Heimskringla - 05.06.1946, Blaðsíða 5

Heimskringla - 05.06.1946, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 5. JÚNI 1946 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA DR. GERLACH SEGIST HAFA ÁTT AÐ HINDRA SKILNAÐ ÍSLANDS OG DANMERKUR Mr. og Mrs. S. Thorvaldsoo, börn og tengdafóik Frásögn Ragnars Stefánssonar, majórs í her Bandaríkja- manna hér, af viðtali við Dr. Gerlach suður á Þýzkalandi. Blaðamenn áttu í gær tal við Ragnar Stefánsson majór í Am- eríska hernum hér. Ragnar er Vestur-lslendingur og mörgum kunnur. Hann tekur nú við starfi því, er lýtur að upplýsingastarf- semi hersins hér gagnvart blöð- unum og útvarpi, en áður hafði það starf Howell V. William höfuðsmaður, sem nú er á förum til Bandaríkjanna. Ragnar sagði blaðamönnum frá ýmsu í sam- bandi við starf sitt, meðal ann-1 ars frá viðtali, er hann átti við Dr. Gerlach, fyrrverandi ræðis- mann Þjóðverja hér, en Ragnar er nýkominn frá Þýzkalandi þar sem hann var um skeið á vegum herstjórnarinnar, og átti þá tal við Dr. Gerlach, sem er í haldi hjá Bandaríkjamönnum í Garm- isch-Partenkirchen í Bayern. Blaðamenn spurðu Ragnar margs og leysti hann greiðlega úr öllum spumingum. Meðal annars upplýsti Ragnar, að nú myndi ekki vera nema um 100 Bandaríkjahermenn í Reykja- vík, en sennilega milli 1000 og 1500 á öllu landinu, langflestir við flugvöllinn í Keflavík. Sagði Ragnar, að það þyrfti um 1000 manns til þess að starfrækja flugvöllinn eins og nú væri, og væru þá að sjálfsögðu með talið allt starfslið, viðgerðarmenn flugvéla, þjónustufólk í gisti- húsi og allt það fólk, sem þarf við svo stóra flugstöð, enda væri umferðin mfkil. En Ragnar er, eins og áður er sagt, nýkomin frá Þýzkalandi, Mynd þessi var tekin í silfurbrúðkaupi Mr. og Mrs. S. Thorvaldsonar, Riverton, Man., ásamt nokkrum af börnum þeirra, tengda- og skyldfólki. Nöfnin eru, frá vinstri til hægri á mynd- inni þessi: í fremstu röð: Mrs. Sesselja Thorvarðarson, Mrs. Kristín Thorvaldson, Mr. S. Thorvaldson og dr. Thorbergur Thorvaldson. 1 annari röð: Mrs. Ólína M. Best, Sigríður, ógift; Sveinfríður Irene, ógift; Lára, ógift; Mrs. Ruby Couch, Mrs. Thuríður Sigurgeirsson, Mrs.Helga Kennedy. I efstu röð: Skapti Thorvaldson, Bogi Sigurgeirsson, Mrs. Skapti Thorvaldson, Kristín Ólafsson (stjúpdóttir Mrs. Thorvaldson), Mrs. Beatrice Anderson, Guðríður Mable, Elmer Anderson, Mr. Kennedy. Dr. Gerlaph sagði einnig, að hann hefði meðfram verið val- inn til starfans hér sem ræðis- maður af því, að hann var lækn- ir og hefði ætlað að kynna sér áhrif skammdegisins á berkla í höfði. Ennfremur átti hann að greiða fyrir þýzkum vísinda- mönnum um eldfjallarannsóknir hér á landi. Margt fleira sagði Ragnar þar sem hann meðal annars átti Stefánsson blaðamönnum frá tal við Dr. Gerlach, er var ræð- ^ þessum hlutum, sem. ekki er rúm ismaður hér í Reykjavík fyrir ag rekja hér. stríð og var fluttur út af Bretum j Ragnar Stefánsson er fæddur 10. maí 1940. Dr. Gerlach var hér á lsian(ii, á Seyðisfirði, 13. handtekinn í ágúst s. 1. í Garm-'marz 1909. Hann fór barnungur isch-Partenkirchen og er þar nú vestur um haf og hefir búið þar í haldi. Hann hafði áður verið í j sígan Hann er samt hinn bezti haldi á Bretlandi. Dr. Gerlach lsiendingur, talar málið lýta- neitar því, að hafa verið beint iaust) ems Dg öllum er kunnugt, við njósnir riðinn hér á landi,1 sem þekkja hann, hefur oft sung- en hins vegar sagði hann Ragn- jg j útvarp hér og er vinmargur. ari, að hann hefði reynt að hafa Fyrirrennari hans, Williams spurnir uppi um það, hvar brezk höfuðsmaður, sem nú er á förum skip væru á ferðinni, í því skyn? héðan, eins og fyrr greinir, hef- að greiða fyrir þýzkum skipum, ur úvalið hér í rúm tvö ár. Er sem ætluðu til Noregs nyrðri hann doktor í stjórnfræði við leiðina. j University of California í Berk- Dr. Gerlach sagði einnig frá ley. Hann ber íslandi og Islend- því, að honum hefði verið fyrir-' ingum vel söguna, þykir vænt skipað frá Berlín, að reyna að um land og þjóð. Hann er kvænt- hindra eftir megni, að skilnaður ' ur íslezkri konu, Guðbjörgu yrði milli Islands og Danmerk- ur, en annars að skipta sér ekki af innanlandsmálum Islands, það væru mál, sem Renthe-Fink, sem þá var sendiherra Þjóðverja í Danmörku varðaði. Hins vegar átti Dr. Gerlach, ef svo tækist til, að sambandið rofnaði milli íslands og Danmerkur, að reyna að sjá um, að konungssamband- ið héldist. Ragnar Stefánsson sagði einn- ig að Dr. Gerlach hefði játað, að hann hefði notað leynistöðvarn- ar í húsi sínu við Túngötu nokkrum sinnum, eftir að lög- reglustjóri hefði komið að máli við hann. Annars hefði hann komið upplýsingum á framfæri til Þýzkalands um Julinehaab í Grænlandi og Washington (þetta var fyrir stríð). Dr. Gerlach var tekinn fastur á Þýzkalandi fyrir það, að hann var einhvers konar “heiðursfor- ingi” háttsettur í S S-liðinu. Ennfremur upplýsti Dr. Gerlach, að hann hefði samkvæmt skip- un Bohle, eins aðal leiðtoga naz- ista utan Þýzkalands, haft það verkefni með höndum að komast að raun um, hverjir Þjóðverjar, hér búsettir, væru “ábyggilegir” eða hlynntir nazistum. Theódórsdóttur, héðan úr Reykja vík. Hún er fyrir nokkru farin vestur um haf. —Alþb. 25 apríl. FJÆR OG NÆR Til meðlima st. Heklu, I.O.G.T. Næsti fundur stúkunnar verð- ur haldinn á venjulegum stað og tíma næsta þriðjudag, 11. þ. rn^ St. Skuld og allir G. T. boðnir og' velkomnir. * ★ * Gimli Prestakall Sunnudaginn 9. júní — Gimli, ferming og altarisganga, kl. 2 e. h. (f.t.). Bæði málin verða brúkuð. Allir boðnir velkomnir Skúli Sigurgeirsson ★ Ít + Lestrarfélagið “Mímir” að Framnes, Man., hefir samkomu i Framnes Hall föstudaginn 7. júní næstkomandi. Byrjar kl. 9 að kveldinu. — Ágætt prógram. Nefndin. DROTNING í RÍKI StNlT Munurinn á öreiga og auðkýf- ingi er m. a. í því fólginn, að sá fyrnefndi hefir áhyggjur af næstu máltíð, sem hann þarf að neyta, en sá síðarnefndi kvartar undan því, sem hann át síðast. Hún Hallgerður gamla á Strympu situr fyrir framan litlu kolavélina sína og blæs í glæð- urnar. Grátt hárstrýið gægist fram undan rauðdröfnótta skýlu- klútnum, sem er orðinn upp- litaður af elli. Augu hennar eru stór og dreymandi, en geta þó allt í einu orðið hvöss og skotið neistum. Hvarmarnir eru rauðir og þrútnir. Ef til vill stafar það eingöngu af reyknum, sem þyrl- ast framan í hana þegar hún blæs í eldinn. Sauðsvarta hyrnu með gráum bekk hefir hún á herðunum og svuntan, sem hún ber utn yfir upplituðu grófgerðu vaðmáls- pilsi, er stagbætt, en á milli bót- anna má þó sjá, að upphaflega hafi hún sómt sér annars staðar betur en fyrir framan eldavélina. Eldiviðurinn hefir blotnað svo illa í nótt, hún gleymdi alveg að breiða yfir hann í gærkvöldi. Það var heldur ekki nema eðlilegt, eftir þessa líka þokkalegu heim- sókn. Ekki nema það þó að ætla aö íara að skipta sér af túnkragan- um hennar. Þessir “nýtízkudél- erantar” vita svo sem ekki upp á hverju þeir eiga að taka. Hann var orðinn alveg umsnúinn hann Eiríkur á Hömrum, síðan hann kom úr þessari siglingu. Hann var þó einu sinni góður drengur hann Eiki og-líklega hefir hann þótzt ætla að gera góðverk með því að bjóða henni að plægja túnkragann á Strympu. — Hún átti nú ekki annað eftir en að fara að umturna öllu, eins og þeir gera á hinum bæjunum. Nei — ónei! Hér á Strympu hafði hún nú hokrað með hon- um Jóni sáluga (blessuð veri hans minning) í fjörtíu ár, og ein hafði hún baslað í þessi tíu ár síðan hann dó, nema hvað hann Einar faðir hans Eika hafði hjálpað henni með að koma heyj- j unum heim í tóft. Nei! Það skyldi enginn fá hana til þess að skemma blessaða jörðina, sem fylgdi kotinu henn- ar. Hvar áttu svo unglömbin -- þessar blessaðar anganórur — að hafa skjól í næðingunum á vorin, þegar búið væri að slétt:. yfir alla skorningana? Og svo var þetta með hann Villa litla, eins barnið sem Guð hafði gefið henni. Hann sem hafði tvær stærstu þúfurnar fyrir hesta seinasta sumarið sem hann lifði. Þá var hann fjögra ára blessað- ur stúfurinn. Hún átti svo sem ekki annað eftir, en að láta tæta sundur þessar þúfur, nei það skyldi aldrei verða. Hún hefði nú raunar getað verið mýkri á manninn við hann Eika í gærkvöldi, en þetta kom bara svo flatt á hana. Engum hafði nokkurntíma dóttið í hug að minnast á slíkt við hana, en það er eins og Eiki geti hvergi séð þúfnabarð, nema tæta það sundur. Og fara svo að skifta sér af þúfunum hennar og ætla sér að plægja þetta án þess að taka laun fyrir — — — nei, honum er ekki sjálfrátt drengn- um. Og með þessu ætlaði hann að gleðja hana. Það var þá líka á nægja fyrir hana----------kom ekki dúr á augu alla nóttina, eldiviðurinn hennar rennblaut- ur og svo hafði hún hálfgert sam- vizkubit af því hvað hún var reið — vissi naumast hvað hún sagði. Sólin var að setjast þegar ósk- öpin dundu á og þó stendur í orðinu: “Sólin má ekki setjast yfir reiði yðar”. En Guð hlaut að fyrirgefa henni, hann var þó sá eini, sem hlaut að skilja hana. Já, bara að hann vildi líka fyrirgefa mönn- unum hvernig þeir fara með blessaða jörðina sem hann hefir skapað. Það hlaut að vera stórsynd að tæta hana svona sundur. Að sjá engjarnar á bæjunum síðan hún kom þessi bensvítis skurðgrafa, sem allt ætlar um koll að keyra. Það er ekki öll vitleysan eins. Eða þá allir þessir bílar og vagnar og ekki hefir maður á- nægju að því lengur að sjá heyið flutt heim á hestum. Nú er öldin önnur. Þeim nægir nú ekki orð- ið minna en að senda heysætin í heilu lagi heim í hlöðu. Já, þvílíkir galdrar og gerningar. ★ Hallgerður var hætt að blása í eldinn. Þess gerðist ekki leng- ur þörf því að það var farið að skíð loga undir bláu kaffikönn unni hennar. Nú gekk hún að litla speglin- um, sem hékk á þilinu andspæn- is dyrunum. Hún lagaði hárið og strauk sér í framan, settist síðan á koffort- ið í eldhúskróknum og tók rokkinn sinn. Brátt blandaðist raul rokks- ins — þessi eldgamla rómant- ízka baðstofu-hljómkviða------- snarkinu í eldinum og hitahljóð inu í könnunni og yfir andlit gömlu konunnar breiddist á- nægjubros. Hún var drottningrí ríki sínu. —Freyr. Hugrún EFNILEGUR LÖGFRÆÐINEMI Aðalsteinn F. Kristjánsson Þessi ungi og gáfaði námsmað- ur er sonur Mr. og Mrs. Friðrik Kristjánssonar hér í borginni. Hann tók þriðja árs próf í lög- fræði, með verðlaunum, og er það í þriðja skiftið sem hann hlýtur National Trust verðlaun- in fyrir ágæta námshæfileika. Fleiri verðlaun voru honum og veitt að þessu sinni. Vegna þess að hermt var í Heimskringlu 22. f.m. að hann hefði fengið þessi verðlaun fyrir læknisfræði, er þessi skýring hérmeð gefin. STÖKUR Hver sem aðeins sjálfan sig sér, og valda hærri. Ekkert skylt hann á við mig: Einn af hinum smærri. Halasláttur hrokans þvær hugnað þrátt af lýði. Andans máttur mikið fær menn, og hátta prýði. J. H. Húnfjörð Prestur nokkur hitti einn af meðlimum skozkrar whisky- fjölskyldu og mælti: “Heyrðu, Donald, mér er sagt, að í þorpinu hjá ykkur séu allir konmir í þurrkví.” Donald: “Æ, minstu ekki á það ógrátandi prestur góður, hér eru allir orðnir svo þurrir í munnin- um, að menn eru farnir að næla frímerkin á sendibréfin með títuprjónum.” JUNE IS CENSUS MONTH IN WESTERN CANADA EVERY FIVE YEARS the Dominion Government assembles facts about Western Canada — facts which, when they are sorted out, will answer many vitally important questions concerning popula- tion, agriculture, housing, etc. To get these facts the Dominion Bureau of Statistics goes to the people themselves. No one else can supply so accurately the in- formation which will guide all govemments — Dominion, Provin- cial and Municipal — in policy-making during the critical years ahead. This year is Census year, and June is Census month. A new and very important feature will be collection of facts on housing in cities and towns of over 5,000 population. This 1946 Census is of special interest because it will provide the first reliable picture of Post-War Canada. It is the Reconstruction Census. • IT IS IMPORTANT TO YOU, AND YOU CAN HELP — by answering all questions frankly and correctly when the Official Enumerator calls at your home. There is no reason to withhold information; the enumerator is sworn to secrecy and you can place absolute trust in him. Both he and the Dominion Bureau of Statistics will hold all information in strictest confidence; it can never be used against you by any tax-collecting or other agency or in any court of law. It is compulsory by law to answer the questions, but more im- portant, it is good citizenship to reply . .. frankly and accurately. DEPARTMENT OF TRADE AND COMMERCE Hon. James A. MacKinnon Minister DOMINION BUREAU OF STATISTICS Herbert Marshall Dominion Statistician

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.