Heimskringla - 05.06.1946, Blaðsíða 4

Heimskringla - 05.06.1946, Blaðsíða 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. JÚNI 1946 ífrt’imskriníila (StofnuS ltlt) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsimi 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 5. JÚNl 1946 General Hospital í fjárhraki Reikningar hafa nýlega verið birtir yfir ársrekstur stærstu læknastofnunar Manitoba — General Hospital í Winnipeg. Bera þeir með sér, að tekjuhalli er á rekstrinum og er ógott til þess að vita. Hér er ekki einungis að ræða um eina þörfustu stofnun þjóðfélagsins, heldur sjá allir, að hún getur því að eins vaxið og fylgst með, að hún hafi fé handa á milli til þess að veita sér þau áhöld, sem nýjust og bezt eru, og sem sniðin eru eftir nýjustu uppgötvunum í læknavísindum. Með spamaði í þessu efni og tekjuhalla í ofan á lag, er auðséð að stofnun þessi nýtur ekki þess fulltingis sem með þarf hvorki frá stjórnum né almenningi, til þess að geta orðið það, sem henni var ætlað. Tilgangurinn með stofnuninni var, að hún yrði nokkurs konar miðstöð lækninga í þessu fylki, tæki við sjúklingum, sem minni sjúkrahús gætu ekki veitt lækningu og væri í raun og veru rann- sóknarstofnun fyrir lækna yfirleitt, þar sem þeir gætu sameigin lega kynt sér það bezta, sem þektist í lækningum og íhugað og aðstoðað við að koma sem mestu af því í framkvæmd. Fyrir hvem sjúkling utan úr sveitum og bæjum, sem lækningar nyti, en ekki væri fær um að greiða kostnaðinn, því það sannast enn á, að fátæka hafið þér hjá yður, eins og biblían segir, mun vera samningur við fylkið um, að það ábyrgist greiðslu, sem nemur $2 á dag og það innheimtir aftur frá sveitum eða bæjum. Nú er það sannreynt, að slík lækning kostar $4.25 á dag fyrir hvern slíkan sjúkling; fær sjúkrastofnunin því tæpan helming kostnaðar síns þar greiddan. Á síðast liðnu ári námu tekjur stofnunarinnar $931,346, en útgjöldin vom $1,029,598. Það em um $100,000 tekjuhalli og samt ekki gert ráð fyrir neinum fyrningum, sem nema að minsta kosti $30,000, eftir því sem áætlað er. Gjafir til stofnunarinnar draga að vísu mikið úr þessum tekjuhalla. En á slíku er tröppu- gangur, og þar er í raun og veru ekki að ganga út frá neinu sem vísu. Á síðast liðnu ári sóttu spítalann 15,730 sjúklingar; dvöldu þeir að meðaltali 14 daga í stofnuninni. Kostnaðurinn fyrir hvern sjúkling var á dag $4.80, sem er meira en áður, vegna þess að bæði vörur og vinnulaun hafa hækkað í verði. Þetta nemur nokkuð yfir miljón dölum. Án stofnunar, sem þessarar, getur fylkið ekki verið. Hún er meira að segja ekki nærri því eins fullkomin og vera þyrfti. En með því sinnuleysi, sem hjá fylkisstjórninni ríkir, er ekki hugsan- legt, að um umbætur verði þar miklar að ræða, eins og nú horfir við. Kostnaður við lækningar fer, sem alt annað, hækkandi. Fyrir komandi tíma, er ekki er gerandi ráð fyrir að betri verði. en undan- farin fimm ár, getur því hagur spítalans ekki farið batnandi, fyrst útkoman er nú ekki betri, en raun ber vitni um. Ef þörfinni skal mætt eins og til var ætlast með stofnun þess- ari, virðist liggja beint fyrir, að endurskoða og leggja nýjan grund- völl fyrir rekstri hennar. Og þar verður fylkisstjórnin að koma til sögunnar og láta sig vöxt og viðgang hennar miklu meira skifta, en hún hefir gert til þessa. Framfarirnar í læknavísindum krefj- ast þess. RITSTJÓRASKIFTIN VIÐ FREE PRESS Við eitt af merkari blöðum Canada, blaðið Winnipeg Free Press, urðu ritstjóra-skifti ný- lega. iSíðast liðinn 2 >/2 ár, hefir aðal- ritstjóri blaðsins verið George Ferguson; kom hann að blaðinu 1925, eftir fjögra ára nám í Ox- ford, sem Rhodes-nemi, og virt- ist sá, er hinn aldni ritstjóri, John Dafoe, hafði síðustu árin mestar mætur á, sökum lærdóms og frjálslyndis, sem ritstjóra; en sjálfan var Dafoe þá farin að bila heilsa. Samt fór svo, þegar Dafoe dó, í jan. 1944, að Victor Sifton skifti aðalritstjórninni milli þriggja manna: George Fergusons, Grant Dexter og Bruce Hutchison. Fór samvinna ritstjóranna þriggja vel úr hendi og hefir stappað nærri að blaðið sé eitt bezta pólitíska frétta- blað landsins. Ritstjómin hvíldi að vísu mest á Ferguson, því hann var sá eini, sem í bænum bjó. Dexter, sem 15 ára hóf starí hjá blaðinu, hefir síðari árin verið í Ottawa, London og víðar, í þjónustu blaðsins, en Hutchison í Vancouver. Nú hefir Mr. Ferguson sagt nú eins óskorað í vesturfylkjun- um og áður. En kóngar að síð- ustu komast í mát og að berjast á móti aldarandanum, er oft til lítils. Hitt er þó efamál í hug þess, er þetta ritar, að núverandi x'itstjóri sé betur til þess fallinn, en Ferguson, að sjá viðhorfið í landsmáium. Hann er glerharð- ur pólitískus að vísu og skrifar sterkt um fjármál og stjórnmál. En lesendur munu samt sakna stefnublæs þess á blaðinu, sem hinn fráfarandi ritstjóri setti á' það og bar víðsýni og lærdómi hans ótvírætt vitni. Greinar Fergusons, er hann reit eftir för sína til Evrópu á s. 1. sumri, voru ágætar að djúp- sæi og athygli á mannlífinu þar, en kanske ekki eins eftir póli- tískum nótum og við hefir verið búist. Útlitið er, að ritstjórinn hafi illa þolað pólitískan aga og hafi þessvegna sótt um prófess- orsstöðuna við Minnesota-há skóla. OPIÐ BRÉF ritstjórnarstarfi sínu lausu og er ráðinn kennari við Minnesóta- háskóla; verður þar prófessor þeirrar deildar er fræðslu veitirl í blaðamensku. Sagt heíir og/ verið, að hann sé að skrifa bók um Canada. En við aðalritstjórn blaðsins tekur Grant Dexter. Ekki hefir á öðru borið, en blaðið hafi síðari árin fylgt stefnu liberala óaðfinnanlega. — Hitt er þó ætlun margra, að Ferguson hafi ekki látið málefn- ið ávalt bíða halla vegna flokks- fylgisins. Það hefir komið fyrir, að hann hefir fundið að gerðum liberal-stjórnarinnar, hefir þótt hún semja of mörg lög í ríkisráði, sýnt óþarflega mikinn berserks- gang í að reka Japa úr landi og gert athugasemdir við aðgerðir Ottawa-istjórnar í málinu um rússnesku njósnirnar. Aftur mælti blaðið með fjöl- skyldustyrknum áður en stjórn- in gerði það mál að sínu, og á móti C. C. F. flokkinum í Sask- atchewan hefir blaðið barist, þó það hrykki ekki til í síðustu kosn-j ingum. Þar fór sömU leiðina og í Al- berta og má vel vera, að útgef- endum Free Press hafi þar fund- ist saxast á limina hans Bjöms síns og vald blaðsins ekki vera Eg var nokkuð lengi að velta því fyrir mér hvaða yfirskrift eg skyldi brúka og fann ekkert, sem mér líkaði svo eg kalla þetta bara “bréf”, það er líka svo þægi- legt og manni er eins og léttara um vik að hripa sendibréf heldur en að skrifa blaðagrein. 1 sendi- bréfi getur maður rabbað um allan fjandann og þarf ekki nauðsynlega að hirða svo mjög um stafsetning eða setninga skipun. Það tekur enginn hart á því þó kunningjabréf sé ekki al- veg “up-to-date” frá öllum sjón- armiðum, og svo er annað í sam- bandi við þetta ennþá veiga- meira, sem sé að bréf eru æfin- lega lesin með gaumgæfni, en blaðagreinar kanske lauslega og kanske alls ekki. Þegar eg t. d íæ “MacLean’s” með póstinum byrja eg æfinlega að lesa bréfið frá honum Beverly Baxter og þó er hann nú rammasti “konsi”, en eg óháður eða er að reyna það, þá og einmitt þess vegna get eg lesið Baxter. En þá er nú bezt að byrja á aðalefni þessa bréfs, og það er sem sé að láta ykkur vita að einu sinni enn að minsta kosti, verður haldinn Islendingadagur, sem nú gengur undir nafninu Lýðveldis- dagur, á Hnausum í Nýja Is- iandi. I þetta skifti verður há- tíðahaldið 22. júní, sem ber upp á laugardag. Skipulagning hátíðahaldsins verður í líku formi og að undan- förnu. Þessi árlega útiskemtun okk- ar á Hnausum hefir verið sér- staklega vel rómuð eins og þið vitið og hefir nefndin ekki séð á- stæðu til þess að breyta til að miklum mun, nema með skáld og ræðumenn, sem oftast eru aðeins eitt í röð. Eins og þið munið höfðum við dr. Stefán Einarsson í fyrra með minni íslands. I ár verður það Ragnar H. Ragnar, mun hann kunna frá mörgu að greina um veru sína á Islandi á stríðsárunum. 1 fyrra höfðum við Lindal dómara með Canada minni, í ár verður það einn af okkar yngri mönnum, sem gat sér orðstír í stríðniu, Col. Einar Árnason. sonur séra Guðm. heitins Árna- sonar. Einar hefir því ekki langt að sækja það þó hann geti komist sniðuglega að orði. Ekki veit eg hversu mörg ykkar hafið tekið eftir kvæði sem birtist í “Lögbergi” í vet- ur. Kvæðið heitir “Sigríður Þor- mar”, og er eftirmæli ungrar stú|Iku, sem fórst á • leið frá Ameríku til íslands. — Kvæði þetta er perla segir Guttorm- ur skáld Guttormsson, og Gutt- ormur ætti að vita deili á þeim hlutum. Við skulum lesa saman fyrstu vísuna í kvæðinu: “Öllum var það ljóst, er þig sáu Sigga mín. Þar sakleysi og æska voru 1 blóma. Björt eins og stjörnur voru bláu augun þín. Þau blik- uðu af tjrygð og vona ljóma.” Til^Mr. og Mrs. S. Thorvaldson í silfurbrúðkaupi þeirra 19. maí 1946. Nú skal kyrja silfurbrúðkaups-sóninn, syngja lag og hlusta á hörpusláttinn, það verður alt til heiðurs fyrir hjónin sem hafa skrifað aldarfjórðungs þáttinn þó þeirra sögu upp eg rifja reyni, það rýrir ekki álitið á Sveini. Thorvaldson er röskur vel til ráða reynslan hefir kent oss hann að meta, hann hefir marga hvatt til dýrra dáða, það duldist ekki heldur kóngi Breta, það væri gott, ef stæði alt á steini eins stöðugt eins og loforðin hjá Sveini. Þau gamalmenni glöddu mörgu sinni, af gestrisninnar armi hlýjum vafin, verkin eru fest í fólksins minni, fögru letri á minnisskjöldinn grafin, við vitum öll það liggur ekki í leyni, ljúfmenskan og gjafmildin hjá Sveini. Þó árin séu orðin mörg að baki og æfisumri farið sé að halla; þó er eins og vonir lífsins vaki, og vorið sé um ástina að spjalla; þeim sýnist ekki aldurinn að meini unglingunum — Kristínu og Sveini. Friðrik P. Sigurðsson Að eg minnist á þetta kvæði er ekki út í hött, því höfundur þess, Ása frá Ásum, verður með okkur á Hnausum í sumar og flytur kvæði fyrir minni Islands. Ekki get eg sagt að eg viti mikil deili á þessari nýju skáld- konu, en nokkur þó, og skal hér sagt það eg veit. Ása frá Ásum er Austur-Islendingur og er við nám suður í Bandaríkjum; mér er sagt að hún stundi sálarfræði og þykir mér það all einkenni- leg fræðigrein, því eg hef alt af verið í miklum vafa um það að nokkur sál sé til, en svo haggar það hlutunum afar lítið hvernig eg lít á þá. Þessi fræðigrein er til og stundar Ása hana af miklu kappi og má það heita nýlunda meðal Vestur-Islendinga nú á dögum að nokkur fræðigrein sé stunduð af kappi. Þar við má bæta því að þessi unga stúlka ryður sér braut upp á eigin spít- ur. Á bak við hana er'-enginn togara gróði. Ungu fólki vestra mætti gjarnan verða starsýnt á Ásu. I fyrsta lagi áræði hennar að brjóta sér braut í framandi landi og kunna ekki málið. I öðru lagi að vera skáld og í þriðja lagi að vera fyrsta kona er flytur frumsamið kvæði á Is- lendingadagshátíð í Nýja íslnadi, þó ekki væri neitt annað um að vera á Hnausum, 22. júní, mundi eg keyra langa leið til að sjá og heyra Ásu frá Ásum. En eins og eg hefi nú þegar sagt ykkur, er þar fleira gimilegt á boðstól- um. Um kvæði fyrir minni Canada er enn ekki fullráðið. Yfirleitt má segja að góð sam- vinna hafi verið í íslendingadags nefndinni, þó hefir þar orðið á- greiningur nokkur um sönginn. Við vitum það öll að söngur nýt- ur sín ekki til fulls undir berum himni, þó útvarpað sé. Hafa því sumir mælt með homleikara- flokki, sem kæmist upp á “g”, en hærra kemst enginn með hom. En þeir annmarkar eru á því, að hér í Nýja íslandi, er enginn með horn, en kostnaður afar mik- lil að fá flokk frá Winnipeg; það var samt gert í hittið fyrra, en svo fóru leikar að tilfinninga- næmt fólk grét af sársauka þeg- ar flokkurinn misti “Guð vors lands” út um þúfur, og kom ekki aftur á mótið. Við höfðum góðan söngflokk í fyrra, um 30 manns, undir stjóm Jóhannesar Pálssonar. 1 ár verð- ur sami flokkurinn að miklu leyti, en undir annari stjórn. Var því miður ekki hægt að komast að samningum við Joe. En einn kemur þá annar- fer og höfum við í ár fyrir söngstjóra, Thor Fjelsted, með aðstoð frú Flor- ence Bradley. Það er í ráði að hafa íþróttir all mikið umfangsmeiri en und- anfarið. Nú em flest allir dreng- irnir okkar komnir heim aftur og fer vel á því að þeir fái að reyna sig á íþróttavellinum. Forseti dagsins verður Gutt- ormur skáld Guttormsson. I von um að við sjáumst á Hnausum 22. júní, er eg ykkar með vinsemd og virðing. Valdi Jóhannesson frá Vaðir FRÁ SEATTLE, WASH. Mánudaginn 17. júní n. k. verður haldinn hátíðlegur, með- al Islendinga í Seattle, með sam- komu, sem haldin verður kl. 8 að kvöldi til í Eagles Auditor- ium, 24th Ave., N.W., “Ballard”. Fyrir samkomunni stendur þjóð- ræknisdeildin “Vestri”, og mega menn búast við góðri skemtan, þar seiú nefnd manna hefir um langan tíma starfað að undirbún- ingi samkomunnar. Þetta verð- ur í fyrsta skifti síðan Island sleit sambandinu við Dani, og varð alfrjálst ríki, að Islending- ar í Seattle og grendinni, koma saman í því skyni að fagna þess- um sigurdegi í frelsisbaráttu ís- lenzku þjóðarinnar. Það eru því vinsamleg til- mæli nefndarinnar, að allir Is- lendingar hér um slóðir, og eins góðir íslenzkir gestir, sem kunna að verða hér á ferð um það leyti, geri þjóðræknisd. “Vestri” þann heiður, að vera viðstaddir þetta kvöld. 17. júní 1944 var sambandinu slitið milli Danmerkur og Is- lands, allar þjóðir heimsins sam- glöddust yfir endurfæddu frelsi íslenzku þjóðarinnar. Islendingar í öllum heimsálf- um, héldu samkomur í fagnaðar- skini, 17. júní verður því hinn sameiginlegi rétti þjóðminning- ardagur Islendinga í framtíðinni hvar á hnettinum, sem þeir hafa tekið sér bólfestu, ennfremur ber oss að minnast þess að 17. júní er afmælisdagur Jóns Sig- urðssonar, — frelsishetjunnar miklu. Hér með skal einnig vakið at- hygli Islendinga hér á Kyrra- hafsströndinni, á því að skógar- gildi verður haldið fyrsta sunnu- daginn í ágúst n. k. að Silver Lake, eins og að undanförnu, og verður þess nánar getið síðar. En munum 17. júní fyrst. Hver, sem er með heilbrigt hjartalag, helgar minning Islands þennan dag, metur gull í gömlum ættar sjóð, guð sinn finnur þar, sem vaggan stóð, svo er gott að reyna handtök hlý hitta vini og frændur enn á ný. H. E. Magnússon JóN JóNSSON frá Munkaþverá 1852—1945 Hann andaðist að heimili sínu á Munkaþverá á íslandi 21. des. 1945, og var jarðsungin á sama stað þann 3. janúar 1946, af séra Benjamín Kristjánsson að við- stöddu miklu fjölmenni. Faðir hans var Jón bóndi á Munka- þverá, en hann var sonur Jóns bónda á Munkaþverá hrepp- stjóra og alþingismanns Jónsson- ar Stefánssonar bónda á Hrísum í Eyjafirði.”* iMóðir Jóns heitins var Þórey Guðlaugsdóttir Sveinssonar bónda og hreppstjóra á Svínár- nesi á Látraströnd. Jón heitinn var fæddur 9. nóv. 1852 og var því rúmlega 93 ára er hann lézt. Hann ólst upp á Munkaþverá hjá foreldrum sín- um til ársins 1875, að hann flutt- ist til Ameríku; fyrst til Wiscon- sin fyrir stuttan tíma, síðan til Gimli, Man. Var hann þar sam- tíða Sigtryggi Jónasson, Friðjón Friðrikson, Sigurði Kristoferson, Stefáni Eyjólfson, Árna Thor- lakson Björnson, Jakob Jónsson bróður sínum og mörgum fleiri, sem settust að í Nýja íslandi á þeim árum. Mun hann hafa verið sá síðasti af þeim hóp sem settust að á Gimli 1875. Á Gimli giftist hann konu sinni, Guðnýju Eiríksdóttir, ætt- aðri frá Einarsstöðum í Reykja- dal í Þingeyjarsýslu, dó hún árið 1923. Lifa tvö af bömum þeirra, bæði vestur við Kyrrahafsströnd, Jón Fríman í Blaine, Wash., og Anna Vatnsdal, ekkja eftir Þórð Vatnsdal í Portland, Ore. Árið 1880 fluttu þau Jón og Guðný til Norður Dakota, fyrst á land, og svo til Pembina, þar voru þau ein 10 ár, og þaðan til Grand Forks, N. D. 1904 fluttu þau til Canada og - settust að þar sem nú er Wyn- I yard, Sask., þar til 1910, að þau jfluttu til Vancouver, B. C., og 1 síðar til Blaine, Wash. Þar bjuggu þau ásamt Jóni syni sín- um og Ásrúnu (Jónsdóttir frá Mýri) konu hans. Eftir að Jón heitinn kom til Ameríku vann hann mest að smíðum, svo sem húsabygging- um. Hann var ágætlega gefinn til munns og handa, glaðlyndur og nægjusamur, mjög bók- hneigður og háfði mikið yndi af að lesa góðar bækur, hann skrif- aði oft smásögur og smáleiki. — Voru þeir leiknir bæði hér, 1 Pembina og Blaine og eins á Akureyri. Samúð átti hann í ríkum mæli og vildi allra vandræði leysa er leituðu til hans. Alþingis hátíðar árið 1930, af- réð hann að fara heim til Is- lands. Hann bar æfinlega inni- lega ást til átthaganna og langaði að eyða sínum síðustu stundum á æskustöðvum sínum. Dvaldi hann til þess síðasta hjá Stefáni bróður sínum (d. 1943) bónda á Mlunkaþverá, og systur sinni, Þorgerði, sem annaðist hann af systurlegum kærleika síðustu ár- in er hann var rúmfastur og oft mjög þjáður. Blessuð sé hans minning.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.