Heimskringla - 05.06.1946, Blaðsíða 3

Heimskringla - 05.06.1946, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 5. JÚNI 1946 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA Konur sinntu gegningum. Mismunur á fénaðarhirðingu var afarmikill á Norður- og Suð- urlandi, þaf sem mér var kunn- ugt, um miðja 19. öld. Sunnan- lands var það ekki almennt, að menn stæðu yfir fé á vetrum, eins og títt var nyrðra, heldur var fé rekið á haga, og því síðan smalað heim. Meðan féð var úti, varð fjármaðurinn að sækja hey heim í heygarð og bera það til húsanna, sem oft voru alllangt frá bænum, en þar stóð heygarð- urinn. Um vertíðina, frá því í byrjun febrúar og fram í miðj- an maí, var það verk kvenfólks og unglinga að hirða féð, því að karlmenn fóru allir í verið nema efnuðustu bændur og örvasa gamalmenni. Á þeim árum átti kvenfólk á Suðurlandi sannar- lega auma ævi allan seinni hluta vetrar og fram á vor. Konur urðu að berjast úti í verstu bylj- um, oft klæðlitlar og ekki ósjald- an svangar. Fóðrið urðu þær að bera í hverja skepnu eftir að þær höfðu leyst það í heygarðin- um og látið það í meisana eða laupana, sem svo voru nefndir. Það var ekki ótítt að sjá kven- mann kjaga í ófærð langa leið, hvernig, sem viðraði, með fjögra kúameis í bak og tveggja kúa- meis í fyrir. Voru þeir festir saman með bandspotta, sem lá á annari öxlinni. Var þetta ekki lítil byrði, því að venjulegir kýr- meisar munu hafa tekið 12 pund af töðu. Var 10 kindum ætlaður kýrmeis í mál af góðu útheyi. Var fjögra ,kúameis ætlaður 40 kindum í innistöðu. Meðan gefið var úr meisunum varð að hleypa fénu út, hvernig sem veður var, til þess að hægt væri að gefa í hinar mjóu jötur með hliðveggj- unum. Var það ærið seinlegt, því að færa þurfti meisinn með þeim jafnóðum og halda honum með hnjánum jafnhátt jötustokknum, svo að maður varð blautur á hnjánum, þótt gaddur væri úti Útigangshesti var gefinn kýr- meis í mál af moði og rekjum, en góð tugga af heyi látin saman við. Eldishestar fengu miklu minna að vöxtum, en töðugæft hey eða töðu. Ekki þótti það góður ásetningur, ef kindinni voru ekki ætlaðir 2 hestar af þurrabandi. Þegar konur komu frá gegn- ingum á vetrum, settust þær að ullarvinnu og litu ekki upp frá henni, nema meðan þær borð- uðu, og lesin var húslestur. Eg get ekki láð það fólki hér nyrðra, þótt því þyki þessi meðferð á kvenfólki sunnanlands ótrúleg og dæmi hana hart. Eg mundi sjálfur eiga bágt með að trúa því, hefði eg ekki verið að sjónarvott- ur, og get eg ekki mælt slíkujn óvana bót. Skógarvinna Vor og haust var á skógarjörð- unum mikið starfað að skógar- vinnu. Það var kallað að “fara í skóg”. Það gerðu bæði karlar og jafnvel kvenfólk og unglingar. Allir bændur þurftu að fá sér viðarkol til að dengja ljái og ann- ara smíða. Þá var skógviður einnig notaður í árefti á hús, í amboð o. fl. Þegar feldur var skógur eða tekinn upp sem kallað var, voru stofnarnir eða lurkarnir höggnir í sundur við rótina með vana- legum öxum sem kallaðar voru ýmist skógaraxir, ketaxir eða handaxir. Það mátti með sanni segja, að “lítt væri af setningi slegið” við skógarhöggið, og mundi ekki hafa líkað vel aðferð margra, sem að því unnu. Sumir hjuggu undir allar rætur og létu þær fylgja stofninum, og þótti það^ drýgra til kolagerðar. Jafnóðumj og hríslurnar losnuðu var þeim safnað í kesti og gerðu það lið- léttingar. Þeir voru einnig látn- ir afkvista. Var það gert með svonefndum sniðli. Sniðillinn var stór hnífur með krók upp úr -oddinum, er líktist litlum fiski- MÁTTARVÖLD Miklu, dýru máttarvöld, menningar um dapurt kvöld, lífs í stríði líknið öld. — Ljósin slokkna tíðum. — Forðið lýðum. Forðið þjáðum lýðum. Ódáðahraun er að sjá alt í kring og jöklasnjá. Enginn forlög flýja má. — Fargið legst að síðum. Forðið lýðum. Forðið svöngum lýðum. Alstaðar er angursneyð, illúð, hungur, kvöl og deyð, eða fýsnin fölsk og leið, farg, á ríkum lýðum. Forðið lýðum. Forðið örmum lýðum. Enginn skilja ykkur má. Allir vilja heyra og sjá, ljótan streng, sem löndin á Jeika í auð og stríðum. Forðið lýðum. Forðið blindum lýðum. Gamla spekin eygir öld ókomna á bak við tjöld. Aldrei sá hún örlög köld eins, hjá heimsins lýðum. Forðið lýðum. Forðið skelfdum lýðum. Engnin veginn eina sér — ykkar lögmál brotið er. Æfinlega að einu fer ófriðar í hríðym. Forðið lýðum. Forðið þreyttum lýðum. Á sitt horfa æfikvöld auðvald, kirkja og stjórnarvöld. Örbirgðin á kjúkum köld kreistir þau í hríðum. Forðið lýðum. Forðið spiltum lýðum. Fátækt líka föl og köld ferst, og hreppir makleg gjöld að ala bæði auð og völd í öllum heimsins stríðum. Forðið lýðum. Forðið heimskum lýðum. Jörð vor reið og rúin er. Ráðið eina er, sýnist mér, að flytja lífsins heila her á hnött, með engum stríðum. Forðið lýðum. Forðið öllum lýðum. Hún af syndum orðin ær, alla menn á burtu slær, svo hún geti þakið þær, í þúsund vetra hríðum. Forðið lýðum. Forðið dæmdum lýðum. Illar fylgjur auka ferð. Yfir höfðum vofir sverð, Þið hafið nóga hnatta mergð heims í geimi víðum. Forðið lýðum. Forðið þangað lýðum. ★ Almenn hyggja að mér hlær. Aldrei var eg henni kær. Ef eg sézt — mig einhver slær — úti á brautum víðum. Forðið lýðum. Forðið mér frá lýðum. J. S. frá Kaldbak krók, var hann notaður til þess að krækja að sér hríslur úr kest- inum. Sniðilblaðið var um 9 þuml. langt frá krók að skafti, og gekk tangi úr því upp í skaftið og var sterkur járnhólkur þar utan yfir. Sjálft var skaftið um 7 þuml. langt og á annan þuml. í þvermál. Blaðið var á- líka og ljáblað að styrkleika. Þegar kvistað var, stóð sá, er kvistaði, hægra megin við kvist- inn, tók hann með vinstri hönd hríslurnar úr kestinum, þannig að hann hélt um stofninn, og sneri þá rótin upp en limið nið- ur. Hjó hann. limið utan af lurkn- um með sniðlinum, og var það fljótlegt, ef sniðillinn beit. Lim- ið féll niður við fætur hans, en lurkunum fleygði hann í köst til hægri handar. Þegar búið var að kvista, var tekið að kurla. Sá, sem kurlaði, settist réttum beinum á jörðina með viðhögg eða fjalhögg, sem oftast var rekaviðarrót, milli fót- anna. Hafði hann lurkaköstinn til hægri handar eða aftan við sig. Síðan tók hann hvern lurk og byrjaði að höggva af mjórri endanum. Kurlin, sem voru um 4—6 þuml. löng hrukku víðsveg- ar, og voru unglingar oft notaðir til að tína þau saman, gekk það misjafnt, enda hljóðar máltækið, “að sjaldan komi öll kurl til grafar”. Á kolli kurlahrúgunn- ar sat sá, er kurlaði og hafði torfusnepil til að sitja á. Að þessu búnu var farið að svíða kolin. Fyrst var rist torf ofan af kringlóttum bletti oftast um 3 al. í þvermál, og var grafin þar skálmynduð gröf um alin á dýpt í miðjunni. Þá var látinn eldur á miðjan botninn og raðað kurlum utan að og bætt á jafn- óðum og kurlin urðu glóandi unz gröfin var orðin barmafull með kúf upp af. Þá var byrjað að tyrfa utan með, og var grasvegur torfanna látinn snúa að glóð- inni, og mokað mold utan að, og hún troðin með fætinum. Þessu var haldið áfram upp á koll hrúg- unnar, og ef reykur sást koma, var bætt þar á mold, og ekki var hætt að troða gröfina fyrri en hvergi heyrðist braka undir fæti. Að endingu sá eg suma leggja tvö kurl í kross á kollinn. Frá því að gröfin var byrgð leið nokkuð langur tími, þangað til mátti opna hána, man eg það ekki með vissu, en held það hafi skift dægrum. Á vorin komu menn víða að ;il að fá kol. Mig minnir, að kolatunnan væri seld á einn rík- isdal. Sagt var, að hverjum bónda veitti ekki af 2—4 kola- tunnum á ári eftir stærð heimil- anna. Mataræði Matarveitingar munu hafa verið svipaðar um alt Suðurland í mínu ungdæmi. Gamall maður óljúgfróður, er ólst upp í Kjós- inni á fyrri hluta 19. aldar sagði, að á betri bæjum þar, t. d. Mið- felli og Hálsi, hefði skamturinn verið á vorin sem hér segir: — Fyrst að morgninum var veitt kaffi. Morgunmatur var flóuð mjólk með skyri og káli (kál- hræru) ofan í, 4 marka askur handa karlmanni og 3 marka handa kvenmanni. I miðdegis- mat, um nón, var haft svonefnt harðæti. Hálfur IHtill, hertur fiskur (smáfiskhelmingur) eða sjötti partur úr stórum þorski, hálfur vænn þorskhaus og kaffi á eftir. Á kvöldin var skamtað um 3 merkur af mjólk og skyr- hræra ofan í. Um túnslátt vöknuðu menn eða fóru til sláttar um kl. 3 á nóttunni. Um miðmorgunsleytið (kl. 6) fór hitt fólkið á fætur, og fengu þá sláttumenn kaffi og 2 merkur af skyri (litli skattur). Aðal morgunmaturinn var 4 merkur af skyri og mjólk út á. Um nónið harðfiskur og kaffi, og kvöldmaturinn var 2 merkur mjölmjólk eða skyrhræra. Þegar leið á sumarið var oft hafður kál- grautur saman við. Að haustinu var grautur og skyr kvöld og morgna, en harðæti ásamt kaffi um nónið. Þegar kjötsúpa var borðuð, var aðeins tvímælt. — Handa karlmanni voru 3 litlir spaðbitar og gulrófa í súpunni en heldur minna handa kven- manni. I Kjósinni var vegið út smjör og feitmeti til viku eða hálfs mánaðar, og man eg eigi, hvað gamli maðurinn sagði, að það hðfði verið, líklega hefir það ver- ið 2 eða 2ý(> pund til vikunnar. En útgerð um vetrarvertíð, frá byrjun feðrúar til 12. maí var: 30 pund smjör, sauður í kæfu, og 20 pund harðfiskur. Auk þess höfðu vermenn oftast soðningu. þorskhausa, kútmaga, heilag- fiski o. fl. Þá var þeim einnig vegið 25—35 þund af rúgi til brauða 4 pund af kaffi og 2 pund af kandís. Þar að auki áttu þeir að fá 2 merkur af vatnsgraut á dag hjá útgerðarmanni. Þetta, sem hér er sagt, kemur vel heim við það, sem mig rekur minni til um mataræði, nema ekki minnist eg þess, að nokkurn tíma væri tvímælt, né að smjör og viðmeti væri vegið út. Hjá mörgum varð þröngt í búi, þeg- ar leið að vordögum. Þá fór kjöt og fiskur að minka, og um korn til brauðgerðar var ekki að tala um hjá almenningi. Helzta bjargræði margra var þá mjólk- in, alt þar til kom að Lokaferð- um um miðjan maí. Þá komu út- róðrarmenn heim og höfðu með sér skreið, dálítið af komvöru o. fl. Þegar kýrnar geltust á vorin kom sauðburðurinn, og var stekkjarmjólkin bjargræðishjálp margra. Fólk var þá gestrisið, þar sém eg þekit til. Alsiða var að veita gestum mat og kaffi, þótt ekki væru það næturgestir. Brenni- vín var lítið haft um hönd, þótt stöku menn sæust druknir við sum tækifæri, helzt um lesta- tímann og í veizlum. Lítið var þá keypt af kornvöru til heimilanna. Mest var keypt ómalað korn. Reyndar fluttist rúgmjöl, var það í hálftunnum úr brenni með svigagjörðum. Þótti lakara að kaupa það en rúginn ómalaðan. Bankabygg og rúgur voru algengustu korntegundirn- ar. Stöku sinnum tóku menn matbaunir eða ertur. Hrísgrjón voru lítt þekt nema í fínni veizl- um og á helztu heimilum. Hálf- grjón sá eg aldrei fyr en hér á Borðeyri milli 1864 og 1870. — Flórmjöl var ekki haft um hönd nema í betri veizlum og á helztu heimilum. Baunir voru stöku sinnum hafðar til miðdegisverð- ar, helzt um sláttinn með kjöti og gulrófum. Þeir, sem ekki höfðu kjöt, létu út á þær samfengna mjólk eða nýtt smjör. —Heimilisblaðið. , SILFURBRÚÐKAUP Það var bjartur og skemtileg- ur silfurbrúðkaupsdagur Helga G. Helgasonar og konu hans Rósu, sem var haldinn að Kirkju- bæ 19. maí af skyldmennum og vinum þeirra. Var byrjað með því að syngja “Hvað er svo glatt, sem góðra vina fundur”. Svo talaði Thor Fjelsted veizlustjóri nokkur orð og skýrði tilgang þessa fagnað- ar samsætis; sagði það þyrfti ekki að skýra þar hvaða mann- val brúðhjónih væru, það vissu allir það, sem þar væru og víðar. Óskaði að það yrði meiri söngur en ræður og var því vel fylgt, því þar voru þeir allir þrír valin- kunnu Fjelsteds bræður frá Ár- borg og kona Dóra Martin frá Hnausa, við píanóið og annað söngfólk gott. iSvo kallaði veizlustjóri fram Mrs. E. Einarson til að tala fyrir hönd kvenfélags Hnausa-bygðar og skýrði hún vel frá, hvað þær hefðu verið lánsamar að fá Rósu í félagið úr annari bygð og mættu vera Helga þakklátar fyr- ir að sækja hana svo langt á skemtilegu hesta-teami fyrir 25 árum; hefðu þá margar ungu stúlkurnar, sem nær voru, farið að fá von til þess góða manns, eins og nú gerist til þeirra sem fengju sér gott “car”, og gerði annað að gamni sínu áheyrend- um til skemtunar. Svo var sungið meir. Þá bauð veizlustjóri, ef þar væru ein- hverjir sem vildu hafa orðið, aðrir en hann og kvenfélagið, og var þar vinur heiðurshjónanr.a og náfrændi brúðgumans, P. S. Johnson frá Argyle-bygðinni,! Glenboro, Man., til að samgleðj- ast þessum valinkunnu hjónum og öðrum vinum við þetta tæki- færi. Og tók hann það tækifæri til að koma vinahópnum til að brosa og halda huganum sem oftast glöðum, með því helzt að læra þessa vísu: Eg hefi fátt við ílsku átt, elska sátta boðin, að hugsa kátt og hlægja dátt heilsu er máttar stoðin. Sagðist hafa tekið eftir þolin- mæði brúðgumans þegar þeir voru fiskifélagar hér á fyrri ár- Hhagborg U FUEL C0. 11 ★ Dial 21 331 no'A'Í) 21 331 um og sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir hvað nauðsynlegt það væri að kunna og temja sér þetta máltæki: “Þolinmæðin þrautir vinnur allar” (jafnvel að velja sér framtíðar förunaut), fyr en full seint. Og hvatti unga fólkið til að temja sér það sem fyrst, svoleiðis gæti það veitt brúð- hjónunum sem varanlegasta á- nægju, og sýna íslenzkan hetju- skap og árétti með vísu eftir eitt íslenzka skáldið: Heims um stræti hvar þú fer helzt það bætir trega, að hafa fætur fyrir sér og fara gætilega. Gerði svo nokkuð annað að gamni sínu á ensku, svo sem vísu til fiskimamiia, því þar voru nokkrir, er lítið skildu íslenzku. Svo fór hann með góða vísu eftir eitt af betri skáldum Is- lands: Hin æðsta list er að lifa og logana kinda í mannanna sál. Sumum er skylt að skrifa, og skýra sitt hjartans mál. Sá snýr ekki við sem stefnuna fann, en stundum andar kaldast um þann, sem hugsar djarfast og heitast ann. Og óskaði það þyrfti ekki að anda svo kalt um fólk í framtíð- inni, eins og hefði gert um marga í liðinni tíð. Sagði svo ef hann talaði meir mundi það hugsa eins og sonar sonur hans hefði einu sinni sagt við sig, þá þriggja ára (eitt uppá- hald afa): “You talk too much, afi”, er hann vantaði afa að gera annað fyrir sig. Var svo sungið. Þá brúðhjón- unum veittar gjafir, og þakkaði sonur þeirra, Gunnar, fyrir hönd hjónanna, velvildina og gjafirn- ar. Svo veitti kvenfólkið bezta kaffi og nóg af beztu veitingum. Svo þegar allir voru búnir að jafna sig eftir veitingar, var sungið þar til fólk þurfti að sinna búverkum. Allir kvöddust með bros á vörum, glaðir og ánægðir með daginn. Og var það einn með þeim glöðustu dögum mín- um á Kirkjubæ. Palli frá Kirkjubæ Til Hrifningar Vefðu sígaretturnar þínar úr Ogden’s Fine Cut eða reyktu Ogden’s Cut Plug í pípu þinni

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.