Heimskringla - 01.05.1946, Blaðsíða 1

Heimskringla - 01.05.1946, Blaðsíða 1
vVe recommend for your approval our "BUTTER-NUT LO AF " CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. +’ ■ ■■—-—~ -—- - --- - • ■ i We recommend for your approval our " BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr ---------------— - •» LX. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 1. MAI 1946 NÚMER 31. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Bandaríkjunum ekki veittar herstöðvar á islandi Mánudaginn 29. apríl fluttu dagblöð þessa bæjar frekari fregnir af málinu um bandarísk- ar herstöðvar á Islandi. Er í þeirri frétt alveg tekið af skarið um það; Bandaríkin fá ekki herstöðvar leigðar. Ólafur Thors, forsætisráð- herra, hefir lýst því yfir, að ’ beiðni þeirra s. 1. október um þær, gæti ekki verið veitt. Ástæður Bandaríkjanna fyrir beiðninni áhræra eingöngu her- vernd þeirra og Norður Ameríku á Atlantshafinu. Bandaríkin hafa nú slíkar stöðva á fjölda af eyjum með- fram ströndum Ameríku alla leið suður til Argentínu. Eyjar þessar væru allar hættu- legar, ef óvinaher næði í þær. Slíkar stöðvar eru á Ný- fundnalandi, Bermuda, Baham- as, Jamaica, Antigua, St. Lucie, Trinidad og brezku Guiana; eiga Bandaríkin engar af þessum eyj- um. Við Canada hafa Bandaríkin sameiginlegar hervamir víða í þessu landi. Á stríðsárunum höfðu Banda- ríkin herstöðvar í Suður-Ame- ríku á nokkrum stöðum; hafa þau nú flutt burtu af þeim. Her hafa Bandaríkin ekki í Canada. En þau eru með í öllu landvarnarstarfi landsins. — Stjórnar því sameiginleg nefnd beggja landanna. Fréttinni fylgir, að Bandarík- in hefðu boðið íslandi að fylgja því að málum, hvenær sem það æskti að ganga í Alþjóðafélagið. Bandaríkin skilja ástæður Is- lands fyrir þessu og það skerðir ekki hið minsta vináttu þessara þjóða. Fiiðarfundurinn Það var látið sæmilega vel af samkomulagi utanríkisráðherra stóm þjóðanna fjögra á friðar- fundinum í París í fyrstu eða til að byrja með. Ráðherrarnir byrj- uðu fyrir helgina að gera upp sakir Italíu. Þó grið góð héldust, kom brátt í ljós, að menn skifti þar mikið á í skoðunum. Rússar líta svo á, að ítalir ættu, auk þess að bæta á einn eða annan hátt fyrir skemdar- verk sín, að greiða $300,000,000 í skaðabætur. Einn þriðji af þeim átti að ganga til Rússa, en afganginum að vera skift milli Júgóslavíu, Albaníu og Grikk- lands. En þá kom hljóð úr horni frá Frökkum, sem þóttust vel komn- ir að munnbita líka af þessu fé, þar sem Italir réðust fyrst á þá. Skoðun Breta og Bandaríkj- anna er sú, að ef til slíkra skaða- bóta komi, eigi fleiri til hlutar að telja, en þrjár eða fjórar þjóð- ir. En þeir vöruðu strax við því, að þær yrðu ekki greiddar með vörum sem Italíu væru sendar frá UNRRA á kostnað Bretlands og Bandaríkjanna. ítalir yrðu sjálfir að taka þær af eigin fram leiðslu sinni. iltalía þarf sem stendur $500,- 000,000 lán til þess að geta dregið fram lífið og til þess að verða ekki eilíflega ósjálfbjarga, eins og Þjóðverjar. Ef þeir gætu auk- ið framleiðslu sína til að greiða þetta, væri það gott og blessað, en af hjálp veittri þeim, yrðu engar skaðabætur goldnar. Nýlendur Italíu eiga Bretar og Rússar eflaust eftir að bítast um. Þar koma yfirráðin á Miðjarðar- hafniu fyrst fyrir alvöru til greina. Næsta atriðið var Austurríki. En þá lenti nú Frökkum og Rúss- um saman. Það var út af Rúr- héruðunum. Rússar vilja þau ekki í höndum alþjóðanefndar, eins og Frakkar fóru fram á og Bandaríkin voru ekki á móti. Frakkar sjá sér ekki fært að ná sjálfir í Rúr eða Rínar héruðin, en vilja það næst bezta, að þau séu undir eftirliti Alþjóðafélags- ins, en ekki Þjóðverja. Banda- ríkin vilja veita Austurríki sjálf- stæði. En málinu er ekki lokið. Rússar þurftu að afla sér frekari upplýsinga. Frakkar áttu ekki sæti á þess- um fundi, en var veitt það af náð og málfrelsi, en atkvæðisrétt ekki nema í máli Italíu. Þetta er þriðji fundurinn, sem haldinn hefir verið til að semja frið. Tveir hinir fyrri hafa mis- hepnast. Löndin, sem aðallega koma til mála, eru Italía, Aust- urríki, Ungverjaland, Búlgaría, Rúmanía og Finnland. Vestur þjóðirnar vilja, að þessum þjóð- um sé sjálfstæði veitt í friðar- skilmálum þeirra og eru á móti ofmiklum afskiftum annara þjóða af þeim. Rússinn er á annari skoðun — og vill að sinna áhrifa gæti í Rúmaníu, Búlgaríu og Ungverjalandi. En þrátt fyrir alt er búist við að af því verði nú loks, að skrifa f riðarsamninginn. i Tapar kennurum Manitoba-háskóli tapar fimm góðum kennurum í lok skóla- ársins. Ástæðan er að þeim býðsí hærra kaup við bandaríska há- skóla. Dr. A. W. Trueman, forseti Manitoba-háskóla segif ekki hægt að sporna við þessu; þeim bjóðist syðra alt að því helmingi hærra kaup en hér; háskóla þessa fylkis sé ofvaxið við það að keppa. Tveir af kennurunum fara að vísu til canadisks háskóla. En einnig þar séu laun hærri. Að hækka svo kenslulaun, að ekki séu lakari en við aðra skóla í Canada, telur Trueman forseti óumflýjanlegt. Þeir sem burtu halda eru þess- ir: Próf. Roy Daniells, yfirkenn- ari ensku deildar háskólans. — Hann fer til Vancouver, er út- skrifaður frá B. C. háskóla. Próf. Milton S. Osborne, yfir- kennari Architecture deildarinn- ar. Hann tekur við sömu stöðu við Pennsyjvania ríkisháskólann. Próf. H. J. Brodie, kennari í grasafræðisdeildinni, fer til Indi- ana-háskóla. Próf. Georg Brodersen, úr enskudeildinni, fer til Vancou- ver. Og próf. George Ford, úr ofan- nefndri deild, fer til Cincinnati. Er verið að leita kennara í stað þessara, en ráðinn hefir enginn enn verið. Winnipeg-flokkurinn sigrar 1 hockey-leik, sem háður var nýlega í Maple Leaf Gardens í Toronto, og Monarch leikflokk- urinn frá Winnipeg tók þátt í á móti St. Michael’s College flokknum í Toronto, vann Win- nipeg flokkurinn sigur, 4 vinn- inga á móti 2 vinningum Tor- onto-flokksins. Arinbjörn S. Bardai 80 ára, 22. apríl 1946 Nú berst eg þá austur í Bárðardal um bólstra og vindarann, þar fæddist áður í fjallasal eitt fagurt barn — þetta sveinaval eg yrki um þann afreksmann. 1 Ódáðahrauni — það almenn var trú, í æsku eg heyrði um það, að útlagahöfðingi átti þar bú með ættgöfgri stórlyndri hefðarfrú en þjóðsögnin braut þarna blað. En þaðan kom Bangsi þrevetur, knár — hann þræddi með fljótinu leið — með sívala arma og síðvaxið hár og sólbrenda vanga og glitrandi brár, hann glófextum gæðingi reið. Og þarna í koti hjá kerlingu var, og karli, að hann barnsskónum sleit og krafta fókk hann í kögla þar í hverjum leik hann af sveinum bar er búfénu hélt hann á beit Hann horfði á glitið við Goðafoss og gufuna sem hann skóp. hann hélt að hann geymdi enn gull og hnoss og guðaleifar og skessu-koss hann hugfanginn þangað hljóp. Hann bjóst til að kafa — hinn freyðandi föll en fossgígur hrópaði byrst— hún sagði útdauð hin öldnu tröll og ekkert gull þar í klettahöll hann skyldi því fara sem fyrst. Hann sorgbitinn ráfaði vestur veg og varpaði á herðar sér mal, menn urðu hans varir í Winnipeg — við vitum það bæði þú og eg það kemur sem koma skal. Að segja frá öllum hans afrekum hér það er ekki nokkur leið, en áttræðan höfðingja sérhver sér og sómamann hvar sem litið er á litauðugt lífsins skeið. Hann leikur sér enn sem lamb við stekk og löng virtist framundan braut. Forlögin beri ’hann í silki sekk og að síðustu leggi hinn mæta rekk í indæla íslenzka laut. EFTIRMALI Á Arinbirni er aldrei fát þótt ótal geysi vargar, ef hann verður alveg mát ei mun gott til bjargar. Varaskeifan ágæt er ef einhver kemst í vanda og segir: “herrann hjálpi mér hvar á eg að standa.” Þegar uppgefst lækna lið og lífs er þrotið gaman, tekur Bangsi bara við og bjargar öllu saman. I. Gíslason ENDURKOSIN FORSETI Mrs. B. Violet Isfeld Mrs. Eric A. Isfeld var endur- kosin forseti þess félagsskapar er nefndur er “Registered Musie Teachers’ Association”, 23. apríl s. 1., á ársfundi félagsins er hald- inn var í Hudson’s Bay bygging- unni þann dag. Við það tækifæri talaði Dr. P. H. T. Thorlakson um heilsufræði og nauðsyn mið- stöðvar-læknastofu. Dr. Thor- lakson er, sem kunnugt er, for- seti Manitoba Medical Centre stofnunarinnar. Þetta er í annað sinni sem Mrs. Isfeld hlotnast sá heiður að verða kjörin foringi félags síns. FJÆR OG NÆR Dr. Richard Beck Þetta var úrslita leikur, en fjórum sinnum var alls leikið. Yfir alla flokka sem keptu, hafa Monarch 4 vinningu á móti 3 annara flokka. Þetta voru alt yngri flokkar. En eftir þennan sigur eru Mon- archs sigurvegarar Canada í þeim flokki. 1 Þegar þeir koma heim, ætla bæði fylkisstjórn og bæjarstjórn að taka á móti þeim. Bandaríkin búast við að ráðast á Rússa Ralph Ingersoll, ritstjóri PM, hélt fram í blaði sínu í gær, að Bandaríkin væru að búa sig und- ir að herja á Rússland. Máli sínu til sönnunar sagði hann þau hafa komið upp atóm- sprengjubúrum í Evrópu svo nærri Rússlandi, að auðvelt væri að hefja slíka árás í hasti og kasta sprengjum yfir rússneskar borgir, sem væru mörgum sinn- um kröftugri en Hiroshima sprengjan. Mr. Ingersoll var í stríðinu, en hið góða blað hans tapaði kaupendum meðan hann var burtu. Síðan hann kom heim hefir mörg grein sem þessi birst í PM og farast blöðum svo orð um þær, sem skrifaðar séu til að afla blaðinu kaupenda. Dr. Beck heiðraður Samkvæmt frétt í “The North Dakota Student”, vikublaði rík- isháskólans í Norður-Dakota, hefir dr. Richard Beck, prófessor við háskólann í Norðurlandamál- um og bókmentum, verið kosinn heiðursfélagi í skáldafélaginu “The Midwest Federation of Chapparral Poets”. Er honum sá sómi sýndur fyrir bókmenta- störf hans. En hann hefir, eins og kunnugt er, bæði annast út- gáfu enskra þýðinga af íslenzk- um ljóðum og sjálfur gefið út kvæðasöfn bæði á íslenzku og ensku. Mörg kvæði eftir hann hafa einnig komið í tímaritum og ljóðasöfnum í Bandaríkjun- um. “ÞESS SKAL GETIÐ SEM VEL ER GERT” Herra ritstjóri: Eg er svo fullur, af þakklæti, að mig langar til að senda ein- hvern svolítinn part af því til þeirra mörgu sem hafa glatt mig á þessum tímamótum æfi minn- ar. Þá fyrst til Jón J. Bíldfells, fyrir hans góðviljuðu grein sem hann skrifaði um mig í blaðið Lögberg, og fögru kvæðin frá lækninum S. J. Jóhannessyni og Ingólfi Gíslasyni, og skeyti frá þeim hjónum og Thors hjónun- um í Washington, D. C. Annað skeyti frá Ólöfu og syni hennar. (Hún er ekkja Péturs Halldórs- sonar fyrrum borgarstjóra og al- þingismanns.), Reykjavík. Þriðja frá dr. og frú R. Beck, og mörg önnur skeyti og bréf, lukkuóskir ógleymanlegar. Eins er eg í þaklætisskuld við systkini mín í stúkunni Skuld, sem héldu mér mjög veglegt samsæti, og þar sem var afhend mér mjög kær gjöf, “Dr. Jóns Bjarnasonar rit og ræður”. Fyrsta bóikin úr pressunni í skrautbandi. Það er erfitt að taka á móti öllum þess- um gleðiatlotum, þegar maður finnur til þess að maður hefir ekki fyllilega unnið til þess. En maður verður að bera sig vel, og , ^ Sumarmálasamkoman í Sam- latast Mgaþaðaltskihð.þomað- bandskirkjunni á sumardaginn ur hefði oskað að hafa unmð til fyrsta var vel sótt sérl á_. þess. En þe,rsemtalaogskrifalægjuleg Ræðumar og kvæði„t yerðaaðberaabyrgðaþvi,eneg sem þar voru flut( vonar Hkr V’ ! U' * , r. . að birta síðar. Alt fór þar fram Eg legg her með kvmðið fra á Islcn2ku var það eins með Dr I Gisiason, og tek trausta- ræðu Lt .Co]. Elnara Arnasonar taki a þvi að gera það opmbert. 'þó hér sé fæddur og mentun Eg held eg verði sjalfur að sína hafi alla fengið í þessu landi. bera þessar lmur til þin, og sýna j«Þett.f var íslenzk og ánægjuieg þer um leið sumar gjafirnar, samkoma/> eru orðin hvað þær hafa verið skynsam- þeirraj er viðstaddir lega valdar. Stássskyrta frá yng- stu dótturinni, Agnes; silki háls- bróður míns, Thórunn, Calfi., band frá yngstu dóttur Páls (sál.) U. S. A.; göngustaf frá Njáli, 1“''*“““ ““ rr-a eirmm,«tii__o i,__; kaupmaður Matthiasson fra frú hans, Matt- hildur Kvaran. Þau komu til a vorum voru. ★ ★ * Gestir frá íslandi 1 Winnipeg hafa verið stödd nokkra daga hr. Magnús stór- fingra skinnvetlinga frá kon- „ , . . unni, skrautprjónaða sokka frá 6y jaV1 °g Bandaríkjanna í desember-mán ■ uði og hafa verið hér vestra síð- korvu Arinbjörns sonar míns, vasaklúta frá Ingu systir, | “Reeves Oil Colours” frá Signý, , okkar, svo eg geti málað myndir .an ~ 1 New York’ Washmgton og vestur a strond. ★ * * Vinsamleg tilmæli til velunnara Sumarheimilisins á Hnausum Það hefir verið ákveðið að stækka heimilið að mun nú í vor. af öllum gjöfunum, og söngplötu frá Ásdís systir á Betel, “Faðir- vorið”, það set eg á vélina áður en eg segi góða nótt, og eg vona j að hún endist þar til að eg heyri! ekki til hennar lengur. Þér mun i , i , , , Þar af leiðandi þarf að bæta við þykja þetta nogu langt, þo eg , . * _ . rumum og rumfotum og fleiru. Þess vegna vill stjórnarnefnd- in mælast til, að þeir góðu land- ar sem að kynnu að eiga “single beds” eða aðra nothæfa hluti, rúmfatnað og fleira, sem að þeir ekki sjálfir þurfa að nota, vilji gefa þá heimilinu. Þeir sem að góðfúslega vilja sinna þessu snúi sér til Mrs. P. S. Pálsson, 796 Banning St., Winnipeg, Man. ★ ★ * Gefin saman í hjónaband af séra Sigurði Ólafssyni að 171 telji ekki upp meir. Eg bið gef- endur fyrirgefningar á því. Fullur af þakklæti (en ekki áfengi). A. S. Bardal, 80 ára ungur. ÚR ÖLLUM ÁTTUM E. H. Macklin, fyrrum forseti og ráðsmaður blaðsins Winnipeg Free Press, dó í gær í þessum bæ, 83 ára gamall. 1 Bandaríkjunum er búist við Canora St., Winnipeg, þann 26. ekki rigni apríl, Wilfred Leo Johnson frá Selkirk og Laura Agnes Atkin- uppskerubresti, ef mjög bráðlega. son, 171 Canora St., Winnipeg. Sinueldur hefir breiðst út yfir Svaramenn voru Alfred Bridges, 8 fermílur af landi út við Delta, °§ Miss Yeo’ norður af Portage La Prairie. ;WinniPeS- Um 60 manns satu veglega veizlu að heimili bruð- arinnar, að giftingu afstaðinni. * * * Stúkan Skuld heldur fund á ivenjulegum stað á þriðjudags- Jón Sigurðson félag heldur kveldið 7. maí. Kosning embætt- fund fimtudagskvöld, 2. maí í ismanna fyrir næsta ársfjórðung, Board Room 3, Free Press Bldg. fjölmennið. Þar hafa brunnið 8 kofar, er skyttur búa í, er þeir eru á fugla- veiðum þarna.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.