Heimskringla - 05.06.1946, Blaðsíða 1

Heimskringla - 05.06.1946, Blaðsíða 1
vVe recommend for your approval our "BUTTER-NUT LO AF " CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. We recommend for your approval our // BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. LX. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 5. JÚNI 1946 NÚMER 36. FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Manntjón og hótelbruni Skeyti í morgun sunnan frá Chicago, hermir, að eldur hafi komið upp í LaSalle hótelinu í nótt og sé það að brenna. 52 menn hafa farist ,en um 200 meiðst. Hótelið var 20 gólfhæðir og í miðju viðskiftahverfi borg- arinnar. í minningu um Roosevelt I>að hefir um skeið verið mikið um það hugsað, að reisa Roose- velt forseta minnismerki í Can- ada. Góðhugur hans til þessarar þjóðar, var alveg sérstakur, eins og kunnugt er, og lýsir sér í ítök- um þeim, sem hann á hér í hvers manns hjarta. Nefnd sú í þessu landi sem um verijd sögulegra minja sér, hefir haft mál þetta til athugunar og leggur nú til, að Roosevelt verði reist minnis- merki á eyju þeirri, er hann reisti sér sumarheimili á og dvaldi í um tíma úr hverju ári. Eyjan heitir Compobello Island í Fundy-flóanum. Orð forsetan um, “að ef ráðist yrði á Canada af utan að kom- andi þjóð, mundu Bandaríkin ekki sitja hjá,” vöktu hér þá at- hygli, er þau voru töluð, að seint munu fyrnast. Kolaverkfallið í B.ríkjunum Verkamenn í linkolanámum Bandaríkjanna gerðu verkfall um sama leyti og verkfalli þjóna á járnbrautum lauk, en því er nú einnig lokið. Stjórnin skarst þar í leikinn og bauð um 18 Va centa kauphækkun og veitti auk þess ýms önnur hlunnindi. En það skrítna við þetta verkfall, var, að John L. Lewis, foringi verkamanna lét aldrei meðan á verkfallinu stóð neitt uppi um hve mikla kauphækkun verka- menn færu fram á. Það var ann- að mál, sem honum var ríkara í huga. En það var myndun sjóðs sem hann vildi, að tekin væri af framleiðslunni, sem svaraði 5 cenutm af hverju tonni. Sjóður þessi átti að vera verkamönnum til velferðar, ef sjúkir yrðu, eða atvinnu brysti. Kolaframleið- endur greiða nú fé í sjúkrasjóð, en það sem John L. Lewis vildi, var -að verkamannasamtökin hefðu alt eftirlit með sjóð þess- um. Það vildi hvorki þing né stjórn heýra og varð svo að samningi, að sameiginlegt eftir- ]it stjórnar, kolaframleiðanda og verkamannasamtaka yrði falið það. Sjóður þessi er gert ráð fyr- ir að nemi um 70 miljón dölum á ári. En með kauphækkuninni, sem Truman forseti veitti I8V2 centi á kl.st., hækkar kaup verka- manna um $1.85 á dag. Miðað við vikukaup, fær námaverka- maður, sem áður hafði $10 á dag, nú kaup yfir 5 daga viku, er nemur $59.25, en fyrir 6 daga viku $75.25. Áður var kaup hans á sama tíma (5 dögum) $50 og $63.50. 1 viðbót við þetta fá verkamenn hvíldardaga, með kaupi, alt upp að $100. Verka- menn munu hafa haft frá 25 centa til 35 centa kauphækkun í huga. En þeir hafa nú sætt sig við þau hlunnindi, er Truman forseti bauð þeim og sem alls ekki voru óaðgengileg og í raun réttri mikill ávinningur fyrir verkamenn. Það er því vonandi að kolaverkföll séu fyrst um sinn úr sögunni. Verkamenn í stein- kolanámum hafa nú að vísu hót- að verkfalli, nema því aðeins að hagur þeirra verði bættur að sama skapi og verkamanna í lin- kolanámunum. Mun lítill efi á, að beiðni þeirra verði veitt. Jónas Þorbergsson heiðraður Veglegt samsæti til heiðurs Jónasi Þorbergssyni útvarps- stjóra Islands, var haldið í Fort Garry gistihöllinni hér í borg- inni, síðastliðið fimtudagskvöld, 30. þ. m. Veizlustjóri var séra V. J. Eylands, sem kynti þennan góða gest samkvæminu. Aðal- atriðið var löng og skipulega samin ræða sem heiðursgestur- inn flutti, var þar drepið á aðal- drætti úr sögu útvarps fyrirtæk- is Islands, og var bæði ánægju- legt og fræðandi að hlusta á þessa ræðu. Svo mintist heiðursgesturinn veru sinnar hér vestra frá 1910 til 1916. Var hlýhugur hans til íslendinga hér vestra mjög auð- sær, bæði í sambandi við dvalar- ár hans þá og eins viðvíkjandi þessum stutta tíma sem hann nú hefir verið hér vestra. Hr. Jón Bíldfell hélt þá stutta og snjalla kveðjuræðu til heið- ursgestsins og þakkaði honum erindið og komuna. Var samsæti þetta í alla stað hið ánægjuleg- asta. Há útgjöld Á sambandsþinginu í Canada, voru rekiningar nýlega birtir yfir útgjöld stjórnardeildanna, með greinum þeirra eða undir- deildum sem eru 44. Reikningur- inn nam 20 miljón dölum fyrir marzmánuð og þykir óheyrilega hár. í stjórnarþjónustu eru 147,049. Eru þó ekki í fjárhæð þessari talin laun senatóra eða þingmanna, heldur ekki riddara lögreglu Norðvesturlandsins. — Póstmáladeildin kostar mest, eða um $3,363,857. Þar eru 27,360 menn á kaupi. Næst er deild hermanna (war veterans), með 14,285 þjóna og mánaðarútgjöld- um, er nema $2,344,632. Útgjöld þessi svara til tveggja dollara skatts á mánuði, af hverj- um íbúa landsins. Það er ekki hægt að segja nú lorðið, að við eigum heima í landi, þar sem ekki þurfi neina | skatta að greiða. I Helgidagur næsta mánudag Næstkomandi mánudagur, 10. júní, er helgidagur (Civic holi- day) í Winnipeg. Það er fæðing- ardagur George VI Bretakon- ungs og hefir stjórnin í Ottawa ákveðið að hans skuli minst, sem borgaralegs helgidags. Munu flestir bæir og borgir í landinu gera það. Stórverzlanir bæjar- ins hafa lýst yfir að þær hafi lokað þennan dag; bankar og stjórnarskrifstofur einnig. Skóla- ráð þessa bæjar hefir ekki enn ráðið við sig, hvort skólar skuli lokaðir, en kvað ætla að íhuga það á fundi á morgun (fimtudagi. Er það hverjum í sjálfsvald lagt, sem á öðrum borgar^-helgidög- um, hvort unnið er eða ekki. BRÉF Silfurbrúðkaup í Riverton Washington, D. C., 14. maí, 1946 Kæri ritstjóri: Erum nú á förum heim til Is- lands, líklega með skipi frá New York um næstu helgi. Sendum hugheilar þakkir og kveðjur öllum löndum okkar þarna í Islendingabygðunum. — Gestrisni þeirra, vinsemd og yfirleitt allar samverustundim- ar í vetur verða okkur ætíð minnisstæðar. Óskum ykkur öll- um gæfu og gengis. Ykkar einlæg, Oddný og Ing. Gíslason tJR ÖLLUM ÁTTUM Ræðumenn Islendingadagsins í Norður Dakota Nels Johnson Séra Egill Fáfnis Eins og getið var um í síðasta blaði, halda Dakota-lslendingar þjóðhátíðardag Islands 17. júní. Ragnar H. Ragnar, er eftirlit ^iun hafa með undirbúning há- úðarinnar, sér eflaust fyrir miklum og góðum söng. En ræðumenn dagsins verða Niels Johnson, dómsmálaráðherra N. Dakota og séra Egill Fáfnis. — Skemtiskráin í heild sinni verð- ur birt í næsta blaði. Póstmálastjórn Bandaríkjanna er að vinna að því, að koma á póstflutningi með helicopter- flugvélum. Segir stjórnin að með því sé hægt að greiða mikið póstflutning innanlands, einkum bæja og þorpa á milli. Nú þurfi oft lengri tíma til að senda bréf 100 mílur, en hægt sé hafa á milli í flugförum. * ★ * * Inn í háskóla Manitoba út í Fort Garry var brotist s. 1. þriðjudagsnótt og stolið úr fjár- hirzlu háskólans 44,000 dölum. Einn þriðji eða um Ý4,000 dalir voru í peningum, en afgangur- inn í ávísunum. Er ekki búist við að greitt verði að gera sér fé úr þeim. Bófarnir brutust inn um glugga í bygginguna og mölvuðu svo hverja hurðina af annari inn í skrifstofurnar, unz þeir fundu f járhirzluna, sem þeir brutu opna og náðu fénu. Þjóf arnir hafa ekki náðst. * * * Næstkomandi föstudag flytur Mackenzie King, forsætisráð- herra Canada, ræðu í veizlu sem honum verður haldin í bústað forsætisráðherra Breta, númer 10 Downing St., í London. — Stjórnarformaður Canada hefir verið á fundi um skeið í London með stjórnarformönnum sjálf- stjórnar landa Breta. Hrósa brezk blöð 20 ára stjórn Kings í Canada og telja hann hafa bæði reynslu og þekkingu til að tala um mál Bretaveldis, hvert sem málefnið er og frá hvaða sjónar- miði, sem honum sýnist. Á mánu- dag er gert ráð fyrir að kveðja hann með öðru samsæti, þar sem stjórnar hans verður minst, og blaðið London Evening Stand ard segir að hafið hafi Canada upp í tölu stórvelda heimsins. — King leggur af stað heimleiðis n. k. þriðjudag með skipinu “Queer Mary”. ★ ★ ★ Stjórnin í Ottawa hefir borið upp í þinginu frumvarp, sem að því lítur, að færa sér atom-orku meira í nyt en gert er. Mælist þetta vel fyrir af öllum flokkum þingsins. Fer frumvarpið fram á, að einstökum stofnunum sé veittur réttur til rannsókna, sem að notkun kjarnorku lúta, en alt á það þó að vera undir eftirliti stjórnarinnar. Á Bretlandi og í Bandaríkjunum er mælt, að lög svipuð þessu hafi verið samin. Stjórnirnar ætla sér að leggja féð fram og eftirlitið verður því í þeirra höndum. * « * Dr. David L. Marsh, forseti Boston-háskóla, hélt nýlega fram í ræðu, sem mikla eftirtekt hefir vakið, “að það væri kom- inn tími til þess, að vekja athygli á þeim sannleika, að fulltrúar Alþjóðafélagsins mundu hugsa gleggra og sýna meiri þolin- mæði, ef þeir hefðu minna áfengi um hönd en þeir gerðu! Það er ekkert að furða, þó ýmislega fari, á alþjóðafundum, með öðru eins framferði,” segir háskóla- forsetinn. Háskólaforsetinn lét undrun sína í ljósi yfir fréttunum í blöð- unum af því, að utanríkisráð- gjafarnir fjórir á Parísar-fundin- um, Byrnes, Molotov, Bevin og Bidault, hefðu lokið fundinum með drykkjuveizlu, eftir að þeim hefði mistekist algerlega að gera uppkast að samningi um alheims frið! “Áfengið ruglar hugsunina, gerir menn óþolinmóða og stelur dómgreind þeirra. Maður mætti ætla, að með hungrið og bágindi manna í kring um sig, hefðu ráð- herrarnir séð ósamræmið í þvi, að sitja í dýrum drykkjuveizlum, á sama tíma og þeir áttu að vera vinna að því, að bæta hag hinna bágstöddu og þeir höfðu annað við vitið að gera, en að reka það út.” ★ ★ ★ Vegna skorts á íbúðarhúsum í Canada, er margri giftingu sleg- ið á frest. En það hefir ekki dregið úr barnsfæðingum. Þeim fjölgar um alt land. Skýrslur frá Halifax segja fæðingar óskilget- inna barna helmingi hærri árið 1945, en 1936. í Edmonton hafa þær aukist um 8%. 1 Winnipeg er eitt af hverjum þrettán börn- um óskilgetið; í Regina eitt af hverjum fjórum. í öllu Canada var tala óskil- getinna barna 3% af öllum sem fæddust fram að 1920. Nú er hún 4.61%; eða 6,581 barn á fyrra helmingi ársins 1945. Mr. og Mrs. Sveinn Thorvaldson Tuttugu og fimm ára gifting- arafmælis Sveins kaupmanns Thorvaldsonar í Riverton og Kristínar Thorvaldson, konu hans, var minst mjög myndar- lega sunnudaginn 19. maí, með fjölmennu samsæti í samkomu- húsi Riverton-búa. Fast að 400 manns var þar samankomið; þó mikið gestanna væri úr bygðum Nýja-íslands, voru eigi síður í hópnum nokkrir frá Winnipeg og úr hverjum bæ og þorpi þaðan alla leið norður til Riverton. Samsætinu stjórnaði Gísli Einarsson; setti hann það með mjög skemtilegri ræðu og sagði gestum frá hvað í efni væri. Bað hann því næst viðstadda að syngja sálm og séra Eyjólf J. Melan að flytja bæn. Borð voru hlaðin krásum og var því næst sezt að snæðingi. Höfðu konur úr bygðinni séð fyrir þessu. Að hressingu lokinni, byrjuðu ræðuhöld og söngur; gekk svo um hríð, að hver ræðan rak aðra og var ræðumönnum óspart klappað lof í lófa, enda höfum vér heyrt að þeim hafi öllum tekist vel. Ræðuefnið var bæði mikið og gott, þar sem var 50 ára starf Mr. Thorvaldsonar í jygðarmálum og viðskifftim, sem hvorttveggja hefir sér það til á- gætis, að hafa reynst Nýja Is- landi eitt hið farsælasta, sem nokkur sonur þess hefir því unn- ið . Leyndi sér ekki í ræðunum hin mikla vinátta og virðing, sem Mr. Thorvaldson nýtur. Ræðurnar fluttu þessir: Frú Ólafía Melan, ávarp til silfur- brúðurinnar; S. V. Sigurðsson; Gísli Sigmundsson, hann afhenti og silfurbrúðhjónunum klukku dýra, og metfé hið mesta; dr. Thorbergur Thorvaldson, Guðm. O. Einarsson, ræðu og kvæði; G. J. Guttormsson; John Laxdal, kennari á Gimli, hann flutti kveðju frá Reglu frímúrara. Dr. S. O. Thompson þingmaður, Frið- rik P. Sigurðsson kvæði. Mrs. Hope söng og var aftur kölluð fram. Á milli ræðanna var og sungið. Þá var frú Thorvaldson afhent hálsnisti frá Sambandskvenfé- laginu, sem hún hefir veitt for- stöðu lengi. Silfurbrúðhjónin þökkuðu hlýhug vinanna og þ'etta stór- rausnarlega samsæti rríeð sinni ræðunni hvort. Mr. Thorvaldson kom vestur um haf 1887, þá 15 ára gamall. Hann á því langt og mikið æfi- starf sér að baki. Og það eftir- tektarverða við það er, eins og einn ræðumanna komst að orði, þennan dag, að yfir því er heið ríkt og bjart. Þar hefir aldrei í skugganum verið unnið, heldur á opinberan og heiðarlegan hátt, almenningi og þjóðfélaginu til heilla og fyrirmyndar í miklu stærri stíl, en um framkvæmda- frömuði verður alment sagt. — Virðingin, vináttan og traustið, sem þessi ókrýndi kóngur Ný-ís- lendinga nýtur, er alt afleiðing verka hans og framkomu. FRÉ'TTIR FRÁ ISLANDI Guðsþjónusta, ferming og alt- arisganga í lútersku kirkjunnl á Lundar, kl. 2 e. h. á hvítasunnu. R. Marteinsson Minningarsjóður stofnaður í Færeyjum til heiðurs Paturson. í tilefni af áttræðisafmæli Joannesar Paturson, sem var þann 6. máí s. 1. ákvað Lögþingið að stofna minningarsjóð að upp- hæð 250,000 krónur. Skal tilgangur sjóðsins vera að styðja færeyskt mál, bók- mentir og listir.—Mbl. 9. maí. ★ ★ ★ Islenzkur ríkisborgari dæmdur í 10 ára fangelsi í Danmörku. Þrjátíu og sex ára gamall Is- lendingur, Sigmundur Sigmunds son hefir verið dæmdur í 10 ára fangelsi og sviftur borgaralegum réttindum æfilangt. Dómurinn var kveðinn upp af borgarrétti Kaupmannahafnar í gær. Sig- mundur var í Schalburgssveit- inni og S.S.-sveitinni á Sjálandi. Vann meðal annars í útbreiðslu- deildinni, safnaði fyrirlestraefni og var einstöku sinnum á verði meðfram járnbrautum. —Mbl. 8. maí. Frúin: “Þú talaðir heilmikið upp úr svefninum í nótt, góði minn.” Maður hennar: “Nú, einhvern tíma verð eg að fá að tala.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.