Heimskringla - 27.03.1946, Blaðsíða 6

Heimskringla - 27.03.1946, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. MARZ 1946 HVÍTAGULL 6. Kapítuli. 1 júlí var þarna engin nótt en myrkrið fór að koma í ágúst. Fyrst var það svolítið rökkur, rétt á meðan sólin hvarf bak við sjóndeildar- hringinn í norðri. En altaf lengdist sú stund, sem sólin hvarf og brátt varð aldimt á nóttinni. Dimt og stjörnubjart. Og myrkrið sigraði brátt þegar það hafði fengið fótfestu. Dagarnir urðu sýnilega styttri, og snemma í september kom fyrsti snjórinn. Hátt uppi í hlíðinni lá hvít blæja einn morgun- inn, en hvarf strax og sólin fór að skína. Jökul- hjálmar fjallanna, sem höfðu dregist lengra upp frá skógarbrún hlíðanna um sumarið, fóru nú að síkka. Brátt kom ísskæningur á víkina, þar sem Jim og Aníta höfðu baðað sig og um miðj- an mánuðinn kom stutt kuldakast. Þeir kölluðu það vetur indíánakvennanna, Indíánamir. Birki og ösp urðu heiðgul og blóð- rauð. Þá var gott að hafa bál fyrir framan tjald- dyrnar kvölds og morgna. Eddi Kimritz og konan hans bjuggust burtu til Northumbríu. Mamie, sem hrylti við ^ð eiga annan vetur fyrir höndum þar norður frá, gerði alt sem hún gat til að fá að fara til Edmonton. En hún hafði flækst svo fyrir alt sumarið, að Eddi hafði ekki getað fengið nég gull til að kosta hana þangað. Hún þverneitaði að vera um vet- urinn í veiðimannakofa, svo að Eddi ætlaði sér að koma henni fyrir í Northumbríu. Kvöld eitt sagði Jim, að nú yrðu þau að fella tjaldið og hverfa heim á leið. Þau höfðu nú yfir þrjú þúsund dali í gulli, og var það helmingi meira en Jim hafði búist við að fá yfir sumarið. Það var nægilegt handa þeim yfir veturinn. “Við verðum að fara að komast héðan,” ^ sagði hann. “Eigum við að fara til Northumbríu?” spurði Aníta stutt í spuna. “Nei, við leggjum leið okkar yfir Wales- flóann, Kiwa-tína fljótið og Moskus vötnin. Sú leið er fimtán hundruð kílómetra eða vel það,” svaraði hann. Anítu þótti vænt um að þau færu ekki til þorpsins, því að Jim gat dottið í hug að skilja hana þar eftir og halda sjálfur lengra. En henni þótti slæmt að fara frá Bjarnar- ánni. Hinar sjö vikur, sem þau höfðu dvalið þar, höfðu verið hamingjusömustu stundir æfi hennar. Hún óskaði sér, að þau gætu verið þar einn mánuð til og þvegið sér þúsund dali í við- bót, farið síðan suður og verið á einhverjum háskóla yfir veturinn. Það hafði hana dreymt um mörgum sinnum — en hvað það hefði verið yndislegt að vera þar ásamt Jim. En auðvitað var þýðingarlaust að nefna slíkt. Jim hugsaði ekki um neitt annað gn leyndardóminn sem fólginn var inni á öræfun- um. Næsta morgun voru þau uppi fyrir allar aldir og feldu tjaldið, en áður en þau báru flutn- inginn niður í flugvélina, sat Aníta þar svolitla stund til að kveðja staðinn. Tjaldið þeirra á milli furutrjánna hafði verið fyrsta heimilið þeirra, og bjóst hún ekki við að hún mundi nokkru sinni finna annað, sem henni þótti vænna um. í grárri morgun skímunni fóru þau um borð í flugvélnia. Jim setti vélina af stað og þau lögðu svo af stað. Hann flaug tvo hringi í kringum hólmann til að ná nægilegri hæð, og svo tóku þau stefnuna í há austur. Um leið og sólin kom upp sigldu þau yfir langan fjallgarð með hvössum tindum, og svo sáu þau vatn. “Langt þarna í austur liggur Wales-flóinn. Þar fáum við okkur bensín,” sagði Jim og benti, og skömmu síðar lentu þau hjá lítilli verzlun- arstöð sem var þarna í óbygðunum. Auk kaup- mannshússins voru þarna kofi lögreglumanns- ins og tveir Indíána kofar. Þeir hjálpuðu Jim að dæla bensíninu í vélina. Hann fylti geym- ana til fulls. Eftir að hafa rent vélinni langan veg eftir vatninu gat hann lyft henni. Hún var mjög hlaðin. Er ströndin bak við þau hvarf varð Aníta næstum óttaslegin. Þau urðu að fljúga þúsund kílómetra yfir hvítfextum bárum. — Hvergi sást land! Engir nema hún og Jim — þau gátu ekki treyst neinu öðru en hinum sterka hreyfli vélarinnar. Þetta var eins og að fljúga yfir Atlantshafið. Það var ekki að furða, þótt Jim færi vel yfir alla vélina áður en þau lögðu upp í þessa ferð. Anítu leist illa á í hvert skifti og vélin hixtaði, hinar hvítkrýndu bárur voru ekki nema þrjú þúsund fet fyrir neðan þau, og voru alt annað en aðlaðandi. En smám saman hvarf ótti hennar. Ef slys átti að verða þá hlaut það að koma fyrir, hugsaði hún með forlagatrúarlegri rósemi. Auk þess var henni forvitni á að sjá tundruna, þessa voldugu lágsléttu, sem náði alla leið norður að íshafi. Auk þess langaði hana til að komast að því hvað Jim hefðist þar að. Hafði félagið menn og flugvélar þar? Hún vonaði af heilum huga að svo væri ekki. I Nrothumbríu hafði Jim að sumu leyti verið undir vernd laganna, en úti á þessari auðn gat hann aðeins treyst byssunni sinni. Þau flugu og flugu eilífðar tíma, fanst Anítu. “Jæja, finst þér þetta þreytandi, góða mín? Langar þig að fá eitthvað 'til að skemta þér við?” spurði hann alt í einu. “Já, það er áreiðanlegt,” svaraði Aníta. “Stattu þá upp.” Aníta gerði eins og hann sagði, en fyr en hún vissi hvað fyrir hafði komið, sat hún í sæti Jims, en hann var kominn í hennar sæti. “Fljúgðu nú vel!” hrópaði hann. “Eg að fljúga? Aníta varð lafhrædd. “En eg kann það ekki. Nei, Jim, flyttu þig að stýr- inu. Við erum að detta! Við erum að detta!” “Taktu nú í stýrið og settu fæturnar á skar- irnar. Þegar þú dregur stýrið að þér þá stígur vélin, og þegar þú ýtir því frá þér fellur hún. Stígir þú á vinstri fótaskörina sveigir vélin til vinstri, en stígir þú á hina hægri, sveigir hún til hægri. Gættu vel að því að miða henni á sjón- deildarhringinn, þá heldur þú sömu hæð. Jæja, stýrðu nú!” Aníta herti upp hugann og sér til mestu undrunar fann hún engan mun á flugvélinni og áður. Hún féll ekki. Hún reyndi að- þrýsta stönginni fram og vélin féll, svo dró hún hana að sér og þá reis vélin. Hún reyndi að sveigja til hliðanna og það tókst. Jim sagði henni til og alt af veittist henni léttara að stýra. Hún vand- ist hinum flughröðu vindgustum og hræddist hvergi þótt þau lentu í svelgjum í loftinu, þar sem það var þynnra. Hún ákvað að jafnskjótt og hún lærði að fljúga skyldi hún aldrei framar koma upp í bíl. En brátt tók Jim við stjórnnini, því að nú steig svört blika upp í sjóndeildarhringnum og boðaði storm í aðsígi. Vélin hófst upp, en stuttu síðar sást hrjúf strandlengja framundan. Jim tók sjónaukann og horfði lengi í hann, en um varir hans færðist bros. Hann fékk Aníta sjón- aukann og benti. “Líttu á stúlka, sérðu ekki silfurþráðinn, sem liggur þarna upp frá ströndinni? Það er Kawah-tína áin. Mér finst það hreint ekki illa gert, að hitta svona naglann á höfuðið eftir þús- und kílómetra flug yfir opið vatn!” sagði hann hreykinn. Hin fjarlæga strönd kom nær og nær. Aníta sá að landið var tiltölulega lágt og öldótt. Skóg- urinn var ekki líkur þeim, sem hún hafði séð kring um Bjarnarána. En fallegra fanst henni þarna en hjá Northumbríu. Þau flugu spöl upp eftir ánni frá ósum hennar og komu brátt að verbúðum Níels og félaga hans. Þeir höfðu þar gott hús og tvo skúra, og fram undan þeim var lendingarstaður. Þar lá flatbátur, sem hún hafði séð þá hafa hjá Northumbríu, og hið dýrmæta bensín var þar í tunnum á bakkanum. Níel hafði heyrt til flugvélarinnar og stóð nú á litlu bryggjunni til að taka á móti þeim. Jim nálgaðist gætilega, og loks skreiddist Aníta stirð og köld ofan á flugvélarduflið og fleygði kaðli til Níels er batt flugvélina. Er þau voru komin í land komu kynblend- ingarnir, feimnir og óframfærnir vegna nær- veru hvítu konunnar. Aníta hafði séð annan þeirra í Northumbríu. Það var lítill þykkleitur maður, sem hét Pohuk. Hann var þreklegur, sí brosandi og franskur í aðra ættina. Hann nefnd- ist Madeline. Anítu fanst það skrítið karlmannsnafn og ekkert hafði hún séð ljótara en mann þennan. Nú heyrðist hræðilegt hundagjamm. Sleða- hundar Jims komu þjótandi, til að heilsa eig- anda sínum, sem þeir höfðu ekki séð alt sumar- ið. Aníta varð dauðhrædd er hún sá hvemig þessar stóru skepnur, úlfar í aðra ættina, stukku á hann, en þetta voru víst fagnaðarlæti, en þeir urruðu og fitjuðu upp á trýnin er hún leit á þá. “Komist í burtu kvikindin ykkar!” sagði Jim og klappaði þeim vingjamlega. “nú þarf eg ykkur ekki framar. Eg hefi miklu betri farkost úti á ánni. Það flýgst ekki á við sjálft sig eins og þið gerið, og étur ekki aktýgin sín eins og þið. Það stelur ekki matnum frá húsbónda sínum eða heldur vöku fyrir honum allar nætur með spangóli, en flytur hann á tveim stundum eins langt og þið gerðuð á mörgum dögum. Nei, þið eruð farnir úr þessu landi fyrir fult og alt — hm, en samt er nú kanske bezt að hafa ykkur áfram — þegar skamdeigð kemur þarf eg ykkar kanske með.” Pohuk útbjó handa þeim matarbita og eftir á vildi svo til eins og af hending, að Jim og Niels gengu upp með ánni til að tala saman. Jim leit yfir ána að háu nesi, þar sem Niels sagði honum að Gilmour félagið hefði aðal bækistöðvar sínar. “Jæja, og hvaða- fréttir eru af þeim að segja?” spurði Jim. “Þeir hafa þar þrjár flugvélar, og hafa flutt þangað marga menn þann tíma, sem þú hefir verið vestur frá,” svaraði Niel. “Jæja, fáeinar flugvélar og nokkrir menn muna ekki miklu í öllum þeim fjölda, sem þeir hafa hér norðurfrá,” sagði Jim. “Þeir vakta okkur eins og sjáaldur auga síns. Ef við förum hálfmílu frá búðunum er flugvél komin til að spæja um athafnir okkar. Það eru njósnarar alstaðar í skóginum, sem gæta okkar dag og nótt.” “Ó, við verðum að taka því með ró. Er annars nokkuð nýtt í fréttum?” “Já, heilmikið. Beverley Gilmour hefir ílutt hingað Cæsar Boileau og óþjóðarlýð hans!” “Hver þremillinn! Hvar halda þeir sig?” Niels Conrad benti upp ána. Manstu eftir svæðinu níu til tíu mílur upp með ánni. Nei, nú er eg farinn að telja í norsk- um mílum. Þú manst eftir staðnum sem við ætluðum einu snini að setjast að á. 1 litlum dal hálfa mílu þaðan eru þeir. Madeline var þar fyrir skemstu og rakst þar á þá.” Jim hnyklaði brýrnar. Þetta voru ekki góð- ar fréttir. Þessir kynblendingar, með Boileau í broddi fylkingar, voru ekki fluttir þangað þarna í erindisleysu. Þeir áttu að ryðja honum úr vegi. Þar mundu þeir verða honum vágestir og þarna var hann langt frá lögreglunni. “Það er kanske bezt að þú verðir hérna í stað þess að fara norður að vatninu,” sagði Niels, en Jim hristi höfuðið. “Það væri að láta undan Niels. Eins og þú veizt, þá vita þeir í raun og veru ekki hvað þeir eiga að halda 'um þetta. Annars hugsa eg að eg þurfi ekki að óttast Boileau og sveina hans í mánuð eða tvo. Ekki fyr en eg fer að hugsa um gildrurnar, og fyrir þann tíma ættum við að hafa fundist.” “Já, mér þykir það líklegt, en þú hefir þó aldrei hugsað þér að hafa Anítu þar með þér? Það ættir þú ekki að gera. Það væri hættu- legt,” sagði Norðmaðurinn í aðvörunarrómi. “Þú og eg erum karlmenn og tökum hverju. sem að höndum ber, en þú verður að muna, aó hún er bara kvenmaður.” Jim gekk og braut kvist milli handanna er hann íhugaði hvað hann ætti að gera. Auðvitað gat hann fengið Anítu til að vera í Northum- bríu ef hann vildi, en hann hikaði við að reyna það. Hún vildi helzt vera hjá honum — og það langaði hann líka helzt til að hún væri. Og þótt kynblendingarnir sæktu eftir lífi hans mundu þeir ekki voga sér að snerta við henni. ’ Það kæmi öllu landinu í uppnám. Eina hættan, sem hana gat hent var sú, að vera alein þarna úti á öræfunum, ef eitthvert slys henti hann. “Nú skal eg segja þér hvað eg hefi hugsað mér,” sagði hann við félaga sinn. “Eg hef hana hjá mér en þú og félagar þínir skulu líta eftir aðsetursstað okkar. í mánaðartíma flýg eg hingað yfir um oft og mörgum sinnum. En komi eg ekki eins og ákveðið er verður þú að fara og sækja hana.” Þeir drógu upp tóbaksílátin sín og létu í pípurnar sínar, í sömu andrá heyrðu þeir flug- vélarskrölt uppi yfir sér, og sáu flugvél koma frá aðalstöðvum óvinanna. Það var njósnara flugvél. “Já, þarna getur þú séð hvað eg sagði þér!” sagði Níels. “Þeir sáu þig koma og nú ætla þeir að grenslast eftir hvað það er, sem þeir sáu.” Gilmour flugvélin flaug eins lágt og þeim var unt, sem í henni voru. Hnítaði hringa í kring um verbúðirnar og lækkaði flugið enn meir. Þeir sáu náunga með hlífðargleraugu stara niður á sig. Svo sneri flugvélin við og hélt heim til sín. “Veturinn verður víst skemtilegur,” sagði Níels. “Þetta varir ekki í allan vetur. Gilmour verður leiður á þessum útkjálka bardaga, hann vill fá úrslitaorustu og hana skal hann fá!” Þeir kveiktu í pípunum sínum. Yfir þess- um litla loga eldspýtunnar brostu þeir báðir hörkulega eins og menn, sem vita að þeir verða að berjast upp á líf og dauða. Jim og Aníta fengu vistir fluttar út í flug- bátinn og seint um kvöldið lögðu þau af stað og flugu áfram inn yfir öræfin. Þau voru ekki komin langt frá ánni þegar skógurinn fór að þynnast og hvarf svo með öllu norðan í móti en kræklóttar leifar hans stóðu í hléinu móti suðri, svo hvarf hann með öllu. Jim lyfti flugvélinni í fimtán hundruð metra hæð og benti. “Við förum langt út-þangað,” sagði hann. “Nú hvernig líst þér á?” “En Aníta gat ekkert sagt. Landslagið birtist í allri sinni dýrð. Nú gat hún notið út- sýnisins yfir hina miklu lásléttu, sem liggur í austur alt að Hudsons fljótinu og norður að Ishafi. Henni fanst hún vera svo örlítil. I fjöll- unum er sjóndeildarhringurinn stöðugt brotinn af tindum fjallanna, en þarna var alt takmarka- laust. “Það er eins einmanalegt hér norður frá og á tunglinu. Svæði eins stór og hálf Evrópa,” hafði Jim sagt. Hvergi sást til mannaferða, já enginn hafði kannað þetta land, sem lá mann- laust í miðnætursólinni og lamið æðisgengnum sjóbyljum um skamdegið. Aníta sá óteljandi ár og læki, tjarnir og stöðuvötn. En þetta voru ekki fenin, sem hún hataði svo mjög. Vatnið í ám og lækjum var ekki gulbrúnt, heldur himinblátt. Alt landið var þakið grasi og kjarri, og blómin breiddust út i skínandi breiðum, gul, rauð og blá eins og dýr- indis ábreiða. En Aníta saknaði samt skógarins og fjall- anna. Æ, hvað hún þráði litla tjaldið þeirra við Bjarnarána! Þetta hræðilega, einmanalega flæmi fylti hana skelfingu — hér mundi hún sjálfsagt aldrei þrífast. Þetta var svo mikil- fenglegt, að það fylti hana hryllingi. Jim sat þar og horfði á hana. “Já, þér féll víst betur vestur hjá Kletta- fjöllunum?” spurði hann. “Já, það gerði mér líka fyrst, en eftir að maður hefir vanist því hér, þá skiftir maður ekki á því og öllum Klettafjöllunum. Þegar þetta land nær tökum á manni sleppir það aldrei tökunum, Það heill- ar mann.” Eftir einnar stundar flug komu þau að fimm vötnum, sem voru tengd saman með stór- ám. Ár þessar voru stuttar en breiðar. “Nú erum við komin að Moskus vötnun- um. Hérna vorum við Níels eitt árið, og hér erum við í miðju úlfalandinu,” sagði Jim. Þau lentu á miðvatninu og fóru að landi í lítilli vík, sem var í skjóli við hátt nes. í tvö hundruð skrefa fjarlægð reis lítill ölduhryggur, var hann um níutíu feta hár. Skyndilega reis upp, efst á hryggnum, stór skógarúlfur. Hann stóð þar eins og steingerfingur og bar við kvöld- himininn. Hann starði rólegur á þennan. risa- vaxna málmfugl, sem hafði rofið þögn aldanna í þessu ríki hans. Þar sem hann stóð þarna og bar við kveld- loftið, var hann sjálfur ímynd hinnar hræðilegu einveru, sem er sú skelfing, er gagntekur heim óbygðanna. “Jim, sjáðu hann!” kallaði Aníta. Jim var að setja strigadúksbátinn á flot. Hann leit aðeins upp frá starfi sínu. “Já, þetta er bara einn úlfur. Þú færð að sjá marga þeirra hér um slóðir, stúlka mín. En nú skulum við hugsa um bústað okkar. Líttu á. Þarna uppfrá er góður tjaldstaður og í skjóli. Við verðum að reyna að koma okkur fyrir eins vel og hægt er í kvöld. Gerðu svo vel og réttu mér kaðalsendann þarna.” Þegar Aníta leit upp var úlfurinn horfinn. 7. Kapítuli. Ekki féll Anítu nærri eins vel í nýja heim- kynninu og henni hafði gert við Bjarnarána. Hér var tjaldið undir svolitlum hóli, annars var alt bersvæði. Hún saknðai hinna löngu hlíða og heita sandsins í víkinni, og hins sífélda niðs í furutrjánum . Hér var ekkert nema sléttan og himininn yfir henni, og stundum varð veldi hans svo yfirþyrmandi, að hún flúði inn í tjaldið til að umflýja það. Þarna varð hún að fara lengra eftir vatn- inu, og eldiviður var þarna fágætur. Við Bjarn- arána var enginn skortur á honum og mintist hún með söknuði hins mikla báls, sem hafði brunnið fyrir tjalddyrum þeirra kvölds og morgna. Hér varð hún að elda á lítilli gassuðu- vél, og kveld og morgna var svo kalt í tjaldinu að andbært var inni í því. En þarna var gnægð veiðidýra. Rjúpurnar voru svo gæfar að þau gátu tekið þær berum höndum, og alstaðar sáust hérar. Þeir voru um þessar mundir að breyta lit, og lögðu af brúnu fötin sín og fóru í hvíta vetrarbúninginn. — Urrðinin óð uppi í vötnum og ám. Andir og gæsir flugu yfir túndruna í flokkum, stórum sem skýflákar og settust á vötnin í þúsundatali, altaf sáu þau hópa sauðnauta í kringum tjaldið. Aníta vann eins vel í tjaldinu og henni var auðið, og reyndi að trúa því, sem Jim sagði, að alt yrði gott þegar snjórinn kæmi, þótt hún ætti örðugt með að trúa hvernig hinn ógeðslegi, blauti og kaldi snjór gæti bætt nokkuð. En mest saknaði hún þó nærveru Jims. Allan daginn frá morgni til kvölds var hann að heiman. Ekki til þess að finna sér slóð fyrir gildrurnar, heldur flaug hann út um alt. Hún vissi að hann fór að finna Níels við Kewah-tína ána og í hvert skifti og hann fór þangað fékk hann sér bensín í flugvélina, og hún vissi að Níels var stundum með honum, því að við og við kom hann þangað og var nótt hjá þeim í tjaldinu. Nú vissi hún að Jim og Gilmour félagið eltu ólar út af einhverjum námuréttindum. Það var kanske radíum náma — stór radíum náma hafði fundist þá um sumarið í Stórabjarnar svæðinu. Eða það gat verið gull eða silfur náma. En hvað sem það nú var, hlaut það að vera óvenju- lega dýrmætt, fyrst Jim leit á gullnámuna sína við Bjarnarelfuna sem lítils virði samanborið við þetta.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.