísir þess, að hvaða pólitískri stefnu fplkið muni helzt hallast. Það skal viðurkent, að ekkert sem ekki mátti búast við kom í ljós í þessum kosningum sem haldnar hafa verið. Þar sem að- allega var um sveitastjórnar kosningar að ræða, er ekki hægt að taka þáu úrslit sem fulla sönnun fyrir pólitískum hugsun- arhætti þjóðarinnar. Mörg héruð og sveitir hafa verið að mestu ósnert af stríðinu. Það eru borgimar sem hafa orð- ið tilfinnanlegast fyrir skelfing- um stríðsnis og ósigrinum, eyði- leggingu og hungri. Kosningarnar í Bavaríu, Bad- en, Hesse og Wurtemberg, gengu í vil kristnu sósíal sambandinu, sem er endursköpun hins gamla rómversk-kaþólska pólitíska flokks, sem var alls ráðandi á þessu svæði áður en nazistar komu til valda. Sósíal demókrat- ar voru næstir, en kommúnistar þriðju í röðinni. Noregur í Noregi fóru fram fyrstu al- mennar þingkosningar, eftir níu ár, þann 8. okt., sem gáfu verka- manna flokknum yfirgnæfand' meirihluta í þinginu. Verka- mannaflokkurinn fékk meir en 75 þnigsæti af 150 þingsætum í stórþinginu. Ásamt kommúnist- um hafa verkamenn meir en 80 þingsæti í stórþinginu. Sigur- vinningur vinstrimanna var að- allega á ósigri íhaldsmanna og bændaflokksins, sem töpuðu 15 þingsætum. Eitt af hinu merki- legasta við þessar kosningar var INSURANCE— Zu LIFE, CASUALTY, SICKNESS, FIRE and AUTOMOBILE INSURANCE Ask about our PREFERRED RISK POLICY. Maximum coverage at lowest possible cost. Let Us Handle Your Insurance Needs VALDI THORVALDSON, 390 Boyd Ave., Winnipeg, Man. Phone 98 211 and 59 052 DORI HOLM, Gimli, Man. það, að fólk sýndi áhuga fyrir kosningunum og sótti kjörstað- ina betur en dæmi voru til, til þess að nota kosningarétt sifm og greiða atvkæði. Frakkland 22. okt. s. 1. eftir nærri því fimm ára undirokun nazista, veittist frönsku þjóðinni aftur tækifæri til að notfæra sér hinn aýrmæta arf stjórnarbyltingar- innar frá 1789 — frjálsar kosn- inga á seðlum. 1 þessum al- mennu kosningum var kosin þingmannanefnd, sem nú vinnur af miklu kappi að því, í umboði kjósenda, að semja nýja stjórn- arskrá. Þrátt fyrir það að flokka fram- bjóðendur væri lítið færri en fyrir stríðið, komu fram þrír sterkir vinstrimanna flokkar, sem eru aðal pólitíska aflið. — Þessir þrír flokkar eru kommún- istar, sósíalistar, og hin sterka rómversk-kaþólska samsteypa, Republicain Populaire (M.R.P.), sem væru öll næstum því jafn sterk. Þessir þrír flokkar unnu til samans 435 þingsæti í þjóð- þinginu, af 568 alls. Belgía Þegar árangur kosninganna í Belgíu, 17. febr. var birtur, létu þrír aðal stjórnmálaflokkarnir þar í landi, kristnir-sósíalistar, demókratar og kmomúnistar, á- nægju sína í ljósi með úrslit kosninganna. 1 þinginu hafa nú kaþólskir-kristnir-sósíalistar 92 sæti, sósíalistar 69 og kommún- istar 23 þingsæti, en 19 sæti skiftust milli smærri flokkar. í ráðinu (senate) hafa kristnir-sós - íalistar 51, sósíalistar 35 og kom- múnistar 11. Þar sem flokka leiðtogarnir hafa nú haft tíma til að yfirvega afstöðu flokkanna, er vafasamt hvort þeir eru eins ánægðir og fyrst var látið. Flokkarnir virð- ast hver um sig of sterkir til þess, að úrskerandi stjórnar- | stefna geti hvorki hægri né ivinstri manna komið til greina. Því meiri hluti kristna-sósíalista í senatinu, virðist að ónýta sam- einingar tilraunir vinstrimanna í þinginu, eins og var fyrir kosn- ingamar. Rúmanía Ef núverandi áætlun fyrir- ferst ekki, fara fram fyrstu al- mennar kosningar þar, eftir átta | ár, einhverntíma í vor, þó engin kjördagur hafi enn verið ákveð- in. Það liggja í loftinu margar getgátur um það, hvort að þær kosningar munu verða frjálsar og óháðar. Stjórnarfarsgrund- völlurnin var rýmkaður, sam- kvæmt kröfum sambandsþjóð- anna, til þess að þær viðurkendu stjórnina sem réttmæta, til að hafa á hendi undirbúning fyrir næstu kosningar. Að hve miklu leyti -að kosningin verður laus við utanaðkomandi áhrif, er ekki gott að segja um ennþá. Japan Kosnnigar í Japan voru á- kveðnar í marz, en hefir verið frestað til 10. apríl, og jafnvel það er álitið að sé langt of fljótt fyrir þjóð, sem verður fyrir jafn stórkostlegum breytingum í hugsunarhætti, áður en hún gæti skilið til hlítar demókratiskt stjórnarfyrirkomulag. Niðurlönd Ríkisstjórn Wilhelmínu Hol- lands-drotningar hefir ákveðið að láta fara fram almennar þing- kosnnigar einhverntíma í maí, og á því leikur engin vafi að öll- um lýðræðislegum reglum og rétti verður fylgt í þeim kosn- ingum. Indonesian málið er aðal mál- ið á dagskrá allra fimm stjórn- málaflokka þar í landi, sem sækjast eftir að ná völdum í næstu kosningum. G. E. Eyford þýddi ATTRÆÐUR HELGI JOHNSON Þessi mynd er af honum Helga frá Eskiholti, eins og hann er vanalega nefndur af kunningjum hans. Ástæðan til þess að Heims- kringla flytur nú mynd af hon- um, er aðallega sw, að hann verð- ur áttræður áður en næsta blað kemur út, fæddur 2. apríl 1866. Mig langar til að láta myndinni fylgja fáeinar línur um Helga, því mér skilst að margt sé um hann að segja, sem þess sé vert að getið sé, þó það verði, því miður, ekki gert hér sem vert væri. Þess má fyrst geta, að hann er af góðu bergi brotinn, voru for- eldrar hans Jón og Rósa, sæmd- ar hjón sem lengi bjuggu að Eskiholti í Mýrasýslu. Munu þau hafa haft bæði vilja og getu til að koma börnum sínum til menn- ingar og þroska. Helgi Johnson er áttræður. — Þetta mun mörgum, sem ekki vita aldur hans, nokkuð ótrúlegt þykja, því hann ber það ekki með sér, að hann sé svona aldr- aður orðinn, gengur enn teinrétt ur og léttur í spori, heldur enn fullri heyrn og sjónin er svo góð. að hann les og skrifar án þess að nota gleraugu. Ávalt er hann glaður og vinsamlegur þegar hann hittir kunningja sína, sem eru margir, og það er langt frá, að það máltæki sannist á hon- um, að það “ergist hver sem hann eldist”. Alt til þessa hefir hann stundað iðn sína, trésmíð- ar, og unnið mikið, og síðast snemma í vetur, eftir að kominn var snjór og kuldaveður, sá eg hann vera að vinna við hús sem verið var að reisa frá grunni hér í nágrenninu. Slíkt úthald og vinnuþrek má áreiðanlega með afbrigðum teljast. Helgi hefir átt óvanalega langan vinnudag, því vafalaust hefir hann snemma byrjað að vinna á heimili for- eldra sinna, eins og aðrir bænda- synir á hans ungdómsárum. — Hann var ungur þegar hann fór að vera að heiman nokkurn hluta af árinu og stunda sjómensku og varð mjög ungur formaður á opnum bátum, bæði til fiskiveiða og flutninga og þótti honum far- ast það prýðilega vel, þó ungur væri. Það var árið 1900 sem Helgi og Ásta komu til Ameríku. Sett- ust þau þá þegar að í Winnipeg og hafa verið hér ávalt síðan. Hefir hann aðallega stundað tré- smíðar siðan, en þegar þá vinnu hefir ekki verið að fá, hefir hann ekki hikað við að vinna hverja aðra vinnu sem bauðst, og aldrei rígbundið sig við iðn sína, enda er hann svo verklaginn maður og fjölhæfur, að hann getur unnið flésta vinnu sem fyrir fellur. Kona Helga heitir Ásta Jó- hannesdóttir og er ættuð og upp- alin í sama bygðarlagi og maður hennar. Hún er vel gefin kona og hefir reynst svo prýðilega vel í sinni stöðu, að orð er á gert af þeim er bezt þekkja til. Börn þeirra hjóna eru sjö, fjórar dæt- ur og þrír synir, og eru nöfn þeirra sem hér segir: Kristín, Rósa (Mrs. Olsen),- Jónína Þór- unn (Mrs. Matthíasson), Sigríður Sesselja (Mrs. Bardal), Jón Gúst- av, Magnús Friðrik og Jóhannes Haraldur. Tveir af sonunum hinir síðast töldu, hafa sem sjálf- boðar, tekið þátt í stríðinu og verið all-lengi handan hafs og getið sér góðan orðstír. Er Har- aldur nú heimkominn, heill og hraustur, en Magnús er enn í herþjónustu í Norðurálfunni. Öll eru þessi systkini hið gerfileg- asta fólk og mjög vel gefin á alla lund og hafa öll reynst ágætlega og má með sanni segja, að þau Helgi og Ásta hafi notið einstak- lega mikils barnaláns, sem er mesta lífsins lán sem foreldrum getur hlotnast. Það mun óhætt að segja, að samheldni og samúð allrar fjölskyldunnar sé sérlega góð og ánægjuleg. Það er hvor- tveggja að þessi hjón hafa lagt mikla alúð við uppeldi barna sinna, enda hefir það lánast ein- staklega vel. Fimm af börnunum eru nú gift og eru tengdabörnin öll íslenzk, svo ættin hefir þar ekki enn blandast öðrum þjóð- flokkum og er þó slíkt orðið sjaldgæft hér í landi. Barnabörn- in eru nú þegar orðin talsvert mörg, og er senniegt að niðjar Helga verði margir þegar stund- ir líða, þó þeir verði kanske ekki eins og sandur á sjávarströnd,” eins og niðjar Abrahams. Helgi hefir ekki látið mikið til sín taka í félagsmálum, en þó hefir hann, og fjölskylda hans, um langt skeið tilheyrt Fyrsta lúterska söfnuði og verið ein- lægt, gott og trútt safnaðarfólk og enn sækir gamli maðurinn kirkju sína á hverjum sunnudegi og syngur sálmana og syngur vel. Það ber ekki eins mikið á þeim mönnum sem þögulir leysa af hendi þarfleg störf alla virka daga og gera það vel og trúlega, eins og hinum sem skrifa rit- gerðir eða bækur, eða flytja ræð- ur, eða yrkja ljóð, að maður nú ekki tali um þá sem safna mikl- um auði. En þeir eru engu síður þarflegir menn í þjóðfélaginu — mannfélaginu, og verðskulda engu síður virðingu, tiltrú og góðhug samferðafólksins. Það er mikinn sannleika að finna i þessari vel gerðu vísu eftir skáld- ið Örn Arnarson, og þarf hún ekki skýringar við: “1 svip þeirra, seintekna bónd- ans, hins sagnfáa verkamanns, og sjómannsins svarakalda, býr saga og framtíð lands.” Helgi Johnson hefir verið þarfur maður sínlu kjörlandi, hefir unnið langt og mikið dags- verk og gert það vel og verð- skuldar virðingu og þökk sam- borgara sinna. Hann er nú orð- inn gamall maður, en svo er hann enn hraustur og knár, að það virðist beinlínis líklegt að kerling Elli þurfi enn að þreyta við hann löng og hörð fang- brögð áður en hún kemur honum á kné. Hann virðist enn geta notið lífsins og lífsgleðinn- ar, sem honum var gefin í vöggu- gjöf. Og eg vildi enda þessar línur með þeirri ósk, að enn megi hann lifa marga sólríka, glaða og góða daga. Vafalaust berast. honum margar hlýjar kveðjur og góðar óskir á þessum næsta afmælisdegi hans. F. J. Saga íslendinga í Vesturheimi þriðja bindi, er til sölu á skrif- stofu Heimskringlu. Verð: $5.00. ALlar pantanir afgreiddar tafar- laust. PERMANENTS $2.S0 and up . Margra ára þekking og reynsla. Verk alt hið íullkomnasta. Miss Willa Anderson og Miss Margaret Einarsson eru þar til leiðbeiningar og þjónustu islenzkum viðskiftavinum. Sími 97 703 NU-FASHION 327 PORTAGE—móti Eaton’s NU FYRIR VOR FRAKKA Það verður ánægjulegt að skoða hinar mismun- andi gerðir og liti þessara áferðarfallegu og nýju frakka . . . og finna þar á meðal einn sem alveg passar þér. Birgðirnar samanstanda af vel til búnum klæðskerasaumuðum frökkum í fallega mislituðu ullarefni og smekklega ofið, ennfremur hreinni litir fyrir þá sem þá kjósa. Stærðir 35 til 46. $2500 «i $35 00 —Karlmanna fatadeildin, Hargrave“& Portage. T. EATON C? LIMITED

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.